Vísir - 11.06.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 11.06.1943, Blaðsíða 2
V ISI R DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSXR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Páisson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (fimm línuj). I Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Afturhvarl. Ð .I()RN íÓLÁFSSON fjármála- ráðherra gerði ítarlega grein fyrir aðstöðu ísle’nzku þjóðarinnar í útvarpserindi því, er hann flutti nú nýlega, en birt var i gáer hér í blaðinu. Sannaði tiann að ’ framfærsluvisitala er hér miklu hærri en í nokkru öðru landi, sein við höfum. skipti við, en af því leiðir aftur að við erum á engan liátt megnugir að standast samkeppni þessara þjóða, er atvinnu- og viðskipta- lif leitar i fyrra far. Sýndi ráð- herra fram á að eina færa leiðin út úr ógöngunum væri að klifa niður stigann, — reyna með öllum ráðum að lækka vísitöl- una og hefta verðþensluna í Iandinu, og taka jafnframt upp siðaðra manna háttu í liferni í stað brjálæðis og tildur- mennsku, sem aukinni fjárveltu er samfara. Yitað er það, að ekki er vin- sælt að halda fram réttu máli, gangi það gegn stundarhags- munum manna, hvað þá ef það skyldi hafa áhrif á fjárstraum, sem renna kann í gegnum greip- ar Jie’irra. Heyrzt hefír Jiegar að nokkurrar óánægju gæti manna á meðal, með ráðstafanir Jiær, er ukisstjórnin hefir beitt sér fyr- ir, og allir töldu i upphafi að væru nauðsynlegar. Við þessu mátti alltaf búast. Fyrirhyggjan á alltaf og hefir alltaf átt í bar- áttu við hinar lægri hvatir manna, en þær verða ekki upp- rættar þótt þjóðarnáuðsyn get: baldið þeim niðri. En hvað er Jiað, sem þessir menn vilja? Ekki er I>að allskostar ljóst. Þeir vilja græða og halda fé sínu, en stórgróði og aukin verðþensla getur ekki farið saman. Að sama skapi sem krónufjöldinn eyksl minnkar kaupgetan, en að sama skapi og krónufjöldinn minnk- ar eykst kaupmáttur hennar. Þetta er ofur einfalt, og liitt jafnljóst, að ef ekki eru reislar skorðúr við aukinni verðþenslu hlýtur að draga að allsherjar hruni. Með þvi eiiiu móti að þjóðin standi sameinuð í bar- áttunni gegn því böli, er unnt að bjarga við haghennar, og neyð- in kennir mönnum að lála stundarhagsmuni víkja fyrir al- mennri nauðsyn, livort sem Jieim likar betur eða ver. Til þessa hefir um of gætt á- sóknar einstakra stétta í pyngj- ur annará, og liver liefir viljað sínum tota fram ota í Jivi efni. Þetta er Jijóðhæltulegt böl, sem verður að vinna gegn með op- inberum aðgerðuin. Það er ekki æskilegt að ríkisvaldinu sé beitt, nema til að afstýra fyrirsjáan- legum vandræðuni ó vandræða- timum, en þótt menn vilji efla frelsi og sjálfræði einstakling- anna á allan veg, er liitt auðsætt að nauðsyn brýtur lög og undir sérstökum kringumstæðum get- ur hið æskilega einstaklings- frelsj Jeilt til liruns. Menn verða / að aka seglum eftir vindi þegar óveður geisar, verði heilu skipi siglt i höfn. í liægum byr má tjalda liverju skauli, en aukist stormurinn verður að rifa segl- in og jafnvel láta sigluna eina nægja er í nauðir rekur, Jiótt Jiað þyki ekki eins tilkomumik- Frá hæstarétti: Ríkissjóður dæmdur til bótagreiðslu vegna mis- taka lögreglumanna. Dómur í máli Lárusar Jótiannessonar hrm. I æstiréllur kvað í morgun upp dóm í máli Láusar Jóhannessonar linn. gegn bæjarsjóði og ríkis- sjóði. Er inálið risið út af meiðslum, sem Lárus hiaut af völdum lögregluinanna. Bæjarsjóður var sýknaður á Jieim grundvelli, að lögreglu- menn eru ekki Iiáðir stjórnvölduin Reykjavíkur, enda starf þeirra þáttur ríkisvalds. Rikissjóður var aftur á móti dæmdur í bótaskyldu, og cr þetla í fyrsta skipti, sein slíkur dómur