Vísir - 02.10.1943, Page 3

Vísir - 02.10.1943, Page 3
VÍSIR i-augardagimi % pJktóber 1ÍW3. Guðrún Guðlaugsdóttir: ÚTVARP OG HEIMILI Frá því að útvarpið tók að starfa hér á landi, hefir íslenzkum hlustendum verið gefinn kostur á að hlýða á raddir ungra og gamalla um mismunandi málefni og hefir þar kennt margra grasa, eins og gengur og gerist. Menn og konur hafa látið í Ijósi skoðanir sínar á mönnum og málefnum! Aðrir rætt um við- horfið í heiminum, dáð og lastað það skipulag, sem liinar ein- stöku þjóðir eiga við að búa o. s. frv. Nú nýlega var fluttur fyrir- leslur, þar sem rætt var um konuna og heimilið og sú skoð- un látin í ljós, að nútíminn lilyti að gera meiri kröfur til harna- heimila, leikskóla og ýmissa annarra hlynninda fyrir kon- unnar liönd og þar á meðal var svo að orði komist, að kona með þrjú börn væri orðin íhlað- in störfum og þar af leiðandi væri nauðsynlegt, að slíkar stofnanir, sem að undan getur væru til svo konur gætu komið þar fyrir börnum sínum og not- ið meiri livíldar, en ella væri hægt að fá á slíkum heimilum. Því miður eru fyrirlestrar um þessi efni oftast fluttir og hugsaðir af þeim konum, sem ekki liafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að eignast góða menn, heimili og hörn, heldur liafa gengið á skóla og lært töluvert til heimilisstarfa og tala svo um örðugleikana frá því sjónar- miði, sem þær liafa fengið út frá þeim lærdómi, sem þær liafa öðlast. Eg er þeirrar skoðunar, að liin sanna móðir verði ekki eins vör þessarra miklu erfiðleika, sem eiga að vera liér á ferðinni. Að minnsta kosti virðist það vera svo, að konur yfirleitt óski ekki eftir að koma börnum sin- um á opinberar stofnanir, nema síður sé, enda gefur að skilja, að liin meðfædda móðurást konunnar væri ekki eins dáð af skáldum og listamönnum um heim allan, eins og raun ber vitni um, ef þeir ekki í æsku hefðu kynnst hinni blíðu og sí- starfandi móðurhönd, sem aldrei taldi á sig störfin, hversu erfið sem þau voru. Eg tel að hinar sívaxandi kröfur fyrir hönd móðurinnar á þessu sviði geti orðið öllum þjóðum hættulegar í framtið- inni. Hin U]jpvaxandi kynslóð liættir með þessu að gera kröf- ur til sjálfrar sín og þá er mikil hætta á ferðum. íslenzka þjóðin hefir verið alin upp við það að bjarga sér og rækla hjá sér sjálfsvirðingu, leggja á sig þungar byrðar og yfirvinna ýmsa örðugleika. Slíkt hefir verið hróður hinnar fámennu og fátæku þjóðar. Nú virðist aftur á móti vera keppt að því markvisst að telja ungum og gömlum trú um það, að enginn eigi að hafa ábyrgð- artilfinningu. Konurnar eiga að vísu enn að fæða af sér börnin, en þær eiga ekki lengur að leggja það á sig að ala þau upp, heldur að afhenda þau á leik- skóla eða dagheimili, svo þær geti stundað aðra vinnu, skemmt sér eða hvílt sig. Það er verið að telja fólki trú um, að heilsa þess og starfsþrek hljóti að bila, ef konur geti ekki komið frá sér ábyrgð þeirri, sem þær liafa tekið á sig með heim- ilisstofnúninni. Ef kona hefir ekki heilsu til þess að sinna börnum sinum og heimili, þá hefir hún lieldur ekki heilsu til þess að vinna úti við. Sé aftur á móti um heilsubilaða konu að ræða, eða einhleypa stúlku liorf- ir rnálið allt öðru vísi við. Þá getur verið gott að grípa til slíkra stofnana, sem að framan greinir. Undir þeim kringum- stæðum eru þær vissulega nauð- synlegar og ættu ekki að notast á annan hátt. Upptökuheimili eru