Vísir - 03.09.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 03.09.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 33. ár. Ritstjóra r Blaðamenn Slml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 ilnur Afgreiðsla Reykjavík, föstudaginn 3. september 1943. V * 200. tbí. Engin mótstaða a£ hálfu Þjóðverja og Itala ennþá. Það vofu brezkar og kanadískar liepsveitir áttunda hersins, sem framkvæmdu iyrstu innrásarathöfnina, en þær réðust inn á Kalabríuskagann — tána á Ítalíu — skammt frá Reggio di Calabria, klukkan 4.30 i morgun. Tilkynningin var gefin i brezka íitvarpinu klukkan sjö i morgun, og var I henni ekkert tekið fram, annað en þaö, sem ofan greinir. Hinsvegar var þess getid, að undanfarna daga befdi lítil sem engin mótstada verid veitt flugher bandamanna i sífelldum árásum hans á allar járnbrautarborgir sunnan Róms. Hersveitir Bandamanna réðust yfir Messinasundið, | svo sem getur hér að framan kl. 4,30 í nótt eða á fyrsta degi hins fimmta árs styrjaldarinnar, en fimmtánda degi frá því er hernámi Sikileyjar var lokið. Þýzkar og ítalskar fregnir hermdu að undanförnu að innrás- arflota miklum væri safnað saman í Gatania, Mes^ina og öðruin höfnum Sikileyjar, sem heppilegar gátu tal- ist til innrásar, en tæpast munu menn hafa búist við að Bandamenn myndu gera alvöru af innrás svo skömmu eftir að hertöku Sikileyjar var lokið. í gær og í nólt var fluglið bandamanna mjög athafnasamt. Gerði það hinar liörðustu árásir, sem gerðar hafa verið á Suður- ítaliu og þá fyrst og fremst flug- velli við Reggio, Paola, Belve- tlere, liafnarhorg Rómar, Terra- cirio og Neapel. Um flestar þess- ar borgir liggur ennfremur járn- brautin á vestúrströndinni, ,og var hún stórskemmd, — enda jafnvel gereyðilögð á ýmsum þessum stöðum og víðar, þannig að öxulríkin hafa af lienni engin not til flutninga fyrst um sinn. Ennfr. var rík áherzla lögð á að eyðileggja vegi um alla Suð- ur-ítaliu og jafnvel allt norður til Rómar. Loftárásir voru einn- ig gerðar á flugvelli á Sardiníu og urðu þar stórvægilegar skémmdir á þremur flugvöll- um. Jafnhliða loftárásunum var ó- hemju stórskotahríð haldið uppi yfir Messinasund og áherzla lögð á það fyrst og fremst, að eyði- leggja stórskotaliðsstöðvar ó- vinanna' Er þaggað liafði verið verið niðri í þeim, með sameig- inlegum aðgerðum flugliðs, ílota og stói'skotaliðs, hófust flutningarnir yfir sundið, er fóru fram undir umsjá og vernd flot- ans og flugliðsins. Gengu þeir þeir mjög greiðlega og varð lít- illar mótspyrnu vart frá liálfu ítala og Þjóðverja. Ólgan i ítaliu fer sívaxandi, eftir því sem þær fregnir herma, sem af skornum skammti ber- ast út fyrir landamæi'in. Þegar páfi liafði flutt útvai-psræðu sína út af upptökum stríðsins í fýrradag, safnaðist mikill mannfjöldi sainaii á torginu fyrir framan Péturskirkjuna og hvllti páfa. Meðal þess, sem mannfjöld- inn lirópaði, var þetta: „Vér vilj- um fi'ið!“ og „Lengi lifi páf- inn!