Vísir - 21.06.1944, Side 3
VISIR
Otto Tulinius
75 ápa.
OttoFriðrikTulinius er fædd-
ur 20. júní 1869 á Eskifii’ði.
Foreldrar hans, Carl Daniel
Tulinius, kaupmaður þar, og
kona lians, Guðrún Þórarins-
dóttir prófasts á Hofi í Álfta-
fírðí, gerðu garðinn frægan á
Eskifirði. Carl Tulinius var
fæddur i Slésvik, son samnefnds
héraðslæknis þar. Stundaði
hann verzlunarnám i Khöfn og
geklc i þjónustu verzlunarhúss-
ins 0rum & Wulff þar í borg-
inni, en þeir ráku þá og lengi
síðan verzlun á Austfjörðum.
Fluttist Carl rúmlega tvitugur
til Djúpavogs og var verzlunar-
maður þar um hríð. Verzlunar-
stjóri 0rum & Wulffs á Eski-
firði varð hann skömmu síðar,
en kunni ekki við sig í þeirri
■töðu. Gerðist hann kaupmað-
ur þar á staðnum og rak þar
verzlun samfleytt í 40 ár. Lærði
hann brátt íslenzku og samdi
*ig að siðum Islendinga. Rómuð
var rausn þeirra hjóna og
mannlund. Á þjóðhátiðarsam-
komu Eskfirðinga 1874 var
hann i fylkingarbrjósti og sýndi
mikinn höfðingsskap.
Synir þeirra hjóna urðu þjóð-
kunnir merkismenn og góðir Is-
lendingar: Otto, Axel sýslumað-
ur og Þórarinn stórkaupmaður
og skipaútgerðárstjóri. Allir
voru þeir hræður stórhuga og
dugandi, hver á sínum stað.
Otto Tulinius ólst upp á Eski-
firði með foreldrum sínum og
þótti snemma vænn sveinn og
líklegur til mikilla átaka. Utan
fór hann ungur til verzlunar-
náms í Khöfn og stundaði það
3 ár og fékkst siðan við skrif-
stofustörf um hríð þar i borg-
inni. Að því búnu hvarf hann
heim og var um skeið verzlun-
armaður hjá föður sínum. Gerð-
ist kaupmaður á Papós og var
þar tvö ár. Því næst hóf hann
verzlun að Höfn í Hornafirði
og hóf þar byggð og verzlun
fyrstur manna. Rak hann kaup-
sýslu þar 4 ár, en fluttist til
Akureyrar árið 1901 og var þar
kaupmaður til ársins 1920. Rak
hann á þeim árum jafnframt
útgerð, bæði þorsk- og síldveið-
ar. Var hann einn af mestu at-
hafnamönnum Akureyrarbæjar
þessi árin og meðal stærstu
vinnuveitenda þar. Allir þeir,
sem voru í þjónustu Tuliniusar,
báru honiun söguna svo vel, að
þar varð varla betur á kosið.
Hann er maður í stóru broti
(folio), enginn áttbíöðungur!
Innanhúss þilborð
(Tentest)
4x8 fet V2”
n ý k o m i n.
MJÚLKURFELAG REYKiAVfKUR.
Til sölu:
Bílskúrshurðir, notað þakjárn og timburbrak.
Upplýsingar gefur
GUNNAR VILHJÁLMSSON
c/o Egill Vilhjálmsson.
Stúlku
vantar á
Sjúkrahús Hvítabandsins.
Iiúsnæði fylgir. — Uppl. hjá yfirhjúkrunarkon-
unni.
Röskur og gervilegur vaskleika-
maður, fullur áhuga og dugn-
aðar, ljúfur og glaður við
hvern sem var, manna hjálpfús-
astur og lætur sér einkar annt
um verkameim sína og við-
skiptamenn. Það var alltaf
hressandi að hitta Tulinius.
