Vísir - 02.05.1944, Blaðsíða 2
VlSIR
DAGBLAÐ
Útgefandí:
BLAÐAtÍTGÁFAN VÍSIB H.F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla Hverfisgötu 12
(gengið inn frá Ingólfsstræti).
Símar: 1 6 60 (fimm línur).
Verð kr. 4,00 á mánuði.
Lausasala 35 aurar.
Féalgsprentsmiðjan h.f.
Þegjandi
samkomulag.
J*RÁ því er stjórnskipunar-
Iögin voru samþykkt á Al-
þingi í því formi, sem almenn-
ingi er kunnugt, má telja, að
\það hafi verið þegjandi sam-
komulag, að ræða ekki á opin-
berum vettvangi ágreiningsat-
riði, sem enga þýðingu gat haft
að ræða úr þvíj sem komið var,
aðra en þá að dreifat athygli
almennings frá aðalatriðinu, —
lýðveldisstofnuninni, — og
(draga jafnframt úr áhuganum
fyrir þvi sjálfsagða má!i. Þetta
er þeim mun sjálfsagðara, sem
menn eru yfirleitt allir sem
einn sammála um Iokamarkið,
sem stefnt skuli að, og sem gert'
er ráð fyrir að náð verði á
þessu sumri. Hæfu menn deil-
ur um einstök ákvæði stjórnar-
skrárinnar, gætu þær engu
þokað um afgreiðslu hennar,
svo sem Alþingi hefir nú sam-
þykkt hana, en setti hinsvegar
nokkurn skugga á stofnun hins
endurreista lýðveldis. Ekki ber
því þó. að neita, að freistingin
hefir reynst einstöku mönnum
um megn, þannig að sumir hafa
ráðizt gegn Alþingi fyrir af-
greiðslu einstakra atriða í
stjórnarskránni, en alþingis-
menn aftur reynt að gera grein
f}rrir afstöðu sinni eða 'afsaka
gerðir þingsins. Þetta eru ekki
tímabærar umræður og með
öllu óhyggilegar. Dagur kem-
ur eftir þennan dag, og næg
færi munu gefast til að umbæta
stjðrnarskrána, þótt æskilegast
sé að stjórnskipunarlögum sé
sem minnst breytt, eða með
öðrum orðum, að þau séu sett
í upphafi með slíkum hyggind-
um, að ekki þurfi örrra breyt-
inga með.
Heyrzt hefir, að hinir svo-
kölluðu undanhaldsmenn, sem
enn eru við Iýði og hafa ekki
beygt sig fyrir þeirri staðreynd
að lýðveldisstofnunin er raun-
verulega ákveðin, en formsat-
riði, sem fyrir fram er vitað
um að fullnægt verður, eru enn
óuppfyllt, reyni að læða nokk-
urri óánægju inn hjá mönnum
vegna afgreiðslu stjórnarskrár-
innar á Alþingi og hvetji þá
jafnvel til að samþykkja niður-
felling sambandslagasáttmál-
ans, en synja hinsvegar lýð-
veldisstjórnarskránni, eins og
hún liggur fjrrir. Þetta eru
Lokaráð og annað ekki. Með
slíku atferli væri stofnun lýð-
veldisins beint stefnt í voða.
Hefir verið réttilega á það bent,
að þótt sambandslagasamning-
urinn væri felldur úr gildi einn
og út af fyrir sig, gtæðum við
ekki feti nær stofnun lýðveldis-
ins, enda sé stjórnskipulegt
sjálfstæði og stofnun lýðveldis-
ins algerlega háð samþykkt
_ lýðveldisstjórnarskrárinnar.
Hvpr sá, sem stuðlar að deil-
um í þessu efni, fram að lýð-
veldisko^ningunum, vinnur ó-
happaverk, enda engin ástæða
til að ræða einstök atriði og
ákvæði stjórnarskrárinnar, úr
því 'sem komið er, fyrr en Iík-
;indi eru til að það hafi jákvíeða
þýðingu, en ekki neikvæða.
i Þótt menn kunni að hafa
skiptar skoðanir um einstök á-
U.M.F. Reykjavíkur hyggst
að byggja stórhýsi fyrir
iélagsstarfsemi.
U
Efnir* til happdrættis um jörö í
fjáröflunarskyxii.
■ NGMENNAFELAG Reykjavíkur hefir keypt jörS austur
í ölfusi og efnir á næstunni til happdrættis um hana
í ágóÖa skyni íyrir starfs- og dvalarheimih, sem félagið
hyggst að koma upp nér í Reykjavík.
