Vísir - 16.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1943, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIF3 D A G B L A Ð Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Afstaðan út á við. EINS og sakir standa lútum við Islendingar liervernd Bandaríkjanna. Áður vorum við hernumdir af Bretum. Þetta eru staðreyndir, sem sýna og sanna að ísland liggur fyrst og fremst á áhrifasvæði liins enskumælandi heims. Allt öðru máli gegnir um önnur Norður- lönd. Þau eru sumpart hernum- in af Þjóðverjum, en sumpart háð þeim beint eða óbeint. Svi- þjóð, sem enn Iiefir tekizt að halda hlutleysi sínu, er þrátt fyrir það á þýzku áhrifasvæði. Þessi lönd öll eru óaðskiljan- legur hluti meginlands Evrópu, enda leiðir það af likum. Standi menn á fjallsbrún og liti yfir landið gleraugnalausir og alsjáandi fá þeir það sem al- mennt er kallað rétta hugmynd um landslagið, — lit þess og lögun. Mynd þessari geta þeir breytt með notkun litaðra glerja og jafnvel geta þeir firrt sig allri útsýn með slíkum tækjum. En þótt menn geti gert sig skammsýna og blinda, verð- ur landslagið samt við sig, og það er sjálfsblekking og annað ekki að telja sér trú um að það sé öðruvísi en það er. Aðstaða íslands til umheims- ins er allt önnur en afstaða Norðurlanda, og þótt hér búi norræn þjóð, sem lotið hefir kúgunarvaldi frændþjóða sinna, réttlætir það á engan hátt að landið sé talið með Norður- löndum eða lúti þeim. Lega þess og jarðmyndun ræður því, að verði það talið til nokkurs landaflokks, er eðlilegast að telja það á áhrifasvæði hinna enskumælandi þjóða, þótt þjóð- in, sem landið byggi sé engil- söxum ef til vill fjarskyldari en norrænum þjóðum, sem vafa- laust má þó deila um. ísland hlýtur ávalt að verða áhrifa- svæði þeirra þjóða, sem höfun- um ráða, en það þýðir ekki að landið geti ekki notið fulls og óskerts sjálfstæðis fyrir því. íslenzka þjóðin er fámenn, en á þó fullan tilverurétt, sem ekki má skerða, og hún á fyrst og fremst tilverurétt sem sjálf- stæð þjóð, með því að lífsskil- yrði hennar eru sérstæð og þjóð- in er og verður þess ein um- komin að stjórna málum sínum á hinn hyggilegasta hátt. Sjálf- stæðinu getur þjóðin þvi aðeins lialdið, að hún verði vernduð af stórveldum þeim, sem höfun- um ráða, en með öðru móti ekki. Þessi stórveldi hafa séð sér hagnað í þvi að hernema landið í ófriði og veita því hervernd. Afnot þeirra af landinu verða ekki metin til fjár, og sársauki íslenzku þjóðarinnar vegna þessara afnota ekki heldur. Einu bætur, sem hér geta á móti komið, er að þessar stór- þjóðir verndi landið einnig á friðartímum, ekki með því að setast hér að, lieldur með hinu að sjá svo um, að réttur íslend- inga verði ekki fyrir borð bor- inn hver sem í hlut á, og að þjóðin verði aðnjótandi fulls sjálfstæðis og sem beztra lífs- skilyrða, en þau verða eklci tryggð með öðru en sjálfstæði þjóðarinnar og ahnennu at- hafnafrelsi í eigin málum. Sumargjöf ætlar að auka húsakynni sín. Bæði í Grænuborg og Vesturborg. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF, sem hefir unnið ó- metanlegt starf hér í bænum á undanförnum árum, hefir nú á prjónunum áform um að auka húsnæði sitt í tveim bæki- stöðvum sínum, Grænuborg og Vesturborg. Félagið hefir í hyggju að auka við húsnæði sitt í Grænuborg stofu, sem á að verða 6x7 m. á stærð. Verður það líka kennslu- stofa fyrir forskóla þann, sem ísak Jónsson kennari hefir haldið undanfarna vetur. Er þar kennt börnum allt frá 5 ára aldri til 8 ára. í Grænuborg hefir að vetrarlagi lika verið skóli fyrir 8—10 ára börn og í báðum þess- um skólum hafa nemendur í Kennai’askólanum líka getað notið verklegrar kennslu. Hafa jieir getað æft sig þar á lestrar- kennslu og annari kennslu. Þegar Austurbæjarskólinn var stofnaður á sínum tíma, var til þess ætlazt, að þessi æfinga- kennsla færi fram þar, en bær- inn liefir vaxið svo síðan, að nemendafjöldinn í skólanum hefir byggt þessari kennslu út. Við Vesturborg ætlar Sumar- gjöf að innrétta hús handa starfsli^i sínu. Er það einnig mjög nauðsynleg og þörf um- bót, Jiegar húsnæðiseklan í bæn- um er eins mikil og nú er. Það er fásinna að nokkurum manni skuli detta í hug, að þjóð- ir, sem háðar eru annarlegum áhrifum, eigi hér nokkuru að ráða í framtíðinni. Ættu Norð- urlandaþjóðirnar að fara með íslenzk mál að einþverju leyti, þýddi það að þær þjóðir, sem háðar eru áhrifavaldi andstæð- inga hinna engilsaxnesku þjóða, rækju hér erindi sín og ef til vill sinna yfirboðara. Enga vernd gætu þær veitt íslenzku þjóðinni. Það höfum við séð í tveimur heimsstyrjöldum, og væntanlega þarf ekki sú þriðja að skella á til þess að sannfæra landsmenn alla um þessa stað- reynd. fslendingar eru hættir að kalla erlenda skó danska skó, — hættir yfirleitt að miða allt við Danmörku. Við höfum öðlast heilbrigðari og þroskaðri skynsemi og víðari útsýn. Þröngsýni er það, að skilja ekki hver afstaða lands og þjóðar er gagnvart umheiminum. Háski er liitt að skilja ekki að framtíð þjóðarinnar og tilvera byggist fyrst og fremst á vinsemd þeirra þjóða, sem voldugastar eru, en þær ráða ekki einvörð- ungu örlögum okkar heldur og allra smáþjóða. Hin engil-sax- neska menning á samleið með frummenningu íslendinga, og er henni á engan hátt skaðleg, en á margan veg nytsamleg. Hún á ekkert skylt við mongólska menningu, sem nú er boðuð hér á landi í tíma og ótíma, og hún metur mannréttindi og alhliða frelsi. En þótt við íslendingar séum, sem allar þjóðir, annara þjóða áhrifum háðir, höfum við flest- ir lært og eigum allir að læra að liugsa þá hugsun, að þjóðin eigi að öðlast fullt og óskert sjálfstæði og eigi rétt á því um aldir. Fyrir því eigum við að berjast og fórna öllu ef með þarf. Hér liefir verið Ieitast við að skýra afstöðu okkar á einfaldan og eðlilegan hátt. Það kann vel að vera að rekin verði upp ramakvein af mönnum, sem ekki ganga erinda íslenzku þjóðarinnar, lieldur annara hagsmunaheilda. Slikt skiptir engu máli. Sannleikurinn verð- ur sannleikur þrátt fyrir það, þótt sumir menn séu skamm- sýnir eða blindir. Starfsemi Sumargjafar er í fullu fjöri í sumar. f Vesturborg eru til dæmis 15—20 börn en í Grænuborg eru um 40 börn. Gæti jafnvel fleiri börn komizt fyrir hjá félaginu þar. Þá er ótalin Tjarnarborg, þar sem félagið hefir bæði dagheim- ili