Vísir - 08.11.1943, Blaðsíða 1

Vísir - 08.11.1943, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Biaðamenn Slml: Auglýsingar 1660 Gjaldker) 5 ilnur Afgreiðsla 33. ár. Reykjavík, mánudaginn 8. nóvember 1943. 254. tbl. liathálnliu'ltnii ár SÓkll RÚSSa ÍXB. KjftV. Ko^iiiiin næsta hanit llættan vex fyrlr þýzka lierinn í Ilnfepr-bng'ðunni. 40 verksmiðjur, sem strídsrekstur Þýzka- lands stendur og fellur með. Bandamenn eru orðnir vongóðir um að kafbátahættan verði úr sögunni á Atlantshafi næsta haust, og jafn- vel strax á næsta vori. Er það loftsóknin frá Bretlandi, sem á að koma þessu í kring. Sir Arthur Harris, yfirmaður sprengjuflugsveita Breta, gat þessa i ræðu, sem hann liélt á laugardag, þegar Bretar tóku við fyrsta flugvellinum, sem Bandaríkjamenn hafa komið upp fyrir brezka flugherinn. Harris sagði, að skipasmíða- stöðvar Þjóðverja hefði orðið fyrir gífurlegum skemmdum og hið sama væri að segja um verksmiðjur þær, er smíða vél- ar og aðra hluti i kafbátana. „Það er ekki ósennilegt, að kafbátafloti Þjóðverja verði brotinn á bak af.tur, þegar sumrar á ný,“ sagði Iiarris, „og áreiðanlega áður en tré fella blöð sín á næsta hausti.“ Þá sagði Harris, að hrezki flugherinn liefði á „minnis- hlaði“ sinu 100 þýzkar verk- smiðjur, sem ætlunin væri að jafna við jörðu. „Fjörutíu þeirra eru svo mikilvægar,“ sagði Harris, „að styrjaldarrekstur Þjóðverja stendur og fellur með þeim, en hinar eru mjög mikilvægar lika.“ Að lokum sagði Harris, gð hver smálest sprengja, sem varpað væri á Þýzkaland mundi forða 10 hermönnum frá bana, þegar innrás yrði hafin frá Bretlandi. Vatikan-árásin: 8. herinn norðan við Trigno á 30 km. svæði. NjosDasveitir 5. hersin§ fara oft yfir €rnarig:liano-ána. Brezki áttundi herinn hefir nú fært svo út kvíarnar fyrir norðan Trigno-ána á austurströndinni, að hann hefir 30 km. svæði á norðurbakaknum á valdi sínu, allt frá sjó og upp til fjalla. " Síðustu dagana liefir 8. herinn lialdið uppi mjög öflugum á- hlaupum, sem hafa meðal ann- ars borið þann árangur, að hann hefir tekið Vasto, en þar hefst vegur, sem liggur þvert yfir skagann til Rómaborgar. Hefir 8. herinn á valdi sinu um 15 km. kafla af þessum vegi og hefir tekið fjórar borgir við eða skammt frá veginum. Þær heita Palmoli, Cupello, Trufillo og Bagnoli. Blaðameim búast við þvi, að Þjóðverjar komi sér upp. næstu varnastöðvum sínum á austur- ströndinni meðfram ánni San- gro, sem er i allmikilli fjarlægð, en þó getur verið, að þeir reyni að tefja bandamenn við Sinello- ána, sem er miðs vegar milli Trigno óg Sangro. Við Guarigliano. Njósnasveitir 5. liersins fara mjög oft yfir Guarigliano-ána, segir i herstjórnartilkynningu bandamanna, en aðalstyrkur hersins mun ekki hafa freistað að brjótast yfir liana ennþá. Hann tók á laugardag nokkrar hæðir, sem gnæfa yfir bæinn Mignanö, en þar reyna Þjóð- verjar að hindi*a það með harð- fylgi, að hann geti náð á vald £Ítt kafla af veginum frá Capua og norður til Rómaborgar. 1 morgun fréttist, að 5. herinn hefði tekið Mignano. Þjóðverjar skýrðu frá þvi i gær, að þeir hefði gert snörp á- hlaup á fimmta herinn og hefði hann verið hrakinn niður í Voltumo-dalinn aftur. * Yfirmaður OVRA tekinn. Blöðin i London birtu í morg- un mynd af handtöku og yfir- lieyrslu Alfonsos nokkurs Fus- cos í Neapel. Hann var yfirmað- ur itölsku leynilögreglunnar OVRA. Við rannsókn á málefn- um hans kom i ljós, að hann liafði dregið sér mikið fé með ólöglegum hætti. 