Vísir - 12.02.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 12.02.1944, Blaðsíða 3
VÍSIR Mjndi rísa upp kröfur um a'ð kækka kaupið í Reykjavík vegna þess að þar væri framfærslu- koatnaður hærri en úti um land. tw eftir myndi svo Alþýðu- sambandið krefjast að kaupið yrffi aftur „samræmt" o. s. frv. Spá tot hefir rættst. Þér hafið »6 i aefndu bréfi yðar byrjað á þessari svikamyllu. Vér munum ekld vilja taka þátt i þvi tafli. ». áatæða. Ltóks berið þér fram þá á- síæSu fyrir kauphækkunar- kröfum yðar að nú muni at- vmnuleysið framundan og teljið þór að úr þvi verði bezt bætt með þvi að kaup verkamanna verði hækkað. Atvinnuleysi myndast af því að atvinnurekstur í landinu stöðvast að meiru eða minna leytí. f>vi mun varla verða neitað að atrinnurekendur þessa lands hafi í fyilsta mæli áhuga, áræði og þekkingu til þess að halda uppi atvinnurekstri sínum. Rf þeir geta ekki haldið honum uppi l>á er það vegna þess að kostnáðíir við atvinnurekstur- inn fer fram úr nauðsynlegum tekjum, með öðrum orðum at- vinnureksturinn ber sig ekki. í>á stöðvast atvinnurekstur- iun, þá' myndast atvinnuleysið fyrir fólkið, sem annars vinnur þan störf, sem atvinnurekstrin- um eru samfara. Til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi þarf þess vegna fyrst og fremst að koma því til vegar að atvinnureksturinn beri sig. Þetta getur orðið bæði með þvf að takist að sjá atvinnu- rekstrinum fyrir nægilegum tekjum og með því að útgjöld vetfði takmörkuð eða hvort- tveggja. Nú vita allir að kaupgjald er einn aðalútgjaldaliður við aiargan eða flestan atvinnu- rekstur. Standi hann höllum feeti, sé hætt við að hann beri sig ekki svo hann verði að stöðvast og fólkið, sem við hann vinnur yerði atvinnulaust, H mun athugun oft sýna að ástæðan til ástandsins sé til- kosntaðurinn við atvinnurekst- urinn þar á meðal kaupgjaldið, sé hærra en hann getur borið. Verður þá um það að velja aanaðhvort að lækka kaup- gjaldið til þess að atvinnurekst- irrinn geti haldið áfram með tiHieyrandi atvinnu eða að kaupgjaldinu sé haldið ó- Iweyttu, atvjnureksturinn stöðvist og fólkið, sem við hann vann missi atvinnu sina, at- vinnuleysi myndist. Yfirvofandi atvinnuleysi er þvi ekki eins og þér haldið fram i umræddu bréfi yðar, grund- vöUur að kauphækkunarkröf- ttm, heldur leiðir það rökrétt til þess að kauið verði lækkað og þar ineð stutt að þvi að at- vinúnreksfur geti haldið áfram og atvinnuleysinu afstýrt eða útrýmt. Á þessu stigi málsins teljum vér ekki tilefni lil þess að ræða hinar.margvíslegu kröfur, sem imirætt samningsuppkast yðar hefir inni að lialda, en eru ekki beinar kauphækkunarkröfur, þó þær óbeinlínis aulci útgjöld atvinnurekstursins. Mun verða tækifæri til þess síðar. Vér höfum hér að framan aðeins rætt um ástæður þær, er þér í téðu bréfi yðar til vor, hafið fært fram til stuðnings kauphækkunarkröfum yðar. En gegn kröfum þessum telj- um vér auk þess sem að ofan er sagt, liggja margvísleg rök er hér yrði of langt að taka til með- ferðar. Þó viljum vér nú þegar benda á hinar liáskalegu afleið- ingar sem allar kauphækkanir mundu hafa að þvi er snertir verðbólguna í landinu, svo og i þá átt að leggja ýmsan at- Athugasemd, í grein i „Vísi“ 