“ Flugher bandamanna herðir nú mjög sóknina á Norðui'- Frakkland og Niðurlönd. í gær- dag og í nótt fór megti fjöldi flugvéla, sem um gelur í sögu stríðsins til árása á járnbraut- arstöðvár og flotahafnir í lier- numdu löndunum. Skutu flug- menn bandamanna niður 4 þýzkar orustuflugvélar, en misstu 4 flugvélar sjálfir, og er það eitthvert minnsta tjón, sem orðið hefir í nokkurri loftáx’ás, enda er talið að loftmótstaðan af hálfu Þjóðverja liafi aldrei vei'ið lélegri. lapanir iiafa kinverskar iiersveitiM8nrma. Þær hafa reynzt vel í bardögum. Japanir hafa tekið þúsundir ungra Kínverja frá Norður-Kína og Mansjuriu í her sinn, til þess að beita þeim í Burma. Japanska herstjórnin er sann- færð um það, að bandamenn muni reyna að iiá Burma fvrr eða síðar og til þess að spara japanska lierinn, sem þörf er fvrir á mörgum stöðum, hafa þeir tekið það ráð að blanda kinverskum sveitum i hann. Hafa þessar kinversku sveitir þegar átt i bardögum við menn Chungking-stjórnarinnar og reynzt hraustir liermenn. Gert er ráð fyrir, að alls verði Japanir húnir að fullæfa á ann- að hundrað þúsund þessara málaliða i lok þessa árs. Nýtt barnaheimili. Vísir hefir frétt á skotspónum, að samningar standi nú yfir milli Barnavinafélagsins Sumar- gjafar og bæjarins um það, að Sumargjöf takist á hendur starf- rækslu barnaheimilis í húsum Helgu Níelsdóttur ljósmóður, sem hún hefir nýlega selt bæn- um. Húseignir þessar standa á horni Eiríksgötu og Hringbraut- ar. Mun Sumargjöf talca við starfrækslu þessari gegn á- kveðnum skilýrðum, sem bær- inn setur fyrir herini. Er búist við að liægt verði að hafa þarna samtals 140 börn, og vei’ður starfrækt þarna dagheimili, vist- heimili og leikskóli. 1 Tjarnar- j borg eru um 100 börn, svo eftir þessa liúsaukningu munu um ; 250 börn verða á vegum Sumar- i gjafar. Aftur á móti er í ráði að Vest- ui’boi'g vei’ði upptökulieimili fyi'ir börn á vegum, barnavernd- arnefndar bæjarins . og fram- færslufulltrúa, þ. e. a. s. að þess- ir aðilar geta ráðstafað þangað börnum, sem þeir hafa á sínum vegum. Kolaverkföll í Englandi. I gær lauk í Wales kolaverk- falli, sem staðið hafði í tólf daga. Verkfallið var gert vegna launadeilu í einni námu, en verkamenn í fjórum öðrum gerðu þá samúðarverkfall, svo að alls 1400 menn lögðu niður vinnu. Rannsókn hefir verið hafin vegna þessa vcrkfalls. I Lancash'ire lauk líka námu- verkfalli í gær. Þar höfðu 1000 menn verið frá vinnu í nokkra daga. Tveir lxollenzkir skipstjórar hafa verið sæmdir þýzkum heiðursmerkjum fyrir að að- stoða við björgun finnu kafbáta, sem sulcku í höfninni í Kiel, þe’g- ar árásin var gerð á borgina 25. júlí. Rússar hraða sókninni. Hafa rofið járnbrautina milli Briansk og Kiev RÚSSAR HAFA ROFIÐ járnbrautarlínuna milli Briansk og Kiev, tekið borgirnar Sumi, Lisitsjansk og Vorosji- lovsk og sækja hratt fram á öllum vígstöðum. Þjóð- verjar eru teknir að senda illa æft varalið til vígstöðvanna, en þeim tekst hvergi aða stöðva sókn Rússa. Uudir lokin á Nikile^. Þessar mvndir cru frá síðustu dögum bardaganna á Sikilev. Efri myndin sýnir brezka hermenn úr 8. hernum gera áhlaup á italska bækistöð, en sú neðri er af amerískum hermönnum, sem eru að uppræta þýzka leyniskvttu. Rússar hafa nú lokið við að hreinsa til á Kursk-vígstöðvun- um. En