Vísir - 03.09.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1943, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIF3 DAGBLAÐ 0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteiun Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötd 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (iimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. * Félagsprentsmiðjan h.f. Trúarlíí og trúarstarí. Bretar halda í dag almennan bænadag, svo sem getið er á öðrum stað liér i blaðinu. Er þelta merkilegur og virðing- arverður siður, sem mætti vera öðrum þjóðum fordæmi. Sú var tiðin að skynsemisstefnan þýzka för sigurför um flest lönd jarð- ar. ÖUum æðra mætti var af- neitað, og ekkert viðurkennt annað en andi og liendi manns- ins, sem stórvirki unnu. Ung- rnenni flestra landa voru alin upþ í afneitunarstefnu, og svo var jafnvel málum komið, að menn skömmuðust sín fyrir að viðurkenna trú sína að öðrum áheyrandi. Til Bretlands náði þessi alda aldrei, þannig að lmn gerbreytti lifi almennings, bænadögum og helgisiðum. Bretar þurftu ekki að læra af öðrum í þessu efni, og þorðu að sýna trú sina án blygðunar, livort sem skynsemistrúar- mönnum líkaði betur eða ver. Því hefir lengi vel verið hald- ið fram, að trú og vísindi stæðu á öndverðum meið, þannig að visindin afsönnuðu, það sem trúin segði satt vera. Nú er allt annað uppi á teninginum. Það er að vísu rétt að trúin krefst ekki sannana, beri hún nafn með réttu ,en þrátt fyrir það, er það almennt álit visinda- manna nú, enda margyfirlýst, að ekkert það liafi komið fram í visindum, er kippi undirstöð- um undan trúnni, en hinsvegar hafi margt fram komið, er styðji hana og efli. Það er þvi ekki lengur ',móðins“, að menn telji sig trúlausa, en verðskuld- ar vorkunnsemi og umburðar- lyndi meðbræðranna. Trú- hneigðin er ein af frumhvötum mannssálarinnar ,og enginn er svo í þennan heim borinn, að hann sé firrtur henni. Hitt geta menn, með langri þjálfun, æst sig upp í því, að afneita öllu og öllum, en það breytir ekki stað- reyndum og stenzt ekki próf- raun tímanna. Annað mál er það, að ýmsir menn eru ávallt uppi, sem telja sig eina trúaða, — telja sig hafa fundið vizkusteininn, — og eng- inn megi um trú tala nema þeir. Sumir þessara manna láta hátt og fordæma aðra til neðsta vítis fyrir vantrúar sakir, en gá ekki að þvi að með atferli sínu gera þeir sig hlægilega, á sama hátt og yantrúarmaðurinn, og fáir menn taka þá yfirleitt al- varlega. Stærstu sigrar mannsandans og mannkynsins hafa unnizt fyrir trú, sem að vísu var ekki boðuð á torgum og gatnamót- um, frekar en verkast vildi, en var þó boðuð í orðum og gerð- um hlutaðeigenda. Trúlaus maður getur einskis vænst, en er steingervingur nútiðarinnar, en trúuðum mönnum standa allir heimar opnir og allar leið- ir til aukinnar farsældar fyrir framtiðina. Margt af losi nútím- ans og beinni rotnun í hverju þjóðfélagi, stafar af trúleysi á æðri máttarvöld, landið og þjóðina. Slílct kann að reynast sigurvænlegt um stund, en aldrei til langframa. Verk, sem mótast af ábyrgðarleysi, hrynja skjótlega, en hin sem unnin eru af samvizkusemi og sjálfsvirð- ingu