Vísir - 18.11.1943, Síða 3
VtSIR
II ve lengi §tendnr
stríðið?
Álit manna í hlutlausum löndum á meginlandi Evrópu. -fc-
Lundúnablaðið Daily Express hefir falið fréttariturum sínum
í Tyrklandi, Svíþjóð, Portugal og Sviss, að spyrja ýmsa kunna
menn í þessum löndum um skoðun þeirra á því, hvað stríðið
rnuni standa lengi. Er fróðlegt að kynna sér svör þessara
rnanna, þar sem þeir hafa að mörgu leyti betri yfirsýn en
menn af öðrum þjóðum. — Þess er rétt að geta, að spurning-
arnar éru lagðar fyrir mennina eftir að innrásin hófst á Sikil-
ey, en rétt áður en gengið var á land á ftalíu.
TYRKLAND.
Tyrkir hafa hetra tækifæri til
að lita raunhæfum augum á
stríðið en þær þjóðir, sem heyja
það á hinum, ýmsu vígstöðvum.
Þeir hafa mikil viðskiptasam-
bönd við Þjóðverja og leggja
kapp á að fylgjast sem bezt með
þvi, sem gerist í Þýzkalandi,
vegna þeirrar hættu, sem, þeir
telja sér stafa af herskörum
Hitlers.
Eg hefi þvi lagt sömu spurn-
inguna fyrir þrjá þekkta Tyrki,
sem hafa verið glöggir og hlut-
lausir áhorfendur að stríðinu í 1
I
meira en fjögur ár.
Breytt viðhorf.
Hinn fyrsti var þekktur kaup1-
sýslumaður, Kenan Sesbes.
Hann stundaði nám, i Þýzka-
landi í þrjú ár og á marga vini
og kunningja þar i landi síðan.
Hann sagði: „Ef þér liefðuð
lagt þessa spurningu fyrir mig
fyrir einum mánuði, mundi yð-
ur vafalaust hafa þótt bölsýni
min furðulega milcil. Eg hefði
þá talið, að innrás á meginland-
ið væri óframkvæmanleg.
Einu dæmin um slíka innrás
voru frá Gallipoli í síðasta stríði
og Noregi og Grilcklandi í þessu
stríði. Allt virtist hniga í þá
átt, að landganga á fjandsam-
legri strönd væri óframkvæm-
anleg.
En landganga og sigur banda-
manna á Sikiley sýndi fram á
liið gagnstæða, og það er raun-
verulega engin ástæða til að
ætla, að ekki sé liægt að fram-
kvæma svipaðar hernaðarað-
gerðir hvar sem er á ströndum
Evrópu. Þær hljóta að heppn-
ast, vegna þess hvað bandamenn
eru að öllu leyti betur búnir.
Eg mundi þvi liafa sagt „árið
1946“, ef eg hefði verið spurður
þessarar spurningar fyrir einum
mánuði, en nú segi eg, að stríð-
ið i Evrópu verði um garð geng-
ið fyrir jólin 1944 og i Asíu ári
síðar.“
Það, sem Þjóðverjar segja.
Næst heimsótti eg Ahmet
Emin Yalman, sem er ritstjóri
Istanbul-blaðsins Vatan. Hann
var stríðsfréttaritari í Þýzka-
landi i síðasta stríði og hefir
siðan haldið við góðum sam-
böndum þar í landi. Hann var
enn bjartsýnni eiú Sesbes. Hann
sagði:
„Eg er sannfærður um það,
að friður verður kominn á í Ev-
í ópu á næsta vori.“
Eg greiþ fram í, til þess að
benda honum á, að þetta virt-
ist ómögulegt, þar eð þýzki her-
inn væri enn rnjög sterkur og
barizt væri mörg hundruð kíló-
metra frá landamærum Þýzka-
lands.
Hann svaraði: „Það ræður
ekki úrslitum, hvort þýzkr her-
inn verður bugaður, heldur
vilji þjóðarinnar til að halda á-
fram strxðinu. Ef liann er brot-
inn á bak aflur, þá er Þýzkaland
sigrað.
Eg snæddi í morgun með
þrem Þjóðverjum, nýkomn-
um að heiman, vinum mín-
um um 12 ára skeið.
Þeir segja, að hrunið sé
miklu nær en menn grunar og
það komi, þegar vilji þjóðarinn-
ar til að hætta að berjast verð-
ur orðinn svo þungur, að ekk-
ert fær bifað lionum.
