Vísir - 14.02.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 14.02.1944, Blaðsíða 3
VlSIR Skólasundmótið hefit í kvöld kl 8,30 í 8iiii«lliölliiini. Glímufél. Armann bárust stórgjafir í fyrrakvöld, f títefni 55 ára afmælis Glimufélagsins Ármanns bárust fé- lagÉn* fjðlmargar stórar og myndarlegar gjafir í samsæti, sem k«idið Tar í Oddfellowliúsinu í fyrrakvöld. Mðrg hundruð manns sátu vcúduna og var borðhald bæði iqpfii og niðri í húsinu. Formað- ur Ármanns, Jens Guðbjörns- sott, setti hófið og stjómaði því. Aðrir ræðumenn voru Bjarni Benediktsson borgarstjóri, Þor- steúun Einarsson, iþróttafull- Irúi. Beaedikt G. Waage, forseti í. S. f., Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri, Eggert Kristjánsson, s-törkanpmaður, GuðmundurKr. Gctðmundsson, skrifstofustjóri, auk formanna K. R., Vikings, Skíðafélags Reykjavikm- og Fram og fulltrúa frá í. R. Félaginu bárust margar og myndarlegar gjafir, m. a. 15000 króna gjöf í húsbyggingarsjóð, ásamt bók, sem Gullskinna Ár- manns heitir. Gjöfin var frá gömlum Ármenningum og vel- unnurum félagsins. Framvegis er það tilætlunin, að safna í bók- ina með nafnaskriftum. þá gáfu utanfarafélagar Ármanns 5000 krónur í utanfarasjóð, en svo sem kunnngt er hefir Ármann sjð sinnum sent íþróttaflokka til annarra lapd'a. Bræðurnir Bjami og Kristinn Péturssynir, en þeir eru synir Péturs blikk- smiðs Jónssonar, er var annar aðaí^tofnandi félagsins, gáfu 2000 kr. til að kaupa fyrir vand- aðan verðlaunagrip, til að keppa um í isl. glímu innan félagsins. Ben. G. Waage kaupm. afhenti 1000 kr. gjöf til að stofna með íþróttabúningasjóð Ármanns. Ágúst Jóhannesson, fyrv. form. Ármanns, gaf 1000 kr., er varið skyldi til að efla grísk-róm- verska glímu innan félagsins. Frjáls-íþróttamenn Ármanns gáfu 1000 kr. í húsbyggingasjóð og skíðamenn 500 kr. í sama sjóð. Olíuverzlun Islands gaf Ár- manni til fullrar eignar kapp- róðrarhorn íslands, sem var far- andgripur og Ái’mann hafði unnið 10 sinnum í röð. Var til- kynnt, að Olíuverzlunin myndi gefa annan farandgrip í verð- launaskyni fyrir kappróður, þegar tök væru á að stofna til slíkrar keppni hér. Noregskven- farar Ármanns gáfu félaginu út- skorinn pappírshníf, Ben G. Waage gaf því „AlþingisMtíð- ina“, Knaltspyrnufélagið Vik- ingur gaf veggskjöld, en blóm og vasar bárust frá Fram, I. R., K. R., Skiðafélagi Rvíkur, Ægi og L. H. Muller. í. R. gaf einn- ig fjárhæð í húsbyggingasjóð. Loks barst félaginu að gjöf ljóð frá Rannveigu Þoi’steinsdóltux-, sem heitir „Ármenningar“, með nýju lagi eftir Árna Björnsson, tónskáld. t tilefni af afmælinu voru þeir Eggert Kristjánsson, stórkaup1- maður, og Eyjólfur Jókannsson, forstjóri, kjörnir heiðursfélag- ar, og sæmdi formaðurinn þá Ármannskrossinum. Heiðui’s merki Ármanns voru sæmdir Bjarni Pétui’sson, forstjóri, Kristinn Pétursson, blikksmið- ur, og Ásgeir G. Gunnlaugsson, kaupmaður. . í Iok borðlialdsins flutti Jens Guðbjörnsson ræðu og þakkaði gjafir og annan heiður, sem fé- laginu hefði verið sýndur. — Þá var stiginn dans langt fram eft- ir nóttu og fór mannfagnaður þessi með afbrigðum vel fram. hvadberJ ^GÓMAl Kaupgjaldið og vísitalan. Eg liefi til þessa látið mig litlu skipta deilumál atvinnurekenda og atvinnuþiggjenda þesa bæj- ar, en þó er svo málum komið, að eg vildi, ef verða mætti, henda Verkamannafélaginu Dagsbrún á, að það skref sem það hefir stigið með síðustu samþykkt sinni um grunnkaups- Iiækkun, verður ekki til lausnax’ á