Vísir - 30.07.1943, Side 3
VISIR
Sannleikurinn um flótta
Rudolfs Hess.
Sagan af því, hvernig brezka leyni-
þjónustan gabbaði Hitler, þegar verst
stóð á.
Tímaritið „American Mercury” birt-
ir þessa furðulegu frásögn eftir góðri
heimilcl — nafnlausri. En ritstjórnin
kveðst þekkja blaðamanninn, sem skrif-
að hefir, og segir, að hann sé áreiðan-
legur. „Readers Digest” hefir birt
greinina stytta og hefir það eftir All-
an A. Mitchie, Lundúnafréttaritara sin-
um, að frásögnin sé i öllum atriðum í
samræmi við það, sem þeir Lundúna-
bla^amenn, sem bezt þekkja til, þykj-
ast hafa fyrir satt.
ÞAÐ HEFIR í RAUN OG VERU aldrei verið upplýst, hvers
vegna Rudolf Hess flaug til Skotlands. Síðan eru nú liðin
meir en tvö ár, og margir Englendingar og Amerikumenn vita
nú orðið, hvað olli þeim furðulega viðburði, að staðgengill
Adolfs Hitlers fór svo óvenjulega för.
Um nokkura þætti þessa máls vita engir, nema æðstu for-
ingjar brezka herráðsins og háttsettir menn leyniþjónustunnar
brezku, því að þeim verður að lialda leyndum af stjórnmála-
orsökum, en aðalatriðin eru mörgum kunn, enda er liægt að
segja frá þeim og þar með söguna af einhverjum ævintýra-
legustu og sniðugustu gagnnjósnarrefjum, sem sögur fara af.
Rodolf Hess „flýði“ alls ekki
frá Þýzkalandi. Hann kom sem
friðarboði, samkvæmt -skipun
Hitlers. Það var búizt við hon-
um af nokkurum Englending-
um, og hann var raunverulega
verndaður af brezka flughern-
um á leið sinni frá Þýzkalandi.
Hitler sá i byrjun ársins 1941
að hann gat ekki lengur frestað
„krossferðinni“ gegn Rússum.
Tilraun hans til að sigra Eng-
lendinga áður en liann snéri
sér i austurveg, hafði mistek-
iztv Hann þurfti að fá frið við
England, til þess að geta beitt
öllum kröftum sínum gegn
Rússum-
í janúar þetta ár hafði Hitler
spurzt fyrir um það, hvernig
Englendingar myndu snúast
við friðarumleitunum. Hann
séri sér auðvitað ekki beint til
brezku stjórnarinnar, heldur til
nokkurra áhrifamikilla Eng-
lendinga, á meðal þeirra til
Hamiltons hertoga, sem var
meðlimur í ensk-þýzka félag-
inu (sá félagsskapur hefir siðan
verið leystur upp). Frægur
stjórnarerindreki var hafður
fyrir boðbera og Þjóðverjar
lögðu fram skilmála sína um
frið milli vesturveldanna. Báð-
ir aðilar fóru varlega i þessum
samningum og gættu þess vel
að segja ekki of mikið við mót-
aðilann.
Hess varð fyrir valinu.
Þegar uppástungu Þjóðverja,
um að samninganefndir hittust
í hlutlausu landi, var liafnað,
huðu þeir að senda fulltrúa til
Englands.
Hitler ákvað að þessi fulltrúi
skyldi vera liáttsettur nasisti,
mjög áhrifamikill maður.
Hann yrði að vera maður, sem
var fær um að tala opinberlega
fyrir hönd þýzku stjórnarinnar,
og til að gefa bindandi loforð
fyrir hönd íoringjans. Slíkur
maður var einmitt Walter
Richard Rudolf Hess, þriðji
maður innan nasistaflokksins,
staðgengill Hitlers og einkavin-
ur. Hann hafði alizt upp í enska
hverfinu i Alexandríu, talaði
ensku ágætlega og „skildi hið
brezka liugarfar“.
Bretar drógu við að svara
boði Hitlers, en að lokum féll-
ust þeir á það. Og þar kom að,
10. maí — eftir 4 mánaða samn-
inga — að Hess lagði af stað i
sína örlagaríku flugferð.
En það sem Þjóðverjar höfðu
ekki vitað, var að raunverulega
höfðu þeir átt við umboðsmenn
brezku leyniþjónustunnar, sem
notaði nöfn — og eiginhandar-
undirskriftir — Hamiltons her-
toga og annarra háttsettra
manna í ensk-þýzka félaginu.
Fyrstu skilaboðin í janúar, sem
áttu að fara til Hamiltons, náðu
aldrei áfangastað. Brezka
leyniþjónustan hafði komizt
yfir þau. Frá þeirri stundu var
samningum haldið áfram af
umboðsmönnum hennar. Svör
voru send til Berlinar, þannig
orðuð, að þau gáfu Þjóðverjum
undir fótinn, svör, sem virtust
gefa í skyn að England væri að
reyna að forðast hernaðai’legt
hrun, ef styrjöldin héldi áfram.
