Vísir


Vísir - 07.06.1944, Qupperneq 1

Vísir - 07.06.1944, Qupperneq 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkerl S tlnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, miðvíkudaginn 7. júní 1944. 126. tbl. Bandamenn segjast hafa náð fótfestu; Þjóðverjar segjast eyða þeim víðast. Innrásarævintýrið verður Churchill- Roose velt-klí kunni að falli — segja Þjóðverjar. Quisling tekur til máls. J|jóðverjar segjast hafa upprætt alla herflokka bandamanna eða rekið í sjó- inn, nema á einum stað — í grennd við Caen vestan Signuósa. En Þjóðverjar gera ráð fyrir því, að bandamenn muni gera tilraun til landgöngu á öðrum stöðum á ströndinni, svo að þeir eru alls staðar viðbúnir. Þýzka fréttastofan birtir fregn um það, að komið hefði til harðra bardaga á eyjunum Guernsey og Jersey, þegar fall- hlífalið var látið svífa þar til jarðar. Lauk viðureigninni svo, að sögn Þjóðverja, að banda- menn voru stráfelldir. 1 gærkveldi sögðu Þjóðverjar, að 30 skip bandamanna sæist brennandi eða stöðvuð vegna skemmda fyrir norðurströnd Frakklands. Verður að falli. Ziindermann, einn af yfir- mönnunum í ráðuneyti Göbbels, hefir látið svo um mælt við blaðamenn, að eins og Gallipoli- ævintýrið í síðasta stríði varð upphafið að endinum á ferli Churchills þá, eins muni innrás- in nú verða Churchill—Roose- veltklíkunni að falli, eins og hann orðaði það. Þjóðverjar segja einnig, að Quisling hafi tekið til máls um innrásina. Sagði hann, að allir yrði að gera sér ljóst, hvað nú sé að gerast. Nú sæki f jandmenn Evrópu að henni og allir verði að leggjast á eitt til að hindra fyrirætlanir þeirra. Fyrsta loftárás Banda- ríkjamanna frá Rússlandi. Amerísku sprengjuflugvélarn- ar, sem hafa bækistöðvar í Rússlandi, hafa farið fyrstu á- rás sína. Flugvélarnar réðust á rúm- ensku hafnarborgina Galatz í gær og var sprengjum einlcum varpað á flugvöll borgarinnar, en einnig á olíugeyma við höfn- ina og önnur mannvirki þar. Tjón varð mjög mikið í árás- inni og lítið varð um varnir af hálfu Þjóðverja. Skákeinvígið: Árni Ásmundur 2:3 Fimmta skákin í einvígis- keppninni fór þann veg, að Ás- mundur vann. Biðskákin var tefld í fyrra- dag og vann Árni hana. Standa leikar því þannig nú að Ásmundur hefir 3 vinninga, en Árni 2 og eina skák eiga þeir óteflda. Menn þessa þýzka hershöfð- ingja hafa verið aðgerðarlitlir gegn bandamönnum. Hann lieit- ir Ádolf Galland og stjórnar or- ustuflugvélum Þjóðverja í V,- Evrópu. Hann hefir 1500—2000 flugvélar til umrúða. Þjóðverjar fá ekki wolfram. Portúgalar hafa nú loks beygt sig fyrir bandamönnum í wol- framsölumálunum. Það var gert uppskátt í Washington í gær, að stjórn Salazars hefði fallizt á að banna Útflutning á wolfram til Þýzka- lands. Wolfram-vinnslu verður líka hætt. Hafa samningar bandamanna við Portugala, sem staðið hafa yfir um langt skeið, þvi loksins borið tilætl- aðan árangur. Nífelld áhlanp Þjóðverja við Jas§y. Þjóðverjar halda áfram árás- um sínum á Jassy-svæðinu í Rússlandi. Þeir segjast hafa unnið nokk- uð á, en Rússar segjast hins- vegar hafa hrundið öllum árás- um þeirra og hafi þeír orðið fyrir miklu tjóni. Rússar segjast hafa eyðilagt 49 þýzka skrið- dreka og skotið niður 42 þýzk- ar flugvélar. Annars staðar á austurvigstöðvunum er mjög lítið um að vera. Rússar gerðu stórárás á Jassy í fyrrinótt. Islandsmótið: Leiknum var frestað í gær. Kappleiknum, sem átti að fara fram í gærkveldi mili Vals og Víkings, var frestað vegna óhag- stæðs veðurs, og fer hann fram í kvöld kl. 8,30. 