Vísir - 24.07.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1943, Blaðsíða 2
VI S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn f.rá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Öíug þróun. N ýlega var þess getið hér í lilöðum að áhrifamenn í Vesturheimi liefðu lýst yfir því að skipasmíðar og annar hern- aðarundirbúningur af hálfu bandamanna væri miðað við að stríðið kynni að standa allt fram til ársins 1949. í rauninni kem- ur þetta engum á óvart, sem reynt hefir að kynna sér afstöðu styrjaldaraðilanna, eins og hún er nú og eins og hún var í síð- asta stríði, þótt sá möguleiki sé að sjólfsögðu fyrir hendi að styrjöldinni verði fyrr lokið vegna innra hruns hinna stríð- andi stórvelda. Yfirlýsing þessi mætti hinsvegar verða íslenzku þjóðinni íhugunarefni, ef hún á annað borð æskir [>ess að af- stýra fyllstu óhöppum, þar til stríðinu lýkur, og unnt reynist að hefja viðreisnarstarf í skjóli friðar og aukinna skilyrða frið- samlegra athafna. Aðrar þjóðir og þá stríðsaðil- arnir fyrst og fremst, liggja ekki á liði sínu til þess að ná sem beztum árangri, annars- vegar heima fyrir en hinsvegar í sókninni út á við. Þær þjóðir, sem upp höfðu tekið átta stunda vinnudag hurfu frá því ráði og lengdu dagvinnutímann, til þess að ná að sama skapi auknum afköstum. Við íslendingar höf- um hinsvegar komið liér á átta stunda vinnudegi, og víða úti um land er heldur ekki unnið lengur á degi hverjum, [>ólt svo kunni að vera hér i höfuðstaðn- Um vegna samkeppninnar um vinnuaflið. Verkalýðsfélög í kauptúnum kvarta hinsvegar sáran undan þessari breytingu, og vegavinnumennirnir, sem liggja við uppi á fjöllum, kunna því að vonum illa, að vinna að- eins sjö og hálfa stund, en liggja yfir 16 stundir í tjöldum og hafast ekki að. Með þessu er í rauninni ekki einvörðungu verið að skaða verkamennina, heldur og þjóðarheildina, en engin von er til að hið opinbera treystist til að greiða yfir- eða næturvinnukaup, það sem nú gildir, við vegavinnu eða aðrar slíkar framkvæmdir, enda hætt við að afköst myndu ekki svara tilkostnaði, ef horfið yrði að því ráði. Hér er í rauninni verið að sóa verðmætum og skaða þjóðarlieildina, enda á engan veg eðlilegt að sömu kjör livað vinnutíma snertir, gildi um land allt. Það er mikill eðlísmunur á þvi livort menn vinna átta stundir að óhollri verksmiðju- vinnu, eða vegagerð uppi á há- fjöllum, og ekki virðist ástæðu- laust að flokka vinnuna eftir liollustu eða óhollustu, erfiðis- vinnu eða léttri vinnu. Það, sem unnt er að greiða fyrir vinn- una héi’ í höfuðstaðnum er ef til vill ekki unnt að greiða á öðrum stöðum, og vinnustunda- fjöldinn á degi hverjum, þarf ekki endilega að vera þar hinn sami og hér, ef miða á við þjóð- arhagsmuni. Kommúnistum virðist vera ljóst að þeir hafa að undanförnu spennt bogann svo hátt, að full ástæða er til að ætla að hann bresti fyrr en varir. Að visu get- ur allt flotið meðan óarðgæf setuliðsvinna er i landinu, og Mikið af nýjum girðingum vegna garnaveikivarna Mæðiveikin á svipuðu stigi og áður. Viðtal við Halldór Pálsson sauð f járræktarráðunaut. Afleiðingar mæðiveikinnar eru þær, að bændur sem búa á mæðiveikisvæðunum verða nú nú að setja a. m. k. á helmingi fleiri gimbrarlömb en áður en veikin kom til landsins til að viðhalda jafnstórum sauðfjárstofni og þá. Er þetta nægileg sönnun þess hvílíku geypitjóni mæðiveikin hefir valdið í sauð- fjárstofninum. Garnaveikin er líka að breiðast út og hefir verið komið upp allmiklum nýgirðingum í ár til að reyna að stemma stigu fyrir útbreiðslu hennar. Vísir hefir átl tal við Ilalldór Pálsson sauðfjárræktarráðu- naut um útbreiðslu sauðfjársjúkdómananna og varnir gegn þeim. Fer greinargerð Halldórs hér á eftir: „Haldið er allsstaðar uppi vörnum gegn mæðiveikinni með svipuðum hætti og s.l.