Vísir


Vísir - 20.01.1944, Qupperneq 2

Vísir - 20.01.1944, Qupperneq 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 00 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Út á við og inn á við. ngur lögfræðingur, sem ný- lega er kominn hingað til lands, eftir að hafa kynnt sér þjóðarétt og forframast með erlendum þjóðum, ritar nýlega grein i blað undanvillinganna, sem virðist eiga að vera eins- konar aðvörun til íslenzkra stjórnarvalda vegna skilnaðarins við Dani og stofnun lýðveldis landinu. Við því er ekki nema gott eitt að segja að vísir menn láti ljós sitt skína, en helzt mega þeir ekki vera svo algerlega ut- angátta, að þeir viti ekki hvað fram hefir farið í þjóðfélaginu og um hvaða atriði rætt liefir vérið sérstaklega í sambandi við lausn lýðveldismálsins, en sú virðist raunin um þennan mann. Frá upphafi hefir verið skýrt og greinilega fram tekið, að ekki væri ætlunin að svifta Dani liér búandi nokkrum Jjegnréttindum, þótt lýðveldi verði hér stofnað, og einnig verði Færeyingar látnir njóta hér réttinda þeirra, sem þeim ber samkvæmt sambandslaga- samningnum, þar til um þessi riiál verði samið endanlega við Dani að styrjöldinni íokinni. Á sama hátt er þess að sjálfsögðu vænst að íslendingar, er nú dvelja í Danmörku verði sama réttar aðnjótandi og þeir höfðu, þar til endanlega verður frá samningum gengið um þeirra mál. Þótt þessi atriði verði þannig látin óútkljáð fyrst um sinn, snertir það á engan liátt stofnun Iýðveldisins, sem aldrei getur orðið neitt samnings- atriði, með því að um óskert umráð íslendinga á íslenzkum málum verður aldrei samið. Slík yfirstjórn innlendra mála er undirstaða algers sjálfstæðis. Um slík réttindi semur engin þjóð frekar en einstaklingar af- sala sér almennum mannrétt- indum. Þarf hinn ungi lögfræð- ingur og þjóðréttarspekingur ^ því ekki að láta afstöðu sina til málsins mótast af varúð hans eða ótta við skaðabótagreiðslur. Fyrir þeim er og verður enginn grundvöllur. íslendingar vilja skilja við Dani með fullum friði og fullri vinsemd og erfa á eng- an hátt gamlar væringar, og að svo miklu leyti, sem vitað er virðist engin ástæða til að ætla að Danir skilji ekki fyllilega þessa afstöðu íslenzku þjóðar- innar. Skipti þjóðanna munu væntanlega sækja í sama horf og áður, þegar þess verður kost- ur, — munu byggjast á vinsemd og gagnkvæmum hagsmunum, og hvor þjóðin unna hinni alls hins bezta. Dönsk alþýða telur málsviðliorf tslendinga eðlileg, en hitt er annað mál að nokkrir svokallaðir stórdanir, sem vegna kölkunar hafa ekki enn látið af yfirráða og stórveldis- draumum, kunna að hafa aðra afstöðu til málsins, eða svo virðast þeir menn ætla, sem ganga nú ótrauðir erinda slíkra manna hér, — en þó er með öllu vafasamt að þessir menn gangi ekki framar í þjónkun sinni, en jafnvel afturhalds- sömustu stórdanirnir ætlast til. Athyglisvert er það að frjáls- ir Danir, nú búandi í Lundún- Togaraútgerðin þolir 265 vísitölustig Sex-manna-nefndin, sem vard ekki sammála. Óvandað nafndarálit. Enginn samstarfsvilji. JJinn 15. september, þeg- | gert sér von um að hún ar út rann sá frestur mundi lækka fyrir atbeina sem dýrtíðarlögin höfðu j hennar. sett fyrir verðhækkun land- búnaðarafurða, skipaði ríkisstjórnin nýja sex- manna nefnd til að athuga möguleika á niðurfærslu dýrtíðarinnar með sam- komulagi milli launþega og framleiðenda landbúnaðar- vara. Hin fyrri sexmanna nefnd