einnig nauðsynleg undir mörgum kringumstæðum til dæmis í veikindaforföllum móðurinnar og þegar mæður eru svo ger- sneiddar þeim sjálfsagða eigin- leika, að þær hvorki vilja eða geta, einliverra hlula vegna, alið upp börn sin. Einnig er þetta nauðsynlegt þar sem mikil ó- regla er rikjandi á heimilum, börnin vanhirt og geta orðið fyrir spillandi álirifum frá for- eldrum sínum, vegna ills fram- ferðis þeirra. Undir þessum kringumstæðum þurfa opin- berar stofnanir að vera til, en almennt verður vonandi ekki gripið til þess að ala börnin upp utan lieimilanna, enda þótt að því sé stemmt af mörgum, sem fylgja ráðstjóniai’ríkjunum að málum. Aftur á móti teldi eg ísleixzk- um liúsmæðrum hjálpað mikið betur, ef nútímatækninni væri beitt meira i sambandi við heim- ilisstörfin. Á eg þar við alls- konar rafmagnsáhöld, t. d. þvottavélai’, hrærivélar o. m. fl., sem myndu verða milcill léttir við heimilisstörfin. Á þessu sviði er eg sammála ýmsum uin að gera sterkar kröfur fyrir hönd húsmæðranna og vildi eg í þvi sambandi óska eftir því, að hið opinbera lilutaðist til um og í’eyndi að sjá svo nm að hús- mæðrum yi’ði i framtiðinni gef- inn kostur á að fá þessi tæki til heimilisþarfa með sem allra vægustu vei’ði, svo flestir gætu oi’ðið þessarra þæginda aðnjót- andi. Þó vil eg taka fram, að með þessu á eg engan veginn við, að ríkið hefði einkasölu á þessum lieimilistækjum. Eg vona. að rdenzkar mæður megi ávallt sjálfar ala börn sín upp í Guðs ótta. og góðum sið- um og gle>va liji þeim ábyrgð- artilfinnhigu svo þau feti í fól- spor feðra sinna og mæði’a í öllu því sem fagurt er og gott, en forðist allt, sem ósamboðið er góðum og sönnum íslending- um. Ntórveldisdranmnr gnðimannsins. »Leynimel 13« Næstkomandi þriðjudag hefjast á ný sýningar á hinum bráðsmellna gamanleik „Leyni- mel 13“. Eins og menn muna liófust sýningar seint á síðasla vetri og var liælt þegar komið var fram á sumar. Höfðu þá farið fram 16 sýningar fyrir fullu lxúsi og við ágætar undirtektir. Margir urðu jafnan frá að liverfa, en þeim gefst nú aftur tækifæri til að freista gæfunnar í þessu „húsnæðishappdi-ætti“. Leikendur eru allir þeir sömu og meðal þeirra flestir beztu gamanleikarar okkar. Kvenfélag Neskirkju hefir ákveðið að efna til bazars um miðjan næsta mánuð. Eru það því vinsamleg tilmæli þeirra kvenna, er fyrir þessu standa, að allar kon- ur sóknarinnar, ásamt öðrum, sem vinveittir þessu eru, hjálpi til þess að styrkja þenna bazar sem bezt. Þeir, sem vildu gefa muni til baz- arsins ,eru beðnir að koma þeim fyrir 7. október á eftirtalda staði: Til frú Rakelar Þorleifsson, Blá- túni, Halldóru Eyjólfsdóttur, Bolla- görðum, Mörtu Pétursdóttur, Víði- mel 38, Ólafíu Marteinsson, Baugs- veg 26, Ingibjargar Eiríksdóttur, Grænumýri, Dóru Halldórsdóttur, Þjórsárgötu 4, Sigríðar Árnadótt- ur, Garðaveg 4, Lilju Hjartardótt- ur, Þórsgötu 19, og Matthildar Pe- tersen, Viðimel 45. Það var auðvitað alltaf við- búið, að gi-ein sú, sem eg skrif- aði i Vísi hinn 13. f. m., myndi verka sem rauð dula á mann- ýgni einhverra bannlaga-stór- gx’ipa, enda þótt þar væi'i ekki annað gert en lát 1 ljósi það áht, að viss póhtik liefði haft slæmar afleiðingar. Svo leið þó rúmlega hálfur mánuður, að ekki heyrð- ist annað úr þeirri átt en eitt, liltölulega^ vennititlulegt, baul úr „horninu“ i Alþbl. En það cr fyi'st í grein hr. Pétux’S Sxg- ui’ðssonar trúboða í sarna blaði 2. þ. m., sem eðlið og áhritin birlast í fullum ljóma. Eftir nokkrar tilvitnanir, og Imgleiðingar um „heiminn“, i venjulegum kassatrúboðsstil, keniur mergurinn málsins hjá P. Sig. svo hljóðandi: . . .; „tel eg mig ekki betri mann en það, að væri eg vopnað stórveldi og Bjarni Jósefsson annað, þá myndi eg vissulega iáta lmnn verða varan við livaða afleiðingar það getur haft, að níðast á saklausu fólki og góð- um málstað.