Vísir - 15.05.1944, Side 2

Vísir - 15.05.1944, Side 2
. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ljós í myrkri. Svenska Morgonbladet hefir nýlega ritað um sambands- slit Islands og Danmerkur, og kemst m. a. svo að orði, að mönnum á Norðuriönd- um þyki miður, að breytingin skuli eiga sér stað meðan á ó- friðnum stendur, en menn skilji að sjálfsögðu baráttu íslend- inga. Það sé áreiðanlegt, að ó- friðurinn hafi ekki hraðað úr- slitum málsins. Skilnaður við Danmörku hefði engu að síður átt sér stað, eins og gert var ráð fyrir 1918. Þetta er rétt og skynsamleg afstaða, þótt á- stæðulaust sé að menn telji miður farið að skilnaðurinn eigi sér stað nú, enda hefir ald- rei annað komið til greina af' Islendinga hálfu, og mátti það öllum Norðurlöndum Ijóst vera. Þrátt fyrir styrjöldina hlýtur viðleitni þjóðanna, i innanrík- is- og utanríkismálum, að bein- ast að því fyrst og fremst, að koma í veg fyrir að styrjöldin valdi óþarfa röskun í starfi eða stefnu þeirrav I samræmi við þetta og ófrávíkjanlega stefnu í sjálfstæðismáþnu hlaut ís- lenzka þjóðin að endurheimta rétt' sinn við fyrsta og bezta tækifæri, hvort sem ófriður geysaði eða ekki. Islendingar hafa aldrei viljað semja af sér fullt og óskorað sjálfstæði og sjálfsforræði í eigin málum út á við sein inn á við, og í slík- um málum er bið ekki réttlæt- anleg frá hvaða sjónarmiði, sem séð er, hvorki fyrir Islend- inga né aðrar þjóðir. Upp hafa komið raddir um það í hlöðum Norðurlanda, að með þessu væru Islendingar að snúa baki við Norðurlöndum. Þetta er á engan hátt rétt, en ef dæma má eftir ýmsum;blaða- ummælum og öðrum ummæl- um áhrifamanna, mætti frekar orða þetta svo, að Norðurlönd væru að snúa baki við Tslnndi. Hér hafa engar raddir, aðrar en vinsamlegar, heyrzt í garð Norðurlandaþjóðanna, þótt svarað hafi verið á viðeigandi hátt óviðeigandi ummælum blaða þeirra, en það mótar á engan hátt stefnuna gagnvart ])jóðarheildum þeim, sem Skandinavíu byggja. Islending- ar vilja eiga góða samvinnu við allar aðrar þjóðir og þá ekki sízt þær, sem þeim eru skyld- astar. Hinsvegar ráða þeir ekki einir hvernig slík samvinna má takast eða haldast, heldur öllu frekar hinar þjóðirnar, sem beinlínis móta nú framtíðar- afstöðu sína til Islands með við- horfi sínu til hins heilaga máls islenzku þjóðarinnar, — sjálf- stæðismálsins. Þeir, sem vilja neita þjóðinni um sjálfstæði eða láta hana skjóta því á frest, tala gegn íslenzkum hagsmun- um og réttindum, og þess er ekki að vænta að íslenzka þjóð- in finni ekki eins og hver önn- ur þjóð hvað að henni snýr. Norrænir blaðamenn og stjórnmálamenn verða að vera raunsæir í þessu máli, — taka það eins og það liggur fyrir án misskilinnar tilfinningasemi eða fordóma. Þeir verða að skilja, að því aðeins geta Is- lendingar átt þátt í norrænni Byggíng Þjóðminjasafns aðkallandi. 15.000 krónum heitíð fyrir teikningu. M atthías Þórðarson þjóð- mmjavörður flutti í gær erindi um sögu og aðbúnað Þjóðminjasafnsins á fundi Blaðamannafélags Islands. „Þjóðminjasafnið befir eig- inlega alltaf verið í liúsnæðis- vandræðum,“ sagði Þjóðminja- vörður. „Það var fvrst geymt á dómkirkjuloftiilu, þar sem stiftsbókasafnið (síðanr Lands- bókasafn) var til húsa, síðar í Alþingishúsinu, enn síðar í hegningarhúsinu og loks i liúsi Lahdsbankans, þar til það var flutt í Safnaliúsið, þá nýbyggt, 1908.