Vísir - 28.01.1944, Blaðsíða 2
VÍSIR
„Er rétt að þeg|a?“
Greindut- og þpautreyndur sjómaðup
íýoir áiiti stnu á breytingum fiski
skipa n na.
Guðmundur Guðmundsson sjómaður, er ritAr eftirfarandi
grein, er fæddur í Ófeigsfirði á Ströndum, sonur hins lands-
kunna dugnaðarmanns Guðmu ndar Péturssonar en bróðir Pét-
urs Guðmundssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í
Strandasýslu í tveimur síðustu kosningum. Guðmundur hefir
sótt sjó af kappi frá blautu barnsbeini, en verið á togurum
síðustu tuttugu árin. —
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Ilersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 0 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Mjólkurskorturinn.
íðasta aldarfjórðung má
heita að mildir vetur hafi)
verið á landi hér og snjóþyngsli
lítiL Sámgöngum hefir verið
hægt að halda uppi mestan tíma
ársins, énda vart heitið að þær
hafi teppzt nema dag og dag á
fjölförnustu fjallvegum í ná-
grenni Reykjavikur. Hinsvegar
ber ekki því að leyna, — sem
ölhim er kunnugt, -— að mjög
bregður til beggja vona um veð-
urfar, óg jafn langur ótíðarkafli
á vetrum .getur gengið i garð og
mildi þeirra hefir vérið langvar-
andi að undanförnu. Vilji menn
búast gegn þvi versta, verða þeir
einnig að gera ráð fyrir, að slíkt
geti yfir dunið, og haga sér í
samrætni við það:
Deila hefir verið uppi und-
anfarin ár hvar leggja beri veg
um fjaligarð Reykjanessskag-
ans, og koma Reykjavík þann-
ig í samband við blómlegustu
landbúnaðarhéruð í nágrenninu.
Hafizt hefír verið handa um
nýlögn vegar að Kleifarvatni
og er nú þar komið á vegarenda,
en ætlunin að halda veginum
áfram með vatninu, um Krísu-
vik og svo sem leið liggur aust-
ur eftir. Miklu fé hefir verið
varið til vegagerðar þessarar,
enda liggur hann um eitthvert
argvitugasta og ógeðfelldasta
ln-unahraun á landi hér, en
miklu meiri fjárhæð verður þó
enn að verja til vegarins áður en
iiann kemst fyrir eystri enda
Kleifarvatns, hvað’þá allar göt-
ur austur um nesið. Á því verð-
ur einnig vafalaust langur drátt-
ur, en sem skjótrastar úrbótai'
er þörf á mjólkureklunni hér í
bænum, þannig að fullnægt
verði brýnustu nauðþurftum að
minnsta kosti. I þvi efni er að-
eins til em leið, en hún er allt
annars eðlis en vegalagning um
Hellisheiði eða brunahraun
Reykjaness. Reykvíkingar verða
að hlútast til um að hafinn verði
rekstur mjólkurbúa hér í nær-
sveitunum, þar sem framleitt
verði það magn af mjólk, sem
íullnægt getur þörfum bama,
sjúkra manna og annara, sem
óhjákvæmilega þurfa að neyta
mjóikur sér til lífsframdráttar.
Jafnliliða þessu getur rikið svo
háldið' áfram vegagerð sinni um
eyðimerkúr, allt þar til náð
er fyrírheitna landinu austan
íj'alls.
MjÓlkurbúsrekstur hér í ná-
grenninu þyrfti á engan hátt að
spdlla markaði mjólkur, sem
flutt er að austan eða úr öðrum
liéruðum. jHér er oft tilfinnanleg
mjólkurekla, en auk þess hlýtur
mjög bráðlega að þvi að líða, að
tekin verði upp flokkun á mjólk,
með vaxandi menningu, og
væri þá ekkert æskilegra, en að
framleidd yrði hér í nágrenninu
barnamjólk, sem væri valin að
gæðum og enginn hristingur eða
samsull. Vegagerð er út af fyrir
sig ágæt, jafnvel á ólíklegustu
stöðum, en leiðir til heppilegrar,
ódýrrar og einfaldrar úrlausnar
eru betri og skjótvirkari.
Reykjavíkurbær liefir eignazt
víðar lendur hér í nágrenninu,
en ókunnugt er um á hvern hátt
ráðamenn bæjarfélagsins hugsa
sér að nytja þær í framtíðinnL
Er hér ekki Ieið, sem til lausnar
veit á vandanum?