“ .... Með öðrum orðum: Ef ein- liverjir eru svo djarfir að láta í ljósi aðra slcoðun á ákveðinni pólitik en passar í kram P. Sig., þá vantar hann ekkert nema máttinn og útbúnaðinn til þess að ráðast á þá rneð fallbyssum og vítisvélum og drepa þá! Já, „þú stangaðii’, naut, ef þú næðir“! Það væri vissulega leitt, ef þessi tilvitnaða klausa P. Sig. lelli i gleymsku, því enda þótt það haí'i lengi verið kunnugt, að manndráparahugarfar getur bú- ið undir lielgislepju, þá er samt sjaldgæft að sjá nxenn gefa svo skoi’inorða yfirlýsingu um sitt eigið innræti. Og þó segist mað- urinn „ekki vilja nota þaxx sterkustu orð, sem, hann eigi til“! Það liefði óneitanlega verið dálítið garnan að sjá þau! P. Sig. heldur þvi fast fram, að „nóg“ áfengi lxafi verið á Þjóð- hátiðinni i Vestinannaeyjum og öðrum hátiðum, sem hér liafi verið lialdnar. Þótt P. Sig. hafi eflaust gert sér mikið far um að snuðra á slíkum samkomum, þá leyfi eg mér að efast unx að hann sé dónxbær unx hvað „nóg“ er í hverju einstöku til- felli. Einn’-maður telur sér nóg i dag að fá eimx snaps, næsta dag kannske lieilflösku eða meira. Slilct vilja menn yfir- leitt ákveða sjálfir, en ekld lála óviðkomandi snuðrara gera það l'yrir sina hönd. — I þessu sam- bandi er eklci úr vegi að nxinn- ast á skrítna sögu senx hér lxefir geixgið manna á meðal. Menn fullyrða að þeir senx fengið lxöfðu sér æi’lega neðan í þvi at víni úr Áfengisvei’zluninni, á þjóðliátiðiixni í Vestmannaeyj- um, lxafi yfirleitt verið jafngóð- ir, þó þeir siðar neyttu af ó- lyfjaninni. Og þetta hefir verið útlagt sem dænxi upp á undur- saixxlegan lækningaixxátt góðs víns! Svo skopleg liugmynd seixx þetta er, þá er saxxxt auðséð hvaða sannleikskorn leynist á bak við vitleysuixa. Þessir menn lxafa auðvitað drulckið nxiklu minna af hinunx eitraða vökva lieldur en hinir sem ekki átlu axxnars úi’l>osta. Og því hafa færrí fallið í valinn af þeim en hinunx. Enda liefir maður lika, þegar eftir slysið, lieyrt þá skoðun látna i ljós, að úi’lausn sú sexxi Áfeixgisverzluxxin gerði mönnum fyrir hátíðina i Vest- mannaeyjum, muni liafa bjarg- að fleiri — jafnvel xxxiklu fleiri — mannslífum, en þeim sem fórust. Þá leggur P. Sig. nxikla stund á að afsaka sig og aðra bann- ixxemx af því að vera valdir að lokun Áfengisverzlunarinnar. Eg hafði í grein minni ekki nefnt Áfengisvei’zluxxina eða lokun hennar, með einu orði og gæti þvi vel leitt þetta hjá nxér. Exx úr því að P. Sig. laxxgar svo xxxikið til að tala unx hana, skal eg gera honuixx það til geðs. Þegar peningavelta óx hér meðal' alnxennings, af völdunx ófi’iðai’ins, fóru eimxig áfeixg- iskaup maníia ixokkuð vaxaxxdi, þó sízt íxxeira en kaup á lúxus- vörum yfirleitt. Fyrirkomulagi áfengisútsölunnax’, einkunx hér í Reykjavík, var þannig háttað, ; að það gat ekki þolað verulega aukiix viðskipti, án þess að öng- þveiti og stór óþægindi fyrir viðskiptamenn lilytist af og varð því bi’átt óvinsælt meðal al- mennings, en engin leið