Vísir - 20.06.1944, Page 1

Vísir - 20.06.1944, Page 1
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiöjan (3. hæð) 34. ár. Ritstjórar Blaðamenn Slml> Auglýsingar 1660 Gjatdkeri S llnur Afgreiðsla Reykjavík, þriðjudaginn 20. júní 1944. 135. tbl. Bandaríkj amenn í sókn á aliri víg- línunni fyrir sunnan Cherbourg. Hraðfrystihúsin fluttu út fisk fyrir yfir 30 millj. kr. síðastliðið ár. Frá aðalfundi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Aðalfundur Sölumiðstaðvar Hraðfrystihúsanna var haldinn í Oddfellowhúsinu lð. og 15. júní . .Mættir voru fulltrúar fyrir hvert einasta frystihús, sem starfar innan vébanda S.H., en það ern nú 49 frystihús. Fundarstjóri var kosinn Ein- ar Sigurðsson frá Vestmanna- eyjum og ritari Elías Ingimars- son, Hnífsdal. Formaður gaf skýrslu um starfsemi S.H. og liraðfrysti- húsanna á s.l. ári. Þetta var fyrsta starfsár Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Flutt var út á árinu af S.H. 13,6 þús. smál. af frosnum fisk- flökum og hrognum, sem nam að verðmæti 30,4 millj. króna. Fiskur þessi var allur fluttur út til Bretlands, nema 200 smál., sem fóru til Ameríku auk 24 smál. af murtu úr Þingvalla- vatni. Tilraunir voru gerðar með hraðfrystingu sildar. Lík- uðu sýnishorn, sem send voru til Bretlands og U.S.A. ágæt- lega, en samkomulag náðist ekki um verrð. Miklir örðugleikar voru á flutningi umbúða á árinu er- lendis frá. Á yfirstandandi ári hafa ver- ið hraðfrystar 23.000 smál. af fiskflökum og hrognum, og er það nærri helmingi meira en öll framleiðslan s.l. ár. Mjög erfiðlega hefir gengið með út- flutning á þessari framleiðslu vegna skipaskorts, og má heita að öll frystihús séu full af fiski og horfir til vandræða með beitufrystingu, ef ekki fást snöggar umbætur í þessu efni. Farið var fram á aukinn út- flutning á hraðfrystum fiski til Ameríku, allt að 2000 smál., en leyfi fékkst aðeins fyrir 300 smál. Fundurinn gerði fjölmargar samþykktir í málum, er snerta þennan merkilega iðnað og auk þess voru fjöldamörg erindi flutt á fundinum um ýmisleg efni. Fundurinn vottaði Vil- hjálmi Þór atvinnumálaráð- lierra og samninganefnd utan- ríkisviðskipta þakldæti sitt fyr- ir mikilsverða aðstoð við að fá bætta viðskiptasamninga fyrir þennan iðnað fjnrir síðastliðið Frh. á 4. síðu. 17.-jiinímótid: Bezta afrek í kúluvarpi á Norðurlöndum. Grlæsilegt met í hástökki. •veir glæsilegustu árangrar, sem náðst hafa í frjálsum íþróttum á Islandi, náðust á íþróttamótinu í gær. íþróttamótið, sem fram átti að fara þann 18. júní, en frest- að var vegna óhagstæðs veðurs, 'fór fram í gær á íþróttavellin- um, að viðstöddu fjölmenni. Árangur á mótinu var með af- hrigðum góður og voru sett þar tvö glæsilegustu met, sem nokkurn tíma hafa verið sett á íslandi. Gunnar Huseby kastaði kúlunni 15.32 m. og fékk fyrir það 957 stig, en fyrra met hans var 14,79 m., sem var láður bezti íþróttaárangur hér á Iandi — gerði 899 stig. Þessi árangur Gunnars í kúluvarp- inu, sem náðist í gær, er áreið- anlega bezta íþróttaafrek á öll- um Norðurlöndum í ár og ef til vill í allri Evrópu. Skúli Guðmundsson setti og nýtt met í hástökki, mjög glæsilegt, eða 1,93 m., sem er 8 cm. betra en gamla metið, 1,85 m. Fékk Skúli 947 stig fyrir þetta afrek, sem er það næst bezta er náðst hefur hér á landi. — Gunnar Huseby hlaut konungsbikar- inn fyrir bezta afrek mótsins. 100 m. hlaup. 1. Finnbjörn Þorvaldsson, l.R. 11,8 sek. 2. Sævar Magnús- son, F.H. 12,1 sek. 800 m. hlaup. 1. Hörður Hafliðason, Árm., 2:06,9 mín. 2. Páll Halldórsson K.R. 2:12,6. 5 km. hlaup. 