Vísir - 04.03.1944, Qupperneq 1
Rltstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Féiagsprentsmiöjan (3.,hæð)
Ritstjórar j Blaðamenn Slmli
Auglýsingar 1 1660
Gjaldkerl 5 llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, laugardaginn 4. marz 1944.
52. tbl.
Loftsóknin:
11.700 smál. á
Þýzkaland í
febrúar.
Síðasta mánuð vörpuðu brezk-
ar flugvélar 11,700 smál. á
Þýzkaland.
Farnar voru 5 stórárásir og
14 litlar að næturlagi, en auk
þess fóru tvíhreyfla sprengju-
flugvélar 3000 flugferðir í
björtu i mánuðinum. Stærsta á-
rásin í mánuðinum var á Berlin,
er varpað var niður 2500 smál.
sprengja.
Þjóðverjar gerðu 12 nætur-
rásir á Bretland, flestar á Lond-
on, og misstu við það 54 flugvél-
ar. Aðeins þrjár þýzkar flugvél-
ar komu yfir Bretland í björtu
í mánuðinum.
í árás á Albert í N.-Frakklandi
í fyrrinótt , notuðu Bretar
sprengjur, sem vega 12,000 ensk
pund eða á sjöttu smálest. Þær
voru fyrst notaðar i árás á
Gnome-Rhone-flughreyflaverk-
smiðjurnar í Limoges í Frakk-
landi í febrúar. 'il$jiP|
Amerískar sprengjuvélar réð-
ust á borgir í NV-Þýzkalandi i
gær.
Gestapo gefur út
leyniblöð í Noregi.
Norska stjórnin í London
segir, að Gestapo í Noregi, sé
farið að gefa út fölsuð leyni-
blöð.
Blöð þessi eru liöfð sem lík-
ust leyniblöðum föðurlandsvina,
en Þjóðverjar leitast við að rita
þau þannig, að þau komi af stað
sundurþykkju og flokkadrátt-
um meðal Norðmanna. En, seg-
ir norska stjórnin, þetta hefir
aðeins leitt til þess, að Norð-
menn lesa öll leyniblöð með
meiri gætni og gagnrýni en áð-
ur.
350 flngvélar á
degfi hverjam. .
Flugvélaframleiðsla Banda-
ríkjanna náði nýju hámarki í
síðasta mánuði.
Dag hvern voru framleiddar
350 flugvélar að jafnaði eða
næstum 15 flugvélar á klst., eða
um það bil ein á bverjum fjór-
um mínútum. Þess ber og að
gæta, að meðal þessara flug-
véla eru enn fleiri 4-hreyfla vél-
ar en áður.
f nóvember nam dagfram-
leiðslan 293 flugvélum.
Hefír misst eigin-
mann, son, systur
og 3 bræður í
stríðinu.
Vart nokkur manneskja
mun hafa orðið fyrir eins
þungum harmi af völdum
stríðsins og kona ein í Banda-
ríkjunum, Helen Connor að
nafni, sem hefir misst sex
nána æltingja.
Maður hennar féll á Mar-
shall-eyjum, sonur hennar í
Tunis, ednn bróðir hennar
féll í N.-Afríku, annar á
Kyrrahafi, þriðji í Burma og
systir hennar fórst er hún
var að flytja flugvél fyrir
herinn milli bækistöðva.
Hressingarskálinn
Sérstök talsimaþj ónusta í
verstöðvum til slysavarna.
Hressingarskálinn hefir tekið
til starfa á ný.
Húsið hefir verið endurbætt
mjög mikið, málað liátt og lágt
og sett í það ný og endurbætt
húsgögn. Þá hefir verið komið
upp sérstökum „bar“,-veitinga-
borði fyrir is og kalda drykki.
Vei’ður að telja allan útbúnað í
skálanum liinn fullkomnasta.
Það er hlutafélag, sem nú
rekur skálann og liefir látið
breyta honum. Forstöðumaður
verður Ragnar Guðlaugsson
hryti. Hann hefir ára langa
reynslu í veitingaþjónustu, m. a.
sem yfirmatreiðslumaður á
mörgum af skipum Eimskipa-
félagsins, og hefir getið sér al-
mennar vinsældir i þeim störf-
um. Mun því lítill vafi leika á
að Hressingarskálinn öðlist
miklar vinsældir undir stjórn
Ragnars hér eftir, engu síður
en hann var vinsæll fyrir breyt-
inguna. PdflíSllffll
Þjónustufólk skálans verður
fjórir þjónar og fjórar stúlkur.
