Vísir - 22.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 22.07.1943, Blaðsíða 2
VÍSIF? DAGBLAÐ Ú tgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Leirmoli eða meistaraverk gUMIR þeir nieiin, sem mest ræða um norræna menn- ingu, virðast helzt hugsa sér liana á þann veg, að hún sé eins og leirklumpur eða óskapnaður, sem móta megi á alla lund, og taki jafnvel á sig nýja mynd eftir því úr hvaða átt vindurinn hlæs. í slíkum ályktunum virð- ist ligga fullkomið vanmat á norrænni menningu, og i raun- inni má gera ráð fyrir að menn- irnir meini þetta ekki alvarlega, en ætli þessar lieimspekilegu hugleiðingar frekar til áróðurs, þótt þær lýsi jafnframt ein- kennilegu og sérstæðu gáfna- fari, og ekki liafa menn orðið varir við slíkar perlur i sandin- um fyr en nú, eftir að umræður voru teknar upp varðandi sjálf- stæðismál þjóðarinnar. En úr þvi að slikar hugleið- ingar liafa séð dagsins ljós, ver- ið birtar í blöðum og' borist á öldum útvarpsins til eyrna hlustandi manna, verður ekki hjá því komist að gefa þeim nokkurn gaum, og ber þá fyrst að vara við þeirri blekkingu, sem lialdið hefir verið fram, að nokkrum íslendingi detti í hug að flytja landið og þjóðina vest- ur til Ameríku, i stað þess að hvorttveggja verði viðloðandi gamla nöldrið, Evrópu, svo sem verið hefir. En i þessari ímynd- un sinni finna háspekingar nú- tíma sjálfstæðis íslenzku þjóðar- innar, að því er þeir sjálfir telja öruggan grundvöll til þess að finna hugarflugi sínu „blífan- legan samastað“. Menning Vesturheims verður hér rikj- andi segja þeir, og við verðum þiggjendur en ekki veitendur. En alveg án tillits til þess, að engum íslendingi hefir dottið i hug að forfæra ísland til Amer- iku, virðist ekki úr vegi að spyrja háspekingana að því, hvort þeir hafi ekki orðið þess varir, að ísland hefir aldrei byggt um sig „kínverskan múr“ norrænnar hámenningar, ef frá er talið tímabil það, sem ein- okunin ríkti hér í almætti sínu og hélt þjóðinni einangraðri í sínum blessaða norræna náðar- faðmi? ísland hefir ávallt staðið opið fyrir erlendum áhrifum frá því er einokunina leið, og þrátt fyrir einokunina leitaðist þjóð- in við að auka viðskipti sín vð aðrar menningarþjóðir Evrópu, þótt við Iægju þungar refsingar og jafnvel fjörtjón. Síðustu fimmtiu árin höfum við íslend- ingar haft öllu nánara samband við Breta og brezka menningu, en Norðurlöndin sjálf, en í þvi efni nægir að skírskota til liag- skýrslna, er sýná viðskipti þess- ara landa, ef vera mætti að þeir menn sannfærðust, sem tölu- vísindi meta framar öðru. Þrátt fyrir þetta er það tvennt ekki sýnilegt að við íslendingar höf- um til þessa umbylt hinni brezku heimsmenningu, og ei heldur að hin brezka heims- menning hafi endavelt norrænu menningunni, sem virðist þó mega tálga eins og deiglumó eða móta eins og leir, að áliti háspekinganna. En eins og áður segir er þessi VISIR skoðun háspekinganna fullkom- ið vanmat á norrænni menn- ingu, og miklu nær væri þeim að opna augu sín fyrir því, að hún er á ýmsan hátt heilsteypt listaverk, sem hreytir ekki lil eins og salamandra eða refur- inn í náttúrufræði Jónasar Jóns- sonar. Norrænar bókmenntir, sem íslendingar eiga ríkan þáll í, norræn saga, sem öll líyggist á íslenzkri sagnagerð og nor- ræn visindi