hafði þá fyrir nokk- uru lokið störfum sínum en árangurinn orðið sá, að dýrtíðin hlaut að vaxa, í stað þess að menn höfðu um, láta góð orð ein falla í garð íslenzku þjóðarinnar og fyrir- ætlunar hennar í lýðveldismál- inu. Slíka vinsemd og slíkan skilning ber að meta að verð- leikum. Þessir menn viður- kenna árangurinn af efnahags- legri baráttu íslenzku þjóðar- innar og telja að hann sé miklu meiri, en gera hefði mátt ráð fyrir vegna fámennis þjóðar- innar. Af þessum sökum telja þeir einnig að eðlilegt sé og sjálfsagt að Islendingar njóti óskertra yfirráða alira sinna mála. Undanvillingarnir reyna að efna til úlfúðar þeirra í millum, sem að lýðveldisstofnuninni vilja vinna, og gera það ,á þeim grundvelli að ekki sé nógu vel að væntanlegum forsela búið. Um það er í rauninni enginn á- ( greiningur, sem ekki er unnt að jafna. Ýmsir telja að forsetinn eigi að vera þjóðkjörinn, en aðr- ir að þingið eigi að velja hann. Þjóðkjör gæti í rauninni ekki fraiii farið, nema því aðeins að væntanlega yrði sá einn forseti, sem algeran meirihluta hefði, þ. e. a. s. meira en helming kjós- enda, Til þess að svo yrði þyrfti vafalaust að kjósa aftur og aft- ur og yrði þá hreint þjóðkjör of þungt í vöfum. Mælir i rauninni flest með að forsetinn yrði þing- lcjörinn, en hins þarf að gæta að hann verði ekki liáður dutl- ungum þingsins eftir kjör. Staða hans þarf að vera sjálfstæð og örugg, þannig að hann geti neytt áhrifa sinna hvenær, sem þess gjörist þörf, án þess að hann þurfi að óttast hefnda- ráðstafanir af hálfu Alþingis. Það er í rauninni mergurinn málsins, en alls ekki liitt hvort þjóðin kjósi forsetann eða þing- ið. Þessu tvennu hefir verið blandað óþægilega saman i um- ræðunum, en það er með öllu ástæðulaust. Stöðu forsetans þarf að tryggja og kjósa hann auk þess til það margra ára að hann geti haft sín áhrif á stjórn mála, — einkum utanríkismál- anna, — þótt nýkjörið þing setjist iá rökstóla í stjórnartíð hans. Forsetinn á að vera kjöl- festa þjóðfélagsins og stjórn utanríkismálanna á að móta innanlandsbaráttuna, þannig að liún fari ekki út í öfgar til skaðsemdar fyrir land og lýð út á við. Stjórnarskrárfrum- varp það, sem nú liggur fjæir þarf endurskoðunar við, og sú endurskoðun hefir þegar verið boðuð af hálfu rkisstjórnarinn- ar. Þingmenn hafa einnig nokk- urn veginn óbundnar hendur í því efni. Er þá ekki að efa, að málum þessum verði skipað í viðunandi horf, þótt svo sé ekki enn samkvæmt frumvarpi s t j órnar skrárnef ndar. „Á kostnað stríðsgróðans“. Hin síðari sexmannanefnd, sem skipuð var fulltrúum bænda og verkamanna, liefir fyrir nokkru skilað áliti sínu. Álit þetta er mjög óvandað að frágangi og ber vott um að kast- að liefir verið höndunum til starfsins enda er árangurinn eft- ir því. Bersýnilegt er að fulltrú- ar Alþýðusambandsins liafa sezt að samningaborðinu með þeim ásetningi að enginn árangur skyldi verða af þessari tilraun. Bændur gerðu þau boð að lækka dýrtíðina raunverulega með því að lækka verð á afurð- um sínum gegn samsvarandi lækkun vbinulauna. Kommún- istar vísuou algerlega þessari til- lögu á bug með því að lækkun dýrtíðarinnar eigi „að fram- kvæmast að öllu leyti á kostnað j stríðsgróðans en ekki á kostnað ' hinna vinnandi stétta í landinu“. j Hvernig þetta eigi að fram- kvæmast „á kostnað stríðsgróð- ans“ gei-a þeir enga grein fyrir enda er líklegast'að þeim sé ó- ljóst hversu það verði