Vísir - 04.01.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Slmii
Auglýsingar* 1660
Gjaldkerl 5 llnur
Áfgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 4. janúar 1944.
2. tbl.
RÚSSAR KOMNIR INN I POLLAND
Banatilræði við
tvo þekkta Dani.
Ole Björn Kraft hættu-
lega særður
Frá Stokkhólmi berst sú
fregrn, að gert hafi verið tilræði
við Ole Björn Kraft.
Nokkrir menn, sem töluðu á
danska tungu en með erlendum
hreim og voru vopnaðir byss-
um, ruddust inn á heimili
Krafts siðastliðinn fimmtudag'.
Skulu j>eir á liann og særðu
hættulega, en sluppu út og hafa
ekki náðzt. í Sviþjóð er talið, að
hér hafi verið um danska naz-
ista að ræða eða menn úr þýzka
þjóðarhrotinu í landinu.
Ole Björn Kraft var handtek-
inn í ágúst síðastliðnum, en Mt-
inn laus síðar.
Banatilræði hefir einnig verið
gert við Christian Dam, hlaða-
mann, sem hefir ritað mikið um
málefni þýzka þjóðarhrotsins í
Suður-Jótlandi.
Kanslara bústað-
nr Hitlers eyði-
lagður.
Vard fyrir sprengju
i sídustu árás.
Sænskir fréttaritarar í Berlín
síma, að kanslarabústaður
Hitlers hafi verið lagður í rúst-
ir að mestu leyti.
1 sainbandi við þessa fregn
skýrir brezka flugmálaráðu-
neytið frá því, að 1 stórárásun-
um undanfarnar vilcur, hafi
aldrei verið ráðizt tvisvar á sama
hverfi. I árásinni í fyrrinótt var
t. d. ráðizt á miðbik borgarinn-
ar og það var í þeirri árás, sem
kanslarahöllin varð fyrir
sprengjum.
Arásin í fyrrinótt var svo
hörð, að um eitt skeið féllu 70
smál. sprengja til jarðar á
hverri mínútu. Eins og nóttina
þar áður var veður mjög vont
og urðu flugvélarnar að fljúga
gegn stormi með 150 km. vind-
hraða á klst. á heimleiðinni.
ðllum japöflÉiH hern-
flöiirini ötrýit.
Krafa Changs Kai-
sheks.
Roosevelt forseti hefir borið
undir Chiang Kai-shek, hvað
hann vilji að gert verði við Jap-
an að stríðinu loknu.
Chiang svaraði því, að fyrsta
skilyrðið fyrir friði í Austur-
Asíu væri að uppi’æta alla jap-
anska hernaðarsinna og brjóta
liernaðarveldi þeirra algjörlega
á bak aftur. En þegar japanska
þjóðin væri farin að sjá að sér,
mætti láta hana velja sér stjórn-
arfyrirkomulag.
Roosevelt hefir fallizt á þessa
skoðun Chiangs
Nýtt amerískt
orustuskip,
1 gær var enn einu amerísku
orustuskipi hleypt af stokkun-
um.
Skip þetta heitir Wyoming og
er systurskip orustuskipsins
New Jersey, sem getið hefir ver-
ið í fréttum áður.
í desember smiðuðu amerísk-
ar skipasmíðastöðvai’ að jafnaði
7 skip á dag og voru þau samtals
2 milljónir smálesta „dead-
weiglit"
Aðfangadag jóla var amerísk-
um tundurspilli sökkt á Atlants-
hafi. Annar amerískur lundur-
spillir hefir farizt eftir spreng-
ingu undan New Jersey-strönd-
um.
Árás á Paramushiru,
Amerískar flugvélar gerðu í
gær árás á eyna Paramushiru,
sem er við suðurodda Kam-
sjatka.
Árás liefir ekki verið gerð á
þessa bækistöð Japana siðan í
september, um það leyti er Jap-
anir höfðu sig á brott frá Kiska.
