Vísir - 03.03.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1944, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Iíristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Inanlfsstrseti). Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasála 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Fjársöínunin. Nefnd manna tók til starfa í síðustu viku, er liefir for- ystu um fjársöfnun til danslcra flóttamanna, er dvelja í Svíþjóð og víðar. í nefndinni eiga sæti Sigurður Nordal prófessor, formaður nefndarinnar, Kristján Guð- laugsson hrmflm., gjaldkeri nefndarinnar, Lúðvíg Guð- mundsson varaform., Páll S. Pálsson stud. juris., Stefán Jóh. Stefánsson lirmflm., Ben. G. Waage forseti í. S. í. og Björn Br. Björnsson tannlæknir. Sigurður prófessor Nordal liafði orð fyrir nefndinni og skýrði frá undirbúningi fjár- söfnunarinnar. Hefir nefndin þegar átt tal við fjölda áhrifa- manna, innan Alþingis og utan og þá aðallega þá, sem fara með trúnaðarstörf fyrir félög eða félagasambönd og rætt við þá um málið og fengið hinar ágæt- ustu undirtektir. Vmsir þessara manna og þar á meðal forseti sameinaðs Alþingis og formenn þingflokkanna höfðu þegar rætt málið sín í millum, og voru þess mjög hvetjandi að hafist yrði lianda um framkvæmdir. I trausti þess að málaleitun þessi muni ekki fá lakari byr hjá þjóðinni í heild, en liún hefir fengið tiPþessa, mun nefndin nú beita sér fyrir samskotum til handa hinum dönsku flótta- mönnum, sem dvelja í Svíþjóð og viðar og reyna að létta undir með þeim í þungbærum raun- um. Leikur elcki vafi á því, að eins og sakir standa er þörfin fyrir hjálp brýnust hjá flótta- mönnum þeim, sem Danmörku hafa flúið, með því að frá land- inu sinu hafa þeir farið slippir og snauðir. Svíar hafa að vísu tekið flótta- mönnum þessum vel og leitazt við að létta þeim dvölina með að veita þeim atvinnu, aðallega ungum mönnum við skógar- högg. Er talið að 1200 menn hafi fengið atvinnu af um 15 þúsundum, sem frá Danmörku hafa flúið yfir til Svíþjóðar allt til síðustu áramóta. Stöðugt bætast þó fleiri flóttamenn í hópinn og óvíst hver tala þeirra er nú. Fyrir þessa menn hafa verið reistar um 30 íbúðir eða bráðabirgðaskýli, sem þeir haf- ast við í, en auk þess hafa þeir fengið landsetur til umráða að einhverju leyti. Vitað er að hörgull er mikill á húsnæði í Svíþjóð. Enda má segja að þangað hafi legið stöðugur straumur flóttamanna frá upp- hafi stríðsins. Utanríkismálaráðuneytið hef- ir sérstaldega athugað hvort nokkur vandkvæði gætu verið á að slík söfnun, sem þessi yrði látin fram fara á landi hér og mun sendifulltrúi íslands í Sví- þjóð hafa Iátið svo um mælt að slíkt fjárframlag myndi vel þegið. Mun fénu ráðstafað i samráði við íslenzk stjórnar- völd, og þá væntanlega sendi- fulltrúann sérstaklega, og enn- fremur danska sendiráðið í Stokkhólmi, sem tekið hefir að sér yfirumsjön með málefnum flóttafólksins. Formaður flótta- mannaskrifstofu. sendiráðsins er dr. juris Stephan Hurwitz, Innheimta hita- veitugjaldsms. Húseigendup vilja ad það veipdi innlieimt beint frá notendum. Aðalfundur Fasteignaeig- endafélags Reykjavíkur var haldinn í Kaupþingssalnum s. 1. þriðjudagskvöld þann 29. febr. Á fundinum gaf formaður fé- lagsins, Gunnar Þorsteinsson hæstaréttarmálaflm. skýrslu um störf félagsstjórnarinnar og starfsemi félagsins á nýliðnu stax-fsári þess. Félagið hafði