Vísir - 28.02.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 28.02.1944, Blaðsíða 1
Ritstj.órar: Kristján Guðlaugsson . Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiöjan (3. hæð) 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 28. febrúar 1944. kiLJt-ir 1. -■ jrf Ritstjórar Btaðamenn Stmii Augtýsingar* 1660 Gjaídkeri S flnur Afgreiðsla ~ « 49. tbl. Mlkllvss Ml fifrir iyrn í sijirs im 61 lits 18. 600 rússneskar flmg- véiar í árás á Helsinki. Rússar sendu 600 flugvélar til árása á Helsinki í fyrrinótt og stóð árásin í 10 klst. Her og flotamálaráðu- neytið sameinuð. Það er ekki ósennilegt, að her- og flotamálaráðuneyti Banda- ríkjanna verði sameinuð. Fregn frá Washington í gær hermir, að yfirmenn og for- ingjaráð hers og flota hafi rann- xakað þessa skipulagsbreytingu liermálanna undanfarna 10 mánuði. Engin ákvörðun hefir verið tekin, en líklegt að það verði gert áður en stríðinu lýk- Fólk streymir brott frá borg- inni og margt flóttamanna lief- ir komizt til Sviþjóðar. Segir j fólkið, að tjónið sé ógurlegt og ' sé til dæmis ekki heil rúða í neinu liúsi borgarinnar. Sporvagnaumferð er alveg I hætt, þvi að teinar eru rifnir upp i úr götunum og raftaugar slitn- : ar, en margar götur eru auk þess lokaðar af hrundum hús- um. »fslaudiil;röllið« leikari. Islenzki risinn, Jóhann Pét- ursson, er nú orðinn leikari, seg- ir í fregn frá Khöfn. Jóhann hefir verið erlendis síðan fyrir stríðsbyrjun og hef- ir einkum sýnt sig í hringleika- húsum, en leikrit það, sem hann leikur í, er sýnt í leikhúsi í Kaupmannahöfn. ur. Er ætlunin að kalla hið nýja g’OCÍiSt ráðuneyti landvarnaráðuneyti. Vegna hins nána samstarfs, * sem verður að vera milli hers og flota á Kyrraliafi, mundi ^ skipuin var sökkt í Truk. Klukkunni flýtt um næstu helgi. Aðfaranótt næstkomandi sunnudags, 5. marz, verður klukkunni flýtt um eina klukkustund. í reglugerðinni um sérstak- an tímareikning segir svo, aðt flýta skuli klukkunni um eina klukkustund aðfaranótt fyrsta sunnudags í marz, en ^einka henni aftur aðfara- nótt fyrsta sunnudags í vetri. Þegar klukkan er eitt næstu sunnudagsnótt, ber því að færa hana fram til kl. 2. Nokkrir menn hafa verið handteknir fyrir njósnir fyrir Þjóðverja í Chile. Þeir hafa all- ir játað. ★ Amerískir kafbátar hafa enn sökkt 13 japönskum skipum á Iiyrrahafi. ★ Herskip bandamanna söklctu 12 skipum í fyrstu árás sinni á Rabaul fyrra laugardag. Rú§sar undir- bna §ókn §nðnr ú Krimiiíkaga. Þeip sækja hvatt fp&m nypast á vígstöðvimiim. Bandaríkjamenn sökktu alls 23 skipum í árásinni á Truk. Flotastjórnin í Pearl Harbor hefir gefið út nýja fregn um árás þessa. Segir þar, að við nákvæma athugun á ljósmynd- um og öðrum gögnum hafi komið í ljós, að 23 japönsk skip liafi verið send á hafsbotn í Truk en ekki 19, eins og fyrst var talið. Þá er taíið að 6 að auki muni hafa sokkið og 11 laskazt. Áður var talið að 8 hefði laskazt. Herskip og flugvélar gera árás á Rabaul. 