Vísir - 21.03.1944, Side 2

Vísir - 21.03.1944, Side 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandí: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, , Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 áurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Menn og málefni. Sumum mönnum hættir við að halda að heimurinn snú- ist um þá og þá eina. Sé rætt um málefni taka þeir lof eða last til sín. „Rikið það er eg“, var sagt á sinni tíð af manni, sem átti rikjum að ráða, en svo virðist, sem mörgum hætti til að segja hið sama, þótt þeir eigi ekkert riki. Hér á landi hefir um of kveðið að því i blaðamennsku, að menn hafa frekar verið rædd- ir en málefnin, og það er orðið svo rótgróið, að er umbótamál eru rædd, sem aldrei verða rædd, nema þvi eins að bent sé á ríkjandi ástand og leiðir til úr- hóta, ætla ýmsir að þar sé um persónulegar árásir að ræða, en ekki vilja til að hrinda umbótun- um í framkvæmd. Taka þar sumir þeir upp þykkjuna, sem yfir slíkt ættu að vera hafnir, og ber ef til vill öllum öðrum frekar að beita sér fyrir umbót- unum í framkvæmdinni. Yið þessu er það eitt að segja, að með auknum þroska í þjóðlífinu vaxa menn upp úr slíku. Hitt er svo annað mál, að til eru flokk- ar manna, sem reyna að snúa öllum umbótamálum í persónu- legan ávinning fyrir sig og á- rás á aðra, — einstaklinga eða floklca, — en þar skilur milli feigs og ófeigs, þeirra sem raun- verulega vilja vinna að umbót- um og hinna, sem eru þær auka- atriði og æskja þess jafnvel, að ófremdarástandið haldist sem lengst og verði sem verst. Allt þetta hefir komið í ljós í blaðaskrifum að undanförnu um öryggismálin. Öllum ber saman um að öryggi hkipa þurfi að auka, endurnýja siglinga- og fiskiflotann eftir þvi sem frek- ast verður við komið, enda er upplýst að flotinn er að mestu eldri að árum en svo, að hann geti talizt hæfa nútímanum. Um þetta þýðir ekki að deila, en miklu nær er liitt, að leita að og finna lausn á málinu, sem allir telja í sjálfu sér æskilega. Þar er um sameiginlegt hagsmuna- mál útvegsmanna, sjómanna og allrar þjóðarinnar að ræða, en fyrsta skilyrði til þess að eitt- hvað verði gert er að almenn- ingi skiljist að eitthvað verði að gera. Þegar sá skilningur hefir verið vakinn mun ekki standa á nauðsynlegum ráðstöfunum og framkvæmdum af opinberri hálfu og einstaklinga. Hitt er óðs manns æði, að ætla sér að glæða skilning á rnálinu með á- stæðulausum persónulegum á- rásum, eða gagnrýni, sem ekki á við rök að styðjast. Persónu- legar árásir er hinsvegar ekki um að ræða, þar sem réttlátri gagnrýni er beitt, til þess eins að vinna að endurbótum. Þjóðin á að læra að meir er um vert að búa tryggilega um alla hnúta, en að sóðast af og tefla á tæp- asta vaðið, þótt allt kunni að ganga slysalítið. Það er okkur afsökun, að fjárskortur hefir hamlað öllum framkvæmdum, en slíkt réttlætir á engan hátt kyrrstöðu, er skilyrði til fram- kvæmda og umbóta eru fyrir hendi. Sú þjóð, sem ekki vill eða skilur framfarir, er dauða- dæmd, en umbætur eru fram- farir og orð eru til alls fyrst. Nauðsyn er að koma upp gróðrarstöð fyrir Rvík. Aiiaiisis- og bananarækt á firamtíð fiyrir sér hér á lauili. Viðtal við Sigurð Sveinsson garðyrkjuráðunaut. Sigurður Sveinsson, hinn nýi garðyrkjuráðunautur Reykja- víkur, er fæddur á