Vísir - 12.01.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 12.01.1944, Blaðsíða 2
Ví SIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. . Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 0 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Skipabyggingar. Svo sem skýi-t hefir veriö frá í blöðum, hefir sænska rik- isstjórnin veitt leyfi til að býggð yrðu 45 fiskiskip í Svíþjóð til lianda íslendingum, enda verði íslenzka ríkisstjórniri aðili að samningum varðandi byggingu skipanna. Verða þau byggð úr tré. íslenzka sendifulltrúanum Iiefir verið falið að leitast við að fá leyfi til byggingar fleiri slíkra skipa,. eu pllt er í óvissu um af- drif þeirr^r málaleitunar. Með tiljiti til skilyrða hér á landí eíijs og nú standa sakú’, ber aðfágna þvi, að svo heppi- leg lausri' fékkst á málinu. Er ekki að efa, að skip þessi verða miklum mun ócjýrari hingað komin, en ef þau liefðu verið jjyggð hér, og ber þar til, að kaupgjald og verðlag mun vera miklu lægra í Svíþjóð, en í nokkru, Ian,di Evrópu, enda réð- ust Syíar strax í upphafi gegn vaxandi yerðbólgu og liefir tek- izt að halda henni niðri að meslu. Hér er hinsvegar aðra sögu að segja, og ennfremur er sennilegt að lítiö sé liér um efni til skipabygginga og vélar lítt eða ófáanlegar í þann fjölda skipa, sem að ofan greinir. Er því sennilegt að skipin hefðu með engu móti orðið byggð hér, þótt það væri að sjálfsögðu hið æslcilegasta. En ekki ber eingöngu að keppa eftir byggingu og kaup- um á smávélskipum til fisk- veiða. Reynzlan sýnir að þau bera sig mun lakar en stærri skipin og þá einkum botnvörp- ungar, og standa ver að vígi á flestan liátt um hepilegan rekst- ur. Sú hefir raunin á orðið það sem af er styrjöldinni, en vel kann einhver breyting að verða á því, að styrjöldinni lokinni. Togaraflotinn mun öllu ver leik- inn en yélbáíaflotinn. Mun fleiri togai'aiT'hafa tapazt að tilölu, en auk þe&s. yoru þeir flestir gamlir og úr sér gengnir, er styrjöldin hófst, og hafa þó væntanlega verið enn yer leiknir með stöð- ugum veiðiskap og lélegu við- haldi styrjaldarárin. Má þvi full- yrða að þessi skip öll eða flest verði að endurnýja, og leggja þá kapp á að fá skip í þeirra stað, sem að öllu svara til þeirra krafa, sem nútíminn hlýtur að gera til slíkra skipa, bæði að því er úthaldskostnað snertir, stærð og önnur skilyrði til heppilegrar afkomu. Algeríega er óvíst hversu greitt gengur með skipabygging- ar að striðinu loknu, enda senni- legt að aðrar þjóðir hugsi fyrst og fremst um nýbyggingar og endurnýjun skipanna sér til handa. Væri því æskilegast að hér yrði unnt að koma upp skipasmíðastöðvum, þannig að ekki væri nauðsyn að sækja hvert fljótandi far til annara landa. Á því eru ýmsir erfið- leikar, en þeir helztir, að hér vantar nægilega marga faglærða menn.en kaupgjald auk þess það hátt, og raunar annar tilkostnað- ur, að engin líkindi eru til að slikar skipasmíðastöðvar geti borið sig" í samkeppni við sam- bærileg erlend fyrirtæki. Sýni- Iegt er aðatviunuleysimun verða liér allmikið eftir styrjöldina og Niðursoðin síld arðvænleg markaðsvara í Ameríku. Ríkiseftirlit nauðsynlegt til að samræma vörugæði ísl. niðursuðuverksmiðjanna. Viðtal við Hafliða Magnúison. Hafliði magnús- SON, starfsmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands er nýkominn heim frá Ameríku, en þar kynnti liann sér