6000 flugvélar eyði- lagðar eða teknar. Á einu ári í Afríku. Síðan bandamenn gengu á land í nýlendum Frakka í N.- Afríku hefir flugherinn þar eyði- lagt eða teklð 6000 flugvélar Þjóðverja og ítala. Um lielmingur þessa flugvéla- mergðar var skotinn niður í loft- hardögum, en liinar voru flestar eyðilagðar á jörðu. Allálitlegur hópur var þó tekinn herfangi ó- skemmdur. Á þessu sama tíinabili liafa flugvélar bandamanna sökkt 185 skipum, samtals 173.000 smál. að stærð, en laskað skip, sem voru samtals hálf milljón smálesta. Landskjálftar í Japan. Landskjálftamælar í Bombay sýndu í gær snarpa landskjálfta í mikilli f jarlægð. Við rannsókn þykir sýnt, að landskjálftarnir hafi orðið i 7000—7500 km. fjarlægð frá Bombay og er gizkað á, að þeir hafi orðið í Japan eða þar i ná- grenninu. Hafa orðið land- skjálftar í Japan nokkurum sinnum undanfarna mánuði. roi Herstjórnin í Alsir hefir birt sérstaka tilkynningu um þá fregn Þjóðverja, að flugvélar bandamanna hafi varpað sprengjum á Páfagarð. Segir herstjórnin, að rann- sókn'hafi verið látin fram fara í þessu máli og hafi verið gengið úr skugga um það, að engin af flugvélum bandamanna liafi verið nálægt Róm á föstudags- kvöldið, þegar árásin átti að hafa verið gerð. Bandámenn Iiöfðu áður varað fnenn við að leggja trúnað á þessa fregn Þjóðverja, því að þeir liefði komizt yfir allmikið áí brezkum sprengjum, sem þeir muni sjálfir hafa varpað á borgina, til þess að ófrægja Breta. 8. íloti Japana óvígur. Bandamenn munu hafa eyði- lagt 8. flota Japana í árásunum á Rabaul í s.l. viku, eða að minnsta kosti gert hann óvígan í langan tíma. Er þetta skoðun flotasérfræð- ingá bandamánna i Ástralíu og víðar í löndum bandamanna, en 8. japanski flotinn hafði hæki- stöð í Rabaul. Hefir sézt til mikilla skipaferða þangað frá Truk, sem er 800 m. norðar og er J>að sett í samband við hið mikla tjón Japana. Telja flug- menn MacArthurs, að Jfeir liafi sökkt tveiin beitiskipum, en laskað 8 meira eða minna. Verða J>au að fara til Truk til viðgerðar og koma því ekki við sögu fyrst um sinn. Það er einnig slcoðun banda- manna, að skipasmíðastöðvar Japana, sem eru fáar og smáar, hafi ekki byrjað siníði neins or- ustuskips siðastliðin 2 ár, Jivi að Jiær sé einkum látnar fást við smíði smærri skipa, sem meiri þörf er fyrir. Japanir telja sig hafa sökkt á (5 dögum tveim flugstöðvar- skipum bandainanna — öðru stóru —■, 4 beitiskipum og 50 lendingarbátum og skotið niður 250 flugvélar, en misst aðeins 3 fíugvélar sjálfir. Russar vinna á hjá Kerch. íðan Rússar tóku Kicv svo skyndilega á laugar- dagsmorgun, hafa þeir sótt frá borginni í þrem höfuðfylkingum og fara mjög geyst, svo að Jiað er gi'einilegt, að Þjóðver jar veita þeim mjög litla mótspyrnu. Eru Rússar komnir lengst í suðvestur, en þar hafa þeir tekið Fastov. Er sú borg um 60 lcm. suðvestur af Kiev. Fastov er mikilvæg borg að þýí leyti, að um liana liggja járn- hrautin aUstur til Krivoi Rog og Dnjeprbugðunnar. Með J>vi að rjúfa þá járnbraut hafa Rússar slitið sambandið milli þýzku hersveitanna austur í bugðunni og umhverfis Kiev. — Her- sveitirnar, sem