Jörðin, sem Umf. Reykjavíkur hefir keypt, er Ingólfshvoll
i ölfusi, 90 ha. að stærð, með íbúðarhúsi og öðrum mannvirkj-
um. Landið er allt ræktanlegt og mjög vel í sveit sett, því það
liggur að þjóðbrautinni austur. _________________
U.M.F. Reykjavíkur efnir til
þessa happdrættis í því skyni
að koma upp i Reykjavik veg-
legu starfs- og dvalarheimili
fyrir ungmennafélaga, sem hér
dveljast.
Félagsstjórnin bauð blaða-
mönnum á sinn fund í fyrra-
dag og skýrði þeim í stuttu máli
frá hinni fyrirhuguðu húsbvgg-
ingu. Hefir húsnæðisskortur
mjög liáð starfsemi félagsins
að undanförnu og verður ráðizt
í húsbygginguna fyrst og fremst
til að ráða bót á því.
Ráðgert er að hér verði um
allstórt hús að ræða, með stór-
um samkomusal, smærri
fundasölum, þar sem einnig
fari fram fræðslustarfsemi,
leikir o. s. frv. Þá yrðu þar
einnig salir fyrir íþróttastarf-
semi og loks yrði húsið eins-
konar gestalieimili fyrir ung-
mennafélaga utan af landi.
Félagið mun leita samvinnu
við átthagafélögin hér í bæn-
um, sem einnig eru flest eða
öll í húsnæðishraki, svo og við
ungmennafélög viðsvegar um
land, en þau njóta beint eða
óbeint góðs af þessum fram-
kvæmdum.
Þess má geta að auk jarðar-
innar verða tveir aukavinning-
ar, 5000 krónur í peningum
livor. Lenda þeir á næsta núm-
eri fyrir tofan og fyrir neðan
jarðarvinninginn. Sala happ-
drættismiðanna hefst bráðlega,
en dregið verður á sumardag-
inn fyrsta að ári.
Starfspmi U.M.F. Reykjavík-
ur er orðin all víðtæk og fjöl-
þætt, enda þótt félagið sé ungt.
Það hefir staðið fyrir gesta-
mótum ungmennafélaganna
undanfarið og nú hefir það
hafizt handa um stofnun nám-
skeiðs í frjálsum iþróttum og
glímu.
Ýmis fleiri góð inál liefir fé-
lagið á döfinni sem unnið er að
beinlínis og óbeýilínis, en að-
alstarfið hefst með haustinu.
Formaður U.M.F. Reykjavík-
ur er nú Stefán Runólfsson.
kvæði stjórnskipunarlaganna,
ber þeim skylda til að fella nið-
ur deilur i því efni, þar til loka-
marki þjóðarinnar er náð og
lýðveldi endurreist i landinu.
Það á að vera þegjandi sam-
komulag allra aðila, að veja
ekki sem mestir í máli, en
fylgja skoðunum sínum fram
við kjörborðið á sínum tíma.
Hér vilja allii; eitt og hið sama,
þ.e.a.s. stofnun íslenzks lýð-
veldis, og þá er að fylgja mál-
inu fram af heilum hug og án
undansláttar eða útúrdúra.
2 stúlkur
óskast í hreinlega verk-
smiðjuvinnu.
Símí 4134.
. ÞAÐ BORGAR SIG gg
é' aðauglýsa ðB
æ f VISI! . æ
ææææææææææææ
50 áva:
GuömundnrJóhannesson
Fimmtugur var i gær, 1. maí,
Guðmundur Jóhannesson, inn-
heimlugjaldkeri Landssímans.
Hann er fæddur 1. maí 1894
í Skáleyjum á Breiðafirði, og
ólst hann þar upp hjá foreldr-
um sínum. Fór ungur í gagn-
fræðaskólann á Akureyri og
,lauk þar gagnfræðaprófi, las
síðan 1 vetur við menntaskól-
ann, en hvarf svo frá námi,
vegna veilcinda.
Þegar loftskeytastöíjin var
sett á stofn í Flatey a Breiða-
firði 1919, gjörðist hann for-
stöðumaður hennar, og var það
til ársins 1931. Samtímis gegndi
hann skólastjórastarfinu við
unglingaskólann i Flatey, og
hafði þar á hendi kennslu í
tungumálum og leikfimi.