Það þykir eftirtektarvert við
þessa árás, að hún er gerð um
liávetur, þegar heita má, að sí-
felld illviðri geisi á Norður-
Kyrrahafi.
Loftárás á Rabaul.
Þannig var umhorfs í liöfninni í Rahaul eftir eina af árásuin
bandamanna fyrir skemmstu. Vöruskemmur standa í hjörtu
báli, meðan flutningaskip er að sökkva eftir ameríska sprengju.
ALEXANDER KARTVELI,
aðalverkfræðingur Repuhlic-
verksmiðjanna, sem smíða
Thunderholt-yélarnar.
Barist beggja vegna
Adriahafs.
Veðurfar batnar lítið á Ítalíu
og liggja hernaðaraðgerðir niðri
að mestu.
Það er nær eingöngu á aust-
urströndinni, sem barizt er að
einhverju ráði og þar liafa Ind-
verjar náð mikilvægi’i hæð á
vald sitt.
í Jugoslaviu er barizt í horg-
inni Banjaluka. Ilafa skæru-
flokkar brotizt inn í hana og
leitast við að hrekja Þjóðverja
þaðan. Viðar í Jugoslaviu er
harizt af grimmd.
Montgomery:
Þegar 8. herinn
var í hætfn.
Montgomery hershöfðingi er
nýkominn heim til Bretlands, en
áður en hann fór frá Ítalíu, á-
varpaði hann menn sína með
ræðu.
Hann lcvaðst verða að segja
það með sorg i hjarta, að skiln-
aðarstundin væri komin, hann
vissi ekki hver áhrif skilnaður-
inn liefði á þá, en liann saknaði
þeirra af alhug, þvi að hann
hefði eignazt marga vini.
Áttundi herinn beið að vísu
aldrei neinn ósigur, sagði Mont-
gomery ennfremur, en tvisvar
var hann í mikilli liættu staddur.
Fyrra skiptið var um iniðjan
janúar, þegar sótt var frá Beng-
liazi til Tripoli. Þá varð herinn
að komast til síðara staðarins
á 10 dögurn og töf hefði getað
orðið mjög örlagarík, vegna
langrar flutningaleiðar. Rommel
lagði ekki til atlögu, til allrar
liamingju, og 8. lierinn komst i
áfangastað á 8 dögum.
Síðara skiplið var þegar setzt
var að Mareth-línunni. Þá urðu
flugmenn varir við það, að Þjóð-
verjar voru að láta undan siga
frá Gafsa og senda lið sitt suður
á bóginn til Maretli. I þrjá daga
kvaðst Montgomery hafa verið
mjög áhyggjufullur, meðan
heðið var eftir liinni hraustu
sveit Ný-Sjálendinga. En þeir
komu í tæka tíð og hættan var
liðin hjá.
Tvær nefndir leysa skaða-
bótamál Islendinga og
setuliðsins.
Samvinna hefip ávallt veriö góð.
slenzk-ameríska matsnefndin bauð blaðamönnum á fund
sinn síðastliðinn fimmtudag, til þess að skýra lítillega frá
störfum sínum, en um þau hefir verið heldur hljótt, þótt nefnd-
in hafi haft ærnu verkefni að sinna.
Nefndin var stofnuð í apríl-
mánuði 1912 að ósk amerísku
lierstjórnarinnar og eiga nú
sæti í henni þessir menn: Af
hálfu herstjórnarinnar Wit-
kowski höfuðsmaður og Weeks
liðsforingi, en skipaðir af hálfu
ríkisstjórnarinnar þeir Tlieodór
heitinn Jakohsson skipamiðlari,
Ólafur Jóhannesson lögfræð-
ingur og Árni Jónsson frá Múla.
Við lát Theodórs var Gunnar
Guðjónsson skipamiðlari sltip-
aður í hans stað, og er hann nú
formaður nefndarinnar, en áðnr
var það Árni Jónsson frá Múla.-
Hlutverk nefndarinnar var
að fjalla um kröfur íslenzkra
horgara vegna landspjalla eða
lilunnindaspjalla, leigur eftir
hús og lönd og þessháltar.