“ fíráðabirgðahúsnæði. „Þetta var álitið bráðabirgða- húsnæði þá, og var mikil fram- för frá þvi, sem áður hafði ver- ið. En hrátt kom í ljós, að safn- inu var full-þröngur stakkur skorinn. Auk þess kom það í ljós, að Lahdsbókasafninu veitti ekki af öllu húsinu fyr- ir sig. En Þjóðminjasafnið er, sem kunnugt er, ennþá í hús- inu, og eru nú þrengslin orð- in til mikils baga fyrir alla að- ilja.“ Söfnum fjölgar. „Þjóðminjasafnið er nú orð- ið svo stórt, að það skiptist í ýmsar deildir: Þjóðmenning- arsafn (forngripasafn), lista- safn, myndasafn, manna- myndasafn, ljósmyndasafn, sjóminjasafn. Auk þess er ver- ið að undirbúa stofnun iðn- minjasafns, og nýlega hefir samvinnu, að þeir séu þar öðr- um þjóðum jafnréttliáir og njóti þar fullrar viðurkenning- ar sem slikir, en séu þar livorki hornrekur eða ölmusumenn. Samvinna réttlætir hvorki yfir* ráð einnar þjóðar á annari né forréttindaaðstöðu í innbyrðis samtökum. Norrænar þjóðir eiga að skilja sérstöðu Islend- inga vegna legu landsins, at- vinnuvega og landshátta, jem allt er gerólíkt því, sem á Norðurlöndum tíðkast, og sem leiðir aftur af sér að Islending- ar einir geta stjórnað málum sínum af fullri þekkingu og fyr- irhyggju, — jafnt inn á við sem út á við. öll saga þjóðarinnar sannar þetta Ijóslega, og um það á ekki að þurfa að derln. Það er leitt, að raddir skuli hafa heyrzt í norrænum blöð- um, sem Islendingum eru lítt vinsamlegar og byggðar á al- gerum skilningsskorji á afstöðu og réttindum þjóðarinnar. Þess- ar raddir eiga ekki að móta norræna samvinnu framtíðar- innar, með því að þær eru af öðrum rótum runnar en þeim, sem slík samvinna hlýtur að byggjast á, cn þær geta spillt fyrir heilbrigðri norrænni sam- vinnu og gert hana tortryggi- lega í augum Islendinga, sem annara norrænna þjóða, er sögu sína muna. Árið 1918 voru sambandsslitin nú í ár fyrir- 'fram ákyeðin söguleg stað- reynd, — viðburður, sem hlaut að verða. Það máttu allar rior- rænar þjóðir vita og aldrei láta sér til hugar koma að slíkur viðburður mundi ekki eiga sér stað, þrátt fyrir stríð og böl eða hvers kyns óáran. Það ætti enginn að amast við Ijósi í myrkrinu. Þótt smá])jóð öðlist fullt sjálfstæði meðan allar aðr- ar þjóðir berjast fyrir frelsi sínu, er það fyrirboði betri tíma og þess, sem verða vill. safnið keypt svonefnt Ásbúðar- safn, eign Andrésar hárskera' Johnson i Hafanrfirði. Er það merkilegt safn og óvenjulegt." Verðlaunum heitið. „I fyrra var félagi mynd- listarmanna boðin fjárbæð, kr. 15.000,00, er veitt skyldi sem verðlaun fyrir teikningu að Listasafni rikisins. Með því að Listas'afnið tilheyrir Þjóð- minjasafninu, þótti rétt að verja fénu að verðlaunum fyr- ir teikningu að byggingu yfir öll söfnin, en það skilyrði fylgdi, að Safnahúsinu væri út- hlutuð lóð, áður en keppni færi fram. Sú lóð liefir enn ekki fengizt, en hugur leikur á lóð- inni suðaustan Skólavörðu- hæðar, milli Eiriksgötu, Bar- ónsstígs og Egilsgötu. Þar er stórt, óhyggt svæði, handan við Skólavörðuna gömlu.“ Packárd-bilreið, sérstaklega sterk og góð í ferðalög, eldri gerð í góðu lagi, til sölu og sj'nis í Sliell- portinu í kvöld kl. 5—7. ísvél til sölu (Icecream). Til sýnis á veitingastofunni Laugáveg 81, milli 7 og 8 í kvöld. Fyr- irspurnum ekki svarað í síma. Hag'itæðnr verzlnn- Stúlka óskast strax til að ganga um beina í Mötuneytinu Gimli. Hátt kaup og herbergi. Uppl. hjá ráðskonunni. Um 10.3 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn í aprílmánuði var hagstæður um rúmar 10 milljónir króna, en það sem af var árinu áður, þ. e. jan.—marz, stóðst útflutningur og innflutningur á. Alls nam innflutningurinn í aprílmánuði 19,8 millj. krónum, en útflutningurinn 30.5 millj. kr. Alls hefir heildarinnflutn- inguri jan.