1 gær gerðu bæði herskip og flugvélar bandamanna árás á Rabaul. Herskipin hófu skothríð á höfnina og smáskip á henni um dögun, en um það bil, sem árás þeirra lauk, komu flugvélar bandamanna á vettvang og vörpuðu rúmlega 10 smálestum sprengja á einn flugvöllinn. — Engar japanskar flugvélar réð- ust gegn amerísku vélunum og ekki heldur í árásum þeirra á Adnliraltyeyjar, Alexishaven, Madang eða Vivak. Herskip bandamanna sökktu þrem slcipum undan Kavieng, einu stóru flutningaskipi og tveim strandferðaskipum. Flugvélar frá Marshall-eyjum hafa gert árás á þau hringrif þar, sem enn eru á valdi Japana og hringrif austarlega i Caro- lina-eyjum. Margt bendir til þess, að Rússar ætli nú að láta til skar- ar skríða gegn Rúmenum og Þjóðverjum á Krímskaga. í fregnum enkra hlaðamanna frá Moskva gegir, að Rússar dragi að sér mikið lið norðan við Perekop, en jafnframt flytja flugvélar á næturþeli mikið af hergögnum lil skæru- flokkanna, sem hafast við í há- lendinu á Mið-Krím. Rúmenskir fangar, sem skæruliðar hafa tekið, skýra frá því, að herstjórn Þjóðverja geti ekki beitt nærri öllu liði sinu á Perekop-eiði eða á Kerch- tanga vegna hættunnar, sem stafar af skæruliðunum i fjöll- unum. Sóknin nyrzt, í áttina til Pskov og til landa- mæra Lettlands fyrir suðaustan borgina, hélt áfram í gær. Voru alls tekin 200 þorp, þar af rúm- lega 100 fyrir vestan Khohn. Fyrir vestan og norðvestan Novo Sokolniki, sem er ekki mjög langt frá Kholm, tóku Rússar 50 þorp. Framsveitir þeirra eru nú tæpa 100 km. frá landamær- um Lettlands. Austast í Dnjeprbugðunni. Rússar tóku níu borgir og þorp í gær austast í Dnjepr- bugðunni. Voru þær milli fljóts- ins og Apostolovo. Stefna Rúss- ar þarna til Ivherson við Dnjepr- ósa og Nikolajev, sem er öllu vestar. Þjóðverjar gera gagnáhlaup. Herstjórnartilkynning Rússa í gær sagði frá gagnáhlaupum, sem Þjóðverjar hafa gert und- anfarna daga í Póllandi, þar sem Rússar voru komnjr lengst vestur á bóginn. Rússar hafa þarna brúar- stæði yfir Styr-ána fyrir vestan Lutsk. Þjóðverjum tókst að reka fleyga inn í varnir Rússa, en í gær sneru þeir taflinu við með áhlaupum, sem ráku þýzku liersveitirnar til hinna uppruna- legu stöðva þeirra. Vísir sagði frá því fyrir skemmstu, að Bretar væri farnir að smíða nýja gerð Lancaster-véla, sem hefir verið gefið nafnið „York“ og er notuð til flutninga. Vænghafið er 102 fet, en lengdin 78 fet. Ef ekki er flogið mjög langt, getur York flutt 50 farþega. 17.000 sprengja varpað á Þýzkaland s.l. viku. 7 svínskrokkap finnast Igær var Jögreglunni í Hafnarfirði lilkynnt að mikið af svínum liefði reluð í Fossvogi. Fór lögreglan á vettvang o gfann þá 7 dauð svín þar í f'jörunni. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir féldc lijá fulltrúa bæjarfógétans í Hafnarfirði, benda allar líkur til að hér sé um nýtt kjötútburðarmál að ræða, því að engin ein- kenni sáust til þess að svínin hefðu drepist úr pest. Lít- ur út fyrir að þeim liafi verið ekið á bíl i f jöruna og fleygt þar. Lögreglan mun gera gangskör að því að upp- lýsa málið. Tvö innanfélagsskíðamót. Þátttaka mikil og árangur góðup. Fjöldi manns var á skíðum í gær og fyrradag, og tvö félög- in, Ármann og K. R., héldu innanfélagsmót um helgina. í Henglafjöllum voru á 4. hundrað manns, um 100 í Jósefsdal og álíka margt við Skálafell. Alls munu hafa verið um 100 manns i Jósepsdal og grennd í gær. Svigkeppni fór fram í öllum flokkum, og fyrst hjá þeim, sem tekið hafa þátt í op- inberu jnóti áður. Þar voru 9 keppendur. Fyrstir urðu Stefán Ivristjánsson, Stefán Stefáns- son og Eirik Eylands. í B-flokki voru þeir, sem hafa, ekki tekið þátt í opinberu móti. Þar voru 9 keppendur og urðu þessir fljótastir: 1. Halldór Sig- urðsson, 2. Hörður Hafliðason, 3. Gísli Jónsson, í unglingaflokki voru 10 keppendur: 1. Ólafur Nielsen, 2. Ásgeir Eyjólfsson, 3. Kjartan Sigurjónsson. 1 svigi kvenna voru kepp- endur 7: 1. Margrét Ólafsdóttir, 2. Ingihjörg Árnadóttir, 3. Sig- ríður Theödórs. Færi var sæmilega gotl, en þó heldur blautt. Innanfélags skíðamót K.R. fór fram við Skálafell í gær og fyrradag. Þátttaka var yfirleitt mjög mikil. Á laugardag fói- fram 7—8 km. ganga. Þátttakendur voru 7. Úrslit urðu þessi: 1. Björn Röed 26,04 mín. 2. Lárus Guð- mundsson 26,09 mín. 3. Hjört- ur Jónsson 26,17 mín. í fyrra var þessi sama vega- leng (og sömu liringir) gengin á helmingi lengri tíma. Þá var fyrsti maður 1 klst. 13 mín. að gánga vegalengdina, enda var þá hæði rok og verra færi. 1 bruni var keppt í gær. — Vegalengd var sú sama og á Reykjavíkurmótinu í fyrra. Þátttakendur voru 22. Úrslit urðu þessi: 1. Björn Blöndal 2,56 mín. 2. Ragnar Ingólfsson 3,155 mín. 3. Magnús Gíslason 3,25 mín. í bruninu var liarð- fenni og foksnjór til ski])tis og aðslaða því allerfið. I svigkeppni kepptu A- og B- flokkar saman. Brautin var um 300 m. löng með 21 hliði. Hæð- armismunur um 90 metrar. Þátttakendur voru 6. — Úrslit urðu: 1. Björn Blöndal 57,5 sek. 2. Jón M. Jónsson 66,3 sek. 3. Þórir Jónsson 69,4 mín. Björn bar af keppinautum sínum og virðist sem hann sé í mikilli og stöðugri framför. í svigi C-flokks voru 19 þátt- takendur. Lengd brautar var um 250 m. og hlið 15, en hæð- armismunur um 75 m. Úrslit urðu: 1. Hjörtur Jóns- son 46,3 sek. 2. Magnús Þorn- sleinsson 50,2 sek. 3. Einar Sæ- mundsson 51,9 sek. I svigi kvenna kepptu þrjár stúlkur. Úrslit urðu þau, að Maja Örvar varð fyrst á 44,2 selc. 2. varð Hallfríður Bjarna- dóttir á 46 sek. og 3. Ragnheið- ur Ólafsdóttir á 55, 2sek. Loks var keppt í bruni ung- linga og urðu úrslit þau, að Flosi Ólafsson, Benedikt Guð- hjartsson og Jón Atli fóru vega- lengdina allir á sama tíma, 25 sek. Lengd brautarinnar var um 800 m. Næturgestir voru um 80 í skálanum, en alls munu um 100 manns liafa verið hjá K.R.- skálanurii í gær. Fáeinir næt- 1 urgestir voru líka við Í.K.