Lagt af stað.
Kvöldið sem Hess flaug á-
leiðis til Englands, sendu nas-
istar hinn mesta flokk sprengju-
flugvéla, sem þeir nokkuru
siniii höfðu gert út, til loftárás-
ar á London. Skyndilega kom
tilkynning frá afskekktri mið-
unarstöð á strönd Skotlands, um
að flugvél nálgaðist, sem ekki
gæfi til kynna hver hún væri.
Hraði hennar bar vott um að
þetta væri orustuflugvél. í varð-
sal flughersins var staða liennar
og stefna mörkuð rauðri ör,
sem benti til norðvesturs. Örin
færðist nær Skotlandi, eftir því
sem fleiri tilkynningar bárust
til varðsalarins.
Þegar yfirforinginn, sem á
verði var á aðalbækistöð flug-
hersins, frétti um þessa flugvél,
kallaði hann upp yfir sig:
„Drottinn minn, bara að þeir
skjóti hana ekki niður!“ Tvær
Hurricanevélar voru sendar til
verndar furðuflugvélinni. Var
þeim sagt að elta hana og neyða
til að lenda ,en ekki að skjóta
á hana undir neinum kringum-
stæðum.
Örin á kortinu færðist vestur
yfir Skotland, og foringjarnir
fylgdust með af auknum á-
huga. Þegar lörin var komin ná-
lægt smábænum Paisley, nærri
vesturströndinni, nam hún stað-
ar. Yfirforinginn andvarpaði og
sagði: „Guði sé lof.“
\
(
Hess lendir.
Nú víkur sögunni til Lanark-
shire í Skotlandi. David McLe-
an bóndi sér mann síga niður í
falllilíf á akurnn, og ræðst hann
þegar að honum með heykvísl
að vopni. „Ert þú nasisti og ó-
vinur, eða ertu einn af oss?“
spurði liann. „Ekki óvinur;
brezkur vinur“ var svarað. Hess
átti erfitt um mál vegna þess að
•liann hafði fótbrotnað er liann
kom niður og hafði miklar
þrautir. Þegar honum hafði
verið hjálpað inn í bóndabæinn,
viðurkenndi liann við heima-
varðliðsmenn, sem komu á vett-
vang, að hann kæmi frá Þýzka-
landi og að hann liefði verið að
leita að einkaflugvelli Hamil-
tons hertoga, sem var 10 milur
í burtu. „Viljið þér gera svo vel
að segja hertoganum að Alfred
Horn sé kominn,“ sagði hann.
Móttökurnar.
Á meðan þetta gerðist, beið
einskonar opinber móttöku-
nefnd, sem samanstóð af gagn-
njósnaforingjum hersins og
mönnum frá brezku leyniþjón-
ustunni, við flugvöll Hamiltons
hertoga. Hess nauðlenti þegar
bensínbirgðir hans þraut, og það
varð þess valdandi að fregnin
um komu lians barst út.
Þegar „móttökunefdin“ frétti
um slysið og náði til komu-
manns, fluttu þeir hann til
Maryhill-herbúðanna nálægt
Glasgow. Þar breytti hann sögu
sinni. „Eg er kominn til að
bjarga mannkynínu," sagði
hann, „eg er Rudolf Hess“. —
Hann fullyrti að áhrifamiklir
Englendingar vissu um komu
sina, — fullyrðing, sem var
sannari heldur en liann vissi
sjálfur, enn sem komið var.
Plöggin á borðið.
Hess liafði undirbúið sig til
að semja óbeint \dð brezku
stjórnina. En sjálfur Winston
Churcliill hafði undirbúið samn-
ingana öðruvísi. Irone Kirk-
patrick, sem var njósnarmeist-
ari í fyrri heimsstyrjöld og
hafði verið einkaritari brezka
sendiherrans í Berlín í 5 ár,
flaug til Skotlands til að taka
við tillögum Hess og flytja þær
beint til brezku stjórnarinnar.
Jafnvel Hitler liefði ekki getað
vænzt betri samvinnu. Þrátt
fyrir fjarveru Hamiltons lier-
toga, var Hess ennþá sannfærð-
ur um að hann væri að semja
við meðalgöngumenn úr ensk-
þýzka félaginu.
Hess skýrði Kirkpatrick frá
vopnahlés- og friðarskilmálum
Hitlers. Ilann var ákafiir og
málóða. Skýrslur hans fylla
margar vélritaðar blaðsíður.
Þar sem hann var sannfærður
um að Bretland væri á heljar-
þröm og vissi það sjálft, þá tal-
aði hann eins og göfugur sig-
urvegari, sem býður fjand-
manninum góða kosti.