—apríl numið 07.8 millj. kr., en útflutningurinn 78.1 millj. kr. Verzlunarjöfnuð- urinn er því hagstæður um 10.3 millj. kr. það sem af er árinu. Á sama tíma í fyrra var verzl- unarjöfnuðurinn óhagstæður um rúmar 14 millj. kr. Þá nam innflutningurinn 77.4 millj. kr., en útflutningurinn 63.2 millj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn er því 24V2 millj. kr. hagstæðari nú en á sama tíma 1 fvrra. Tónlistarfélagið sýnir óperettuna ,,í álögum" annað kvöld kl. 8. ASgöngumiðar seldir frá kl. 4—7. Bifreiðarstjórar! B i f reiðast j óra f élagið H reý f i 11 heklur fund í dag, 15. maí kl. 11 e. h.' í Baðstofu iðnaðarmanna.. A fundinum verður rætt um gúmmí- málið. Fjölmennið á fundinn. Stjórnin, SæjaF frétíír I.O.O.F. =0Ii.P.=12651681/4 □ Helgafell '59445177—IV/V—R2 Hjónaefni. Hinn 12. þ. m,- opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Rannveig Þórð- ardóttir verzlunarmær, Eiríksgötu 15, og Guðmundur Arason járn- smiður (hnefaleikákennari Ár- manns), Bragagötu 22. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Einsöngur (Ólaíur Magnúlson frá Mosfelli) : a) Mu- stalaingn eftir Merikanto. b) Við bálið eftir V. Capoul. c) Hvar sem liggja mín spor, rússneskt lag. d) 'Svörtu augun, rússneskt lag. e) Hnífúrinn, rússneskt lag. 20.45 Ein- leikur á píanó (Fritz Weisshappel): Tilbrigði um íslenzk þjóðlög'eftir Raebel. 21.00 Um' daginn og veg- inn (Bjarni Ásgeirsson, alþm.). 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur íslenzk alþýþulög.' STÚLKA óslcast á matsölu. — Upplí Bröttugötu 3A. Hátt kaup ' og herbergi. „Ægii' SKIPAUTCERÐ 11 Ferð til Vestmannaeyja kl. 9 í fyrramálið. Tekur ])óst og farþega. Til dönsku flóttamannanna, 1 afh. Visi: 1770 kr. frá starfsfólki Rafmagnsveitu Reykjavíkur. 180 kr. frá starfsfólki Veiðarfæragerð ls- lands. 50 kr. frá síra Jóni Brands- syni. 50 kr. frá S. G. Aheit á Strandarkirkju, afh., Vísi :.Frá N,. Ó. 20 kr., frá B. G. 40 kr., frá Ægir 100 kr., frá T. B. 20 kr., frá D. P. 30 kr., frá R. E. 5 kr. FLAUEL: hárautt, vínrautt, millumblátt, dökkbrúnt og' svart. N ý k o m i ð. H. T0FT, Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Piægiog Maður óskast til að vinna við mótorplóg. Uppl. í dag hjá Heildverzluninni Eddu, Laugaveg 3. 4-5 manna bíll a sem nýjum gummium, niiðstöð og vökvabremsum, til sölu nú þegar. — Uppl. í síma 5593. BORGARHLIÐIN ÞRJÚ FORDYRI REYKJAVIKUR. - Aðkoman að hverjum bæ eða byggð, hlýtur jafnan að verða þýðingarmesta gagnkvæm kynning aðkomumannsins og þess byggða bóls, sem hann leggur leið sína um, og því hreint ekki sama, hvernig sú ásjóna er, sem fyrst snýr að vegfarendum. Erlendis er þess mjög vandlega gætt, að þessi fyrstu kynni verði sem bezt og áhrifaríkust, þannig að aðkoman frá þjóðbraut inn í þétt- býli byggðarinnar, mégi opnast á sem fegurstan hátt, og bjóða vel- kominn hvern gest, sem að garði ber. Flestir marka sér nokkra skoðun af fyrstu kynnum. Þegar við í fyrsta sinni njætum önugum og óþýðum manni, verður afstaðan ósjálfrátt önnur en til þess, sem tekur á móti o$s opnum örmum, með frjálslegu og hlýju viðmóti. Að fyrstu kynnum býr maður oftast lengst, og svo er einnig í bókstaflegri merkingu um fyrstu kynni af byggð hvers bæjar — að- komunni í fyrsta sinn. * Hér hjá okkur hefir það farið mjög í handaskolum, að þess væri gætt sem skyldi, þvernig að-^ koman að bænum — frá þjóðbraut í þéttbýlið — hefir mótast. Mynd sú, er hér birtist, sýnir