Vísir


Vísir - 15.06.1944, Qupperneq 1

Vísir - 15.06.1944, Qupperneq 1
Ritstjórar Blaðamenn Slmii Auglýsingar 1660 Gjaldkerl S ilnur Afgreiðsla Fyrstu samræmd áhlaup Þjóðverja hafin Slysfarir á Akureyri. Tvö umferðarslys urðu á Ak- ureyri fyrri hluta vikurmar. Fyrra slysið varð á mánudag, er maður á reiðhjóli hjólaði á bil. Meiddist maðurinn dálítið á hendi, en slapp að öðru leyti ó- skaddaður. Hitt slysið varð í fyrrakveld. iVoru þá nokkurir nýútskrifað- ir stúdentar úr Menntaskóla Ak- ureyrar að sækja píanó og flytja það upp í skólann. Stóðu þeir á palli vörubifreiðar, en þegar bif- reiðin ók fyrir horn niðri við höfnina, hrukku nokkrir pilt- anna út af pallinum. Einn pilt- anna meiddist á höfði. Var hann fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús og hafði hann fengið heilahristing. I.S.I. f ær 41.000 UT" kr. §tpk. lþróttasambandi Islands hefir fyrir skemmstu verið úthlutað 30,000 krónum úr íþróttasjóði. Iþróttanefnd ríldsins sér um úthlutanir úr sjóðnum og veitti hún ISI auk þess fjár, sem ofan getur, 11,000 kr. til bókaútgáfu. ISl sér um útgáfu reglna varð- andi íþróttir. Þá hefir ISl ákveðið að taka björgunarsund sem keppnis- grein á Meistaramóti þess í sundi. Jafnframt skorar sam- bandið á öll félög, sem gangast fyrir hinum stærri sundmótum, að taka björgunarsund sem keppnisgrein. Ársþing sambandsins verður haldið hér i bænum dagaan 25. —27. þessa mánaðar. Fer það fram í Oddfellowhúsinu og verður sett þar kl. 2,30 e. h. sunnudaginn 25. júní. (Skv. tilk. frá ISI.) Pearl |Harbor-rann- sókn bráðlega. I Bandaríkjunum er talið lík- legt, að rannsókn vegna árásar- ínnar á Pearl Harbor hefjist fyrir lok þessa mánaðar. Eins og menn rekur minni til, voru vfirmenn hers og flota settir af, þá er árásin liafði verið gerð, og þeim gefið að sök að þeir liefði verið alveg óviðbúnir. Roosevelt liefir fallizt á nauð- synlega löggjöf til að málin verði liöfðuð, þrátt fyrir mót- mæli her- og flotamálaráðherr- anna. Lýðveldisútvarp frá London. íslenzka útvarpið frá London á sunnud'ag verður helgað lýð- veldisstofnuninni. Stefán Þorvarðsson, sendi- lierra íslands í London, mun flytja kveðjuu fyrir sína hönd og íslendinga þar í borginni. Útvarpað er á 25,15 metrum. Hefst útvarpið kl. 12,15 og stendur í 15 mínútur. Þetta mun verða næstsíðasta reglu- leg útvarpssending frá Lond- on, en reynt mun verða að hafa sérstakar sendingar við og við. Firðstýrðar sprengjur Koma niður í Sviþjóð. Tilraunir Þjóðverja á Borgundarhólmi. Þjóðverjar virðast vera að gera tilraunir með nýtt leyni- vopn, á Borgundarhólmi í Eystrasalti. Klukkan þrjú á þriðjudag varð leyndardómsfull spreng- ing skammt fyrir norðan borgina Kalmar í Suður-Sví- þjóð. Þegar farið var að rann- saka málið, virtist hér vera um sprengju að ræða, sem stjórnað hefði verið með firðtækjum. Samskonar sprengja kom niður annars- staðar í Suður-Svíþjóð fyrr í mánuðinum, og eru þessi tvö atvik sett í samband við það, að talið er að Þjóðverjar hafi tilraunastöð á Borgundar- hólmi. Þaðan eru um 200 km. til Kalmar. Italía: Nú reyna Þjóðverjar að stöðvafflóttann. Búizt er við að Þjóðverjar reyni að verjast bandamönnum á Italíu næst í f jöllunum vestur af Orvieto og Bolseno-vatni. Bandamenn hafa sótt fram um 160 km. á rúmlega viku og er það hraðasta framsókn bandamanna