31. jan. s. 1. sem nefnist: „Barnaheimili Góðtemplara“, undirrituð J. Gunnl., stendur eftirfarandi: „Á íslandi er ekkert barnaheim- ili. Engin uppeldisstofnun önn- ur en fyrir fávita“ .... Og síð- ar í sömu grein: „En munaðar- lausu hörnin hafa gleymzt“ .... Með því að nærri nákvæm- lega samskonar ummæli hafa nýlega komið fram í öðru dag- blaði (Morgunblaðinu), merkt: „Á“, þykir rétt að vekja athygli á eftirfarandi, sem raunar allir landsmenn vita, þó sennilega að undanskildum höfundum fram- angreindra ritsmíða: Barnavinafélagið Sumargjöf verður 20 ára í apríl n. k. Aðal- markmið þess er að stuðla að velferð bamanna. Hefir félagið sýnt vilja sinn í verki með því að reka stofnanir fyrir böm frá hyrjun, að vísu með nokkru liléi, árin fyrir og um 1930. Starfsemi þess hefir vaxið í stökkum, bókstaflega talað, og nær nú yfir bæði dagstarfsemi og vistarstarfsemi fyrir börn frá 1—4 ára aldurs, sem skipt- ist svo nánar í deildir eftir ald- ursstigum barnanna og eðli stofnunarinnar. Nú er svo komið, að félagið rekur starfsemi fyrir böm í 4 húsum hér i bæ, og skiptist starfsemin í jjessar deildir: 2 dagheimili, 2 leikskólar, 1 vöggustofa og 2 vistarheimili fyrir hörn til 14 ára aldurs. Þrjár síðasttöldu deildirnar eru uppeldisheimili fyrir um 60 börn, sem ýmist eru algerlega munaðarlaus, eða að aðstand- endur þeirra eiga þess engan kost að sjá þeim fyrir heimili. Þetta er að vísu ekki nærri full- nægjandi úrlausn, en enginn mun'neita því, að þetta er vísir i rétta átt. Og ekki mun heldur reynast nein gifta í þvi, að ganga fram hjá dýrmætri reynslu, sem fengizt hefir frá ýmsum á- hugaaðilum, er liafa látið sig velferðarmál barnanna miklu skipta undanfarna, að minnsta kosti, þrjá áratugi. En vel sé þeim, sem i þann hóp bætast, ef þeir vinna af viti og drengilega. 4. febrúar 1944. F. li. Barnavinafél. Sumargjöf, ísak Jónsson. Fávitahælið Fávitahælið að Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal í Borg- arfirði tekur til starfa i dag. Verða fyrstu vistmennirnir sendir þangað í dag, en þeir voru áður að Sóllieimum i Grímsnesi. Á Sólheimum voru alls 20 fá- vitar. Eru 12 þeirra lagðir af stað til Kleppjárnsstaða, en 8 verða fluttir þangað seinna. Ólafía Jónsdóttir hjúkrunar- kona frá Bústöðum veitir heim- ilinu forstöðu. vinnurekstur i auðn og stofna þar með til atvinnuleysis og annars neyðarástands. Þö vér, eins og sézt á fram- anrituðu, lítum svo á sem j>ér í nefndu bréfi yðar liafið ekki borið fram nokkura réttmæta ástæðu fyrir kauphækkunar- •kröfum yðar, viljum vér ekki skorast undan að eiga við yður viðtal um málið, og mælumst þvi til þess að þér komið á fund með oss í skrifstofu vorri, Von- arstræti 10 hér i bænum föstu- daginn 11. þ. m., kl. 2% e. h. Virðingarfyllst, Vinnuveitendafélag íslands. Kjartan Thors. G. Vilhjálmsson. H. Benediktsson. . Ben. Gröndal. Helgi Bergs. í fyrradag var 12 kaupskip- um hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum, eða alls 172 síðan um áramót. Messur á morgvn. Dómkirkjan. Kl. ii, síra Bjarni Jónsson. Kl. 5, síra Friðrik Hall- grímsson. Hallgrírnsprcstakall. Kl. 2 e. h. messa í Austurbæjarskólanum, síra Sigurbjörn Einarsson. Kl. 11 f. h. barnaguðsþjónusta, síra Jakob Jóns- son. KI. 10 sunnudagaskóli í Gagn- fræðaskólanum við Lindargötu. Háskólakapellan: Messað kl. 5 e. h. Stud. theol. Lárus Halldórs- son prédikar. Laugarnesprcstakall. 