Hvítsstöðum í Mýrasýslu 12. ágúst 1909. Hann stundaði nám í Danmörku, dvaldi þar samtals um 5 ára skeið og útskrifaðist frá Garðyrkjuskclanum Beder á Jót- landi vorið 1935. Eftir að Sigurður kom heim, stundaði hann fyrst garðyrkju- störf að Reykjum í Mosfellssveit, var síðan garðyrkjustjóri um eins árs bil við garðyrkjustöðina á Reykjanesi við ísafjarðar- djúp og loks kennari og yfirgarðyrkjumaður á Reykjum í Ölfusi í 4 </2 ár. í Danmöi'ku kynntist Sigurð- ’ur m. a. banana og ananasrækt og telur hann að hvorttveggja lega þai*f í bæjargarðana, þar með talin bæði blóm og trjá- plöntur, sem árlega þarf mikið muni eiga framtið fyrir sér í ! af til endurnýjunar og aukning- gróðurhúsum hér á landi. Um garðyrkjumál Reykjavík- ur segir Sigurður: ar, eftir þvi sem fleiri svæði verða tekin fyrir skrúðgarða, eða til skreytingar (þó ekki sé „Nú er orðið það áliðið vetr- j um skrúðgarða að ræða), t. d ar, að garðavinna fer að hefjast. Öll verkfæri þurfa að vera i lagi. Menn þurfa að tryggja sér nægilegan áburð í garðana, hafi þeir ekki þegar gert það, láta klippa og úða trén o s. frv. — Margir bæjarbúar hafa líka á- liuga fyrir því, að koma sér upp i meðfram götum eða gangstig- um, við torg o. þ. 1. Garðyrkju- stöðin hefði einnig á hoðstólum plöntur fyrir bæjarbúa, einkum ! á vorin, eftir því sem ástæður leyfðu. Það þarf að gera ítarlegar ráð- stafanir til þess að auka skjólið smá gróðurhúsum á lóðum sín- * hinum stærri skrúðgörðum um, í því trausti, að alltaf verði nægilegt vatn til upphitunar. Þörf er á meiri fræðslu í öll- um greinum garðyrkjunnar, ekld sízt fyrir unga fólkið. Skól- ar, sem þess óska, þyrftu í fram- tíðinni að geta átt kost á þeirri fræðslu. Ræktunarráðunautur bæjarins, Jóhannfrá Öxney, hef- ir haft hér kennslu í matjurta- rækt. Fleiri greinar garðyrkj- bæjarins, t. d, (Hljómskálagarð- inum, t. d. með limgirðingum. Þegar trén vaxa, veita þau tölu- vert skjól, auk fegurðar. Ann- ars er trjárækt víða í bænum vægast sagt í lélegu ástandi, enda hefir stundum eklci verið nægilega til liennar vandað þeg- ar í upphafi. Tré hafa verið gróðursett þar sem jarðvegur er sára lítill, oft með löngu milli- unnar þurfa að koma með, og ^ili kersvæði, og ekki heldur ekld livað sízt, ef byggt yrði hér fengið nægilegan áburð. Ákjós- anlegt væri að nota meira af hús- dýraáburði lianda trjánum en gert er almennt og blanda lion- um vel saman við moldina. Þetta á einkum við þar sem um ný- rækt er að ræða. í þeim görðum, þar sem rækt er í góðu lagi get- ur verið varhugavert að bera of mikinn köfnunarefnisáburð í jarðveginn. Nú ætti fólk ekki að draga Iengur að láta úða tré og mikið af gróðurhúsum á næstu úrum, því bygging þeirra er allt- af kostnaðarsöm, og því áríð- andi að vel takist með ræktun- ina. Eins og reyndar áður hefir verið bent á, þarf bærinn að Iáta byggja og starfrækja gróðrar- stöð. Þetta mál er að mínum dómi beint aðkallandi, ef garð- jrrkja bæjarins á að komast í við- unanlegt hörf. Hlutverk garð- yrkjustöðvarinnar ætti að vera margþætt, og með hjálp hennar gætu skrúðgarðar bæjarins orð- ið mikið fegurri en þeir hafa áð- ur verið, t. d. mætti flytja fall- egar fjölærar blómjurtir og runna, sem illa eða alls ekki þola íslenzka vetrarveðráttu úti, inn að liaustinu og hafa í gróður- húsi yfir veturinn og