kaupgjaldsvandamálum þess. Eig ril taka það fram, að eg ætla ekki nxejð þessum linum að gerast talsmaður atvinnurek- enda eða ákveðinnar pólitískrar stefnu, eg vil aðeins ræða málið frá sjónarmiði óháðs áhorfenda, sem hugsar málið frá heilbrigðu sjónarmiði. Eg viðurkenni fullkomlega að vex’kamaðurinn þarf að hafa gott kaup, sem hann getur lifað góðu lífi af. Á góðu árunum, þegar atvinna er mikil, þarf hann að geta lagt góðan fjársjóð til hliðar fi’á daglegum þörfum, lil stuðnings þegar atvinna minnkar eða einhver óhöpp koma fyrir. Orsökina fyrir grunnkaups- hækkun sinni telur Dagsbrún ó- réttláta vísitölu, . sem sé þess valdandi, að kaup hækki elcki í hlulfalli við hina í’aunverulegu dýrtíð. Má vel vera, að það sé rétt, en eg sé ekki að leiðin til að rétta hlut verkamanna sé að hækka grunnkaupið, sem vitan- lega Iiefir í för með sér víðtæk- ar grunnkaupshælxkanir, hælck- andi vöruverð, vegna hækkandi reksturskostnaðar og liækkandi vísitölu; sii útkoma vei’ka- mannsins verður hin sama. — Hann tekur á móti fleiri krónum en þarf lika að gjalda þeim mun fleiri krónur til daglegra þarfa. Siðasta ár var reynt að hafa hemil á dýrtíðinni, og það held eg að verkalýðurinn hafi sízt lastað, en með nýrri grunn- kaupshækkun yrði sá hemill ,bi-otinn og nýtt dýrtíðarflóð skylli yfir okkur, með öllum þeim erfiðleikum og hættum, sem því fylgja. Hér er því ekki verið að lækna meinsemd ein- staklings eða þjóðar, heldur auka. Væri ekki réttara af Verkamannafélaginu Dagsbrún að knýja fram réttai’hót á vísi- tölimni. Gæti ekki Dagsbrún gengizt fyrir nefndarskipun, sem ynni að heilbrigðum vísi- tölugrundvelli, sem félagið svo, með stuðningi annax’ra stéttar- félaga, legði fyi’ir þing og stjórn til samþykktar? Með þeirri málafylgju, sem þessi félagasamtök hafa og heita, þegar mikið liggur við, ættu þau að geta knúð fram jafn réttmætar kröfur og þá, að grundvöllur alls verðlags væri á réttum rökum byggður. Nái þeir því marki, er varanlegur sigur unninn í verð- og kaup- gjaldsmálum þjóðarinnar. Þ. Magnússon. Máhren gi’eifi, sem hefir ver- ið hermálafulltrúi við sendi- sveit Þjóðverja í Sofia, er flú- inn til Ankara. HIIiZTA KTEBJA til skip¥erja á b.v. Max Pemberton Fellur í valinn flokkur di’engja mætur, feigðboðans álilaup skarðið opið lætur, helköldum armi úfnar ægisdætur umvef ja ná, en f jöldi vina grætur. Örlagastundiu úrslitunum réði, ískaldur dauði skapadóm oss téði, stríðshetjur vorar hníga hels að heði, harmfregn er stiluð ástvinanna geði; " ísland, vor móðir, oft þú færð að liða ógnþrungið tap, sem hörmung vakti striða, eflaust mátt Iengi fullra bóta híða, Ijf, hyrgir j>ær skautið fjærliggjandi tíða. ''W*'' Sól jxiima vona sortaskýin dylja, sorgþjáða brjóstið dauðans nístir kylja, ástmegi þína, öldur hafs er hylja, háfjalla drottning, þungt er við að skilja. V S Öllum, sem hera angursmen i hljóði, útbýt þú styrk af þinum gæzkusjóði, ! straumhvörfin sorgar, stillir hæða góði, 5%i stöðva með þinu kærleiksgeislaflóði. Bústaðir sælu liafa opnazt yður, öldungur Ijóssins þar inn ganga biður, tekin er höfn, hvar tryggur reynist friður, tötrar jarðlífsins falla slitnir niður. 4, Eilifðar ströndin er.nú fyrir stafni, uppljómuð tekur móti hetjusafni, siðustu jxikkir, sorg í liug j>ó dafni, sendum vér nú í lands og þjóðar nafni. Ólafur Vigfússon. Laugavegi 67. Sjómannablaðið Víkingur, i.