Vísir - 15.05.1944, Side 1

Vísir - 15.05.1944, Side 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldker) 5 finur Afgreiðsla > 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 15. maí 1944. •/ 107. tbl. Brezki jflotinn til- buinn til innrásar Fjörga daga heimsókn Bretakonungs. Georg 6. liretakonungur hefii; heimsótt heimaflotann, til þess að kveðja hann, áður en hann byrjar þátttöku í innrásinni. Flotinn lá í höfn i Norður- Skotiandi, þegar konungur fór um borð í eitt af flugstöðvar- skipunum fyrsta daginn. Yar síðan látið í haf og konungi sýnt, hvernig árásinni á Tirpitz í AÍtenfirði var hagað. Gerðu flugvélaruar árás á æfingaskip eitt úr tveim áttum og gat það ekki forðazt steinsteypuskeytin, sem notuð eru við slíkar æfing- ar og flugvólarnar vörpuðu að þvi. Konungur var alls fjóra daga ó eftirlitsför sinni*og skoðaði j alls fjórtán skip á þessum dög- | um. Fór hann meðal annars um < horð í einn af dvergkafbátum , Breta. j Við broítförina bað liann i giftu fylgja flotanum í barátt- unni, sem liann ætti að hefja innan skamms gegn megin- landsvirkinu. Orustuvélar fljúga frá Bretlandi til Póllands. Orustuflugvélar Bandaríkja- manna flugu í fyrsta skipti í stríðinu inn yfir Pólland á laug- ardag. Flugvélar þessar liöfðu verið lil verndar sprengjuvélum, sem fóru til Stettin og brugðu sér inn yfir Pólland, þegar sþrengjuvélarnar voru búnar að varpa farmi sínum. Sama dag var einnig ráðizt á Osnabriick og Tutau. Myjidir sýna, að tjón varð alls staðar mikið. Bandarikja- menn nftisstu 22 flugvélar, þar af 12 sprengjuvélar, en flug- mennirnir segjast liafa skotið niður 63 þýzkar orustuvélar. Samúðarverk- fallinu aflýsf. Samkvæmt tilkynningu frá Alþýðusambandinu átti sam- úðarvertcfall að hefjast á morgun við ýmsar ríkis- stofnanir. Verkfal! þetta mun þó ekki komá til fram- kvæmda, eins og til var ætl- azt, og hefir því raunveru- lega verið aflýst, þótt ekk\ hafi farið hátt um það. Verð- ur eltki annað séð, en að Al- þýðusambandið búist við að vegaverkfallið verði dæmt ó- löglegt og þá er vitantega samúðarverkfallið einnig ó- löglegt. Eins og kunnugt er hefir nýtt verkfall verið boðað 19. þ. m., en það mun flestum sýnast, að skynsamlegra hefði verið að bíða eftir úr- slitum í Félagsdómi og rejma síðan að ná samningum við ríkisstjórnina. Ekki er flas til fagnaðar. Alþ.sambands- stjórnin hefir látið bað ber- ast út, að lítið sem ekkert beri á milli í deilunni. Það má vel vera að svo sé, en hitt hlýtur og öllum að vera ljóst, að ekki var hægt fyrir neina ríkisstjórn að gera samninga meðan hinn aðilinn hótaði með verkfalli, sem ríkis-1 stjórnin taldi ólöglegt. Fram- koma Alþ.sambandsins hefir verið og er enn á bann veg, að hún spillir mjög fyrir því að samningar takist í deil- unni. Albanskir skæru- liðar sigra. Albanskir skæruliðar hafa unnið mestu sigra sína, síðan þeir tóku upp baráttuna við möndulveldin. I fregnum frá vígstöðvum .þeirra segir í gær, að þeir hafi tekið þrjár borgir, Elbasau, Berat og Koritsa. Þær eru allar meðal stærri Ixjrga landsins og komu mikið við sögu, þegar Mussolini fór brakfarir sínar fyrir Grikkjum veturinn 1940 —41. 