Árið 1931 fluttist liann hing-
að til Reykjavikur og starfaði
1 ár hér við loftskeytastöðina,
en tók þá við innheimtugjöld-
kerastarfinu við Landssímann,
og hefir gegnt því siðan.
Guðmundur er prúðmenni
hið-mesta, greindur vel, þéttur
á velli og þéttur í lund, og fylg-
ir fast frani hverju þvi máli,
er hann ljær lið sitt. Hann er
glaðvær og söngvinn. Hrókur
alls fagnaðar er hann í vina-
hópi, enda er vináhópurimi
stór.
Guðmundur er giftur ágætri
° t-----
Scrutatori
konu, Sigríði Jóhannsdóttur
frá Flatey, og eiga þau 3 mann-
vænleg börn og liið prýðileg-
asta heimili, og margar vina-
liendur voru lionum og fjöl-
skyldu lians réttar i gær, að
heimili þeirra, ILringbraut 74,
og ber það ekki sízt vott um
vinsældir hans og margar hlýj-
ar kveðjur og hugsanir munu
honum liafa verið sendar í gær
frá æskustöðvunum við Breiða-
fjörð.
Guðmundur vinur minn! Eg
óska þér og þínum allra heilla
á þessum merku tímamótum.
Eyj. E. Jóhannsson.
Viðskiptaskráin
komin út.
Viðskiptaskrá íslands lOí'i
er komin út, um 1000 blaðsíð-
ur að stærð. Efni hennar er
sem hér segir:
í I. flokki er uppdráttur af
íslandi, tvö kort af Reykjavík,
innan Hringbrautar og utan
Hringbrautar, vitakort, . ásamt
uppdrætti af fiskimiðum við
strendur landsins og uppdrátt-
ur af kaupstöðunum Akureyri
og Hafnarfirði.
í II. flokki er skrá yfir öll
hús í Reykjavík, á Akureyri og
í Hafnarfirði, og tiltekin lóða-
stærð, lóða- og liúsamát, auk
þinglýsts eiganda.
í III. floklci er skrá yfir alla
alþingismenn, með tilgreiningu
flokks, ríkisstjórnin, fulltrúar
erlendra ríkja, fulltrúar ís-
lands erlendis, stjórn Reykja-
víkur og bæjarfulltrúar. Þá er
félagsmálaskrá og nafnaskrá
Reykjavíkur.
í IV. flokki eru kaupstaðir
og kauptún utan Reykjavíkur,
og eru í þessum flokki, að þessu
sinni, 28 bæir.
I V. flokki er Varnings- og
starfsskrá. Hún skiptist í 573
liði og ber liver liður nafn varn-
ings, starfs eða atvinnu, og þar
undir lcoma svo nöfn viðeig-
andi fyrirtækja eða manna.
Undir þessum .fyrirsögnum eru
9537 nöfn og lieimilisföng, með
tilgreindum símanúmerum.
Allar fyrirsagnir, sem máli
skipta, bera þýðingu á dönsku,
ensku og þýzku, og er þannig
frá þesshm erlendu lyklum
gengið, að auðvelt er fyrir við-
lcomandi þjóða menn að nota
bókina.
í VI. flokki er skrá yfir
skipastól Islands 1944.
Kafli er aftan til í bókinni,
á ensku: Yfirlit yfir atvinnu-
skilyrði og atvinnulíf Islands
(Survey of Conditions of Lab-
our and Occupational Life in
Iceland), eftir dr. Björn
Björnsson.
QAÁdlxcafawMwy>
1. maí.
Dagurinn í gær var hinn hátíð-
legasti, og mun sjaldan hafa verið
eins mannmargt á götunuin þennan
dag og aldrei eins f jölmennt í kröfu-
göngií. verkalýðsfélaganna. í út-
varpinu vjr dagurúm hátíðlegur
haldinn með því að leikin voru ,,ýms
lög“, einkum þau, sem höfðu ein-
hverskonar stéttarnafn, t. dv um
skraddara, skóara, trésmiði eða því-
umlíkt, og var þar margt undarlegt
að finna og sumir textarnir ekki
sem hiiðhollastir viðkomandi stétt,
og vill svo.oft fara, þegar lög eru
valin eftir titlum einum, nema til-
viljun hafi ráðið hér. — Svo var
samfelld dagskrá, i hvorki meira né
minna en tvennu lagi, frá kl. 5—7
og 81/2—10. Mátti glöggt heyra, að
stæld hafði verið 1. desember-dag-
skráin, og þó óhönduglega. Er
vandalítið að sjá að þetta útvarps-
form getur orðið að plágu fyrir
hlustendur. í gær gekk dagskráin
þannig, að mestum tíma var varið
til að rekja sögu landsins, aðallega
atvinnu- og verzlunarsögu: Verka-
lýðssamtökin voru ekki stofnuð fyrr
en kl, g1/ og vökulögin komust ekki
á. fyrr en ýl. 9%, og var því fljótt
yfir sögu farið i lokin. Sigurður
Einarsson, ein af höfundum dag-
skrárinnar, las upp allmörg kvæði
eftir sig og fórst það vel, en hin
karlmannlega rödd Sverris Krist-
jánssonar naut sin ekki sem skyldi.