Nefndin hefir þó ekki úrslita-
vald heldur er hún einungis
samninganefnd og athugar að-
eins þau mál, sem aðilum hefir
ekki tekizt að ná samkomulagi
um sín á milli. Hefir hún haft
tugi mála til meðferðar og líla
nefndarmenn svo á, að liún hafi
leyst störf sín svo af hendi, að
báðir aðilar megi vel við una.
Aðalmálin hafa verið land-
spjöll og má geta um eitt, þar
sem hóndi einn í nágrenni
Reykjavíkur taldi, að liann
gæti ekki nytjað jörð sína sakir
hernaðaraðgerða. Varð að sam-
komulagi, að liann fengi árlegt
gjald sem svaraði afrakstri
jarðarinnar. Mörg mál iiafa þó
verið leyst, án þess að til fjár-
greiðsln kæmi, en þá hafa hætur
komið fyrir á annan hátt.
Þá hafa blaðamenn einnig átt
viðtal við amerísk-íslenzku
skaðahótanefndina, sem starfað
hefir síðan i .nóvemher 1941.
Hefir hún einkum liaft lil at-
liugunar skaðabótakröfur
vegna hifreiðaslysa.
Hefir nefndin gjört tillögur
til herstjórnarinnar um hóta-
greiðslur og þá jafnan farið
eftir íslenzkum réttarreglum og
venjum. Hafa islenzku ríefndar-
mennirnir, svo og skrifstofa
sakadómara, leiðbeint fólki.
sem kröfur hefir átl.
I hréfi þann 3. nóvemher
síðastliðinn skipaði dómsmála-
ráðuneytið íslerizka nefndar-
hlutann til að vera fulltrúum
Framh. á 2. síðu.
Sækja meðfram Varsjá-
Kie v-j ár nbr autinm.
Berdisgcv uuikringd á þrjá vcgn,
Snemma í morgun barst óstaðfest fregn um það
frá erlendum blaðamönnum í Moskva, að fram-
varðsveitir Yatutins hershöfðingja hefði
l'arið vestur yfir landamæri Póllands í morgun, beggja
vegna við iárnbrautina milli Kiev og Varsjár.
Stjórnmála örðugleik-
ar í Búlgaríu.
Símasambandi hefir verið slit-
ið milli Búlgaríu og Tyrklands.
Þetta hefir komið af stað ýms-
um flugufregnum, svo sem um
það, að stjórnin hafi hrökklazt
frá, en liún hefir lengi átt við
óvinsældir að húa. Önnur fregn
er á þá leið, að ný stjórn muni
taka við völdum bráðlega og
verði i henni ýmsir forvígis-
menn lýðræðissinna í landinu.
2 beitiskip og 2
tundurspillar verða
fyrir sprengjum.
Flugvélar af amerísku flug-
stöðvarskipi hafa gert velheppn-
aða árás á Kavieng á Nýja-fr-
landi.
í árásinni urðu tvö stór beiti-
skip og tveir tundurspillar fyrir
sprengjum. Stóðu stærri her-
skipin í hjörtu háli, þegar frá
var liorfið. Til mikilla átaka
kom í lofti yfir Kavieng og voru
18 japanskar orustuvélar skotn-
ar niður.
Þá hefir verið gerð enn ein á-
rás á Rabaul og voru þar skotn-
ar niður 19 flugvélar að auki.
Landgöngulið bandamanna á
Arawe-skaga á Nýja-Bretlandi
liefir sótt lengra á land.
Grænmetisverzlun
ríkisins gerð sjálf-
stæð stofnun
Grænmetisverzlun rikisins,
sem frá uppliafi hefir verið rek-
in undir umsjón Sambands isl.
samvinnufélaga, hefir verið
gerð að sjálfstæðri stofnun.