s. I. ár, eins og 3 undanfarin ár, liaft opna skrif- stofu til leiðbeiningar og að- stoðar félagsmönnum. Alls höfðu á árinu um 700 húseig- endur leitað til skrifstofunnar og verið veitt þar ýmiskonar aðstoð og upplýsingar. Á fundinum kom fram megn óánægja fundarmanna yfir þeirri ákvörðun bæjaryfirvald- anna, að láta innheimta afnota- gjald heita vatnsins hjá húseig- endum, en ekki beint hjá not- endum vatnsins. Var skorað á stjórn félagsins, að leita úr- skurðai-- dómstólanna um rétt- mæti slíkra ráðstafana. Einnig var svohljóðandi tillaga sam- þykkt með samhljóða atkvæð- um. „Aðalfundur Fasteignaeig- endafélags Reykjavíkur, haldinn þann 29. febr. 1944, mótmælir þeirri ákvörðun bæjaryfirvald- anna, að innheimta heitavatns- afnotagjaldið lijá liúseiegndum einum, en ekki notendum þess. Telur fundurinn slíkt inn- heimtufyrirkomulag, -— sem ó- hjákvæmilega lilýtur að fylgja talsverð fjárhagsleg ábyrgð, — fullkomna lögleysu, og skorar á bæjarráð og-bæjax-stjói-n, að biæyta innlieimtufyrirkomulag- inu tafarlaust þannig, að gjald- ið verði innheimt beint hjá not- endum þess, en ekki hjá húseig- endum eða umboðsmönnum þeirra. Þangað til sú breyting verður gerð, telur fundurinn sjálfsagt sem áður var prófessor í lög- fræði við Kaupmannahafnar- háskóla, en um 100 menn munu vinna í þjónustu skrifstofunnar. Tveir menntaskólai’ hafa ver- ið stofnaðir í Svíþjóð fyrir danska unglinga og eru um 80 nemendur i livorum. Mörg dönsk börn stunda nú nám í sænskum skólum m. a. i liinum kunna Viggbyholm heimavist- arskóla í nágrenni Stokkhólms. í samvinnu við sænskar hjálpar- stofnanir hefir verið komið upp bæði barnaheimili og gamal- mennahæli. Allir, sem ófærir eru til vinnu, eða sem ekki er unnt að útvega atvinnu, eru á framfærslu flóttamannaskrif- stofunnar, og mun danska sendiráðið hafa fengið fé að 1 láni hjá Svium. til að standa j straum af kostnaði þessum. Við íslendingar eigum að rétta þessum nauðstöddu frænd- ! um og vinum okkar hjálpar- hönd, og gera það helzt með þeim myndarbrag, sem sæmir mannúð þjóðarinnar og hjálp- semi. fslenzk gestrisni á ekki að vera einskorðuð við heimilin, en ná nokkuð út fyrir þau, til þeirra manna, sem ekkert hæli eiga og við getum ekki veitt húsaskjól eða aðra aðstoð. Hjálp til þeirra verður ekki veitt nema með samskotum og þeim- almennum, enda mun hverjum manni Ijúft að láta eilthvað af mörkum, sér til ánægju og öðrum til gagns og hjálpar í neyð. og óhjákvæmilegt, að liúseig- endur reikni sér ákveðna um- stangs- og áhættuþóknun fyrir starf sitt er fundurinn telur hæfilegt 10% af liverri inn- heimtri gjaldupphæð.“ Úr sljórn félagsins gengu: Gunnar Þorsteinsson form. stjórnarinnar og þeir Egill Vil- lijálmsson og Sveinn Sæmunds- son. Voru þeir allir endurkosn- ir einróma. Fyrir í stjórninni voru þeir Sigurður Ilalldórsson ! og Þorl. Helgi Eyjólfsson liúsa- smíðameistarar. I varastjórn voru kosnir þeir Magnús Jóhannesson, Jón Árnason og Hannes Einarsson. Á fundinum var samþykkt : tillaga þess efnis, að fela stjórn- inni að athuga möguleika á því að félagið gæfi út sérstakt mál- gagn þar sem rædd væru aðal- lega hugsmunamál og liugðar- efni liúseigenda. Á fundinum ríkti mikill áhugi fundamanna um að efla hag og gengi félagsins og auka áhrifa vald þess til árangursrikra starfa i þágu liúseigenda. Reykjavík raímagns- laus. Reykjavík var að mestu raf- magnslaus