Vísir - 05.05.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 05.05.1944, Blaðsíða 2
y í sir DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIR H.F. Ritstjórar: Eristján Gnðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Féalgsprentsmiðjan h.f. Þjoðhatiðm, Svo var í upphafi ráð fyrir gert, að þjóðhátíð sú, sem haldin verður á Þingvöllum 17. júni n. k., þar sem formlega verður gengið frá endurreisn lýðveldisins, verði með engum oflátungsbrag. Hún á öllu öðru frekar að vera virðuleg þjóð- hátíð, samboðin lítilli þjóð, sefn yeit getu sína og veikleilca, og gengur heldur ekki dulin þeirra hörmunga, sem allsráðandi eru i lieiminum þessi árin. Óhætt er að fullyrða, að væri friður ríkj- andi myndi dagurinn reynast meiri gleðihátíð en nú verður, með þvi að þar verður bæði 'glaðst og hryggst, í stað þess að gleðjast einvörðungu. Islendingar hafa vitað um aldir hvað þeir vildu o'g jafn- framt hitt, að rétti var haldið fyrir þeim. Sá -réttur verður endurheimtur, ef þjóðin gerii skyldu sina, en þvi iögmáli verða allir að lúta, sem vilja eiga eitthvert föðurland og vinna því eftir mætti. Ekki er það að efa, að hver einstakling- ur, kona og karl, neyti áhrifa sinna við kjörborðið þar til þjóðaratkvæðagreiðslan er um garð gengin. Enginn rólfær maður má sitja heima og eng- inn vitandi vits láta hjá líða að greiða atkvæði á heimili, eigi hann ekki annars kosts. Ten- ingunum er varpað, en hvað uppi á þpim verður ræður þjóð- in. Einstaklingarnir, sem allir eru sammála um lokamarkið, ráða tölufjöldanum með og í móti. Otlendir menn, sem hér dvelja eða þekkja sögu lands- ins og stjórnmálaþróun, hafa lýst yfir því, að þeir telji sam- bandssfít nú eðlileg og réttmæt, enda hafi verið ráð fyrir þeim gert áður en stríðið skall ♦ á. Hvað þá um íslenzka kjósendur til sjávar og sveita, sem sjálfir hafa tekið þátt í baráttunni að því marki, sem nú verður náð? Islendingar, sem erlendis dvelja, munu eflaust neyta at- kvæðisréttar síns, eftir því sem við verður komið hjá sendifull- trúum landsins. Enginn vafi leikur á vilja þeirra velflestra. Fegnir vildu þeir allir vera horfnir heim þjóðhátíðisdaginn 17. júní og fagna viðburðinum með okkur liinum á Þingvöll- um, en þess munu þeir fæstir eiga kost. Þeir •verða að lúta sömu lögum og -aðrir, sem eiga ekki heimangengt, en auk þeirra verður allur þorri lands- mánna að láta sér nægja með ^heyrn en ekki sjón, enda licfir hátíðanefndin tilkynnt, að hún telji á þvi öll tormerki, að unnt reynist að flytja alla þá, sem næstir búa, til þingstaðarins, eða tryggja þeim þar vistarver- ur. Þetta er eðlilegt vegna allra aðstæðna, og æítu menn því í tíma að gera sjálfir nauðsyn- legustu ráðstafanir til áð kom- ast á hátíðina og sjá sér fyrir sæmilegri aðbúð. Þeir, sem yfir tjöldum eiga að ráða, gætu auð- veldlega farið þangað daginn áður og dvalið þar yfir nóttina í útilcgu. Jafnframt verða allir að gera sér ljóst, að þeir fara ekki til Þingvalla að þessu sinni eingöngu sér til skemmtunar, heldur og öðrurn og ekki er viðeigandi að menn misskilji Verkfallið í vegavinnunni. HAFA KOMMÚNISTAR LÝST YFIR VERKFALLI, SEM ER ÖLÖGLEOT? I Alþýðusambandið heimfar kauphækkun utan sinna féiagssvæða. jj^jins og kunnugt er, hefir Alþýðusambandið stöðvað alla vinnu við vegagerð, brúa og vitasmíði, og ástæðan fyrir þessari alvarlegu ákvörðun er svo furðuleg, að undrun sætir. Virðist ástæðan vera sú, að ríkisstjórnin vill ekki hækka það kaup, sem