Vísir - 07.12.1943, Blaðsíða 2

Vísir - 07.12.1943, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSlR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Páisson. Skrifstofa: Félagsprentsœiðjunni Afgreiðsla Hverfisgöíd 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: 166 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Málírelsi. J^ýlega hefir orðið allmikill úlfaþytur i blöðum, af þeim sökum að Árni prófessor Páls- son Caldi sér svo misboðið, að liann aeitaði að flytja erindi á vegum stikienta hínn 1. desem- bfer s.Í.: Efckert liggur enn fyrir opinberfega um bvert efni er- indisins liefir átt að vera, en telja iná yíst að hinn þjóðkunni gáfumaður og ræðiusnillingur liefði bér sem fyrr kunnað að haga ynáli sínu svo, að engum hneyksium hefði valdið. Var hoimm.okki annað ætlandi en hlutleysi og hófstilling að ó- reyndu, og því með öllu ástæðu- laust að amast við flutningi er- indis hans á noklcurn hátt. Prófessorar háskólans, sem tal- ið er að hafi til saka unnið í þessu sainbándi, hafa gert op- inberlega grein fyrir viðhorfi sinu, bg verður ekki annað séð að athuguðu máli, en að hér hafi verið um leiðinlegan misskiln- ing að ræða, en enga ásetnings- synd gagnvart liinum virðulega ræðumanni, en allt hefir þetta snúizt á verra veg, þannig að prófessorinn taldi sér misboðið og neitaði að flytja erindi sitt. Suiii hlöðin Iiafa vikið að því, að hér hafi verið brotin öll lög- mál málfrelsis á prófessornum, og þótt engin ástæða sé til slíks þvættings, má vafalaust með fullum rétti segja í því sam- bandi: „Öðrum fórst, en ekki þér.“ Það er ósköp óviðfelldið og kemur úr hörðustu átt, er klafabundin flokksmálgögn tala um skerðingu á málfrelsi, með þvi að ef nokkrar stofnanir geta undir þeim sökum legið, þá eru það flokksblöðin. Það mun lítt þekkt fyrirbrigði, að þau ljái góðu máli lið, vilji andstæðingur bera það fram til sigurs, og þótt flokksmenn þeirra vilji leggja sliku máli liðsyrði eru blöðin lokuð, — málin má aðeins skýra frá einni hlið, þeirri, er flokks- stjórninni hentar. Svo mikill er amlóðahátturinn og minnimátt- arkendih gagnvart andstæðing- um, að áldrei er farið um þá viðurkénningarorðum, — jafn- vel ekki á hátiðum og tyllidög- um þégár ástæða er til, — það er of hséttulegt fyrir flokksfylg- ið. Andstæðingar fá yfirleitt ekki birtár leiðréttingai’ í mál- gögnuni þessum nema því að- eins, að þau hafi verið skylduð til þess með dómi, og allt sigur að öðru leyti á ógæfuhliðina. Slíkt framferði blaðanna mið- ar allt að því að gera þjóðina heimskari, blinda hana og af- vegaleiða. í stað þess að mál séu rökrædd er þau skýrð aðeins frá einni hhð og engum helst uppi að draga fram aðrar hliðar málsins. Blöðin sýnast í þessu efni vera einskonar arftakar kaþólsku kirkjunnar, semásinni tíð hélt þeirri kenningu í heiðri, að jörðin væri eins og pönnu- kaka og um hana snérust sól, tungl og stjömur. Allar aðrar raddir voru þaggaðar niður. Jörðin mátti ekki vera hnöttur og ekki snúast, en „samt snýst hún“ sagði einn af vitringunum og slapp nauðulega frá að vera á báli brenndur fyrir villutrú sína og afyegaleiddar kenningar. Blöðin yerða yissulega að gæta Þaö vantar nýja flugvél — helzt tveggfa hreyfla, sem getur sezt bæöi á sjó og lan di. Landflugvélin flaug austur í Hornafjörð