Vísir - 01.10.1943, Side 1

Vísir - 01.10.1943, Side 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 33. ár. Reykjavík, fösíudaginn 1. október 1943. Ritstjórar Blaðamenn Simt; Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsta * ■ '*MT 223. tbl. Það eru skip af þessari gerð, vasa-flugstöðvarskip, seni eiga einna mestan þátt i þvi, hvað barátta bandamanna gegn kafbát- unum liefir gengið vel undanfarið. Þetta skip er í þjónustu Breta og ber um 20 flugvélar. Hitler fyrirskipar vörn við Dnjepr. Sænskt blad segii* frá bersböfdingja- fundi á austup-vígstöðvunum. Sænska blaðið Nya Dagligt Allehanda birtir þá fregn í morg- un, að Hitlér hafi nýlega verið á ferðalagi um suðurhluta víg- stöðvanna í Rússlandi til þess að stappa stálinu í hershöfðinja sína. ' kappi og áður vestur til Vitebsk Hann hélt nieðal annars ráð- stefnu með öllum æðstu mönn- um þessa hluta vígstöðvanna, en þar er Mannstein hershöfðingi jfirmaður. Segir sænska blaðið, að Hitlpr hafi sagt, að þýzki herinn sé nú kominn til þeirra vígstöðva, sem hann verði að verjast á í vetur —r Dnjepr-fljótið. „Hér er eg og liéðan fer eg ekki,“ sagði Iiitler að lokum. Sókninni heldur úfram. Rússar halda áfram af sama Flýgur upp á 50 m. braut. Bretar hafa nú leyft að segja frá einni af flugvélategundum sínum, sem mikil leynd hefir verið um, þótt hún hafi verið notuð um heim allan frá stríðs- byrjun. Flugvél þessi er mjög lítil og kemst mest 190 km. á klukku- stund. Hún er notuð til njósna af öllum deildum hersins, því að það er hægt að nota bana svo að segja bvar sem er. Til dæmis getur hún flogið upp af 50 m. lang'ri braut og hún flýgur næst- um „beinl“ upp, hækkar flugið um 1000 fet á minútu. Hún er hvorki vopnuð né brynvarin og vörn hennar gegn öðrum flugvélum er fólgin i því, að hún getur flogið í mjög þrönga hringi, en það gerir hana erfitt sk'otmark. Bretar telja, að þessi flugvél eigi einna mestan þátt í því, að þeim tókst að hrekja Þjóðverja af Longstop-hæð í Tunis forð- um, en sú hæð var eitt sterkasta virki þeirra. Njósnaflugvélarn- ar voru sífellt yfir liæðinni og þegar Þjóðverjar skutu á þær, komust Bretar að því, hvar fall- byssum þeirra var fyrir komið, en þær voru þeim • mestur þrándur í götu. Það er til marks um það, hvað flugvélin er litil, að hreyfill hennar er aðeins 100 hestafla. og Mogilev. En vörn Þjóðverja fer harðnandi, eins og þeir sé komnir að þeim stöðvum, sem þeir liafa valið sér til varnar. Hjá Kiev hafa aðstæður batn- að mjög fyrir Rússa, því að þeir eru húnir að kjomast yfir á Iiólmá, sem er í fljótinu þar og er ekki ósennilegt, að þeir kom- ist alla leið .yfir á vestri bakkann innan skamms, úr því að þeir háfa komizt svo langt. Hljótt um Krím. / Það liefir verið einkennilega hljótt um hardaga norður af Ivrim-skaganum. Fyrir fáeinum dögum brunuðu Rússar óstöðv- andi vestur með strönd Azovs- liafs og rufu járnbráútarsam- hand við skagann. Þjóðverjar liöfðu þó enn undanhaldsleið,bíl- vegi yfir Perekopeiðið og síðan vestur, þótt liún væri ekki góð, en þegar örstuttur