Vísir - 08.02.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 08.02.1944, Blaðsíða 3
• VlSIR Ari Arnalds sýslumaður: I Noregi 7. júní 1905 Vegna þess að málsgrein Kftfði failið niður aftarlega í grein Ara Arnalds í gær, birtir Vísir hér síðustu málsgreinar þess hluta greinarinnar. Konungur neitaði að sam- þykkja frumvarpið og einnig neitaði hann að veita norsku sljórninni lausn. Enda sá kon- ungur þá glöggt, að honum myndi ekki vera fært að mynda norska stjórn. t næstu 10 daga, frá neitun kcmungs, 27. mai tií 7. júní, var norska þjóðin eins og þrumu lostin af ótta við það, hvað koma myndi. Stöku raddir heyrðust um það meðal almennings, hvort ekki myndi vera reynandi að semja á ný við Svía. En þær raddir voru fram komnar af ótta við stríðstilkynningu frá Svíum þegar í stað. Allur fjöldi almennings örvaði hins vegar til einbeittrar framkomu, þótt ögrandi striðstilkynning kæmi frá Svium. Stórþingið og stjórnin norska réði ráðum sínum þessa 10 daga og nætur, mest á lokuðum fundum, og almenningur vissi ekkert hvað gert vrði, óttaðist að allt samkomulag norsku stjórnmálaflokjkanna myndi rofna. Allar þessar 10 nætur fór hver eimlestin eftir aðra, hlaðn- ar hermönnum og hergögnum, frá Oslo til norsk-sænsku landa- mæranna, af ótta við innrás frá Svíþjóð. Loks að kveldi hins 6. júní var heyrinkunnugt í Oslo, að næsta dag, 7. júní, klukkan 10 að morgni, yrðu tilkynntar i Stórþinginu ákvarðanir þings og stjórnar um þetta mikilvæga mál. En enginn vissi hverskon- ar ákvarðanir það yrðu. Af þessu öllu má sjá, að ekki var að undra, þótt alvara og þögn hvildi yfir í Stórþinginu, síðustu 10 mínúturnar fyrir kl. 10, hinn 7. júní 1905, eins og, eg minntist á áðan. En nú eru þessar þögulu mín- útur liðnar, lieyrendur góðir, og vér höfum áttað oss dálítið á að- draganda þessarar . alvarlegu stundar. Vér skulum svipast um í þingsalnum og ljá eyru því, sem þar gjörist. Klukkan sló 10. Dyrnar að ráðherrasalnum opnuðust og inn gelck fyrstur Christian Mich- elsen forsætisnáðherra og í fylgd með honum allir ráðherrarnir. Þing var sett og þessar álykt- anir gjörðar: 1. Fyrst skýiði forsætisráð- herra Michelsen frá því, að þar sem konungur hefði neitað sam- þykkis á konsúlafrumvarpinu, þá væri ráðuneytinu ekki fært að halda áfram embættisstörf- um, vegna vöntunar á konungs- valdi til ákvarðana. —- Og þar sem konungur hefði neitað lausnarbeiðni ráðuneytisins, þá yrði ráðuneytið að snúa sér til þingsins með lausnarbeiðni sína, því þinginu bæri að talca frekari ákvarðanir hér að lút- andi. — Þingið tók lausnar- heiðnina tafarlaust til greina. 2. Því næst gaf Stórþingið Michelsen og ráðherrum lians umboð, til þess að gegna sönni embættum áfram, sem norskt ráðuneyti. — Jafnframt fól Stórþingið Michelsen-ráðuneyt- inu að hafa á hendi konungsvald Norvegs. Það er að segja, vald það, sem konungur hafði sam- kvæmt grundvallarlögunum norsku; en með þeim breyting- um, sem nauðsynlégar Væru fyr- , ir það, að sambandið milli Nor- í vegs og Svíþjóðar væri slitið, þar sem konungurinn „fungeraði“ ekki lengur sem norskur kon- ungur. (Orðið „fungeraði“ not- að). Þetta var samþyklct umræðu- laust og í einu liljóði. Þá fór mikil gleðihrifning um allan þingsalinn. — Þessi mikilsverða ákvörðun sleit sambandinu við Svíþjóð, og ákvörðunin rökstudd þann- ig: Þar sem konungurinn gæti ekki myndað norska stjórn, þá væri liann útilokaður frá því, að geta gegnt konungsstarfinu eða konungsköllun í Noregi. 