og vöggustofu. Þar eru alls um 60 börn. Félagið hafði i liyggju að starfrækja um tíma í sumar heimili fyrir vangefin börn. Munu sumirhafa misskiliðl>etta, talið að þarna væri heimili fyr- ir vangæf — óstýrilát — börn, en svo er ekki. Svo fáar um- sóknir komu um heimilisvist, að félagið sá sér ekki fært að starfrækja það. Bæí’inn hefir keypt handa Sumargjöf hús Helgu Niels- dóttur, Eiríksgötu 27, en hún er nú að byggja á ný þar rétt hjá. Býst hún við að geta rýmt húsið .í september og mun Sumargjöf þá geta tekið við því. Verður ekki um það sagt að svo stöddu, hvernig það hyggst að haga starfsemi sinni í hinum nýju húskynnum. Það er ánægjulegt, hvað Sum- .argjöf hefir vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er vonandi að áframhald verði á þeirri þróun félagsins. Jaröarför skipverja af Súðinni í ísafirði. Jarðarför Guðjóns Kristins- sonar, ísfirðings, sem féll í morðárásinni á Súðina, fór fram 26. júni að viðstöddu fjöl- menni. Sýndu ísfirðingar ótví- rætt samúð sína aðstandendum hins unga manns og minningu hans virðingarvott. Athöfnin hófst kl. 1 e. li. með liúskveðju á heimili hins fallna. Flutti sr. Sigurður Kristjáns- son þar húskveðju en kirkju- kórinn söng. í kirkju flutti sóknarpresturinn ræðu og lagði út af ljóðlínunum: „Skjótt hefir sól brugðið sumri“. Jón Hjörtur söng einsöng, söng hann sálminn „Lýs milda ljós,“ en fjórir félagar Guðjóns heitins stóðu lieiðursvörð við kistu hans í kirkju. Fánar voru almennt dregnir á stöng í ísafirði meðan jarðar- förin fór fram. Sfiðin verðir mánaðar- Flutningar óvenjulega litlir um þessar mundir. Súðin er nú komin hingað suður fyrir skemmstu og er gert ráð fyrir að viðgerð á henni verði lokið um miðjan ágúst. Það mun tefja nokkuð við- gerð á skipinu, livað erfitt l>að reynist að fá vinnuafl. Eru ýmsar orsakir til þess, en með- al annars sú, að margir verka- menn eru nú í sumarleyfi, sam- kværnt orlofslögunum, sem samþykkt voru á síðasta þingi. Bætist það ofan á þá vinnufólks- eklu, sem hér hefir verið um alllangan tíma. Skipið er mikið skemmt, brunnið sumsstaðar en rifið af kúlum annarsstaðar, eins og sézt hefir af mjnidum, sem birtar hafa verið. Skipaútgerðin hefir tekið Hrímfaxa á leigu til næstu ára- móta og er gert rúð fyrir því, að liún geti annað þeim flutn- ingum, sem þörf verður á, þeg- ar Súðin verður aftur ferða- fær. Flutningar hafa verið ó- venjulega litlir að undanförnu og eru þó sjaldnast miklir um þetta leyti árs. Stafar það af strjálli og minni flutningum til landsins ,svo og því að Reykja- vík tekur lilutfallslega meira af vörum en annars. Maður sem getur unnið við bifreiða- viðgerðir, óskast. Tilboð, merkt: „Bifreiðaviðgerðir“, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 25. þ. m. Stúlka eða kona óskast. Uppl. í sima 5864. — Œýfar gulrœtur r*. -j- f$ims Siml 1884. Klapparstig 30. Bernt Balchen sækir ísland heim. Hinn heimsfrægi norsk-ameríski flugkappi Bernt Balchen kom snögga ferð liingað til lands á dögunum. Balchen er nú ofursti i flugher Bandaríkjanna, en var fyrir löngu orðinn heimskunnur maður fyrir flugferðir sínar og ævintýri. Balchen er bóndason