15 þýzkum flugvélum grandað á einni nóttu. Allmargar þýzkar flugvélar gerðu árásir á borgir á Suður- og Suðaustur-England í nótt. Tjón varð allmikið og fregnir hafa einnig borizt um nokkurt manntjón. Varnir Bi’eta tóku hraustlega á móti og skutu þeir niður fjórtán árásarflugvélanna. Sú fimmtánda var skotin niður yfir fhigvelli sínum í Frakk- landi, er hún var komin úr á- rásiiini. / . ' > Mikilvægur fleygur rekinn óðveri a á Italíu. í varmr 3 þýzk skip hæfð Beaufighter-vélar réðust í gær á stóra þýzka skipalest undan Hollandsströndum. Skipalestin var vel varin, en Bretar gátu samt komið tund- urskeytum á tvö hlaðin flutn- ingaskip og eitl af verndarskip- unum. Eldur lcviknaði í öðru flutningaskipinu, en sprenging varð svo mikil i liinu, að bralc þeyttist í 400 feta hæð. Loítsókn féll niður í gær Loftsókn bandamanna frá Bretiandi féll niður í gær að mestu leyti. í tilkynningum frá flugmála- ráðuneytinu er aðeins þetið um einn leiðangur inn yfir megin- landið. Þann leiðangur fóru nokkrar Moskitovélar og flugu þær syo langt inn yfir Austur- Frakldand, að þær áttu skamma leið ófarna til svissnesku landa- mæranna. Þær skutu niður eina- He-III sprengjuvél og löskuðu fjórar Ju-87 steypiflugvélai- á flugvelli. — Eina Moskito-vél vantar. Loftsóknin hófst aftur í morgun með árós stórra amer- ískra flugvéla á/N.-Frakkland. Moskito-vélar réðust á Köln í nótt. Skákeinvígriö lieklnr áfraiiB. önnur einvígisskák þeirra Árna Snævarr og Ásmundar Ás- geirssonar fer fram í kveld. Teflt verður í Thorvaldsens- stræti 2, húsi sjálfstæðisfélag- anna, og er áhorfendum beimill aðgangur. Eins og menn muna, vann Árni fvrstu skákina. Slys á skíðnm. I gær var allmargt fólk á skíðum í Henglafjöllum, Blá- fjöllum og Skálafelli. I Innsta- dal vjldi það slys til að einn skíðamanna, Leifur Kaldal gull- smiður, datt og fótbrotnaði. Færi var nokkuð hættulegt vegna misrennslis, því að nýr ; snjór, sem var hingað og þang- að ofan á gamla snjónum, var mjög stamur. Aftur á móti var sæmilegt-i'ennsli á gamia snjón- um og mun slysið hafa viljað til, er Leifur kom af gömlum snjó á nýjan og féll við. Brotnaði Leifur á hægra fæti rétt fyrir ofan ökla. Var hann dreginn á sleða á meðan snjór leyfði, en síðan borinn úr Sleggjubeinsskarði og niður á Kolviðarhól. Var hann síðan fluttur í sjúkrabíl á Landspítal- ann, þar sem hann liggur nú. M ftlÉiíili um Frá Moskva og New Yorlc MoskVablaðið Pravda birti 10. maí skeyti frá New York um þátttöku í þjóðaratkvæði. Skýr- ir blaðið síðan frá því að sam- bandsíögin bafi gill til ársloka 1943, en þingið bafi þá ákveðið að skilja við Danmörku og ; stofna lýðveldi 17. júni, sem staðfest verði með þjóðarat- kvæði. Bæði Pravda og Izvestia birtu 11. maí boðskap konungs og svar ríkisstjórnar og flokka, samkvæmt skeyti frá London. Frásögn þeirra var hutlaus. Flest blöð í Englandi bafa að- eins birt aðalefni boðskapar konungs og svar rikisstjórnar og flokka, án frekari umsagnar. Vikublaðið ,,Time“ í New York birtir i morgun grein undir fyrirsögninni „Island, boðskapur konungs“. „Hinn aldni konungur Dan- merkur, Kristján, sem er fan^i Þjóðverja í Kaupmannahöfn, frétti að þegnar lians á íslandi, sem hernumið er af Banda- ríkjaber, væri að undirbúa stofnun sjálfstæðs lýðveldis. Hann sendi jjeim jíegar ávítun- arbréf, þar sem enginn munur er gerður á bernómi Þjóðverja og Bandaríkjamanna. Kristján konungur segir: „Ákvarðanir sem liafa i för með sér, að rofin eru um aldur bönd milli is- lenzlui þjóðarinnar og konungs bennar, ætti ekki að taka, með- an bæði ísland og Danmörk eru bernumin af erlendum ríkjum. Vér getum ekki viðurkennt stjórnarskrárbreytingu þó, er Alþingi og íslenzka ríkisstjórn- in hafa ákveðið, án samninga við oss.