að fá það lagað, vegna ofstopa bann- postulanna. Lolcs bar svo til, að hér var, svo að segja að óvörunx, sett á land allimkið lierlið frá þjóð, sem almenningur hér þekkti sáralítið til, en lxafði heyrt frá ýnxsar ferlegar sögur í samhandi við áfengi (en gættu þess eklci að þær voru frá þeim tínxa, er skoðanabræður P. Sig. í’éðu þar lögum og lofum!). Þegar liér var komið, liertu bannnienn róðurinn að mai’ki. Það væri auðvelt að sýna lxverj- um sem vill, blöð fx’á þeixn tíma, senx dag eftir dag endurtóku nxóðursjúk óp og kvein út af voða þeim sem að steðjaði, eða jafxxvel væi’i þegar yfir duninn. Valnið var ox’ðið nægilega gruggugt til að fiska í þvi. Af- leiðingin varð fyi’irkomulag það senx íxxx er. Og liiixa einstöku „drætti“ þekkja allir, meðal amxars frá Vestmannaeyjuni. Þær liafa löngum fiskipláss vei’ið! Hitt skal eg svo sízt af öllu rexxgja, að það liafi eldd ein- xxxitt verið þetta, sem bannmeixn ætluðu sér að liafa upp úr krafs- inu. Hvað það var, má sjá af grein P. Sig. Mitt í öllunx afsök- ununx gægist selshausinn upp lú’ skálagólfi hans og litur þann- ig út: „Iíx’afa okkar bannmanna hefir ekki verið önnur á þess- um stríðstímum en áður. Við munum aldrei livika frá kröfu okkxn- og munum eldci fram- vegis.*) Það er því ekki satt að við höfum byrjað á slíkum leilc sérslaldega i sambandi við styi’jöldina.“ Hér eru fyrst og fremst ó- rnei’kt öll lirópin um „lokun vegna ástandsins“, sem á dög- u 111 lokunax’liei’f erðai’innar gullu við úr öllum áttum. En auk þess er lýst liver hinn raun- verulegi tilgangur var. Hann var enginn annar en ganxla að- flutningsbannið með þess óhjá- kvæmilega flóði af landabruggi, hárspíi’itus, metlianoli, „kogara“ og ýnxsu öðru góðgæti. Já, bann- menn lxafa sannarlega ekkert lært og engu gleymt og m.unu ekki gera það í framtiðinni! En einnxilt þessvegna fylgir líka tréspiritus-draugurinn þeim svo fást, livar sem þeir fá að hreykja sér að nokkru ráði. Tilvitnun P. Sig i L. Geoi-ge kenxur honunx tæplega að niiklu haldi. Lloyd George var, á sín- unx tima, einlxver slyngasti áróð- ursmaður senx uppi var og nxá vera að liann liafi stundum tek- ið noldcuð nxikið upp í sig. En ummæli hans um áfengið og þýzku kafbátana eru samt sem áður lítt sambæi’ileg við orð og athafnir þeirra v ti’éspiritus- nxanna. Hefði liann hamazt eins og vitlaus maður gegn víriinu en lofað kafbátunum að slátra eftir vild uppi í landsteinum, án þess að láta sem liann sæi það, eða það skipti nokkru nxáli, þá lxefði eg getað gengið inn á að um nokkra líkirig væri að ræða. En hann gerði það nú bara ekki, gamli maðurinn! Að síðuslu kemur P. Sig. nxeð nokkrar teniplara-dæniisögur. — bát livolfdi i landsteinum — Morrow Castle, — hræðilegt slýs í Boston! Hvað koxna þær nxálinu við? Hver hefir neitað því að slys geti orsakazt af vín- drykkju? Ljóta klúðrið að það skyldi ekki vera tréspiritus, sem varð þessu fólki að bana! Þá hefði að nxinnsta kosti áreiðan- lega sungið lægra í tálknum, P. Sig. og lians nóta. Þessar tilvitnanir P.Sig. í enska og ameriska heldi’imenn og ýmsar bindindis-„lielgisögur“, eru annars einkennandi fyrir i’itsnxíðir hans, — svona álíka táknrænar og tilvitnanir fyrir- rennara lians, Grínxs gamla nxeðhjálpax’a, í Salómon konung og hinn vísa Sh’ak. Ættarnxótið leynir sér ekki, hvorki í þessu né lieldur í lönguninni til að „slá Filisteann“, ef einhver dirf- ist að andmæla því