Síðastliðin 2—3 ár mun
margur sjómaðurinn hafa velt
fyrir sér þessari spurningu í
sambandi við lileðslu togaranna.
Flestum liefir þó orðið jjögnin
tiltækari, að minnsta kosti á
opinberum vettvangi, og er það
að nokkurum vonum, þvi ekki
liefir það þótt bera karlmennsku
og dug vitni, að telja þaS ófært,
er aSrir kalla fært, og hefir
slikum sjaldnast veriS frami
fyrirhugaður af þeim er ráða
máttu, — en fram stefnir hug-
ur sjómannsins og lydda vill
hann ógjarna kallast. Nokkrar
greinar, sem birzt hafa í blöð-
um bæjarins undanfarna daga,
benda þó til þess,. að menn séu
teknir að rumska til meðvít-
undar um mikilyægi þessa
máls, enda ættu nú jafnvel þeir
að hafa opin augu, sem fastast
hafa sofið. Eg mun nú i eftir-
farandi línum segja hiklaust
skoðun mína á þessu máli og
veit eg, að hún er samhljóða
skoðun flestra reyndra togara-
sjómanna, en til þeirra leyfi eg
mér að telja mig, éftir meira
en 20 ára strit á þeim skipum.
Almenn ofhleðsla.
Ófriðurinn teygir anga sína
langt og að sönnu er hann ál-
heimsb.rjálæði, sem kemur fram
í fleiri mjTidum og viðar, beint
eða óbeint, en menn gera sér al-
mennt grein fyrir. Eitt slíkt ó-
friðarfyrirbæri ætla eg að sé
hin almenna ofhleðsla togar-
anna, sem hefir aukizt jöfnum
skrefum svo að segja frá stríðs-
byrjun, þannig að skip, sem
fyrir strið voru talin fullfermd
af 15—16 hundruð kíttum fiskj-
ar, þeim er nú ætlað að fljóta
landa milli með 28—30 hundr-
uð. Undanfarið liafa sjómenn
oft leitt orð að þri, sín á milli,
hvort búið sé að „stækka"
jienna eða hinn togara, eða
jafnvel hvort búið sé að stækka
hann í annað sinn. Þetta á þó
ekki við það, að skipin séu raun-
verulega stækkuð, lengd, held-
ur er það aðeins farrýmið sem
átt er við. Nú er ekki lengur
spurt um stærð skipanna
sjálfra, heldur hvað koma megi
miklum fiski í þau. Fáir virðast
ljá því lengur nokkura hugsun,
hve mikið megi bjóða skipinu.
Nei! Lestin er bara lengd aftur
í kolageymsluna, þannig er
skipið „stækkað“ og svo er
troðið í hverja smugu og látið
síga og svo troðið aftur og látið
síga á ný, og þannig koll af kolli
unz stútungi verður ekki lengur
komið undir þiljur. Þá er skip-
ið loks talið fullfermt. Þeir, sem
opinskátt láta í ljós vantrú á
hæfni skipsins til að flytja
Jienna farm, þeir eru kallaðir
veifiskatar, sem rægja sitt
„eigið“ skip með því að draga i
efa takmarkalausa sjóhæfni
þess, telja úr mönnum áræði
og dug til sjálfsbjargar o. s.
frv. Nei! — slíkir menn eiga
ekki upp á pallborðið nú á þess-
um „dýrðlegu“ fjáruppgripa
tímum. — *Við þurfum djarfa
menn, — já hetjur!“
Hetjuheitið er glæsilegt, eink-
um þeg^r það er sveipað Ijóma
fjár og frama, — en þvi miður
eru miklar og þungbærar líkur
fyrir þvi, að sú ofdirfslca, sem
stýrt hefir gerðum þeirra
manna, er forgöngu hafa haft
um ofhleðslu skipanna hafi
þegar orðið full dýru verði
keypt. Að vísu verður þvi eigi
neitað, að þeirra ráð hefir fært
þjóðarbúinu í heild og einstök-
um mönnum mikinn auð, en
þurfi sá aukni fjárfengur að
vegast á móti nokkurum tug-
um mannslifa virðist sá sjóður
furðu visinn. „Kapp er bezt með
forsjá“, segir gamallt islenzkt
spakmæli, og ekki þótti sjó-
mennska hólsverð liér fyrr á ár-
um, ef forsjónina vantaði, en
þar sýnist mér og fleirum, að
skarð hafi orðið fyrir skildi,
að því er hléðslu togaranna við-
kemur. ’^
Sýður á keipum.... '.
