Vísir - 14.08.1943, Síða 3

Vísir - 14.08.1943, Síða 3
I lætur í staðinn þýzk kol — i minnkandi skömmtum. En Svisslendingar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda i afhejidingu liernaðarnauð- synja til Þýzkalands, þótt illa gangi, þegar Þjóðverjar beita „skrúfstykkinu“. Fyrir nokkrum árum tóku Þýzkaland, Sviss og Rússland þátt í einhverjum einkennileg- ustu viðskiptum stríðsins. Skömmu áður en Frakkland féll, ákvað stjórn Citroén-verk- smiðjanna að flytja s/ærðar- flugvélasmiðju suður á við, til Bordeaux. En áður en varði liöfðu Þjóðverjar komizt í veg fyrir flutningalestina. Allar vél- ar verksmiðjunnar höfðu verið teknar i suiidur og pakkað nið- ur í kassa, og það voru 1000 flutningabílar i lest, sem verk- smiðjuna fluttu. Nú átti að senda allt saman til Sviss, en áður en lestin kæmi til landa- mæranna, voru Þjóðverjar komnir í veg fyrir hana og tóku nú allt herfangi. Var allt síðan sent til Strassbourg, þar sem verksmiðjan hafði áður verið, og hafði hún þá ferðazt eina 1000 kilómetra á flutningabíl- um. En leiðin lá lengra. Þjóð- verjar sendu allt saman til Þýzkalands og fóru að velta því fyrir sér, hvað gera skyldi við þessi ókjör af vélum. Um sama leyti voru Rússar, sem þá lifðu í sætt við Þjóð- verja, farnir að gera kröfur urn að Þjóðverjar stæði við loforð um vélasendingar og hergagna. Varð það úr, að Þjóðverjar seldu Rússurn alla verksmiðjuna, og var hún þá flutt austur á við, alla leið austur undir Úral-fjöll. Áður en Þjóðverjar réðust á Rússa, vorið 1941, var verk- smiðja þessi tekin að framleiða fyrirtaks flugvélar, sem reynd- ust einstaklega vel gegn þýzka flughernum. En Rússar höfðu liaft vaðið fyrir neðan sig og flutt verksmiðjuna svo langt austur á bóginn, að engin hætta var á að Þjóðverjar kæmist yfir hana aftur. Stórkostleg viðskipti — á pappímum. Eg átti tal við Sukru Sara- coglu, forsætisráðherra Tyrk- lands, og hann sagði mér margt fróðlegt um viðskipti sín við Þjóðverja. Aðaldeilumál Tyrkja og Þjóðverja var það, hvort Þjóðverjar gæti aflient vara- hluti i þýzkar hernaðarflugvél- ar, Messerschmitt, Heinkel og Dornier, sem þeir höfðu selt Tyrkjum. f öllum hinum stór- kostlegu viðskiptasamningum, sem von Papen sendiherra og dr. Claudius stríðsviðskipta- málaráðherra Hitlers gerðu, var spursmálið um flugvélavara- hlutina efst á blaði. En Þjóð- verjar hummuðu það jafnan jafnan fram af sér, unz Tyrkir stöðvuðu allar sendingar sínar til Þýzkalands. Sir Hughe Knatclibull-Huge- sen, sendiherra Breta í Ankara, og Robert George, flugmála- ráðunautur hans, komust að þessu og létu stjórnina í London vita um ástandið."Ínnan 30 daga höfðu Bretar sent Tyrkjum þá varaliluti, sem þeir liöfðu árang- urslaust beðið Þjóðverja um. Hvernig í ósköpunum gat þetta átt sér stað? spyrjið þér. Hvernig gátu Bretar sent þýzka varahluti? Málið var ofur ein- falt. Um þessar mundir var sifellt verið að skjóta niður sæg og aftur sæg af þessum sömu flug- vélum yfir Bretlandi. Brezki loftherinn skipaði verkfræðing- um sínum að safna saman þeim várahlutum, sem Tyrki vanhag- aði um, og innan skamms var sendingin komin af stað. Fyrst var allt sent til Kairo, en þar bættust við hlutar úr þýzkum flugvélum, sem herteknar höfðu VISIR Lof theraaðnrmn á Kyrrahafi. Flugvélarnar hafa ráðið úrslitum í öllum meiri háttar viðureignum á þessum slóðum. Eftir E. L. Howard-Williams, flugforingja, flugmálaritara Daily Telegraph. * „í þessu loftstríöi héldu bæSi Japan og Þýzkaland, atS þau gætu greitt úrslitahöggiö i einu vetfangi.... í þessu loftstríði eru þaö þessar seku íþjóöir, sem eru þegar farnar að sýna þann veikleika, sem mun veröa þeim aö falli.