Vísir - 03.03.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 03.03.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Biaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri Afgreiðsla S llnur 34. ár. Reykjavík, föstudaginn 3. marz 1944. idMMiw.iW.TT' 51. tbl. Skotinn nið- ur yfir Berlin £o slapp aír kiom Þjjóðvei'ja. iEiintýr ensks blaðamanns. Brezkur blaðamaður, er var í f lugvél, sem var skotin niður yf- ar Berlin, hefir sloppið úr haldi og símað blaði sínu um ævintýri áín. Maður þessi, Lawrence Ben- nett, starfar fyrir Lundúnablað- ið Daily Express. Hann var sendur í árásarför til Berlínar aðfaranótt 3. desember og var í Lancaster-vél. Á leiðinni til Berlínar gerðist lítið markvert. Við og við sá- ust nætur-orustuvélar Þjóð- verja, en þær voru jafnóðum hraktar á brott. Þjóðverjar lýstu með kastljósum sínum undir skýin, sem brezlui vélarnar flugu yfir, til þess að nætur- orustuflugmönnunum gengi betur að koma auga á þær. Þegar komið var yfir Berlin, loguðu stórir eldar í borginm. En þá byrjaði ,ballið‘, þvi að alit í einu kom þýzk næturorustu- vél brunandi frá vinstri. Flug- ■maðurinn enski reyndi að forða vél sinni, en tókst það ekki, þvi að hún var miklu þyngri i vöf- urn en þýzka vélin. Fallbyssu- kúlur frá Þjóðverjanum fóru í gegnum bol ensku flugvélarinn- ar, lentu í báðum hreyflum hægra megin og stöðvuðu þá. Rétt á eftir lcomst eldur i ben- zíngeyma vélarinnar og sprungu þeir með ógurlegum hávaða. Öllum í flugvélinni var skip- að að varpa sér útbyrðis tafar- laust. Bennett gerði hið sama og aðrir, en þegar hann leit nið- ur og sá eldhafið, rann honum kalt vatn milli skinns og- hör- unds. Honum fannst hann hljóta að lenda í bálinu og liljóta þar ægilegan dauðdaga. Sprengjur þutu framhjá honum á allar liliðar og hann var líka lirædd- ur um að einhver þeirra mundi lenda á fallhlif hans og eyði- leggja hana. En Bennett varð heldur hug- arhægra, er hann sá glampa í vatn eða tjörn fyrir neðan. Hann reyndi að toga i strengi fallhlífarinnar, svo að hann kæmi niður í vatnið og eftir fáeinar sekúndur tókst það. Hann sölck upp að mitti í leðju og slý og var alveg ósjálfbjarga, en þá varð hann var við manna- ferð á vatnsbakkanum og innan stundar komu tveir menn á báli út til hans. Þeir drógu liann upp og reru með hann til lands. rsiifji Mikil mannvirki í smíðum. Meðan amerískar flugvélar halda uppi loftsókn af kappi frá Marshall-eyjum, er unnið dag og nótt að hernaðarmannvirkj- um á eyjunum. Afkastamiklar vinnuvélar voru settar á land jafnskjótt og búið var að brjóta mótspyrnu Japana á bak aftur, og eru þær nú notaðar til að slétta land og ryðja fyrir stórkostlega flug- velli, auk þess sem unnið er að haf narmannvirkj um vegna flotadeildanna, sem þarna eiga að hafa bælcistöðvar. Undanfarna daga hafa ái’ásir verið gerðir á Náuru, Ponape og Kusaie i Carolina-klasanum, auk þess sem bvað eftir annað hefir verið ráðizf á eyjar i Mar- sliall-eyjaklasanum sjálfum. Bandamenn ræða flusrmálin. Alþjóðaráðstefna um flugmál mun verða haldin á næstunni að tilhlutan Bandaríkjanna. U