þetta ljóslega, eins og það mætir manni, frá Suðurlandsbraut á Laugaveg. Samkvæmt skipulagstillögum mun þetta verða annað tveggja fordyra frá Suðurlandsbraut að bænum inn- an Hringbrautar, og hlýtup jafnan að verða mjög fjölfarin leið. Húsin sem þar standa, eru óásjá- leg, gatan alltof þröng, og ásjónan til beggja handa allt annað en á- rennileg. Þó er hér um að ræða, eins og stendur, mest áberandi for- dyri frá þjóðbrautinni í þéttbýlið, sem innan fárra ára verða einhver mest áberandi gatnamót umferðar- innar til athafnasvæðanna og verzl- unargatna bæjarins. Er vissulega ástæða til þess að bæjarfélagið láti, með samkeppni, eða á annan heppilegan hátt, gera tillögur um endanlega lausn og lag- færingu þessara gatnamóta, og allr- ar byggðarinnar, beggja vegna Laugavegar, niður að torginu á gatnamótum Hverfisgötu og Lauga- vegar. * O* * nnur aðalbraut i bæinn úr sömu átt, verður Miklabraut. Ætlunin er, að sú gata liggi frá krossgötum Hringbrautar syðst í Norðurmýri, í beinu framhaldi, inn að Elliðaárbrúm. Verður sú gata breið og fögur, með skipulegri byggð til beggja handa. Mun að henni mikill fengur fyr- ir alla umferð, því að hún tengir allt bæjarlandið, miðsvæðis, frá Ell- iðaánt að sjávarströnd vesturbæjar, en skiptir umferðinni um hliðargöt- ur til lægjga handa inn í byggðina. Þar sem Suðurlandsbraut og Miklabraut mætast í einu torgi við Elliðaár, eru hin raunverulegu skil- yrði fyrir eitt af þremur borgar- hliðum Reykjavíkur. Verður á ein- hvern hátt að marka þann stað á fagran og áhrifaríkan hátt. Gæti það orðið kærkomið verkefni húsa- meisturum, listamönnum og garð- yrkjufræðingum vorum. * ÁVnnur borgarhliðin hljóta svo að vera á Reykjanesbraut. Aðkoman þeim megin að bænum er af náttúrunnar hendi sérstaklega fögur, þegar komið er á hábrún Öskjuhlíðar, og sér nærfellt yfir allan bæinn í móðu hæfilegrar fjar- lægðar. En ])egar nær kemur-, mæta auganu ýmsar smekkleysur okkar mannanna, sem einnig þurfa.mik- ijla og skjótra lagfæringa. Þótt bezt fari á því, að borgar- hliðin frá Reykjanesbraut séu á há- brún Öskjuhlíðar, þá eru hin réttu mörk i Fossvogi, niðri i lægðinni. Að minum dómi á þó að marka sérstaklega Öskjuhlíðarbunguna, Dugleg stúlka eða konp óskast við eldhús- störf. Vaktaskipti. Ennfrem- ur vantar itúlku við af- greiðslustörf W e s t - E n d Vesturgötu 45. bæði vegna þeirra einstæðu mann- virkja, sem þar hafa verið reist, svo og vegna hinnar fögru útsjónar yf- ir bæinn. öll byggð og mannvirki, alveg niður undir Hringbrauf, verð- ur svo að sníða eftir þvi; þannig, að a'ðkoman verði höfúðborginni til sóma, og skerði ekki það, sem að- stæður náttúrunnar hafa lagt oss í hendur. * ■fjriðja borgarhliðið, eða fordyri “ Reykjavíkur, er og verður Höfnin. Eru þar enn ríkulegir möguleikar á að vel megi talcast um vandaða og snotra byggð, næst hafn- argörðunum, og hefir tekizt vel, sem af er. Þess er einnig að vænta, að öllu hinu ytra útliti næstu byggðar við höfnina, verði sá gaumur gefinn, sem þau borgarhlið eiga skilið, og gefið geti aðkbmumanninum vonir um framhaldandi góða viðkynningu, þegar á land er stigið. * ■pn svo er annað mál, hvernig við getum uppfyllt skyldur, hinnar fyrstu viðkynningar, og hvernig við rækjum þá vandasömu og miklu ábyrgð. Þar er efnið óþrjótandi til um- ræ'ðu, og mun eins og hingað til tekið í smáskömmtúm hvern mánu- dag — enda þótt á stundum verði til mæðu. ,Borgarhlið“ Reykjavíkur frá Suðurlandsbraut. / í

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.