Eg hefi nú fárið nokkurum
orðum um ofhleðslu togaranna
og talað um hana sem stað-
reynd og eins og eg lofaði í upp-
hafi greinarinnar, liefi eg ekki
dregið dulur á skoðuu mína.
Einhverjir kynnu nú að spyrja:
Hvar eru þá rökin fyrir slíkum
fullyrðingum? Höfum við
kaUnske ekki fengið hleðslu-
merki á skipin, reglugerð og
skipaða eftirlitsmenn með þessu
öllu, og hvað er svo verið að
tala um ofhleðslu? Það er von
að menn spyrji, því vissulega
á svo að heita að allt þetta sé
fengið. Eg mun þó ekki svara
þessum spurningum lið fyi'ir
iið, heldur mun eg svara þeim
öllum með því að skýra frá
nokkurum staðreyndum, sem
munu gefa lesendunum ljósust
svör:
Skip er fyllt suður á Eldeyj-
argrunni. Eftir er að komast í
heimahöfn til að skila af sér
nokkurum* hluta áliafnarinnar,
veiðarfærum og lýsi, áður en
haldið er áleiðis til Englands.
Við venjulegar kringumstæður
er ca. 6 tima ferð heim af þess-
ari fiskileit. Nú er vestan kaldi
og eftir tveggja tíma ferð heim
á leið er kaldinn orðinn að
snörpum vindi, 6—8 vindstig
með tilsvarandi hviku. Þá reyn-
isl eigi fært að halda ferðinni
lengur áfram, heldur verður að
snúa skipinu í vind og sjó og
andæfa í hvikuna með hægri
ferð. Þetta þrautaráð dugir jxj
eigi betur en svo, að skipið ligg-
ur stöðugt undir áföllum, leggst
á aðrahvora hliðina, sitt á livað
og fæst ekki til að rétta sig
löngum og löngum. Helztu ráð-
in verða þau, að moka tií í jiví
kolum, eftir j>vi sem við á í það
og það skiptið, beita slagsíðunni
á snið undir hvikuna, auka ferð-
ina, svo sjóirnir skelli fastar á
yfirbyggingu skipsins og það í
þeirra krafti velti aftur á rétt-
an kjöl. Ýmsu Iauslegu, sem er
fram á skipinu og einhvern
þunga liefir, er fleygt fyrir borð,
því nú er komið í ljós, að skip-
inu munar um hvern þann
þunga, sem þar er. Á samtals-
tíma skipanna lætur skipstjóri
senda. skeyti, sem híjóðar eitt-
hvað á þessa leið: „Erum að
basla við að slóva.“ Bátar frá
Sandgerði og Keflavík draga
Iínur sínar umhverfis togarann,
sem er að „basla við að slóva“.
Hjá jieim er ekkert að, engin
sérstök linutöp. Loks lægir aft-
ur og logarinn svamlar fvrir
Garðskaga og heim og kemur
jiangað eftir sólarhrings heim-
siglingu af Eldeyjargrunni. —
Þetta var nú áður en hleðslu-
merkin komu til sögu, en síðan
liefir j>ó oft verið látinn mun
meiri fiskur í }>etta skip en gert
var í þetta sinn, menn eru alltaf
að ná meiri og meiri lægni i að
troða í lestarnar og svo hefir
skipið lilía verið „stækkað“ síð-
an þetta var.