í stuttu máli voru tillögur
hans á þessa leið :•
Hitler bauð að stöðva þegar
í stað stríðið í vestri. Þýzkaland
skyldi láta allt Frakkland laust,
nema Elsass og Lothringen. Það
ætlaði að halda Luxemburg, en
draga heri sína frá Belgíu, Hol-
landi, Noregi og Danmörku.
Þar að auki vildi foringinn
draga her sinn úr Júgóslavíu,
Grikklandi og áhrifasvæðum
sínum við Miðjarðarhaf. Hitler
ætlaði að sjá um að hagkvæmir
samningar tækjust milli Bret-
lands og Ítalíu. Fyrir allt þetta
átti Stóra-Bretland að reka vin-
gjarnlega hlutleysispólitík gegn
Þýzkalandi, gagnvart austur-
Evrópu.
Ilann lagði áherzlu á live
hlutverk Hitlers i austri væri
mikilvægt „til þess að . frelsa
mannkynið“, og benti á hvern-
ig England og Frakldand gæti
verið vopnabúr vesturveldanna
gegn Asiu-kommúnisma. Hann
henti á að Þýzkaland mundi
kaupa alla hergagnaframleiðslu
]>essara ríkja, þar til þau gætu
gefið sig að friðsamlegum
störfum á ný, og þannig komið
í veg fyrir fjárhagslegt lirun.
Hann gaf engar u])plýsingar um
hernaðaráform Hitlers i austur-
Evrópu. Það sagði hann að væri
einkamál Þýzkalands.
í tvo daga samfleytt var
sendimaður Hitlers að útskýra
fvrirætlanir sínar. Hann lagði
áherzlu á að Hitler mundi ekki
liorfa í smámuni — Bretland
gæti raunverulega sjálft ákveð-
ið friðarskilmála sína. Hitler
vildi ólmur stanza þetta til-
gangslausa stríð — sem mann-
vinur við bræðraþjóð — og
þannig gera vestur-landamæri
sín örugg, meðan hann berðist
í austri.
Rudolf Hess
— flcuig í gin brezka Ijónsins ..
Leyndur svari.
Með þýzku tillögurnar upp á
vasann fór nú Kirkpatrick til
Downing Street nr. 10 i London.
Tillögurnar voru sendar til
Washington til umsagnar, og
styrkti Roosevelt forseti ákvörð-
un Churchills. Svarið varð á-
kveðið nei. Bæði Bretar og
Bandaríkjamenn gerðu margar
tilraunir til að vara Rússa við
Þjóðverjum. Rússnesku leiðtog-
arnir vildu ekki trúa, eða þótt-
ust ekki vilja trúa.*)
Hess var enn ekki látinn heyra
svarið heldur var hann látinn
halda að málið væri til vinsam-
legrar athugunar. Þegar hann
var aftur kominn á ról eftir
meiðslin, var flogið með hann
til London þar sem hann átti
viðræður við Beaverbroolc lá-
varð, Alfred Duff-Cooper, sem
þá var upplýsingaráðherra og
aðra stjórnarleiðtoga. En
Churchill neitaði að tala við
hann, þrátt fyrir að Hess ósk-
aði oft eftir viðræðufundi.
Eftir dúk og disk — nei.
Þá fyrst þegar Hess hafði tal-
að alveg út og gat ekki gefið
Bretum neinar verðmætar upp-
lýsingar lengur, var liann látinn
vita að tillögum hans hefði ver-
ið hafnað og að Bretland væri
nú þegar bandamaður Rússa.
Hann fekk einnig að vita að
hrezka leyniþjónustan hafði
komizt í bréfaviðskipti’ lians
við meðlimi ensk-þýzka félags-
ins, og að hvorki Hamilton né
nokkur annar af meðlimum
þess vissi um komu Hess, fyrr
en allt England vissi. Af öllu
þessu féklc hann minni háttar
taugaáfall, og um tíma leit út
fyrir að saga nasista um að
hann væri brjálaður, rættist.
Þegar hann heyrði að „Bis-
marck“ hefði verið sökkt grét
hann lieilan dag.
Krafðist frelsis.
Hess krafðist þess að liann
yrði sendur aftur til Þýzkalands,
vegna þess að hann liefði kom-
ið sem fulltrúi, hefði liann á-
skilið sér rétt til frjálsrar heim-
ferðar. Brezka stjórnin neitaði
þessu með þeim forsendum að
liann hefði átt i samningum við
einkamenn en ekki snúið sér
beint til stjórnarinnar. Hann
væri þess vegna sérstakur stríðs-
fangi. Hann dvelur nú á stóru
ensku Iandsetri, og nýtur tölu-
verðs frelsis um nágrennið, en
lians er vandlega gætt. Hann
eyðir tíma sínum mest í lestur.
