Vísir - 11.05.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1944, Blaðsíða 2
/ VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Töðumeisabaulið. U lmenningur hefir ef til vill “ ekki gert sér ljóst, hverja þýðingu kaupstreita kommún- ista hefir i vegavinnu úti um landið. Ágreiningurinn stendur um það, hvort hækkað skuli kaup vegavinnumanna i hér- uðum, þar sem ekki eru starf- andi verklýðsfélög og kaup- taxti þeirra þannig ekki gild- andi þar. En ágreiningurinn hefir miklu meiri og víðtækari þýðingu. Væri kaup vega- vinnumanna i slikum héruðum hækkað, leiddi aftur af því al- menn kauphækkun við alla landbúnaðarvinnu. Með því m'óti tækist kommúnistum enn að auka á verðbólguna í land- inu og mundi það bitna á neyt- endum i hækkuðu afurðaverði á komanda hausti. Kaupmáttur krónunnar myndi enn rýrna til stórra muna, framleiðslan stöðvast eða verða rekin með halla þar til hún stöðvaðist, en því næst myndi hrunið bitna á almenningi með öllum sínum þunga, Athyglisvert er það; að fyrr á styrjaldarárunum töldu Framsóknarmenn, — einnig vinstri armur flokksins. — að nauðsyn bæri til að verðbólg- unni ýrði haldið í skefjum. Nú heyrist ekki nokkur rödd um slíkt, enda haft fvrir satt, að sumir forystumenn þessa flokks og annarra flokka líti á hrunið sem einu hugsanlegu lausn málsibs og reki þannig pólitik sína í fullri örvæntíngu. En hvernig 5 nð VíSnta bjargar úr þeirri átt, þegar svo er komið? ÁÍmenningur æskir ekki eftir hruni, en hvað vill hann gera til þess að afstýra því? Á komm- unistunum að haldast uppi að reka niðurrifsstarfsemi sína og ná endanlegu marki, eða hyggst þjóðin að rísa gegn þeim og bjarga sköpuðum verðmætum, til að tryggja framtíð komandi lýðveldis ? Nú um skeið hafa kommún- istar í fjóstrú þeirri, sem Grím- ur Thomsen talar um í einu kvæða sinna, baulað eftir töðu- meis í vel tyrfðum bási stefn- unnar, sem er trú þeirra, enda er hið kommúnistíska skipulag þeirra guð. Þeir hafa stöðugt alið á kröfum, ætlandi það, að menn settu lás fyrir sálina, en hugsuðu vonar- og kærleiks- laust um veraldlega velferð og að safna magakeis, en islenzka þjóðin er ekki eins heimsk og þessir menn ætla, þótt sein- þreytt sé hún til vandræða, en takmarkaður.hópur innan henn- ar að sama skapi auðþreyttur til slíkra hluta, enda liafa kommarnir óspart notað sér það. Hinsvegar má brýna svo lengi deigt járn að bíti. Bænd- ur landsins munu finna hvað að þeim snýr í deilu þessari og það munu neytendurnir einnig gera, hugsi þeir á annað borð til haustsins. Þeim mun heldur ekki dyljast, að haldist komm- únistum atferli þeirra uppi og efni til frekari samúðarverk- falla, mun þeim takast að stöðva alla mjólkurflutninga hingað til bæjarins og mjólkur- iðnaðinn þar með, ennfremur óL nýta þeir síldarvertíðina að öllu eða mestu og torvelda alla land- Kemur námsíólkið heim frá Ameríku að náminu loknu? indúð, sambandsleysi og: slæmar fréttir gjera það vafasamt. takanda vestra. Efni þeirra er mest gamlar fréttir eða þá póli- tískt rifrildi um persónulega smámuni, sem hefir lítið gildi fyrir aðra en þá, sem eru að skammast í það og það skiptið, nema að þvi leyti að gefa til kynna, að hér sé allt í óeiningu og á tréfótum. Hið sama má segja um bréfin. Þau eru venju- legast lengur á leiðinni en blöð- in. Þær litlu fréttir, sem þau svo flytja, er þau að síðustú komast í hendur viðtakanda, eru mest um dýrtíð, pólitíska óreiðu og alls konar önnur leið- indi, sem ekki eru girnileg að neínu leyti. Þá ber mikið á því, að ýmsir háttsettir mennta- menn hér, er hafa stundað nám við evrópíska háskóla, hafa ó- trú á gildi amerískra skóla og láta oft í ljósi andúð sína á námi íslendinga vestan hafs. Sumir ganga jafnvel svo langt, að krefjast þess, að námsmenn- irnir íið vcstan fái ekki að njóta sjálfsagðra atvinnuréttinda hér