niðursuðu kjöts og fiskjar fyrir Sláturfé- lagið. Meðan Hafliði dvaldi í Ameríku var hann hjá ýmsum J)ekktustu niður- suðufyrirtækjum Banda- ríkjanna og kynnti sér. að- ferðir þeirra og starfsliáttu. Vísir snéri sér til Ifafliða og innti hann frétta af dvöl lians í Bandaríkjunum. — Eg fór til Bandaríkjanna í nóvembermánuði 1942 á veg- um Sláturfélags Shðurlands, sagði Hafliði, til að kynna mér ýmsar nýjungar varðandi niður- sðu kjöts ó§ fi§jfjay: Eg dvaldi léngst í Monterey í Caíiforniu- riki, en þar eru'frægar nlður- suðuverksmiðjur, sem sjóða niður fiskvörur. Fyrirtækið, sem eg dvaldi lengst hjá, heitir Sea Pride Packing Corpora- tion og er mjög þekkt fyrir vörur síriar, sem eru mest unn- ar úr síld og smáfiski. Frá Monterey fór eg til Chicago og kynnti mér þar niðursuðu kjöts hjá mjög þekktu fyrirtæki í þeirri grein, sem heitir Derby Foods Institute. Þar var eg í þrjá mánuði og' fékk að fara í gegnum og kynna mér helztu vinnubrögð og uppskriftir af vörutegundum verksmiðjunn- ar. Eftir það ferðaðist eg um meðal nokkurra stofnana af þessu tægi áður en eg fór lieim og kynnti mér vinnubrögð þeirra. Hvað vakli lielzt athygli yð- ar í sambandi við jjessa iðngrein á ferðalaginu? — Hið fullkomna skipulag og vandvirkni, sem Bandaríkja- nieun nota i þessari iðngrein er til fyrirmyndar. Þá er hið nákvæma eftirlit með vörugæð- um og að sérstökum reglum sé hlýtt um hreinlæti, afar mikil- vægt. Þetta eftirlit er fram- kvæmt af ríkinu og er sérstak- ur starfsmaður ráðinrí í hverja verksmiðju til að hafa þelta eftirlit með höndum. Þá er stöðugt unnið að rannsóknum og nýjum uppfinningum á þess- um sviðum. Ríkisháskólarnir viðsvegar um landið inna þess- ar rannsóknir af höndum, en síðan eru niðurstöður Jjeirra sendar til einnar aðalrannsókn- arstofnunar, sem er rekin á veg- um landbúnaðarráðuneytisins i Washington D. C. og þar er unnið úr þeim, og hinar nýju uppskriftir löggiltar. Hvaða tegundir af íslenzkum niðursuðuvörum teljið þér heppilegastar til útflutnings? — Sé miðað við markað í Ameríku eru fiskvörurnar vafa- væri einnig af þeim orsökum sjálfsagt að hefja hér skipabygg- ingar í svo stórum stíl, sem frek- ast yrði við komið Skipabyggingar erlendis, þótt góðar séu, eru ekki hin endan- lega lausn. íslenzka þjóðin á að keppa að því marki, að verða sjálfri sér nóg í þessu efni. Sér- fræðingar telja að slíkt megi vel takast, en ekkert það má láta ó- gert, sem býr annarsvegar beint í haginn fyrir þjóðarheildina og úrýmir einnig yfirvofandi at- vinnuleysi fjölda manna, sem skipasmíðar og aðra atvinnu í sambandi við þær gætu stundað. laust þær heppilegustu til út- flutnings. Annars tel eg að ís- lendingar sjálfir þyrftu að komast upp á að neyta meira af niðursoðnum vörum en þeir gera nú. Sérstaklega þyrfti neyzla ýmissa síldarrétta að aukast, en þeir eru hið mesta afbragð, ef þeir eru rétt með farnir. Annars er eg ekki í vafa um, að sildarflök, bæði sölt og reykt yrðu arðvænlega mark- aðsvara í Ameríku, ef þau væru rétt tilreidd. Þá væri æskilegt að ríkið setti liér á stofn eftir- lit til að samræma vörugæði niðursuðuverksmiðjanna og jafnframt til að tryggja að ein- ungis fyrsta flokks vörur vrðu sendar á erlendan markað. Kynntust þér ekki einhverj- um íslendingum á ferðalaginu? — Eg kynntist talsvert mikið íslenzku námsmönnunum, sem eru við háskólanám á vestur- ströndinni. Vissi eg ekki annað en að þeim liði öllurn vel. Þá kynntist eg einnig nokkurum löndum i Chicago, þar á meðal Dr. Árna Helgasyni, sem er þar ræðismaður íslands. Var mér mikil ánægja af að kynnast öllu því fólki. — Á austurströndinni kynntist eg einnig mörgum af samlöndum minum, þar á með- al starfsmönnum íslenzku ut- anríkisþjnóustunnar, sem veittu mér ómetanlega aðstoð á ferða- laginu. NÝÁRSRÆÐA FORSÆTISRAÐHERRA: 8am§kipti þing's og stjórnar. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína frk. Gréta Leós, Reynimel 13, og Jóhann J úlíusson/ stýrim., Uppsöl- um, Isafirði. Dýraverndarinn. 8. tbl. 29. árg. flytur: Jól manna og dýra (síra Jakob Jónsson), Sag- an um kisu og mýslu (Tani), Eitrun (Njáll Friðbjörnsson), Óvenjuleg frjósemi o. m. m. fl. Margar mynd- ir eru í blaðinu. Dánarfregn. Hannes Thorarensen, fyrv. for- stjóri Sláturfélags Suðurlands, lézt í gær að heimili sínu, Laufásveg 31, 79 ára að aldri. Sparið rafmagn og heitt vatn. Frá því síðastliðinn laugardag hefir þess gætt tilfinnanlega, að ekki hefir verið nægur hiti í sumum af þeim íbúðum, sem nota hitun frá Hitaveitunni. Jafnframt hefir skortur á raf- magni verið alltilfinnanlegur. Það má vafalaust rekja raf- magnsskortinn til illviðrisins, er geklc yfir Suðvesturland i síð- ustu vikulok og byrjun þessarar viku. Kuldakastið orsakaði m. a óvenjumikla rafmagnsnotkun í bænurn, sérstaklega á sunnu- daginn til hitunar. Var þessi aukanotkun svo mikil, að full spenna komst ékki á fyrr en eft- ir miðnætti. Á þriðjudagsmorg- uninn var ekki hægt að liafa Elliðaárstöðina i samhandi, vegna krapastíflunar í afrennsl- inu frá Elliðavatni, pp Qi'sgkaði Vatnsþurrð. , Varð af þessu tveggja klukkustunda alger töf, er orsakaði meðal annars, að dælur Hitaveitunnar gátu eklci starfað. 1 sameiginlegri tilkynningu, sem Rafveita Reykjavíkur og Hitaveitan hafa gefið út, er ein- dregið mælzt til þess við bæjar- búa, að þeir noti rafmagn til hitunar sem allra minnst, meðan rafmagnsaukningin frá Soginu liefir ekki fengizt, „því það þarf miklu minna rafmagn til að dæla hcita vatninu, svo að næg- ur liiti fáist, lieldur en ef liitað er upp með rafmagni einu sam- an,“ segir i þessari tilkynningu. Þá segir þar ennfremur: „Eins og kunnugt er, hefir Hitaveitan ekki getað lialdið fullum þrýstingi á vatnsmagn- inu undanfarna daga, sem stafar af því, að geymarnii' á Öskju- hlíðinni hafa ekki fengið að fyll- ast síðan á föstudagsmorgun. Ástand þetta hefir enn versnað vegna stöðvunar þeirrar, sem varð á Elliðaárstöðinni í gær (þriðjudag). Eina ráðið lil að bæta úr þessu og fá fullan þrýst- ing á vatnið aftur, er að fólk Það er ákveðið að næsta þing koíni saman 10. janúar, eða rúmum mánuði fyrir lög- mætan dag, 15. febrúar. Ástæð- an til þess er sú, að meiri hluti þingmanna taldi það nauðsyn vegna væntanlegrar afgreiðslu þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslaga- samningsins, og áformaðrar samþykktar stjórnskipunarlaga vegna breytingar á stjórnar- formi ríkisins úr konungdæmi í lýðveldi. Það sem aðgreinir sérstaklega þessi mál bæði frá öðrum lög- gjafarmálum er það, að Alþingi er ekki ætlað að gera um þau fullnaðarsamþykkt heldur kjós- endum, því að málin verða lögð undir þá til samþykktar, eða synjunar, eftir að Alþingi liefir búið þjóðinni þau i hendur. Frá upphafi var Jiað vitað, að íslendingar mundu nota ákvæði