gengur. í forsendum dómsins segir svo: „Lögreglumenn þeir, sem í máli Jiessu greinir, voru að rækja störf sín i lögreglu Reykjavikur, þegar gagnáfrýj- andi hlaut lenistur sitt. Yfir- stjórn lögreglu Reykjavíkur og ákvarðanir um framkvæmd bennar eru falin handhöfum rík- isvalds. Athafnir lögreglu þess- arar eru því Jiáttur i bdting rík- ísvalds, enda eru lögreglumenn- irnir um meðferð starfa síns ekki háðir stjórnvöldum Reykjávíkur. Eru þess vefgna ekki efni til Jiess að greiða gagn- áfrýjanda bætur úr bæjarsjóði Reykjavíkur og breytir ]>að ekki Jiessari niðurstöðu, Jiótt annar lögre'glumannanna taki laun sin úr nefndum bæjarsjóði og bæjarstjól-nin liafi liaft bönd i bagga um skipun hans. Ber því að sýkna borgarstjóra Reykja- víkur f. h. bæjarsjóðs, en máls- kostnaður gagnvart honum þyk- ir eiga að falla niður. Kemur ]>á til álita krafa gagn- ið úr landi séð. Vafasamt er hvort ekki hefir verið of skannnt gengið í ]>vi að hefta kaupmáttinn og draga úr eftir- spurn allmargra vöruflokka. Hefði vel gelað komið til álita að taka upp frekari skömmtun, en gert héfir verið á ýmsum nauðsynjum, seni fyrirsjáanlega vqrða lítt fáanlegar í framtíð- inni, með J>ví að stríðsþjóðirnar hafa dregið úr eða liætt með öllu framleiðslunni, þannig að varan er Jirotin á liinum erlenda markaði. Slíkar vörur er llér enn unnt að fá, en almenningur gerir ráð fyrir að J>ær muni senn ófáanlegar, og af eðlilegum ástæðum reynir hver einstakl- ingur að afla sér þeirra og jafn- vel hirgja sig' upp af J>eim lil næstu ára. Þetta er eðlilegt, en óhyggilegt. Menn þurfa ekki annað, en að ganga fram hjá verzlunum, seni nýjar vöru- sendingar fá. Aðsóknin er Jiar svo mikil strax og opnað er, að lögreglan verður að taka stjórn- ina í sínar Iiendur til J>ess að alll fari skikkanlega fram. Ó- hófleg vörukaup einstaldinga geta aftur lteitt til ]>ess, að aðrir fái ekkert og skorti síðar til- finnanlega þau gæði éða nauð- synjar, sem aðrir sitja að í ó- hófi, en vel hefði getað nægt landslýðnum öllum, ef hófs liefði verið gætt. Slíka skömmt- un liafa aðrar J>jóðir tekið upp á ldæðnaði, ské>fatnaði og ýmsu fleiru, af ]>ví að J>að var nauð- syn, en sé það framleiðendun- um sjálfum nauðsyn, þá hvað um okkur, sem kaupum? Þeir menn, sem hæst barma sér nú, vilja í skammsýni sinni sigla fullum seglum út í rauðan dauðann í slað þess að hverfa aftur til sama lands. Um þetta týennt er að velja og annað ekki. Almenningur verður að hafa vit fyrir þeim einstakling- um, er þannig Iiugsa. áfrýjanda á hendur ríkissjóði. Það verður ekki talið lögreglu- mönnunum til áfellis, Jiótt J>eir skærust í leikinn, er gagnáfrýj- andi ör af víni var að skipta sér af ölvuðum erlendum sjóliða, seiu IieTlögreglumaður var að taka fastan. Hinsvegar Jiykir það sýnt, að lögreglumennirnir hafa lekið gagnáfrýjanda of hörðuni lökum og Jiað jafnvel J>ótt ó- Jirakin sé sú staðhæfing þeirra, að Iiann hafi reynt að gera til- raunir til mótspyrnu. Réttlátt þykir og eðlile’gt, að þjóðfélagið beri ábyrgð á mis- tökum sem þessum, að J>ví leyti sem J>au leljast opínberum starfsmönnum til ógæini, en verða ekki rakin . til háttsemi þess aðilja, sem tjónið bíður. Virðist sú meðferð máls og leiða lil aukins öryggis J>jóðfé- lagsj>egnum og miða til varn- aðar.“ Samkvæmt dómsniðurstöðu greiði ríkissjóður Lárusi Jó- hannessyni 17.000 kr. bætur og 3000 kr. í málskostnað. Alraennt kennaraþing: til urarædn nm ísl. tiingii og þjóðerni verður sett 19. þ.ra. Almennt kennaraþing verður haldið í Reyk javík dag- ana 19.