1 samkomu- sal Laugarneskikrju kl. 2 e. h., síra Garðar Svavarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10 f. h. Frikirkjan. Kl. 2 e. h. barnaguðs- þjónusta, síra Árni Sigurðsson. Kl. 5 e. h. síðdegismessa, síra Árni Sig- urðsson. Hafnarfjarðarkirkja. Messað kl. 2 e. h., síra Garðar Þorsteinsson. Næturvörður i Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur. 1 nótt: B. S. R., sími 1720. Aðra nótt: Hreyfill, sími 1633. Helgidagslæknir. Pétur H. Jakobsson, Rauðarár- stíg 32, sími 2735. Leikfélag Reykjavíkur. sýnir Óla smaladreng kl. 3,30 í dag, og hefst sala aðgöngumiða kl. 1.30 í dag. Vopn guðanna verður sýnt annað kvöld. Aðgöngumiðasala frá kl. 4 —7 i dag. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Karla- kórinn „Geysir“ syngur. 20.00 Frétt- ir. 20.20 Leikrit: „Veizlan á Sól- haugum“ eftir Henrik Ibsen (Valdi- mar Helgason, Soffía Guðlaugsdótt- ir, Helga Valtýsdóttir, Gestur Páls- son, Hjörleifur Hjörleifsson, Ævar R. Kvaran, Nína Sveinsdóttir, Ólaf- ur Magnússon, Sigurður Magnús- son. — Leikstjóri: Soffía Guð- laugsdótir. — Lög eftir Pál Isólfs- son). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög til 24.00. Útvarpið á morgan. Kl. 11.00 Morguntónfeikar (plöt- ur) : a) „Borgarinn sem aðalsmað- ur“, tónverk eftir Rich. Strauss. b) Symfónísk svíta eftir Richard Taub- er. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa i Hallgrímssókn (síra Sigurbjörn Einarsson). 15.30—• 16.30 Miðdegistónleikar (plötur) : a) Lög eftir Stephen Foster. b) Lög úr amerískum tónfilmum. 18.40 Barnatími (Nemendur kennaraskól- ans). 19:25 Hljómplötut: „Frances- ka Rimini“, tónverk eftir Tschai- kowsky. 20.00 Fréttir. 20.20 Ein- leikur á fiðlu (Þorvaldur Stein- grímsson): Sónata í F-dúr eftir Grieg. 20.35 Erindi: Eystrasalts- lönd (Knútur Arngrímsson kenn- ari). 21.00 Hljómplötur: Slavnesk lög. 21.10 Upplestur: Sögukafli (Páll Skúlason ritstjóri). 21.30 Hljómplötur: Danssýningarlög. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög (Dans- hljómsveit Þóris Jónssonar kl. 22.00 —22.40). 23.00 Dagskrárlok. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Jóni Thorarensen ung- frú Rósa Níelsdóttir (fóstudóttir Einars Jónssonar mag. art.) og Brandur Jónsson cand. phil. (Jóns próf. í Kollaf jarðarnesi í Stranda- sýslu). Heimili þeirra verður á Ás- vallag. 12. Vegna árshátíðar hárskera og hárgreiðslukvenna, sem haldin verður á Hótel Borg sunnudaginn 13. þ. m., verða vinnu- stofurnar eldd opnaðar fyrr en kl. 1 á mánudag. Sjötugur er á morgun Ástbjörn Eyjólfsson, skipasmiður, Hringbraut 186. Læknablaðið, 5. tbl. 29. árg. flytur: Serum gegn mislingum (Niels Dungal), Utanlegsþykkt (Ólafur Ó. Lárus- son), Læknisafstaða (Árni Péturs- son), Úr erlendum læknaritum. Hjónaefni. Nýega opinberuðu trúlofun sína‘ ungfrú Sigrún Ölafsdóttir, Reykja- nesbraut 1, og Hilmar Guðmunds- son, Frakkastíg 24B. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3-r5—4 e- h. Skoðun barnshafandi kvenna fer fram á mánudögum og miðvikudogum kl. 1—2 e. h. Bólu- setning barna gegn barnaveiki er á föstudögum kl. 5.30—6 e. h. Þeir, sem vilja fá börn sín bólusett, hringi í síma 5967 milli kl. 9—10 árd. sama dag. Cherry Apple Grabe apple mmis Bfml 1884. KlappantigTM. sem birtaat eiga Vísi samdægvrs, þarfa að vera komnar fyrir kl. 11 árd. Stúlku vantar á Cafié Central Hafnarstræti 18. Sími 2200. Bambi falleg: barnabók Bókaútgáfan „Björk“ hefir sent frá sér fallega harnábók eftir kvikmyndasnillinginn Walt Disney — en bókin heitir Bambi. Walt Disney gerði teikni- mynd í litum um Bambi og varð hún eitt af hinum miklu og dáðu listaverkum lians. Efn- ið sótti hann i samnefnda sögu eftir austurríska höfundinn Felix Salten, en hún var á sin- um tima metsölubók í hinum enskumælandi heimi. John Galsworthy komst að orði um Bambi, er liún kom fyrst út á ensku: „Bambi er dá- samleg bók — dásamleg ekki aðeins fyrir hörn, lieldur einn- ig fyrir þá, sem eiga ekki lengnr því láni að fagna að vera hörn. Eg þekki naumast nokkra dýra- sögu, sem stenzt samanburð við þessa ævisögu skógarhjartarins í sönnum skilningi, fegurð 1 frásögn og næmri athugun“. Stefán Júlíusson yfirkennari í Hafnarfirði liefir þýtt bókina og farizt það mjög vel og lipur- lega úr hendi. Dauðaslys. Ungur maður, Karl G. Krist- jánsson, til heimilis á Suður- eyri við Súgandafjörð, slasað- ist og beið hana af, er hann var að renna sér á sleða þar í þorpinu. Vildi slys þetta til með þeim hætti, að Karl missti stjrón á sleðanum, en hann lenti á girðingu, með þeim af- leiðingum, að Karl stórslasað- ist innvortis. Var hann fluttur á sjúkrahús á ísafirði, en lézt þar nokkru seinna. Kartöflurnar ’ komnar, Grænmetisverzlun ríkisins hefir fengið nýjar birgðir af kartöflum. Vegna óvenjulega örar sölu í fyrri viku, þrutu birgðir verzlunarinnar að mestu, en Grænmetisverzlunin liefir haft þann sið undanfarið að kaupa ekki nema lieldur lít- ið í einu, til að tryggja vöru- vöndun svo sem unnt er. Nú hefir komið nokkuð af kartöfl- um, sem vafalaust endist, unz næsti farmur kemur. Ordsending tíl félagsmanna KRON Athygli félagsmanna skai vakám á þyf, að arð- miðum fyrra árs ber að skila eigii síðar en 15. febrúar. Arðmiðunum er veitt móttaká í skrifsfof- unni, Skólavörðustig 12, og I öium sölubuð- um vorum. IIiÍNiurði Verksmiðjuútsöluna Geflui — Iðunn ; ... ,v vantar húsnæði fyrir vefnaðarvörnibúð og saanui- verkstæði, helzt samKggjandi. Samband (si. samvinnnfélaga. • ■ "■ ■ fltungunarvél 300—400 eggja og ungafóstra óskast. Uppi. i síma 1041 4il klukkan 6. Eikarskrifborð fyriríiggjandi. Trésmíðavinnaitofian Mjölnisholti 14. — Simi 2896. HlíSGAGNASmÐIEI. Eikarspónn. Silkieikar spónn. Hnotúspónn. Mahognispónn. Fuglsaugaspómi. L New Guineaspónn. j Birgðir nijög takmarkaðar. Lndvigj Storr i liig-linga vantar til að bera út blaðið nú þegar um eftírtaldar götur: SÓLVELLIR LAUGAVEGUR EFRI. Hátt kaup. — Talið við afgreiðsluna. — Simi 1660. Dagblaðið V f .SIH 1 mótormann 2 sjómenn 3 landmenn vantar á mótorbát á Suðurnesjum; verða að vera vanir. Uppl. í Fiskhöllínnj kl. 4—5. Þökkum innilega auðsýnda samúð óg hlnttekningu við andlát og jarðarför - . Runólfs Péturssonatr , ■ í- Aðstandendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.