-skál- I ann i gær. Hjá Í.R. á Kolviðarhóli voru á 2. hundrað manns í gær, hjá Skíðafélagi Reykjavíkur um 90 og hjá Val, Víking og skátum í Þrymheimi um 100 manns. Hafa eitlhvað á 4. hundrað manns verið samtals á skíðum i Henglafjöllum í gær. Veður var gott, og færi sæmilegt. Meistarkeppni Bridge félagsins hófst í gær. Meistarakeppni Bridgefélags Reykjavíkur hófst í gær að Hótel Borg. Eftir 1. umferðina standa leikar þannig, að hæst er sveit Gunnars Guðinundssonar, með 316 stig, 2. er sveit Harðar Þórð- arsonar 313 stig, 3. sveit Gunn- geirs Péturssonar 312 stig, 4. sveit Stefáns Þ. Guðmudnssonar 289 stig, 5. sveit Lárusar Fjeld- stéd 287 stig, 6. sveit Brands Brynjólfssonar 264 stig, 7. sveit Ársæls Júliussonar 263 stig og 8. sveit Axels Bövai'ssonar með 260 stig. Bandamenn misstu 413 flugvélar. Orustuvélasmíðar Þjóðverja minnka um helming. lé hefir orðið á loftsókn bandamanna gegii Þýzkalandi um helgina, en það er aðeins kyrrðin fyrir næstu stormhviðu, sem skellur yfir áður en nolik- urn varir. Flugvélar bandamanna fóru meira en 15.000 árásarferðir s. 1. viku og fóru um 900 þung- ar sprengjuflugvélar að jafnaði hverja ánús Breta, en sprengju- magn það, sem varpað var á Þýzkaland á þessu tímabili, nam um 17.000 smálestum. Amerísk- ar flugvélar vörpuðu til jarðar samtals um 9400 smálestum sprengja að degi, en hinu vörp- uðu Bretar að næturlagi. Tjón bandamanna þessa einu viku nam 413 flugvélum, en á sama tíma var alls grandað 642 l yzkum flugvélum. Nam tjón handamanna þvi tæplega 3 af liundraði. 1 10.—17. ágúst 1940. í fregnum Breta er gerður samanburður á þessari loftsókn- arviku og einni viku sumarið 1940, þegar loftsókn Þjóðverja gegn Bretlandi stóð sem hæst. Það var vikuna 10.—17. ágúst. Þjóðverjar sendu þá þúsundir flugvéla gegn Bretlandi, en rúmlega 1000 þeirra voru skotn- ar niður af (Hurricane og Spit- fire-vélum Breta. Bretar misstu hinsvegar 115 orustuvélar. Þjóð- verjar gátu ekki komið fram því, sem þeir höfðu ætlað sér, nefnilega að eyðileggja brezka flugherinn með því að leggja flugvélaverksmiðjurnar í rústir og gera flugvelli lians ónotliæfa. Hins vegar várð árangurinn sá, að Þjóðverjár urðu að breyta um árásaraðferð og játuðu með þvi ósigur sinn. Árangurinn ioftsókn bandamanna. Með því að gera þenna saman- burð vilja bandamenn sýna fram á það, að loftsúkn þeirra sé að ná tilætluðum árarigri, þvi að hæði hafi þeir orðið fyrir til- tölulega litlu tjóni, jafnframt þvi, sem þeir hafa unnið Þjóð- verjum mikið tjón, með þvi að eyðilegja verksmiðujr og skjóta niður mikinn fjölda flugvéla fyrir þeim. Aðalárangurinn af sókninni telja bandamenn, að nú sé svo komið, að þeir hafi eyðilagt tvo finnntu hluta framleiðslu tví- hreyfla orustuvéla, þrjá fimmtu framleiðslu einsessu-orustuvéla og fjórðung framleiðslu stórra sprengjuvéla. Næst verður spilað annað kveld (þriðjudag) i félagsheim- ili V. R. Vegna þrengsla er ekki unnt að láta aðra fá aðgang að þeirri keppni en félagsmenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.