3. Loks samþykkti Stórþing- ið í einu liljóði ávarp til kon- ungs, þar sem skýrt var frá því, sem gjörzt hafði í Stórþinginu, og þess jafnframt farið á leit við konung, að liann gæfi leyfi til jiess, að prins af Bernadotte- ættinni, mætti taka við kosn- ingu sem konungur Noregs. Að þessu loknu var þingi slit- ið. Um leið og þingi sleit, vav sem menn hefðu himin liöndum tekið. Allsstaðar kváðu við gleði- óp svo mikil, að varla lieyrðist mannsins mál. Stöku setningav ómuðu hæst, svo sem, lif isjálf- stæði Norvegs, lifi Michelsen, lifi eining Norðmanna um aldur og ævi. Eg þaut út úr hlaðamanna- stúkunni ásamt enska félagan- um, (þriðji félaginn, Svíinn, var liorfinn), og fórum við inn á Grand Hótel og fengum okkur Iiressingu. Þar var brátt yfir- fullt, mest af stúdentum. Allt endurómaði af ættjarðarsöngv- um, ekki aðeins þarna inni, heldur einnig um allar götur, og aðra veitingastaði. Búðum og vinnustofum var lokað, og verkamenn gengu frá vinnu- stöðum i fylkingum, syngjandi „Ja, vi elsker" og aðra þjóð- söngva. — Við félagarnir tók- um þátt í hátíðahöldunum fram eftir deginum. Þegar við fórum niður á járnbrautarstöðina, varð naumast hægt að komast gegnum mannþröngina á göt- unuin. Komumst við með naum- indum með lestinni heim á Li- an. Allstaðar ómuðu þjóðsöngv- arnir. Skömmu síðar sátum við niargir sumargestirnir þarna á svölunum í Hammerspensionat á Lian, reif'ir í huga, og rædd- um um stórviðburði dagsins. — En allt í einu drundi i fall- byssunum i Osló og um allan Óslófjörðinn. Og drunur þessar ætluðu aldrei enda að taka. Felmtri sló yfir alla. Voru þessar drunur boðberar innrás- ar og árásar frá Svíþjóð? — Skýringin kom skjótt, simað frá Ósló þannig: Símskeyti komið frá kon- ungi, þar sem tilkynnt er, að Stórþingsákvarðanirnar þenn- an dag skoðaðist sem uppreist, orðið „Oprör“ notað. — Þetta sama kvöld, kallaði norska stjórnin herskylda menn frá heimilum sínum. En símskeytinu um það, að gjörðir og hátterni Stórþingsins væri skoðað sem uppreist (Oprör), var ekki haldið mjög á lofti, en beðið rólega eftir nánara svari. Enda kom það þremur dögum síðar, 10. júní. Mótmælti konungur þar kröft- uglega gjörðum Stórþingsins, en minntist ekkert á lilboðið viðvikjandi „Bernadotte-prins- inum“. — Vafamál mikið var nú, livernig konungur myndi snúa sér í málinu. Mvndi kon- ungur ætla sér að halda 'sam- bandinu með vopnavaldi. Og hvernig myndu þá önnur Evr- ópuríki snúast við því? — Hinn 15. júní var utanríkisráðunevti sett á stofn í Norvegi af Mich- elsens-stjórninni og i það em- bætti skipaður einn af færustu mönnum Norðmanna, stjórn- vitringurinn Jörgen Gunnarson Lövland. Var ]>egar byrjað á mikilli útbreiðslustarfsemi fyr- ir norska ríkið, sem ráðuneyti þetta hafði með höndum. Einn- ig varð náð sem sterkustum samböndum við áhrifaríkustu blöðin i öðrum Evrópulöndum. Blaðið „Times“ í London mun hafa orðið Norðmönnum sterk hjálparhella i byggingu og stofnun norska ríkisins eftir skilnaðardaginn 7. júní. Em- bættisleg sambönd við stjórnir erlendra ríkja gat þetta ný- stofnaða norska utanríkisráðu- neyti ekki liaft, þar sem viður- kenningu. vantaði frá erlend- um ríkjum fyrir nýstofnun norska ríkisins. —- í Sviþjóð var rikisþingið kall- að saman til fundar. Norðmenn biðu ákvarðananna með mikilli eftirvæntingu. Strax eftir 7. júní höfðu báðar þjóðirnar, Norðmenn og Svíar, mikinn liðsafnað við landamærin og hervaéddust bæði á landi og sjó, til þess að vera við öllu búnar. Seint í júlí kom Ioks frá Sví- þjóð tilboð. Aðalatriðið þetta: Ef norska þjóðin samþvkkir gjörðir Stórþingsins 7. júní, annaðhvort með nýjum kosn- ingum eða þjóðaratkvæði, þá mun sænska stjórnin geta sam- þykkt, að