Vísir - 14.08.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 14.08.1943, Blaðsíða 2
yisir VISIP? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján GuSlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprcntsir.iSjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (2imm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Launamál. Ssíðasta þingi lýsti fjármála- ráðherra yfir því fyrir hönd rikisstjórnarinnar, að frumvarp að nýjum launalögum fyrir em- bættismenn ríkisins mundi verða undirbúið og lagt fyrir haustþingið, sem á að hefjast fyrsta dag næsta mánaðar. Síð- an hefir verið tilkynnt að nefnd hafi verið skipuð til að taka til athugunar frumdrætti að tillög- um, sem gerðar hafa verið. Nið- urstöður nefndarinnar verða sið- an sendar ríkisstjórninni, sem leggur svo síðustu hönd á frum- varpið. Núverandi launalög eru nál. 25 ára gömui og því orðin með öllu úrelt, enda er misræmið og festuléysið i launagreiðslum rík- isins svo mikið, að gersamlega er óþolandi. Embættismönnum hafa verið greiddar ýmiskonar uppbætur, svo að kjör þeirra mætti teljast viðunándi. Siðast voru þeiin veittar30% uppbætur á nolckurn hlúta launanna, eins og kunnugt er, í sambandi. við dýrtíðina. Gert er ráð fyrir að allar þessar uppbætur falli burt, en i staðinn komi fast kaup, er taki aðeins venjulega dýrtíðar- uppbót samkvæmt vísitölu. ,Má ]>að furðulegt heita, að ný launa- lög skuli ekki fyrir löngu hafa verið sett til þess að afnema þá lausung og það mikla misræmi, sem ríkt hefir í þessum málum. En nú verður væntanlega bót á þessu ráðin í haust. ★ Verzlunarmenn og skrifstofu- fólk fékk launaviðbót vegna dýr- tíðar, um sama leyti og á svip- uðum grundvelli og embættis- menn ríkisins. Þótt telja megi fulla sanngirni, að þessar stéttir sem aðrar fengi þátltöku í stríð6gróðanum með nokkuð hækkuðu kaupi, þá er þess ekki að dyljast, að allar slíkar bráða- birgðauppþætur eru ekki æski- legt fyrirkomulag um launa- greiðslur. f þessu máii þarf að leggja fastan grundvöll, er á- kveður mönnum heilbrigt og sanngjarnt grunnkaup, sem að- eins sé bætt upp með dýrtiðar- uppbót samkvæmt vísitölu, til þess að vega á móti vérðhækk- un vegna dýrtíðar. Það er öllum fyrir beztu, að festa komist á þessi mál og að uppbætur falli burt en fast kaup komi í staðinn. Virðist þvi liggja beint við, að verzlunarmenn og skrifstofufólk, sem fékk upp- bætur um leið og embættis- menn, fari nú að dæmi ríkisins og fái ákveðið kaup sitt til fram- búðar, án annara uppbóta en dýrtíðaruppbótar. Ætti verzlun- arstéttin að fá sín „launalög“ á þann hátt, að settar verði með góðu samkomulagi fastar regl- ur um Iaun og kjör fólks, eftir því hvaða starfi það gegnir. Nú eru engar slíkar reglur til um launakjör stéttarinnar, en breyt- ingu i þessa átt mundi áreiðan- lega fagnað bæði af vinnuveit- endum og launþegum. Hér stendur því aðeins á því, að einhver aðili hafi forgöngu í málinu og teknir verði upp samningar til að koma á það skipun, er staðið getur til fram- búðar. Rannsókn á notkun hita- veituvatns til saltvinnslu úr sjó Athiiganir Irausta Olafssonar forstöðunianiis Atwinnudcildar BBáskólans. TV/j'ikið hefir verið um það rætt, bæði í blöðum og m manna á meðal, hver not, önnur en upphitun, megi hafa af hitaveitunni, þegar hún er tekin til starfa. Sérstaklega hafa menn þó viljað hallast að þeirri skoðun, að hagkvæmast yrði að nota liitaveituvatnið í sambandi við ýmis- lconar vermihúsaræktun, og hafa surnir jafnvel tekið svo djúpt í árinni, að hitaveitan myndi með tíð og tíma skapa möguleika fyrir ávaxtarækt í vermireitum við hvert hús í bænum. það, sem afgangs verður um sumarmánuðina til saltvinnslu, því að hæði nú og stöku sinn- um áður hefir verið rætt um notkun jarðhitans til saltvinnslu úr sjó og þessu hefir verið lireyft í sambandi við fyrirliugaða hitaveitu.