Vísir - 29.01.1944, Page 2
V IS IR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Rjtstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
fStrifstofSI Féiágsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstrseti).
Síntar: 16 0 0 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Mergurinn málsins,
orgunhlöðin skýra frá því
í gær, að nokkurar um-
ræður hafi farið fram á AlJ>ingi
i fyrradag varðandi öryggismál
sæfarenda, og hafi merkur
þingmaður ráðist liastarlega á
atvinnumálaráðlierra fyrir
hversu . slæjega hann héldi á
dómsvafdnnt,, og beint þeirri
kröftí 'til hans sérstaklega að
starfsmeini þessa blaðs yrðu
kallaðir fýrir jíjórétt til j>ess að
gefa skýrslu i málinu. Atvinnu-
málaráðlierra niun að vonum
hafa orðið fátt um svör, að. því
er dómsvaltlið snerti, og. fyrir
þvi kaus rítstjórn blaðsins þann
kostinn að skýra frá því utan-
réttar í blaðinu, hvar megin
uppistaðán hefði fengizt í grein-
ar þær, sem hér hafa birtzt að
undanförnu, enda hefir rit-
stjómin engu að leyna í þvi efni.
Það er hejldúr ekki óttalegt að
mæta fyrir sjórétti og gefa
greiðar og sannar upplýsingar,
enda gæti jafnframt komið til
mála að unnt yrði þá samtímis
að veita þurfandi meðbræðrum
lögfræðilega aðstoð fyrir dóm-
inum, Blaðið mun leitast við,
hvort sem er utan eða innan
réttar, að auka á öryggi þeirra,
er á sjóinn sækja og unir vel
því hluLskipti sínu.
Hér í blaðinu birtist alhyglis-
verð grein í gær, eftir þaul-
reyndan sjómann, Guðmund
Guðmundsson frá Ófeigsfirði,
sem sjálfur hefir siglt á fiski-
skipum fyrir og eftir ófriðar-
byrjun. Lýsir hann þar rólega
og æðrulausl breytingum, sem
á skipunum hafa verið gerðar,
og telur að af eitt hundrað tonna
farmaukningu, lendi að minnsta
kosti 3/4 hlutar ofan við liæðar-
miðju farmrýmisins og geti þá
allir séð hvort röskun hafi orð-
ið á jafnvægis- eða miðþyngdar-
línu skipsins. En hér eru þó ekki
öll kurl til grafar koinin. Ofar
miðþyngdarbnu skipsins liefir
]>að eínnig verið þyngt með ör-
yggisráðstöfunum, sem ekki er
vert urn, að ræða, en hafa veru-
lega þýðingu, og ]>ar við bætist
svo enn, að i vetrarveðrum
verða skipin oft og einatt brynj-
uð klaka, sem vafataust má
vega í smálestum. Segir sig þá
sjálft að ekki má mikið út af
bera tií þess að vandræði liljót-
ist af.
Þegar rætt er um öryggisráð-
stafanir til handa sjómönnum,
felast ekki í því ásakanir gegn
neinum þeim, sem að útvegin-
um standa. Sé þar um ofurkapp
að ræða er það sameigirileg synd
allra þeirra, sem þar eiga blut
að máli, <v> þegar sýnt er að
slík hleðsla, sem að framan er
lýst, samfara hamförum vetrar-
veðra, getur verið stórlega var-
liugaverð og má í rauninni títið
út af bera, er ekki nema eðli-
legt að af því verði þær álykt-
anir dregnar að hér sé breyt-
inga þörf. Ættu skipstjórnar-
menn þar að hafa forgöngu og
bindast samtökum sín í mill-
um um að hlaða skipin ]>annig,
að eðlitegt öryggi skapist, en
keppi hinsvegar ekki að hinu,
að koma sem mestum afla á
land eða á erlendan markað.
Sjómánnastéttin hefði sjálf átt
að liafa hér forgönguna, þannig
Verður Menntaskólinn
íluttur að Laugarnesi?
IVe€ndaráIiÉ komið til kennslnmálaráðherra.
Viðtal við Guðjón Samúelsson húsameistara rikisias.
austið 1942 skipaði kennsIumálaráðheiTann, sein
þá var Magnús Jónsson, nefnd manna til þess að
athuga og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um stað
fyrir framtíðarhúsakost Menntaskólans í Reykjavík.