að sunnan hafa þeir einnig unnið mikilvæga sigra. Hafa þeir þar tekið 60 bæi og þorp undanfarinn sólarhring, þar á meðal borgina Budjenn- oje á milli Taganrog og Mari- itpol á ströndum Asovshafs. Norður af Stimi tók rauði héi'inn bæina Jámbul og Trolo- vets, auk á annað hundrað ann- ara bæja og þorpa, en með töku þessara bæja er aðaljárnbrautin milli Bryansk og Kiev x-ofin. Það er nú svo komið, að hreyfing er komin á allar víg- slöðvarnar í Rússlandi, allt frá Smolensk suður til Azovshafs og munu Þjóðverjar alls ekki geta stöðvað sókn Rússa, nema með afarmiklum fórnum, en það er mjög miklum efa undir- orpið, livort jxeir hafi ráð á því, þegar þeir hafa svo mikla þörf fyrir lið sitt annarstaðar. Kafbatar við Síberíu. Samkvæmt þýzku fréttastof- unni eru þýzkir kafbátar nú í fyrsta sinn i víking undan Sí- beríu-ströndum vestarlega. — Þjóðverjar segja, að þeir hafi sökkt þar þrem skipum, samtals 12.000 smál. Skotið yíir Ermarsund. Hinar langdrægu fallbyssur Þjóðverja við Ermarsund héldu uppi hálfrar stundar skothríð í gærmorgun. Brezlc skipalest var á fei'ð undan Dover og skutu Þjóðverj- ar á hana, en skipín reyndu að hvlja sig reyk. Þegar skotliríðin liafði staðið nokkra liríð voru spi’engjuflug- vélar sendar til að gex’a árás á fallbyssustæðin. IIENRY H. ARNOLD flrnold ílogftershðíQiiiQi konili til Engloods. Henry H. Arnold, yfirhers- höfðingi flughers Bandaríkj- anna kom í gærkvöldi til Bret- lands í flugvél frá Bandaríkj- unurn. Sir Alan Brooke, yfir- maður herráðs Breta og Sir Charles Portal, yfirhershöfðingi brezka flughersins, tóku á móti honum á flugvellinum. Koma Arnolds hershöfðingja virðist tákna það, að til skarar verði látið skriða um loftái'ásir bandamanna á vestanvert Þýzkaland og hernumdu lönd- in, og er raunar ýmsum getum að því leitl að slikar loftárásir verði undanfari innrásar í Fi'akkland eða Niðurlönd. I.O.O.F. 1= 125938V2 = Til Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns. Þrekmikill í þrautum er, þekktur öllum lýði. Óðins-skrúða ávallt ber Erlingur með prýði. P. Jak. KvenfélagiS Hringurinn heldur skemmtun i Gamla Bíó í kvöld kl. 11,30. — Guðm. Jónsson syngur einsöng, Einar Markússon- leikur á píanó og sjónhverfinga- maður sýnir listir sinar. Ekki þarf að efa það, að lnisið verði fullt. Árna Pálssyni prófessor hefir verið veitt lausn frá ern- bætti. Útför Markúsar ívarssonar fór fram i fyrradag frá Fríkirkj- unni. Síra Árni Sigurðsson flutti húskveðju á heimili hins látna og ræðu i kirkjunni. Enn fremur flutti Grétar Fells í heimahúsum minningarljóð. Óvenju mikið fjöl- menni íylgdi Markúsi til grafar, og öll bar útförin vott uni einstakar vinsældir hins látna. ! Hjúskapur. Á morgun verða gefin sáman í hjónaband i Winnepeg ungfrú Ragnhildur Halldórsdóttir skip- stjóra á Háteigi Þorsteinssönar og Lawrence Skeoch hagfræðingur. Heimilisfang ungu hjónanna verð- ur fyrst um sinn hjá Mr. Finni Johnson, 14 Thelmo Mansion, Winnepeg. Næturlæknir. Slysavarðstofan, simi 5030. Næturakstur. Bifröst, sírni 1508. Næturvörður. Lyfjabúðin Iðunn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.