gilti í fyrra og enn gildir, utan félagssvæða verklýðsfélaganna. Krafa sambandsins er svo fjarri allri sanngirni, að engu tali tekur. andi er á því félagssvæði, sem hahn fer til, hvort sem kaupið er þar hærra eða lægra en á hans eigin svæði. Verkamaður, sem er á félagssvæði, er greið- ir 2.40 um tímann, en fer yfir á annað félagssvæði, er greiðir 2,10 um tímann, getur auðvit- að ekki heimtað þar sama tíma- kaup og er á hans eigin svæði. Krafa Alþýðusambandsins i þessu efni er því hreinasta fjar- stæða og óviðunandi óhilgirni. Samningur eða fyrirskipun. Það hefir jafnan verið talið sjálfsagt, að samið væri um kaup og kjör og allar reglur um slíkt væri settar með sam- komulagi beggja aðilja. En upp á síðkastið liefir almenningur ekki komizt hjá að veita því athygli, að/ allar slikar samn- ingsgerðir Alþ.samb. éru nokk- uð einhliða og mótaðilinn er látinn finna, að hann er ekki að semja, heldur er hann að taka á móti fyrirskipun. Við þetta bætist svo heldur lítið fáguð > framkoma þeirrg, sem þykjast geta skipað tfyrir. Þetta sýnist benda til þess. að þessir nienn skilji ekki hlutverkiðýog þeim sé annað betur lagið en það, að sýna sanngirni og kurteisi þeim, scm þeir scmja við. Er verkfallið löglegt? Samkvæmt tilkynningu frá vegamálastjóra virðist rikis- stjórnin telja vafa á því, að verkfallið sé löglegt og mun því leita úrskurðar vinnudómsins. Um rétt stéttarfélaga til að hefja verkfall er að finna í 15. gr. vinnulöggjafarinnar. Þar segir svo: 15. gr. „Þegar stéttarfélag eða félag atvinnurekenda ætlar að hefja vinnustöðvun, þá er hún því aðeins heimil, að ákvörðun um hana hafi verið tekin: a. við almenna ieynilega at- kvæðagreiðslu, scm staðið hefir a. m. k. í 24 klst., enda hafi félagsstjórnin auglýst hvar og hvenær atkvæða- greiðslan um vinnustöðvun- ina skyldi fara fram. b. af samninganefnd eða fé- lagsstjórn, sem gefið hefir verið umboð til að taka á- Ef ríkisstjórnin hefði geng- ið að þessari óbilgjörnu kröfuj munch hún hafa tek- íS á sig ábyrgð á nýjum kaup- hækkunum í öllum sveitum landsms. En þetta kallar Þjóðviljinn „kauplækkunárkröfur“ af hendi ríkisstjórnarinnar. Fullt kaup, öll hlunnindi. Af framkomu Alþýðusam- bandsins verður ekki annað séð en að fyrir því hafi vakað, að bera lram slíkar kröfur, að rík- isvaldinu væri ógerlegt að ganga að þeim. Að því búnu átti svo að stöðva allar verkleg- ar framkvæmdir rikisins ineð verkfalli um land allt og með . því skapa fullkomið öngþveiti í samgöngum á öllum vegum. Sýnir þetta betur en flest ann- að, hversu þeir menn, er nú hafa forustu sambandsins, nota vald þess með fullkominni ó- fyrirleitni og ábyrgðarleysi. Ríkisstjórnin hcfir boðizt til að greiða á þessu sumri gil<J- andi verkakaup verklýðsfélaga á félagssvæðum þeirra og utan félagssvæðanna, eða á þeim stöðvum, sem engin verkljðs- félög eru, sé greitt sama kaup og síðasta ár og eftir sömu kaupsvæðaskiptingu. Enn frcm- ur að verkamenn fái öll hin sömu hlunnindi og áður. Mörgum mun nú finnast, að ekki sé hægt að bjóða betur en greiða hvarvetna það kaup, sem gildandi er á félagssvæðum verklýðsfélaganna. En það er stjórn sambandsins ekki nóg. Hún vill. fá hækkað kaup á þeim svæðum, sem engin verk- lýðsfélög eru. Þetta er ábyrgð- arleysi, sem er algerlega óvið- unandi. Þjóðin getur ekki sætt sig við það, að sá aðili, sem fer með umboð flestra félags- bundinna verkamanna í land- inu, sé ábyrgðarlaus aðili, sdm virðir að vettugi alla sanngirni og lætur sig engu skipta al- menningsheill. Innan félagssvæða og utan. Alþýðusambandið mun halda þvi fram, að það sé raunveru- leg kauplækkun, ef verkamönn- um er greitt lægra kaup utan félagssvæða en þeir hafa á sínu eigin félagssvæði.