—22. júní n. k. að tilhlutun Sambands ís- lenzkra barnakennara. Aðalverkefnið á þinginu verður að J>essu sinni tungan og jýjóðernið, en það eru nú sem stendur tvö helztu vandamál, sem að kennarastéttinni steðja. Þykir st.jórn Sambandsins mikið um vert að sem flestir kennarar sæki þingið til áð í’æða þessi miklu vandamál. Almenn kennaraþing eru haldin öðru hverju, en þó ekki siðan styrjöldin braut út. Hinsvegar Iiafa fulltrúaþing kennara verið Iialdin nær árlega og hafa venjuí. mætt þar um 50 fulltrúar, en kennarar á öllu landinu eru nú é 5. hundrað að tölu. A J)inginu flytja fyrirlestra J>eir Eiuar Amórsson, kennslu- málaráðberra, JakoJ) Kristins- son, fræðslumálastjóri, Björn Sigfússon, magistér, £ig. Thor- laeius, skólastjóri og Ársæll Sigurðsson, kennari. Sýning verður opin í Austur- bæjarskólanum á barnateikn- ingum, teiknifyrirmyndum o. fl., frá Handíðaskólanum. Skólakvikmyndir verða sýndar, farið i skemmtiferð o. fl. Fundir verða baldnir i Aust- iirbæjarskólanum, en J)ingsetn- ing fer fram i hátíðasal háskól- ans að kvöldi hins 10. júní, þar flytur fræðslumálastjóri, Jakob Kristinsson, ræðu. Friid, blaða- fulltrúi segir fréttir af norskum kennurum, Sig. Tborlacius, skólastjóri, minnist Alþjóða- sambands kennarav Haraldur Björnsson leikari o. fl. flytja leikj>átt, Páll Halldórsson og Jóhann Tryggvason, söngkenn- arar, leika saman á fiðlu, orgel og píanó, og blandaður kór, er Jóhann Tryggvason stjórnar, syngur nokkur lög. Stjórn S. I. B. skipa þessir menn: Ingimar Jóhannesson formaður, Sigurður Thorlacius varaformaður, Guðm. S. Guð- jónsson ritari, Pálmi Jósefsson gjaldkeri og , meðstjórnendur ]>eir Arngrimur Kristjánsson, Gunnar M. Magnúss og Jónas B. Jónsson. JZ Scrutator: ‘Hojddlh. cJbnejMwys Brezka sýningin. Það eru ekki nema örfáar mynd- ir óseldar á brezku sýningunni, og í gærkveldi heyrði eg marga gesti vera að barma sér yfir því, að bæk- nrnar skuli ekki vera til sölu líka. En eins og kunnugt er, verða bæk- urnar gefnar Landsbókasafninu og Háskólabókasafninu að sýningunni lokinni. Það engin ástæða til að vandræðast út af bókunum, ]>ví að ]>áð er hægt að panta þær í hvaða bókaverzlun sern er. Augustus John. X Meðal J)eirra fáu mynda, sem ó- seldar eru, tók eg eftir gullfallegri andlitsmynd af mijlaranum Percy Wyndham Lewis eftir Augustus John, og er furða að hún skuli ekki hafa selzt fyrir löngu. Augustus John er talinn langsarnlega fremsti núlifandi málari Breta. Hann er ættaður frá Wales og á heima í listamannahverfinu Chelsea í Lon- don. Augustus John hlaut æðsta listamannaheiðursmerki Breta í fyrravor, Order of Merit. Það er meðal annars merkilegt um andlits- myndjna af Wyndham Lewis, að hún er aðeins prentuð í tveim ein- tökum, og J)arf |)ví engan að undra, ])ótt hún sé með dýrustu myndun- um á sýningunni. ListamannaskáJinn. Og úr þvi eg er farinn að ræða um sýninguna, get ek ekki annað en lýst aðdáun minni á hinni snyrti- legu umgengni i skálanum og við hann, enda er það hinn alkunni smekkmaður, Jónas Lárusson bryti, sem þar ræður húsum. Hann hefir plantað blómum meðfram stéttinni heim að skálanum á mjög smekk- legan hátt, og verður að þessu hin mesta bæjarprýði, þegar fram vind- ur. Það er ekki svo margt, sem prýð- ir hlessaðan bæihn okkar núna, að ])að muni ekki um það, sem minna er. Nóg- vatn. „Eg er í vandræðum með kött- inn ininn,“ sagði ísak fsax i morg- un. „Síðan kettlingarnir vorn dreon- ir, er hann alltaf að vatna músum.