munu ávallt halda fullu gildi, enda verður gullið aldrei að eir. Hitt verða þessir menn einnig að gera sér ljóst, að ísland er ekki og verður ekki framar lokað land fyrir um- heimnum. Fjarlægðir lieyra for- tíðinni til, kyrrstaða og hrörnun géra það á sama Iiátt. íslending- ar verða að keppa að því marki að byggja upp land sitt og bæta það, sem og að horfa ekki leng- ur á grafið gull í haugum eða ghma við forynjur aftur úr öld- um, heldur nytja landið og auðga vísindin, sem vafalaust verða happadrýgst í að efla alla dáð og skipa þjóðinni á bekk með menningarþjóðum. Allt þetta hefir engin áhrif á frum- menningu þjóðarinnar, með því að á henni verður allt annað að byggjast. íslendingar liurfu frá rúnaletri og tóku upp hið gotn- eska og rómverska. íslendingar köstuðu heiðni en tóku upp kristna trú. íslendingar hurfu frá kaþólskum sið, en tóku lúthersku, íslendingar hættu að kroppa af þúfum með dengdum ljáum, sem tóku að rækta jörð- með viðeigandi vélaafli, en allt þetta hefir á engan hátt skaðað íslenzka menningu. En hvar er þá voðinn og tortimingin? Hann er falinn í því að þjóðin fari að dæmi liáspekinganna og van- meti norræna menningu og sjálfa sig einnig, en hann dylst aldrei bak við aukna menningu og eðlilega þróun. Það má pi-ýða á margan liátt í kringum meist- araverk, en aldrei má steypa þeim af stalli og brjóta þau í mola. Þótt íslendingar fái að njóta sjálfstæðis, sem aðrar norrænar þjóðir, stafar nor- rænni menningu af því engin hætta. Vanmat háspekinganna á norrænni menningu er svo skefjalaust, að þeir virðast halda því fram í fullri alvöru, að íslendingar muni falla í ónáð hjá öðrum norrænum þjóðum, taki þeir þann rétt, sem þeim ber, sem frjálsbornum mönn- um. Væri þetta rétt er hin nor- ræna menning skandinavisku landanna ekki mikils virði, en svo er guði fyrir að þakka, að þetta er einhver ógeðslegasti rógur í garð Norðurlanda, sem til þessa hefir heyrst hér á Iandi, en jafnframt felast i þessu at- ferli full svik við hinn íslenzka málstað, sem byggir ekki á leir- menningu háspekinganna, en lögum, rétti og réttarmeðvitund frjálsra lýðræðisþjóða. Maður drukknar í fyrrakvöld drukknaði mað- ur í Álftafirði, Guðmundur Gísli Jónsson að nafni. Guðmundur fór einn á trillu- báti frá ísafirði yfir. í Álfta- fjörð í fyrrakvöld til að draga lóðir, sem hann mun hafa átt i firðinum. Menn, sem voru á öðrum báti slcammt frá, sáu allt í einu að Guðmundur var horf- inn úr bátnum. Brugðu þeir þegar við, réru að bátnum og sáu þar ekki annað en húfu Guðmundar, er flaut á sjónum. Hafði hann þá verið búinn að draga tvær lóðir af tíu. Logn var og sjór kyrr. Guðmundur Gísli Jónsson var maður um fertugt, kvæntur og átti eitt barn. Skemmtigarðar, hvíldar- staðir og barnaleikvellir. Framtíðarskipulag innan Hringbrautar 8Jr Éillöguiti Skipulagsnefudsir. ^■KIPULAGSNEFNDIN mun innan skamms leggja fram •^framtíðarskipulag Reykjavíkurbæjar innan Hringbraut- ar fyrir bæjarráð, ásamt vönduðum skipulagsuppdrætti. Nefndina skipa, eins og kunnugt er, þeir Geir G. Zoega vega- málastjóri, Guðjón Samúelsson húsameistari og Emil Jónsson vitamálastjóri, en skrifstofustjóri nefndarinhar er Hörður Bjarnason arkítekt. Vísir átti tala við Hörð Bjarnason um tilhögun opinna svæða i bænum, og skýrði hann