“ (Frá utanríkisráðuneytinu). Sýning í Landakotsskóla á uppdráttum og hannyrðum á sunnudaginn frá kl. r—7. Jðiep mdír eM Nazism&ns", Bók eftir próf. Jacob S. Worm-Mölier kemur út 17. maí. jyj iðvikudagur, 17. maí, er þjóðhátíðardagur Norð- manna, Eiðsvalladagunnn. Efna Norðmenn Kér í bæ til Kátíðahalda, eins og að und- anförnu. I tilefni dagsins gefur Blaða- mannafélag íslands út vandaða bók eftir próf. Jac. S. Worm- Miiller, sem nefnist „Noregur undir oki nazismans“. Uppistaða bókárinnar eru fyrirlestrar, sem próf. Worni- Múller flutti hér i Revkjavík fyrir almenning sumarið 1942. Hann talaði blaðalaust, og voru fyrirlestrarnir braðritaðir upp eftir bonum. Síðan gekk liann frá handritinu til þýðingar. Ragnar Jóhannesson, cand. mag., þýddi bókina á íslenzku. Var liandrit fullbúið til prent- unar á árinu 1942, en erfitt var að fá bókina prentaða vegna annft í prentsmiðjum. Af ýms- um ástæðum hefir útgáfan dregizt lengur en eðlilegt var, og. því var próf. Worm-MiUler beðirin að semja eftirmála, •sögu hernáms Noregs til árs- loka 1943. Bókin er prýdd fjölda mynda úr Noregsstyrjöldinni og fró ‘bernáminu. Frágangur hennar er mjög vandóður. Bókin verður seld ódýrt, mið- að við alme’nnt bókaverð, og fer ekki lijá því, að marga fýsi að eignast liana., Nokkur tölusett eintök eru prentuð á vandaðan pappír, og verða þau seld á hærra verði. 17. maí hátíða- höld Norðmanna. Norðmenn hafci í hyggju að efna til hátíðahalda hér 17. maí eins og að undanförnu og ann- ast sérstölc nefnd um undir- búning hátíðahaldanna. Nefndin liefir skýrt blaða- mönnum frá helztu liðum dag- skrárinUar og tilhögun. Að morgni þess 17. koma Norðmenn saman við kirkju- garðshliðið í Fossvogi. Verður gengið undir fána að leiðum norskra flugmanna og sjó- manna, og lagðir blómsveigar, á leiðin. Kl. 10 f. b. verður hátíðáguðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. Síra Bjarni Jónsson predikar. Kl. 11,45 koma norsk börn og islenzk börn af norsk- um ættum saman í norslca sendiberabústáðnúm við Fjólu- götu. Þaðau ganga þau í skrúð- göngu að Listamannaskálan- um og kl. 1.30 liefst samkoma þar. Verða þar m. a. sýndar um 120 mvndir úr lífi Norð- manna. Auk þess verða ræðu- böld og upplestur. Dagskránni verður útvarpað.. Kl. 3 verður sýni’ngin opin fvrir almenning. Kl. 4—6 verður móttaka hjá norska sendilierránum. Kl. 8 um kvöldið befst veizla að Hót- el Bórg. Auk þess verða sam- komur í liúsi Hjálpræðishers- ins og á Hverfisgötu 116. Vegurinn frá Cassino til sjávar undir skothríð. Bjarni Chiðmimdsson ráðinn biaðaSuIHrúi ríkisstjérnarinnar. lijarni Gúðmundsson hlaða- maður hefir verið ráðinn blaðafulltrúi utanríkisráðu- negtisins. Er þetta í fyrstá skipti, sem sérstakúr maður er ráðinn til stjórnarinftar til þess að hafa þetta starf ó höndum einvörð- ungu, og Iiefir þó verið full þörf á því lengi, að slíkt upplýsinga- starf væri ei iiaft í hjáverkum. Er það þess vegna einnig mik- ilvægt, að bláðamaður liefir veí’ið valinn til starfans og er í samræmi við þær tillögur, sem fram h^fai komið um þetta mál frá Blaðamannafélagi ís- lands. , Bjarni Guðmundsson er hið bezta til þessa starfs fallinn. Hann befir langa blaðamanns- reynslu að baki sér, liefir viða ,farið og er málamaður góður, en allt er það ómissandi skil- yrði, til þess að geta leyst starf iþetta viðunandi af hendi. Síðan á öndverðu síðasla ári Iiefiú Bjairni Guðnrunds- son starfaði við Vísi, ritað með- al annars pistla „Scrutators" að staðaldri og óska starfs- bræður lians við Vísi Iionum allra beilla í binu nýja starfL ifa|)aiiir koiimii' • inu 1 Lo^aiis:. Japanir hafa brotizt inn í kín- versku lorgina Loyang á þrem stöðum. Herstjórnin í Cbungking ger- ir ekld ráð fyrir því, að setulið- inu iakist að verjast öllu lengur, ekki sízt vegna þess, að ekki er unnt að senda nein bergögn til borgarinnar, þvi að Japanir bafa rófið aðflutninga. Kínverjum miðar betur i bar- dögunum um Hankow-Peking- brautina, þvi að þeir liafa stökkt Japönum úr einni borginni við liana og umkringt aðra. Setulliðið. Tvær deildir ameríska hersins er viðskipti hafa víð Islenciinga hafa, frá því í dag, flutt skrifstof- ur sínar. Sú deild er annast atvinnu- mál og kröfur, og einnig sú, sem hefir með höndum ritskoðun og veitingu vegabréfa fyrir inn- göngu á hersvæði, eru nú i Camp Tripoli, nálægt aðalhliðinu á Mela- vegi, fyrir sunnan íþróttavöll. 1 \ ^ Nætúrakstur: B. S. 1. Sínri 1540. Hjúskapur. Á laugardag gaf síra Sigurbjörn Einarsson saman frú GuSrúnu Eggertsdóttur Briem og dr. Per yarvinn, yfirlæknr norska flotans hér á landi. Takmarkaðar birgðir Þjóðverja. T> andamenn eru búmr að ^ brjóta skarð í víggirð- íngar Þjóðverja á Ítalíu, qg þótt þeir sé ekki enn kommr í gegnum virkjabeltin, er þó það mjög mikilvægt, sem þeg- ar hefir á unmzt. Það voru ameriskar hersveit- Ir, sem unnu einna mesta sig- nrinn í gær. Þeim tókst að hrekja Þjóðverja af mikilvægri bæð og úr þorpinu Santa Maria Infante. Voru það amerískir skriðdrekar og fótgönguliðar, sem tóku hæðina og bæinn. Með því að ná þessari hæð hafa bandamenn stöðn til að skjóta á veginn, sem liggur frá Cassino til Formia við Gaeta- flóa. Er ágætt útsýni af hæð- inni yfir stöðvar Þjóðverja í kring. Þúsundir flugvéla fóru í árás- ir í gær, meðal annars rúmlega 500 stórar sprengjuflugvélar á | flugvelli og samgöngumiðstöðv- ar á Norður-ltalíu. Hvert virkjabeltið af öðru. Brezkur blaðamaður, seni fylgist með sókn bandamanna, segir, að ekki megi gera lítið úr því, þótt sókn bandamanna sé eidci liröð. Þárna sé ekki barizt á jáfnsléttu, þar sem liægt er að bruna áfram, ef virkjabelli befir verið vrofið, beldur taki þarna i við livert virkjabeltið af öðru, j bvert öðru sterkara. 1 Frakkar geta sér sérstaklega góðan orðstír i bardögunum þarna. Þeir liafa teldð tind Majo-fjallsins og er hann þó svo snarbrattur, að -ekki er hægt öðrum en fjallgöngugörpum að klífa bann. Hvað endast birgðir Þjóðverja. Ymislegt kemur til greina, þegar reynt er að gizka á, bversu lengi Þjóðverjar mlínu geta varizt sókn bandamanna. Sú spurning, sem einna mestu mun ráða, er hversu miklar birgðir Þjóðverjar böfðu flutt suðnr á bóginn fyrir sjö vikum, þegar bandamenn bófnsi fyrir alvöru lianda um að eyðileggja sain- göngunet þeirra. Siðan hefir ber Þjóðverja aðeins fengið lit- inn liluta þeirra birgða sem ber- inn þarfnast, þegar um stóror- ustu er að ræða. Gera banda- menn sér vonir um að birgða- skortur geti ráðið nokkuru um það, liversu fljótt orustan verð- Ur útkljáð. Landsbókasafnið. Þeir, sem hafa undir höndum hækur frá Landsbókasafninu, eiga að skila þeim hið fyrsta. Þeir, sem ekki hafa skilað lánsbókum til safn- ins fyrir 20. þ. m., mega búast við því, að þær verði sóttar heim til þeirra á þeirra kostnað. Þeir, scm skuldá safninu bækur frá fyrri tíð, fá ekki bækur að láni, nema beir geri full skil.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.