“ •— (Churchill í ræðu.) i Það líður vart sá dagur, að það komi ekki greinilega í ljós, hversu mjög bandamenn treysta á flugheri sína í „viðnámsstriði“ því, sem þeir heyja nú á Kyrra- hafi. Þegar fram líða stundir og framfarirnar verða enn meiri, munu það verða flugherirnir, sem eiga einna mestan þáttinn í að koma fram hegningunni við Japan. Þegar litið er á landabréf, kemur manni fyrst til hugar, að sá hljóti áreiðanlega að standa betur að vígi, sem hefir yfirráðin á sjónum, en nú er svo komið, að það er jafnan sá, sem lieTir yfirráðin í lofti, ' sem ræður á sjónum fyrir neðan. Snemma á þessu ári sagði maður einn, sem hefir hetra vit á þessu en nokkur annar, vegna reynslu sinnar: „Yfirráðin á siglingaleiðunum eru ekki fram- ar undir því komin eingöngu, né lieldur fyrst og fremst, að hafa herskipaflota, heldur eru þau undir því komin, að til-sé flugher, sem hefir landhæki- stöðvar, sem er gætt af land- her eða hefir herskipaflota sér lil stuðnings. Fremsta víglina Ástralíu markast af því, hvað sprengjuflugvélarnar geta flog- ið langt“ Það var MacArthur, sem þetta sagði. Hvað var það, sem varð þess valdandi, að hann komst að þess- ari niðurstöðu? Aðalviðburðir baráttunnar böfðu fram að þess- um tíma verið þeir, sem nú skal greina: ' 1. Pearl Harbor. 2. Singapore. 3. Orustan við Midway. 4. Orustan á Bismarkshafi. En þar við íhætast svo hin vénjulegu hernaðarstörf á og umhverfis Kóralhaf. Áður en varir munu stærri viðburðir draga athyglina enn meira að baráttu bandamanna á Kyrrahafi. Hið mikla skipatjón okkar. Pearl Harbor og Singapore voru sá sjóveldisgrundvöllur, sem vörn Breta og Bandarikja- manna var reist á í Austur-Asíu. Þegar litið er á Péarl Harbor æsingalaust og án þess að tekið sé tillit til þess, að árásín var gerð á hinn lúalegasta hátt, sjá menn, að hún var stórsigur. Klukkan 7,55 árdegis þann 7. fæsember 1941 komu 105 jap-- anskar sprengjuflugvélar or- ustuflota Bandarikjanna að ó- vörum — átta orustuskipum, sjö beitiskipum og 28 tundur- verið í Sýrlandi eða skotnar niður yfir Libyu, og síðan var allt sent í einu lagi til Tyrklands. Þjóðverjar höfðu reynt allt, sem þeir gátu til að klófesta króm-málm Tyrkja. Nú gekk hann þeim úr greipum, en bandainenn hrepptu hann ó- skiptan. Þannig gerðu Bretar sér mat úr flugvélum þeim, sem þeir skutu niður í sjálfvöm, og Þjóðverjar sendu yfir Bretland í því skyni að gera út af við Breta. spillum, auk hinna 299 flugvéla þeirra. Bandaríkjamenn misstu tvö orustuskip (Arizona og Okla- lioma), sem var sökkt, og að auki þrjú stór beitiskip og þrjá tundurspilla. Þrjú orustuskip önnur voru gerð algerlega ósjó- fær (California, Nevada, West Virginia) og sama var að segja um þrjú beitiskip og mörg önn- ur skip. Drepnir voru 