'Báðir flokkarnir hafa æft af kapþi að undanförnu, má því búast við skemmtilegum og góðum leik, því Vikingar liafa mikinn hug á að vinna Islands- meistarana. Það varð að fresta inn- rásinni veð- urs vegna. Samt var flogið meira en nokk- uru sinni. andamenn voru búnir að ® ákveða að hefja innrás- ina í fyrradag, 5. júní, en þeir frestuðu henni um einn dag, vegna veðurs. Þótt veður væri betra i gær en í fyrradag, var það þó ekki eins gott og bandamenn hefði óskað. Báðir aðilar tala mjög um það, hversu skyggni hafi verið slæmt og segja Þjóðverj- ar, að það hafi gert þeim mjög óhægt um vik í vörninni. En þrátt fyrir þetta voru gerðar fleiri loftárásir í gær en nokkuru sinni áður. Á átta tím- um eftir miðnætti i gær fóru flugvélar bandamanna í 7500 á- i rásir og vörpuðu niður samtals I 10,000 smálestum sprengja. ! Talið er að um 31,000 flugmenn hafi verið þátttakendur í þess- um árásum, en herir og skip bandamanna nutu verndar hvarvetna á Ermarsundi og langt upp á land. I ' Churchill vongóður. I Síðdegis í gær gaf Churchill aðra skýrslu sina í neðri mál- stofunni. Sagði hann, að banda- menn hefði sótt talsvert upp á land á breiðu svæði og væri barizt í borginni Caen, sem er við ána Orne, um 15 km. frá ósunum. Þeir hefði náð mikil- vægum brúm, sem Þjóðverjar ' hefði ekki sprengt í loft upp. Bandamenn mega vera á- nægðir með fenginn árangur, því að margvislegir erfiðleikar eru að baki og tjónið hefir ver- ið minna en vænta mátti. En næstu daga munu Þjóð- verjar leggja sig alla fram um að hrekja bandamenn í sjóinn, sagði Churchill einnig, og bar- dagar munu halda áfram meðan báðir senda sem óðast lið á vett- vang, unz úr verður skorið um styrkleikann. „En við horfum . til framtíðarinnar vongóðir og í góðri samvinnu við bandamenn vora.“" Amerískir kafbátar liafa und- anfarnar vikur sökkt 16 jap- önskum skipum á Kyrrahafi. ★ Pólski forsætisráðherrann er nú í Washington og mun ræða við Roosevelt cinbvern daginn. ★ Fulltrúadeild Bandaríkja- þings hefir fellt að veita UNRRÁ það fé, sem talið er nægilegt. Er hætt við að starf nefndarinnar tef jist um ár þess- vegna. ★ Þjóðverjar segjast hafa fellt um 6200 Jugoslava, er þeir tóku aðalstöðvar Titos. Nii peynip á þá Nú reynir fyrir alvöru á herstjórnarhæfileika þremenninganna á myndinni. Þeir eru, frá vinstri: Montgomery, Eisenhower Tedder. |3. herstjórnartilk^DDÍng:: i ■ ■ Herflutningar halda áfram til Frakklands með fullum krafti. Þjoðwcrfar rcyna ckki að Iiinelra |»á. JJ erflutningar bandamanna yfir Ermarsund héldu áfram af fullum krafti í gær, og segir í 3. herstjórnartilkynn- ingu bandamanna, að Þjóðverjar hafi ekki reynt að hindra flutningana á sundin. Aðalatriðin í tilkynningunni eru sem hér segir: „Flutningar á herliði lialda á- fram og bardagar ganga að ósk- um. Þeir eru allsstaðar harðir og sumsstaðar mjög harðir. Hefir Rundstedt sent varalið sitl á vettvang og er það þegar kom- iðí hardaga. Víkingasveitir Breta og Bandaríkjanna taka þátt í bar- dögum. Engar árásir hafa verið gerð- ar á skip, en i gær gerðu 12 Junkers-vélar tilraun til að ráð- ast á herlið, sem var nýkomið á land, en 4 flugvélanna vom skotnar niður. Flugsveitir bandamanna fóru samtals 13,000 ferðir frá því í dögun í gær til jafnlengdar i dag. Var ráðizt á brýr, vegi, járnbrautastöðvar og allskonar ; samgöngumiðstöðvar aðrar. f einni árás stórra sprengjuvéla voru 26 flugvélar Þjóð,verja skotnar niður, en þeir grönduðu einn sprengjuvél og 17 orustu- vélum. Eru flugvélar Þjóðverja nú farnar að gera vart við sig, en sáust ekki fyrst.