Nefndina skipuðu Guðjón Samúelsson húsameistari
ríkisins, formaður, Pálmi Hannesson rektor og Hörð-
ur B jamason arkitekt.
Nefndin hefir nú skilað áliti til kennslumálaráðhen*a og nefn-
ir í því tvo staði, sem til greina komi. Annað er staður sá, þar
sem Menntaskólinn stendur nú, með því að kaupa og rifa hús
þau, sem standa fyrir ofan skólann og takmarkast af Amt-
mannsstig, Þingholtsstræti og Bóktilöðustig, en hinn staðurinn
er í Laugarneslandi.
Vísir hefir snúið sér til for-
manns nefndarinnar, Guðjóns
Samúelssonar húsameistara.
Segir liann að báðir staðirnir
liafi til síns ágætis nokkuð, en
einnig ókosti, enda kemur það
fram í nefndarálitinu.
Nefndinni er sérstaklega fal-
ið að athuga, hvort ekki væri
liægt að koma skólanum fyrir
á þeirri lóð, er nú tilheyrir
Menntaskólanum, þannig að
gamla skólahúsið stæði þar á-
fram, en hinsvegar yrði á brott
numdar takmarkanir þær, sem
undanfarandi liafa gilt um upp-
töku þeirra nemenda, sem stand-
ast inntökupróf i gagnfræða-
deild skólans.
Um þessi atriði segir svo i
nefndarálitinu:
„Nefndin telur liúsakost langt
frá þvi að fullnægja þörfum
stofnunarinnar. Skótahúsið
sjátft, þótt vandað sé í fyrstu
og veglegt, er of gamalt og
stenzt livergi nærri kröfur nú-
timans til slikra húsa. Þó telur
nefndin að notast mætti við hús-
ið um nokkurt árabil fyrir hæfi-
lega marga nemendur, t. d.
máladeild skólans, en nú er það
langsamlega ofskipað. Leikfim-
ishús skólans er ónotliæft, eftir
að ekki liefði þurft að koma til
blaðaumræðna um jafn við-
kvæmt mál, þótt undan því yrði
ekki komizt vegna almenns og
sjálfsagðs öryggis. í sambandi
við ]>essar umræður hefir verið
reynt að læða því inn lijá al-
menningi, að þær væru óviðeig-
andi sökum þess að nýlega
hefði skip farizt með allri á-
höfn. Það er rétt og það, sem
orðið er verður ekki afturkall-
að, en ennþá flýtur meginhluti
íslenzka fiskiskipaflotans með
öllum áhöfnum, og það er
þeirra vegna, sem umræður
]>essar eru nauðsynlegar. Með
þeim ér ekki verið að ýfa sár
syrgjenda, lieldur öllu frekar
að gefa þeim þá hugarfró, sem
og öðrum aðstandendum sjó-
manna og sæfarenda, að þeim
verði af öllum aðilum skapað
sem mest öryggi. Þeir menn,
sem telja sæmilegt að bera slík-
ar ásakanir fram í garð þessa
blaðs eða annarra, sem láta sig
málið skipta, skilja ekki, að
tímans fylling til umbóta er
komin og málinu verður ekki
lengur skotið á frest eða drepið
á dreif. Áföllin eru orðin svo
mörg og svo stór að engu er við-
bætandi, megi þeim á annað
borð afstýra.
Þótt menn utan þings sem
innan láti undan þeirri til-
hneigingu að svala skapi sinu i
tíma og ótíma, verða þeir einir
að vera um það, en aðrir ekki,
og vonandi hefir það engin á-
hrif á auknar öryggisráðstaf-
anir af opinberri liálfu, hafi ein-
staklingarnir ekki sjálfir mann-
dáð til að hrinda þeim í fram-
kvæmd.
dvöl liins hrezka hers þar, og
verður ekki notað nema eftir
mikla endurbót. Ef skólinn
verður áfram á sama stað, telur
nefndin sjálfsagt að skólahúsið
verði notað fyrst um sinn, vegna
sögu sinnar fyrst og fremst, og
liafa þar um 100 nemendur, t.
d máladeild, eins og áður segir.