“ Ræktun reiðhesta- kyns á íslandi. Heslamenn hér á Suðurlandi hafa ákveðið að efna til sam- keppnissýningar á stóðhestum á Þingvöllum árið 1950. Þrenn verðlaun verða veitt, 3000 kr.. 2000 kr. og 1000 kr. fyrir bezta hesta. Tildrög þessa máls eru þau, að á hestamannamótinu á Þing- völlum 1941 komu fram ein- dre’gnar óskir um J)að, og liesta- mannafélögin og aðrir áhuga- menn liefðu forgöngn og rækt og kynbætur íslenzks reiðhesta- kyns. En grundyöllurinn fyri-r myndun öruggs reiðhestastofns er að koma sér upp kynföstum graðhesti með se’m flcslum beztu eiginleikum reiðhestsins. Ef slíkur hestur yrði síðan not- aður með ströngu makavali, í þeim tilgangi að mynda af hon- um réiðhcstakvn, þá mætti ná miklum árangri á slcömmum tíma. Á samkeppnissýningunni 1950 verða hestarnir dæmdir til verð- launa eftir ætterni, útliti, bygg- ingu og eiginleikum. Til ágóða fyrir liina væntan- legu reiðhéstaræktun, sem hestamannafélögin Fákur, Faxi, Sleipnir og Glaður hafa for- göngu i, verður efnt til liapp- drættis og verða miðar seldit- á Skeiðvéllinum við EUiðaárnar á annan í Hvítasunnu. Happdrættisgripurinn er fyr- irtaks reiðliéstur, sem reyndur verður í kappreiðunum. »Wir fahren gegen Engelandu Norsk skip hafa verið notuð við flutninga þýzkra fanga frá Norður-Afríku til Englands. 1 fréttum af þessu er sagt frá því, að sumir fanga þeirra, sem fyrst voru fluttir til Englands, hafi verið látnir fara um borð 17. maí. Norsku skipin voru þá fánum skreytt og hermennirnir vissu ekki af hverju þetta gæti stafað. Einn Þjóðverjanna spurði norskan sjómann, hverju J>etta sætli, en hann svaraði: „Wir fahren gegen Engeland“. Sektir fyrir brot á verðlagsákvæðnm. Eftirgreindar verzlanir hafa nýlega verið sektaðar sem hér segir, fyrir brot á verðlags- ákvæðum: Veitingasalan í Sýningarskála Myndlistamanna fyrir of hátt verð á veitingum, kr. 500.00. Bifreiðasala Haraldar Svein- björnssonar fyrir of hátt verð á varahlutum, kr. 1500.00. Verzlunin Drangey, fyrir of háa álagningu á silkisokkum, kr. 300.00. Saumastofa Kristínar Giss- urardóttur, of hátt erð á képu, kr. 200.00. Hattabúð lngu Ásgeirs, Laugaveg 10, of liátt verð á lcvenhöttum, kr. 400.00. Tízkuhúsið, Laugaveg 5, fyrir of hátt verð á kvenhöttum, kr. 800.00. Veitingahúsið ValhöII, Þing- völlum, of hált verð á veiting- um, kr. 300.00. Samkomuhús Vestmanna- eyinga, fyrir of liátt verð á veitingum, kr. 200.00. Prestskosningar. Úrslit eru kunn úr 3 prestaköll- um og hlutu J>essir kosningu: Síra Eiríkur Helgason í Bjarnarness- prestakalli, 212 atkv. og 19 atið (af 399), síra Þorgeir Jónsson í Hólma- prestakalli, 270 atkv. og 12 auð (af 731) °g" Gunnar Gíslason cand. theol. í Glauinbæjarprestak'alll'. Þar voru greidd 115 atkv. af 167. Hlaut Gunnar 73. síra Guðm. Benedikts- son á Barði 38 og síra Sigurður . Pálsson í Hraungerði 3. Einn seð- ill ógildur. H v í t a r kvenblússur komnar. H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 og hjálparstúlka óskast ú hótel úti á landi. Uppl. á Hofs- vallagötu 20. Sími 2840. Nýtt ferðatæki lil sölu. Meðalholt 4, kl. 5—6 i dag. Harmonikur Nokkrar pianóharmonikur, litlar og stórar, verð frá kr, 650,00. Einnig 5-föld hnappa- harmonika, 120 hassa (sænsk gerð) eru til sölu.» Njálsgötu 23 (steinhúsið). I.O.O.T. Teraplarar SJÁLFBOÐALIÐAR óskast til vinnu að JAÐRI. Farið frá Templaraliúsinu kl. 9 á annan í livitasunnu og síðan hvern sunnudag í júní é sama tíma. Þess er óskað að þeir sem ætla sér ekki að vinna komi ekki fyrr en eftir 1. júlí. Stjórn Jaðars. Kjúklingar Nokkurir úrvals íiana- kjúklingar til sölu. Slátrað í dag. Uppl. í síma 4001. IJppboð Opinbert upphoð verður liald- ið við vörugeymsluhús Eim- skips á hafnarbakka á morg- un kl. 2 e. h. og verða þar seld- ir ca. 200 kassar af appelsín- um, sem skémmst hafa. — Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. HMirðir Á hvítaunnudag: Engin ferð. Á anuan í hvitasunnu: Frá Reykjavík kl. 7 árd. Frá Akranesi kl. \)]A árd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.