tanríkismálaráðuney tið í Washington hefir haft ráða- gerðir á prjónunum um þetta og hefir þegar sent stjórnum . Bretlands og Rússlands boð um að koma til viðræðna um ])essi , mál. Munu þessi ríki koma sér j saman um tilhögun þá, sem þau I telja bezt að bafa á málunum '■ og vinna síðan að frekari undir- i búningi, unz hægt er að hefja framkvæmdir. SÖFNUN FYRIR DANI. Gjafir i söfnun handa dönsk- í um flóttamönnum eru nú þegar i farnar að berast. Fyrstu gjafirn- | ar, sem borizt hafa eru frá i Hjalta Jónsyni framkvæmda- stjóra, 5000.00 krónur og frá í frú Lenu Kampmann í Hafnar- firði 5000.00 krónur. Hann var hafður í haldi um nóttina, en næsta morgun var hann afhentur tveim liðþjálfum, sem áttu að fara með hann i fangabúðir. En á leiðinni þang- að tókst honuin að sleppa frá vörðunum og komast til þess staðar, sem hann sendi fréttina frá. „En það verður að vera leynd- armiál til striðsloka, ef ekki lengur, hvar eg er og hvernig eg komst hingað“, segir Bennett að lokum. Það er erfitt að finna skjól þarna fyrir kúlum Þjóðverja og sprengjum, en liermenn bandamanna verða samt að brjótast þar áfram. Myndin er tekin í Cassino-dalnum og i húsunum hafa Þjóðverjar komið fyrir mörgurn vélbyssum. Endurskipun brezka hers- ins fyrir innrásina er lokið. Rúmenar á biðilsbuxunum. Fregnir frá Ankara herma, samkvæmt upplýsingum frá Budapest, að Rúmenar fari nú að dæmi Finna og leiti fyrir sér um friðarskilmála hjá Rússum. Eiga Rúmenar að sögn að hafa sent sendinefnd flugleið- is til Stokkhólms og er það hlutverk hennar að ná sam- bandi við frú Kollontai sendi- herra Rússa þar í borg og spyrjast fyrir um skilyrði þau, sem Rússar setji fyrir friði. Anzio: Bandamenn rétta hlnt §lnn. Bandamenn hafa tekið allt það land aftur á Anzio-svæðinu, sem Þjóðverjar náðu á þriðju- dag. Clark hershöfðingi var í gær á vígstöðvunum og sagði liann, að Þjóðverjar hefði beitt þrem lierdeildum, þegar mest gekk á, en samt tókst þeim ekki að vinna neitt verulega á. Þeir sóltu fram á 1000 m. breiðu svæði og komust alls 1500 m. inn i varnir bandamanna, en voru þá hraktir smám saman aftur. Óvíst um ákvarð- anir Finna. Af engu er hægt að ráða hvorn kostinn Finnar munu taka, ganga að skilmálum Rússa eða berjast til þrautar með Þjóðverjum. Bandamenn töldu, er skilyrði Rússa voru gerð kunn, að þau væri svo væg, að friður mætti teljast tryggður milli Rússa og Finna. En Finnar í Stokkhólmi hafa siðan sagt frá vaxandi svartsýni í IJelsinki og blöðin þar i borg hafa sum talið skil- málana óaðgengilega. Ýmsar flugufregnir hafa ver- ið á lofti, eins og venjulega, ]ieg- ar opinberar fregnir vantar. Ein slík fregn hermir, að finnsk samninganefnd sé farin til Moskva. En réttast er að leggja ekki trúnað á neitt nema opin- berar lilkynningar um slík mál sem þetta. 