En auk þess þarf að reisa ann-
að hús fyrir kennslustofur, leik-
fimissali, lestrarsal, samkomu-
og fundarsal o. s. frv. En með
því að ekki þótti unnt að gera
tillögur um húsakost fyrr en
skólastaður væri að fullu ákveð-
inn, snéri nefndin sér að því
verlcefni einvörðungu.
Við val á skólastað finnst
nefndinni máli skipta, að mikið
land sé (il afnota og að það sé
sem sléttlendást, vegna leik-
vallagerðar o. fk, ennfremur að
þar sé skýlt og að skólinn sé
þannig settur, að sem minnst
truflun sé af umferð og háreisti.
Loks ]>ykir nefndinni æskilegt
að staðurinn sé merkur af nátt-
úru sinni eða sögu.
Nefndin hefir athugað alveg
sérstaklega lóðarstæði það, sem
Menntaskólinn stendur á nú.
Telur liún að sakir sögulegra
menja væri að öðru jöfnu verj-
andi meiru fé i að auka húsakost
skólans á ]>eim stað, sem hann
er nú, lieldur en annarsstaðar,
enda þótt lóðin geti ekki talizt
heppil. á margan hátt. í fyrsta
Iagi er lóðin of lítil, hún yrði
að vera 5000 fermetra stór, og
það mætti takast, ef lagðar væru
til skólans aðrar lóðir milli
Amtmannsstigs og Bókhlöðu-
stígs upp að Þingholtsstræti.
Samkvæmt lauslegri áætlun
mundu lóðir og hús á þessu
svæði kosta liátt á 2. miiljón
króna eftir núgildandi verðlagi.
En þetta er ekki eini ókostur-
inn, sem er við lóð Menntaskól-
ans. Halli liennar er mikill, svo
að hún er óhentug til leikavlla-
gerðar og opinna svæða, sem tal-
ið er sjálfsagt við hverja nýtízku
skólabyggingu. Auk þess er
þarna erfitt um byggingu sam-
stæðrar skólalieildar, nema ]>á
með gífurlegum tilkostnaði.
Á meðan nefndin starfaði,
var lögð fram tillaga slcipulags-
nefndar um lóðaskipun við
Lælcjargötu, meðal annars
Menntaskólalóðina, sem gert
er ráð fyrir að verði skert að
allverulegu leyti. Er þar enn-
fremur gert ráð fyrir flutningi
hins gamla slcólahúss sunnar á
lóðina, vegna nauðsynlegra op-
inberra bygginga annaiTa, sem
þar er ætlaður staður, og skiptir
þá ekki miklu máli að óliti
nefndarinnar, hvort liúsið er
rifið með öllu e.ða fært til.
Munu þá rísa þarna byggingar
í allt öðrum stíl en lcomið geta
til mála með byggingu skóla-
liúss, svo að það mundi stinga
mjög i stúf við umhverfið, ef
það væri látið standa við Lækj-
argötu framvegis.
Ef þessar tillögur skipulags-
nefndar ná fram að ganga, telur
nefnd sú, sem um stað fyrir
Menntaskólann fjallar, heppi-
legra að finna skólanum annan
stað með nægilegu landrými, og
reisa houm þar nýtízku liúsa-
kost af grunni. Að ýtarlega at-
liuguðum þeim stöðum innan
takmarka bæjarins, sem að
dómi nefndarinnar væru líkleg-
astir sem skólastaðir, hefir
nefndin komið sér saman um
að mæla með því, að framtíðar-
liúsakosti skólans verði valinu
staður í Laugarneslandi, en til-
högun staðaiáns og staðsetning
húsanna nánar ákveðin í sam-
ráði við skipulagsnefnd, og sam-
kvæmt skipulagstillögum af
þessu svæði.
íþróttasýningar og mót 1 9 daga
samfleytt í tilefni af 55 ára afmæli
Glímufélagsins Ármann.
GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN varð 5 ára 15. des. a. I. f til-
efni af afmælinu efnir félagið til stórfelldra sýninga, kapp-
leikja og samkoma sem standa samtals í 9 daga og hefjast f
kvöld með þakkarhátíð í Jósefs-dal.
Aðalhvatamenn að stofnun Ár
manns voru þeir síra Helgi
Hjáhnarsson og Pétur Jónsson
hlikksmiður. Nú er félagatalan
alls 1300—1400 manns. Innan
félagsins eru starfandi 16 deild-
ir og í sumum þeirra eru skráð-
ir um 100 virkir félagar, sem
þátt taka í æfingum. Félagið
heldur uppi kennslu alla daga
vikunnar fyrir flokka sína og
flesta dagana er kennt í 6—7
klst. Átta kennarar og þjálfarar
starfa á vegum félagsins.
