Vísir - 14.02.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 14.02.1944, Blaðsíða 2
YlSIR DAG BLAÐ Útgefandi: BJ.AflAÓTGÁFAN TÍBHt H.F. Bitetjirar: Kristján GnðlaaaBSO*, Hersteinn PálMoa. ■trifetafa: Félagsprentsntiðjunai Afgreiðsla HverfiagStn 12 (gccgiS inn frá Ingólfsstræti). ðbnar: 1660 (fimra B»«r), TerS kr. 4,00 á mánoði. bansasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðia* hJ. Margskonar ólestur. T* * ramfaraviðleitni er mikil * liór á Iandi og hefir verið aJlt frá því að innlend stjórn ▼ar mynduð. tír henni skal á engan hátt lítið gert, enda væri hrein goðgá, ef amast væri TÍð eðlilegum framförum. Jafn- mikill ósómi er þó hitt að lofa framkvæmdir, sein ekki eru lofsverðar. Óvíst er hvort almenningur hefir gert sér þess ljósa grein, að sennilega höfum við fslend- ingar sett heimsmet, sem að vísu hefir ekki hlotið opinbera staðfestingu. Engri þjóð hefir tekizt hetur „að vera og vera ekki“ og er þar átt við marg- víslegar framkvæmdir, sein lil góðs hafa átt að miða, en til lítils eða einskis hafa verið unnar. Ræktun landsins hefir átt að örfa og það hefir að sumu leyti tekizt, en öðru ekki. Verðlaun og styrkir hafa verið veitt fyrir einskisverða úthaga- ræktun, þar sem strá og strá hefir stungið kolli upp úr hálf- unnum leirflögum, og er styrk- ur eða verðlaun liafa fengizt greidd, hefir allt fallið í sömu óræktina og áður, sökum um- hirðuskorts og trassaskapar. Menn liafa verið styrktir til margskonar vélakaupa, en geyma þær kolryðgaðar í hlað- varpanum, að því er virðist frekar til skrauts en gagns. Svona mætti lengi lelja. Enn meira máli skiptir þó hitt, að framkvæmdir, sem kostað hafa off jár virðast unnar á þann veg, að í upphafi hafi allt verið til þeirra sparað, og grund- völlurinn beinlínis verið rangur. Hvemig stendur til dæmis á því, að Rafveita Reykjavíkur reynist jafn hörmulega og raun er á orðin. Jarðstrengir brenna í sundur á stórum svæðum, sí- felldur uppgröftur, sífelldar við- gerðir og sífelldar bilanir, þrátt fyrir allar viðgerðirnar. Á síð- asta ári hafa bilanir á rafveit- unni bakað ýmsum fyrirtækj- um tugþúsundatjón aulc allra óþægiadanna sem bilunum eru samfara. Þótt menn séu gæddir talsverðri þolinmæði, er unnt að misbjóða henni, enda er umbóta þörf og þeirra róttækra, sé raf- veitukerfið allt frá upphafi meira og minna ónýtt. Hitt er svo ekki tiltökumál þótt skort- ur sé á vatni, gasi, sorphreinsun bæjarins neðan við allar hellur, göturnar erfiðari en Ódáða- hraun, en auk þess nauðalítið eftrlit með umferðinn, sem get- ur víða verið lífsbættuleg. Eitt dæmi skal nefnt af mörgum. Ingólfsstrætið var grafið upp á síðasta sumri. Gengið var frá því upp að Bankastræti, en síðan ekki söguna meir. Annarstaðar í strætinu lágu þar til nú nýlega opnir skurðir meðfram húsa- röðum og þverskurðir sitt á hvað beggja vegna út í götuna. Skurðimir höfðu þó fyrir nokkru verið fylltir í miðju, en fallgryfjur og moldarbingir skildar eftir sín hvoru megin. Þvínæst var umferð leyfð fyrir bifreiðar um þetta svæði. Bif- reiðarnar hjökkuðu yfir bing- ina, sumar fóru í skurðina og stóðu þar upp á endann dögum Gífurlega aukin að Sundhöllinni 19564 fleiri Sundhallar- gestir 1943 en árið áöur. Sundhöllin getur ekki afgreitt fleiri gesti. Aðsókn að Sundhöll Reyk javíkur hefir aukizt gífur- iega á s. 1. ári eða um 19564 frá því árinu áður, sem þó var metár í aðsókn. Var Sundhöllin þó lokuð hálfan