frá þessu meðal annars: í miðbænum. Stærsta opna svæðið í bæn- um innan Hringhrautar er vit- anlega Arnarhólstúnið. Sam- kvæmt skipulagstillögunum verður það ekki skert, en garð- yrkjuráðunautur bæjarins sér um skreytingu þess, og er það starf hafið, en því heldur áfram. Jafnóðum og svæði verða opn- uð munu þau svo tekin til rækt- ar. Þá er gert ráð fyrir því, að i áframhaldi af Arnarhólstúni komi „græn lína“ alla leið frá Stjórnarráðsbletlinum að Skot- húsvegi, framan við opinberar byggingar, sem gert er ráð fyrir á þeim slóðum. Þetta opna svæði nær nú suður að Miðhæjar- barnaskólanum, en samkvæmt skipulaginu á hann að hverfa og sömuleiðis þær byggingar sunn- an hans, sem eru of nálægt Tjörninni. Allt þetta svæði verður ræktað blómum og trjám og þar lagðir gangstígar og sett- ir bekkir, eftir því sem nánar þykir henta. Mun ekkert slcerða það, nema nauðsynlegustu uiyi- ferðaæðar. Andspænis þessu svæði, hinu megin Tjarnarinnar, verður annað grænt svæði i Tjarnar- brekkunni, frá ráðlierrabústaðn- um og að Slökkvistöðinni. Loks verður Alþingishúsgarð- urinn opnaður almenningi og skipulagningu tengdur umliggj- andi byggingum og götum. Góð- templarahúsið hverfur, en við það stækkar garðurinn til muna. Nokkur minnkun er ráðgerð á Austurvelli, en stækkun ann- ara opinna svæða vegur marg- faldlega upp á móti henni. í austurbænum. Stærsta opna svæðið í austur- bænum verður Skólavörðu- holtið, milli Njarðargötu, Egils- götu, Barónsstígs og Eiríksgötu, umhverfis væntanlegar opinber- ar byggingar. Ætlazt er til að þar verði garð- svæði og tröppugarðar (terrass- ar), og kemur það til að liggja andspænis fyrirhuguðu iþrótta- svæði liandan Barónsstígs og að all-myndarlegum garði framan Austurbæjarskólans. Þá er þar ekki all-langt frá gert ráð fjrrir opnu svæði, er liggur að Landspítalalóðinni, vestur af Hringtorgi, sem verður á gatna- mótum Hringhrautar og Miklu- brautar, en hún á að liggja um Háteigstún inn að Elliðaám. Minni opin svæði i austur- hænum verða kring um Þjóð- leikhúsið, annað austan þess og að bústað sendiherra Dana (Smiðjustigur hverfur), hitt andspænis leikhúsinu við Hverfisgötu (Indriðatorg). Loks má opna garð Gróðarstöðvar- innar fyrir ahnenning, en þar er gert ráð fyrir kirkju eða kappellu í miðjum skrautgarði. Vesturbærinn. Stærsta opnað svæðið í Vest- urbænum er Landakotstún. Það er í eigu kaþólska safnaðarins, og engar umræður liafa farið fram um svæðið til afnota fvrir almenning, sökum þess að bisk- upinn hefir verið fjarverandi i meir en heilt ár. En telja má líklegt að samningar geti tekizt milli bæjarins og 'safnaðarins, á þá leið að bærinn taki að sér ræktun og umsjá túnsins, greiði hætur fyrr grasnyt, en opnaður verði garður þarna kring um kirkjuna. Ætti hvort að geta undirstrikað annað, garður og kirkja. En þetta er sem sagt al- gerlega óráðstafað mál, og verð- ur það tekið til umræðu við ráðamenn safnaðarins, þegar tækifæri gefst. Milli Vesturvallagötu, Fram- nesvegar, Sólvallagötu og Hringbrautar er óbyggt svæði, sem ætlunin er að brejúa i garð. Svæðið er beint vestur af sam- vinnuhúsunum á síra Jóhanijs- túni. Möguleiki er einnig fyrir garði á Melstúninu svonefnda, norðan elztu Verkamannabú- staðanna við Hofsvallagötu. Barnaleikvellir. Á skipulagsuppdrættinum