spölur er eftir af honum, virðist sókn Rússa allt í einu fjara út, án þess að getið sé um það, að til nokkurra átaka hafi komið. Jugoslavia: Birgðir fluttar skæruflokkunum Bandamenn eru byrjaðir að senda skip til stranda Jugo- slavíu með birgðir handa skæru- flokkunum þar. Blaðamenn síma frá Miðjarð- arhafslöndunum, að sá lang- þráði dagur iskæruflokkanna hafi runnið upp fyrir skemmstm þegar skip frá bandamönnum sigldu í fyrsta slcipti að landi í Júgóslaviu, síðan ítalir fóru i stríðið. Herstjórn Jugoslava tilkynnti í gær, að hersveitir hennar gerðu árásir á Þjóðverja víðsvegar um landið, en þó væri bardagar eínna harðastir i Gorizia og Ljubjana-héraði. Strætisvagnarnir fára hér eftir frá kl. i e. h. til r2 á miÖnætti á io mínútna fresti á Njálsgötu-Gnnnarsbraut og Sól- velli. Skriðdrekar bandamanna / • S*jóðverja streym- ir uorðnr á bðg’Inn. 8. herinn tekur Maniredonia. Seint í gær bárnst fregnir um það frá blaðamönn- uin, sem voru með 5. hernum, að skriðdrek- arnir, sem færi í fylkingarbrjósti norður eftir Neapel-sléttunni, hefði byrjað að aka inn í úthverfi borgarinnar síðara hluta dagsins. Veittu Þjóðverjar ekki mikla mótspyrnu og streymir her þeirra norður frá borginni. Þjóðverjar tilkyuntu í gær, að hersveitir jieirra væri farnar frá borginni, og hefði liún verið yfirgefin samkvæmt áætlun, þegar búið var að eyðileggja allt hernaðarverðmæti í henni. Er þessi tilkynning, sem talsmaður herstjórnarinnar las fyrir er- ienda blaðamenn, alveg i sania dúr og tilkynningarnar um und- anhaldið i Rússlandi. Vegamerki og aukið öryggi. | Green ofursti, yfirmaður lög- reglusveita Bandaríkjahersins hér, upplýsti það á blaðamanna- fundi í gær, að í ágústmánuði hefði orðið 49 bifreiðaslys, sem ökutæki hersins hefði lent í, á- j samt íslenzkum farartækjum og vegfarendum og að af þessu hefði 8 meiðsli hlotizt. Sökin var ýmist íslenzkra horgara eða hermanna, og slysa- talan er í sjálfu sér ekki há, mið- að við stór-aukna umferð. En i öllum tilfellum hefði verið liægt að forðast slys, ef allrar varúðar hefði verið gætt. Slys er ekki tilviljun, hélt Green ofursti áfram. Það er af- leiðing skiljanlegra og sjálf- ráðra orsaka. Sé fyllsta öryggis gætt, verður ekki slys. Því full- komnari merki, sem sett eru á vegina og því skiljanlegri merki, sem vegfarendur gefa um, fyrir- ætlanir sínar, því færri slys verða. Verkfræðideild hersins hefir ákveðið að setja upp glögg vega- merld á alla aðalþjóðvegi og hef- ir um það samvinnu við vega- málastjóra. Merki þessi eru al- þjóða vegamerki með islenzk- um texta (rauoum) og enskum (svörtum). Einnig verður mál- uð gul lina á miðjar akbrautir í nágrenni Reykjavíkur, til þess að ökumenn geti haldið sig á réttum vegarhelmingi. Innanbæjar verða sett merki á hættuleg' liorn, við skóla og spitala. Verða íslenzkir og amer- i ískir lögregluþjónar látnir gæta | þess fyrst í stað, að ökumenn virði merkin. Borgarstjóri og lögreglustjóri voru viðstaddir blaðamanna- fundinn og skýrðu frá því, að bezla samvinna rikti milli ís- lenzkra