Fyrir tíu árum voru Þjóð-
verjar sannfærðir um það, að
nazisminn væri nauðsynlegur,
en nú eru þeir enn sannfærð-
ari um það, að friður sé þeim
allra hluta nauðsynlegastur.
Fyrir sköminu var Italía full af
fasistum, en nú eru þeir horfnir
eins og dögg fyrir sólu. Hið
sama mun eiga sér stað í Þýzka-
landi — nazistarnir munu
hverfa fyrir þjóðarviljanum.
Stórvesírínn tyrkneski, Talat
Paslia, sagði við mig, þegar
Búlgarar báðu um frið i lok síð-
asta stríðs, að Þjóðverjar
mundu leggja niður vopn innan
eins mánaðar. Hrun Ítalíu er
óbrigðult tákn um að endalokin
sé á næstu grösum.“
Hrunið á ftalíu.
Næst ræddi eg við tyrknesk-
an þingmann, sem var sendi-
fulltrúi í hlutlausu landi, svo
að bann bað mig um að halda
nafni sínu leyndu.
Hann sagði: „Eg lield ekki,
að Þjóðverjar verði að velli
lagðir fyrir árslok 1944. Japanir
geta varizt ári lengur. Enda þótt
eg tejji, að stríðið í Evrópu muni
standa 18 mánuði enn, er eg
þeirrar skoðunar, að gagngerðar
breytingar verði á næstu sex
mánuðum.
ítalir munu heltast alveg úr
lestinni á næslu vikum (það
kom á daginn fáeinum, vilcum
síðar) og það tel eg merki þess,
að ytri skelin í virki Hitlers sé
að molna.
Ef bandamenn láta til skar-
ar skríða nógu fljótlega á Balk-
anskaga, þar sem Hitler er veik-
astur fyrir, munu Rúmenía,
Ungverjaland og Búlgaria
skjótt neyðast til . að biðja
sér griða, en þá fá bandamenn
tækifæri lil að ná höndum sam-
an við Rússa á ströndum Svarta-
hafs.
Það verður erfitt verk að
brjóta hinn innri vegg virkis
Hitlers, en hann mun vera
ineðfram Alpafjöllum, Karpata-
fjöllum og Vistulu í Póllandi,
og Atlanlshafsveggurinn að
vestan. Það tekur ef'til vill eitt
ár að ryðja honum úr vegi,
enda þótt /endirinn geti þá að-
eins orðið á einn veg.“
S V f Þ J Ó Ð.
Willy Kleen ofui’sti, einn af
slyngustu liernaðarsérfræðing-
um Svia, sagði:
„Stalingrad og Alamein voru
upphaf siðasta þáttar striðsins,
annað atriði lians var sigrarnir
á Sikiley og við Orel. Þeir voru
undirbúningurinn að lokaárás-
inni á Evrópuvirkið.
En fjöldi atriðanna og lengd
þeirra fer eftir þvi, hvernig
bandamenn haga herstjórn
sinni. Síðasta dæmið er lirun
Ítalíu, áður en barizt var þar.
Röðin kemur næst að Þýzka-
landi.
Þjóðverjar hafa sjálfir undir-
búið jarðveginn fyrir lirun með
sigursælni sinni. Sigrar þeirra
hafa leitt til þess, að þeir hafa
komið sér upp virki, sem er allt-
of stórt fyrir setulið þess og í
því eru auk þess 150 miljónir
fjandmanna þess.
Loftárásirnar liafa dregið
mjög mátt úr þýzka liernum og
viðnámsþrek úr þeim, sem
lieima sitja, en liinsvegar hafa
bandamenn til þessa aðeins beitt
yfirburðum sínum, á landi á
austurvígstöðvunum. Þegar þeir
beita öllum mætti sínum við
Miðjarðarhaf og frá Bretlandi,
mun síðasta atriðið hefjast og
það verður skammvinnt.
Ef þessar vígstöðvar verða
slofnaðar á Ítalíu, Balkan-skaga
og Vestur-Evrópu, munu Þjóð-
verjar liafa í svo mörg liorn að
líta, að það verður her þeirra
ofviða, og samgöngur þeirra,
sem nú eru mjög í molum,
munu bila algjörlega.
Ef þessar vígstöðvar verða
stofnaðar í liaust, mun stríðið
verða á enda fyrir áramót. Ef
bandamenn eru ekki svo fram-
takssamir munu úrslitin drag-
ast, en þó vart lengur en til
vorsins 1944.“
Margt óvænt.