“ Trausti telur þó, að lieit gufa mundi mun betri til þessarar framleiðslu, ef völ væri á henni, en að öllu athuguðu virðist þetta mál þannig vaxið, að rétt sé að athuga það vandlega frá öll- um hliðum. Hvað sem þessum bollalegg- ingum líður og hvað ofan á verður, þegar fram í sækir, skaJ engu spáð um hér, heldur aðeins sagt frá einu atriði, sem lítið hefir verið rætt, en á þó nokk- ura möguleika, og það er salt- vinnsla úr sjó. Komið liefir til tals að nota heita vatnið til þess að vinna salt úr sjónum og í sambandi við það hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á Efnarannsókna- stofu rikisins. Trausti Ólafsson var fenginn til þess að gera þess- ar athuganir og tilraunir. 1 sam- bandi við þetta fer liér á eftir kafli úr skýrslu Trausta um salt- vinnslu úr sjó. „Fyrir allmörgum árum, eða um það leyti sem liitaveitan var lögð úr Þvottalaugunum, voru gerðar á Efnarannsóknarstofu ríkisins nokkrar athuganir og tilraunir- viðvikjandi notkun á beitu vatni til þess að vinna salt úr sjó. Yar ákveðið saltmagn í sjónum hér í grennd við Reykjavík og i sambandi við það Lögreglan og umferðin. Eins og nú standa sakir, er vafasamt að nokkur höfuðborg í heimi sé jafn torveld og hættu- leg yfirferðar og Reykjavik. Umferðin er eins mikil og í stærstu borgum erlendis, en munurinn er sá, að þar fer um- ferðin eftir föstuin reglum, sein enginn brýtur viljandi, ef liann telur líf sitt nokkurs virði. Þar geta menn þvi verið nokkurn vegi óliultir, meðán þeir gæta hinna ströngu umferðarreglna. Hér eru að visu umferðarreglnr, en þei;n er sýnt slíkt virðingar- leysi af flestum, en þó aðallega af bílstjórum á vörubílum, að umferðarreglurnar veita litið sem ekkért öryggi. Verða menn þvi að vera við öllu búnir og reiða sig ekki á þann rétt, sem reglurnar veita þeim. Þess sjást daglega merki, að lögregluliðið hefir verið mikið aukið í bænum. Þeir eru á sveimi víða í bænum og horfa oft með einstakri sálarró á það, að bifreiðar komist í sjálfheldu á krossgtöum, eða þar sem erfitt er umferðar, vegna hitaveitu- skurðanna, án þess að skipta sér nokkuð af þvögunni, þangað til allt nágrennið bergmálar af bíla- flautum. Frá almennings sjón- armiði virðast þessir menn ekki hafa annað þarfara að gera en að greiða fyrir umferðinni i bænum, eins og nú er háttað. eimaður sjór til þess að sjá, live mikið fengist úr honum af viðunanlega lireinu salti ....“ „1 1 tonni af sjó eru um 27 kg. af hreinu matarsalti (NaCl) og um 8 kg. af öðrum söltum. Reikningslega er því 1 tonn af malarsalti í ca. 37 tonnum af sjó. Af ýmsum ástæðum er ekki mögulegt að vinna sem sæmi- lega hreint salt nema nokkurn hluta af þessu. Mætti t. d. til þess að fá lauslegt yfirlit reikna með þvi, að 1 tonn af salti feng- ist úr 55 tonnum af sjó. Til þess að eima úr svona miklu af sjó það, sem nauðsynlegt væri, til þess að saltið krystallaðist, þyrfti nálægt 32 millj. hitaein- ingar, en það er ekki langt frá því, sem er í ca. 4,5 tonnum af góðum kolum. Ef völ væri á 200 sek. lítr. af 85° lieitu vatni, sem kólnaði niður í 45°, fengj- ust 690 millj. hitaeiningar á sól- arhring, sem reikningslega ættu að nægja til þess að framleiða liðlega 20 tonn af salti. Með ó- slitnum rekstri ætti þetta því að svara til liðlega 600 tonna á mánuði. Hér er vitanlega aðeins um lauslega áætlun að ræða, en gæti þó