þar. En á aust- urströndinni og uppi í fjöllum hefir sóknin verið hægari, enda er auðveldara að hindra sókn bandamanna þar vegna lands- lags. Síðustu tvo dagana hefir fimmti herinn í fyrsta sinn átt í talsvert hörðum bardögum við Bolsenavatn, en liann hefir far- ið framhjá Orbetello og tekið borgina Albinia, sem er þar rétt fyrir norðan og er mikilvæg samgöngumiðstöð. Þá hefir 8. herinn tekið borgina Narni, sem er í Tiber-dalnum, skammt frá Terni. Hæsta embættis- próf í lögum. Embættsiprófi í lögum er fyrir slcemmstu lokið í háskól- anum og tók Ármann Snævarr hæsta próf, sem noklcuru sinni hefir verið tekið hér við 'skól- ann. Ármann lilaut 245 stig. Hann er sonur Valdimars Snævars skólastjóra á Norðfirði. Næstur varð Logi Einarsson, sem lilaut 216 stig. Aðrir, sem tóku próf að þessu sinni, hlutu einkanir sem hér segir: Aðalsteinn Guð- mundsson 197% stig, I. eink., Björgvin Bjárnason 177 stig, II. eink. betri, Björn IngvarSson 148 stig, II. eink. betri, Einar Ingimundarson 194% stig, I. eink., Pétur Thorstéinsson 216 stig, I. eink. og Þorvarður Þor- steinsson 200% stig, I. eink. Þeir hafa unn- ið á á nokkrum stöðum. Bardagarnir eru harð- astir hjá Caen, Caren- tan og Montebourg. ardagarnir í Norður- Frakklandi hafa aldrei verið harðari en tvo undan- farna daga og er barizt grimmilegast hjá Caen, Car- entan og Montebourg. I fregnumi frá blaðamönnum, sem áttu tal við formælanda yfirherstjórnar bandamanna í morgun, segir, að fram að þess- um tíma hafi það verið greini- legt, að Þjóðverjar gátu ekki hafið samræmda sókn gegn allri víglínunni i einu. Þeir urðu að senda hersveitir sínar fram til orustu jafnskjótt og þær komu á vettvang, án þess að hægt væri að láta þær gera á- lilaup i samvinnu við sveitir annars staðar. Þetta hafi stafað af því, að Þjóðverjar hafi ekki haft nægilegt lið til sóknar og því hafi þeir orðið að kaupa sér frest með mannfrekum gagn- áhlaupum, sem gátu ekki náð varanlegum árangri. i „Tímarnir breytast---“ En nú er þetta að breytast. Nú virðast Þjóðverjar hafa flutt nægilegt lið á vettvang til að beita sér af öllum kröftum á allri víglínunni. Gerðu þeir í gær skæð áhlaup með aragrúa skrið- dreka á þrem stöðum, hjá Car- entan fyrir miðri viglinunni og við báða arma hennar. Var kannast við það í gær, að bandamenn hefði orðið að láta undan síga á nokkurum stöðum, en þó var því haldið fram, að í lieild væri aðstaðan óbreytt og bandamönnum í liag. í gær var það hjá Montebourg og Tilly, sem Þjóðverjar voru öflugastir og náðu aftrn- nokkuru landrými úr höndum bandamanna. i Unnið á hjá Carentan. 1 herstjórnartilkynningu liandamanna í morgun var frá því skýrt, að bandamenn leituðu alltaf á óvinina, til þess að þeim gæfist sem minnstur tími til að undirbúa áhlaup og þrátt fyrir öfluga mótspyrnu hefði tekizt að sækja nokkuð fram fyrir sunnan og v^stan Carentan. Þjóðhatlðarmerkið er komið. 