jafnvel framan af vori. Plöntur þessar mætti rækta t. d. í vírkörfum eða öðrum heppilegum ílátum, með tilliti til þess að ræturnar biði sem minnst tjón við flutn- inginn, og gróðursetja plönturn- ar það djúpt í garðinum, að körfurnar sjáist ekki. Ennfrem- ur ætti garðyrkjustöðin að ala upp allar þær plöntur, sem ár- Öryggismálin eru viðkvæm og vandi að ræða þau þannig, að engum svíði undan. Það er þó í rauninni algert aukaatriði, en hitt mergurinn málsins, hvað unnt er að gera til úrbóta í fram- tíðinni. Blöðin hafa hrundið málinu af stað, en nú verða aðrir aðilar að taka við, þar sem þeirra geta þrýtur og reynir þá fyrst og fremst á hyggilegar ráðstaf- anir af hálfu löggjafans, annars- vegar til að endurnýjun flotans geti átt sér stað og hinsvegar að hún verði sem tryggilegust með tilliti til framtíðarinnar. Hitt má enginn ætla, að slíkar umbætur verði lcveðnar niður af óþarfa viðkvæmni einstaklinga, eða með öðrum orðum að málefnin eigi að víkja fyrir mönnunum. SIGURÐUR SYEINSSON. runna í görðum sínum. Vetrar- úðun er alltaf töluverð trygging fyrir áframlialdandi hreysti trjánna, þó ekki geti hún nema að takmörlcuðu leyti komið í stað sumarúðunar. Nokkrir erf- iðleikar hafa verið á að útvega nægilega mikið af plöntulyfjum til landsins, en von er á nýjum birgðum innan skamms. Það lyf, sem nú er aðallega notað til vetrarúðunar, er trjályfið Ovi- cide. 1 hluti af lyfinu móti 1514 liluta vatns eigi úðunin að koma að fullum notum, verður liún að vera framkvæmd í þurru og frostlausu veðri. Jarðvegurinn i kringum trén ætti líka að vökna, því oft liggja fiðrilda- púpur þar í dvala. — Lyfíð eyðir einnig eggjum blaðlúsa og maura og hreinsar börk trjánna. Barrtré skyldi eklci úða með lyf- inu. Þegar hlýnar í veðri ættu allir að taka sig til og hreinsa vel til í görðunum; það setur svip á bæinn. Munið, að aukin ræktun og hirðusemi sýnir aukna menningu. Verum öll samtaka.“ Háskólafyrirlestur. Mme. de Brezé flytur þri'Öja fyr- irlestur sinn í fyrstu kennslustofu Háskólans miðvikudaginn 22. þ. m. kl. 6 e. h. Efni: Nútima franskir rithöfundar. Öllum heimill aðgang- ur. Bridgefélag Reykjavíkur. SpilaÖ í kvöld kl. 8 í V.R. (Ekki keppni). Karl Ó. Niknlásson konsúll Karl Ó. Nikulásson, fyrrum kousúll Frakka á Akureyri, and- aðist hér í hænum 13. þessa mánaðar og verður jarðsunginn í dag. Hann fæddist í Reykjavík 18. desemher 1871, sonur þeirra hjónanna Nikulásar Jafetssonar gestgjafa og frú Hildar Lýðs- dóttur. Var Nikulás sonur Jafets borgara Einarssonar, Jónssonar stúdents Sigurðssonar prests á Rafnseyri, og voru þeir bræðr- ungar, Jafet og Jón Sigurðsson forseti, en hann átli Ingibjörgu, systur Jafets. Foreldrar Karls létust, er hánn var í æsku, og kom hann j í fóstur til Mortens Hansens skólastjóra, er reyndist honum sem bezti faðir. Karl lauk stúd- entsprófi 1891 og sigldi til dýra- læknanáms. Dýralæltningar stundaði hann um skeið en sneri sér brátt að kaupsýslu og var lengi í þjónuslu Thomsens- verzlunar, síðast forstjóri. Síðar fluttist hann til Akureyrar og starfaði þar lengi. Hann var kvæntur frú Val- gerði Ólafsdóttur, kaupmanns Jónssonar frá Hafnarfirði, og voru með þeim miklir kærleikar, enda var hún ágætiskona mesta og annáluð fyrir myndarskap. Konu sína missti hann 1937, og fluttist hann þá til Reykjavíkur ,á æskustöðvar sínar, en hér naut hann ástríkrar umönnunar venzlafólks síns, og mun lion- um þó ekki hafa verið sársauka- laust að hverfa að norðan, því að þar átti hann margt vina. Karl var fríður maður sýnum og glæsimenni í framgöngu, enda var hann meðal þeirra, er setti svip á bæinn, hvort heldur var hér í bæ eða í höfuðborg Norðurlands. Hann var gleði- maður og vinmargur, enda maður opinskár og hjarta- hreinn. Hann var í einu orði sagt drengur góður. B. G. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritiS ,Eg hef komið hér áður í næstsíðasta sinn annaÖ kvöld. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Scrutator: @ óvarlegar skotæfingar. Kunningi minn kvartar sáran undan óvarlegum skotæfingum setuliðsins. Hann var í vikunni sem leið ásamt mörgu fólki á skíðum nálægt Lögbergi. Ekki vakti það neina furðu skíðafólksins, að öðru hverju heyrðust skotdynkir, því að fólk er orðið þessu mjög vant. En skyndilega kallaði stúlka ein upp yifr sig af ótta. Hún var stödd ofarlega í brekkunni, þegar hún heyrði skot og byssukúla flaug rétt hjá henni. Þegar athugað var, kom í Ijós, að Ameríkumenn voru að skotæfingum þarna rétt hjá og skutu í mark upp eftir brekku. Þegar kúl- urnar hittu ekki markið, fóru þær yfir brekkubrúnina og yfir höfuð skíðafólksins, nema í þetta skipti, þegar stúlkan fór efst í brekkuna sínu megin og fann hinn ónotalega hvin af kúlunni á andliti sínu. Ekki voru skotæfingar þessar auglýstar, og ekkert vár þar í grennd til merk- is um að óviðkomandi fólki væri bannað aÖ vera þarna, og er furða, að á ekki þéttbýlla landi en íslandi skuli ekki vera hægt að finna hent- uga staði fyrir skotæfingar, sem hægt væri að merkja greinilega og banna umferð um. Það skal tekið fram, að þetta var vélbyssuskot- æfing, en ekki stórskotaliðs. Skrítin uppeldisfræði. Kunningjakona mín tjáði, mér að í barnatíma á sunnudaginn, hefði verið lesinn sá þáttur Grettlu, er hermir viðskipti Grettis við föður sinn og merina Bleikálu. Þótti henni sem margt væri hægt að finna feg- urra og fremur við barna hæfi í fornritum vorum en þau ógeðslegu viðskipti, og er það mála sannast. Að þessu sinni voru það nemendur Kennaraskólans, er önnuðust tim- anna, en eigi er kunnugt, hver valdi sögukafla þennan til lesturs. Þá á- taldi kona þessi það harðlega, að fyrir skömmu voru leiknar hljóm- plötur með söng á íslenzku, og var söngurinn svo hljóðvilltur, að hann hafði með hinni mestu reglusemi endaskipti á hljóðstöfunum i og e annarsvegar en u og ö hinsvegar. útvarpið hefir sýnt lofsverðan á- huga fyrir vöndun móðurmálsins, en hér hafa orðið slæm mistök. Skjaldarmerki. Reykvikingur skrifar mér: „Hin góða hvatning í blaði yðar 14. þ. m. um notkun íslenzka fán- ans gefur mér tilefni til að vekja máls á öðru málefni, ekki óskyldu, og fara þess á leit, að þér vinsam- lega takið til birtingar eftirfarandi hugleiðingar og sjónarmið viðvíkj- andi skjaldarmerki hins nýja ís- lenzka lýðveldis. Skjaldarmerki Islands hefir á umliðnum tímum verið töluverð- um breytingum undirorpið. Eitt sinn var það mynd af flöttum þorski. Kann það að hafa’þótt við- eigandi, en virðulegt var það ekki, né sérstaklega til þess fallið, að auka metnað þjóðarinnar, enda var sú breyting gerð, að í stað flatta þorsksins kom íslenzki fálkinn í skjaldarmerkið. Var