3303 her- menn, þar af 3077 úr flotanum, en 1272 voru særðir. Að minnsta kosti 150 amerískar flugvélar urðu ónothæfar. Kostnaður Jap- ana við þetta var 48 flugvélar. Floti Japana kom aldrei neitt við sögu. Þetta var greinilegur sigur fyrir flugherinn og var hroða- leg ógnun fyrir framtíðar- drauma okkar. Heilu ári eftir að árásin var gerð, voru tvö amer- ísk orustuskip enn á marar botni. Áhrifin voru afskapleg. Bandaríkjaþjóðin var samein- aðri en nokkuru sinni fyrr og var bandamaður okkar i einu og öllu. En eftir þetta gat Japan beitt yfirburðum sínum á sjó og í lofti til að ráða lögum og lof- um á mestum hlu'ta Kyrraliafs- ins, gat safnað undir veldi si'tt öllum binum meiri háttar eyj- um, frá Filippseyjum til Nýju- Guineu og Salomonseyja. Munurinn á 999 og 1000 hef- ir aldrei verið eins geigvænleg- ur í veraldarsögunni. Banda- menn höfðu aðeins fótfestu á tveim stöðum við Kóralhaf, í Papúa-héraði á suðausturodda Nýju-Guineu og umhverfis Henderson-flugvöllinn á Guad- alcanal. Ef þessi fótfesta hefði farið sömu leiðina og allt ann- að, þá þori eg að fullyrða, að Japan mundi hafa gert innrás í Ástralíu og heppnast hún ineð þvi einu, að safna saman sterk- um loftflota til að vernda fyrstu landgönguna frá Papua. Rétt eftir að árásin hafði ver- ið gerð á Pearl Harbor lét Aust- ur-Asíuflotinn brezki úr höfn í Singapore til þess að liindra það, að Japanir gæti beitt flugbði sínu frá Tailandi. Þeir sendu þá 60 af flugvélum sinum til á- rása á lierskipin og sökktu tveim ágætum orustuskipaim — Re- pulse og liinu glænýja Prinee of Wales. Árásin kostaði þá aðeins 7 flugvélar. Við töpuðum hinni einu stóru flotasiöð okkar á Kyrrahafi, á- samt hundruðum flugvéla og feiknum af veí'ðmætum birgð- um og nauðsynjum. Það var á hvers manns vit- orði, að flugvélar okkar voru úr sér gengnar. Singapore var nefnilega flotastöð, sem var var- in af stórum strandvarnabyss- um fyrir flota, sem lét aldrei sjá sig. Trenchard flugmar- skálkur liafði þó hvað eftir ann- að beðið um það, að Singapore \ rði gerða að flugbækistöð, en enginn viidi gera bón hans. Það 'liefir síðar komið á daginn, að það liefði verið liægt að nota Singapore sem flugvélastöð og þá hefði öllu verið horgið. Fyrstu tvær loturnar voru á enda og við liöfðum farið mikl- ar hrakfarir. Þá hófst þriðja loían. Orustan við Midway þann 3. júní á síðasta ári snéri taflinu við. Japanir héldu, vegna fyrri sigra sinna, að þeim væri allt óhætt, og reyndu þess vegna að ná yfirráðum ó Mið-KyTrabafi. Sendu þeir stóran orustuflota til Brezkar Spitfire-orustuvélar. þess að vernda lierflutningaskip- in. Þessum flota mættu 41 af . hugdjörfustu tundurskeytaflug- mönnum Bandaríkjanna, en að- eins 6 þeirra áttu afturkvæmt. Þessir menn réðust á jap- önsku skipin með þeim árangri, að fjögur flugstöðvarskip (Akagi, Kaga, Soryu., Hirya) voru send á mararbotn og 275 flugvélar þeirra sömuleiðis. Þeir sökktu líka tveim. stórum beiti- skipum og þrem tundurspillum. Auk þess voru tvö orustuskip og þrjú beitiskip löskuð, að við- hættum mörgum herflutninga- skipum. Það var talið, að 18.000 Japanir hefði týnt lífinu í þess- ari viðureign og af þeim voru 4800 floringjar og sjöliðar á flugstöðvarskipunum