ef til vill orðið }>eim til leiðbeiningar, sem fjalla eiga um hagnýtingu þeirrar hita- orku, sem eigi verður þörf fyr- ir að sumrinu til upphitunar húsa, þegar hitaveitan tekur til starfa. Það virðist ekki ástæðu- laust að gera sér það ljóst, hvort tiltökumál væri að nota vatn Næstu kappreiðar Fáks 22 ágúst. Næstu kappreiðar Fáks fara fram sunnudaginn 22. ágúst og hefjasl kl. 3. Ólcunnugt er ennþá um þátt- töku í kappreiðum þessum, en búa- t má við, að hún verði all- mikil og væntanlega koma þar fram nýir og og góðir gæðing- ar, sem ef til vill koma til með að skáka þeim gömlu. Hestaeigendur eiga að skrá liesta sína n. k. miðvikudags- kvöld kl. 8 og þá fyrst fást upp- Iýsingar um þátttökuna. Henry J. Taylor: Vi ðski ptaitríðið Ogr vopnaskipti þes§. Slys í Eyjum. Það slys vildi til í Vestmanna- eyjum í gærdag, að tveir menn, Einar Vilhjálmsson og Eyjólf- ur íigurðsson, féllu ofan af tveggja hæða húsi og slösuðust allmiJtið. Slysið vildi til með þeim hætti, að þeir Einar og Eyjólfur voru að festa járnplötur á liúsþak, þegar stiginn, sem þeir stóðu i, slitnaði úr reipinu. Við það rann stiginn niður af þaldnu og mennirnir með. Slösuðust þeir báðii töluvert, en þó sérstaldcga Iíyjólfur. Ameríska útvarpið. í dag: 13,15 Paganini fi'Ölu-kon- sert nr. 1. Dansmúsik. — Á morg- un: 10,00' GuÖsþjónusta, tónlist og fréttir. 13,00 Grace Moore 0. fl. 16,30—17,00 Bing Crosby, Dinah Sliore o. fl. Portugal I —• og tungsten þess. Á Pyreneaskaga er einnig annað verðmætt liráefni, „tung- sten“, sem notað er til fram- leiðslu á wolfram. Það er eink- i um grafið í Portúgal, og eru þær námur taldar beztu tung- sten-námur heimsins. Nú vantar Þjóðverja'wolfram til nauðsyn- ! legra framlvvæmdá. En Bretar eiga tungsten-námurnar að mestu leyti. Gott og vel, lvunn- j ið þið að segja, — auðvitað ' slcrúfa Bretar fyrir, og Þjóð- verjar fá eklci neitt. En liinu má elcki gleyma, að Þjóðverjar cru ekki neitt fyrir slíkt spaug gefnir. Hitler hótaði einfaldlega að ráðast á Portugal og hertaka það, og það er enginn vafi á þvi, að hann myndi ekki hafa liikað við að að framfylgja þeirri liótun. Og þýzki sendiherrann í Lissabon útskýrði það fyrir Salazar forsætisráðherra Portú- gals, að í þvi tilfelli myndu Bretar ekki fá neitt, Þjóðverjar allt. Dr. Antonio d’Oliveira Salazar forSætisráðherra er enginn veifi- skati, enda í hópi mestu virð- ingamanna Evrópu, hæði sem stjórnmálamaður og vísinda- maður. Hann tók upp hanzkann og svaraði að Þjóðverjar gæti gert svo sem þeim líkaði, og Portúgal myndi ekki láta kúga sig til að rjúfa gömul vináttu- bönd við Breta. „Portugal er elzti bandamað- ur Breta“, sagði hann í samtali við mig. „Bandalag vort hefir verið endurnýjað sex sinnum þau 795 ár, sem það hefir stað- ið. Það er elzta bándalag milli þjóða, og vér Portúgalar ætlum oss ekki að Iáta hafa það að kylfu, sem reitt er gégn vin- um vorum.“ En Bretar vissu það vel þá, að hvorki þeir né Portúgalar höfðu nokkur tök á að verjast ágangi Hitlers, né að hindra það, að hann hertteki norður- hluta Portúgals. Þeir ákváðu því að áskilja sér einungis hluta af framleiðslunni og bjóða hinn m Scrutator: QaAcLbi aÉmmnwfyS Messínasund. Frégnir eru teknar aÖ berast um aÖ Þjóðverjar sé farnir aÖ flytja liÖ sitt yfir Messínasund, yfir á Italiu-táná. Þetta sund, sem liggur milli Sikileyjar og Kalabríuskaga er um 42 kílómetra langt. Þar sem það er mjóst, skammt fyrir norð- an Messínaborg, er þáð 3150 metr- ar, en breikkar i allt að því 12 kíló- metra. Eins og nærri má geta um svo mjótt sund, eru þar rastir mikl- ar og straumharðar, og eru