Björn Sigfússon málfræðingur mis-
■þyrmdi kvæði eftir Stephan G. með
því að syngja það. „Skomager bliv
ved din Læst,“ myndi eg segja, ef
það væri ekki dónaskapur að ávarpa
málhreinsara á dönsku. Þorsteini Ö.
Stephensen tókst vel í kvæðunum,
en aðrar raddir voru ekki skýrar
og vöktu ekki þá athygli, sem nauð-
synlegt er að endurvekja sí og æ
í langri dagskrá; enda voru þær of
svipaðar. Dagskráin varð því ekki
eins góð.og ætla hefði mát eftir
undirbúningi að dæma, og er það
ákorun mín til þeirra, sem fram-
vegis undirbúa slíka dagskrá, að
])eir velji henni að einhverju leyti
frumlegra form. Sérstaklega verð-
ur að átelja smekkleysi í vali tón-
listar, sem sumsstaðar varð b.einlínis
hlægilegt í gær, t. d. þegar leikin
eru rómantísk tónverk undir bar-
áttusögu verkalýðsins. Það er
vandalaust að finna hentug tónverk
og betur viðeigandi að leika íslenzk
tónverk, ef þeirra er nokkur kostur.
2 herberg;i
eða stór itofa
nálægt miðbænum, óskast til leigu 14. maí eða síðar fyrir
reglusaman útgerðarmann utan af landi, sem ekki er nema
öðru hvoru i bænum.
Afnot af síma væru æskileg.
Tilboð, merkt: „250“, sendist afgr. Vísis 5. maí.
VbvjíwjtyCL
vantar um mánaðamótin til að bera út blaðið um
eftirtaldar götur:
Skerjafjörð
^ogfamýri
Talið strax við afgreiðsluna. — Sími: 1660.
Dasblaðíð VÍSIIS
tiiagiifrædasltólinii
í Iteykjavíli
Skólauppsögn fer frarn í kvpld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu.
Nemendur 1. og 2.. bekkjar vitji einkunna í skólann á
morgun kl. 1 e. h.
Ingimar Jónsson.
Hnefaleikamót
íslands
verður háð miðvikudaginn 3. maí kl. 8,30 e. h.
í ameríska íþróttahúsinu við Hálogaland.
\
Aðgöngumiðar verða seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal og í
Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju.
Auka-strætisvagnar ganga frá Lækjartorgi
frá kl. 7,30 á miðvikudagskvöld.
Eldfast gler
Skálar og fleira.
Emaileraðar vörnr
Kaffikönnur og fleira nýkomið.
K. Einarsson & Björnsson
Vil kaupa 1-2
Ford model 1930—31. Til greina gæti komið önnur tegund
af öðrum. Tilboð sendist Vísi fyrir föstudagslcvöld, 5.%naí,
jnerkt: „Ford 31 — l1/ tonn“.
Auglýsing
ríkisstjóminni
Alþingi hefir ályktað að fela ríkisstjórninni m. a. ,,að
hvetja bæjarstjórnir, sýslunefndir og hreppsnefndir um
land allt og félög og félagasamtök, er vinna að'menning-
ar- og þjóðernismálum, til þess að beita áhrífum sínum
í þá átt, að sem flest heimili, stofnamr og fyrirtæki eign-
ist íslenzka fána, komi sér, upp fánastöngum og dragi ís~
lenzka fánann að hún á hátíðlegum stundum.“
Ríkisstjórnin beinir því hér með mjög eindregið til
allra ofangireindra aðila að stuðla að því, að svo megi
verða sem í framangreindri ályktun Alþingis segir.
Forsaetisráðherrann, 29. apríl 1944.