er gert ráð fyrir þeim barnaleik- völlum, sem fyrir eru, við Grett- isgötu, Barónsstíg og .Auslur- bæjarskóla, en að auki i reit milli Skólavörðustigs, Njáls- götu og Bjarnarstígs og við Freyjugötu. Auk þess liefir þeg- ar verið gert ráð fyrir leikvöll- um við alla verkamannabústað- ina og margar sambyggingar. En ekkert er þvi til fyrirstöðu að hafa sérstaka barnaleikvelli á þeim opnu svæðum, sem að ofan er gert ráð fyrir, þvi að nánári ákvarðanir um skipulag þeirra hafa ekki verið teknar, enda mun bæjarstjórn á sínum tíma skera úr um öll þessi mál. Skipulagsuppdrátturinn gerir aðeins ráð fyrir opnum svæðum i heild, en það tekur auðvitað mörg ár og mikið starf að koma þeim i endanlegt horf. Sogsstöðin kom- in í lag. Búið er að gera við bílunína, sem varð á Sogsstöðinni á dög- unum, og vélarnar munu að öllu forfallalausu starfa með venjulegri orku úr því að dag- urinn í dag líður. Vísir fékk þær upplýsingar hjá Steingrími Jónssyni raf- magnsstjóra i gærkveldi að bú- ið væri að gera við vélarbilun- ina. Hinsvegar tæki það nokk- urn tíma að þurrka og hreinsa vélarnar og því ekki þótt til- tækilegt að láta þær starfa til þessa. Hefir það þó ekki komið að sök nema á tímabilinu frá kl. 10—12 f. h. Hér eftir er bú- izt við að vélarnar vinni með fullum krafti, en hugsast getur þó að á þessum tíma í fyrramál- ið verði rafmagnið með minna móti. Hvað nývirkjuninni við Sogið viðkemur, gengur vinnan þar sinn eðlilega gang. Er nú byrjað að steypa undirstöðuna undir vélarnar. Scrutator: Qcudjdvi cdbwmAWfyS j Minkar. Eg átti í gær tal við mann, sem tapað hafði á þriðja þúsund króna af völdum minks. Jón Guðnason bóndi á Úlfarsá átti fyrir skemmstu 150 kjúklinga, sem hann geymdi í hlöðu. En minkur komst inn um stafnglugga, drap 130 kjúklinga og dró saman í hrúgu, en skeytti þeim ekki að öðru leyti. Kunnugir telja þetta eitthvert mesta tap, sem orðið hefir í einu af völdum minks, og þótt Jón sé ekki maður skaðasár, var ekki Iaust við að hánn sæi of- sjónum yfir þeirri vinnu og tilkostn- aði, sem hann hafði haft af því að gera minknum eina glaða nótt. „Ef helvítið hefði bara étið nægju sína, þá hefði ég sloppið vel“, sagði hann. „En hann snerti ekki einn einasta unga til matar, og hann drap meira en hann hefði getað etið á heilu misseri — af elntómri morðfýsn.“ Eftirlit og veiðar. Meðan við Jón vorum að velta því fyrir okkur, hvort við ættum að heimta algera eyðingu minka og bann við eldi þeirra, eins og Pétur Ottesen leggur til, bar þar að Ólaf Friðriksson ritstjóra. „Það nær ekki nokkurri átt að útrýma minkurn", sagði Ólafur strax. „Þetta verður ágætur tekjustofn fyrir landið með tímanum. En það, sem gera þarf, er að tryggja betur en gert hefir verið að dýrin sleppi ekki úr búr- um og leggist út, og svo verður auðvitað að veiða þau. Það vferða öll villidýr plága, sem ekki eru veidd. Það er líka allt of seinleg veiðiaðferð að skjóta einn og einn mink eða drepa með grjótkasti. Minkurinn er í Alaska veiddur í boga. Þeir eru litlir og kosta sára- litið. En minkurinn er forvitinn og lætur jafnan ginnast“. Jón fór að malda í móinn. Kvaðst hafa átt mipka sjálfur og það væri ekki mik- ið upp úr þeim að hafa. „Það er svo með allan rekstur", svaraði Ól- afur. „Alla vinnu verður að læra -—• og læra, af mistökum, bæði sínum og annarra. Þegar minkabændur hafa komizt upp á lag með að rækta minkana, skuluð þið sanna til, að atvinnan verður blómleg“. Ólafur þurfti nú að flýta sér og var á bak og burt, annars er hætt við að hann Jiefði sannfært okkur Jón báða og líklega komið okkur til að stofna minkabú með mælsku sinni og sannfæringarkrafti. Eitthvað þarf að gera. Eg er samt hræddur um, að Ól- afur hafi hvorugan okkar Jóns sannfært algerlega með bjartsýni sinni. En Jón fór þegar á stúfana til að panta minkaboga hjá Eyjólfi í Mjólkurfélaginu. Þeir verða kannske komnir fyrri part vetrar, þegar skinnin eru í sem mestu verði, og nóg er veiðin hjá Jóni og ná- grönnum hans, bæði á Reynisvatni og TJlfarsfelli. Þarna veður mink- urinn uppi, því að þarna eru bæði vötn og ár. Úlfarsá (sem sumir kalla Korpúlfsstaðaá eða Korpu) leggur sjaldan alla á vetrum, og rriá þvi nærri geta, að dalverpið þar efra er mesta gósenland fyrir mink. En seint held eg að gangi fyrir Jóni að veiða mink upp í það tjón, sem hann hefir nú orð- ið fyrir, enda mun hann -fremur stunda veiðarnar sem tryggingar- ráðstöfun fyrir bústofn sinn en til innlags. En eg bendi á þetta ein- staka dæmi um tjón af minka völd- um, vegna þess að við svo búið má ekki lengur sitja, að ekki sé gerðar ákveðnar ráðstafanir gegn faraldri þessum. Verði eyðingar- frumvarp Péturs Ottesens ekki að lögum, verður samt að vinna af al- efli gegn útbreiðslu villiminka og því fyrr sem byrjað er, því betra. 1 því efni mætti bóndinn á Úlfarsá verða til nokkurrar fyrirrnyndar. Hann reynir að afla sér boga. Pláffur. Það er annars ekki einleikíð, hve margar plagur hefir tekizt að leiða yfir hin hrjáða búskap þessa lands með innflutningi útlendra dýra. Það vantaði ekki gyllingarnar, þeg- ar verið var að blekkja bændur til fylgis við nýmælin. Síðan varð að leita út um allar álfur eftir erlendri hjálp gegn mæðiveikinni. En eng- inn þeirra sérfræðinga, sem fyrir innflutningi minkanna stóðu, hefir mér vitalega andað því út úr sér, að hægt væri að veiða dýrin með einföldu móti. Maður getur ekki varizt þeirri hugsun, að sumum hverjum hafi látið það betur, að standa í auglýsingum og áróðri en í stöðum sínum. Who is Who? Áður var það prófessor Knud Berlin, sem harðast stóð á móti skilnaði íslands og Danmerkur. Nú er það útvarpið í Berlín. Prófessor Knud Berlin er nú horfinn. En hver hefir þá knúð Berlín? Hochachtungsvoll, Isak ísax, utanríkismálafræðingur. Stúlku vantar í eldliús Landspítal- ans. Uppl. hjá matráðskon- unm. 2 itnlknr óskast til að ganga um beina. Enskukunnátta æskileg. — '7aktaskipti. Sigurður Sigurbjörnsson. Rauðarárstíg 26. Uppl. eftir kl. 6. Sími: 4581. inðnr fjölhæfur, laghentur, óskar eftir framtíðaratvinnu í liaust Kaup eftir samkomulagi. — Tilboð, merkt: „Góð fram- tiðí‘, sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagslcvöld. VANUR bílstjóri meið meira prófi óskar eftir ,ð keyra góðan fólksbíl eða vörubíl. Tilb. óskast sent til afgr. Vísis fyi'b’ kl. 4 á morg- un, merkt: „Vanur“. Tapazt hefir Parker Iindarpenni með silfurhettu. Uppl. í síma 5470 og 3803. GALVAN- HÚÐAÐUR Skipasaumur. Stiftasaumur. Þaksaumur. Pappasaumur. Gluggasaumur. Klossasaumur. ö. .1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.