“ Hundruð svifflugna hafa ver- ið notaðar til flutninga ýfir sundið og hefir þeim verið lent hingað og þangað að baki Þjóð- verjum, en Iiermennirnir, sem í þeini voru, eru horfnir út í buskann, lil að vinna verk þau, Ploesti-fram- leiðslan minnkar um % 4500 smál. varpað á 2 mánuðum. Yfirstjóm flughers banda- manna á Ítalíu segir að gríðar- legt tjón hafi verið unnið á olíu- stöðvunum í Ploesti. Herstjórnin segir, að á tveim mánuðum hafi 4500 smálestum sprengja verið varpað á þessar stöðvar og sé nú svo komið, að afköst þeirra sé ekki nema brot af því, sem það var áður en lofl- sóknin var liafin. Aðeins ein olíulireinsunar- stöð er enn í næstum fullum gangi, en heildarframleiðslan hefir fallið svo, að bandamenn áætla að nú sé hún aðeins um 2 milljónir smálesta árlega, en var 9 milljónir smálesta, áður en sóknin liófst. sem þeirn liafa verið ætluð. Vei/ herstjórn bandamanna, að þess- ar sveitir hafa unnið mikið tjón, því að árangurinn er þegar far- inn að korna i ljós: Tveir flotar fluttu herinn yfir sundið. Tjónið furðanlega lítið. 'ET erstjórnartilkynning nr. 2 frá höfuðstöðvum bandamanna var gefin út rétt eftir miðnætti (br. tími) í nótt. Þar var sagt, að innrásin hefði byrjað með því, að stórhópar sprengjuflugvéla hefði ráðizt á strandvirki Þjóðverja. Vörpuðu 1300 brezkar flugvélar um 5000 smál. sprengja á aðeins 10 strandvirki og voru þau jöfnuð við jörðu. Síðan fóru fallhlífahermenn, en þá tveir herskipaflotar, sem vernduðu skipalestirnar. Voru þeir undir stjórn brezka flota- foringjans Vians (sem stjórnaði Cossack í Altenfirði) og amer- íska flotaforingjans Kirks. Hundruð duflaslæðara opnuðu þeim leiðina, en þess var gætt að koma að landi, þegar lágsjávað var, til þess að verkfræðinga- sveitum veittist sem auðveldast að gera óskaðleg dufl, þegar þau væri hæst í sjó. . . Tjón varð nokkurt, en þó furðanlega lítið, þegar þess er gætt, hversu hernaðaraðgerð- irnar’voru stórkostlegar. Roose- velt forseti skýrði frá því í gærkveldi, að Bandaríkjamenn liefði misst tvo tundurspilla og eina skriðdrekaferju. Bandamenn urðu aðeins varir við þrjá þýzka hraðbáta og nokkra vopnaða togara, sem reyndu að hindra landgönguna, en þeim var stökkt á flótta, eft- ir að einum togaranna hafði ver- ið sökkt. Allan daginn í gær voru flota- deildir á sveimi undan Cher- bourg-skaga og skutu þar á standvirkin. Voru oriistuskip í þeim deildum og fóru þau stundum mjög nærri landi. Var það nauðsynlegt, vegna þess hversu veður var slæmt og skyggni lítið. Brctar rciðir Tyrklum. Bretar eru nú mjög reiðir Tyrkjum fyrir að leyfa Þjóð- verjum flutning fýrrverandi herskipa um Dardanella-sund. Segja Bretar, að skip þessi j muni eiga að nota til hemaðar gegn bandamönnum og hafi þau aðeins verið afvopnuð, með- an siglingin um sundið stóð vfir. Það sé þvi ekki hægt að líta öðruvísi á þau en sem herskip, þótt þau Iiafi ekki verið vopnuð nokkura klukkutíma. Bretar segja, að þetta sé freklegt brot á Montreux-satt- málanum, sem ákveður, að her- skip megi ekki fara um sundið. Pétur Gautur verður sýndur kl. 8 í kvöld í næstsíðasta sinn. Aðgöngmiðasalan opin frá kl. 2 í dag.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.