Vísir - 15.06.1944, Blaðsíða 4

Vísir - 15.06.1944, Blaðsíða 4
VlSIR Fimmtudagurinn 15. júni 1944. Ð Æ. háÉíðahaldanna 17. JONÍ: I Reykjavík: Kl. 9,00: Forseti sameinaðs Al- þingis leggur blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og í'lytur ræðu. Lúðrasveit leikur: „ó, guð vors lands“. Stjórnandi Al- bert Klahn. Á Lögbergi. Kl. 1,15: Ríkisstjóri, ríkis- stjórn og alþingismenn ganga til þingfundar að Lögbergi, niður Almannagjá. Um leið og gengið er að Lögbergi leik- ur lúðrasveit: „öxar við ána“. Kl. 1,30: Forsætisráðherra set- ur hátíðina. Guðsþjónusta. Sálmur: „Þín miskunn, ó, guð“. Biskupinn yfir Islandi flytur ávarp og bæn. Sálmur: „Faðir and- anna“. Kl. 1,55: Þingfundur settur. Forseti sameinaðs Alþingis lýsir yfir gildistöku stjórnar- skrár lýðveldisins. Kl. 2,00: Kirkjuklukkum um allt land hringt í 2 mínútur. Einnar mínútu þögn á eftir og samtímis umferðarstöðv- un um land allt. Þjóðsöngurinn. Kl. 2,10: Forseti sameinaðs Al- þingis flytur ræðu. Kl. 2,15: Kjör forseta Islands. Forseti íslands vinnur eið að stjórnarskránni. * Forseti Islands ávarpar þing- heim.-----Þingfundi slitið. Sungið: „Island ögrum skor- ið“. Kveðjur fulltrúa erlendra ríkja. Fánahylling: „Fjallkonan“ á- varpar fánann. Sungið: „Rís þú, unga Island merki“. Hlé. Á völlunum: Kl. 4,30: Formaður Þjóðhátíð- arnefndar flytur ávarp. Fulltrúi Vestur-Islendinga, próf. Richard Beck, flytur kveðju. Lúðrasveit leikur: „Þótt þú langförull legðir —“ (Steph. G. Stephansson — Sigvaldi Kaldalóns). Þjóðhátíðarkór Sambands ísl. karlakóra syngur. Stjórnend- ur: Jón Halldórsson (aðal- söngstjóri), Sigurður Þórðar- son, Hallur Þorleifsson og R. Abraliam. Emil Thoroddsen: „Hver á sér fegra föðurland“ (Hulda). „Island farsælda frón“, ísl. tvísöngslag. Svbj. Sveinbjörnsson: „Móð- urmálið“ (Gísli Jónsson). Þórarinn Jónsson: „Ár vas alda“ (úr Völuspá). Svbj. Sveinbjörnsson: „Lýsti sól“ (Matth. Joch.). Sigfús Einarsson: „Þú ólfu vorrar“ (Hánne's Hafstein). Kl. 5,20: Benedikt Sveinsson, fyrv. forseti neðri deildar Al- þingis, flytur ræðu. Kl. 5,15: Þjóðkórinn syngui* undir stjórn Póls Isólfssonar tónskálds eftirfarandi ætt- jarðarljóð: „Ég elska yður, þér Islands fjöll“. „Fjálladrottning, móðir mín“. „Þið þekkið fold með blíðri ])rá“. „Ég vil elska mitl land“. Kl. 5,25: Ifópsýning 170 fim- leikamanna undir stjórn Vignis Andréssonar leikfimis- kennara. Kl. 5,40: Þjóðkórinn syngur undir stjórn Páls Isólfssonar tónskálds eftirfarandi ætt- jarðarljóð: „Nú vakna þú, lsland“, „ó, fögur er vor fósturjörð“, IKRA lV. ogr 18. júní. „Lýsti sól, stjörnustól“. Kl. 5,50: Flutningur kvæða. Brynjólfur Jóhannesson leik- ari i'lytur hátíðarljóð Huldu. Jóhannes úr Kötlum flytur hótíðarljóð sitt. Kl. 6,00: Islandsglíman, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar fimleikakennara. Að henni lokinni verður sigurvegaran- um afhentur verðlaunabikar ríkisstjórnarinnar og glímu- belti I.S.I. Kl. 6,30: Þjóðhátíðarkór Sam- bands islenzkra karlakóra syngur. Stjórnendur: Jón Halldórsson, Sigurður Þórðarson, Hallur Þorleifsson og R. Abrabam. Jón Laxdal: „Vorvísur“ (Hannes Hafstein). Bjarni Þorsteinsson: „Ég ,vil elska mitt land“ (Guðmund- ur Magnússon). Björgvin Guðmundsson: „Heyrið vella“ (Grímur Thomsen). Sigvaldi Kaldalóns: „lsland ögrum skorið“ (Eggert Ólafs- son), einsöng syngur Pétur Á. Jónsson óperusöngvari. Kl. 6,45: Fimleikasýning, úr- valsflokkur 16 kvenna, undir stjó’rn Jóns Þorsteinssonar fimleikakennara. Kl. 7,00: Þjóðkórinn syngur undir stjórn Páls lsólfssonar tónskálds: „Þú nafnkunna landið“, „Drottinn, sem veittir“, „Island ögrum skorið“. Lúðrasveit og þjóðkórinn leika og syngja: „Ó, guð vors lands“. Kl. 7,00: Fimleikasýning 16 karla, undir stjórn Davíðs Sigurðssonar íþróttakennara. Lúðrasveit leikur. Kl. 9,00-r-12,00: Dans og hljóð- færasláttur. 18.J0N1: 1-Reykjavík: Kl. 1,30: Skrúðganga hefst við Háskólann. Haldið verður um Hringbraut, Bjarkargötu, Skothúsveg, Frikirkjuveg, Vonarstræti, Templarasund, fram hjá Alþingishúsinu, Kirkjustræti, Aðalstræti, Austurstræti og staðnæmzt fyrir framan stjórnarráðs- húsið. Á svölum Alþingishússins tek- ur forseti lslands kveðju fylk- ingarinnar. Lúðrasveit gengur í farar- broddi og leikur ættjarðar- lög. Kl. 2,00: Lúðrasveit leikur nokkur lög fyrir framan stjórnamjðshúsið. Kl. 2,15: Forseti Islands flytur ræðu til þjóðarinnar. Að henni lokinni leikur lúðra- sveit: „Island ögrum skorið“. Ávörp formanna þingflokk- anna. S j álf stæðisflokkurinn: Ólafur Thors alþm. Framsóknarflokkurinn: Eysteinn .Tónsson alþm. Sameiningarflokkur alþýðu -- sósíaíistaflokkurinn: Einar Olgeirsson alþm. Alþýðuflokkurinn: Har. Guðmundsson alþm. Á eftir hverju ávarpi verður lcikið ættjarðarlag. Að lokum leikur lúðrasveitin þjóðsönginn. KI. 3,30—4,30: Þjóðhátíðarkór ■ Sambands íslenzkra karla- kóra syngur í Hljómskála- garðinum. Kl. 10,00—11,00: Lúðrasveit leikur í Hljómskálagarðinum. KI. 4 verður opnuð, í húsa- kynnum Menntaskólans sögu- sýning úr frelsis- og menn- ingarbaráttu Islendinga á liðnum öldum. Frjálsir menn. Frjálsir menn, í frjálsu landi, frelsið elskum vér. Yfir vog og eyja-bandi, yztu strönd og sker, yfir jökulbungum breiðum, byggð og klettastól sldni æ, frá háum, heiðum himni frelsissól. Stefnum fram til stórra dáða, starf er margt um Frón. Enn þarf bót á ýmsu að ráða oss er vinnur tjón. Fyrir kæra fósturjörðu fylkjumst, hennar börn. Og móti böli heiftarhörðu hefjum sókn og vörn. Áar vorir fornu, fróðu, frjálsir listamenn. Á vegi okkar varða hlóðu, vel sem leiða enn. Þessi verkin vandað gátu — voru þeim efnin kunn — því hjá Eddu og Óðni sátu oft við Mímisbrunn. Þar er okkur gullið góða geymt í helgum sjóð. Mannvit glæst og menntin ljóða mun á framaslóð okkur lýsa, okkur verja, okkar styrkja þor, þegar illu öflin herja andans ríki vor. Orka er nóg í okkar landi, eilíf, þrotlaus gnótt: Ár og hverir óteljandi oss sinn bjóða þrótt. Vindar, títt sem ólmir æða, aflið liafa nóg, allar byggðir ökrum klæða, eyðidali skóg. Sesam Ægis út á sviði yfir gnægtum býr. Þangað stór, með sterku liði, stefni floti nýr. — Nái ógna-öldur rjúka, og i þrotum, bú, munum orðin upp er ljúka: „Opnist, Sesam, þú!