Vísir - 04.12.1943, Blaðsíða 2
VISIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSlR H.F.
Ritstjórar: Eristján Guðlangsson,
Hersteiun Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötc 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símnr: 16 60 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 85 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Verdlækkunarskatturinn.
y ERÐLÆKKUNARSKATT-
URINN fann ekki náð að
nýjn í augum Alþingis. Var
hann felldur eftir ýmsar til-
raunir til málamiðlunar og fær
stjórnin þannig ekki nauðsyn-
legt fé liánda á milli á þann hátt
til þess' áð standa gegn hækk-
andi vís’itölu, þar til aðrar hag-
kvæmari og varanlegri ráðstaf-
anir lil úrbóta verða gerðar.
Spáir þessi afgreiðsla málsins
i rauninni ekki góðu um, að
greiðlega gangi að fá þingið
til að hefjast handa i fullri al-
vöru um aðgerðir í dýrtíðar-
málunum, en með hverri stundu
sem líður eykst þó nauðsynin á
raunhæfum aðgerðum. Meðan
flokkarnir eru svo sundraðir,
sem raun ber vitni, er ósenni-
legt að stjórninni takist að
bræða þá svo saman að einhver
viðunandi afgreiðsla fáist á
dýrtíðarmálunum. Þess verður
Alþingi þó að gæta, að menn
gera ekki einvörðungu kröfur
til aðgerða af hálfu ríkisstjórn-
arinnar, heldur Alþingis sjálfs,
sem löggjafarvaldið hefir með
höndum, og skylt er að finna
nýjar leiðir út úr öngþveitinu,
þar sem öðrum er lokað.
I fyrra var svo ráð fyrir gert
að-verðlækkunarskatturinn gilti
til eins árs, enda bjuggust menn
þá við, að Alþingi hefði séð sér
fært að þeim tíma liðnuin
að rísa sæmilega einhuga
gegn verðbólgu og dýrtíð. Svo
varð þó ekki, og ekki er heldur
vitað hvað flokkarnir liugsa sér
að gera í þessu efni. Þjóðin un-
ir því illa, að þær tilraunir séu
að engu gerðar, sem að því
miðaaðskapaviðundandi ástand
í landinu og afstýra liruni. Slíkt
er verri en engin úrlausn og leið-
ir fyrr en varir fram af glötun-
arinnar barmi. Rikisstjórnin
getur ekki endalaust sýnt flokk-
nuum umburðarlyndi og þolin-
mæði. Af þeim verður að kref j-
ast fullrar einbeittni í orðum
og athöfnum að því leyti, sem,
dýrtiðarmálin varðar. Menn
vilja vita hver stefna þeirra er
og hvers sé af þeim að vænta
í framtiðinni. Enginn lifir til
lengdar á aðgerðaleysinu, þar
sem ekki vaxa sjálfsánir altrar,
en fjarri fer því að svo sé nú hér.
Gera verður ráð fyrir að reynd-
ar verði nýjar leiðir til tekju-
öflunar þegar á þessu þingi, sem
væntarilega lýkur nú senn hvað
líður, endá ekki til setunnar boð-
ið, þar eð nýtt þing sezt á rök-
stóla upp úr áramótunum, til
þess aðafgreiða sjálfstæðismálið
og leiða það endanlega til lykta.
Fáist flóltkarnir ekki til þess
að veita ríkisstjórninni nauðsyn-
legt fé á hún ekki margra kosta
völ en flokkarnir örugga kvöl,
sem af nýrri stjórnarmyndun
leiðir, og æskir enginn maður
þess að skrípaleikurinn frá i
fyrra endurtaki sig frammi fyr-
ir alþjóð. Örlög verðlækkunar-
skattsins spá engu um örlög rík-
isstjórnarinnar. Ilún mun að
sjálfsögðu grípa til annarra ráð-
stafana í samráði við þing-
flokkana og kann þá svo að
fara að viðunandi lausn finnist.
Þess munu allir æskja, sem ekki
sjá Iausn vandans í hruninu,
sem fram undan er með hækk-
andi vísitölu og vaxandi dýrtíð.