2 Norðmenn líflátnir. Tveir Norðmenn hafa enn verið teknir af lífi af Þjóðverj- um. Annar maðurnn átli lieima í Þrándheimi en hinn i^Narvik. Þeim var gefið bið sama að sök, að hafa haft í frannni undirróð- ur gegn Þjóðverjum og aðra slíka „þjóðhættulega“ starfsemi. Afkoma pikissjóðs 1943: Tekjur 43.790 þús. kr. umfram áætlun. Grjöldin urðu tæpl. 32 millj. meiri en áætlað var. Björn Ólafsson fjármálaráð- herra flutti á þingi í dag ræðu um afkomu ríkissjóðs á síðast- liðnu ári. Fara hér á eftir nokk- ur atriði úr ræðunni. Tekjurnar urðu samtals um 109,542 þús. lcr., en á fjárlögum höfðu þær verið áætlaðar 65,752 þús. kr., og fóru þvi 43,790 þús. kr. frám úr áætlun. Tekjurnar urðu meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir á nær öllum liðum skatta- og tollatekjanna og fór verðtoll- urinn mest fram úr áætlun. (Hann nam alls 33,871 þús. ltr., en var áætlaður 21,500 kr. og fór því 12,371 þús. kr. fram úr áætlun. Finnn þessara liða gáfu þó minna^af sér en búizt hafði ver- ið við og varð lækkunin mest á fasteignagjöldum, sem urðu 606 þús. kr„ en höfðu verið á- ætluð 850 þús. kr. 8 ára þræikunarvinna fyrir nauðgunar- tilraun Amerískur hermaður hefir verið dæmdur í átta ára þrælk- unarvinnu fyrir nauðgunar- tilraun. Hermaður þessi réðist á 15- ára gamla stúlku á Kaplaskjóls- vegi að kveldi 16. febrúar. Sló hann hana niður og reyndi að nauðga henni, en er bíl bar þar að, lagði hann á flótta. Litlu síð- ar var maðurinn liandtekinn. Hermaðurinn var sviptur öll- um borgaralegum réttindum og rekinn úr hernum með skömm. j Gjöldin urðu alls um 50% meiri en áætlað var. Þau voru á fjárlögum áætluð 61,236 þús. kr„ en urðu 93,133 þús. kr„ eða j 31,897 þús. kr. umfram. Mestur hluti útgj aldaaukningarinnar stafar af greiðslum samkvæmt sérstökum lögum, en þær námu 19,708 þús. króna. Á fjárlögum hafði verið gert ráð fyrir 4,516 kr. tekjuafgangi, en samkvæmt reikningi varð hann talsvert meiri, eða 16,409 þús. kr. Rússar fara á snið við Narva og Pskov. Itússar sækja fram bæði fyr- ir norðan og sunnan Peipus- vatn og hafa komizt framhjá Narva að norðan en eru að kom- ast á snið við Pskov að sunnan. Þótt Rússar hafi ekki tilkynnt fyrr en i fyrradag, að þeir liefði brolizt vestur yfir Narva-ána hófu þeir þegar tilraunir til að komast yfir ána, þegar þeir komu að henni 4. febrúar. En bakkarnir voru rammlega víg- girtir og það tók langan tíma að rjúfa varnirnar. Rússar tóku í gær 30 bæi fyr- ir sunnan og suðvestan Pskov. Tvær borganna voru við járn- brautina milli Pskov og Polotsk, en framundan er borign Osti’ov, sem er um 50 km. fyrir suðvest- an Pskov við járnbrautina til Dvinsk. Skíðamót Reykjavíkur fer fram 12., 18. og 19. marz. Sunnudaginn 12. marz hefst Skíðamót Reykjavíkur að Kol- viðarhóli og er það Skíðadeild í. R„ sem stendur fyrir mótinu að þessu sinni. Mótið heldur svo á- fram laugardaginn 18. og sunnu- daginn 19. marz. Á sunnudaginn 12. marz fer fram brun karla, eldri en 35 ára (d-flokkur), brun drengja 13— 15 ára, brun kvenna, svig karla 16—35 ára (a-flokkur), svig karla 16—35 ára (b-flokkur), svig karla 16—35 ára (c-floklc- ur), svig drengja 13—15 ára, svig kvenna og svig karla eldri en 35 ára (d-flokkur). Laugardaginn 18. marz verð- ur keppt i skíðagöngu 20—32 ára (a- og b-flokkur) og skíða ganga 17—19 ára, Sunnudaginn 19. marz fer fram skiðastökk karla 17—19 ára, skíðastökk karla 20—32 ára og brun karla 16—35 ára. Dregið verður um röð kepp- enda í Í.R.