sambandslaganna sjálfra um að fella þau Úr gildi á árinu 1944, ef ekki hefðu tekist samningar með aðiljum Um að fella þau niður með öðrum liætti. Hin ráðgerða endurskoðun, eða sam- töl varðandi þau efni, er sam- þandslögin hafa að geyma, hef- ir ekki getað farið fram áður en samningatímabilið er útrunnið, og það verður ekki séð, að á okkur livíli siðferðisleg, eða lagaleg skylda um að bíða með formlegt - afnám sanmingsins fram yfir samriingstímabilið. Málið borfir því öðruvísi við á árinu 1944 en verið hefð á ár- inu 1942, er það var áformað að fella samninginn úr gildi. loki sem allra mest fyrir hitun yfir nóttina. Eru það því vin- samleg tihnæli til allra þeirra, sem hitaveitu hafa, að þeir loki fyrir vatnsrennslið að nætur- lag. Ef almennt er lokað fyrir vatnið eina eða tvær nætur og síðan dregið liæfilega úr notkun- inni, mundi allt komast í eðli- legt hórf aftur. Meðan Hitaveitan er ekki full- gerð og stækkun Sogsstöðvar- innar ekki lokið, er nauðsynlegt að fólk spari bæði heita vatnið og rafmagnið, svo sem unnt er.“ n Scrutator: xjxxLdlx aÉmmnwfyS vj Útvarp og rafmagn. Útvarpstækið hefir verið að skemmta mér undanfarið með miklu undarlegri hljóðum en nokkurt rík- isútvarp i heiminum getur i té lát- ið. Það er Rafmagnsveita Reykja- víkur, serri dagskrána annast. Þegar spennan kemst ofan í þetta 150 volt (eða vött — eg man ekki hvort), þá byrjar tækið að mala eins og kött- ur, síðan að urra eins og grimmur hundur og loks lætur í því eins og bíl, sem er að komast i gang. Mun- urinn er aðeins sá, að tækið er að stanza. Hvort sem um er að ræða hjartnæma útvarpssögu eða ar- mæðulegan útvarpsþátt formanns, þá er engin miskunn hjá Magnúsi (tækinu). Eg er sviptur sambandi við Austurvöll, þangað til eg er bú- inn að stilla tækið á lægri spennu, ef eg þá hirði um það. Sama ritú- alið endurtekur sig öfugt, þegar spennan hækkar: fyrst bíllinn, þá hundurinn, síðan kötturinn og loks útvarp Reykjavík. 1 fyrrakveld byrjaði það i miðju erindi Árna Óla um 60 ára starf Reglunnar, og var eg feginn að eg missti ekki meira en helminginn, því að erindið var hið bezta samið og vel flutt, svo sem vænta mátti. Helgi Hjörvar flutti mjög rösklega tvo þætti úr bók Wendells Willkie, „Nýr heim- ur“, þar sem þeír Helgi, Willkie og Jón Helgason blaðamaður, sem þýddi, kunnu hver öðrum betur að sýna oss í tvo heimana. Frú Lára Magnúsdóttir söng mjög þokkalega, en tilþrifalítið, nokkur andleg lög, þeirra meðal þrjú eftir íslenzka höf- unda,- með smekklegum undirleik Páls ísólfssonar. Tvö hinna íslenzku sönglaga voru eftir þekkta lagsmiði, hið þriðja var við kvæði Davíðs Stefánssonar — ,,Á föstudaginn langa“ eftir ungfrú Guðrúnu Böðv- arsdóttur, hugþekkt lag og samið af mikilli tilfinningu, en ekkí frum- legt. Hneykslanlegt athæfi ... „Hneykslanlegt athæfi lávarðs nokkurs" nefnist fullu nafni örlítið útvarpsleikrit, sem Indriði Waage flutti á laugardagskvöld með aðstoð ungfrúr Arndísar Björnsdóttur og Ævars Kvaran. Þetta virðist vera smásaga, sem snúið hefir verið í útvarpsleik, og er ekki annað en hið bezta um það að segja. Margar tegundir smásagna eru miklu hent- ugra útvarpsefni en mörg þeirra leikrita, sem samin eru fyrir leik- svið. Ævar Kvaran var sögumaður, og var hans hlutverk lengst — og vandasamast. Arndis og Indriði fóru með samtölin, sem voru lif- andi og eðlileg. Fyndni