geta staðið um aldir. Sjálfs- virðingin er einkenni hins trú- aða manns, og því verður hann ávallt beztur þegn hvers þjóð- félags. Ríkisvaldið og löggjafinn hafa horfið að því ráði að und- anförnu að spilla aðstöðu klerk- Iærðra manna, til áhrifa með- al þjóðarinnar, og er það þó gagnstætt þvi, sem forfeður okkar töldu hentast. Öll menn- ingarstarfsemi í landinu var um margar aldir falin klerk- Iærðum í liendur, og þeir gegndu hlutverki sínu ineð því- líkum sóma að aklrei hefir ís- lenzlc menning staðið með meiri blóma. Jafnvel þegar neyð landsmanna var sem mest, hélt þessi stétt við andlegu lífi þjóðarinnar og þangað má rekja flest það bezta í jslenzku jjjóðarfari á umliðnum öldum. Unöarlegt má það heita hversu köldu hefir andað til klerka- stéttarinnar gersamlega að á- stæðulausu, og nútíminn gæti gjarnan bætt fyrir syndir for- tíðarinnar með þvi að efla klerklærða menn til áhrifa meðal almennings, og j)ó eink- um aukinnar fræðslustarfsemi, sem þessari stétt myndi fara miklu betur úr hendi en öðr- um, -— þó algerlega að þeim ó- löstuðum. Kristindómsfræðsla á ekki að vera í annara höndum en klerkanna, með því einfald- lega, að aðrir hafa engin skil- yrði til að meta þau fræði rétti- lega. Af hinu getur stafað háski og spilling er misbresta og þverbresta mönnum er falið að liafa slíka fræðslu með höndum. Launakjör presta og öll að- staða hefir verið slík, að þessum mönnum hefir fyrirfram verið meinað að lielga sig starfi sínu svo sem skyldi. Hefir þetta einn- ig haft þær afleiðingar, að þeir prestar, sem ekki hafa verið jieim mun duglegri búmenn hafa sett ofan i augunr almenn- ings, en þó jafnframt þótt illa sæma prestum að vera miklir fésýslumenn. Sú var tíðin að prestar urðu að innheimta laun sín sjálfir hjá söfnuðinum, og fengu þau aldrei greidd nema að óverulegu leyti. Þessu hefir að vísu verið breytt, en sérstaks vanmats hefir gætt, er launa- kjör klerkastéttarinnar liafa verið ákveðin. Eftirlaun presta hafa þó verið ennþá lélegri. Þess eru dæmi að prestar, sem þjónað hafa brauði í 40—50 ár, verið slitnir að kröftum, eigna- lausir og ósjálfbjarga, hafa fengið frá opinberri hálfu kr. 40.00 — segi og skrifa fjörutíu kr. á mánuði í eftirlaun. Slíkir eru „blóðpeningarnir“, sem runnið hafa til prestastéttarinn- ar og almenningur hefir látið sér sæma að telja eftir og talið óhófslaun. Vonandi verður hlutur prestastéttarinnar gerð- ur mun betri i hinum nýju launalögum, sem rikisstjórnin hefir látið undirbúa með mik- illi röggsemi, og væntanlega verða afgi eidd á þingi því, er nú situr. Prestastéttin sjálf hefir aldrei liaft uppi háværar kröfur um kjarabætur, en almenningur og Alþingi ættu að gera sér það að metnaðarmáli, að Iauna þessa ágætu stétt ekki lakar en aðrar stéttir sambærilegar. Valgeir Björnsson hafnarstjóri. Á bæjarstjórnarfundi i gær var samþykkt, samkvæmt til- lögu hafnarstjórnar, að veita Valgeiri Björnssyni bæjarverk- fræðingi hafnarstjóraembættið frá næstu áramótum. Hafnarstjórn hefir farið fram á það við Sigurð Þorsteins- son að hann gegni hafnarstjóra- embættinu til áramóta. Frá félaginu „DANNEBROG“: Vill sambandsslit