1 morgun hófst sala á Þjóð- hátíðarmérkinu, sem Þjóðhá- tíðarnefndin lét gera í Amer- íku. Merkið er íslenzki fáninn í litum á silfurgrunni, en fyrir ofan fánann er sólin að koma upp og stafar geislum til him- ins. Á söjflötinn er letrað: 17. júní 1944. Lúðvík Hjálmtýsson starfs- maður Þjóðliátíðarnefndarinn- ar annast dreifingu merkisins óg annað það, er að sölu þess lýtur. Lögreglnstöðvum verðnr kondð npp víðs vegar meðíram Þingvallavegunum, — en aðalbældstöð á AlmannagjárbaimL Hreyfanleg bifreiðaverkstæði verða á vegunum. Lögreglan hefir komið upp öryggisþjónustu í sambandi við ÞjóShátíðarhöldin á Þingvöllum þann 17. og í sambandi við umferðina á vegunum til Þingvalla. Tekur öryggisþjón- ustan að nokkru leyti til starfa á morgun, en að fullu á laugardagmn. Komið verður upp lögreglustöðvum víðs veg- ar meÖfram vegunum, en aöalbækistöð er á barmi Al- mannagjár, að því er Agnar Kofoed-Hansen, lögreglustjóri, skýrði Vísi frá í morgun. Aðalbækistöðin er á gjár- barminum þar sem vegurinn liggur niður í gjána. Þar verður veitt öll slysahjálp sem þörf verður á, og svo annað sem að lögreglumálum lýtur og mun liún veita alla þá aðstoð og hjálp, sem óskað verður og hún megnar. Lögreglunni til aðstoðar verða menn frá Rauða krossinum, svo og skátar, en þeir hafa að und- anförnu lært umferðarstjórn hjá lögreglunni. Þar verða enn- fremur læknar til staðar. — öðrum lögreglustöðvum verður svo komið upp með báðum Þingvallavegunum með áþekku fyrirkomulagi og i aðalbæki- stöðinni. Ein slík stöð er við vegamót nýja og gamla Þing- vallavegarins, önnur við Svana- staði, þriðja við Brúarland, fjórða við Geitliáls og sú fimmta i nágrenni sæluhússins við gamla veginn. Allar þessar stöðvar eru i símasambandi sín á milli og við aðalbækistöðina, nema sælu- hússtöðin, því þar liggur enginn sími. Hinsvegar verður reynt að koma þar upp talstöð svo að hún geti staðið í sambandi við hinar lögreglustöðvárnar. Við hverja stöð verða lög- reglumenn á mótorhjólum til staðar ef eittlivað kemur fyrir og til aðstoðar hvar sem þörf krefur. við hátíðarhöldin hér hinn 18. og lögreglustjóri skýrði Vísi frá því, að lögreglan byggi sig und- ir það með sérstakri ánægju, að vaka i hálfan þriðja sólarhring til að hátiðarliöldin geti farið sem hezt og reglulegast fram. Andlitslíkan af Jóni íorseta. / gluggum KRON við Banka- stræti hefir síðustu dagana gef- ið að líta brjóstlíkön af Jóni Sigurðssyni forseta. Líkön þessi hefir gert Gest- ur Þorgrímsson (Jónssonar heitins í Laugarnesi) og eru þau úr gipsi, húðuð eða „oxy- deruð“, eins og það er einnig kallað. Minna líkanið er af mjög hentugri stærð til að hafa i heimahúsum, en hið stærra ætlazt Gestur til að verði frek- ar sett upp hjá fyrirtækjum eða í skrifstofum. Hefir Gestur fengizt við slíka likanagerð um nokkurra ára skeið og þj'kja vverk hans góð. Hefir hann í hyggju að komast til útlanda > á næstunni, til að fullnuma sig í list sinni. Þeir, sem vilja eignast líkan af Jóni forseta, geta pantað beint frá Gesti eða hjá KRON í Bankastræti. Þá verða þrjú lireyfanleg bif- reiðaverkstæði á vegunum, út- búin öllum helztu tækjum til skyndiviðgerðar, ennfremur með benzin og oliu og á einni verður krani. Þessi verkstæði eru á völuflutningabifreiðum og eru bifvélavirkjar á hverjum bíl. Bilar þessir verða til skiptis við lögreglustöðvarnar, ávallt viðbúnir kalli og til að veita alla þá aðstoð sem unnt er. Við aðalbækistöð lögreglunn- ar á Almannagjárbarmi verða sjúkrabifreiðar til staðar, þar verður og hátalarabifreið, svo hægt verði að ná lil fólksins ef eitthvað lcemur fyrir eða þörf gerist, svo og til að stjórna um- ferðinni uppi á gjárbarminum. Lögreglan mun hafa strangt eftirlit með því að settar reglur verði ekki brotnar á