Yfirþjónn verður Sigurður B.
Gröndal. Veitingatimi skálans
verður frá kl. 8.30 f. h. til kl.
11.30 e. li. Matur verður fram-
reiddur allan daginn með sér-
stökum hádegisverði og kvöld-
verði. Auk þess allskonar
drykkir, heitir og kaldir. Má
óhætt gera ráð fyrir að Hress-
ingarskálinn, undir þessum
nýju kringumstæðum, verði
eitl fullkomnasta veitingahús
bæjarins.
Finnar bæra ekki á sér.
Hlutlausum finnast kostir Rússa ekki harðir.
Enn bæra Finnar ekkert á
sér í friðarmálunum, en ummæli
hlutlausra eru á þann veg, að
þeir ætti að taka kostum Rússa.
Sænska blaðið Morgentidn-
ingen segir, að Finnar verði að
gæta þess, að hurðinni, sem nú
er opin, verð ekki lokað á nefið
á þeim. Götaborgs Handels- og
Sjöfartstidning segir, að það sé
ekki hægt að segja það, að kost-
ir þeir, sem Finnum eru boðn-
ir, séu óaðgengilegir. En ef Finn-
ar haldi áfram að berjast, þá
muni þeir liða undir lok með
Þjóðverjum og geti þcir þá sjálf-
um sér einum um kennt.
Tyrkneski þingmaðurinn
Yalchin hefir látið svo um mælt,
að ekki sé hægt undir neinum
kringumstæðuin að segja, að
skilmálarnir sé Iiarðir. Finnar
þurfi ekki annað en að minnast
skilmála þeirra, sem Italir urðu
að beygja sig fyrir, til þess að
gera sér Ijóst, hversu miklu bet-
ur þeir sleppa.
í útvarpi til Austurríkismanna
fi'á London er þeirri áskorun
beint til, austurrísku Alpaher-
sveitanna, sem eru í N.-Finn-
landi, að*þeir eyðileggi allan út-
búnað sinn og liergögn, ef þeir
fá skipun um að halda inn yfir
landamæri N.-Noregs.
Stokkhólmsblaðið Dagens
Nyheter segir að finnska þingið
hafi samþykkt tillögu stjórnar-
innar um að fallast ekki á tvö
fyrstu skilyrðin.
Viðbúnaðnr Þjóð-
ver ja í Danmörkn
Samkvæmt frásögn í blaði
frjálsra Dana i London, Frit
Danmark, hefir nú þégar verið
gerð áætlun um brottflutning
íbúanna i Kaupmannahöfn og
38 öðrum bæjum í Danmörku,
ef til innrásar kemur.
Gerðar hafa verið ráðstafanir
til algers brottflutnings úr borg-
um þessum og verða þá allir
íbúarnir fluttir á burt nema
lögreglulið og starfsmenn pósts
og síma.
Sveitaliéruðunum, sem eru
um 1700 að tölu, hefir verið
( gert að skýldu, að taka við ihú-
um borganna, ef til þessa skyldi
koma.
Þýzku yfirvöldin hafa einnig
gefið út fyrirskipanir um, að
allir þjóðvegir i landinu skuli
vera taldir hervegir ef innrás
Laxío§§ dreginn
á flot í morgun.
y aust fyrir hádegi í morgun náðist ms. Laxfoss á flot frá
—J Örfirisey, en skipið strandaði þar í aftakaveðri þann 10.
janúar síðastliðinn.
Það eru vélsmiðjurnar Héðinn og Hamar, sem unnið hafa
að því að ná skipinu út, fyrst í stað þó með aðstoð skipa frá
Skipaútgerð Ríkisins. Yar lengi fyrst unnið að því að koma
skipinu á réttan kjöl og tókst í>að eftir nokkrun tíma. Næst var
svo unnið við að þétta skipið. Um síðustu stórstraumsfjöru stóð
skipið næstum á þurru. Voru þá settar járnplptur á stærstu
götin og skipið þétt. það mikið að öðru leyti, svo unnt væri að
draga það í þurrkví.