gert. Eins og vitanlegt er hafa margir í tölu hinna vinnandi stétta, svo sem sjómenn, bílstjórar, iðnað- armenn o. fl. haft stórtekjur undanfarin lár og því safnað nokkrum „stríðsgróða“, sem að líkindum nemur 100—200 milljónum króna. Að sjálfsögðu dreifist það á margar hendur, en þrátt fyrir það er þetta mjög verulegur hluti stríðsgróðans. Það er mikill misskilningur áð ætla að hann sé allur hjá útgerð- inni og verzluninni. Bændur hafa líka fengið sinn skerf. Það er því æði þokukennd afstaða að segja að dýrtíðip verði að lækka á kostnað stríðsgróðans. Þeir vilja hrun. En framkoma kommúnist- anna í þessu máli staðfestir greinilega það sem áður er fram komið, að þeir spilla af öllum mætti fyrir öllum tilraunum til að lækka dýrtíðina. Þeir vilja meiri dýrtið og aukið öngþveiti. Það er sá jarðvegur sem bezt hæfir þeirra sáðkornum, enda fer þá uppskeran eftir þvi. Þeir þykjast ekki vilja stöðvun at- vinnuveganna. Þetta er blekk- ing, eins og þeirra er vísa. Þeir starfa af alefli fyrir því að allar tilraunir mistakist sem fara i þá átt að verjast hruninu. Þegar dýrtíðin er komin á það stig að sjávarútvegurinn og iðnaður- inn stöðvast, þá verða kommún- istarnir fljótir að snúa við blað- inu og hrópa á strætum og gatnamótum, að „striðsgróða- valdið“, „bændavaldið“, „kaup- mannavaldið“ og „yfirstétta- valdið“ hafi lagt atvinnuvegi landsmanna í rústir. Þá er þeirra tími kominn til að gera byltinguna, þegar atvinnuleysi og bjargarskortur sverfur að fólkinu. Þá er kominn tími fyrir hina fáu kaldrifjuðu kommún- ista sem stjórna flokknum að koma fram sem bjargvættir hins atvinnulausa fjölda, sem þeir hafa svipt atvinnunni með und- irróðri sínum og blekkingum. Tilboð bændanna. Því verður ekki neilað að bændur hafa lagt fram boð sem ganga í rétta átt. Það er, að færa til haka verðlag afurðanna og vinnunnar. Allir eru sam- mála um það, að kapplilaupið milli vinnulauna og afurða- verðs á árinu 1942 skapaði að mestu leyti þá dýrtíð sem nú er hér ríkjandi. Þess vegna virðist flestum það eðlilegast að dýr- tíðin lækki aftur með þeim hætti að afurðaverð og vinnu- laun lækki í réltu hlutfalli við það sem þau liafa áður orsakað liækkun dýrtíðarinnar. En til- hoði bændanna svarar kommún- istar með því, að þetta eigi að gera „á kostnað stríðsgróðans“. „Var sú tillaga þar með úr sögunni" eins og sagt er í nefnd- arálitinu. Af tilboði bændanna verður að ætla það, að þeir séu reiðu- búnir til að lækka nú þegar verð Scrutator: O Houchdix aÉtwjMWfyS Kvöldvakan. Kvöldvakan i gærkveldi tókst mjög vel, enda var góöum erindum á aö skipa. Lúövík Kristjánsion flutti mjög fróölegt erindi um síra Ólaf Sívertsen í Flatey: Vilhjálmur Þ. Gíslason las upp úr kvæöum Matthíasar um BreiSafjörö, og Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. las upp úr Fornaldarsögum. Milli er- indanna voru hljómplötur meS ís- lenzkum kórum og á eftir Völs- ungasögu var leikiS hljómsveitar- verk eftir Wagner. I Gestir vorir. Samtöl Hjörvarðs Árnasonar um ísland eru áreiðanlega vel fall- in til að kynna landið, og leggur hann bersýnilega mikla vinnu i þessi útvarpsatriði. Meðal þeirra, sem hann hefir átt tal við, eru margir helztu menn landsins' á ýmsum sviðum, og er það mikils viröi, að heyra hvern skýra frá sínu hugðarefni, þótt á stundum sé útlenda málið full-erfitt fyrir Is- lendingana. Fyrir nokkru var Hjör- varður sjálfur spurður spjörunum úr (og