Þjóðhátíð- inni eða i sambandi við umferð- ina þangað. Ilún leggur og ríka áherzla á það, að einkabifreið- ir fari á tilsettum tímum og eft- ir settum reglum og kl. 12.30 verður síðasta bifreið að vera kominn úr gjánni. Verður stæði fyrir einkabifreiðar inni á Leir- um, fyrir innan Þingvelli og komast þar mörg hundruð bif- reiða fyrir. , Lögrcglan mun og aðstoða Amaðaróskir frá norsku ríkisstjóminni. Skeytasendingar hafa farið á milli Johan Nygaardsvolds, for- sætisráðherra Noregs ogTrygve Lie, utanríkisráðherra Noregs, annars vegar og dr. Björns Þórðarsonar forsætisráðherra og Vilhjálms Þór utanríkisráð- herra hinsvegar. Bera hinir norsku ráðherrar þar fram árnaðaróskir til handa íslenzku þjóðinni. Tvær bækur eru nýútkomnar á forlagi Vík- ingsprents. Þao er heildarútgáfa aí ljóðum Páls Ólafssonar, sem Gunn- ar Gunnarsson skáld hefir séð um. og Ævisaga Niels Finsen eftir Anker Aggeiio, í þýðingu Maríu Hallgrímsdóttur læknis. Næturakstur. Bifröst, sími T508. Til dönsku flóttamannanna, afh. Vísi: 10 kr. frá G. X., 25 kr. frá ónefndri konu. Til barnaspítalasjóðs Hringsins, afh. Vísi: 10 shiilings frá Einari. A. m. k. 85.000 íallnir af banda- mönnum, segja Þjóðverjar. Árás á Hannover í mopgun. jþjóðverjar segja, að mann- tjón bandamanna sé gríðarmikið, enda horfi þeir ekki í það, ef þeim mætti lán- ast að ná fótfestu. Talsmaður við herstjórn Rundstedts hefir látið svo um mælt, að manntjón bandamanna sé komið fast að hundrað þús- undum. Nefndi hann töluna 85.000 og sagði, að hún mundi fremur vera of lág en of há. Þjóðverjar sögðu um lielgina, að bandamenn mundu þá vera búnir að koma um 400,00?! manna her yfir sundið. Nú má þvi telja, að þeir liafi komið þangað yfir hálfri milljón. Loftsóknin. Fyrstu viku innrásarinnar flugu flugvélar bandamanna samtals um 56,000 ferðir til styrktar hernum á vígvöHunum og vörpuðu niður um 42,000 smál. Tjónið nam 554 flugvél- um þessa daga, en Þjóðverja til- kynntu i gær, að þeir hefði á þessari fyrstu viku skotið niður 722 flugvélar. í morgun gerðu amerískar flugvélar árásir á ýmsar stöðvar í Hannover, en í þeirri borg er meðal annars unnið að olíu- framleiðslu. f nótt fóru rnjög stórir hópar brezkra flugvéla í árásir á Frakkland og allan daginn í gær var einnig haldið uppi miklum árásum á flugvelli og járn- brautastöðvar, allt frá Brest og austur til Hollands. I * Tveir amerískir flotar í sókn á Kyrrahafi, Tveir amerískir flotar hafa verið athafnasamir á Kyrrahafi um síðustu helgi og gert árásir á japanskar bækistöðvar. Annar þeirra réðist á eyjuna Matsua i Kuril-eyjaklasanum. Voru í lipnunx oi’ustuskip, beiti- skip og tundurspillar. Stóð árás þeirra í tvo daga samfleytt, og gerðu flugvélar af skiþunum meðal annars ái’ás á tvær flug- stöðvar, sem Japanar hafa. Makua-ey er 1100 m. noi’ðaust- ur af Tokyo. Hinn flotinn hélt uppi fjög- urra daga árásum á Mariana- eyjar og gerði mikinn usla. Lauk víkingaför hans með því, að skotið var úr herskipunum á tvær af eyjum Japana þar í klasanum. Eins og áður létu Japanir herskip sín liggja í fel- j um og korna livei’gi nærri, en 1 flugvélar þeirra, senx vox*u látn- I ar í’áðast á herskipin, guldu j nxikið afhi’oð. ------ -------------- Vísir er 6 síður í dag. Sagan og Tarz- an eru í aukablaoinu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.