Is- lands og- Danmerknr Atta félagsmenn berjast 1 brezka hernum. — Merkilegt starf félegsins. Félagsskapur danskra manna var stofnaður hér á íslandi þ. 8. júní árið 1941. Heitir félagið „Dannebrpg" og er aðaltil- gangur þess að reka hjálparsjóð fyrir dönsk börn og stuðla að samheldni Dana, búsettra á íslandi, með fundahöldum og öðr- um samkomum. Vísir hafði sem snöggvast tal af formanni félagsins, Paul ' Áberg og varaformanni, Viggo Andersen, í gærdag og spurðist fyrir um starfsemi þessa félagsskapar. Gáfu þeir Vísi eftir- farandi upplýsingar. Félagið var stofnað með það fyrir augum að starfrækja hjálparsjóð fyrir dönsk börn, sem orðið hafa fyrir barðinu á stríðinu. Stjórn félagsins hefir eftirlit með sjóðnum ásamt sér- stökum. sjóðsgjaldkera. Pen- ingar þeir, sem safnast í sjóð- inn, eru vikulega lagðir inn á sptarisjóðsbók í Landsbankan- um. Söfnun í sjóð þennan fer fram með þeim hætti, að séi'- stök marki, sem prentsmiðjan Gutenberg hefir gefið prentun á, eru seld á 1. krónu og 5 kr., eftir því/sem. hver vill af mörk- um láta. Merki Jæssi eru númer- uð 1, 2, 3, 4, 5 o. s. fr. og koma í stað kvittana fyrir gjafirnar. Allur kostnaður í sambandi við lijálparsjóðinn greiðist úr fé- lagssjóðnum. I félagssjóði eru allar Jiær tekjur sem koma inn af innheimtu árlegra félags- gjalda meðlimanna, en Jiau eru kr. 24.00 á mann. Þá hefir félagsskapurinn kostað nokkrar jarðarfarir danskra maima sem látizt hafa hér á landi, eftir að stríðið braust út og einnig hefir það veitt hjálparþurfa Dönum liér aðstoð sína, t. d. þeim sem af óviðráðanlegum ástæðum liafa ekki getað séð sér farborða, vegna veikinda eða annars slíks. Félagsmeðlimir eru um 80 að tölu núna og fjölgar óðum. Sjö menn í félagsskapnum eru farnir til Englands og gengu Jæir í danska herinn þar. Aulc Jieirra er sonur ÁJbergs sjálfs nýfarinn og er hann nú í brezka flugliðinu og tengdasonur vai'a- formannsins Andersens, er í brezka hernum. Félagsskapurinn er því fylgj- andi, að Danir séu bandamenn Breta í stríðinu og að allir vopn- færir Danir, sem þvi geta við komið, berjist með þeim, J>ar til yfir lýkur. Félagið lýsir sig eindregið fylgjandi því, að að íslending- ar slíti sambandinu við Dani svo fljótt sem auðið verður. Aberg og Andersen sögðu að þeir vildu Dani sem sjálfstæða þjóð óháða öðrum þjóðum og þess sama óska þeir íslendingum, og þeir tóku fram, að Jieir myndu fylgja íslandi, þegar til sambandsslit- anna kæmi. I>eir sögðust telja sig íslendinga, enda þótt þeir báðir væri fæddir i Danmörku og uppaldir þar. Þá sögðust þeir lýsa megnustu andúð' sinni á framkomu Andreas Godtfredsens og kunnu honum litlar þakkir fyrir grein- ina í enska blaðinu, sem, fræg er orðin. f stjórn félagsins, auk þeirra tveggja, sem að framan eru tald- ir, eru Kaj Pind, gjaldkeri, Erik Ingvarsson sjóðsgjaldkeri og Emst Jensen ritari. Bjarni Gestsson bókbindari, Laugaveg 48, varS 40 ára í gær, 2. september. Útvarpið í kvöld. Kl. 20,30 íþróttaþáttur l.S.Í. 20,45 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í G-dúr eftir Mozart. — 21,00 „Úr handraðanum" (SigurÖ- ur Skúlason magister). 