Fullveldlsávapp hp, Péturs Benediktssonai*
P"TUR BENEDIKTSSON, sendiherra íslands í London,
flutti eftirfarandi ávarp á íslenzku í brezka útvarpið síð-
astliðinn sunnudag, 28. nóvember, í tilefni af fullveldisafmæl-
inu. Hlustunarskilyrði voru svo slæm, að Vísir gerði ráðstaf-
anir til að fá allan texta ræðunnar sendan frá Englandi og birt-
ist hún hér öll:
Eg minntist á það i fyrra í
kveðju þeirri, sem eg fékk að
senda heim í brezka útvarpinu i
tilefni fullveldisdagsins, að þá
væru hinar lcúguðu þjóðir Ev-
rópu að sjá fyrstu dagsbrún á
lofti. Þótt stríðslukkan sé völt,
mun það nú flestra mál, að það
hafi ekki verið sjónhverfing.
Það sem þá var von eftir ör-
vænting, er nú meðal þessara
þjóða vissa um sigur rétllætis-
ins. Þrumuský þau, er nú hafa
safnazt yfir meginlandi álfunn-
ar, eru örlagaþrungin, og nú
þegar eru reiðarslögin svo liörð,
að ógnir þær er Lundúnaborg
og aðrar borgir á Bretlandi
máttu þola á árunum 1940 og
1941 blikna við samanburðinn.
Og þó vitum við að þessar ógn-
ir hafa. engan veginn náð liá-
marki sínu.
Talsmenn frjálslyndis og
lýðræðis — þeir, sem „heimía
lcotungum rétt“, livort heldur
innan þjóðíelagsins eða í félagi
þjóðanna, liafa nú smíðað sverð
úr plógblöðum og eru ekki í
neinum vafa um sigur að lok-
um, þótt þeir viti, að miklar
fórnir er enn eftir að færa i liin-
um ógurlega liildarleik.
Svona er ástandið þegar ís-
lendingar halda upp á 25 ára
afmæli þess, að önnur smáþjóð
Danir, viðurkenndu fullveldi
þeirra. Samningurinn, sem þá
kom í gildi var gerður undir
merkjum réttlætisins. Þótt ým-
islegt bæi-i á milli og mörgum
góðum íslendingi þætti of
skammt gengið, skal það ekki
gleymt, að samningurinn var
drengskáparbragð af Dana
hálfu. Tímamótin eru að því
leyti merkileg, að samningur-
inn var í raun réttri — þegar
flókin uppsagnarákvæði eru
rétt lesin — gerður til 25 ára.
Atvik, sem hvorki Danir né Is-
lendingar eiga sök á, hafa hag-
að því svo, að liann entist ekki
út þenna tíma. Rás viðburðanna
h.efir tekið fram fyrir hendur
manna í sambandsmálinu. Af
sambandslögunum er aðeins
innantóm slcelin eftir. Það er
engin ástæða fyrir íslendinga
til að hælast um yfir þessu, og
við gerum það ekki. Á þúsund
ára hátíð landnáms á íslandi
kvað þjóðskáldið Matthías Joch-
umsson kvæði fyrir minni Dan-
merkur:
„Samskipta vorra sé endir
bróðurlegt orð.“
Þessi vísuorð, sem faðir minn
kenndi inér í barnæsku, sýna,
liygg eg, réttilega liugarþel okk-
ar til frændþjóðarinnar við sam-
bandsslitin.
Eftir svartsýni og kvíða hefir
trúin á það að réttlætið sigri að
lokum, vaknað aftur og orðið að
vissu. Margir sjá í þessu algildá
meginreglu. Eg játa, að mér er
ekki gefin slík bjartsýni. En
þar fyrir er sannfæringin um
góðan málstað einn liinn mikil-
Aerðasti aflgjafi. Og það sem
íslendingar eiga sérstaklega að
minnast: Góður málstaður er
liið eina vopn lítilmagnans.Þetta
eru einföld orð, en sönn. Tím-
inn milli styrjaldanna, „The
long wcekend“*, eins og brezkur
rithöfundur hefir skýrt hann,
átökum er það skylda hans
var tími réttinda, allir heimtuðu
rétt sinn, einsalílingar, stéttir,
þjóðir, en minna var talað um
skyldurnar. En þetta tvennt
verður að fara saman, réttur og
skylda. Það verða að vera eink-
unnarorð hins nýja tíma, ef vel
á að fara.