fjórum. Vegalengdin á milli flotanna, sem áttust við, var aldrei minni en 320 km. Það er óhætt að segja, að or- usturnar á Kóralsjó hafi verið háðar reglubundið við og við, eftir að MacArthur tók að sér stjórnina á Papua. Fyrsta verlc lians var að safna að sér mátt- ugum flugher, næsta að gera sér ljóst, hvers hann var megnugur og í þriðja lagi að nota hann eins og hann var ætlaður. Snemma í síðasta janúar- mánuði tilkynnti MacArthur, að flugmenn sínir liefði samtals sökkt eða stórlaskað 24 japönsk herskip, þar á íneðal 6 beitiskip og 13 tundurspilla, 83 kaupskip — þar af 4’4 stór — og 160 lend- ingarbáta. í þessum og öðrum viðureignum voru 333 japansk- ar flugvélar eyðilagðar, ef til vill 88 að auki og 117 laskaðar. Þetta náði hámarki i endurtekn- um árásum á hina mikilvægu bækistöð í Rabaul á Nýja Bret- landi og þegar Japanir reyndu að koma bðsauka tíl manna sinna i Lae á Nýju-Guineu um Vitiaz-sund. Fyrstu dagana i janúar sökktu þessar sömu flugvélar níu skip- um, sem voru samtals 50,000 smálestir og skutu niður sex flugvélar fyrir hverja eina. Þær „rótuðu“ upp flugvöllum Jap- ana við Lae, Madang og Fuiloro á Timor. Þeir tvístruðu annari skipalest undan Lae, sökktu þrem skipum, löskuðu önnur og eyðilögðu 92 fiugvélar fyrir mjög lítið eigið tjón. Það voru loftbardagar, sem lögðu grundvölbnn að þessum sigi-um. Fram að 1. janúar voru bvorki meira né minna en a. m„ k. 723 japanskar flugvélar skotnar niður yfir Kyrraliafi, svo að vitað sé með vissu. Þar við bætast 250, sem voru að „likindum“ skoitnar niður og 313, sem „möguleikar" eru fyrir að hafi farizt. Þetta tjón hlýtur að vera mjög tilfinnanlegt fyrir Japani, þegar þess er gætt, að flugvélaframleiðsla þeirra nemr ur aðeins sjötta hluta af fram- leiðslu Bandarikjanna. Fyrstu fjóra daga marz-mán- aðar var háð sú orusta, sem nefnd hefir verið „orustan á Bismarkshafi", en hún er hið sígilda dæmi um baráttu flug- véla frá bsekistöðum á landi gegn skipum. Menn MacArthurs gereyddu heilli skipalast, sem í voru 12 flutningaskip og 10 her- skip. Ellefu þúsund hermenn drukknuðu og orustuflugvélar bandamanna skutu niður 72 af þeim 136 orustuflugvélum, sem Japanir létu vernda skipin. Mac Arthur missti eina sprengjuflug- vél og þrjár orustuflugvélar. Þetta var stórkostlegur sigur fyrir flugherinn. Um miðjan marz var enn fjórum flutningaskipum sökkt eða skemmd undan Vivák á Nýju-Guineu og snemma i april flugu sprengjuflugvélarnar 1000 mílna leið tíl Silfursunds við Rabaul, þar sem sjö beitiskip- um eða tundurspillum var sökkt og fimm flutningaskip að auki löskuð eða send á mararbotn. Starfssvið spreng-ju- f lugvélanna nær lengra. Þegar dr. Evatt, utanríkisráð- herra Ástralíu, var í Washing- ton fyrir nokkuru, lét liann svo um mælt, að Japanir hefði heð- ið marga ósigra og það hefði verið liægt að færa starfssvið sprengjuflugvélanna 1000 mílur norður á hóginn. Sá tími lilýtur að koma bráð- lega, þegar Japönum fer að þykja nóg um, hversu lítið þeir eiga eftír af flugstöðvarskipum, beitiskipum, tundurspilium, og herflutningaskipoim, þvi að þeir hafa ráðizt i mikið, flutninga- leiðir þeirra eru óralangar og þeir hafa orðið fyrir mifvlu tjóni. Fyrir nokkuru