í gær og sótti sjúkl- inginn, sem sjóflugan var að sækja þegar henni hlekktist á, ennfremur farþegana báða og Björn Eiríksson flugmann. — Skrifstofa Flugfélagsins hefir skýrt Vísi frá þvi, að sjóflugan sé mjög mikið skemrnd. Að svo stöddu væri þó ekki liægt að segja hve víðtækar skemmd- irnar væru. Það yrði ekki liægt fyrr en vélin væri komin hing- að suður og búið að rannsaka hana ítarlega. Mun hún koma með næstu skipsferð frá Höfn í Hornafirði. „Haförninn“ — en svo hét sjóflugan — var eina flugvélin sem liægt var að liafa til síldar- leitar. Nú er síldarleit úr flug- vél liinsvegar orðinn mikilvægur þáttur í athafnalífinu, og það verður ekki hjá því komizt, að vinda bráðan bug að því að kaupa nýja vél til síldarleitar og annarra flugþarfa. Ef til vill væri heppilegast að kaupa stærri tveggja lireyfla vél, sem hægt væri að lenda bæði á sjó og landi. . Nú vill þannig til að Flugfé- lagið er að auka hlutafé sitt til muna með sölu lilutabréfa. Verður peningum vel varið með því að bæta með flugsamgöng- urnar og aldrei brýnni né meiri þörf á því en einmitt nú. Hins verður að geta, að flug- vélakaup eru sem stendur mjög miklum erfiðleikum bundin, auk þess sem vélarnar eru í háu verði og annar kostnaður gífur- legur. Banaslys. Það slys vildi til á togaranum Gylfa frá Patreksfirði, er hann var s.I. laugardag að veiðum úti fyrir Vestfjörðum, að einn hásetanna lenti í botnvörpuvírnum og tók af annan fótinn fyrir neðan hné. Mað- ur þessi hét Ingi Helgason frá Geitagili í örlygshöfn, 24 ára að aldri og ókvæntur. Var þegar í stað haldið með Inga til Flateyrar, en hann andaðist þar í sjúkrahúsinu daginn eftir. Líkn. Ungbarnaverndin, Templara- sundi 3, er opin þriðjudaga, fimmtu- daga og föstudaga kl. 3,15—4. — Skoðun barnshafandi kvenna fer fram hvern mánudag og miðviku- dag kl. 1—2. — Born eru bólusett gegn barnaveiki á föstudögum kl. 5,30—6. Hringja verður áður í síma 5967 kl. 9—10 sama dag. liófs í efnismeðferð sinni, eigi þau að vera þjóðinni til aukins þroska og leiðbeiningar. Að sjálfsögðu er ekki þeirra hlut- verk að taka við öllu, sem að þeim er rétt, en hinsvegar eru því takmörk sett, hvað eðlilegt er að þau synji birtingar. Þess eru dæmi, að talið hefir það verið stefnuleysi, ef blað hefir leyft andstæðingi að svara fyrir sig og gera þjóðinni grein fyrir málsviðhorfum sínum, sem gengið hafa í gegn skoðunum ritstjórnarinnar. Þetta er síður en svo stefnuleysi, það er frjáls- lyndi heilbrigðrar skynsemi, sem viðurkennir ekki það sjón- armið, að hlutverk blaðanna sé að gera þjóðina heimskari, held- ur að skýra fyrir henni mál frá öllum hliðum, þannig að hún öðlist viðari yfirsýn og heil- brigðari dómgreind. Allt annað væri svik við lesendur blaðanna. Þau hefðu brugðist hlutverki sínu, og vel verða þau að gæta þess í framtíðinni, að þau verði ekki þeim voðanum ofurseld og safni þannig glóðum elds að eig- in höfði. Það, sem skeð hefir í háskólanum, skeður daglega í blöðunum og er þó miklu lengra gengið þar, með því að um á- setningssyndir er að ræða, en ekki mistök eða gáleysi. Norræn jól. „Norræn jól“ — rit Norræna félagsins kemur um miðjan mánuðinn út, méð úrvalsefni, eftir þekkta og ágæta höfunda, prýtt miklum fjölda mynda og vandað til þess í hvívetna. Ritið er um 100 bls. í