Ármann hefir sýnt iþróttir í
7 löndum og á 132 stöðum sam-
tals, bæði utanlands og innan,
en sýningarnar skipta mörgum
hundruðum.
Afmælisthátíðahöldin hefjast
í kvöld með svokallaðri þakk-
arhátíð i Jósefsdal. Þar koma
þeir saman, sem unnið hafa að
byggingu Skíðaskálans.
Á morgun fer fram innanfé-
lagskeppni í svigi í öllum flokk-
um.
Á mánudaginn hef jast hátiða-
liöldin hér i bænurn, er síðan
fara fram alla daga vikunnar í
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar.
Þá verður liin svokallaða onp- ]
unarhátíð. Koma þar allir þeir
flokkar fram, sem sýna seinna í
vikunni, en úrvals fimleika-
flokkar karla og kvenna sýna
undir stjórn Jóns Þorsteinsson-
ar. —
Þriðjudaginn 1. febrúar fer
Skjaldarglíma Ármanns fram.
Þátltakendur verða 16, frá 4
félögum, þ. e. 5 frá Ármanni, 5
frá K. R., 5 frá í. R. og 1 frá
Umf. Trausti. Keppa þar ýmsir
lieztu glímumenn þessa lands, þ.
á m. tveir glímukóngar, þeir
Guðmundur Ágústsson og Krist-
mundur Sigurðsson.
2. febr. sýna úrvalsfimleika-
flokkar Ármanns aftur.
Fimmtudag 3. febr. verða sýn-
ingar fyrir börn, fimleikar:
„akrobati“ o. fl.
Á föstudaginn fer fram harid-
knattleikskeppni. Keppa þar
kven-meistaraflokkar Ármanns
og K. R. og meistaraflokka
karla frá Ármanni og Val. Auk
þess verður sýningarleikur.
Laugardaginn 5. febrúar fer
hnefaleikamót Ármanns fram
og verður keppt í 7 þyngdar-
flokkum.
Hátðahöldin enda svo með
hófi miklu í Tjarnarcafé Iaugar-
daginn 12. febr.
Aðgöngumiðar að öilum þátt-
um hátiðahaldanna fóst i bóka-
verzlunum ísafoldar og Lárusar
Blöndal.
Krl8tján GiðlasgssoB
HMtaréttarlðfmaBw.
Skrifstofutími 10-12 og 1-0.
HafnarhúsiS. — Sfmi MH
JN&’
&
hreinar og góðar
kaupir hæsta
verði
Félagsprentsmiðjan h f.
Scrutator:
JIglcIAvl aÉ/nemuj^s
Rikisspitalna
vantar nokkrar starfsstúlkur,
þvottakonur eða þvottamann.
Uppl. á skrifstofu ríkisspít-
alanna í Fi skifélagshúsinu.
Tónlistarhöllin.
Samkór Reykjavíkur gaf allan á-
góða af söngskemintun sinni í fyrra-
kvöld til Tónlistarhallar í Reykja-
vík. Kórinn hafði áður haldið þrjá
hljómleika, sem allir voru fullsetn-
ir. Þótt kórinn sé ungur, hefir hann
mjög greinilega fengið að kenna á
húsnæðisvandræðum, eigi síður en
eldri kórarnir. Æfingar sínar hefir
kórinn orðið að halda á ólíkustu
stöðum, en hljómleikana líkt og
aðrir annað hvort skömmu eftir
matmálstíma á helgum eða löngu
eftir Iiáttatíma á virkum dögum.
Það er því engin furða, þótt ungur
og áhugasamur kór Iíti löngunar-
augum til þeirra tíma, er tónelskir
söngiðkendur geta haft umráð yfir
góðu húsnæði allan frítíma sinn
til æfinga og hvaða skikkanlegan
tíma sem er til hljómleika. Og nú
hefir lieyrzt, að fleiri kórar muni
gera slíkt hið sama.
Gaman að syngja.