—2. hefti 6. árg., er nýkomiÖ út. Efni þess er: Hvað veldur ?, Max- Pemberton ferst, M.b. Hilmir ferst, Hrakningar m.b. Austra, Ára- mótapistill (Ásgeir Sigurðsson), Fimm ára starfsafmæli (Jón Kr.), Gísli Jóhannsson skipstjóri, íslenzk togaraútgerð í framtíðinni (Loftur Bjarnason), i. desember — fána- dagur (Jón Eiríksson), Þegar eg var á „Sjólífinu“ (Kristján Krist- jánsson), Uppbæturnar og endur- nýjun skipastólsins (Finnur Jóns- son), Islenzki fáninn við hún 1918 (Pétur Björnsson), Á frívaktinni, Ríkisstjórnin og sjómennirnir (Kon ráð Gíslason), Narfi Jóhannesson (F.H.), Eimskipafélag Islands 30 ára, Og alltaf fær borgarinn skipu- lagsskrár (Halldór Jónsson), Há- kon Halldórsson skipstjóri sjötugur (Sveinbj. Egilsson), Skipreika (Hallgr. Jónsson), Ingvar Guðjóns- son (Á. S.), Góð bók, sem sjómenn ættu að eignast (Henry Hálfdánar- son) o. m. fl. Áheit á Hallgrímskirkju í Rvík. 25 kr. frá ónefndri. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 20 kr. frá Þ.G. 100 kr. fá hjónum. 10 kr. frá S.J. 50 kr. frá N.N. (gamalt áheit). 10 kr. frá S. 13 kr. frá þakklátri móður. 50 kr. frá M.H.Í. 10 kr. frá N.N. 34 kr. frá X. 30 kr. frá V.A.V. Til ekkjunnar með börnin sex, afh. Vísi: 50 kr. (áheit) frá mömmu. lliiglinga vantar til að bera út blaðið nú þegar um eftirtaldar götur: SÓLVELLIR LAUGAVEGUR EFRI. Hátt kaup. — Talið við afgreiðsluna. — Simi 1660. Dagblaðið VÍSIIt Akrohatik, Plastic, Stepp fyrir byi-jendur, hefst þann 15. febr. — Uppl. í sima 2400. Sigriður Ármann. Lilja HaJIdórsdóttir. Húseignin Lindargata 60 er til sölu nú þegar, ef um semst. Upplýsingar gefur: Krstján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Hafnarhúsinu, Reykjavík. Sími: 3400» Stórt veitingahús m.jög arðbært og í fullum rekstri, er tiisölu nu þegar. Allar rfánari upplýsingar gefur: Jón Sigurðsson , héraðsdómslögmaður. Hafnarhúsinu, Reykjavik. Sími: 3400. (Skrifstofa Kristjáns Guðlaugssonéir, hrm.). BEZT AÐ AUGLÝSA 1 VÍSL Héfi opnað Feldsknröarvimrastofu í Hafmarhvoli, II. hæð. Sauma úr allskonar loðfeldum, svo sem: Pelsa, Slár, Kraga, Múffur, Kefi. Áherzla lögð á vandaða vinnu. Þórðnr Steii»«tórssoi« feldskurðarmeistari 1 BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR ER bókamarkaður I>ar eru í dag seldar hækur, sem þruta hér á fyrra ári, en hafa tínst utan af landi. Hjartans þakkir fyrir alla auðsýnda htuttekningu og vinarþel við andlát og útför mannsins míns og sonar, Björns Björnssonar, bankafulltrúa. Fyrir hönd vandamanna. Þórhalla Þórarinsdóttir. lngíbjörg Magnúsdóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, Ingveldur Eriendsdóftir, andaðist að Elliheimilinu Grund aðfaranótl taugardags 12» þessa mánaðar. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Magivás Jónsson. Maðurinn minn, Sæbjörn Magnússon, héraöslíæknir verður jarðaður þriðjudaginn 15. þ. m. frá dómkirkjunnL Athöfnin hefst með bæn að lieimili systur hans, Reykja- víkurvegi 27 kl. 1 e. h. Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað’. Martha Eiríksdóttir. ' V _ _ _ _ BAIBI barnabólc Walt Disney, gerð eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Felix Salten, er komin i bókaverzlanir. — Ritsnillingurims John Galsworthy, sagði: Bambi er dásamleg bók, dásamleg ekki aðeins fyrir börnin, heldur einnig fýrir þá, sem eiga ekkí lengur því láni að fagna að vera börn.“ — Snilli Walt Disney hefir hvergi komið betur í ljós en í þessari bók. — Stefán Júlíusson, yfirkennari í Hafnarfirði, þýddi bókina. Békaútgáfari BJÖRK.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.