mátti segja að kæmi vel á vondan!). Bjöm Björnsson spurði hann margs um byggingalist, og var það mjög fróðlegt á að hlýða, og munu margir bíða framhaldsins, einnig þeir, sem myndu fagna því, að eiga kost á jafn-ágætum erind- um á íslenzku. Slæmur hrekkur. Þið kannist öll við Halifax lá- varð, hinn virðulega sendiherra Breta í Washington. Eftir útlitinu á myndum virðist hann vera mjög alvörugefinn maður, en eftir því sem hann segir frá, á hann það til að vera mesti hrekkjalómur. Einu sinni var hann á leið til Bath í Eng- landi, en rétt áður en komið er inn á járnbráutarstöðina þar, er ekið um dimm jarðgöng. Með honum í klefanum voru tvær rosknar pipar- meyjar, og þegar dimmt varð í klefanum, kyssti Halifax nokkrum sinnum á handarbak sér, svo að small í. Um leið og hann fór út úr vagninum, sagði hann sakleysislega: „Ekki veit eg hvor ykkar það var, sem kyssti mig, en það var ósköp yndislegt". En piparmeyjarnar sátu eftir og mældu hvor aðra. Sýningarskáli listamanna. Borgari skrifaði mér á föstudag um öryggisútbúnað í Listamanna- skálanum og krafðist þeás, að vara- dyr yrðu settar á skálann, er hægt væri að nota, ef óhapp bæri að hönd- um. Gunnlaugur Halldórssori arki- tekt, sem réði byggingu skálans, hefir bent mér á, að frá upphafi hafa slíkar dyr verið á skálanum. Eru þær í þeim endanum, sem fjærstur er innganginum og greini- lega merktar stórum stöfum „Ör- yggisdyr". Á svipstundu er hægt að opna þessar dyr, ef eldsvoða ber að höndum, og eru þær svo breið- ar ,að fjöldi manns getur komizt út um þær á fáeinum mínútum. á afurðum sínum ef verkalaun lækki lilutfallslega. Með þessu mætti framkalla raunverulega dýrtíðarlækkun sem yrði var- anleg. Verður því að álíta að til- boð hænda liafi verið jákvætt, svo langt sem það náði og kommúnistar bera því áhyrgð- ina á því að ekkert samkomulag náðist, með því að bera fram fullkomlega neikvæðar tillögur, sem aðeins voru gerðar til að spilla málinu. Kommúnistar og' tollarnir. • Sú lillaga sem kommúnistar báru fram, auk þess er að fram- an greinir, var afnám allra tolla á vörum sem ganga inn í vísitöl- una. Hagfræðingur sá er gerði athugun á þessu fyrir nefndina segir i álitinu, „að allir út- reikningar í þessu sambandi nálgast það að vera ágizkanir“. En samt sem áður liefir liann gefið álit sem ekki sýnist laust við að vera villandi. Hann segir að tollalækkunin borið saman við 1942 mundi nema 11.1 millj. kr. En hann gizkar á að slik lækkun á árinu 1944 mundi nema 8.5 millj. kr. Slík ágizkun hefir eðlilega við lítið að styðj- ast. Svo reiknar hann út að verðlækkunin sem af þessu mundi leiða á ýmsum vörum, mundi lækka vísitöluna uin 13 —14 stig en á eftir kæmi óbein lækkun 6—7 stig. Við þessu er það að segja, að sú niðurgreiðsla á verði land- búnaðarvara,- sem nú er fram- kvæmd af rikissjóði, hefir lækkað vísitöluna, eða réttara sagt haldið henni niðri um sem svarar líklega 16—18 stig. Það væri því ekki um nein óbein á- hrif að ræða til lækkunar þótt afijám tolla gæti tekið við því hlutverki að lialda visitölunni niðri, eins og beinar greiðslur ríkissjóðs gera nú. Til þess að óbeinu áhrifin gætu komið fram, þyrfti fyrst að sleppa vísi- tölunni lausri og hiða þess að allar óbeinar hækkanir komi fram sem af þvi mundi leiða. Ef að það er ekki gert, þá eru heldur ekki neinar óbeinar lækkanir sem liægt væri að reikna með þótt tollalækkunin kæmi í stað beinnar greiðslu úr