1. Óskar Jónsson, Í.R. 16:55,8 mín. 2. Steinar Þorfinnsson, Á. 17:35,4 mín. 1000 m. hoðhlaup. 1. Sveit Í.R. 2:08,5 min. 2. B,- sveit K.R. 2:12,5. Síðasti maður A.-sveitar Iv.R. datt er hann var að koma í mark og var hlaup sveitarinnar því dæmt ógilt. Kúluvarp. 1. Gunnar Huseby, K.R. 15,32 m. 2. Jóel Sigurðsson, Í.R. 13,19 m. Kringlukast. 1. Gunnar Huseby, K.R. 42,89 m. 2. Ólafur Guðmundsson, I.R. 42,10 m. Hástökk. 1. Skúli Guðmundsson, K.R. 1,93 m. 2. Brynjólfur Jónsson, K.R. 1.73 m. Langstökk. 1. Skúli Guðmundson, K.R. 6,18 m. 2. Brynjólfur Jónsson, K.R. 6,10 m. ' Iiortið hér að ofan sýnir staðina, þar sem bandamenn gengu á land í Normandíe. Bretar gengu á land fyrir norðan Bayeux og Caen, en Bandaríkjamenn þar fyrir vestan, hjá Carentan og Ste. Mére Eglise. Siðan tókst þeim að ná saman. Það var við Carteret, sem Bandaríkjamenn brulust fyrst vestur til sjávar á Cherbourg-skaga. Nú nálgast þeir Valognes, fyrir suðaustan Clierbourg, en fyrir vestan Valognes er Briquebrac, sem Banda- rikjamenn hafa einnig tekið. Landsmót skáta var sett í morgun Landsmót skáta var sett í mopgun kl. 9 og setti Helgi Tómasson skátahöfðingi það.. Um 170 skátar sækja mótið frá Reykjavík, Akureyri, Vest- mannaeyjum, Seyðisfirði, Kefla- vík, Sandgerði, Borgarnesi, Stykkishóhni og Suðureyri. Það nýmæli liefir verið tekið upp í sambandi við mót þetta að skipta skátunum niður í goð- orð og er goði fyrir bverjum flokki. Gefur þetta fyrirkomu- lag mótinu öllu þjóðlegri svip en ella hefir verið. Skátarnir búa í tjaldbúðum, sem reistar hafa Verið upp í Hvannagjá, fyrir ofan Leirurn- ar. Hafa þeir að þessu sinni fengið fólk til að annast elda- mennsku fyrir sig, en áður hafa þeir eklað fyrir sig sjálf- ir. Fannst þeim eldamennskan taka of mikinn tíma frá störf- um og leikjum og tóku því þann kost að ráða sérstakt fólk til eldamennskunnar. Þá hafa skátar og kofnið sér upp verzl- un i sambandi við tjaldbúðirn- ar. Á landsmótinu fer m. a. farm keppni í skátaíþróttum, en á sunnudaginn verða skátabúð- irnar opna fyrir almenning. Mun biskupinn yfir íslandi þá fara austur og halda guðsþjón- ustu i^gjánni kl. 11 árdegis og ennfremur mun hann vígja 6 nýja skátafána. Eftir hádegið verður skátasýning og v'arð- eldar um kveldið. Til landflótta Dana, afh. Vísi af síra Guðmundi Ein- arssyni, Mosfelli: Grímsneshrepp- ur: Frá kvenfélagi hreppsins iooo kr. Frá ýinsum 1940 kr. Laugar- ddshreppur: Samskot frá ýmsum 475 kr. Grafningshreppur: Sam- skot frá ýmsum 285 kr. Samtals afh. af sira Guðmundi kr. 3700.00. Bandaríkjamenn að taka Saipan-eyju á Kyrrahafi. Annap mesti sigurinn í baráttunni við Japani. Bandaríkjamenn eru nú bún- ir að ná slíkri aðstöðu á Saipan- eyju, að þeir verða ekki hraktir þaðan aftur. Þeir hafa tekið flugvöll á eynni og sótt þvert yfir hana, svo að hersveitum Japána hefir verið skípt í tvennt og má búast við því, að Japanir verði að hætta skipulegri mótspyrnu bráðlega. Á sunnudag gerðu Japanir ör- væntingarfulla tilraun til að rétta hlut sinn, cn biðu hinn herfilegasta ósigur í þeirri til- raun. Þeir sendu fram mörg hundruð fíugvéla til árása á beitiskipaflota þann, sem lá undir eynni til verndar her- flutningaskipunum. Flugvélar af flugstöðvarskipum Banda- ríkjamanna voru til verndar og stóð viðureignin í tvær klukku- stundir. Þegar henni var lokið, liöfðu 300 — þrjú hundruð — japanskar flugvélar verið skotnar niður. Flugher þeirra á Saipan var þar með úr sögunni. Japanir skýra hinsvegar frá þessari viðureign þannig, að þeir hafi hæft þrjú amerísk flugstöðvarskip í loftárásinni og jafnvel sökkt þeim. Mikilvægasti sigurinn. Taka Saipan-eyju er tvímæla- laust mesti sigur, sem banda- menn hafa unnið á Kyrrahafi, síðan þeim tókst að stöðva Jap- ani í Owcn Stanley-fjöllunum á Nýju-Guineu 1942. Saipen-eyja er 1400 m. frá Tokio og svo vestarlega, að það- an geta herskip farið í víking nær alla leið vestur til Kína-( stranda, og siglingaleiðir Jap- ana suður með þeim ströndum eru nú enn hættulegri en áður. Finnski sendihexrann | íer írá Washington. 