* Þetta er hin mesta fjarstæða og það af þeirri ástæðu mcðal annars, að verka- maður, sem leitar sér vinnu ut- an síns eigin félagssvæði§ og fer í annað félagssvæði, fær að sjálfsögðu það kaup, sem gild- kvörðun um vinnustöðvun- ina með almennri alkvæða- greiðslu, sem farið hefir fram á sama hátt og greint er undir a-lið. c. áf trúnaðarmannaráði, ef lög viðkomandi félags fela því slíkt vald, enda hafi vinnustöðvunin verið sam- þykkt með a. m. k. % hlut- um greiddra atkvæða á lög- mætum trúnaðarmanna fundi.“ I 16. grein laganna er tekið fram, að ákvörðun uni vinnu- stöðvun skuli tilkynnt aðila 7 sólarhringum áður en hún á að hefjast. Nú mun flestum verða á að spyrja, hvort fullnægt hafi ver- ið ol'angreindum ákvæðum lag- anna, þannig að hvert einasta félag um allt land hafi, gert samþykkt um verkfallið, eins og lögin ákveða. Mjög mun það verða dregið í efa. Að minnsta kosti hafa menn hér í bænum ekki órðið varir við að slík at- kvæðagreiðsla hafi verið aug- lýst í „Dagsbrún“, en meðlim- ir þess félags munu taka þátt í verkfallinu. En úr þessu fæst •væntanlega skorið af félags- dómi. Meðan beðið er þess úrskurð- ur, mun Alþýðusambandið váfalaust halda áfram verkfalli sínu, cn ábyrgð þess verður þyngri með degi hverjum, en almenningsálitið fordæmir jiessar vanhugsuðu og ósann- gjörnu aðgerðir, hvort sem verkfallið er löglegt eða ekki. Bœjap svo aðstöðuna, að þcir fagni fullu sjálfstæði þjóðarinnar í öðrum anda en vera ber. Þar til þjóðhátíðin hefst munti menn hlakka til hennar, en tímanum sem eftir er eiga menn að verja til að greiða at- kvæði sjálfir og sjá um að aðr- ir geri slíkt hið sama. Því að- éins verður þjóðhátíðin ánægju- leg, að allir, sem þess eru um- komnir, greiði atkvæði á þann hátt, sem vera ber, þannig að þjóðin sýni, að hún eigi sína sál er þjóðarsómi býður. I.O.O.F. ss’ZOSSS1,.,=9 "■ ”'■ Frá Náttúrufræðifélaginu. Samkoma vcrður í i. kennslu- stofu Háskólans í kvöld. Sýndar verÖa kvikmyndir, í eðlilegum lit- um, frá Vestmannaeyjum (fuglalíf, ljjargsig o. fl.) og ennfremur kvik- mynd, í eðlilegum litum, af islenzk- um plöntum. Samkoman hefst kl. 20.30. Sumarfagnaður Breiðfirðingafél. verður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 9. Skemmtiskrá. Upplest- ur (Lárus Pálsson og Jón Thorar- ensen), söngur, leikþáttur og dans. Áheit á Strandarkirkju, 5 kr. frá NB. (gamalt áheif). 60 kr. frá K.G. 35 kr. frá H.Þ. (tvö áheit). 10 kr. frá Y. Gjafir til Kvennadeildar Slysavarnafél. í Reykjavík: Hr. Lárus Jónsson, Sólvallagötu 60 hér í bænum, hef- ir sýnt Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins þá rausn, að gefa henni kr. 500,00, og er gjöf þessi til minn- ingar um foreldra Lárusar, en þau voru frú Ólöf M. Ólafsdóttir og Jón Jónsson, er bjuggu á Vatns- stíg 16A hér í bænum. Þá hefir deildinni borizt gjöf frá ónefndri konu, kr. 150.00. Fyrir hönd Kvenpadeildarinnar leyfi eg mér að færa gefendunum vorar beztu þakk- ir. Guðrún Jónasson. Hjálp til danskra flóttamanna. Eftirtaldar gjafir hafa borizt undanfarið til skrifstofu minnar: o r Scrutator: O xjúlcLcUjl aíbn&WMfys Furðulegt uppátæki. Á mánudagskvöld (1. mai) fékk lögreglan þau skilaboð, að maður nokkur hefði teymt hest upp heil- ari stiga