Carl Florman, framkvæmd-
arstjóri sænska flugfélagsins og
þekktur um allan heim fyrir
störf sin á sviði flugmála, var
næstur á „mælendaskrá“. Hon-
um fórust svo orð:
„Svo margt óvænt hefir gerzt
i þessu stríði, að mér finnst
menn verða að varast að vera
of skjótdæmir. Það er auðveld-
ara að hefja strið en ljúka því.
En því er ekki að neita, að allar
liorfur eru á því, að síðasti þátt-
urinn í Evrópn sé um það bil
að hefjast.“
Meiri hraði.
Loks talaði eg við Ivar Ander-
son, ritstjóri stórblaðsins
Svenska Dagbladet og þing-
mann. Hann lætur mig hafa
þetta eftir sér:
„Reynsla þessa stríðs og ann-
ara sýnir okkur, að það gerist
alltaf, sem menn eiga sízt von
og þess vegna held eg að allir
vonist eftir því kraftaverki, sem
muni binda endi á eyðilegging-
ar stríðsins og þjáningar manna.
Hin skjóta framvinda atburð-
anna á hinum ýmsu vigstöðv-
um — bæði á sviði liernaðar og
stjórnmála — hefir átt mikinn
þátt í því að styrkja marga í
þeirri trú, að endirinn sé ekki
fjarri.,
Það sem liefir valdð mesta
athygli mína er hið skjóta lirun
fasismans á Italíu. Jafnvel þeir,
. sem þekktu Ítalíu vel, voru
sannfaerðir um, að stjórnskipu-
lag, sem var í rauninni svo öfl-
ugt, mundi standa af sér veðr-
ið, þótt æðsti maður þess féli.
Eg held að það sé elcki hægt
að gera of mikið úr álirifum
ln-uns fasismans á stjórnmál og
viðnámsþrótt stríðsþátttakénda
og með hinum aukna hraða í
öllum atburðum mun það eiga
mikinn þátt í að stytta stríðið.
Þetta er hægt að segja, án þess
að nokkur telji það hlægilega
bjartsýni. En eg held, að það
sé ógerningur að tiltaka ákveð-
inn dag eða mánuð, þegar allt
verður um garð gengið.“
Bcejap
frétfír
I.O.O.F 5= 1251118872 = .90.
Næturlæknir.
SlysavarÖstofan, sími 5030.
Einar Halldorsson
hreppstj. á Kárastöðum í Þing-
vallasveit er sextugur i dag. Ein-
ar er myndar-búmaður og mjög
vel kynntur bæöi í sveit sinni og
utan.
Veizlan á Sólhaugum
verður sýnd í allra siÖasta sinn
i Iðnó annað kvöld kl. 8.30. Að-
göngumiðar verða seldir i dag frá
kl- 4-7-
Anglia
heldur fund í kvöld, og talar þar
Valdimar Björnsson um Vestur-
Islendinga.
Þjóðræknisfélagið
efnir til skemmtifundar á laug-
ardagskvöldið kemur kl. 8.30. Verða
þar ýms skemmtiatriði, m. a. kvik-
myndasýning, erindi með skugga- 1
myndum um byggingarlist, söngur
og loks dans. Aðgöngumiðar eru
seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og í Hljóðfæraverzlun
Sigríðar Ilelgadóttur.
Rafmagnshækkun.
Á bæjarstjórnarfundi í dag verð-
ur tekin til meðferðar tillaga frá
rafmagnsstjóra um hækkun á gjald-
skrá rafveitunnar. Er það fyrst og
fremst hækkun á töxtum til hitun-
ar, en einnig almenn hækkun á raf-
magninu.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins
heldur Bazar á morgun kl. 2 e. h.,
í Goodtemplarahúsinu, uppi.
Björgun.
Amerískur hermaður bjargaði i
fyrradag sænskum sjómanni frá
drukknun í höfninni.
Hjúskapur.
Gefin voru saman i Kaupmanna-
höfn 14. þ. m. ungfrú Ruth Peter-
sen og Sigurður Kristjánsson véla-
verkfræðingur hjá Burmeister &
Wain. Sigurður er sonur Jóhönnu
Árnadóttur, Hringbraut 79, og
Kristjáns heitins Sigurðssonar fiski-
matsmanns.