mánuð í sumar vegna málúnar. — Alls sóttu 277064 manns Sundhöllina áríð sem leið; árið áður var f jöldi sundhallargesta 257580 og árið 1941 voru þeir 253499. Ungfrú Sigríður Sigurjónsdóttir Sundliallarstjóri lét svo um mælt við tíðindamann Vísis i morgun, að þetta væri í raun réttri hámark þess sem hægt væri að afgreiða og ef þessu héldi áfram væri ekki annað sýnna, en reisa þyrfti nýja sundhöll, í Reykjavík eða gera aðrar ráðstafniir til ð létta af Sundhöllinni. Rússar taka Luga ( Hafa alveg lireinsaö austur— bakka Peipus-vatns. Það, sem sérstaka athygli vekur við aðsókn að SundhöII- inni síðasta ár er hve yngri kynslóðin hefir aukið gifurlega aðsóknina, þannig að nærri 11 þúsund fleiri telpur sækja Sundhöllina árið sem leið, heldur en árið næsta á undan. Drengir auka aðsóknina einn- ig um 6% þúsund, og konur um hátt á 6. þúsund. Aftur á móti fækkar karlmönnum um saman, vegfarendum var hvergi ætlaður gangstígur, en geta má nærri hversu vegurinn hefir verið yfirferðar í hálku og aur- hleytu. Þessi mynd er tekin af liandahófi, en sýnir hið dæma- lausa sleifarlag af hálfu allra aðila, sem hér eiga hlut að máli. Hálfkák og hirðuleysi setur svip sinn iá bæinn. Það er leitt að þurfa að segja þetta, en }>að er satt. Daglega munu flestir horgár- ar þessa bæjar ganga fram hjá fallega skrej'ttum blómahúðum, með gnægð' túlipana, hyacintna og hvað þau nú heita öll þessi litfögru blóm, sem eru í senn augnayndi og heimilisprýði fyr- ir þá, sem ráð hafa á að kaupa þau. En verði mönnum á að spyrja eftir einhverju kálmeti, í þvi augnamiði að bæta úr vita- minskorti skammdegisins og líkamlegu sléni, fæst ekkert af slíku frekar en glóandi gull. Jafnvel jarðepli finnast ekki á 2 þúsund og sundæfingum bæði karla og kvenna fækkar nokk- uð. S.l. ár sóttu 128.560 karlar Sundliöllina, en 130.610 árið áð- ur. Aðsókn kvenna var 39.647 árið sem leið, en 33.934 árið 1942. AIls sóttu 38.133 drengir Sundhöllina árið sem leið, en 31.667 árið 1942. Aðsókn stúlkna var 47.161 árið 1943, en 36.339 árið 1942. Skólaböð voru 20.608 árið 1943, en árið 1942 voru þau 19.463 og árið 1941 13.024. í skólaböðunum er og kennsla innifalin, og mun sundskyldan eiga sinn þátt í þeirri aukningu, sem orðið hefir í skólaböðunum. 2230 karlar æfðu árið sem Ieið á vegum iþróttafélaganna hér í bænum, en 2350 árið áð- ur. Sundæfingar kvenna voru 279 árið sem leið, en 395 árið áður. Kerlaugar voru afgreiddar 446 árið sem leið, en 453 árið 1942. Tónlistarstyrkur. Nefnd s, sem kjörin var af Fé- lagi íslenzkra Tónlistarmanna til þess að úthluta fjárveitingu til ís- lenzkr atónlistarmanna, leggur til að fénu verði úthlutað, sem hér fer á eftir: Jón Leifs 3000 kr. Karl Ó. Runólfsson 2400 kr. Árni Björns- son, Árni Thorsteinsson, Pétur Á. Jónsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Þórarinn Jónsson 1500 kr. hVer, Björgvin Guðmundsson, Hallgrím- aðsókn Innbrot. Aðfaranótt sunnudagsins var brotist inn í verzlunina Þingey á Uaugavegi. Hafði þjófurinn á brott með sér mikið af allskonar varningi, vindlum, vindlingum, reyktó- baki, reykjarpípum, vasahnif- um, úrum og ýmislegt fleira. Innbrotið var framið með þeim hætti að brotin var upp hurð bakdyramegin og farið þar inn. Of margir farþegar í 7. hverjum vagni Dagana 3.