í húsi við Laugaveginn. Vildi húseigandi fá lögregluaðstoð, I til að korna hrossinu aftur út úr húsinu, eða áð minnsta kosti ofan á jafnslé(tu. Þegar hinn ölvaði dýra- vinur Var spurður, hvers v’egna hann hefði draslað hrossinu alla þessa leið, svaraði hann að hesturinn hefði gott af að kynna sér kristilegt mínn- líf, og má vera að það svar hafi vtrið alveg rökrétt frá sjónarmiði hestamannsins, en einhvernvéginn sannfærði það lögregluþjónana ekki alminlega. — Er nú verið að athuga, hvort dæma á málið í sam- ræmi við áfengislögin, dýravernd- unarlögin eða umferðalögin. Kári og Halla. Þessi frétt er eins og hún væri tekin úr revýunni „'Allt í lagi, lagsi,“ því að þar er sprenghlægileg ný- tízku útgáfa af síðasta þætti „Fjalla-Eyvindar“, og eru þau hjón- in þar að biða eítir því að Sigurð- ur Nordal sendi þeim hest til lífs- bjargar. Atriðið gerist í Reykjavík, og eiga þau heiipa á 3. hæð, hafa flúið þangað, síðan Farfuglar, Fjallamenn og Jón Eyþórsson lögðu öræfin undir sig. Lítið mun höf- unda revýunnar' hafa grunáð, að nokkrum dytti í hug að leiða hest upp á loft. En veruleikinn getur stundum verið ennþá afkáralegri en skopleikur. — Eg segi — Það er hægt að leiða asna í her- búðir, en ekki hest upp á loft. Virðingarfyllst, ísak ísax, kinnhestur. Frá starfsfólki eftirgreindra stofn- ana og fyrirtækja: Tryggvi Pét- ursson & Co. 750 kr. Heimilisfólk- ið Brekku, Gufudalssveit 230 kr. Safnað á Vatnseyri við Patreks- fjörð 740 kr. Starfsfólk Útvegs- bankans 1625 kr. Starfs-fólk á Kleppi 710 kr. Kristinn Jónsson og starfsmenn 1405 kr. Sjúkrsamlag Reykjavíkur 500 kr. íshús Hafnar- f jarðar 1000 kr. Oddfellowar á Ak- ureyri 4000 kr. Safnað af Arthur Gook, Akureyri 500 kr. Safnað af sr. Árelíus Níelssyni, Eyrarbakka 150 kr. Garðyrkjan á Reykjum 500 kr. Safnað af Ole Bang, Sauðár- króki 3208 kr. Jósef Jónsson, próf., Setbergi 570 k.r Þorsteinn <Briem,. próf. og Hallbjörn Oddsson, Akra- nesi 2000 kr. Halldór Friðjónsson, Akureyri 550 kr. S.G. 24 kr. G.A. 50 kr. K.S. 50 kr. S.M. 100 kr. N.N. 50 kr. G.S. 50 kr. S.G.J. 25 kr. A.G. 151 kr. Nemur söfnunin þá samtals kr. 167.737,00. Rvík, 3. maí 1944. Kristján Gnðlaugsson. Útvarpið í kvöld. Kl. .20.25 Útvarpssagan : „Bör Börsson“ eftir Johan Falkenberg, XVIII (Helgi Hjö'rvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Ýms þjóðlög útsett af Kássmayer. 21.15 Fræðsluerindi Stórstúkunnar (Sig- fús Sigurhjartarson alþingismað- ur). 21.35 Hljómplötur: Lög eftir Brahms og Hugo Wolf. 21.50 Frétt- ir. 22.00 Symfóníutónleikar (plöt- ur): a) Fiðlukonsert i E-dúr eftir Bach. b) Symfónía nr. 5 eftir Beet- hoven. c) Coriolan-forleikurinn eftir Beethoven. 23.00 Dagskrárlok. Þjóðhátíðairdag- ur Pólverja. _____ / Stjórnarskrárdagur. Stjórnacskrárdagur Póllands var í fyrradag. *Var stjórnar- skráin gefin af Stanislas August- us konungi 1791, nítján árum eftir fyrstu skiptingu landsins milli nágrannastórveldanna og tveim árum áður en önnur skipt- ingin var gerð. Stjórnarskráin varð til í sam- bandi við deilur þær, sem urðu milli konungs og Ignalius Po- tocki, leiðtoga þjóðernissinna, og þótti hin merkilegasta rétt- arbót, enda hefir afmæli henn- ar orðið þjóðhátíðardagur Pól- verja síðan. Því miður átli það fyrir Stan- islas Augustus konungi að liggja að brjóta stjórnarskrána, og má telja að með því hafi hann búið í haginn fyrir aðra skiptingu Póllands, sem leiddi til þriðju skiptingarinnár 1795, en til þess lágu flóknar