frá því á miðviku- dagsmorgun og þangað til kl. 6 í gærkvöldi. Orsakirnar að þessari bilun voru þær, að krap liafði sezt í rafmagnsvélarnar við Ljósafoss, svo að þær stöðvuðust. . Unnu 15 manns að því í allan gærdag _að lireinsa vélarnar. Tókst um kvöldið að hreinsa aðra vélina alveg og liina að mestu leyti. Kom straumur þá aftur á um tíma, en eftir rúm- lega 3 klst. varð að loka fyrir vatnið að nýju, svo að frá kl. 12 í fyrrinótt og fram til kl. 6 í gærkveldi var bærinn algerlega rafmagnslaus. Bilun þessi stóð alls yfir í 28 klst. og er Iengsta stöðvun á raf- magni, sem orðið hefir. Elliðaárstöðin var allan tím- ann í gangi og þaðan fengu sjúkrahús, landsímahúsið, hita- vatnsdælumar og fleiri raf- magn. t gær og í fyrradag hvarf gas- ið einnig um tíma, en var jafn- an haft á um suðutimann. Bilun þessi á rafmagninu hafði all-víðtækar truflanir í för með sér á ýmsum sviðum at- hafnalífsins. Verkstjórafélagið. Framh. af 1. síðu. voru að settar yfðu reglur um fasta matmáls- og kaffitíma, og að komið yrði upp verkamanna- skýli við höfnina. Núverandi stjórn félagsins skpia: Pálmi Pálmason formað- ur, Sigurður Árnason ritari og Jóhannes Gríinsson gjaldkeri. í tilefni af 25 ára afmælinu gefur félagið út minningarrit, se#n heitir „Verkstjórafélag Reykjavílcur 25 ára“, og hefir Sigurður Árnason samið það. Er vandað til þess i hvívetna og slcreytt mörgum myndum. Annað kvöld efnir félagið til afmælishófs í Tjarnarcafé. María Jónsdóttir | í fyrradag var til moldar borin María Jónsdóttir á Ránargötu 9, er andaðist 21. þ. m. eftir tæpr- ar viku legu á heimili sínu og manns síns Stefáns Filippus- sonar. Hún var fædd að Ivlafastöð- um í Skilamannahreppi 21. marz 1860. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Brandsson og Ingibjörg Tómasdóttir, bæði ættuð úr Landeyjum. Heimili þeirra leystist upp meðan María var í bernsku, og ólst hún síðan upp hjá móður sinni, sem dvaldist í vist á ýmsum stöðum. Var hún þá um skeið á Móum á Kjalarnesi hjá Matthíasi skáldi Jochumssyni og á fleiri góðum heimilum. Bernsku- kynni hennar af Matthíasi urðu henni minnisstæð, og mat liún hann alla ævi mest allra skálda, að Hallgrimi Péturssyni einum undanskildum. Eftir nokkurra ára dvöl í Hafnarfirði á heimili Kristjáns háyfirdómara Jónssonar fluttist hún austur á Seyðisfjörð og réðst þar til bróður Kristjáns, Sigurðar Gaula Jónssonar og konu hans frú Hildar Þorláks- dóttur. Árið 1898 giftist Maria eftir- lifandi eiginmanni sínum, Stef- áni Filippussyni frá Iválfafells- koti í Fljótshverfi, en hann fckkst þá við söðlasmíðaiðn á Seyðisfirði. En á næsta ári byrjuðu þau búskap í Brúnavík í Borgarfirði eystra. Þar bjuggu þau myndarbúi allt til ársins 1920. Heimili þeirra var lengst- um mannmargt, því þar var stundaður landbúnaður og sjávarútvegur jöfnum liöndum. Gat ekki lijá því farið, að oft væri annríkissamt fyrir hús- freyjuna og í mörg Iiorn að lita. En Maria átti mikla atorku og iðjusemi til að bera, og voru þau hjónin samhend í dugnaði og góðri forsjá, hjálpfýsi og rausn, sem ávann heimili þeirra vinsæld ásamt alúð þeirri og ljúfmennsku, er þau sýndu hjú- um sinum og gestum, sem að garði bar. Þau lijónin eignuðst eina dóttur, Ingibjörgu, en misstu liana á 2. ári. Þá tóku þau sér i dóttur stað Ingibjörgu dóttur hjónanna Jóris Bjarnasonar frá Hörgsdal á Síðu og Regínu systur Stefáns. Ólu þau hana upp