Honum var sannarleg nautn að
standa í stórum framkvæmd-
um, Hann leit ekki fyrst á það,
hvað hann gæti grætt á fyrir-
tækjunum, heldur á nauðsyn
athafnanna, og þess vegna varð
hann aldrei auðugur að fé. En
vinsældir hans voru miklar og
verðskuldaðar.
Tulinius tók mikinn þátt í
bæjarmálum. Sat hann 13 ár í
bæjarstjórn Akureyrar og var
fyrsti forseti hennar 1919
og einn af áhugasömustu og
merkustn bæjarfulltrúum þar.
Vísikonsúll Svía var hann mörg
ár á Akureyri og er sæmdur
riddarakrossi Vasaorðunnar.
Risna þeirra hjóna er rómuð
að maklegleikum. Hús þeirra
stóð öllum opið. Er kona hans
lionum samhent í öllum grein-
um, Valgerður Friðriksdóttir,
póstafgreiðslumanns Möller.
Hafa þau verið saman í hjóna-
bandi hart nær 50 ár (gift 3.
ágúst 1895).
Börn þeirra: Ragna, dó í
blóma aldurs 1920, efniskona
mikil; Guðrún, gift Kristjáni
Arinbjarnar, héraðslækni í
Hafnarfirði; Carl, útgerðarmað-
ur á Akureyri, kvæntur; Jako-
bína, gift í Reykjavík; Signý,
dáin, var gift dönskum manni,
og Nanna, gift Tómasi Stein-
grimssynl, heildsala á Akureyri.
Akureyringar héldu þeim
hjónum skilnaðarsamsæti, er
þau fluttust til Khafnar, 17.
sept. 1920. Orti þá síra Matthias
kvæði til þeirra.
Árin 1920—1929 átti Tulini-
usar-fjölskyldan heima í Khöfn.
Rak Tulinius þau árin útgerð
þaðan við Island og annaðist
sölu síldarafurða, bæði fyrir
sjálfan sig og aðra, þessi árin.
En 1929 fluttist hann aftur til
Akureyrar og hefir átt þar
heima siðan og rekið útgerð.
Fyrir nokkrum árum kenndi
hann fótaveiki og varð hann að
liggja rúmfastur árum saman,
en er nú nokkuð í afturbata.
En hvorki hefir þetta mótlæti
né annað fengið brotið né bresta
látið inn bjartsýna áhuga- og
athafnamann. Athafnaþráin og
áhuginn er óbilandi. Allir vinir
Otto Tulinius, og þeir eru marg-
ir, óska honum til hamingju
hálfáttræðum og biðja þess, að
ævikvöldið megi verða honum
fagurt og friðsælt. B. T.
Bridge-keppnin
á Akureyri.
Einstök úrslit í keppninni
milli Akureyringa og Reykvík-
inga urðu þessi:
1. umferð:
Sveit Sveit Mism.
Rvík. Hald. Ásgeirss.
11820 — 6860 — 4960
2. umferð: •
Sveit Sveit Mism.
Rvík. St. Steinsen.
9580 — 8030 — 1550
3. umferð:
Sveit Sveit Mism.
Rvík. Jón Sólnes.
11600 — 9780 — 1820
4. umferð:
Sveit Sveit Mism.
Rvík. Vemh. Sveinss.
16980 — 10610 — 6370
5. umferð:
Sveit Sveit Mism.
Rvík. Drval.
9610 — 8600 — 1010
59590 — 43880 — 15710
Leikar fóru því þannig, að
Reykvíkingar sigruðu í öll
skiptin, en þó að svo hafi farið,
þá skyldi enginn ætla, að það
hafi alltaf verið leikur einn að
glima við Akureyringana, því
að þeir sýndu oft góð tilþrif og
gátu verið hættulegir. Hættast
voru Reykvíkingar komnir, er
þeir kepptu við sveit St. Stein-
sen. Eftir fyrri lotu (16 spil)
stóðu leikar þannig, að Akur-
eyringar höfðu 2270 yfir, og
horfði því ekki vænlega fyrir
Reykvikingum. Með gætni
hefðu Akureyringar átt að geta
gætt þessa fengs, a.m.k. ef ekld
komu stór spil.