BðÉrii-Bretlðiiil 2=1
Yfirlit Hagstofunnar um
verzlun Islendinga við önnur
lönd á tímabilinu jan.—sept. í
ár, og samanburður á sama
tíma í fyrra, sýnir þá athygli-
verðu breytingu á verzlunarhátt-
um íslendinga, að innflutning-
ur hefir minnkað um nærri
helming frá Bretlandi en vaxið
um helming frá Bandaríkjun-
um.
Fyrstu níu múnuðina í fyrra
fluttu íslendingar inn vörur
fyrir 89 millj. kr. frá Bretlandi,
en í ár ekki nema fyrir 46
milljónir. Á sama tíma í fyrra
voru fluttar inn vörur fyrir 58
millj. kr. frá Bandaríkjunum,
en fyrir 112 millj. kr. í ár.
Útflutningurinn liefir aftur á
móti því sem næst staðið í stað
við Bretland, en minnkað þó
lítið eitt, þvi að á timabilinu
jan.—sept. í fyrra voru fluttar
út afurðir til Bretlands fyrir
.147 millj. kr. en á sama tíma
í; ár fyrir 139 millj. Hinsvegar
liefir útflutningurinn til Banda-
ríkjanna allt að því þrefaldazt,
eða færzt úr 11 millj. kr. upp í
31 millj. kr.
Verzlunin við önnur lönd er
óveruleg. Nokkur innflutning-
ur hefir þó verið frá Kanada,
fyrir 11 millj. kr. í fyrra en 15
millj. kr. í ár.
Næturakstur.
Litla bílastöðin, simi 1380.
Úlvarpið í kvöld.
Kl. 20.20 Útvarpshljómsveitin
(Þórarinn Guðmundsson stjórnar):
a) Forleikurinn að óperunni „Kát-
ir piltar“ eftir Suppé. b) „Draum-
ur engilsins” eftir Rubinstein. c)
Vals úr óperettunni „Grigri“ eftir
Lincke. d) Mars eftir Holzmann.
20Í50 Frá útlöndum (Jón Magnús-
son fil. kand.). 21.10 Hljómplötur:
Lög leikin á celló. 21.15 Lestur
íslendingasagna (dr. Einar Ól.
Sveinsson háskólabókavörður).
21.40 Hljómplötur: Hreinn Páls-
son syngur. 21.50 Fréttir.
Héraðslæknirinn
í Reykjavík hefur fyrirskipað
lokun fæðingardeildar Landspítal-
ans vegna skarlatssóttar, sem kom-
ið hefir upp í deildinni.
[iibýlislnls
í Kleppsholti til aölu.
Nánari upplýsingar gefur
Guðl. Þorláksson,
Austurstræti 7. — Sími 2002.
Okkur vantar
til að bera blaðið um eftirgreind svæði:
AusturstFæti
BpæðpabopgiaFStig
Sólvelli
NorÖUFmVFÍ
Talið strax við afgreiðsluna.-Sími 1660,
Dagblaðið V í S I 11
Ntúlka
óskast til afgreiðslu í sérverzlun við Laugaveg :nú þegar. Tlil-
boð sendist Vísi fyrir laugardagskvöld, merkt: „7522“.
Bazar
Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins í Reykjavik beldur BAZAR
föstudaginn (á morgun) 19. nóvember kl. 2 eftir hádegi í GóS-
templarahúsinu, uppi.
'
Borðlampar
Leislauipar
Skermar
Margar gerðir fyrirliggjandi.
SKERMABÚÐIN
LAUGAVEG 15.
ln skí til viDprlar
SKÓVINNUSTOFAN
5458. Sigmar & Sverrir
Grundarstíg 5.
Hornloð
í Vesturbænum, ásamt litlu húsi, er til sölu.
Nánari upplýsingar gefur
0
GUÐLAUGUR ÞORLÁKSSON,
Austurstræti 7. — Sími 2002.
Yvir kjólar
teknir upp á morgun.
Tizlc
□ n
Laugaveg 17.
Hér með tilkyimist, að maðurinn minn,
Siguj-ður SiguFðsson.
stýrimaður, frá Reykjanesi, andaðist í dag að Landakols-
spítala. Reyk javík, 17. nóv. 1943.
Kristín Jóhannesdóttir.
Móðir okkar, ,
Guðrún Jónsdóttip
frá Grímslæk, andaðist í gærkvöldi 17. þessa mánaðar.
Marteinn Einarsson og systkini.
__________________________________________________s