“ Nýr er heimur afls og anda. Ótal bíða störf. Neytum vits og hraustra handa, hér er efni og þörf. Oss sé leiðin öllum skemmri, efst sé markið fest: Islendingur öllum fremri! Island foldin bezt! Frjálsa landið, fræðalandið, fósturlandið vort! Allt þitt buga auðnugrandið æðst sé heitið vort. Efldu með oss bræðrabandið, blessað landið vort. Fjallalandið, fossalandið, fagra landið, — landið vort. Sigurður Árnason. 360-70 börn á vegum sumardvalanefndar Strax upp úr þjóðhátíðinni verður farið að senda börn þau í sveit, sem verða á vegum sum- ardvalarnefndar. Vísir hefir fengið þær upplýs- ingar hjá Gísla Jónassyni, fram- kvæmdarstjóra nefndarinnar, að 360—70 börn verði send í sveit í sumar fyrir tilstilli nefndar- innar. Flest barnanna verða á harnaheimilum, en þau eru 7, einu færri en í fyrra. Það hefir reynzt erfitt af fá starfsfólk á barnaheimilin og þau taka ekki til starfa fyrr en eftir lýðveldishátíðina, vegna þess hversu margt af starfsfólk- inu langar til að vera viðstatt hana. Nú um miðja vikuna verður birt i blöðunum auglýs- ing um brottfarartíma barna- hópanna og ætti foreldrar að klippa hana úr blöðiinum og treysta ekki á minnið. Islandsljóð. " * Lag: Vormenn Islands. Sjáið fagran frelsis roða falda gulli tindastól, bjart er yfir borg og landi, bjart um Ingólfs höfuðból. Vökudraumar vorsins rætast, vonardegi fagna ber. Þú ert Island, drottning dagsins, d>Tðarvættir heilsa þér. - » Gegnum ár og aldaraðir oft var leiðin þyrnum stráð. Is og hungur, eld og kulda áttu að baki fósturláð. Rek þó ekld raunir þínar, renndu sjón um farinn stig. Yfir feiknir, fár og voða forsjón drottins leiddi þig. Þú ert helg og hjartabundin hverjum dreng í sæld og þraut. Arason með eld i hjarta ólstu við þitt móðurskaut. Snorra list og Egils óður eins og stjarna i húmi skín. Málið fagra söngs og sögu sífellt geyma börnin þín. Vonarglöð hin mikla móðir mælir til vor nú í dag. Frelsið bendir fram til dáða framtíð boðar sigurhag. Látum heitar Helduglóðir herða biturt viljans stál, þá er ekki þörf að kvíða, þó að skyggi’ í tímans ál. Meðan æskueldar loga innst í hjarta sérhvers manns. glæð þú lslands fagri fáni framavon og manndóm hans. Heitin þau, sem alþjóð unnum, undir glæstu merki í dag, skulu flytja fram til sigurs frelsi vort og bræðralag. Haltu jafnan hreinum sldldi hugumkæra fóstra mín. Andans fornu aringlóðir auðgi og styrki börnin þín. Sittu heil und heiðum faldi, há og fríð og tignarleg, móðir frægðar, söngs og sögu sólu kysst í norðurveg. Guðrún Magnúsd. Frú Gerd Grieg á förum Leikur í ISnó annað kvöld í síðasta sinn. Leikfélagið boðaði blaðamenn á sinn fund í gær til að eiga tal við frú Gerd Grieg en frúin er á förum héðan. Frúin lét í ljósi.ánægju sína yfir að hafa tækifæri til að dveljá hér. Ilún lét það álit í ljós, að íslenzkir leikarar væru búnir sérstölcum hæfileikum. „En slæm vinnuskilyrði gera þeim erfitt fyrir. Samt ná þeir ótrúlegum árangri,“ sagði frúin. Frúin sagðist óska eftir að henni gæfist kostur á að koma aftur hingað til landsins, en fyrst sagðist hún óska eftir að íslenzkir leikarar ættu þess kost að hemsækja frjálsan Noreg og sýna þar íslenzka leiki. Frúin fór mörgum þakklætisorðum um liversu lienni hefði verið vel tekið liér. Leikritið Tora Parsberg og Paul Lange, en þar leikur frú Gerd Grieg aðalblutverkið, verður leikið anna ðkvöld í sið- asta sinn. Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓRI. Hafnarstræti 4. Haínf í rðingar! Hér með er íastlega skorað á alla húseigendur að hreinsa nú þegar allar lóðir sínar og iendur og verði þv^ verki lokið fyrir 17. júní n. k. Jafn- framt et stranglega bannað að fleygja rusli eða öðrum óþverra í lækinn, éða á óbyggðar lóðir, og varðar sektum ef út af er brugðið. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 13. júní 1944. Bergur Jónsson. Tilboð óskast í danspall og veitinga- og sælgætisskúr á Eiði við Gufunes. í tilboðinu er innifalið að rífa nefnd mannvirki og flytja efnið burtu. Tilboð sendist til Magnúsar Þorsteinssonar á bæj- arskrifstofunum fyrir 17. b. m., er veitir allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. N e f n d i n. Auglýsing um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Hafnarfjarðarkaupstað. Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að liin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram sem hér segir: I Keflavík: Þriðjudaginn 20. júní, miðvikudaginn 21. júní, fimmtudaginn 22. júni og föstudaginn 23. júní kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðdegis. Skulu all- ar bifreiðar og bifhjól úr Keflavíkur-, Hafna- Grindavíkur-, Miðnes- og Gerðahreppum koma til skoðunar að húsi Einars G. Sigurðssonar skipstjóra, Tjarnargötu 3, Keflavík. 1 Hafnarfirði: Mánudaginn 3. júli þriðjudaginn 4. júh, mið- vikudaginn 5. júh og fimmtudaginn 6. júlí. Fer skoðun fram við vörubílastöð Hafnar- fjarðar, og skulu þangað koma til skoðunar allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði og enn fremur úr Vatnsleysustrandarhreppi, Garða- og Bessastaðahreppum, svo og bifreið- ar og bifhjól úr Kjósarsýslu. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Vanræki einhver að koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoðunar, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bif- reiðalögunum. Bifreiðaskattur, sem féh í gjalddaga þann 1. apríl síðast- liðinn (skattárið 1. júlí 1943—1. apríl 1944), skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máh, til eftirbrejdni. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu, 12. júní 1944. BERGUR JÖNSSON. Frá Sumardvalarnefnd Þau börn, sem dvelja eiga á heimilum nefndarinnar í sumar, mæti við Miðbæjarskólann, til brottferðar, eins og her segir: Þriðjudaginn 20. júní kl. 9: Sama dag kl. 14: Miðvikudaginn 21. júní kl. 9: Sama dag kl. 14: Fimmtudaginn 22. júni kl. 9: Sama dag kl. 9: Samá dag kl. 8: Börnin að Brautarholti Börnin að Silungapolli Börnin að Reykholti Börnin að Menntaskólaselinu Börnin að Staðarfelli Börnin að Sælingsdalslaug Börnin að Löngumýri Nauðsynlegt cr að farangri harna að Reykholti, Staðar- felli og Sælingsdalslaug sé skilað að Miðbæjarbarnaskólanum kl. 14 degi áður en börnin fara. Sumardvalarnefnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.