þær harðastar við Faro, sem er norð- austuroddi Sikileyjar. Skamrnt und- an Faro liggur skerið Charybdis, sem þeir munu glöggt kannast við, er lesið hafa Odysseifskviðu, því að milli Charybdis og Scylla (sem er klettur á vesturströnd Kalabríu- skagans, gegnt Charybdis) komst Odysseifur í krappan dans. Hómer hugsaði sér þessa staði vera haf- gúur, er seiddi sjófarendur. Skammt fyrir sunnan Scylla liggur nú San Giovanni, sem oft er getið i frétt- um og enn 12 kílómetrum sunnar er Reggio (eða Reggio di Calabria), en fil þessara tveggja staða halda Ættu lögregluþjónar að standa pjóðverjar nú liði sínu, ef að lík- a öllum aðalkrossgötum, þar sem umferð er mikil og stjórna lienni. Lögreglan er sett til ör- yggis bæjarbúum og hættan fyr- ir borgarana er hvergi meiri en á götunni. Ríkið. og bærinn leggja nú fram stórfé í þessu skyní og lögregluliðið hefir aldrei verið eins fjölmennt og það er nú. Er þvi þess að vænta, að árangurinn fari eftir þvi indum lætur. Messína. Messína er ein af allra-elztu borg- um heimsins, því að þegar Grikkir námu land á Sikiley 732 árum fyr- ir Krists burð, var þar fyrir göm- ul borg — hve gömul vita menn ekki- Grikkir skírðu borgina Zankle, sem þýðir sigð, og kenndu við bogadregna eyri, er gengur fram í sjóinn sunnan hafnarinnar og veit- ir höfninni bæði fegurð og skjól. Þetta hét l>orgin í nær 250 ár, unz nýir landnemar komu frá Grikk- landi, að þe'ssu sinni frá Messeníu, sem er vestasti tanginn á Pelops- skaga. Spartverjar höfðu undirok- að íbúana, Messena, en þeir gerðu hvað eftir annað harðvitugar til- raunir til að brjóta þá af sér. Eftir eina slíka misheppnaða uppreistar- tilraun flýði hópur þeirra til Zankle, settist þar að og nefndi borgina Messana, en því nafni var síðar breytt í Messína. Síðar komst borg- in undir yfirráð Púnverja, og náðu Rómverjar henni ekki fyrr en að loknu fyrsta Púnverjastríðinu. Það er því ekki í fyrsta sinn, sem þarna eru bardagar háðir, enda hefir borg- in um langar aldir verið þýðingar- mikil viðskiptamiðstöð. Serkir náðu henni á sitt vald 482 e. Kr. og á krossferðatímunum vann hún sér mörg og mikil réttindi og yfirráð yfir öllum norðausturtanga Sikil- eyjar og Liparí-eyjum. En margar hörmungar áttu eftir að dynja yfir, því að 1740 geisaði þar svarti dauði, en 1783 kom gífurlegur jarðskjálfti, því að þarna er eldf jallaland mikið. Mikill mannfjöldi fórst þar, og í kóleru-drepsótt, er geisaði 1854. Borgin var samt í miklum uppgangi í byrjun þessarar aldar, þegar jarð- skjálftinn mikli reið yfir. Jarðskjálftinn mikli. 28. desember 1908 klukkan um fimm að morgni reið ógurlegur jarðskjálfti yfir beggja vegna Mess- ínasunds og varð á svipstundu um 20 þúsundum manna að bana. •— Messínaborg hrundi i rúst, einnig Reggio handan sundsins og fleiri borgir og þorp á Sikiley og Kala- bríuskaga. Messinahérað, sem er yf- ir 3000 ferkílómetrar, hefir nú yfir hálfa milljón íbúa, en þá töldust þar 250,000 sálir. Af þeim fórst fjórði hluti. í Messínaborg áttu þá um 100 þúsund manns heimili, en mann- fall og flótti úr borginni fækkaði ibúum ofan í 20 þúsund næstu, árin á eftir, enda voru þar um langt skeið engar vistarverur, nema bráða- birgða„braggar“. í landskjálftanum mun ströndin hafa hafizt upp, því að sjórinn flæddi um 300 metra frá fjörunni, en skall síðan sem ógur- leg flóðbylgja yfir landið aftur og eyðilagði margt af því, sem ekki hafði farizt i landsskjálftanum. Flest hús og byggingar hrundu í rúst. Vatnsleiðslur biluðu og hung- ursneyð varð, unz hjálp barst úr i ýmsum áttum. Gengu Bandaríkja- ' menn mjög rösklega fram í