ríkissjóði, til að lækka verð innanlands, eins og nú er gert. í útreikningum þessum er þess einnig getið að hinn raun- verulegi tekjumissir ríkissjóðs verði ekki nema lielmingur af tollalækkuninni. Þarna er að likindum rangt farið með. Það hefir verið upplýst á Alþingi að 20 vísitölustig til lækkunar kosti ríkissjóð 3.2 millj. kr. en ekki 4.5 millj. Hins vegar er það auðvitað ljóst að hagnaður rikissjóðs i lækkuðum útgjöld- um ef vísitalan er lækkuð, er hinn sami með hverjum hætti sem það er gert. 1 nefndaráliti kommúnistanna er því lialdið fram að ríkissjóð- ur kaupi nú niður vísitöhma með 15 millj. kr. árlega en að tollalækkunin mundi kosta 8.5 millj. Við eldhúsumræðurnar síðustu skýrði fjármálaráðlierra fi-á því, að gera mætti ráð fyrir að allar dýrtíðarráðstafanir á síðasta ári (1943) mundu nema 9.6 millj. kr. Hins vegar er gert ráð fyrir að sú verðlækkun sem nú er framkvæmd muni kosta ríkissjóð á þessu ári 10—11 millj. kr. Tölur kommúnistanna eru því rangar eins og við var að búast. Niðurstaðan af þessu er þvi sú, að útreikningarnir i sam- bandi við tollana sýnast vera hreinar ágizkanir, sem reynt er að láta líta betur ■ út en efni standa til. Ef útreikningurinn er réttur, sem mjög sýnist dregið í efa af hagfræðingnum, þá er bein vísitölulækkurj 13—14 stig. Óbein lækkun engin. Eftir því mundi núverandi vísitala held- ur hækka ef niðurgreiðslum yi’ði liætt en i þess stað niður felldir tollar fyrir 8—10 millj. kr. sem rikissjóður eðlilega þyrfti að fá bætt á annan liátt. Þetta á að heita „lælckun" verðhólgunnar á miáli lcommún- ista. En þó er eftir að atliuga hversu mikið alvinnuleysi mundi orsalcast af þvi að ullar og skóiðnaður, saumaskapur og annar iðnaður væri lagður í rúst með tollalækkuninni. Hvað „þolir“ útgerðin og frystihúsin? Nefndin lét athuga reikninga 15 togara fyrir árið 1942 til þess að sjá hversu háa visitölu þessi rekstur mundi þola. Niðurstað- an er sú að þessi lielmingur tog- araflotans þolir að meðaltali 265 vísitölustig en þá stendur reksturinn í járnum. Fari vísi- talan liærra, þá hefst taprekstur — eða stöðvun. Virðist mega marka af þessu að afkoma tog- aranna sé heldur farin að rýrna nú, þegar visitalan stendur i 259. Ennfremur voru athugaðir reikningar 7 frystihúsa fyrir ár- ið 1942. Sú athugun sýndi að afkoma þessara húsa hefði þol- að 220 visitölustig. Siðan hafa frystihúsin eitthvað aukið tekj- ur sínar með frekari nýtingu fiskjarins og ódýi-ari umbúð- um. En ekki er líklegt að þau þoli frekari hækkun vísitðlunn- ar en orðið er. Má því vafalaust lítið út af bera til þess að þessi atvinnurekstur stöðvist. Að öllu athuguðu má segja, að starf nefndarinnar hafi orð- ið til lítils enda er sýnilegt að hvorugur aðili hefir haft mik- inn áhuga fyrir að árangur næð- ist. Þó verður að viðurkenna að það sem bændur báru fram var jákvætt. Mönnum ætti nú að vera orðið Ijóst að konnnúnistar vilja ekkert samkomulag, enga lækkun dýrtíðarinnar. Málið verður að leysast án þess að þeirra fulltingis sé leitað. Árshátíð Starfsmannafélags bæjarins verð- ur haldin föstudaginn 4. febr. n. k. og hefst meS borShaldi kl. 7,30 f Tjarnarcafé. Frakkar Harris Tweed Skólavörðustíg 2. Simi: 5231. Nýkomið Astracan svart. Rafmagnsborvélar. Rafmagnsslípivélar. Verkfærabrýni. Smergilslrifur. Casco-límduft. Hamrar. Veggflísar, ýmsir litir. Lndvig §torr.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.