tóku Fastov, sóttu fram 20 km. í gær og segja lréttir, að lítil regla sé á flótta Þjóðverja. Skákkeppni: Vesturbær vann Austurbæ, Kínvarjar stöðva sókn. Japanir haí'a undanfarnar vik- ur verið í sókn í Mið-Kína, fyrir sunnan Jangtse-fljót. Kínverska herstjórnin lil- kynnti í gær, að hersveitir henn- ar liefði stöðvað Japani sums- staðar og tekið eina borg af Jieim. Sókn Japana er fyrir suðvest- an horgina Shasi, en J>ar er mikið af skipaskurðum og skip- gengum ám og vötnum, svo að liéraðið er mjög mikilvægt. Rússar sækja einnig eftir Jíjóðveginum vestur á bógíiin til Zitomir og voru i gærkveldi komnir 40 km. áleiðis til þeirr- ar borgar. Loks sækja þeir með- fram, járnbrautinni, sem liggur í norðvestur til Korosten. Sókn þeirrar fylkingar, sem liefir tekið Fastov, er Þjóðverj- um langsamlega hættulegust, J>vi að með henni stefna Rúss- ar að Jiví, að króa inni allt þýzka liðið, sem er fyrir sunn- an og suðaustan Kiev í Dnjepr- bugðunni. Eru J>eir J>egar búnir að ná nokkurum árangri i þá átt með.þvi að taka Fastov. > Kiev var brennd. Rússar skýra frá því, að Kiev hafi verið i hjörtu báli, Jægar þeir tóku borgina og liafi ekki verið hægl að slökkva í stórum, hverfum, J>vi að Þjóðverjar gerðu J>að sitt síðasta verk, er þeir fóru, að sprengja upp vatns- leiðslur borgarinnar. Þjóðverjar sendu sérstakar sveitir um borgina siðustu dag- ana og létu Jrá kveikja i liúsun- um, líkt og J>eir gerðu i Neapel. Þeir sinöluðu líka öllum ó- breyttum borgurum, sem J>eir náðu til, og sendu J>á i járn- brautarlestum vestur á bóginn. Héldu Jiessar ferðir áfram. allt til fimmtudags. Rússar fundu stórliópa af konum og hörnum i úthverfum liorgarinnar. Ilafði Þjóðverjum eklci gefizt tóm til að flvtja J>au á brott. Sigur eða ósigur? Þýzka fréttaslofan liefir sent frá sér Jmu ummæli hernaðar- sérfræðings síns, að taka Kiev sýni enn, liversu aðdáanlega þýzka herstjórnin sé leikin i J>vi, rð haga sér eftir aðstæðum. Hún hafi vikið liði sínu undan í Kiev og neytt Rússa lil að sækja fram, og J>eir hafi vonazt til að vinna sigur, en J>að hafi verið tálvon. Kerch. Rússar liafa nú loks tilkynnt, að J>eir hafi sett lið á land á Kerch-tanga á Krim-skaga. Eru j íiðmr nokkrir dagar, síðan Þjóð- verjar skýrðu frá þessu. Nú segjast Rússar lial’a komið sér fyrir á tveim, stöðum á tang- anum, fyrir sunnan'og norðan Kercli. Syðra liðið er 10—15 km. frá borginni, en tiitt er komið fast að úthverfunum. Þýzka herstjórnin skýrir einn- ig frá J>ví, að Rússar geri áköf áhlaup á Perekop-eiði. Árás á Diiren. Amerískar flugvélar fóru í árás á Vestur-Þýzkaland í gær- morgun. Aðalárásin var á Diú*en, 40 km. frá Iíöln. Engra þýzkra llugvéla varð vart og loftvarna- skothríð var lítil. Engin amer- isku flugvélanna fórst. Veður var óvenjulega kalt og var -f- 40° C. Jiegar flugvélarn- ar voru komnar inn yfir Þýzka- land. Franskar, enskar og amerisk- ar flugvélar réðust á ýmsar stöðvar í N.-Frakklandi. Síðastliðinn sunnudag var háð kapptefli milli Vesturbæjar og Austurbæjar. Sigruðu Vest- urbæingar með 5‘/2 gegn 4>/2 vinning. Úrslit milli einstakra keppenda urðu þannig (Vestur- bæingarnir taldir á undan: 1. Baldur Möller %, Magnús G. Jónsson %• 2. Einar Þor- valdsson 1, Sig. Gissurarson 0. 3. Brynjólfur Stefánsson 1, Steingr. Guðmundsson 0. 