gerðu Japanir tilraun til að hefja loftsókn á hendur bandamönnum, en gekk illa og vegna þess, að banda- menn höfðu yfirráðin í loftí, gátu þeir hafið sókn bæði á Salomonseyjum og Nýju-Gui- neu. Af öllu þvi, sem hér hefir ver- ið sagt, er það ljóst, að á þess- um slóðum er það styrkurinn i loftí, sem abt veltur á. Þegar bandamenn hefja þvi sókn fyrir alvöru, þá munu Japanir fyrst fara að sjá, hversu laust í bönd- unum og veikt hið nýunna heimsveldi þeirra er í raun og veru og þeir munu sanna æ bet- ur sannleiksgildi þeirra orða forsætisráðherrans, sem eg hefi tekið upp liér að framan. Það eru flugherir, sem nú eru öllu ráðandi á Kyrrahafi með stuðningi landhers eða flota. Her og floti hafa mikil- væg lilutverk í hinum mikla hildarleik, en aðalhlutverkiS er úr höndum þeirra. V.-Islendingur rann- sakar námuskilyröi í Alaska. Vestur-lslendingnum dr. KarKi Stefánssyni hefir verið faliS að rannasaka námaskilyrSi 4 Knight-eyju við Alaska. Starfar hann að þessurn rannsóknum. fyrir stjórnina í Washington og hefir verið við annan mann 4 eyjunni í sumar. Karl varð dr. í jarðfræði frá Johns Hopkins-háskólanum í Baltimore í maí i vor. Hann er sonur Jóns Stefánssonar, sem hlaut viðurnefnið Filipseyja- kappi eftir þátttöliu sína í stríð- inu á Fibpseyjum uni aldamút- in, og Solveigar Jónsdóttur al- þingismanns í Múla. Margir Reykvikingar munu kannast við Ragnar bróður Karls. Hallgrímskirkja í Reykjavffc. Framhald af fyrri tilkynninguta um gjafir og áheit til kirkjumsar,. afhent skriístofu „Hinnar almennu; fjársöfnunarnefndar”, Bankastr. II. Guðný ólafsdóttir, HKðarendakoti, í Fljótshlíð (áheit)i 15 kr. S.fL (á- heit) 15 kr. G. og J. (áheít) 110. kr. N.N. (áheít) 10 kr. Þ.J.G. (á- heit) 50 kr. Ó.J. (áheit) 15 kr. K.E. 10 kr. Gamall maðúr úr HafnarfirSL (áheit) 10 kr. Z, (áheit) 25 kr, Guðm. Kr. Guðmvmdsson og knna. haqs Ragnhildur Jónsdóttir, Berg- staðastr. 82 (áheit) 250 kr. Dóra. (áheit) ro kr. Þ.K. (áheit) 20 kr. S.A.S. (áheit) 25 kr. Á.Ó. loakr. A. P. (áheit) 50 kr. K.R. (áheit) ■ 10 kr. C.H.S. (áheit) 20 fer, G.R. (áheit) 10 kr. A.H. (áheit) 10 fer. B. K. (áheit) 50 kr. N.N. (gamalt áheit) 50 kr. B.B. Nforðfirði (álieit) 20 kr. Guðm. Jónsson, þóndi, Störú.-- Ávík, Árneshr. og dóttír hans (minningargjöf) 150 kr. Jón Guí5- > mundsso, StóruxÁvík, Ámeshr. 50 ■ kr. Gömul kona (áheit) 20 kr. I'Yíða (áheit) 10 kr. — Afhent af htað- inu Tíminn (áheit) frá N.N. 2o< ; kr.—- Afhent af herra biskupi Sig- urgeir Sigurðssyni frá:‘ séra Jón-- mundi Halldórssyni 500 kr. og Guð- mundi Halldórssyni 15 kr. — Kær— ar þakkir. — F.h. „Hinnar alniemuxj fjársöfnunarnefndar", Hjörtur Hqnsson, Bankastræti 11. Til fátæka verkamannsins, afhent Vísi: 25 kr. frá G.Þ. 100 kr. frá Á.Óv Brezka útvarpið. Allt á sama stað. Nýkomið ýmislegt til bíla. Viftureimar. Miðstöðvar. Mótorpakkningar. Vörubíla-Tjakkar. Vatnskassaþéttir. Rafgeymar. Bremsugormar. Rafkerti. Fram- og afturluktir. Kveikjuhlutir. Fjaðrir. Fjaðrablöð í marg-ar tegundir. Stimplar í Studebaker, Ford, Chevrolet, Dodge. Höfum fyrirliggjanli ótalmargt fleira til bíla. Verzlið þar sem allt fæst á sama stað. BLf. Egill Vilhjálmssoo.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.