ár, aðöðru leyti en því, að vamir liafa ver- ið lagðar niður við Blöndu og á Stóra-Vatnsskarði, vegna þess að ekki reyndist unnt að hefta útbreiðslu mæðiveikinnar sunn- an Vatnsskarðsgirðingarinnar, en hennar varð fyrst vart þar fyrir tveimur árum. Vegna garnaveikivarnanna hefir hinsvegar orðið að girða íftikið á þessu ári. I vetur varð veikinnar vart á tveimur bæj- um við Þjórsá austanverða, og var þá sú ákvörðun tekin, að girða meðfram Ytri-Rangá upp fyrir byggð: Auk þessa hefir svæðið lnilli Ytri-Rangár og Þjórsár, sem nær yfir Land—, Holta-, Ása- og Djúpárhreppa verið hólfað sundur í stærri og minni girðingarhólf eftir á- stæðum, í þeim tilgangi að með því mætti bjarga meira eða minna af þéssu svæði frá að sýkjast af garnaveikinni. En ennþá er með öllu óvíst hve veikin liefir breiðzt mikið út á þessu svæði, því einkenni hennar er, að koma oft ekki í ljós fyr en 2—4 árum eftir að fyrsta kindin sýkist. Það er þó von, en langt frá því að vera nokkur vissa, að garnaveikin sé ekki komin austur fyrir Ytri- Rangá. .Ákveðið hefir verið að ó- breyttum ástæðum, að öllu fé verði slátrað á komandi liausti á.þeim bæjum austan Þjórsár, þar sem gamaveikin hefir kom- ið upp, svo og á þeim næstliggj- andi bæjum, sem eru innan sama girðingarhólfs. ! Auk þessara girðinga, sem komið liefir verið upp í ár, eru á þessu svæði þrjú girðingar- hólf, sem komið var upp fyrir tveimur árum til að reyna að hindra útbreiðslu mæðiveik- innar, sem kom upp í Kaldár- ! holti árið 1941. Bendir allt til þess að tekizt hafi að stöðva út- breiðslu hennar, með þeim að- gerðum, sem þá voru fram- kvæmdar. j Ekki er liægt með nokkurri vissu að segja til um, hvernig í garnaveikin barst austur fyrir Þjórsá. En líkur benda til að hún hafi jafnvel borizt þangað fyrir nokkurum árum, áður en , varnir liófust við Þjórsá. Hafði ' þá sannað, en hann er næsti hreppur vestan árinnar. j Á sl. hausti varð garnaveiki : vart á Sigluf. og s.l. vetur varð vart nokkurra tilfella í kaup- I staðnum og einu bændabýli í . grenndinni. Girt hefir verið í ] vor úr Miklavatni í Fljótum í ; Iléðinsfjörð og hefir verið á- kveðið að hafa fjárskipti norðan veikin þá verið til i 5 ár í Gnúp- : verjalireppi, þó ekki vræri það j þeirrar girðingar i haust. j- Tíðindamaður Vísis spurði Halldór að því, livort vanliöld væri ekki mikil í sauðfjárstofn- inum vegna sauðfjársjúkdóm- anna. Svaraði Halldór því á þá leið, að á mæðiveikissvæðunum hafi vanhöldin árið 1942 verið víðasthvar áþekk og næsta ár á undan. Að meðaltali munu bændur þurfa að setja á helm- ingi fleiri lömb til að lxalda stofninum við, heldur en þeir þurftu áður en veikin byrjaði. Og þar sem hún veldur mestum usla, veitir ekki af að setja á öll gimbrarlömb, til að viðhalda stofninum. j „Skoðun margra er sú,“ segir Halldór, „að hin svokallaða þingeyska mæðiveiki (langvinn lungnabólga) eigi nú orðið meiri sök á vanhöldum í sauðfé á mæðiveikisvæðunum, en borg- firzka mæðiveikin, sem olli mestu skakkaföllunum í upp- hafi. | Garnaveikin veldur nokkur- unx vanhöldum þar sem hún liefir verið í fjárstofninum um margra ára skeið, svo sem á sumum bæjum i Hreppum og Skeiðum í Árnessýslu, og sums- staðar á Austurlandi, einkum í Breiðdal, Stöðvarfirði og Fá- skrúðsfirði.“ Útvarpið í kvöld. KI. 20.30 Erincli: í Hóladóm- kirkju (Andrés Björnsson cand. mag.). 