því að senda Messínabúum matvæli og fatnað, og síðar barst þaðan bygg- ingarefni í stórum stíl og amerisk- j ir verkfræðingar voru sendir til að endurreisa borgina. En aðrar i ]>jóðir lögðu einnig rikulega af i mörkum, og var alþjóða-fjársöfn- , un lengi starfandi. Viktor Emanúel , konungur, sem þá hafði ráðið ríkj- ' um í rúm átta ár, tók virkan þátt í hjálparstarfinu og vann sér mikl- ar vinsældir fyrif. Þessir farfuglar ... „Hann sagðist hafa verið hátt uppi", sagði ísax. „Einmitt það. Var hann hífaður?", spurði Phel- ickz. „Onei. En hann var að koma ofan af Hvannadalshnúk", svaraði ísax rólega. hlutann út á opnum markaði. Að öðrum kosti má vera að Hitler hefði verið hjálpað enn meira. Gúmmí frá Japan. Amerísk skip, sem flytja hernaðarnauðsynjar frá Banda- rikjunum til Rússlands um Vladivostock, taka stundirm japanskt gúmnií til haka. Þetta gúmmí fá Rússar frá Japönum, af því að þeir eru ekki opin- herlega í stríði við þá, og Japanir þarfnast margs frá Rússum, hafa hinsvegar meira gúmmí en þeir nokkru sinni geta notað til fulls. Japanir vita vel að eitt- hvað af gúmmíinu fer til Am- eríku, en þeir geta ekki ráðizt á amerísk skip, sem sigla undir rússneskum fána, því að það væri hernaðarverknaður gegn Rússum, og þeir vilja ekki kom- ast upp á alltof mikinn kant við Rússana, eins og stendur. Þeir vita að Rússar nota gúmm- íið til að herjast gegn þýzka end- anum á möndlinum og að Amer- íkumenn nota það gegn báðum endum, en þörfin er ríkari. Þeir þurfa að losna við gúmmíið og fá önnur efni í staðinn. Þannig er gangur stríðsviðsldptanna. Svíar í skrúfstykki. Áður en stríðíð brauzt út, fengu Svíar það af kolum sem ]>eir þurftu bæði frá Englandi, Þýzlcalandi og Póllandi. Nú er engin leið til þeirra, nema frá Þýzkalandi, og þeir verða að tryggja sér þýzk kol, annars stöðvast allur relcstur þeirra. Þessvegna geta handamenn ekk- ert fengið af sænskri þungaiðn- vöru, þótt þeim lcæmi það mjög vel. Þeir geta yfirleitt alls ekki verzlað við Svía, nema með leyfi Þjóðverja, því að Svíþjóð er umkringt land. Að sjó liggja þýzk tundurduflabelti, á landi liernaðarlönd á allar hliðar. Það eru því Þjóðverjar, sem njóta sænskrar framleiðslu og skammta þeim kol og olíu í staðinn. Eg átti tal um þetta við Per Albin Hansson forsætisráð- herra. Hann Jbenti mér á stórt kort á veggnum og sýndi mér hvernig Svíþjóð er umkringd á alla vegu. Þjóðverjar veita leyfi fyrir einum og einum kolafarmi i einu, til að geta stöðvað við- skiptin, hvenær sem þeim sýn- ist svo. En Sviþjóð á erfitt með að fá Þjóðverja til að standa við sinn hluta samninganna, og vilji Svíar fá vörur frá bandamönn- um, verða þeir fyrst að leita samþykkis viðskiptastríðsráðu- neytisins í London, þvinæst við- skiptastriðsnefndarinnar í Was- hington og loks stjórnarinnar í Berlín, sem ákveður hvort vör- unum verði sleppt gegnum hafnbannssvæðin. Það er þvi skortur á mörgum vörum í Sví- þjóð, en þótt undarlegt megi virðast er þar enginn skortur á silki. Það lcemur frá Japan i stríðum straumum í skiptum fyrir vörur. Silki kemur raunar frá Englandi líka — en með dálítið óvenjulegum hætti. Til Svíþjóðar berast oft loftvarna- belgir alla leið frá Englandi. Gera þeir stundum usla á raf- leiðslum og mannvirkjum, því að stálkaðlar lafa úr þeim, en Svíar senda orustuflugvélar á loft. Belgirnir eru skotnir nið- ur, og þessi óvenjulegi innflutn- ingur hagnýttur. Verksmiðja á hjólum. Hitler kaupir ókjörin öll af mjólkurafurðum í Sviss, en auk þeirra mikið af nákvæmum mælitækjum og sigurverkum og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.