-húsinu miðvilcudags- kvöld 8. inarz kl. 8,30. Mönnum heldur íækkað en vopna- búnaður stórum bættur. i Ákveðið hefir verið að nafna- I kall fari fram við mark hálfri kst. áður en keppni hefst. Koma þarna fram allir beztu I skíðamenn höfuðstaðarins, og þarf ekki að efa, að keppnin verður skemmtileg og spenn- andi. Verkstjórafélag Reykjavíkur 25 ára. Verkstjórafélag Reykjavíkur er 25 ára í dag. Það var stofnað 3 marz 1919. Voru stofnendur 27 talsins, og fyrstu stjórn þess skipuðu þeir Bjarni Pétursson formaður, Jón •lónatansson ritari og Jóhannes Iljartarson gjaldkeri, en Jó- hannes er sá maðurinn, sem lengst hefir setið i stjórn félags- ins, eða samtals í 18 ár. Þann 3. marzl937var hanngerður fyrsti heiðursfélagi Verkstjórafélags- ins. Verkstjórum var það ljóst, er Montgomery fær betri her en 8. herinn. Vy að er búið að endur- * skipulegg ja brezka her- inn, svo að hann er nú bú- inn betri vopnum að tiltölu við mannfjölda en flestir aðrir herir í heiminum og er reiðubúinn til inni'ásar. Þetta var aðalefnið i: ræðu brezka liermálaráðherrans, er hann ræddi um skipulagsbreyt- ingar hersins á þingi í gær. Sir James skýrði frá því, að mönnum hefði verið fækkað i hernum að undanförnu og hefði iðnaðinum verið fengnir þeir til umráða. Mjög margir liermenn væri lil dæmis farnir að vinna i flugvélaiðnaðinum, enda væri meira starfslið við framleiðslu stórra sprengjuflugvéla en allra liergagna fyrir landherinn til samans. Þar við bættist, sagði Sir James, að vegna allra vélanna, sem nútimaher byggðist á, yrði að hafa enn meiri mannfjölda til flulninga að baki vígstöðv- anna en áður. Meira skotmagn. En þótt „skottið“ sé orðið lengra á hernum með þessu og „tennurnar“ heldur færri, sagði Sir James ennfremur, þá eru þær tennur, sem eftir eru, miklu lengri og hárbeittar. Vopn her- mannanna eru braðskeyttari og * færri hermenn en áður geta sent fjandmönnunum miklu fleiri skot en með eldri vopnum. Betri en 8. herinn. Við þessum her á Montgomery að taka, nýkominn heim frá hinum glæsilegu sigrum sinum með áttunda hernum i .Afríku, á Sikiley og Italíu, sagði Grigg. En hann mun ekki verða fyrir neinum vonbrigðum af þessum lier, sem hann fær nú til um- ráða, því að liann mun vera enn betri en áttundi herinn og er þó ekki heiglum hent að standa lionum á sporði. Þjóðverjar hljóta að bíða ósigur, sagði Grigg að síðustu. Þeir hafa ekki nægan mannafla til að stemma stigu við flóðöldunni á austurvígstöðvunum, halda stöðu sinni á Ítalíu, veita Þýzka- landi flugvernd, halda Balkan- þjóðunum niðri og vera viðbún- ir á öllum þeim stöðum, sem bandamenn geta gengið á land i Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Danmörku og Noregi. þeir stofnuðu félagið, að ýms at- riði, sem við komu störfum þeirra, þurftu umbóta og úr- lausnar, og bezta ráðið til að ráða fram úr þeim úrlausnar- efnum, væri að sanxeinast i fé- lag. Þau viðfangsefnin, sem félag- ið beittu sér einna fyrst fyrir, Framb. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.