Eftir striðið, þegar hægt
verður að segja allan sannleik-
ann, mun sagan um Rudolf
Hess verða talin til mestu af-
reksverka brezku leyniþjónust-
unnar.
*) Hess lenti í Skotlandi 10.
mai. Þýzka innrásin í Rússland
liófst 22. júní.
2 djnpir
itólar
og Ottoman til sölu. Uppl.
eftir ld. 5. Samtúni 30, uppi.
Sundsýning K.R.-inga
í Hveragerði.
Um síðustu helgi fór flokkur
sundmanna úr K.R. undir stjórn
sundkennara félagsins, Jóns
Inga Guðmundssonar, austur í
Hveragerði og hélt þar sýningu.
Sýndi flokkurinn ýmsar sund-
aðferðir, er tókust yfirleitt með
ágætum, og m. a. vakti sund-
sýning drengja á aldrinum 11
—10 ára mikla athygli.
Með i förinni voru einnig met-
ijafarmi’, þeir Sigurður Jónsson
bringusundsmaður og Rafn Sig-
urvinsson skriðsundsmaður. —
Syntu þeir 50 metrana, eða laug-
ina endilanga með meiri hraða,
en nokkur sundmaður hefir áð-
ur gert í þeirri laug. Sigurður
synti bringusund og var 36.1
sek. á leiðinni, en Rafn skrið-
sund og synti vegalengdina á
28.8 sek.
Sýningu K.R.-inganna lauk
með sundknattleik.
Aðalfundur Fél. ísl,
loftskeytamanna.
Félag íslenzkra loftskeyta-
manna liélt aðalfund sinn í gær.
Formaður félagsins, Friðrik
Halldórsson, minntist 20 ára
starfsemi þess, en félagið átti
20 ára afmæli 9. júlí s.I. Skýrði
liann frá helztu framkvæmdum
félagsins á þessu tímabili, en
það hefir á mörgum sviðum
staðið framarlega i menningar-
og öryggismálum íslenzkra sjó-
mnna. Má til dæmis nefna, að
F. í. L. átti frumkvæðið að því,
að sjómenn bundust samtökum
um sjómannadaginn.
Barátta félagsins fyrir ör-
yggismálum sjómanna hefir á
mörgum sviðum borið góðan
árangur. Skömmu eftir stofnun
þess lagði það þá kvöð á félags-
menn sína, að þeir skiptust á um
að lialda næturvörð á skipunum,
tveir til þrír á hverri nóttu, frá
októbei-býrjun til maíloka. Hef-
ir þessi þegnskapai’vinna vei’ið
slysavörnunum við strendur
landsins ómetanlegur stuðning-
ur.
Á árunum 1934—1936 bai-ðist
' félagið fyrir því, að lögskipuð
| yrðu loftskeytatæki í öll íslenzk
i skip, sem sigldu milli landa.
Reglugerð um þetta var sett 1.
april 1937.
Stjórn félagsins skipa: Geir
Ólafsson, Halldór Jónsson, Giss-
ur Erlingsson, Heni'y Hálfdáns-
son og Valdemar Einarsson. —
Fi’iðrik Halldórsson, fi’áfarandi
formaður félagsins baðst undan
endui-kosningu. Hefir hann átt
sæti í stjói’n félagsins síðastliðin
10 ái’.
Grænir tómatar
kr. 2,70 pr. kg.
Sultuglös 1/2 kg. 1,45
Sultuglös 1/1 kg. kr. 1,65.
Niðursuðuglös:
1/8 gall kr. 1,80
1/4 gall. kr. 2,40
1/2 gall. kr. 2,90
Flöskulakh og vax
Betamon
Vínsýra
Sultusykur
Ávaxtalitur
Cellophanpappír
Smjörpappír
Korktappar, margar stærðir.
Bensósúrt natrón.
RABARBARI.
Fólks-
bifreið
nodel 1940, til sölu. Uppl. i
sima 1793, eftir kl. 7.
nL
mcrCS33H33
rTTr.i^ i.-r^
„Svemr“
til Tálknafjarðar, Bíldudals,
Þingeyrar, Flateyrar og Súg-
andafjarðar fyrrihluta næstu
viku.
Vörumóttaka fram til há-
degis á morgun.
»Þóru
Vörumóttaka til Vest-
mannaeyja á þriðjudag, 3.
ágúst.
5 manaa Bíll
Stúdebaker 1929, til sýnis á Njálsgötu 80, 6. — Sími 1396. sölu og eftir kl.
gg ÞAÐ BORGAR SIG gg,
88 AÐ AUGLtSA 88
88 1 VISI! 88^
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför móðui’, tengdamóður og ömmu okkai’,
Ingveldar Jónsdóttur
frá Setbergi.
Aðstandendur.