sem liann vill vera láta. Og þó Grínxi þætti sopinn góður, svona þeg- ar lítið bar á, þá er það nú svo skrítið að sumum bannpostul- um þykir hann ekkert slænxur heldui*, undir svipuðum kring- umstæðunx. Enda þarf víst eng- inn að vera í vafa um, hvar gamli maðurinn hefði staðið í flokki, ef hann hefði verið uppi nú á dögum. Og nú hefir það atvikazt svo, þó nxig hafi aldrei um það dreymt, að eg hef orðið að talca að mér hlutverk nalna mhis á Leiti, þó eg liafi náttúrlega ekki getað lej’st það af liendi með jafn hispurslausum skörungs- skap og liann, sem þó liklega helzt liefði þui’ft. 7. sept. ’43. Bjarni Jósefsson. sungin. Myndi það vafalaust prýða sönginn, að syngja slík lög sem þessi hægara og breið- ara. Hér verða ekki talin fleiri lög upp, en þess skal getið að söngskráin var fögur og veiga- mikil. Undirleik annaðist Einar Mai’kússon, senx ennig er korn- ungur maður og á förunx til Vesturlieims til píanónánxs. Var undirleikurinn allmikið í brot- unx. B. A. SÖNGSKEMMTUN GUÐMUNDAR JÓNSSONAR í GAMLA BÍÓ. Þessi kornungi söngmaður liefir vakið mikla atliygli á sér nxeð söng sínum síðan hann fyi’st fór að láta til sín heyi’a opinberlega og mun fáum hafa dulist það, að liann er efni í góð- an söngnxann. Það lcom því nxönnum ekki á óvart, að hann fengi mikla aðsókn og góðar viðtökur, þegar hann efndi til söngskemmtunar upp á eigin spítui’, en sú varð og raunin á í þetla sinn. Guðnxundur er sonur Jóns Þorvarðssonai’, kaupnxanns, sem rekur „Veiðarfæraverzlun- ina Verðanda“, og er þvi Reyk- víkingur í húð og lxár. Hann hefir lært að syngja hjá Pétri Jónssyni óperusöngvai’a og nxun nú vera á förum til Vestur- lieims til frekai’i fullkomnunar \ í listinni. Röddin er bass-bai’ítónn, að vísu ekki ýkja djúp, en radd- sviðið er mikið og’ er samfelld- ur litblær á röddinni eða, eins og það er venjulega orðað i söngmálinu: röddin er jöfn. Það er ósvikinn málnxur í röddinni og oft ljónxi yfir söngnum. Mað- ur, senx búinn er þessum kost- um, er gott söngvaraefni hvað röddina snertir. En svo má heldur ekki gleyxna því, að rödd- in útaf fyrir sig gei’ir engan nxann að miklum söngmanni, hversu góð seXn hún er, ekki fremur en að gott liljóðfæri gerir mann að snillingi, þvi allt er undir því lcomið að kunna nxeð það að fara. Eg hygg að Guðmundur sé vel staddur einnig að þessu leyti, þvi hann sýndi livað eftir annáð góð til- þrif og góðan smekk, ekki sízt í „Lofsöng“ Beethovens, en hann á sanxt eftir að þroska sig betur á þessu sviði, eins og að líkindum lætur. „Bikarinn“ eft- ir Mai’kús Kristjánsson var ekki sunginn með festu og þunga hins þroskaða listamanns og „Sverrir konungur“ var sama markinu brenndur og fullhratt Vikur HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR fjTÍrliggjandi. Pétur Pétursson glerslípun & speglagerð Simi 1219. Hafrxarstræti 7, hreinar og góðar kaupir hæsta verði Félagsprentsmiðjan h.f. Kitti-spaðar og Blindrammar Pensilliim Laugavegi 4. Pcysufata- frakkar Rykfrakkar, nxeð lxettu. Silkiregxxkápur. VERZL. £285. Grettisgötu 57. *) Þannig! Hér virðist höf. liafa í-uglazt eittlxvað vegna bæxlagangsins. Okkur vantar börn til að bera blaðið út til kaup- enda um eftirtalin svæði frá 1. október: AÐALSTRÆTI, LAUGAVEG EFRI, SÓLVELLI, KLEPPSHOLT LAUGARNESVEG OG SELTJARNARNES. Talið strax við af greiðsluna. Sími 1660. Dagblaðið Vísir 1

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.