—9. janúar síðastl. lét póst- og símamálastjóri telja í strætisvögnum milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Talið var í 718 bifreiðum og reyndust of margir farþegar í 102 vögn- um. Það komst jafnvel svo Iangt, að 22 farþegar voru umfram þá tölu, sem pláss er fyrir í einum bíl. |Hefir póst- og símamálastjón sent bæjarráði skýrslu um þessa ofhleðslu og getur þess jafn- framt, að liann hafi kallað sér- leyfisliafa á fund til að ræða þetta mál og æskir að bæjar- stjórn sendi einnig fulltrúa til að mæta þar. ur Helygason, Sigvaldi Kaldalóns 1200 kr. hver, Eggert Stefánsson, Friðrik Bjarnason, Helgi Pálsson, Sigfurður Birkis, Sigurður Skag- field, Sigurður Þórðarson 1000 kr. hver. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Þýtt og endursagt: Úr ævisögu Byrons (Sigurður Einars- son dósent). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á pianó. 21.00 Um dag- inn og veginn (Gunnar Benedikts- son rithöfundur). 21.20 Útvarps- hljómsveitin: Þýzk þjóðlög. — Ein- söngur (í dómkirkjunni) : Hermann Guðmundsson: a) Vöggulag eftir Godard. b) Maríubæn eftir Mas- senet. c) Ombra mai fu eftir Hán- del. Undirleikur: Páll Isólfsson (orgel) og Þórarinn Guðmundsson (fiðla). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturakstur. j^ússar tóku Luga í gær, eftir að hafa brotizt í gegnum varnir Þjóðverja fyrir norðan borgina meðfram ánni Luga. Þessi borg var ein af aðalstöðv- um Þjóðverja milli Iimen- og Peipusvatns. Fyrir austan Luga tóku Rúss- ar liina rammlega viggirtu borg Batetskaja, sem var eitt af út- virkjum Luga. Fóru þeir fyrst á snið við hana fyrir sunnan hana, en rufu síðan allt sambcmd hennar vestur á bóginn og tóku hana að því búnu með áhlaupi. Milli Batetskaja og Luga eru margir þýzkir herflokkar, sem komust ekki vestur á bóginn, þegar horfur fóru að verða í- skyggilegar, og er nú verið að smala þeim saman. ) Á austurbakka Peipus-vatnS. í herstjórnartilkynningu Rússa í gærkveldi var skýrt frá því, að hersveitir þeirra sé nú búnar að hreinsa alveg til á austurbakka Peipus-vatns og megi segja, að alveg búið að rýma Þjóðverjum burt af svæð- inu milli Peipus-vatns og Ilmen- vatns. Undanfarna fimm daga hafa Rússar tekið 800 þorp og borgir á þessum slóðum. Það má nú gera ráð fyrir því, að Þjóðverjar verði þá og þegar að yfirgefa Staraja Russa, því að Rússar eru komnir svo langt suðm- á bóginn fyrir vestan Ilinen-vatn, að þeir eru komnir á lilið við borgina. 1 4 14 herdeildir reknar á flótta. Eyðing þýzku herdeildanna umliverfis Korsun er nú langt á leið komin og segja sumar fregnir frá Moskva, að það megi heita, að Rússar sé alveg búnir að eyða þeirn hersveit- um, sem austast voru. Auk þess segjast Rússar hafa rekið 14 herdeildir á flótta á ýmsum stöðum í Dnjepr-bugð- unni undanfarnar vikur. Sjóslysin. Frh. af 1. siðu. neyðarskeyti frá sér til St|isa- vamafélagsins. VéihliturijBin „Fylkir“ frá Akranesi var stadd- ur í námunda við bátinn Og kom honum til hjálpar. Tófcst honum að bjarga áhöfwhmi, fjómm mönnum alls, heilu og liöldnu, en báturinn maraCi í kafi siðast er til hans sást. Þrír bátar hafa ekki náS landi enn og er óttast um að þeir hafi farizt. Þessir bátar eru: Freyr frá Vestmannaeyjum, 14 smá- lestir, með 5 manna áhöfn, 6kip- stjóri ólafur Jónsson frá HíiÖ í Vestmannaeyjum. Ráturíwk er um 20 ára gamall, byggður í Færeyjum, eign Einars Sigurðs- sonai-. Annar báturia* er „Njörður“, eign Einars Sigurðs- sonar i Vestmannaeyjum. 