og kostuðu til mennta. Er Ingibjörg gift Knúti Árngrims- syni gagnfræðaskólakennara. Fjögur börn önnur tóku þau Stefán og María í fóstur og ólu þau upp að mestu, auk ýmissa unglinga og barna, er dvöldust hjá þeim lengri eða skemmri tíma. öllum þeim lióp reyndist María sem væru það hennar eigin börn. Lengstan tímann síðan þau hjónin brugðu búi í Brúnavik, hafa þau verið búsett í Reykja- vík. María var kyrrlát kona og prúð í framgöngu, trygglynd og skapföst og fastheldin við gamla og góða siðu. Ilún var mjög bóklineigð og þráði það i æsku að mega njóta menntun- ar, en fékk þær óskir ekki upp- J fylltar nema af skornum ÁVARP vegna fjársöfnunar til danskra flóttamanna. MikiII fjöldi danskra flóttamanna dvelur í Svíþjóð og víðar um þessar mundir. Flestir þessara manna hafa komizt úr landi slyppir og snauðir, og munu eiga litla kosti atvinnu og vera mjög hjálparþurfi. Fólk þetta er úr öllum stéttum þjóðfélags- ins og meðal þess margt barna, kvenna og gamalmenna. íslenzka þjóðin hefir þegar sýnt Finnum og Norðmönnúm samúð sína í verki og efnt til almennrar fjársöfnunar þeim til handa. Eru það þá Danir einir af hinum nauðstöddu Norður- landaþjóðum, sem enginn slíkur vináttuvottur hefir verið sýnd- ur. Mun það hafa komið af því, áð fram til þessa hafa íslending- ar litið svo á, að eigi væri hægt að veita þeim hjálp, er að gagni mætti koma, en nú mun þörf hinna dönsku flóttamanna í Sví- þjóð vera einna brýnust þeirra Norðurlandabúa, sem unnt er að rétta hjálparhönd eins og sakir standa. Islendingum hefir vegnð svo vel, þrátt fyrir allar hörmungar stríðsins, að þeir eru aflögufærir öðrum til styrktar, og munu þeir fúsir að sýna Dönum þannig vinarhug í verki. Verði þátt- takan almenn, erum við færir um að létta verulega raunir margra danskra flóttamanna, og það án þess, að nokkur ein- staklingur taki nærri sér. Væntum vér því, að íslendingar liggi nú ekki á liði sínu, held- ur láti gjafir skjótt og vel af hendi rakna, enda er ætlunin, að söfnunin standi aðeins yfir næstu mánuði. Mun sannast sem jafnan, að fyrsta hjálpin er bezta hjálpin, enda verði féð sent jafnóðum og það kemur inn. Það má ekki einvörðungu telja rétt að íslenzka þjóðin efni til slíkra samtaka, heldur siðferðilega skylt, íslendingar mega aldrei Iáta hlut sinn eftir liggja, þegar unnið er að mannúðar- málum. Reykjavík, 1. marz 1944, Sigurður Nordal, prófessor. Kristján Guðlaugsson, ritstjóri Vís- si, form. M. F. í. Lúðvik Guðir.gmdsson, skólastjóri. Ben. G. Waage, forseti Í.S.Í. Stefán Jóli. Stefánsson, form. Norræna fé- lagsins. Páll S. Pálsson, form. Stúdentaráðs. Björn Br. Björns- son, tannlæknir. Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Alþingis. Björn Þórðarson, forsætisráðherra. Haraldur Guðmundsson, form. þingfl. Alþýðufl. Brynjólfur Bjarnason, form. miðstj. Sósíalistaflokksins. ólafur Tliors, form. Sjálfstæðisflokksins. Eysteinn Jónsson, form. þingfl. Framsóknarmanna. Sigurður Sigurðsson, form. Rauða Kross íslands. Jón Hjaltalín Sigurðs- son', rektor Háskóla íslands. Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur. Pálmi Ilannesson rektor Mennta- skólans. Magnús Jónsson, prófessor, form. Útvarpsráðs íslands. Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri. .Takob Kristinsson, fræðslu- málastjóri. Skúli Skúlason, form. Blaðamannafél. íslands. Sig- urður Guðmundsson, skólameistari, Akureyri. Asmundur Guð- mundsson, prófessor, formaður Prestafélags íslands. Ingi- mar Jóhannesson, form. Sambands ísl. barnakennara. Helgi H. Eiríksson, forseti Landssambands iðnaðarmanna. Ilallgrímur Benediktsson, form. Verzlunarráðs íslands. Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðusambands fslands. Tómas Guðmundsson, form. Bandalags ísl. listamanna. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgun- blaðsins. Stefán Pétursson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Sigurður Guðmundsson, ritstjóri Þjóðviljans. Árni Jónsson frá Múla, rit- stjóri íslands. Þórarinn Þójárinsson, ritstjóri Tímans. Bjarni Ásgeirsson, form. Búnaðarfélags Islands. Kristinn Stefánsson, stórtemplar. Kjartan Thors, form. Landssambands ísl. útvegs- manna. Magnús Pétursson, héraðslæknir, form. Læknafélags fslands. Ragnhildur Pétursdóttir, form. Kvenfélagasambands íslands. Eirikur J. Eiríksson, forseti U. M. F. f. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Ágúst Bjarnason, form. Sambands ísl. karlakóra. Kristján Jónsson, form. ísafjarðardeildar Norræna félagsins Steindór Steindórsson, form. Akureyrardeildar Norræna félags- ins. Jón Thorarensen, prestur. Jakob Jónsson, prestur. Garðar Svavarsson, prestur. Árni Sigurðsson, Fríkirkjuprestur. Helgi Tómasson, dr med. Gunnlaugur Einarsson, læknir. Sigríður Eiríksdóttir, form. Hjúkrunarkvennafélags íslands, Þuriður Bárðardóttir, form. Ljósmæðrafélags íslands. Friðrik Hall- grímsson, dómprófastur. Bæjar fréttír I.O.O.F.l. = 125338 /,= Tímarit Verkfræðingafélags íslands, 4. hefti 28. árg., flytur: Upphaf póst- stofnunar á íslandi- (Guðm. Hlíð- dal), Stækkun Sogsvirkjunarinnar (Guðm. Hliðdal). skammti. En fróðleiksþrá henn- ar var alla ævi sú sama, og jafnvel nú hin síðustu ár, kom- in á níræðis aldur, tók hún sér bók í liönd, hvert sinn er tóm og næði vannst til og las um margvísleg' efni, er hún krufði til mergjar af skýrri dóm- greind. Með Maríu er fallin í valinn ein úr þeirri öldruðu sveit ís- lenzkra kvenna sem með liljóð- látu striti, festu og forsjá kyntu arinelda heimilanna í sveit og bæ þann mannsaldur, sem hefir verið umbreytingamestur í sögu þessarar þjóðar. Með hlýhug og þakldæti er hún lcvödd i dag af öllum þeim, sem nutu Ijúfmennsku hennar fyrr og síðar. Hennar er gott að minnast. K. Borgarstjóra hefir verið falið að ganga frá samningum við Almennar trygging- ar h.f. um brunatryggingar bæjar- ins, en samkvæmt áliti hagfræðinga þeirra, sem höfðu tilboð trygging- arfélaganna með höndum, var til- boð Almennra trygginga h.f. hag- stæðast. Kvennadeild Slysavarnafél. íslands í Reykja- vík þakkar öllum, sem stuðluðu að góðum árangri við f jársöfnun deild- arinnar við hlutaveltu, merkjasölu, dansleik og fleira í s.l. mánuði, einkum þeim, er gáfu skemmtiatriði og aðra vinnu, en eru ekki félagar , deildarinnar. Félagsstjórnin. Útvarpið í kvöld. Kl. 20,20 Kvöldvaka Norræna fé- lagsins: Ávörp og ræður (Stefán Jóh. Stefánsson, Pálmi Hannesson, Guðlaugur Rósinkranz). Upplestur (Tómas GuÖmundáson, Vilhjálmur Þ. Gíslason). Tónleikar o fl. Sam- felld dagskrá. Skautafélagið tilkyninr, að á syðri tjörninni eé ágætis skautasvell. Fermingarbörn í Laugarnespr^stakalli. Spurn- ingar falla niður í dag. Prcslurinn^ Fálkinn kemur út í fyrramálið. Næturakstur. Hreyfill, simi 1633.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.