Við bregðum okkur snöggvast
út í annan togara, sem er að
hefja Englandsferð. Skipið
liggur hér við bryggju þegar rið
i stígum út í j>að. Það hallast lít-
I ilsháttar í bakborð, frá bryggj-
unni. Talað er um, hvort það
liggi á hleðslumerkjum, og ekki
er laust við, að haft sé i flimt-
ingi, að allt hljóti að vera í lagi
með }>á hliðina, sem að bryggj-
unni snýr. Festar eru leystar og
ferðin hafin. Það er vestan
gjóstur, 5—6 vindstig, en j>ó
slarkfært fyrir Garðskaga og
Stafnes. Þegar komið er fyrir
Reykjanes vandast málið, því
nú hefir vindur og sjór heldur
aukizt og eftir klukkustundar
ferð þaðan er kominn 7—8
stiga vindur, en j>að er líka nóg
til j>ess að ekki reynist unnt að
halda ferðinni áfraríi, til j>ess
er nú bakborðssiðan tekin að
kafa lieldur um of djúpt undir
yfirborð sjávarins, því á }>eirri
stuttu leið, sem enn liefir verið
farin, liefir ekki tekizt að rétta
sldpið að fullu. Skipinu er nú
snúið í vind, með bakborðssíðu
vaðandi í kafi, allt fram að
livalbak, skipverjum skipað
niður í kolageymslu til að
moka til kolum. Er nú andæft
\
j>arna í kaldann í fullar sex
stundir og af þvi hvernig brýtur
inn yfir jrílfar skipsins mætti
ætla að veðúr væri mjög vont,
en scm betirí- fór varð ekki af
því í }>etta sinn að vindhraði
ykist fram úr 8—9 stigum i
mesta máta, og lijálpi líka ham-
ingjan j>éim skipum, sem þann-
ig er ástalt um, fari Iiraði lians
mikið fram úr j>eim gráðum.
Það skal tekið fram, að bæði
þessi skip, sem hér um ræðir,
• mega teljast fremur góð sjó-
skip eftir því sem togarar yfir-
leitt eru, og með skaplega
hleðslu mundu þau í slikum
veðyum hafa haldið áfram með
sinni venjulegu fullu ferð, án
j>ess að ástæða hefði j>ótt til að
óttast nokkkuð veðurs vegna,
enda svo margoft, bæði fyrr og
síðar haldið áfram í vei-ri veðr-
um. Eg nefni jæssi tvö dæmi
hér, ekki vegna j>ess, að j>au
séu sérstaklega einstæð um
hleðslu togara síðastliðin 2—3
árin. Þvert á móti mun margt
J>að liafa gerzt á ferðum j>eirra
á j>essu límabili, sem mundi, ef
skráð væri, sýna enn betur rétt-
mæti Jjeirrar fullyrðingar, að
yfirleitt hafi }>eir verið ofhlaðn-
ir til Englandsferða til þess að
J>eir með réttu gætu talizt sjó-
færir. Mér liafa orðið þessar
tvær sögur tiltækari en ýmsar
aðrar vegna j>ess, að mér er
persónulega kunnugt um sann-
leiksgildi j>eirra af eigin raun
sem j>átttakandi í umræddum
ferðuni, svo og, að eg tel, að
þær sýni glögglega, að uin of-
hleðslu hafi verið að ræða. Vil
eg nú hæta hér við tveimur frá-
sögnum, sem eg liefi að visu
eftir öðrum, en eg tel jx> ekki
ástæðu til að rengja.
Annara reynsla.
Skip er á heimleið af Hala-
miðum. Veður er stillt og sjór
ládauður. Hefir því gefizt gott
tækifæri til að láta vel í fleyt-
una, — en leið hennar liggur
nú framhjá Látrabjargi, en þar,
út af Bjargtöngum, er straum-
ur í sjó, sem kunnugt er, og er
j>ar því oft nokkur ýfingur j>ótt
annarstaðar sé tjarnslétt. Skip-
verjar liafa verið að fiskiaðgerð
á leiðinni og eru nú nýloknir
j>ví starfi, er skipið kemur að
Röst, en nokkur fiskur er á
þilfari, því lestarrúm er þrotið.
Þeir eru glaðir og reifir yfir vel-
lieppnaðri veiðiferð og* góðu
veðri. Sólin stafar geislum sín-
um á glitrandi sjóinn og geislar
hennar kæta einnig og verma
liugi mannanna, sem nú eru á
leið heim til ástvina sinna í
landi að loknu miklu og hættu-
legu starfi. Skyndilega þyrmir
alvöru j>essara trylltu tima yfir
glaðværa hugi þeirra. Á stjórn-
palli vei’ðpr uppi fótur og fit,
stýrið fært úr horði í borð, vél-
sima hringt, hálfa ferð! hæga
ferð! o. s. frv. allt eftir því sem
bezt reynist til að halda skipinu
á sem réttustum kili. Hvað hef-
ir skeð? Það, að nú hefir skipið
skriðið inn í straumkast Látra-
rastar, straumþungi hennar
Ieggst á aðra hlið J>ess og hrind-
ir skipinu á hina hliðina það
mikið, að sjór fellur inn yfir
lágreistan öldustokk j>ess og
dregur síðuna meira Og meira
niður með þunga sínum. Nú, í
þessu blíðskapar veðri, reynist
þessum togara, sein svo marga
liildi hefir háð við hvitfextar
öldur úthafsins og ávallt borið
sigur af hólmi, fullerfitt að
komast leiðar sinnar yfir
Látraröst Nú, jægar hverju
tveggja manna fari hefði verið
þar allar leiðir færar.