15 smálestir, með 4 manna áhöfn, byggður í Vestmannaeyjum og um 20 ára gamall. Skipstjóri á honum var Guðni Jónsson frá Vegamótum i Vestmannaeyjum. Þriðji béturinn er „Óðinn“ frá Gerðum, Garði, eign Finnboga Guðmundssonar, útegrðarm., 22 smál. ajð stærð. Skipstjóitf á Óðni er Geirmundur Þorbergs- son úr Garði. Þessara báta var leitað í allan gærdag með flugvélum og skip- um, en árangurslaust. Bjarg- hringur fannst á Landeyjarf jör- um úr Nirði í gær og er það það eina, sem fundizt hefir úr bátn- um. 1 dag átti að ganga á fjör- urnar og leita þar, ef ske kynni að eitthvað hefði rekið úr bát- únum í nótt, en það mun ekki vera unnt vegna veðurs. Ægir leitaði í allan morgun en hætti nokkru fyrir Iiádegi vegna veð- urs. Frá Hornafirði liöfðu heldur fáir bátar róið. Voru aðeins fjórir þeirra á sjó. Tókst þeim ekki að komast inn í ósinn í Hornafirði. Gerðu þeir nokkrar tilraunir en héldu að þvi búnu til Djúpavogs. Komust þeir þangað heilu og höldnu, en þeir markaðinum, — nema að flutt. Hvernig stendur á því, að menn geta ræktað allskyns erlendar skrautjurtir í gróðurhúsum að vetrariagi en ekki eina gulrót hvað þá annað grænmeti, og til hvers er verið að rækta skraut- jurtirnar meðan almenning skortir allt grænmeti og nógur markaður væri fyrir það. Á- stæðan er augljós. Framleið- endumir græða meir á að rækta skrautblóm, en nauðsynjar til handa landsmönnum, og skal þó ekki amast við ræktun ‘skraut- hlóma út af fyrir sig. Hitt er annað mál að hugsi menn ein- göngu um hagnaðinn, en ekki þarfir almennings, verður að taka þessi mál öðrum tökum. Sé hvorttveggja framleitt og full- nægi framleiðendur grænmetis- þörfinni, er ekkert við því að segja að þeir famleiði eins mik- ið af skrautjurtum og þeir frek- ast geta, en neyzluvörur eiga að sitja í fyirrúmi, einkum nú þeg- ar stríðstímar eru og skortur á ýmsum nauðsynjum, svo sem mjólk, smjöri, skyri, rjóma, eggjurn og öllu venjulegu græn- meti. Hér er umbótajjörf á öll- um sviðum, og verði umburðar- lyndi borgaranna misboðið svo herfilega, sem tíðkast hefir til jiessa, er ekki um annað að ræða, en að taka þessi mál öll öðrum og fastari tökum, þannig að menn leggi ekki megin- áherzlu á að sýnast heldur að vera, — og vera þess umkomnir að inna það hlutverk af höndum, sem þeir þykjast geta ráðið við. Minning'arkapella drnkknaðra sjómanna. amall kunningi minn kotn ný- lega að máli viS mig og bað mig um að taka til umræðu í dálk- um þessum hugmynd þá, að kornið yrði upp i Reykjavík fögru og virðu- legu minnismerki eða minningar- kapellu um drukknaða sjótnenn. Hugmynd þessi hefir oft borizt í tal manna á milli, en ekki komizt Iengra. Það, sem einkum vakti fyr- ir hinum áhugasama kunningja mín- um, var það, að hrinda tnáli þessu áfratn með utnræðum á opinber- um vettvangi, og alhliða athugun, ef þannig mætti takast að efna til samtaka áhugamanna um hina fögru og táknrænu hugsjón, setn liggur að baki slíkra minisvarða. ¥ Vestmannaeyjum hefir urn * margra ára skeið verið félags- skapur manna, sem hefir það höf- uðtakmark, að koma upp minnis- merki drukknaðra sjómanna og þeirra, sem hrapað hafa fyrir björg. Hefir bæjarstjómin þar látið í té einkar fagran stað, þar sem reisa á minnismerkið, og er jafnframt ætlun þessara samtaka að komið verði upp fögrutn skrúðgarði um- hverfis, sem verða mætti bæjar- prýði. . Páll Oddgeirsson útgerðarmaður hefir verið lífið og sálin í öllum framkvæmdum og undirbúningi málsins, og brautryðjandi þessarar fögru hugmyndar. Félagsskapur þeirra Eyjatnanna er Reykvíkingunt gott