21,20 Sym- fóniutónleikar (plötur): a) Píanó- konsert nr. 19, F-dúr, eftir Mozart." b) Symfónia nr. 5 eftir Beethoven. Jörð, 3. hefti 4. árg. flytur þetta efni: Stjórnarskrárfrumvarp (ritstjórn- argrein), Ábyrgðarkennd og sóma- tilfinning (Guðm. Friðjónsson), Söngur selsmalans (kvæði eftir S. O.), Bækur, Leikhúsið, ísfirzk blaðamennska (Kristján Jónsson frá Garðsstöðum), Ameríska hug- sjónin (Valdimar Björnsson), Litið i, Ganglera o. fl. Vikur HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR fyrirliggjandi. Pétur Pétursson glerslípun & speglagerð Simi 1219. Hafnarstræti 7. Döðlar Flkjnr mvJms Simi 1884. Klapparstig 30. Veggfóður 1 - Pensillinn Laugavegi 4. — Sími 2131. HIÐ NYJA handarkrika :ream deodoranti stöðvax svitann örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl- mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Notast undir eins eftir rakstur. 3. Stöðvar beKar svita. næstu 1—3 dasa. Eyðir svitalvkt. heldur handarkrikunum burrum. 4. Hreint. hvítt. fitulaust. ó- mengað snyrti-krem. . 5. Arrid hefir fengið vottorð albióðlegrar bvottarann- sóknarstofu fyrir bví. að vera skaðlaust fatnaði. I A r r i d er svita- I stöðvunarmeðal- | ið, sem selst mest - reynið dós í dae ARRID Fæst í öllum betri búðum 2500 kr. í peningum getið þér eignast ef lieppnin er með á liluta- veltu Fram í í. R.-húsinu n. k. sunnudag. 50 aura kostar flugrferð til Akureyrar á hlutaveltu Fram n. k. sunnudag i I. R,- húsinu. (RuIIegardiner) í miklu úrvali fást í VEGGFÓÐURSVERZLUN VTCTORS HELGASONAR Simi 5949. Hverfisgotu 37. Dcfi tíl lcigfu yfir 20 manna bifreið í lengri og skemmri ferðir alla daga. Sími 4834. Úrval af fataefnum og allt fillegg. / SPARTA Húseigendur Ungan, reglusaman íþrótta- kennara í fastri atvinnu vant- ar 1—2 herbergi og eldhús sem fyrst. Fyrirframgreiðsla I ef óskað er. Tilboð sendist Vísi fyrir 10. þ. m., merkt: „Ábyggi- legur“. óskast frá 1. október á til- raunabúið á Sámsstöðum í Fljótslilíð. ÖII þægindi á staðnum. Hátt kaup. Uppl. á skrifstofu Búnað- arfélags Islands. Héraðs- læknipinn í Reykjavík er kominn heim. Hárborðar STRENGBÖND FLAUELSBÖND, í mörgum litum. Grettisgötu 57. Krl8tján Gnölangsson Hæstaréttarlögmaðnr. Skrifstofutími 10-12 og 1-9. Hafnarhúsið. — Sími 3400. / Vluusi Fertugur maður, sem liefir unnið sjálfstæða vinnu, óskar eftir framtiðar vinnu. Margs- konar vinna getur komið til greina. — Tilboð sendist blaðinu fyrir miðvikudag, merkt „Fertugur — 30“. — Bittangir Tréborar Legusköfur J á rn sagarbogar Vinklar, færanlegir Heflar Klaufhamrar Borsveifar Kúluhamrar Kúbein Smergelvélar Smergelsteinar Skrúfjám Tommustokkar. 0. Elliipo 1.1. íbúð ( í nýlegu húsi, 2 herbergi og eldhús, óskast keypt eða leigð 1. okt. Tvennt í heimili. — Tilhoð, merkt: „Ábyggileg greiðsla“ sendist Visi. Nýkomið ÓDÝRT cfni í telpukjóla. Níels Carlsson & Co. Laugaveg 39. Blátt og brúnt DRAGTA- og PILSEFNI komið aftur. VERZLUN H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Stúlka óskar eftir ráðskonustöðu á fámennt heimili hér í bænum. Tilboð, sendist afgr. Visis fyrir 8. þ. m., merkt: „1. október“. *í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.