20.55 Hljómplötur: Tríó eftir Beethoven. Op. 70, nr. 1. 21.05 Upplestur : „Merkið“ ; smásaga eft- ir Maupassant (Ævar R. Kvaran). 21.35 Hljómplötur: Valsar. 22.00 Danslög til miðnættis. Útvarpið á morgun. Kl. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sira Jón Thorarensen). 15.30— .16.30 MiÖdegistónleikar (plötur) : Ýms klassisk lög. 19.25 Hljómplöt- ur a) Introduction og Allegro eftir Elgar. b) Lundúnasvítan eftir Er- ic Coates. 20.20 Hljómplötur: Cha- conna eftir Vitali. 20.35 Erindi: Frá Norðurlöndum (Snorri Hall- grímsson dr. med.). 20.55 Hljóm- plötur: Norskir, sænskir og dansk- ir söhgvar. 21.15 Upplestur: Úr kvæðum Guðmundar Böðvarsson- ar (frú Guðbjörg Vigfúsdóttir). 21.30 Hljómplötur: íslenzkir söngv- arar. 21.40 Danslög til 23.00. n Scrutator: JZjCudJlh aÉmmmn^s íslenzkar afurðir verða seldar sæmilegu verði á erlendum markaði, en hvaða Iíkur eru fyrir því að svo verði þar til styrjöldinni Jýkur eigi hún eftir að draga^t á langinn í nokkur ár ennþá. Hins ber einnig að gæta, að [xítt við Islendingar höfum til þessa fengið fluttar til landsins nauðsynlegustu neyzluvörur og nokkuð af öðr- um nauðsynjum, eru allar líkur til að erfiðleikar á slíkum flutningum fari dagvaxandi, ■auk þess, sem ýmsar vörur kunna að revnast ófáanlegar á erlendum markaði. Allar að- fluttar vörur munu stórhækka í verði, þótt hamlað sé gegn verðbólgu eftir frekasta mætti í þeim löndum, sem við skipt- um við þar til styrjöldinni lýk- ur. Af verðhækkun erlendra vara á íslenzkum markaði leið- ir aftur visitöluhækkun. Má sennilega nokkuð marka á hvern veg slík þróun verður, ef miðað er við styrjöldina 1914—1918. Arið 1918 var vísi- talan komin upp í 333 slig mið- að við 100 árið 1914. Á árinu 1919 hækkar liún upp í 348 stig og loks á árinu 1920, eða tveim árum eftir strið hækkar hún enn upp í 446 stig, en fer úr því Iækkandi árin á eftir. Væri vísitalan reiknuð nú út á sama liátt og miðuð við 100 árið 1914 myndi hún nema 645 stig- um, og þótt Alþingi beri gæfu til að snúast einhuga og rögg- samlega gegn aukinni dýrtíð ræður það tæplega xverðlagi á öðrum vörum en liinni innlendu framleiðslu, þótt það gæti kom- ið i veg fyrir óeðlilega hækkun á aðfluttum varningi miðað við innkaupsverð á hinum erlenda markaði. Þótt Alþingi og ríkis- stjórn leggist á eitt til [>ess að hafa hemil á dýrtíðinni, eykst hún að sama skapi og erlent vöruverð liækkar, enda hlýtur það að hafa veruleg áhrif á hið innlenda vöruverð og kaiq)- gjald. Þótt nú hafi tekizt í svip að vinna bug á aukinni dýrtíð og lækka vísitöluna verulega, liækkar hún aftur á sínum tíma af óviðráðanlegum orsökum, og verður sennilega hæst fyrstu árin eftir styrjölldina. Dýírtið verður hér þá væntanlega miklu meiri en í öðrum lönd- um, og þar á meðal þeim, sem verða harðvítugastir keppinaut- ar okkar á hinum erlenda markaði. Kaupgjald hlýtur einn- ig að verða mun hærra hér en annarstaðar og framleiðslu- kostnaður allur miklu hærri. Af því hlýtur aftur að leiða að utanrikisverzlun þjóðarinnar bíður alvarlegan hnekki og leggst jafnvel i kaldakol, og þá rekur að hruni, atvinnuleysi, verkföllum, sulti og neyð. En er margt hægt að gera til þess að afstýra mesta voðanum, en það verður aldrei gert með auknu öngþveiti í atvinnu- og fjárhagsmálum, sem kommún- istar stefna að og nota til þess Alþýðusamhandið, þar som þeir hafa undirtökin nú i bili. Hin auknu áhrif kommúnista eru þjóðarvoði. Það verður að snú- ast gegn þeim í tíma af öllum þjóðhollum öflum. Það er of seint að byrgja brunninn, er barnið