Eg lít á það sem gleðilegt
tímanna tákn, að íslendingar
hafa nýlega ákveðið að taka þátt
i viðreisnarstarfinu eftir ófrið-
inn og hafa kjörið fulltrúa til
þátttöku í þeirri starfsemi. Það
má vera, að hlutur okkar verði
smár, að það muni ekki meira
um hann en um dropa i hafinu.
En enginn er of lítilmótlegur til
að leggja fram sinn skerf. Þótt
litlu rnuni i liinum almennu
alökum er það skylda lians
gagnvart sjálfum sér, eg vil
meira að segja ganga feti fram-
ar og*segja, að það sé helgasti
íéttur hvers einstaklirigs og
hverrar þjóðar að fá að leggja
f-ram krafta sína þar sem þeir
kom að beztu haldi í hinum
sameiginlegu átökum.
Ef við byggjum á þessum
grundvelli, íslendingar, þurfum
við ekki að vera feimnir við að
standa fast á rétti okkar að
öðru leyti.
* „Langa helgin.1
Verðlagsstjóri
svarar Jóh. Jósefssyni.
Eftirfarandi greinargerð
hefir Yísi borizt frá verð-
lagsstjóra:
I tilefni af greinargerð, sem
birtist í blaði yðar 27. nóv. s.l.,
frá Jóhannesi Jósefssyni um
dóm þann, sem nýlega var kveð-
inn upp yfi'r lionum fyrir brot
á verðlagsákvæðum, vill verð-
lagseftirlitið taka fram það, sem
hér fer á eftir.
Meðferð máls þeSs, sem hér
er um að ræða, liefir verið al-
gjörlega liliðstæð því, sem átt
liefir sér stað í öðrum slíkum
málum. Hér er því ekki um
annan „eltingarleik“ að ræða en
þann, sem allir þeir, sem brjóta
verðlagsákvæði, verða að sætta
sig við.
Gestgjafinn segir brot sitt að-
allega liafa verið fólgið í því, að
hann hafi bætt veitingaslcatti
við auglýst hámarksverð, og
virðist telja sér heimilt að gera
það, þótt dómur hafi verið
lcveðinn upp um, að það sé ó-
lieimilt. I greinargerð sinni er
hann þvi fyrst að deila við dóm-
arann. En það ætti að mega telj-
ast augljóst, að hámarksverð er
það verð, sem kaupendum ber
að greiða i hæsta lagi, svo að
óheimilt er að bæta þar við
einstökum kostnaðarliðum,
nema það sé sérstaklega tekið
fram. Þeim, sem eiga við verð-
lagsákvæði að búa, er þetta yfir-
leitt ljóst, enda er vei’ðlagseftir-
litinu ekki kunnugt um, að aðr-
ir .gestgjafar en 'Jóhannes Jós-
eísson liafi leyft sér að bæta
veitingaskattinum við hámarks-
verðið.
Gestgjafinn gefur ennfremur
í skyn, að vanrækt liafi verið að
lilkynna llonum, að liann mætti
ekki bæla skattinum við liá-
marksverðið. Hótel Borg var
kært fyrir brot á verðlagsákvæð-
um skömmu eftir að þau voru
sett, og eftir það verður varla
talið, að gestgjafinn liafi getað
verið í vafa um, hvað verðlags-
eftirlitið áleit honum heimilt og
hvað ekki. Verðlagseftirlitið á
binsvegar enga sök á því, hversu
lengi liefir dregizt, að dómur
væri upp kveðirin í málinu. Til
þess liggja aðrar ástæður, og
ein þeirra sú, að mikinn hluta
sumars var ekki hægt að halda
réttarpróf sökum fjarveru gest-
gjafans úr bænum.
Að síðustu skal það tekið
fram, að dæmt var fyrir fleiri
brot en þau, að veitingaskatti
væri bætt við hámarksverðið,
þótt greinargerð gestgjafans
fjalli aðallega um það atriði.
Verðlagsstjórinn.
(
n
Scrutator:
O
TlaJjcljbi cdtbnjwnwfyS
Pétur Benediktsson.