Ekki er gott að segja um hversu viðgerð skipsins tekur lang-
an tíma héðan af, en talið er að unnt sé að gera það ferðafært
á ný.
Ræða fjármála-
ráðherra.
Eins og skýrt var frá í blað-
inu í gær flutti Björn Ólafsson
fjármálaráðherra ræðu á Al-
þingi þá um daginn.
Ræðunni var ekki útvarpað,
en þar sem hún fjallaði um mál
— afkomu ríkissjóðs á síðasta
ári — sem alla varðar, mun
Vísir hirta hana á mánudag.
Hóf Norræna félags-
ins í gærkveldi.
Norræna félagið efndi til hófs
að Hótel Borg í gærkveldi í til-
efni af 25 ára afmæli fyrstu Ýé-
lagsdeildanna á Norðurlöndum.
Með gesta voru ríkisstjóri, for-
sætisráðherra, utanrikismála-
ráðherra og sendiherrar Norður-
landa.
Aðalræðu kvöldsins flutti dr.
Björn Þórðarson forsætisráð-
lierra. Ræddi liann um nor-
ræna samvinnu og þýðingu
hennar fyrir fslendinga. Kvaðst
hann þess fullviss, að þessi sam-
vinna yrði efld og styrkt ennþá
meira að stríðinu loknu.
Tómas Guðmundsson las
kvæði, sem hann liafði ort í til-
efni afmælisins, tvöfaldur kvart-
elt söng mörg norræn lög, und-
ir stjórn Halls Þorleifssonar og
loks var dansað langt fram eftir
nóttu.
Þá ákvað félagsstjórnin i til-
efni þessa afmælis að kjósa
Svein Björnsson ríkisstjóra
heiðursfélaga Norræna félags-
ins, og er liann fyrsti og einasti
heiðursfélagi, sem Non-æna fé-
lagsdeildin hér hefir kosið. —
Það var Sveinn Björnsson, sem
manna mest gekkst fyrir stofn-
un Norræna félagsins á íslandi
og var hann iðulega fulltrúi ís-
lands á fundum félagsins er-
lendis.
Á moi’gun kl. 1,30 efnir Nor-
ræna félagið til fjölbreyttra
hljómleika í Gamla Bíó, þar sem
eingöngu norrænar tónsmiðar
verða á efnisskránni.
Alþingi sennilega
frestað í næstu viku.
Alþingi liefir verið að störfum
rúmlega einn og hálfan mánuð,
og er talið sennilegt, að það
hælli fundum síðast í næstu
viku.
Aðalmál Jiessa þings hafa ver-
ið að ganga endanlega frá skiln-
aðinum við Dani og semja og
samþykkja lýðveldislöggjöfina.
— Fjárlög hafa verið lögð
fram á þessu þingi og verður
afgreiðsla þeirra að öllum lík-
indum látin bíða næsta þings,
sem fyrir hugað et' að komi sam-
an á næsta hausti.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir á morgun leikritið Ég hcf
kornið hér áður eftir J. B. Priestley
og hefst sala aðgöngumiSa kl. 4
í dag.
Tillaga til þings-
ályktunar frá
tveim þing-
mönnum.
Amerískar sprengjuvélar, flug-
virki og Liberator-vélar fóru í á-
rás á Þýzkaland í morgun.
Nokkru eftir hádegi í dag
hafði ameríska herstjórnin ekki
gefið út neina tilkynningu um
árásarstaðinn, en Þjóðverjar
sögðu, að ráðzt hefði verið á
Berlin •— og er þetta í fyrsta
skipti, sem stórar sprengjuvélar
ráðast á Berlin í björtu. Þjóð-
verjar segja ennfremur, að am-
erísku flugvélarnar hafi mætt
öflugri mótspyrnu.
2. umferð bridge-
keppninnar.