umræður verði hafn- ar um sambandsslit milli þjóð- anna. í Norvegi var þegar stofnað til þjóðaratkvæðis. Og 13. ágúst 1905 samþykkti norska þjóðin gjörðir Stórþingsins 7. júní 1905 með 368208 atkv. gegn 184. Athugið íslendingar atkvæða- muninn, 368208 gegn 184. Hvernig myndi þessi hlut- fallstala samsvara islenzkum kjósendafjölda, miðað við síð- ustu kosningar? Ef reiknað er með sömu kjósendatölu, þegar atlcvæðagreiðsla fer fram um sambandsslit íslands og Dan- merkur, þá mega ekki verða fleiri en 30 atkvæði gegn sam- bandsslitunum, ella verða ís- lendingar eftirbátar Norð- manna. Eftir að atkvæðagreiðsla Norðmanna hafði farið fram um sambandsslitin, með svo óvæntri niðurstöðu, hófust um- ræður í Ivarlstad um sambands- slitin, og stóðu þær yfir frá 31. ágúst til 23. september. Oft virtist allt samkomulag ætla að stranda. Loksins náðist sam- komulag', sem var samþykkt af Stórþinginu norska 9. október og af Ríkisþinginu sænska 13. október. 26. október voru því næst sambandslögin (Rigsakten) numin úr gildi í Svíþjóð og gengið frá samningum . milli ríkjanna. — Þar var meðal ann- ars ákveðið, að gerðardómur skyldi skera úr ágreiningi milli ríkjanna, næstu 10 árin, og gilda einnig áfram, ef sam- komulaginu væri ekki sagt upp. Eftir að samkonnilagið var þannig komið á milli Norvegs og Sviþjóðar, fengu Norðmenn þegar viðurkenningu frá stjórn- arvöldum Evrópuríkjanna fyrir þessu nýja norska riki. Hinn 3. nóvember kom þegar enskur sendiherra til Noregs, og var hann fyrstur erlendu fulltrú- anna til Norvegs. Síðan var stofnað til þjóðar- atkvæðis um það, hvort Nor- vegur slcyldi verða konungsríki eða lýðveldi. Fór sú atkvæða- greiðsla fram 12. og 13. nóv- ember. Með konungdæminu greiddu atkvæði 259563, en með lýðveldi 69264. 12 dögum eftir þessa at- kvæðagreiðslu, eða 25. nóvem- ber 1905, ,var innreið Hákonar konungs í Ósló haldin hátiðleg. Var liann ])ví búinn að vera nál. 35 ár lconungur í Norvegi, þegar hann var flæmdur úr landi, eins og kunnugt er. Af því, sem að framan er frá slvýrt, má sjá með hversu mikl- um hraða hver stórviðburður- inn hefir rekið annan. Framkvæmdaafl þessa liraða, var þjóðar-eining allra Norð- manna, sem varð heimsfræg, eða mct meðal allra þjóða, mætti nefna það. En hvernig náðist þessi eining? Hún náðist með þvi, að stjórnmálamenn- irnir og stjórnvitringarnir brutu sig í mola hver fyrir annan, til þess að komast upp þenna örðugasta hjalla. Flokka- hagsmunir og persónulegir hagsmunir voru fyrirlitnir og útilokaðir frá athöfnum og liugsunum þessara einbeittu þjóðhetja, þar til þeir náðu tak- marki sínu: Noregur alfrjáls. Fremstu hetjuna má tvímæla- laust telja Christian Michelsen, sem varð fádæma vinsæll af starfsbræðrum og ástsæll af al- þýðu. Hann varð forseti rikis- stjórnar Norvegs, með konungs- valdi, frá skilnaðardegi 7. júní til komudags konungs til Nor- vegs 25. nóvember 1905. En þessi eindrægni í einu stór-máli, hafði örlagaríkar af- leiðingar fyrir stjórnmálaflokk- ana norsku. Eftir þetta mikla átak Norðmanna, riðluðust gömlu flokkarnir, sem orðnir voru sumir, rótfúnir og sýktir, og brátt mynduðust nýir flokk- ar með viðsýnni stefnuskrám og ákveðnari markmiðum. — Frelsið örfaði andlega framför. En nú vil eg að lokum, heyr- endur góðir, mælast til þess, að þér fylgið mér heim í Ham- merspensionat á Lian, um kvöldið 7. júni 1905. — Þar sátu sextíu sumargestir, á svölum og bekkjum sunnan liússins, og nutu hins undirfagra útsýnis, yfir Óslófjörðinn, eyjarnar, Óslóborg og nágrennið. Sólin sendi sína síðustu dagsgeisla yf- ir sund og