stóru broti. Af efni má fyrst og fremst telja Ávarp Björns Þórðarson- ar forsætisráðherra. Síra Bjarni Jónsson vígslubiskup skrifar um kirlcjur Norðurlanda og helztu kirkjuhöfðingja á síðari árum. í þvi sambandi má benda á, að í ritinu verða ljósmyndir af öllum dómkirkjum Norður- landa og á móti hverri kirkju verður í opnunni jólasálmur frá því landi sem kirkjan er. Guð- laugur Rósinkranz ritari Nor- ræna félagsins skrifar um Nor- rænu höllina, tilgang hennar og fyrirkömulag. Ragnar Ásgeirs- son garðyrkjuráðunautur skrif- ar um jólahald i Danmörku og Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- sljóri skrifar um tvo af bi’aut- ryðjendum Norræna félagsins, þá Mowdnkel og Paasche. Mo- winkel var einn af fjórum stofn- endum félagsins, en prófessor Paasche sat lengst af í stjórn þess. Kvæði er eftir Guðmund Böðvarsson í ritinu, jólaþula eftir Huldu og lag eftir Pál ís- ólfsson. Þá eru þar þýddar sög- ur eftir Norðurlandahöfundana Undset, Pontoppidan, Sillanpáá og Ifjalmar Bergman. Jakob Jónsson frá Galtafelli. Utbreiðsluíundur Góðtemplara. Mánud. í síðustu viku efndi Þingstúka Reykjavíkur, sem er sameiningarstúka allra undir- stúkna og góðtemplara í bæn- um, til fræðslu- og skemmti- fundar fyrir almenning, bæði templara og aðra, í Listamanna- skálanum. Fundurinn hófst kl. 8,30 síð- degis og sóttu liann 350 manns. Þingtemplar, Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupm., setti sam- komuna með ávarpsræðu, kvaddi Helga Helgason, verzlun- arstjóra, til að stýra fundinum og Pétur Sigurðsson, erindreka, sem fundarritara. Fyrirhugað var, að Ólafur Björnsson, kaupm. á Akranesi, flytti erindi, en sökum veikinda gat.hann ekki lcomið á fundinn. Las þvl stórtemplar, Kristinn Stefánsson, cand. theol., erindi hans. Því næst flutti frú Þóra Borg Einarsson kvæðið Bergljót, eft- ir Björnstjerne Björnson. Und- irleik á píanó annaðist systir frúarinnar, frk. Emilía Borg. Var undirleikurinn eftir Heise, sem samdi hann sérstaklega við kvæðið Bergljót. Þá flutti Sigfús Sigurlijartar- son, alþm., erindi, og að lokum talaði Pétur Sigurðsson nokkur kveðjuorð til fundarmanna. Ræðumennirnir allir brugðu upp mjög skýrum og áhrifarík- j um myndum úr áfengismálun- um, sem eru nú i hinu mesta ó- fremdarástandi. Og á þvi leikur ekki efi, að slíkir fundir eru mjög til þess fallnir, að bregða birtu yfir þessi mál og leiða sannleikann í ljós, beizkan og kaldan raunveruleikann. Þessi fundur var Þingstúk- unni til sóma óg ber að þakka Jakob Jónsson frá Galtafelli lézt að heimili sínu Sjafnargötu 4 hér i bæ þ. 27. nóv. s. 1. og var jarðsunginn í gær. Þótt hann væri orðinn aldraður nokkuð kom það vinum hans mjög á ó- vart er þeir fréttu lát lians svo snögglega. Það bar að með þeim hætti, að liann varð fyrir slysi á götu og lézt stuttu síðar. Verður manni að hugsa að furðu skjótt sé nú aftur höggvið í hinn sama knérunn á svipaðan veg, þvi skammt er að minnast þess er sonur Jakobs, Jón prestur á Bíldudal, fórst af slysi á síðast- liðnum vetri, sorglegrar minn- ingar. Jakob Jónsson er fæddur að Bryðjuholti í Hrunamanna- lireppi þ. 24. júni 1866. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Jón Bjarnason, er kominn var af gegnum og góðum bændaættum þar um slóðir og Gróa Einars- dóttir af svonefndri Skógaætt undan Eyjafjöllum. Skömmu eftir að Jakob fæddist, en hann var elztur systkina sinna, flutt- ust foreldrar hans að Galtafelli. Bjuggu þau þar myndarbúi og efnuðust vel. Eignuðust þau 7 börn, dóu þrjú í æsku en lifandi eru nú þau Einar myndhöggv- ari, Bjarni bióstjóri og frú Guð- ný. .Takob ólst upp i föðurgarði og mun hafa átt þar glaða og góða æsku enda sjálfur glaðvær og vel að sér ger. Fékk hann hið ágætasta uppeldi, eftir þvi sem þá var kostur á, og munu for- eldrar lians hafa látið sér mjög annt um að mennta börn sín og búa þau sem bezt úr garði, en slíkt var ó þeim tímum ýmsum vandkvæðum háð. Ræð eg þetta m. a. af því að á uppvaxtarár- um Jakobs var hinn þjóðkunni fræðaþulur og gáfumaður Brynjólfur frá Minna-Núpi um mörg ár ráðinn heimiliskennari að Galtafelli og hefir tilsögn hans án efag orðið þeim Jakobi og Einari, sem var næstelztur þeirra systkina, drjúgur farar- kostur. Eftir fermingu var Jakob einn vetur við nám hjá síra Steindóri Briem, er þá var prestur í Hruna og'mun faðir hans þá hafa gefið lionum kost á að setjast í skóla en hann ekki þekkst það boð. Er mér ekki grunlaust að Jakob hafi alltaf iðrað þess, enda komu síðar ‘ meir i ljós hjá honum þeir liæfi- leikar, er vej hefðu notið sín í þeirri grein er hann taldi sig þá mundu hafa kosið, frábærlega hagar hendur og alúð við sjúka. — Jakob hóf nú að nema söðla- smíði og stundaði þá iðn jafnan á vetrum en var heima ó slætti og fram eftir hausti. Seinna nam liann einnig skósmíði, en auk þess fékkst hann við margvis- leg smíðastörf önnur, enda var hann svo hagur að segja má að hann legði á allt gjörva hönd og væri jafnvígur á tré og málm. Má nærri geta að sveitabóndi með slíkum liæfileikum, að við- bættri óvenjulegri lipurð og góð- fýsi við aðra, liafi marga stund- ina tafizt frá búi sinu, enda mun svo oft hafa verið, en sjald- an eftir talið ef eg þelcki rétt. Það hefi eg fyrir sált, og er það eitt til marks um góða hæfileika Jakobs að eitt sinn, er hann var samtíða manni nokkrum er lék á orgel og ótti slíkt hljóðfæri lærði Jakob það af honum, enda liafði hann alla tíð mikið yndi af söng og hljóðfæraleik eins og vænta má, slíkur gleðimaður sem hann var. Er þeir skildu saknaði Jakob hljóðfærisins. viðleitni hennar og vilja til að boða bindindi í bænum. Er þess að vænta, að hún efni til fleiri slíkra funda i vetur. G.T. Hann lét sér þó hvergi bregða en tók sig til og smiðaði sjálfur orgel, sjálfsagt ekki fullkomið en þó nóg til yndisauka á heim- ilinu. Aflaði hann sér allra nótna er hann náði til og átti Galtafellsheimilið þessu að þakka marga dýrmæta stund er komið var saman til þess að læra lög og syngja, en Jakob lék á orgelið. Sjálfur hafði liann söngrödd góða og var um skeið forsöngvari i Hreppshólakirkju á sínum yngri árum. Vorið 1893 kvæntist Jakob Guðrúnu Stefánsdóttur Hösk- uldssonar bónda á Ásólfsstöð- um i Eystri-Hrepp, hinni ágæt- ustu konu. Reistu þau bú að Kampholti i Villingaholtshreppi °g bjuggu þar fimm fyrstu bú- skaparár sín, eftir það tvö ár i Miðfelli en fluttust þá að Galta- felli og bjuggu þar síðan allan sinn búskap i sVeit. Þau eign- uðust fimm börn og eru þrjú þeirra ó Hfi: Jenny, húsfr. i Vestmannaeyjum, Sigríður saumak., býr á heimiH foreldra sinna, og Stefán múrarameist- ari