önnur umferð meistarkeppni
Bridgefélagsins var spiluð á
þriðjudagskvöldið. Að henni
lokinni stendur stigafjöldi ein-
’ stakra sveita þannig:
í 1. Sveit Gunnars Guðmunds-
' sonar 649 stig. 2. Sveit Harðar
: Þórðarsonar 624 slig. 3. Sveit
1 Gunngeirs Péturssonar 575 stig.
' 4. Sveit Lárusar Fjeldsted 572
stig. 5. Sveit Axels Böðvarsson-
ar 567 stig. 6. Sveit Stefáns Þ.
Guðmundssonar 558 stig. 7.
Sveit Brands Brynjólfssonar
555 stig. 8. Sveit Ársæls Július-
sonar 508 stig.
Þriðja umferð verður spiluð
á Hótel Borg kl. 1,30 á sunnu-
daginn kemur. Aðgangur fyrir
félagsmenn er ókeypis.
Bandarikjastjórn liefir sent
erindreka víðsvegar um lieim til
að aðstoða við aukning fram-
leiðslunnar i ýmsum löndum,
sem standa á lágu stigi að því
leyti.
*
Svíar eru hyrjaðir farþegaflug
lil Bretlands á ný. Bretar nota
einnig óvopnaðar Moskito-flug-
vélar til póstflugs milli land-
anna.
Reynsla Vestmanna-
eyinga.
■T11 veir þingmenn, Jóhann
Jósefsson og Eysteinn
Jónsson, flytja till. til þál.
um séi'staka símaþjónustu
í verstöðvum landsins
vegna slysavarna.
Er liér þarft mál á ferðinni
og þess virði, að því sé athygli
veitt. Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að koma á fót í
sambandi við starfrækslu lands-
símans sérstakri slysavarna-
þjónustu í verstöðvum lands-
ins á aðalvertíðum utan hins á-
kveðna talsímaþjónustutima,
sem er a hverjum stað fyrir sig,
þannig að þar, sem þvi verður
við komið, sé hlustað á tal-
stöðvar fislcibátanna á öllum
tímum sólarhringsins, og að séð
verði fyrir því, ef þörf krefur
vpgna slysavarna, að unnt sé að
ná í símasamband við Reykja-
vík livaða tíma dags eða nætur
sem er.“
I ástæðum fyrir till. segir:
„Það liggur í augum uppi, að
svo mikilsverð ráðstöfun til ör-
yggis sem talstöðvar bátanna
eru, kemur því aðeins að not-
um, að tryggt sé, að á þær sé
lilustað úr landi, og er hér gert
ráð fyrir, að það sé gert í samb.
við talstöðvar landssimans, eft-
ir þeim reglum, er um það
kunna að verða settar, meðan
liver talsimastöð fyrir sig er op-
in livern dag.
Reynslan hefir svo leitt liitt
í ljós, að utan hins reglulega
.slarfstíma stöðvanna er engu
minni þörf á því, að hlustað sé
eftir bátatalstöðvunum, og hefir
' þetta leitt til þess í stærstu ver-
stöð landsins, Vestmannaeyjum,
að á fót hefir verið komið þjón-
ustu utan stöðvartímans, sams-
konar og í þessari þál.tillögu er
1 farið fram á að gert verði yfir-
| leitt í verstöðvunum.
i Var þetta fyrst gert frá miðj-
; uni febrúarmán. 1943 og til loka
i maimánaðar s. á. Ilefir kostnað-
| urinn verið borinn uppi að
nokkru leyti af Landssimanum
og að nokkru leyti af Vest-
mann'aeyingum sjálfum. Er
hinn sérstaki símavörður að
starfi á þeim stað frá ld. 9 að
kvöldi til kl. 8 að morgni. Eftir
því liefir verið leitað, að Lands-
síminn kostaði einn þessa
vörzlu, en hann hefir færzt und-
an því, og telur að vis« álita-
mál, livort kostnaðurinn eigi að
berast upp af simafé eða
slysavarnafé, en þó sé hið síðara
ekki ósanngjarnt, þar eð tekjur
þær, er siminn hefir af slíkum
störfum, eru sem engar.
Landssíminn lieldur því fram
og með réttu, að liér sé nær ein-
göngu um slysavarnaráðstöfun
að ræða og rétt sé, að Alþingi
og ríkisstjórn taki ákvörðun nm
tilhögun liennar og um l>að,
hvort síminn sjálfur beri kostn-
aðinn eða hann sé veittur með
Frhn á 2. síðu.