eyjar, voga og víkur, glitrandi dýrð um allan fjörð- inn, unz sólin hné til viðar. Frið- ur og ró hvíldi yfir hugum sumargestanna. En allt í einu þaut ein eimlestin eftir aðra fram hjá, með brölti og skrölti, hlaðnar hermönnum, sem kall- aðir höfðu verið ]>egar þenna dag frá lieimilum sinum, og sendir til Iandamæranna til landvarna ef innrás yrði gjörð. Alvöru, angurværð og ótta mátti lesa í ásjónum sunrar- gestanna. — En þá voru veigar á borð bornar. Og brátt ómuðu liin hugðnæmu norsku þjóðlög, ekki aðeins þarna á svölunum heldur einnig um allt nágrenn- ið, liina þéttbýlu, skógi vöxnu hlíð. Milli laganna stc einn eftir annan á fánastöpulinn við sval- irnar og mæltu í hrifningu nokkur orð. Þarna kom fram Haldan Christensen, kallaður lærðasti leikarinn, með r-tjupdóttur sina sér við hlið, nefnd „lille bil“ (varð seinna heimsfræg dans- mær), og varpaði hann fram þróttmiklum orðum um framtíð hins frjálsa Norvegs.— Þar næst talaði Torp stúdent af lirifn- ingu um eining og bræðralag. Hann er nú einn af fangelsuðu j af naðarman n af oring j un um í Noregi. — Siðastur ræðnmanna kom þarna fram Egil Eide, einn frægasli leikari Norðmanna. Hann. var mikill vinur Björn- sons og lék mörg stærslu hlut- verkin í leikritum lians á Nat- Landsþing Slysavarnafélags lslands hefir félagsstjórnin akveðið að komi saman í Reykjavik 15. apríl n. k. Dagskrá sainkvæmt félags- lögunum. Æskilegt að sem flestar slysavarnadeildir sendi full- trúa á þingið. Reykjavík, 7. febrúar 1944. STJÓRNIN. Brunatryggingar raeð beztu fáanlegum kjöram. Fireman’s Insurance Company of Newark, New Jersey. Aðalumboð fyrir Island: Carl D. Talinins éb Co. h.f. Austurstræti 14. — Sími 1730. — Sínanefni: Carlos* Au^lping: um umferð í Reykjavik . .Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að bæjarstjóm Reykjavíkur hefir með tilvísun til 7. gr. umferðarlaga nr. 24 frá 1941, samþykkt að Skúlagata skuli teljast að- albraut frá Ingólfsstræti að Höfðatúni. Skúlagata nýtur þess forréttar sem aðalbraut, að um- ferð bifreiða og annarra ökutækja frá vegum, sem að henni liggja, skuli skilyrðislaust víkja fyrir timferð að- albrautar, eða staðnæmast áður en bevgt er inn á aðal- braut, ef þess er þörf. Lögreglustjórinn í Reykjavík Reykjavík, 7. febr. 1944. AGNAR KOFOED-HAN SEN. Húsmæðrafélag Reykjavíkur lieldur fund í félagsheimili V. R., Vonarstræti 4, mið- vikudaginn 9. þ. m. kl. 8,30. Áriðapdi málefni og venjuleg fundarstörf. Kaffi. — Dans. •— Konur fjöímenni. STJÓRNIN. KEÐJUR ionalleikhúsinu. Hann beindi orðum sinum fyrst til min og kvaðst öfunda mig af tvennu: að vera Isléndingur og að eiga 33 ára afmæli þennan dag. Hélt bann sína snilldarræðu fyrir minni Islendinga, var hrifinn af hinni rólyndu skapgerð þeirra og glöggu íhugun, áður fram- kvæmdir væru hafnar. Að Is- landsræðunni lokinni ómaði söngurinn frá svölunum og ná- grenninu: „Yderst mod Norden der lyser en Ö.“ Að lokum geklt Egil Egede fram og mælti þessar setningar: Sköpum nýjan og betri Noreg! Sköpum sterka, þjóðrækna norska niðja! Látum alsælar mæður um lieimilishamingju dreyma! - Lofsyngjum landi og þjóð! 1/4”—5/16’’—11/16”—3/4”; aðrar stærðir vasntímíegar bráðlega. Boltajárn, galv. 1/2” & 5/8”. Hnoðhringir galv. 1/2” — 5/8” —- 3/4”. Hálfsívalt járn, galv. 1 y2” X 3/8”, 2” X %’k Skipasaumur, galv. 1 %” til 7”. Plötublý, 1— iy2 — 2 m-m. Verzlun O. Ellingsen h.f. t Okkar lijartkæri sonur og unnusti, Steinar Þorsteinsson andaðist 7. þessa mánaðar á Landakotsspitala. Inga Guðsteinsdóttir. Hulda Ágústsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.