ástæður, sem ekki tjáir að rekja hér. Pólland öðlaðist ekki fullt sjálfstæði aftur, fyrr en 1918 í lok fyrri lieimsslyrjaldar, en þjóðin mátli þola miklar hörm- ungar á ófrelsistímunum. Var frelsi Póllands fagnað vel um heim allan, enda liafði þjóðin lilotið samúð og viðurkenningu allra þjóða, ekki hvað sizt fyrir afrelc sinna mætustu sona og dætra. Pólverjar voi'u fyrsta þjóðin, sem lét hart mæta hörðu gagn- vart ofríki nasismans, enda er upphaf striðsins talið frá þvi er Hitler réðst inn í Pólland 1. sept. ’ 1939. Þeir voru ofurliði bornir i svip, vegnir óvigu afli í brjóst pg níðingsliöggi i bak. En svo undarlegur er gangur sögunnar, að níðingar þeir, sem á þá réð- ust fyrir nærri fimnv árúm, 1 lilífðii hehlur ekki hinum fyrri vinum sínum, og er nú svo komið að Pólverjar og Rússar berjast hlið við lilið gegn Þjóð- verjum, og virðistmú rofa fýrir leikslokum i þeirri viðúreign. Þrátt fyrir bandalag Rússa og Pólverja, hafa risið deilur milli þeirra um slciptingu lands- ins, og eru þær enn ekki á enda kljáðar. En hitt mun þó von flestra að til sátta megi draga- með þeim bandamönnum, svo báðir megi við una, enda játa nú allir að sterkt og sjálfstætt Pólland sé nauðsynlegt skilyrði friðar í Evrópu. Síðasta leynivopn I>jóðvepja. N « Siðasta „leyniyopn“ Þjóðverja — sem þýzka útvarpið liefir birt lýsingu á og tekin er hér upp eftir „Hvíta fálkanum“, blaði setuliðsins — er einskonar fljúgandi frystivél. Er hér um efni að ræða, sem fyllt er á skothylki og er frostið 200 stig, þar sem liylkið kemur niður, en rúmlega 100 stig í 500 metra fjarlægð. „Tilgangur þessa vopns“, sagði þýzka út- varpið, „er að helfrysta allar lif- verur á vissu svæði og gera steinsteypuvirki svo stökk, að þau brotni við minnstu snert- ingu.“ Þýzka útvarpið sagði einnig, að Bretar hefði brugðið mjög í brún undanfarnar vikur, vegna þess áð isrelc hefði verið mikið á Ermarsundi. „Ilið nýja vopn var þar að verki,“ sagði þýzki þulurinn að lokum. Passínsálmar Hallgrims Péturssonar, í út- gáfu Tónljstarfélagsins, verða til sölu í nokkra daga í bó'kavcrzlunum bæjarins. —Það leikur varla á tveim tungum, að Passíusálmarnir eru eitt fegursta og þrótt- mésta bókmenntaafrek á ís- lenzka tungu. — Tónlistar- félagið gaf út fyrir jólin 1000 tölusett og árituð eintök af þessu fagra verki, og hefir f jöldi hinna merkustu manna liérlendis og erlendis sent fé- laginu persónulegar þakkir fyrir útgáfuna og talið liana meðal þess vandaðasta og fegursta, scm íslenzk prent- list hefir afrekað. Tónlistar- félagið hefir sett verðið það hátt, að útgáfan gæfi kr. 150,000 —■ í hreinan ágóða, sem rennur óskiptur til Tón- listarliallar í Reykjavík. — Hver sá, sem eignast eintak af þessari bók, hcfir fengið í hendur fallegustu bókina, sem til er á íslenzku og lagt um leið 150 krónur af mörk- um til eins mesta menningar- máls þjóðarinnar. ■— Merkur bóksali hefir nýlega fullyrt, að innan 10 ára verði eintak af þessari útgáfu ekki selt undir 1000 kr. Tónlistarfé- lagið hefir nú lokið útsend- ingu til áskrifenda, og verð- ur það, sem eftir er af upp- laginu, selt næstu viku í bókaverzlunum. — Foreldr- ar, sem vilja gefa börnum sínum fallega og dýrmæta gjöf, ættu að kaupa eintak af Passíusálmunum. Tónlistarfélagíð. Tækifærisgjafir R0LT, Skólavörðustíg 22. Tveir amstélax, / sem nýir, ásamt liorði, til sölu. Miðtúni 72, niðri. Til sýnis eftir kl. 5 í dag. CIL0REAL E R L A, Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.