frá Tov- dal i Noregi, 44 ára að aldri, gekk 1916 i norska herinn og gerðist flugmaður í norskri flotaflugsveit 1919. Frægð hlaut hann fyrst af samvinnu við Roald Amundsen. Fór með hon- um á loftfarinu „Norge“ áleiðis til Norðurpólsins, en sú för varð endaslepp. En nokkin síðar tókst vinskapur og samvinna Balchens og Richards Byrd að- míráls. Reyndu þeir að fljúga austur yfir Atlantshaf, en urðu að setjast á sjó fáeinum mílum frá Frakklandsströnd. — En Balchen fylgdi Byrd i Suður- pólsleiðangri hans. Með Byrd dvaldi hann í Suður-íshafinu 1928—30 og flaug þá yfir Suður- pólinn. Balchen hefir lifað áhættu- sömu lífi og ævintýraríku, enda er hann liraustmenni mikið, úr- ræðagóður og harðfengur, djarfur og þó varfærinn. Má þakka þessum kostum hans að nokkru leyti einstök afrek og lieppni í björgun heimsskauta- fara, fiskimanna í Norðurhöf- um og herflugmanna, og er sá listi orðinn býsna langur. 1928 bjargaði liann von Hiihnefeld majór og félögum hans, sem nauðlent höfðu i flugvél á Labrador eftir Atlantshafsflug. 1931 bjargaði hann hundrað mönnum af' 123 skipverjum skipsins „Viking“ frá St. John í Nýfundnalandi. Skipið hafði farizt í ís. Fyrir ekki all-löngu hlaut hann veglegt heiðursmerki Bandaríkjastjórnar fyrir það dæmafáa afrek að bjarga áhöfn flugvirkis, sem nauðlent hafði á Grænlandsjökli. Balchen flaug Catalina-flugbát yfir jökulinn og lenti á smátjörn á honum, sem hætta var á að tæmast myndi þá og þegar. r~ Scrutator: 'kaAAix aénmmtms J Nýi stúdentagarðurinn. Með byggingu nýja stúdenta- garðsins hefir háskólahverfinu bætzt falleg og smekkleg bygging. Þeir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson arkitektar hafa gert teikninguna og haft umsjón með smiði hússins og farizt um það prýðilega. Sigurður teiknaði einnig gamla stúdentagarðinn, áður en þeir Eiríkur gerðu með sér félag, en teiknistofu hafa þeir rekið í félagi nú um nokkur ár. Meðal annara stórbygginga hafa þeir einnig teikn- að nýja sjómannaskólann, sem verð- ur glæsilegt mannvirki. — Stúdenta- garðinum berast enn herbergja- gjafir, og er það vel farið. Kostn- aður hefir farið langt fram úr öll- um áætlunum, og eins og sýnt var fram á hér í blaðinu í gær, verður kostnaður á hvert herbergi alls ekki lægri en 25.000 kr., og það er ekki á hverjum degi að menn komast að slíkum kaupum. Æskulýðshverfi. Nýi stúdentagarðurinn er syðsta byggingin í háskólahverfinu, enn sem komið er. Menntaskólinn er í húsnæðisvandræðum. Væntanlega verður næsta skrefið að byggja menntaskóla sunnan við háskólann og þá einnig heimavistarhús fyrir skólafólk ekki allfjarri skóla- húsinu. Það er margt sem mælir með því að byggja þessa skóla í sama hverfi. Nú er það á döfinni að endurbyggja leikfimihús mennta- skólans og verja til þess ærnu fé. Það er jafnvel verið að hugsa um að stækka menntaskólalóðina aust- ur á við, til þess að koma fyrir ýms- um aukabyggingum. Þessi hugmynd er ekki góð. Það er erfitt að skapa skilyrði fyrir skólalíf á þessum stað og miklu auðveldara að byggja upp á nýtt, og enginn staður virðist liggja jafnt í augum uppi og staður- inn sunnan háskólahverfisins. Með- an gamla