1 Utanríkisráðuneytið í Wash- ington hefir afhent finnska sendiherranum skilríki hans. Er honum þar með boðið að hverfa úr landi, ásamt þrem fultlrúum hans við fyrsta tæki- I færi. Sagði utanríkisráðuneytið 1 við þá, að þeir rækju starfsemi, sem væri andstæð hagsmunum 1 Bandaríkjanna. Þetta táknar þó ekki, að stjórnmálasambandi sé slitið milli ríkjanna. Innbrot. I nólt var brotizt inn í kjall- arageymslu í Hafnarstræti 8: Einnig inn i bakhús í Austur- stræti 7 en verzlunin Oculus hef- ir þar geymslu. Þar var stolið allmiklu af hönzkum m. a. Ekki er vitað um livert nokkru var stolið í kjallarágeymslunni i Hafnarstræti 8. Framsveitir sagð- ar aðeins 10-13 km. þaðan í gær Þjóðverjar hraktir frá Tilly. erstjórnartilkynning bandamanna í morgun skýrir ekki frá neinum stór- breytingum á vígstöðvunum, en segir, að bandamönnum gangi frekar vel en illa. Aðalefni tilkynningarinnar er er á þá leið að Bandaríkjamenn haldi uppi samræmdum áhlaup- um fyrir sunnan Cherburg og hafi unnið á i áttina til borgar- innar. Fregnir seint í gærkveldi hermdu, að beint fyrir sunnan borgina væri framsveitir i að- eins tæpra 13 km. fjarlægð frá henni. I morgun skýrðu óstað- festar fregnir frá því, að fram- sveitir ætti sumsstaðar aðeins 10 km. ófarna. Fréttaritarar vekja athygli á því í fregnum sínum, hversu Þjóðverjar virðast fúsir til að gefast upp nyrzt á skaganum. Fyrsta daginn eftir að Banda- ríkjamenn brutust til sjávar, tóku þeir 750 Þjóðverja til fanga. Brezkur hermálaritari bendir á það, að hernaðurinn á Cher- burgskaga likist mjög síðustu dögum baráttunnar í Tunis — nefnilega á Bon-höfða. Þá byrj- uðu bandamann á því að rjúfa tengsl hersins á höfðanum við annað lið Þjóðverja, sem enn stóð uppi, en síðan var sótt meðfram báðum ströndum hans, til að umkringja liðið á höfðanum. Bandaríkjamenn sækja einkum fram í tveim fylkingum á Cherbourg-skaga, líkt og á Bon-höfða, og ef til vill tekst þeim að leika sama bragðið aftur. Tilly- í höndum bandamanna. I herstjórnartilkynningunni er þess einnig getið, að Þjóð- vcrjar liafi nú loks verið hrakt- ir frá Tilly, en þar hafa verið liarðir Iiardagar að undanförnu. Þjóðverja virðist vanta til- finnanlega stórskotalið þarna, því að blaðamenn lýsa bardög- unum þannig, að þeir sendi skriðdrekana fram án þess að hafa haldið uppi verulegri stór- skotahríð til að rjúfa varnir bandamanna. Fyrir bragðið sé þær nær ævinlega nógu styrkar til að taka á móti skriðdrekum Þjóðvei’ja, þegar þeir sæki fram. Vísitalan 268 stig. Hagstofan liefir nú reiknað út vísitöluna fyrir júní-mánuð og reyndist hún vera 268 stig, eða tveim stigum lægri en í maí. Lækkun þessi stafar af farm- gjaldalæklcuninni, og myndi liafa orðið meiri, ef einstakir útgjaldaliðir hefðu ekki hækk- að, eins og t. d. fatnaður. íslandsmótid: K.R. og Víkingur keppa í kvöld. Nú fer að líða að úrslitum íslandsmótsins. Aðeins tveir leikir eftir. í kvöld kl. 8.30 keppa K. R. og Víkingur, en síð- asti leikur verður milli Fram og Vals. Stigafjöldi félaganna er þannig: Valur 3 st., K. R. 2 st., Víkingur 2 st. og Fram 1 st. —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.