heima að afloknu prófi og einn af aukakennurum íslenzka há- skólans hefir skrifað ónot um námsmennina vestan hafs í sjálft hátíðahlað stúdentanna. Velgengni námsfólksins vestra. Á hinn bóginn gengur náms- fólkinu vonum framar við störf sín og nám vestan hafs. Mikil mannekla er nú í Bandaríkjun- um vegna styrjaldarinnar og er ekki ótítt, að gmflið sé eftir ís- , lenzku námsmönnunum um ao , taka að séi> ákveðin störf að ' löknú uáiní ög jafnvel á með- flh á háminu stendur. Allt þetta til samans, sambandsleysið við heimalandið, hinar slæmu frétt- ir, heimskuleg andúð og svo mikil almenn velgengni meðal námsfólksins fyrir vestan, eyk- ur vissulega ekki líkurnar fyr- ir því, að námsfólkið snúi allt heim að náminu loknu og taki við störfum fyrir þjóðfélagið. Og sannast að segja er varla hægt að ásaka það, þótt þannig færi, þö'tt það yrði að flestu leyti óbætanlegt tjón fyrir heimalandið. ■J^að mun láta nærri, að * um 200 Islendingar stundi nám við menntastofn- anir vestan hafs. Langflest af þessu fólki er í ýmsum hagnýtum námsgrein- um, svo sem verkfræði, flug- námi og öðrum slíkumsérnáms- greinum, sem mikil vöntun er á mönnum. í hér heima. Vitað er að allmargir af þessum námsmönnum njóta einhvers styrks frá íslenzka ríkinu og sumir ríflegs fjárstuðnings. Frá því að styrjöldin hófst hefir námsmannastraumurinn vestur um haf verið afar ör og ekkert virðist lænda til að hann réni á næstunni, enda er það út af fyrir sig ekki æskilegt. Við heimkomuna að afloknu námi sínu mun þetta fólk færa með sér mikið af nýrri þekkingu til „gamla landsins“ og þannig verða mikils virði fyrir landið og þjóðina í liinni margþættu endurreisnarstarfsemi, sem bíð- ur allra þcirra, sem í einlægni vilja vinna að því, að hér geti lifað menningarþjóð í framtíði- inni. En ýmsir spyrja með nokkrum ugg: Hvað margt af þessu námsfólki kemur hingað heim að afloknu námi? Það er enginn vafi á að lang- flest af námsfólkinu hefir full- an hug á að koma heim að af- loknu náminu og sumt er alveg ákveðið í ])ví. Hitt er rétt að horfast í augu við, að ýmislegt getur orsakað, að nokkur hluti námsmannahópsins vestan hafs komi ekki heim, og það væri út frá vissum sjónarmiðum alls ekki óeðlilegt. Sam bandsleysið, af því, Sem er hættulegt 1 þessum efnum er sambands- leysi hámsfólksins við heima- landið. Nálega eina sambandið, sem þetta fólk hefir árum sam- an við umhverfið hér austan hafsins, eru dagblöðin og bréf- in, sem berast. Dagblöðin eru venjulega mabgra mánaða göm- ul, þegar þau komast til við- búnaðarvinnu verulega, þótt bændur yrðu nauðugir viljugir að greiða hið háa kaupgjald, sem krafist er í vegavinnunni til sveita. Athæfi þettaj getur haft stóralvarlegar afleiðingar, sem þjóðin i heild verður að af- stýra með ráðum og dáð. Með því að brjóta lög og landsrétt hafa kommúnistar efnt til verkfallsins og með enn frekari lagabrotum hyggjast þeir að halda því áfram. Þótt þeir baki sér og sínum skaða- bótaskyldu, munu þeir tæplega nokkuð hirða um það, með því að öllu er fyrir hrunið fórnandi og hið fyrirheitna skipulag, er upp af rústunum á að rísa. En ætlar ríkisvaldið, eða öllu held- ur starfandi stjórnmálaflokkar í landinu, að styðja kommún- istana til þessa starfa, eða hyggjast þeir að taka höndum saman og styrkja stjórnina í viðreisnarbaráttunni á viðeig- andi hátt? Á það mun vafalaust ] reyna og sannast þá hvort stjórnmálalífið á enn um skeið áð mótast af töðumeisabauli og magakeisspólitík kommúnist- anna eða ekki, en hætt er við að keisinn verði ekki jafn-lík- legur til líkamlegs viðhalds og sarpurinn dúfunum, þegar eymdin og neyðin heldur inn- reið sína bg hrunið hefir skoll- ið yfir allt atvinnulíf í landinu og lagt það í rústir. Aukið samband. Til að bæta sambandið við námsfólkið héðan að lieiman eru ýmsar leiðir færar. Senni- legast