emhættismanna og am- erískra um þessi öryggis og vel- ferðarmál, en blaðamenn hétu því af sinni hálfu, að styðja af alefli að aukinni umferðamenn- ingu. Badoglio myndar nýja stjórn. Ný ítölsk stjórn hefir verið i mynduð af stuðningsmönnum Viktors Emanuels konungs og með samþykki bandamanna. Badoglio er forsætisráðherra nýju stjórnarinnar,en Ambrosio hershöfðingi verður hermála- ráðherra. Rata hershöfðingi verður formaður herforingja- i ráðsins, en Sandali verður flug- i málar&ðlierra. Markmið þessarar stjórnar verður að veita bandamönnum allan þann stuðning, sem liægt j verður. Badoglio og Eisenhower ræddu það mál í gær um borð ■ i herskipinu Nelsou í höfninni í ! Malta. i Flugvélar bandamaiina liafa tekið mikinn *þátt í orustunni um Neapel, einkum orustuvélar og hraðfleygar tvihreýfla- sprengj uvélar, sem hafa haldið uppi lágflugsárásum á stöðvar Þjóðv. myrkranna á milli, en að næturlagi fara hinar hægfleygu Wellington-vélar í árásir. Sí- felldar árásir eru gerðar á Þjóð- verja á undanlialdinu og liefir verið unnið gríðarlegt tjón á Jiílalestum þeirra, sem streyma endalausar norður á bóginn. Skammt fyrir. norðvestan Neapel rennur Voltui-no-fljótið og er talið líklegt, að Þjóðverj- ar taki sér næst varnarstöð þar. Hún yrði þó aðeins til bráða- birgða, því að aðalvarnir þeirra eru taldar fyrir norðan Róm og fyrirætlanir þeirra i því fólgn- ar að tefja bandainenn sem mest áður en þangað kemur. Orustuskip hjálpuðu til. Brezki flotinn lét orustuskip sin veita hernum aðstoð í fyrra- kveld, eins og við Salerno fyrir skeimnstu. Skutu þau á fall- hyssustæði Þjóðverja í hlíðum , Vesuviusar, því að þau voru j einna versti þröskuldurinn, sem j þurfti að ryðja úr vegi, áður en liægt væri að fara inn í I Neapel. Borgarar Neapel tóku einnig þátt í hardögunum við Þjóð- verja, því að þeir gerðu að sögn árásir á þá innan um rústirnar. Aginn bilaði. Herstjórn bandamanna segir, að aginn hafi bilað lijá Þjóð- verjum skömmu áður en þeir fóru frá Foggia, alveg eins og síðustu dagana í Neapel. Þeir ! fóru ránshendi um borgina og hermennirnir höfðu á brott með sér alla þá muni, seni þeir gátu. I Foggia var þó engan veginn eins illa leikin og Neapel, því að sú borg stendur nú að sögn í björtu báli. 40 km. norður af Foggia. 1 (S. herinn hefjr sótt hratt fram undanfarna daga, en Þjóðverj-. I ár hafa ekki veiti verulega niót- spyrnu. Ilefir aldrei koniið tiI mikilía átaka, en bláðame.in segja, að Þjóðverjer revni að hagnýta sér hverjá bugðu á veg- ununi eða miðhæð á landi lil þess að tefja framsóknina. Biða þeir þar með léttar fallhyssur, en þegar Bretar koma með sprengjuvörpur sinar og byrja að skjóta á þá, láta þeir jafn- skjótt undan siga. í fyrradag tók 8. herinn hafnarborgina Manfredonia, sem er við samnefndan flóa um 40 km. norðaustur af Foggia. Korsika. Flugher Frakka er farinn að taka þátt í bardögum á Korsilcu og héfir m,eðal annars gert á- rásir á stöðvar Þjóðverja við Bastia. Þær hafa líka ráðizt á flugvélar Þjóðverja og skotið niður 6, þar af 4, sem voru að flytja þýzkt lið á brott. 