Annað skip er að fara fyrir
Garðskaga. Einnig það er að
koma fullfermt úr veiðiför.
I Skipverjar liafa nýlokið fiski-
aðgerð þegar skipið beygir inn
í Flóann, því veður hefir verið
gott og allt sýuist í stakasta lagi.
Fyrr en varir fellur sjór inn
vfir annan öldustokk j>ess og
skipið fer að hallast. Það hall-
ast meira X>g meira. Hvað er að
tarna? Hvað ætlar nú að verða
úr þessu? hugsa menn í fyrstu.
Brátt liggur skipið bókstaflega
á liliðinni. Einn hásetinn, sá
sem er við stýrið, verður hold-
votur yfir höfuð af sjó sem
rennur inn i brúna gegnum tvo
ópna glugga til lilés. Amerisk-
ur tundurspillir, sem staddur er
skammt í burtu, óttast hvað
verða muni, setur á fulla ferð í
átt til togarans, sem virðist svo
nauðulega staddur. Vafalaust
liugsa þeir sér að bjarga því,
sem bjargað verður, en sem
hetur fer þarf eigi aðstoð hans
i j>etta sinn, því þrátt fyrir allt
kemst jx> skipið aftur á réttan
kjöl af eigin rammleik.
Eftirlitið.
Um hið nýstofnaða eftirlit
með hleðslu skipanna get eg
verið fáorður. Læt eg mér nægja
að benda á sögu þá, er nýlega
birtist í einu dagblaði bæjarins
um fiskinn, sem færður var úr
lest og á þilfar togarans Júpíter
í Hafnarfirði. Virðist mér hún
furðu táknræn um framkvæmd
ýnríssa laga og reglugerða í
j>essu kunningsskapar og frænd-
semis landi. Síðan reglugerðin
tók gildi held eg að j>ess séu fá
dæmi, að fiskur hafi verið tek-
inn í land úr togara, ef nokkur
eru, vegna ofhleðslu, og hefir
þeim einhvemveginn tekizt að
flytja álika þunga farma og áð-
ur og jafnvel þyngri. Þetta, út
af fyrir sig, virðist mér gefa
nokkura bendingu um þá hlið
málsins.
Það sem hér að framan hefir
verið sagt um ofhléðslu skip-
anna, verð eg að láta nægja í
bili. Væru allar j>ær sögur
skráðar, sem ganga meðal sjó-
manna um ofhleðslu skipanna
og sem við hefir legið að vald-
ið liafi stórslysum, yrðu senni-
lega\ áhöld um hvort menn
teldu undursamlegra, ofurkapp
ráðamanna jxrírra, eða liitt, að
Utlærð
hárgreiðslukona
óskast sem fyrsL Uppl. gefa-
ar i síma 4109,
B‘111
nÞórff
fer héðan til Borgaraess kl.
2 síðd. á morgun og frá Borg-
arnesi áftur kl. 8 á sunnu-
dagsmorgun. Kemur við á
Akranesi i báðum leiðum. —•
Tekið verður á móti flutningi
árdegis á morgun.
Vermeiin
óskast suður með sjó. Uppl.
á Lindargötu 42 A, uppi. —
„GERBERS"
Barnamjöl
er talið af læknum og Ijós-
mæðrum vera næringarbezta
barnafæða.
Fæst i dósum og pökkum í
VERZLUN
Theodór Siemsen
Sími 4206.
Sáiílku
vantar okkur um tveggja
mánaða tima.
Smjörlíkisgerðia
UÓMI,
Þverhalt 21.
Skíðafatnaður
fyrir dömur og herra:
Svefnpokar
Bakpokar
Skíðablússur
Anorakar
Skíðahúfur
Legghlífar
Vettlingar
Ullartreflar
Sokkar
Hliðartöskur
Peysur
Skíðaáburður
GEYSIR H/F.
FATADEILDIN.
I er miðstöð verðbréfavið-1
I skiptanna. — Sími 1710. J