fordæmi, en þó tnun enn skorta örugga forystu, og þá menn, sem vilja beita sér fyrir framgangi máls- ins, hér hjá okkur. T*Iestar þjóðir, setn orðið hafa að * sjá á bak hraustum sonum á vígvöllum, hafa reist þeim hin feg- urstu minnismerki (óþekkti her- maðurinn), og hafa einstakir bæir og þorp reist föllnum sonum sínum slíka bautasteina, með áletruðum nöfnum hinna föllnu hermanna. Vígvöllur hinna íslenzku herja er fyrst og fremst öldur hafsins, þótt baráttan, sem þar er háð, sé ólík hernaðarþ j óðanna. Hefir oft verið á það bent með rökum, að hlutfallslega g.jöldum við íslendingar jafnmikið eða meira af- hroð t mannslífutn en margar hinar stærri hernaðarþjóðir, í leit okkar að hjörg í búi við friðsamleg störf. ¥¥»1 vaska íslenzka sjómannastétt og öll íslenzka þjóðin á það m.eð réttu skilið, að höfuðborg landsins, miðstöð útvegs og fisk- veiða, reisi hinum föllnu baráttu- mönnufn hafsins, glæsilegt og list- rænt minnismerki eða kapellu, á fögrum stað, þar sem heiðra megi minningu drukknaðra sjómanna hvern sjómannadag, og þar sem ætt- ingjar geti komið í kyrrþei á við- kvæmum minningardögum. Hér er vissulega fagurt málefni, sem bíður lausnar. Finnst mér ekki óeðlilegt að útgerðarfélögin beittu sér fyrir málinu og sköpuðu því grundvöll. Má telja öruggt, að Reykvíkingar myndu allir sem einn leggja fram sinn skerf til þess að minnisvarði hinna föllnu sjómanna mætti verða sem virðulegastur vott- tir samúða- 0g táknræn áminning um hin mikilvægu og oft hættulegu störf hinnar íslenzku sjómannastéttar. Að sjálfsögðu mundi bæjarstjórn láta af hendi einhvern þann stað undir minnismerkið, sem talinn væri fagur og heppilegur. JUTér finnst mál þetta þurfi að athugast nú þegar, i sambandi við hin tíðu og hörmulegu sjóslys, og raunhæfar athafnir hefjast sem allra fyrst. Reykjavík, höfuðborg landsins, ætti að vera ljúft, og telja sér skylt, að reisa öllum þeim íslenzku sjó- mönnum, sem horfið hafa í hið heimtufreka en gjöfula haf, minn- isvarða, sem staðið geti um aldir sem vottur þakklætis og virðingar íslenzku þjóðarinnar til hinna táp- miklu hrafnistumanna. Merkar sögulegar byggingar í Reykjavík. ¥Jærinn okkar“ hefir í hyggju M® að birta annað slagið, eða þess á milli sem byggingarleg dægurmál eru rædd, stutt söguleg ágrip merk- ustu bygginganna í bænum frá gam- alli tíð. Að vísu er þar ekki um auð- ugan garð að gresja, en þó eigum við ennþá ýmsar þær eldri bygg- ingar, sem gaman er að kynnast, og markað hafa tímamót í bygg- ingarsögu bæjarins. Hafa þegar birzt hér í dálkunum ágrip af sögu tveggja slíkra bygg- inga, en það eru Dómkirkjan og Alþingishúsið. Væntanlega birtist grein um Stjórnarráðshúsið innan skamms. munu hafa misst eitthvað af veiðarfærum. { morgun rak tvo báta á land í Keflavlk. Annar slitnaði upp af legunni en hinn frá hafnar- garðinum. Annnar þessara báta er Geir, 22 smálestir að stærð, eign Guðm. Kr. Guðmundsson- ar en hinn báturínn er Júlíus Björnsson um 20 smálestir, eign Sverris JúLíussonar og Fals Guðmundssonar. Líkur voru taldar til að unnt Væri að ná þeim út, ef þeir brotnuðu ekki í f jörunni nú í briminu. Er fyrst um sinn í Tjarnargötu 16 Simi: 3748. Ragnheiður Guðmundsdóttir ljósmóðir. 6. L C. UlvarpsiÉi 10 lampa, er til sölu. TilboS, merkt: „Útvarpstæki“, send- ist afgr. þessa blaðs. Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Sími: 1876.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.