menntaskólabyggingin er enn við lýði, má nota hana til margs. En hún er orðin gömul og getur ekki orðið eilíf. Hinsvegar er margt betra hægt að gera við menntaskóla- lóðina en að hafa þar skóla. Þar mætti til dæmis hafa ráðhúsið, sem Bernt Balchen hefir ef til vill oftar lagt líf sitt í hættu en nokkur annar núlifandi maður. Hann er ímynd norskrar karl- mennsku, enda átrúnaðargoð æskulýðs Noregs og Bandaríkj- anna, en bæði löndin eigna sér hann af skiljanlegum ástæðum. Norðmaður er hann að þjóð- erni, en liann er einnig banda- riskur borgari. En sem stendur berst hann fyrir sameiginlegu stríðsmarkmiði beggja landa. mest er nú um talað, hvar eigi að standa. Æskulýðshöll. í sambandi við æskulýðs- og menntahverfið sunnan háskólans dettur manni ósjálfrátt æskulýðs- höllin í hug. Það virðist býsna nær- tæk hugmynd að byggja hús æsku- lýðsins einmitt á þessum slóðum. Á flötunum austan við allar bygging- arnar er ákjósanlegasti staður fyrir hvíldargarða, leikvelli og íþrótta- svæði. Þetta svæði má auðveldlega skipuleggja svo, að það komi öllum æskulýð höfuðstaðarins að notum, ekki einungis menntafólkinu. Það er hvort sem er trauðlega hægt að hugsa sér æskulýðshöll án slíkra garða og leikvalla. Það kemur því hvort eð er ekki til mála að reisa hana í þröngbýli íbúðar- og verzl- unarhverfanna. Stjörnuspár. „Stundsjá Moskóvu bendir á þrótt 1 og er góð. Berlín hefir tunglið í 7. húsi,“ segir spámaðurinn. — Aftur á móti mun Hitler alls ekki vera í 7. himni. Handknattleiksmót kvenna, í gærkvöldi hófst meistaramót fyrir konur í handknattleik á íþróttavellinum. Sjö félög taka þátt í keppninni: Þór á Akur- eyri, Knattsp.fél. Akpreyrar, íþróttaráð Vestfjarða, Haukar í Hafnarfirði, Fimleikafél. Hafn- arfjarðar, Ármann og ÍR. Þór : F. H. 3:1. Fyrst kepptu sveitir Þórs frá Akureyri og Fimleikafélags Hafnarfjarðar, og var leikurinn í fyrstu mjög jafn, en smám saman sóttu Þórsstúlkurnar sig, og unnu fyrri hálfleik 2:1. — Haukar : K. A. 6:2. Haukar sýndu strax yfirburði og héldu þeim allan leikinn. K. A.-stúlkumar voru lengi vel hikandi, náðu sér þó á strik í seinni liálfleik, en þá var sveit Hauka komin of langt fram úr þeim. Ármann :. f. R. 8:0. íslandsmeistararnir, Ármanns- stúlkumar, sigruðu glæsilega. Var leikur l>eira einna beztur. Fjölmenni var á vellinum. Áður en keppnin hófst gengu allir þátttakendur mótsins fylktu liði á leikvanginn undir fána. Forseti Í.S.Í. setti mótið með nokkrum orðum, en mann- fjöldinn fagnaði. Mótinu verður heldur áfram í kvöld kl. 9. Þá keppa: í. R.—Þór, Haukar—F. H. og K. A.—ísfirðingar. Hver leikur stendur yfir í 20 mínútur, tveir hálfleikir í 10 mín. hvor. Það félag sem tap- ar tveim leikjum, gengur úr, og flýtir það mótinu að mun. Þrir kappleikr verða liáðir á hverju kvöldi, þar til lokið er. 2—3 herbergi og eldhús, óskast til kaups. — Uppl. á Bragag. 22 A, neðstu hæð. — TIl sölu Ný amerísk húsgögn, 1 sófi og 2 djúpir stólar. — Einnig nýtt eikarskrifborð. Uppl. Framnesvegi 12, niðri. Ford ’35, til sölu og sýnis, með nýrri vél og ný standsettur, frá kl. 5—7 á Leifsgötu 5. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.