höfundar- ins, Englendingsins Michaels Arlen, er æði hvöss og neyðarleg, en samt miklu léttari en íslenzk kímni. Und- irstrikanir voru haglega gerðar með hljómplötum, sem féllu hárrétt inn í gang leiksins. Bar allt vitni um smekklegan og vandaðan undirbún- ing. Ómögulegt hefði verið að sýna þátt þennan á leiksviði, en það er til marks um, hversu ólíkt er farið um útvarp og leiksvið, að í útvarpi tókst hann vel, og mega þeir margt af þessu læra, sem geta ekki hugs- að sér önnur útvarpsleikrit en þau, sem rituð eru fyrir leiksvið. Umferðarmenning. Það er ðftirtektarvert, hversu 'umferðarmenningu hefir farið fram hér í bænum á síðustu árum, þrátt fyrir tiltölulega litlar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Þó hefir lög- reglustjórinn í Reykjavík sýnt lofs- verðan áhuga fyrir umferðar- fræðslu og notið góðrar aðstoðar áhugasamra aðilja. Eg las það ný- lega í útlendu tímariti, að umferðar- ráð borgar einnar hafi fundið upp á þeirri nýbreytni að lífga umferð- arkennsluna í barnaskólum með því að gefa börnum tækifæri til að stjórna sjálf umferð á vissum götu- hornum undir eftirliti lögreglu- manna. Mér finnst þessi hugmynd mjög eftirtektarverð, enda sel eg hana ekki dýrar en eg keypti þeim áhugamönnum og yfirvöldum, sem hér eiga hlut að máli. — Eg nefndi umferðarráð. Það er sannarlega kominn tími til þess að slíkt ráð verði stofnað hér í bænum. Yfir- leitt lætur almenningur sig störf lög- reglumanna allt of litlu skipta. Menn virðast halda að það sé einkamál lögreglunnar að halda uppi aga og reglu. En sannleikurinn er sá, að það er á ábyrgð hvers einasta þjóð- félagsþegns, enda ber hverjum manni skylda til að aðstoða lög- reglumenn, ef hjálpar hans er kraf- izt. Með því að gefa stálpuðum skólabörnum tækifæri til að læra störf lögregluþjóna og læra að meta verk þeirra, yrði áreiðanlega lagður hornsteinn að góðum og hollum þegnaga meðal uppvaxandi kyn- slóðar. Það hefði verið betur að aðilar befðu :átt þess kost að tala um málin frjálslega áður en samn- ingnum er formlega slitið, en sú er bót í máli, að þau réttindi og hagsmunir, sem rikisborgar- ar. hvors ríkis nutu og njóta í hinu, munu haldast við í raun áfram, þar til samningar uni þau efni liafa verið reyndir, og væntanlega tekizt. í órofa sambandi við niður- fellingu sambandslaganna hefir í hugum íslendinga staðið lýð- veldishugsjónin. Um leið og málefnasamband við annað ríki er formlega úr sögunni, og hið æðsta vald í öllum málum er- i höndum oss sjálfra, er annað stjórnarform en lýðveldi fjar- lægt íslendingum. Og þar sem nú vill svo til, að á næsta vori hefir liið æðsta rikisvald og fyr- irsvar verið í vorum eigin hönd- um í 4 ár, en óhugsandi er, að það valdi verði afhent út úr- landinu, þá leiðir þar af, að lýð- vehlisskipunin verður að koni- ast á fót samhliða niðurfellingu sambandslaganna. Þetta verðum vér að leitast við að gera öðruiri þjóðum skiljanlegt. ‘ Þær breytingar á stjórnskip- unarlögum ríkisins, sem áf- Af sérstökum ástæðum eru til sölu þvötíá- vél (ný) og einnig nýr 22ja hestafla Ford-mótor. Enri- fremur Radiofónn, — Baldurgötu 22, uppi. AMERÍSKUR Stand-lampi til sölu. Egilsgötu 12, kjallaranum. Flughúfur og barnaskinnhúfur n. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Málfundur í kvöld kl. 8V2 í Thorvald- sensstræti 2. Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.