Jafnframt hefir ráðizt, að
Árni G. Eylands, er verið hefir
framkvæmdastjóri Grænmetis-
verzlnnarinnar frá stofnun, læt-
ur af störfum, en í stað hans
liefir Jón ívarsson, fyrverandi
kaupfélagsstjóri í Ilöfn í Horna-
firði, vcrið ráðinn framkvæmda-
stjóri frá byrjun þessa árs.
------ ■ 'wnaaw
Innbrot.
I nótt var framið innbrot í
Hljóðfæraverzlun Sigríðar
Helgadóttur í Lækjargötu 2 og
stolið þaðan 1400 krónum.
Farið hafði verið inn um
glugga á hakhlið hússins.
' Frá því var skýrt i Yísi í gær
' að farið hefði verið i fyrrinótt
i i n í lierhergi til sofandi manns
(>g stolið úri og 60—70 kr. í
pcningum úr vösum hans.
En þessa sömu nótt var stolið
úr öðru lierbergi i sama húsi
1700 krónum í peningum. Rann-
s(’)knarlögreglunni liefir tekizt
að hafa uppi á þjófnum.
Þótt fregnin sé ekki staðfest
opinherlega, þarf það ekki að
vera neitt tákn þess, að liún geti
ekki staðizt, þvi að i gærkveldi
voru Rússar í tæpra 13 km.
fjarlægð frá landamærunum.
llöfðu þeir sótt fram þá um
daginn 8—25 k-m. á sóknar-
svæðinu fyrir vestan Kiev.
Það var á 100 kiíómetra
svæði, sem Rússar voru komnir
svo langt vestur á hóginn í
gær, að þeir áttu tiltölulega
skamma leið eftir til landamær-
anna og í fregnum segir að þeir
hafi farið yfir þau á fleiii en
einum stað.
Helztu horgirnar, sem Rússar
tóku í gær, voru Olevsk, sem er
við járnbrautina frá Kiev norð-
vestur til Varsjár, og Novograd
Volynsk, sem er fyrir suðvestan
Korosten og norðvestan Zito-
mir.
Þjóðverja
skortir hermenn.
Það er varla nokkur vafi á
þvi, að undanhald Þjóðverja
I stafar að noklcuru, ef til vill
miklu, leyti af þvi, að þeir liafa
ekki nægu lierliði á að skipa.
Þeir sendu fram allt varalið sitt
í gagnsókn sinni gegn Kiev-
hungunni í nóvember og desem-
her, og þegar það var að því
komið að örmagnast, hófú Rúss-
ar nýja sókn með óþreyttu liði.
Síðan liafa þeir sótt svo hratt
fram, að það er sýnt, að Þjóð-
vei’jar geta ekki stöðvað þá —
sóknin virðist hafa verið nærri
viðstöðulaus.
Á einum stað sóttu Rússar svo
liratt fram á gamlárskveld, að
í þorpum, sem þeir tóku þá um
kveldið, áttu Þjóðverjar þeirra
ekki von, því að i mörgum hús-
um hafði verið hlaupið frá jóla-
trjám með logandi kertum.
I
Berdisjev
tekin bráðum.
Það er ekki ósennilegt, að
Berdisjev verði næsta stórborg-
in, sem Rússar taka af Þjóð-
verjum. í gærkveldi var svo
komið, að húið var að um-
kringja borgina á þrjá vegu og
höfðu Þjóðverjar aðeins eina
járnbraut opna úr henni, vestur
ú hóginn. Rússar nálgast einnig
Bjelaja Tserlcov, sem er skammt
fyrir suðaustan Fastov.
i ,
| I gær var ráðizt á eina af kúlu-
leguverksmiðjum Þjóðverja, að
þessu sinni Villa Perosa á Norð-
ur-ítaliu.
★
Tyrkneskar fregnir herma,
að sex þýzkar sjúkralestir hafi
komið til hæjanna Bitolj og
Ochrid á Balkanskaga undan-
farna daga. Nota Þjóðverjar öll
| sjúkraliús þar.