17000 hafnasrverka- menn gera verkfall Sjö þúsund hafnarverkamenn gerðu í fyrradag verkfall í La Valetta á Malta. Þeir liöfðu áður gert verkfall en hætt því aftur, og þetta nýja verkfall stóð aðeins einn dag, því að Gort landstjóri skarst í leikinn og lofaði aðleysa vanda- mál þeirra. Hann hefir lofað þeim auknum uppbótum til kaupa á skömmtunarvörum og gagngerðum ráðstöfunum, til að draga úr verðbólgunni á eynni, þvi að dýrtíð hefir vaxið hröðum skrefum upp á síðkast- ið. Fjórar kirkju- byggingar, Fjórar kirkjur eru nú í smíð- um úti á landi. Munu þær allar vera kornnar undir þak og væntanlega tilbúnar til vígslu að vori. Þessar kirkjur eru: Melstað- arkirkja í Miðfirði, Hellnakirkja og Staðastaðarkirkja, báðar i Snæfellsness prófastsdæmi og loks Reyniskirkja í Vestur- Skaptafellsprófastsdæmi. Sérstakur áliugi liefir verið sýndur og fórnfýsi af liálfu sóknarbarna við byggingu allra þessára kirkna. Sveinafélag múrara , hefir samþykkt að hefja verkfall hjá öllum þeim atvinnurekendum, er ekki hafa gert samninga við fé- lagið um kaup og kjör múrara, a‘Ö morgni þess 8. þ. m. 1 Þessi ungi maður á myndinni er sonur Chiang Kai-sheks. Hann lieitir Cliiang Wei-kuo (Kinverj- ar liafa ættarnafnið ætíð fyrst) og er foringi í stórskotaliði Kin- verja. Hann er af fyrra hjóna- bandi Chiangs. Frá aðalfundi Glímu- *r fél. Aimann. Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns var haldin í gærkveldi. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa Jens Guð- björnsson formaður, og með- stjómendur: Sigríður Arnlaugs- dóttir, Loftur Helgason, Árni Kjartansson, Baldur Möller, Margrét Ölafsdóttir og Sigurð- ur Nordahl. Emifremur eiga sæti í stjórninni form. Skíða- deildar, Ólafur Þorsteinsson, og formaður Róðrardeildar, Skarp- héðinn Jóhannsson. Voru þeir báðir endurkosnir. Ársskýrsla stjórnarinnar sýndi mjög athafnamikið starf sl. ár. Hefir Ármann tekið þátt í flest- um íþróttamótum, sem haldin liafa verið í bænum s.l. ár, unn- ið margh sigra og yfirleitt er ár- angurinn liinn ákjósanlegasti. Þá hefir félagið sent íþrótta- flokka víðsvegar um land, við hinn ágætasta orðstír. í kvöld liefst vetrarstarfsemi félagsins og mun æfingatafla þess birtast hér í blaðinu á næst- unni. Miklar fatnaðargjaflr til Noregssöfimnar- innar. Noregssöfnuiiinni er senn lokið. ÍÞó hefir ekki komið skila- grein allsstaðar frá, en til þessa hafa komið inn um 800 þús. kr. í peningum, og auk þess állmik- ið af fatnaði. Er von á meiri fatnaði viðs- vegar að, einkum utan af landi, og er engin leið að segja um það að svo stöddu, hve mikið hefir safnazt af fatnaði. Er það bæði nýr og notaður fatnaður, og verður hann aðgreindur í haust og látinn í kassa svo að unnt verði að senda hann jafn skjótt og tök eru á. Hinu sama gegnir um pening- ana. Þeir verða geymdir hér þar lil að stríðinu loknu, er mögu- leikar opnast til að koma þeim. Nokkru af söfmmarfénu hefir verið komið á vöxtu, en annað er geymt vaxtalaust.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.