er dottið ofan í. íslenzka þjóðin rambar á glötunarbarmi, en haldi svo fram sem horfir, gengur hún blindandi fyrir ætt- erinsstapa fyrr en varir, — al- gerlega að óþörfu. Tvær nýjar bækur komu á marka'ðinn i morgun, er báðar munu vekja allmikla eftir- tekt. Önnur þeirra er Ævisaga Hitl- ers eftir Konrad Heiden, í þýðingu Sverris Kristjánssonar sagfræðings og gefin út af Víkingsprenti, en hin bókin er „Dr. Jekyll og Mr. Hyde“, eftir hinn heimskunna brezka skáldsagnahöfund Robert Louis Stpvenson. Jón Helgason blaðamaður þýddí bókina, en Guð- jón Ó. Guðjónsson gaf hana út. Ljót orð. Eg var aÖ lesa einhverja Ijótustu og sóðalegustu grein, sem eg hefi lengi séð i íslenzku blaði. Eg hefi varla séð subbulegri skrif, annars- staðar en i æðisgengnustu blöðum Nazista í Þýzkalandi, skömmu áð- ur en flokkurinn komst til valda í Þýzkalandi. Þýzka þjóðin hefir að vonum sett ofan í áliti, síðan hún tók Nazista fyrir leiðtoga, trúði lygum þeirra og stórblekkingum, hatri og heiftrækni. Margir eru þeir menn víða um heim, sem vilja láta þjóðina gjalda foringja sinna — trúa'því ekki, að hægt sé að blekkja óspillt fólk með andstyggilegum áróðri og froðufellandi stóryrðum. Sjónarmið þeirra er það, að eitt- hvað hljóti að vera rotið við þá þjóð, sem láti hafa sig aÖ slíkum ginningarfíflum — etja sér út í opinn dauðann fyrir mikilmennsku- brjálæði „foringjanna“. — En við skulum víkja aftur að íslenzku blaðagreininni, Eg taldi saman, að 21 sinni kemur orðið lygi (eÖa ljúga) fyrir, en „Lyga-Mörður“ (eða Mörður) kemur einnig fyrir 21 sinni — í hálfum öðrum dálki. Greinin er kennd við Örvarodd 0g birtist í Þjóðviljanum í fyrradag. Fátækt í hugsun. Þegar rithöfundur klifar þannig á sama orðinu, er ekki nema um tvær skýringar að ræða: fátækt í hugsun, eða vitandi lítilsvirðingu á lesandanum. Svívirðingar þær, sem í grein þessari er ætlað að hitta þann mann, sem höfundurinn nefnif svo óhæversku nafni, hitta nefnilega ekki ,,mörðinn“, heldur þá lesendur, sem höfundurinn ætl- ast til að trúi svívirðingunum og komist við lestur greinarinnar í hið sama ótuktarskap og hann var sjálf- ur í, meðan hann skrifaði. Ef höf- undur ætlast til að einhver maður taki slík skrif i alvöru, þá er það af því, að hann heldur lesendur sina engu betri en sjálfan sig. Slíkt er meiri móðgun en hægt er að bjóða sæmilega upplýstu fólki. Fyrst og fremst er ekki liægt að- ætlast til að allir lesendur Þjóð- viljans hafi til að bera rætni höf- undarins. Svo er hitt, að Islend- ingar eru taldir hafa töluverðan bókmenntasmekk og máls. En ætl- ist Þjóðviljinn til srð slík skrif sé tekin alvarlega, þá er annað tveggja, að hann álítur lesendur sína heimska og illgjarna, og má hann hafa hverja þá skoðun á sínu fólki sem hann vill, hitt, að hann telur áróður Göb- bels -til fyrirmyndar. En hvort- tveggja er svívirðing, sem ekki hitt- ir hann, sem örinni var að beint, heldur þá, sem ætlað var að lesa. En í augum annara sækir sóðaskap- urinn sjálfan heim. Þeir kasta skít, sem nógu hafa af að taka. Tjón af minkum. Eg átti i gær tal við mann, sem fengið hafði ágæta hugmynd í sam- bandi við minka pláguna og öll þau vandamál. Hugsun hans er í stuttu máli þessi: Opinberri nefnd eða stofnun sé falið að gera jafnóð- um upp allt tjón, sem.kært er út af og sannanlegt þykir að orðið hafi af völdum minka. í árslok skulu öll tjón lögð saman og heild- arupphæðinni jafnað niður áminka- eigendur, eftir dýrafjölda hvers um sig. Með þessu móti leggst nokk- ur skattur á hvern einasta mink, og mun þá fljótlega koma í ljós, hvort