i Reykjavík. Látin eru Helga og Jón, er var prestur á Bíldu- dal. Áður hafði Jakob eignast einn son er Kjartan heitir. — Af heimili þeirra Jakobs og Guðrúnar á meðan þau bjuggu í Galtafelli liafði eg ekki per- sónuleg kynni, Stefán sonur þeirra hafði tekið við búi þar er eg kom þar fyrst, en foreldrar hans voru þar þó enn að nokkru. En af kynnum mínum við þau lijón þá og síðan veit eg að heimili þeirra hefir verið með ágætum og nóin kynni min af börnum þeirra eru mér órækt vitni þess að þau hafa aUzt upp við myndarskap og menningar- brag og að á því heimili hefir ríkt hollur og heilnæmur andi. Eftir að Jakob brá búi, það mun hafa verið kringum 1925, fluttust þau hjón til Reykjavík- ur og hafa dvalið hér síðan. Stundaði Jakob eftir það ein- göngu smiðar, en það hafði hann gert meira og minna öll sín búskaparár, eins og fyrr er sagt. Fékk hann og full réttindi sem húsasmiður eftir að hann fluttist hingað og var mjög eftir honum sótt til verka. Eru þeir nú margir orðnir sem notið liafa hans högu handa. Eg veit að nú, þegar Jakob á Galtafelli kveður, verður mörg- um að horfa á eftir honum með söknuði. Og þá fyrst og fremst konu hans, sem var búin að þreyta með honum gönguna 1 50 ár nú síðastliðið vor. Börn hans og barnabörn munu óreið- anlega sakna vinar í stað. Þá var og ávallt mikið ástríki með þeim systkinum Jakobs öllum og veit eg að þau munu sakna hans mjög. Ekki sízt mun því svo farið um systur hans er unni honum mikið, en í húsi hennar hefir hann búið siðastl. 12 ár. Öllu þessu breytir ekki sú staðreynd, að með lionum kveð- ur maður sem hniginn var að árum, enda þótt það sé alltaf annað en þegar ungir öflgir falla. En Jakob hafði þá eðlis- kosti, sem alltof lítið er af í samfélagi manna, og það í sv® ríkum mæli að liann mátti heita fágætur maður. Góðleiki hans og Ijúflyndi getur engum úr minni liðið er þekktu hann og umgengust. Allt fyrir það var hann fastur fyrir og liafði ríka skapsmuni, 'en hann neytti þeirra með þeim jókvæða liætti að hann yljaði með þeim on- hverfi sitt í stað þess að vekja með þeim úlfúð. Hann var hljóðlótur og hávaðalaus og barði aldrei bumbur sjálfum sér til dýrðar, en hann var góðvilj- aður og glöggskygn á vandræði annarra og vildi hverjum manni gott gera. Hverja er gott að hafa á meðal sín ef ekki slika menn og að hverjum er sjónarsviptir ef ekki þeim? Skilningurinn býr í hjartanu, segir í fornum spekimálum. Framkoma Jakobs fannst mér oft minna mig á að það væri svo. Þess vegna veit eg að mörg- um fer sem mér, að þá minnast þeir hans er þeir heyra góðs manns getið. Þ. Ö. St. Skíðapeysur Skíðaúlpur (Anorak) NERRA rg SP0HTV8RUR Skólavörðustíg 2. Simi: 5231. ítvarpsi- grraminofonn, sem skiptir 8 plötúm, tíl sölu. — Uppl. kl. 8—10 á Freyjugötu 6 B. 1 -i-yii f-TTTT'.i rTTiv^i-rri „Ægir“ fer með póst og farþega til Vestmannaeyja kl. 8 siðdeg- is á morgun. KAUPUM hreinar léreftstnsknr hæsta verði. STEIN DÓRSPRENT. Kirkjustræti 4. Afgrreiðsln- itúlka óskast. VERZLUN JÓNS ÞÓRÐARSONAR. Nýtt hús Vandað nýtt einbýlishús, í úthverfi bæjarins, til sölu. Laust til íbúðar nú þegar. Mikil útborgun nauðsynleg. Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins fyrir fimmtudags- kvöld n. k., merkt „Hús X“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.