Vísir birtir i dag fullveldisávarp
sendiherrans'i London, herra Pét-
urs Benediktssonar, en ávarp þetta
flutti hann á sunnudagirln var i ís-
lenzku dagskrá brezka útvarpsins.
Ávarp hans munu menn lesa með
athygli, enda er það samið af hóg-
værð og festu, og kemur þar fram
önnur hlið sjálfstæðismálsins, sú,
að það er ekki nóg að standa fast
á rétti sínum, heldur er það engu
síður mikilvægt að rækja skyldur
sinar af fulluin þegnskap. — Fyrir
nokkru flutti sendiherrann ýtarlegt
erindi um sjálfstæðismál íslendinga
fyrir Dönum í London, og voru þar
greindar allar staðreyndir málsins,
án þess að af tepruskap eða mis-
skilinni kurteisi væri dregin fjöður
yfir neitt, sem máli skiptir. Má full-
yrða, að það erindi hafi orðið til
að gera málið ljósara flestum þeim
Dönum, sem í London dvelja, en
meðal þeirra eru margir, sem síðar
meir eiga eftir að hafa mikil áhrif
á stjórn Danmerkur.
Ráðstefnur.
Þrjár ráðstefnur hafa verið
haldnar í röð upp á síðkastið, fyrst
Moskva-ráðstefnan, síðan Kairo-
ráðstefnan og loks stendur nú yfir
ráðstefna í Iran. Ráðstefnan í
Moskva boðaði harðnandi loftárás-
ir á Þýzkaland. Kairó-ráðstefnan
boðar hernaðar- og stjórnmálaað-
gerðir gegn Japönum, en Iran-ráð-
stefnan mun að öllum likindum
haldin til að gera fullnaðarákvörð-
un um innrás Bandamanna á megin-
land Evrópu vestanvert, samkvæmt
eindregnum tilmælum Stalins. Loft-
árásir jafn-stórkostlegar og þær,
sem gerðar hafa verið á Berlín og
aðrar þýzkar borgir undanfarið, eru
auðvitað ekki gerðar út í bláinn, þótt
svo sé sagt í gamni, að Churchill
hafi „pantaði' áframhaldandi loft-
árásir á Berlín, til þess að skapa
sér umræðugrundvöll við Stalin. En
miklu sennilegra er, að loftárás-
irnar tákni raunverulegan undir-
búning undir innrás, enda þótt ekki
sé horft fram hjá þeim möguleika,
sem vitanlega er fyrir hendi, að
þær einar og út af fyrir sig muni
nægja til að koma Þýzkalandi á
kné. Samt má öruggt telja, að ráð-
stefnan i Iran verði síðar talin upp-
hafið að innrás í vestanverða Ev-
rópu, „aðrar vígstöðvarnar“, eins
og þær hafa löngum verið nefndar.
íþróttir fornmanna.
„Hver er frægasti hesturinn í
Njáls sögu?“ spurði ísak ísax og
setti upp nordalskan svip. „Er það
ekki hesturinn, sem Gunnar atti mót
Austmönnum ?“ spurði Obadías.
„Onei, onei. Það var kinnhesturinn,
sem hann laust Hallgerði,“ svaraði
ísak ísax og rak upp hrossahlátur.
Sjötugur:
Reynivöilum.
Séra Halldór Jónsson, sókn-
arprestur á Reynivöllum í Kjós,
er sjötugur á morgun.
Hann er fæddur að Stóra-Ár-
móti 5. des. 1873, sonur Jóns
bónda Eiríkssonar og konu lians
Hólmfríðar Árnadóttur. Hann
Vígðist aðstoðarprestur séra
Þorkels Bjarnasonar á Reyni-
völlum í Kjós 15. okt. 1899 og
fékk svo veitingu fyrir þvi
brauði vorið næsta á eftir. Hefir
hann gegnt því embætti siðan
við vaxandi vinsældir og traust
sóknarbarna sinna.