minkaræktin vegur upp á móti tjóninu, því að sjái minkaeigendur sér ekki fært að greiða þennan skatt (og hverjir eiga annars að greiða hann?), þá munu þeir hætta rækt- inni. Öll bannlög við minkaeldi verða þá óþörf. Beri minkurinn sig hinsvegar vel, er minkabændum engin ofætlun að greiða þann skaða, sem af minkaeldi hlýzt. Eg birti þessa hugmynd hér,^af ! því að eg fæ ekki betur séð en að , hún gangi langt í þá átt að leysa j til fullnustu þetta mikla og leiða ■ vandamál. Minkaeigendur fá með ' þessu nægilegt aðhald til að tryggja það forsvaranlega, að minkar sleppi ekki, og þeim er gert að greiða skaðann, sem beinlínis eða óbein- ; línis hafa valdið honum. Um hitt • eru svo allir sammála, að hið opin- J bera verður að gera öflugar ráð- J stafanir til að eyða villiminkum og minnka þannig áhættu þeirra, sem ræktina stunda. Léttara hjali ísak ísax bjó yfir einhverju. ! Hann hrærði í kaffibollanum með annari hendi og strauk sér um vang- ann með hinni. Við biðum andakt- ugir eftir goðsvarinu. „Eg hefi aldr- ei skilið það fyrr en nú, síðan naz- j istar tóku að sér að verja ítölsku : þjóðina, hvers vegna þeir eru kall- aðir Þjóðverjar. Hingað til hafa þeir bara ofsótt þjóðirnar." 75 ára í dag: Síra Einar Pálsson Síra Einar Pálsson, síðast prestur í Reykholli í Borgar- firði á 75 ára afniæli í dag. — Hann á nú, ásamt konu sinni frú Jóhönnu Briem Eggerts- dóttur, heima að Laugarbökk- um í Ölfusi hjá Vilhjálmi bónda, syni sínum. Þau hjónin eiga gullbrúðkaup á þriðjudaginn kemur, og verður þeirra nánar minnzt í sambandi við þann merkisdag. Vegurinn á Kjöl er nú fær. Kjartan Ó. Bjarnason kvik- myndatökumaður sem nýlega fór upp á Kjöl, til Hvítárvatns, Kerlingaf jalla og Hveravalla og kom þaðan í fyrradag, hefir tjáð Vísi að vegurinn yfir Bláfells- háls, sem varð ófær um síðustu helgi vegna Ieysinga, sé aftur orðinn ágætur og fær bifreiðum. Eini farartálminn á leiðinni til Kerlingafjalla, sem Kjartan varð var við, er snjóskafl við Árskarðsá, sem bifreiðar hafa ekki komizt yfir til þess. En nú er skaflinn að hverfa og verð- ur fær bifreiðum [>á og þegar. Bifreiðin sem Kjartan var í fór á 6 klst. ofan frá Kerlingar- fjöllum til Reykjavíkur, og er það nokkur sönnun þess hve vegurinn er góður. Taldi Kjart- an veginn hafa verið verstan á Hellislieiði. Ameríska útvarpið. í dag: 13.00 5. symfónía Tsjai- kovskis o. fl. 16.00 Skemmtiþátt- ur. — Á morgun : 10.00 Messa, tón- leikar. 13.30 Kathryn Overstreet píanóleikur, Lög úr „Carmen". — Mánudag: 16.00 Píanókonsert nr. 2 í f-moll eftir Chopin. Happdrætti Hallgrímskirkju. 1 fjarveru framkvæmdastjóra happdrætisins sinnir síra Sigur- björn Einarsson fyrirspurnum við- víkjandi því í síma 3169, alla daga nema laugar- og sunnudaga, kl. 6 —7 e. h. Æffir, 6.—7. tölubl. 36. árg. er nýkom- ið út og flytur margt skemmtilegt og fróðlegt. Efnisyfirlit er sem hér segir: Beitumál vélbátaútvegsins (ritstjórnargrein, sem birtist í Vísi i gær). íslenzki flotinn gamall og úreltur. Endurnýjun nauðsynleg, eftir Loft Bjarnason. Flugvélaárás á Súðina. — Tveir skipstjórar látnir. —Skólar sjó- manna. — Aðalfundur Eimskipa- félagsins. — Tvö, nýmæli. — Óskar Halldórsson fimmtugur. — Yfirlit yfir sjósókn og aflabrögð í júní 1943 — o. m. fl. Veggfóður Pciisillinvi Laugavegi 4. — Sími 2131. SPDRTHÚFUR STORMBLÚSSUR YATTTEPPI BAKPOKAR SVEFNPOKAR. Vikur HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR fyrirliggjandi.. Pétur Pétursson glerslípun & speglagerð 1 Sími 1219. Hafnarstræti 7, |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.