það sannast að segja mjög gagngerð breyting, því að fegurra, virðulegra og íslenzk- ara skjaldarmerki en mynd af ís- lenzka fálkanum er naumast hægt að hugsa sér. En árið 1918 gerðust þau tíðindi, að ísland varð sjálfstætt konungs- riki, í konungssambandi við Dan- mörku. Mun þá hafa þótt tilhlýðilegt, ef til vill ekki sízt með tilliti til um- gengnishátta við sambandsþjóðina og einnig aðrar þjóðir, að stofnuð yðri íslenzk orða. Varð sú orða, eins og kunnugt er, kennCd við fálkann, en fálkinn jafnframt látinn hverfa úr skjald- armerkinu, og i hans stað lcomu landvættirnir fjórir, sinn úr hverju horni skjaldarmyndarinnar, með ís- lenzku fánalitunum. Væri nú ekki vel til fallið, þegar íslenzkt lýðveldi verður stofnað á ný, að breyta aftur til, binda enda á Fálkaorðutimabilið, og hefja ís- lenzka fálkann til síns fyrra vegs, með því að fá honum aftur sæti í skjaldarmerki þjóðarinnar? Ekkil virðist nein nauðsyn bera til að viðhalda Fálka-orðunni af til- liti til annará þjóða, því að vitað er, að ekki .tíðkast orður með öll- um þjóðum, og m. a. hefir stærsta lýðveldi Vesturálfu komizt af án þeirra. En ef einhverjum kynni að þykja, að við værum með þessu að semja okkur óþarflega mikið að siðum Bandaríkjamanna, þá mætti m. a. svara því til, að „orðuvesen" var einnig óþekkt í hinu forna ís- lenzka lýðveldi. Sagan um landvættina er auðvit- að þjóðleg og ágæt í sjálfu sér, en alltaf hefir mér fundizt myndin af þeim í skjaldarmerkinu gera það alveg óþarflega „fráhrindandi", og spái ég, að svo sé um fleiri. En íslenzki fálkinn, sitjandi, eða hefj- andi sig til flugs af íslenzku stuðla- bergi, væri efni í glæsilegt og þjóð- Iegt skjaldarmerki fyrir hið nýja íslenzka lýðveldi." Nkiðamot !Sig:la€|arðar. Skíðamót Siglufjarðar hófst í fyrrad. Fór þá fram sgíðaganga fyrir fjóra aldursflokka, 11—12 ára, 13—14 ára, 17—19 ára og 20—32 ára (a og b flokkur). Sveit Sldðafélags Siglufjarðar vann göngu a og b flokks á 2 klst. 19 mín. 45 sek. Sveit Sldða- borgar var 2 klst. 26 min. 55 sek. Urslit i einstökum floklcum voru sem hér segir: 11—2 ára (2Y2 km., 9 þáttakendur). 1. Öm Nordal (Siglufj.) 7 mín. 38 sek. 2. Svavar Færseth (Slcíða- borg) 7 min. 58 selc. 3. Vigfús Sveinsson (Siglufj.) 9 mín. 20 sek. 13—14 ára (4 km., 8 þátttalcendur): 1. Sverrir Pálsson (Siglufj.) 16 mín. 50 sdc. 2. Hafsteinn Sæmundsson (Slcíðab.) 18 min. 31 selc. 3. Einar Þórarinsson (Siglu- fj.) 19. mín. 6 sek. 17—19 ára (12 km., 2 þátttalcendur, báðir úr Slciðafél. Siglufjarðar): 1. Haraldur Pálsson 30 mín. 32 sek. 2. Valtýr Jónasson 35 min. 28 selc, 20—32 ára (a og b flolckur, vegalengd og braut sú sama og hjá 17—19 ára aldursfloklci. 8 þátttakendur): 1. Ásgrímur Stefánss. (Siglu- fj.) 32 mín. 57 sek. 2. Jón Þorsteinsson (Siglufj.)' 33 min. 47 selc. 3. Jónas Ásgeirsson (Slciðab.) 34 mín. Mótið heldur áfram um næstu helgi. Sí 111 k ;i getur fengið atvinnu nú þeg- ar í kaffisölunni, Hafnar- str.æti 16. Húsnæði ef óskað er. — Uppl. á staðnum eða Lauga- veg 43, 1. hæð. Stúlká óskast á hótel nálægt bæn- um, til lijálpar í eldhúsi. — Uppl. í síma 3827. Togspil í 60 tonna mótorbát. Uppl. á Hótel Vík, herbergi nr. 7. — Rósótt Gluggatjaldaefni (Hör) Grettísgötu 57. Briðgre - bóhln kennir yður að spila betur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.