yrði að öllu leyti hald- kvæmast að semja við íslenzku blöðin i Winnipeg, að þau léðu nokkuð af rúmi sínu fyrir efni, ?er sérstaklega væri helgað námsfólkinu. Heppilegast væri að þetta efni væri hlutlausar fréttir um almenn mál héðan frá Islandi og jafnvel eitthvað af greinum, sem sendar væru Winnipegblöðunum símleiðis eða með pósti gegnum utanrík- isráðuneytið, ef samningar i tækjust við þau. Sjálf ættu blöðin að hafa nokkurn áhuga fyrir að birta þannig efni, þar sem allir lesendur þeirra eru ís- lenzkir og þyrstir eftir fréltum héðan. Gæti slík samvinna orð- ið þeim til góðs engu síður en íslenzku námsmönnunum og heimaþjóðinni sjálfri. Hin heimskulega og ástæðu- lausa andúð á námsmönnum, sem stundað hafa nám við am- eríska háskólá, verður að hverfa og stjórnarvöldin verða að tryggja námsfólkinu að vest- an sörnu atvinnuréttindi og öðrum þjóðfélagsborgurum, að öðru jöfnu. Enda mun síðar koma á daginn, að námsfólkið að vestan mun reynast störfum sínum vaxið, engu síður en þeir, sem hafa stundað nám við hið steinrunna háskólakerfi Ev- rópu, og þykjast þess umljomn- ir að gerast fordæmendur hinn- ar amerísku menníngar. I • Styrkveitingar og skyldur. Jafnframt þessu öllu samaii verður að gera þá kröfu til hámsmannanna sjálfra, að þeir taki hagsmuni og velferð síns eigin föðurlands fram yfir allt annað og það gera þéir vafa- laust flestir. N.ámsstyrki til ut- anfara ætti alls ekki að veita nema sem lán, öðruvísi en að gera það að skilyrði, að þeir, sem þeirra njóta, vinni að minnsta kosti 5 ár hér heima að loknu námi. Þjóðfélagið hef- ir engin efni á að ala upp menntamenn fyrir aðrar þjóðir, enda ekki vist að þær kæri sig neitt sérstaklega um það. Þessu máli verður að sinna án nokkurra undanbragða. — JZ Scrutator: O V- JlaAAix aJbneiwwfyS Björgunarbátur. • f dag er lokadagurinn, forn gleð- skapardagur vertíðarmanna, sem markaði lok vetrarvertiðar. Þennan dag hefir Slysavamarfélagið að fjársöfnunardegi, og gengst slysa- varnadeildin Ingólfur fyrir því hér i bænum að safna fé til að kaupa fullkominn björgunarbát fyrir Reykjavík. Ætíazt er til að bát- urinn verði vélknúinn og búinn öll- um beztu tækjum, enda hefir áhugi manna vaknað fyrir bættum björg- unarráðstöfunum hér við bæinn, síðan Laxfoss strandaði í vetur. — í fyrra safnaði Ingólfur 30 þús- und krónum hér í bænum, og voru þær afhentar Slysavarnafélagi fs- lands. Að þessu sinni safnar deild- in fyrir sjálfa sig og tæki sín. Klæðum landið. Það eru mörg verkefni, sem bíðá vor íslendinga. Eitt þeirra er að klæða landið gróðri. Með því er hægt að bæta loftslag og lífsaf- komu og auka yndi manna. Skóg- ræktarfélag íslands hefir nú stofn- að landgræðslusjóð og mun efna tji fjársöfnunar x sambandi við lýðveldiskosningarnar. Hákon skóg- ræktarstjóri telur að forðum hafi ! Vs af flatarmáli landsins verið gró- ið land. Nú telst það ekki nema Va, eða helmingur þess, sem áður var. Svo mjög hefir landið rýmað að gæðum, síðan á landnámstíð. Hér þarf að hefja öfluga sókn, og Skógræktarfélagið er sjálfkjör- inn leiðtogi í þeirri sókn. Hreinlæti. Nú er mikið rætt um sorphreins- un og gatnahreinsun, og er það mála sannast, að hvorttveggja er í lélegu lagi. En raunar man eg ekki þá tíma að hreinlæti hafi verið í neinu lagi í þessum bæ, og mun því ekki úr háum söðli að detta í þessu efni. Bæjarstjórn hefir ný- lega komið með þá nýju hugmynd að fela einkaframtaki að aðstoða við gatnagerð. En hvernig væri að bjóða sorp- og gatnahreinsun út til einstaklinga? — Það væri góðra gjalda vert áð leyfa dugleg- um mönnum að spreyta sig á þessu starfi, og árangurinn yrði senni- lega ekki lakari. Mætti búast við að opinbert sleifarlag yrði' fljót- lega að víkja fyrir framtaki ein- staklingsins. , Rottur. Ein versta plágan er rottufar- aldurinn, og hann stendur náttúr- lega