Séra Halldór Jónsson á nú
44 prestsskaparár að baki. Hefir
lifandi áhugi fyidr málefnum
kirkjunnar og sérstök sam-
viizkusemi í öllum embættis-
í’ekstri einlcennt allan hans em-
bættisferíl, frá þvi fyrsta til
liins síðasta. Hann tók þegar í
upphafi ástfóstri við þetta starf
og ann því enn í dag af öllu
hjarta. Hann hefir alla daga
verið sannur prestur, kennimað-
ur góður og sérstaldega grand-
var bæði til orðs og æðis, enda
átt miklum vinsældum að
fagna í sóknum sínum. Séra
Halldór á mörg áliugamál, bæði
andlegs og tímanlegs efnis.
IJann hefir árum saman í ræðu
og riti, unnið að auknum ldrkju-
söng með þjóðinni og er sjálfur
tónslcáld gott. Þá er liann og
liöfundur hinnar svonefndu
„tíu ára áætlunar“, sem Lands-
banki íslands tók upp og mörg-
um er kunn.
En jafnfram.t því sem séra
Ilalldór hefir verið liinn ágæt-
asti embættismaður, hefir hann
verið stoð og stytta sveitar sinn-
ar. Hann liefir í öll þessi ár
þótt sjálfkjörinn í lireppsnefnd,
sýslunefnd og skólanefnd. Iiann
hefir árum saraan verið oddviti
hreppsnefndar, er það enn þann
dag í dag, og hefir efnahagur
sveitarinnar mjög blómgazt
undir aðgætinni fjármálastjórn
hans. Mun þess lengi verða
minnzt í Kjósinni, hve farsæl af-
skipti hans voru af málefnum
sveitarfélagsins og hversu fús
hann var til þess að helga þvi
starfskrafta sína af einlægri þrá
eftir að vinna því gagn.
Þess má vænta, að séra Hall-
dór eigi eftir að gegna embætt-
isstörfum, enn um nokkurra ára
skeið, þótt náð hafi þessum
aldri, þar sem hann bæði er ern
og með óbilað starfsþrek. Og
það verður fjölmennur hópur
marina, í sóknum hans og utan
þeirra, sem samfagnar honum
á morgun í tilefni af afmæli
hans og hyllir liann jafnframt
sem einn af ágætustu og nýtustu
mönnum i íslenzkri kenni-
mannastétt.
Hálfdán Helgason.
ísland í frönskum
bókmenntum,
Alexander Jóhannesson pró-
fessor flytur á morgun kl. 2 e. h.
fyrirlestur í hátíðasal Háskólans
um „ísland í frönskum bók-
menntum.“
Prófessor Alexander hefir
kynnt sér þetta efni mjög ræki-
lega. í fyrirlestri sínum á morg-
un mun liann m. a. skýra frá
ýirisu, sein franskir ferðabóka-
höfundar hafa skrifað um Is-
land á. síðustu öldum. Kennir
þar margra grasa og er margt
af því bráðskemmtlegt.
Þá mun prófessorinn ræða
um skáldsögur og skáldrit á
franskri tungu, sem fjalla um
islenzk efni.
Er hér um bráðskemmtilegt
og athyglisvert viðfangsefni að
ræða, sem marga mun fýsa að
heyra.
Aðgangur er öllum heimill.
Eikartunnur
tómar, hentugar í beitu-
stampa til sölu.
SANITAS,
Lindargötu. Sími 3190.
Fallegnr
brnðarvöatliii*
voru fyrstu blómin er seld
voru í
NÝJU BLÓMABÚÐINNI,
Austurstræti 7. Sími 2567.
Silkirúm-
ábreiður
komnar aftur.
H. TOFT
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
Fnadar
verður lialdinn á morgun,
sunnudaginn 5. þ. m., lcl. 2
e. h. í liúsi Sjálfstæðisflokks-
ins, Thorvaldsensslræti 2.
F undaref ni: Félagsmól.
STJÓRNIN.
Þvottavindur
rottugildrur,
músagildrur,
herðatré,
nýkomið.
VERZLUNIN G. ZOEGA.
Samsæti
til heiðurs biskupnum verður
haldið í skólanum annað
kvöld kl. 8.
ANTONIUSFÉLAGIÐ.
Krlstján Qnðlaagsson
Hœstaréttarlögmaðnr.
Skrifstofutími 10-12 og 1-ð.
Hafnarhúsið. — Sfmi 840«.