Eg átti tal við formann Samkórs-
ins í morgun, og var hann ákaflega
ánægður með hljómleikana. Kvað
hann það hafa verið unun, að syngja
fyrir fólkið, sem þá var í húsinu,
vegna þess, hversu vel allir virtust
skemmta sér. Hann sagði, að lesa
hefði mátt sönggleðina úr hverju
,andliti, enda létti yfir kórnum, og
öllum þótti gaman. „Eg hefi ekki
gert mér það Ijóst fyrr,“ sagði hann,
„hvað átt er við með því að kom-
ast í satyband við áheyrendur." —
Já, það er sannarlega rétt. Það er
bæði gaman að syngja og heyra
góðan söng. Böse Menschen singen
nicht, sagði Göte, og það er útlagt:
óþokkar syngja ekki. Þótt eg þori
ekki að gefa öllum syngjandi mönn-
um eitt allsherjar heiðarleikabevís,
]>á er svo mikið hægt að fullyrða,
að tæplega getur hollari, saklausari
og hjartanlegri skemmtun en söng-
inn, og það gildir jafnt, hvort sung-
ið er „hver með sínu nefi“ eða eft-
ir flóknum og settum reglum hins
listræna söngs.
Þjóðkórinn.
Og þá er eg kominn að allt öðr-
um og miklu stærri kór, Þjóðkórn-
um, sem söng í fyrrakvöld í út-
varpið eftir alltof langa þöng. Dag-
skráin, sem var „sundurlaus en ekki
samfelld", eins og Páll komst að
orði, var mjög skemmtileg og við
óæðri meðlimirnir rauluðum með
af mesta kappi. Páll minntist þess,
að hann hafði á síðastliðnu sumri
haft tækifæri til að stjórna þjóð-
kórsbrotum undir beru lofti á
skemmtunum Skógræktarfélagsins,
og í því sambandi drap hann á það,
að gaman væri, ef hægt væri að
halda reglulegar söngvahátíðir und-
ir beru lofti öðru hvoru. Þá gætu
Sunnlendingar hitzt á Þingvöllum,
en Norðlendingar til dæmis í Ás-
byrgi, sem Páll telur glæsilegustu
sönghöll heimsins. Loks er jafnvel
í ráði að efna til samkeppni um,
hver kunni flest lögin, og er ekki
að efa, að það verður vinsælt kapp-
mót. Eg get ekki stillt mig um aÖ
taka upp eina af leiðbeiningum Páls
til kórsins, en hún var eitthvað á
þessa leið: „Nú er frost á Fróni
á að syngja hratt og létt, til að hita
sér, en ekki með hitaveituhraða,
þar sem tómur kuldi og forstopp-
elsi og frost í æðum ....“ Krökk-
unum þótti mest gaman að Fyrr var
oft í koti kátt. Það væri annars
gaman, ef barnatímarnir væru svona
skemmtilegir.
Krisuvíkurvegurinn.
Það er mikil ánægja með Krísu-
víkurveginn núna, þessa snjólausu
vetrarbraut austur á mjólkurlandið.
Og Mjólkursamsalan með formann-
inn, sem þekktur er að áhuga fyrir
breiðum og góðum bílvegum, býður
mönnum að skoða mismun á sköfl-
um 4 Hellisheiði og Krísuvíkurveg-
inum, sem er eins og rennisléttur
flugvöllur. En úr því verið er að
byggja þennan veg, hví í ósköpun-
um hugkvæmdist ekki samsölunni
að láta ljúka við veginn fyrst, áður
en tekið var að eyðileggja mjólkur-
framleiðslu í bæjarlandinú og í ná-
grenninu? Það hefði að minnsta
kosti verið betra fyrir kaupendur
í Reykjavík og seljendur austan-
fjalls, þótt enginn ætlist til að ver-
ið sé að taka tillit til manna, sem
ætla sér þá ósvífni, að reyna að
framleiða mjólk þar sem eðlilegast
virðist — nefnilega sem næst mark-
aðnum.
Til sölu
Kommóða, bókahilla, Radio-
borð og rúmstæði. Allt sem
ný,tt.
Selt með niðursettu verði
vegna plássleysis.
Til sýnis kl. 5—7,30 i
Suðurgötu 5.
Svínakjöt
Nautakjöt
Hangikjöt
Saltkjöt
Svið.
lrer»I.
Kjöt & Fiiknr
Símar 3828. og 4764.