í nánu sambandi við sorp- hreinsunina. Nú þykist eg ekki vita betur en að bærinn eigi kost. á til- boði frá einkafélagi um að útrýma rottum. En þessu hefir ekki verið sinnt, rétt eins og bæjarstjórn treysti engum nema sjálfri sér að annast þessi vandasömu störf. Ekki er því þó við að bera að hýn tjái sig andviga einkaframtaki, En hið op- inbera er yfirleitt seintekið fyrir nýjum hugmyndum, seint að átta sig. Nú þegar sumarið fer í hönd, er nauðsyn að ráða varanlega bót á vanþrifnaði og meindýraplágum. Þjóðfélaginu veitir engan veg- inn af öllum sínum kröftum, og ekki sízt kröftum þeirra ungu, við hið mikla starf, sem fr'amundan er, við að efla það Jjjóðlíf, scm allir sannir Islend- ingar óska eftir að blómgist og eflist hér í framtíðinnj. A. Vignir ljósmyndari fimmtugur. Á morgun, 12. maí, á Sigur- hans Vignir myndasmiður 50 ára afmæli. Þeir, sem sjá hann á götu, munu tæplega trúa því, að þar fari fimmtugur maður, svo ubglegur og glaðlega lítur hann út, að erl'itt er fyrir ó- kunnuga að átta sig á aldrin- um. Hann er einn af þeim mönnum, er vinna störf sín í kyrrþei, láta lítið yfir sér, sí- starfandi, ýmist á myndastof- unni eða heima. Myndirnar, sem Iiann býr til, hvort heldur er af skipum og bátum i höfn eða á hafi úti, jöklum, giljum, fossum eða skógarlundum, eru með sér- stökum léttleikablæ. Myndir eftír Vignir af fögru landslagi víðast Jivar af jgrjdinu prýða nú •fjölraörg heimili t Reykjavík og víða um byggðír landsins. Þetta eru ckki venjulegar ljós- myndir, heldur myndir ’með náttúrlegum litum •— eg held þær séu katluöar vatnslita- myndir-. En hvað sem rétta naíþlð kann að vera, finnst mér þær fagrar og að þeim mikil hibýlaprýði, ekki síður en sum málverk og svo mun einnig öðr- um finnast, ef dæma skal eftir því, hvað víða þær sjást. Eg hefi ekki vit á listaverk- um, en eg held að Vignir sé listamaður af Guðs náð. Mér virðast myndir hans bera það með sér. Sennilega á heimili hans nokkurn — ef til vill ekki ó- verulegan þátt í því, hve mynd- irnar eru fallegar. Húsmóðir og börnin, einkum dóttirin, hafa um mörg ár unnið með honum að myndagerðinni, svo segja má að um heimilisiðnað sé að ræða, þótt myndavélarnar séu á myndastofunni, en ekki á heimilinu. Vignir á indælt heimili, sem ber vott um mikla smekkvísi. Mun húsmóðirin, frú Anna, eiga sinn þátt þar í. Ctsaumaðar stólsetur, púðar, dúkar og hvað 'allt það nú heitir, sem listfeng- ar húsmæður prýða heimili sín með, gleður ávallt augað og 'laðar- að sér. En sérstaklega munu þó vinir og kunningjar Vignis minnast nú liinna mörgu dag- og kvöldstunda, er þeir hafa í rikum mæli notið ánægju og gestrisni húsbændanna, er' með háttvísi og sérstaklega að- laðandi framkomu allri hafa gert svo mörgum lífið léttara og ánægjulegra en ella hefði verið. Vinir og kunningjar Vignis óska honum allra heilla og blessunar á fimmtugsafmælinu og vona, að hann megi halda áfram að starfa og lifa, hér eft- ir sem hingað, öðrum til gleði, ánægju og gagns. Vinur. Stúlka óskast strax. * Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Uppl. gefur yfirhjúkrunar- konan. PÍANÚ til sölu Hávallagötu 38, eftir kl. 6 í dag. Hús og íbúðir tll sölu. Olafur Þorgrímsson, Austurstr. 14. Sími 5332. Vörubíll, helzt Ford, óskast. Má vera gamall ,en þó nothæfur. — Tilboð sendist Vísi fyrir laugárdagskvöld, merkt „1931“. Mótorhjól, model 1940, til sölu. Til sýnis í dag kl. 5—7 á Öð- instorgi. —Amerískt— Nýkomið amerískar hálsfestar, armbönd og eyrnadoppur. Hattastofa Svönu og Lárettu Hagan Laufásvegi 4. B i f r e i ð. Sérstakt tækifæri til þess að eignast góðan vagn, með því að gera viðunandi tilboð í einkabifreið, sem verður til sýnis við Miðbæjarbarnaskól- ann í dag, kl. 4—8. Stórrósótt Gluggatjaldaefni (Hör) VERZL .f* Z285.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.