4. Haf- steinn Gíslasón 0, Guðmundur Guðmundsson 1. 5. Sturla Pét- ursson 0, Guðm. Ágústsson 1. 6. |Óli Valdimarsson 1, Áki Pét- ursson 0. 7. Pétur Guðmundsson 0, Kristján Sýlveríússón 1. 8. Lárus Johnsen 1, Áðálst.'Hall- dórsson 0. 9. Ólafúr Einarsson 0, ívar Þórarinsson 1. 10. Þórð- ur Þórðarson 1, Jón Ágústsson 0. Margir áhorfendiir voru og fór keppnin hið bezta fram. — Innanfélagsmöt Taflfélags Reykjavikur liefst næstkomandi föstudag. Keppendur eru um 30 alls. Læknablaðið. 3. tbl. 29. árg. flytur: Bólusetn- ingar gegn kíghósta 1942 (Níels Dungal, Skúli Thoroddsen og HreiÖar Ágústsson), Snorri Hall- dórsson héraðslæknir (minningar- orð), Víruslungnabólga (Björn Sigurðsson og Theódór Skúlason), Vöðvagigt (Kristján Hannesson), Úr erlendum læknaritum, Stéttar- og félagsmál o. fl. Linuveiðarinn „Björn aust- ræni“, 72 smál., eign Friðriks Guðjónssonar útgerðarmanns i Siglufirði, strandaði á föstudags- morgun við Gjögur. Diinmt var og veður slæmt. Skipshöfnin bjargaðist í land. Björgunar- skútan Sæbjörg fór frá Siglu- firði og fann skipið. Er það tals- vert brotið, og mun erfitt að ná því út, eftir }>vi sem Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaútgerð- ar rikisins tjáði Vísi i morgun. Húsbruni á Um kl. 3 í gær kom eldur upp í húsinu Blómsturvellir við Hólsveg á Kleppsholtinu. Hlauzt af eldinum tilfinnanlegt tjón og skemmdist mikið af þakhæð hússins. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldurinn orðinn svo magnaður að slökkviliðinu fannst lítil von iil að unnt væri að bjarga húsinu og J>eim mun fremur sem örðugt var að ná i vatn. Þó rættist miklu hetur úr þessu en á horfðist í fyrstu og tókst slökkviliðinu að ráða nið- urlögum eldsins á tiltöhflega skömmum tíma. En skemmdir urðu miklar, einkum á þakhæð- nin, sem brann að meira eða minna leyti. Auk J>ess urðu skemmdir af völdum elds í einu herhergi á neðri liæð, en þar mun eldurinn hafa komið upp. Þá munu og töluverðar skemmdir hafa orðið af völdum vatns og reyks. Eigandi Blómsturvalla er En- ok Ingimundarson. Rannsóknarlögreglan hefir skýrt Vísi Jiannig frá um upp^ lök eldsins og tildraganda: Húsið Blóinsturvellir við Ilólsveg er timhurhús, ein liæð með lofti. Á hæðinni bjó eigandi liússins, Enok Ingimundarson, með konu sinni og 7 hörnum. í einu herbergi á sömu hæð bjó Páll Þórðarson með könu sinni, og var hann, }>egar eldurinn ko;m upp, að sækja hana á Landspitalann. Á þakhæðinni bjó Hörður Guðmundsson með konu sinni og tveimur itngbörn- um. Áður en Páll fór að sækja konu sina á sjúkrahúsið liafði liann beðið fólkið í húsinu að kveikja upp í ofni i 'herbergi sínu, svo að }>að væri hlýtt, þegar hann kæmi aftur. Þetta var gert, en skömmu síðúr varð etdsins vart niður við gólf hjá öfninurii í lierhergt Páls. Skammt frá ofninum lá férða- taska með fatnaði i óg yfir tösk- tma voru líka hreidd föt. I þessi föt ög tösku komst eldurinn til að hyrja með. Húsið er mikið brunnið og skemmt. Innbú Páls og'Harðar var óbátryggt. Bjargaðist eitt- hvað af innbúi Páls, en ekkert frá Herði og hafa J>eir báðir orð- ið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Inn- bú Enoks var vátryggt og skemmdist það allt meira og minna af vatni og reyk, en ekki af eldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.