Einkum voru það tvö spil, er
urðu þeim að fótakefli. Fyrra
spilið var þannig, að við borð
nr. 1 fóru Reykvíkingar í 3
lauf i vörn, en Benedikt Jó-
hannsson doblaði, og töpuðu
þeir 1100. Við borð nr. 2 fór
spilið þannig, að Akureyring-
arnir spiluðu 3 hjörtu og töp-
uðu 200. Þar var Guðmundur
Guðmundsson frá Reykholti í
vöminni, en fór varlega og
sagði aldrei 3 lauf, sem Stein-
sen beið eftir að fá að dobla.
Hitt spilið var allsnúin slemm,
er Reykvíkingar unnu, með því
að spila rétt úr spilunum, en
Akureyringar töpuðu. Þetta var
skemmtilegasta spilið í keppn-
inni og sýndi einkar vel, hve
varlega maður verður að fara
með veika liti og eins hitt, að
nota innkomuna rétt.
Þó að Akureyringar hafi orð-
ið undir, þá leyndl það sér ekki,
að þeir eiga marga góða bridge-
spilara og suma ágæta. St.Stein-
sen her þó af, enda er hann af-
burða spilamaður. Þeir Vern-
liarður Sveinsson, Þórður
Sveinsson, Fr. Hjaltalín, Árni
Sigurðsson, Stefán Árnason og
Þorlákur Jónsson mundu allir
sóma sér vel í meistaraflokki
hér.
Wið Reykvíkingarnir, er norð-
ur fórum, kunnum ykkur Ak-
ureyringum alúðar þakkir fyrir
rausnarlegar og hlýjar móttök-
ur og vonumst til að fá tæki-
færi til að mæta ykkur við
græna borðið hér í höfuðstaðn-
um áður en langt líður.
Á.
KolviSarhóIL
Tekið á móti dvalar-
gestum í lengri og
skemmri tíma.
Einnig veizlur og sam-
kvæmi.
Veitingahúsið Kolviðarhóll.
Stúdentasanband
íslands stofnað.
Landsmóti íslenzkra stúdenta
er nú lokið, en það stóð dagana
18. og 19. júní. Var við þetta
tækifæri stofnað Stúdentasam-
band Islands.
Mótið hófst í Tjarnarbió þ.
18. júní með því, að Ölafur Lár-
usson prófessor flutti mjög
snjallt og fræðandi erindi um
þátt íslenzkra stúdenta í sjálf-
stæðisbaráttu íslenzku þjóðar-
innar. Síðan talaði Ásgeir Ás-
geirsson bankastjóri um sjálf-
stæði Islands og afstöðu lands-
ins til annara þjóða í framtíð-
inni. Gylfi Þ. Gíslason dósent
ræddi því næst um viðnám gegn
erlendum áhrifum, Páll S. Páls-
son form. Stúdentaráðs flutti
erindi um stofnun Stúdenta-
sambands og Ágúst H. Bjarna-
son próf. ræddi um skólamál.
I málin, sem um var rætt,
voru skipaðar nefndir og skil-
uðu þær tillögum í gær. — 24
manna fulltrúaráð var kosið
fyrir Stúdentasambandið.
Héfðinglegaz gjafir til
barnaspítalasjóðs
Hringsins.
Stór-höfðingalegar gjafir bár-
ust til barnaspítalasjóðsHrings-
ins þ. 17. júní:
Hr. Othar Ellingsen, f. h. O.
Ellingsen h.f. gaf 25 þús. kr.
Hið íslenzka steinolíufélag 5000
kr. og hr. P. L. Mogensen lyf-
sali 1000 kr.
Stjórn Hringsins biður blaðið
að færa gefendunum sínar inni-
legustu þakkir fyrir gjafirnar.
Gliman:
Guðm. Ágústsson
sigraði.
Orslit Islandsglímunnar, sem
fram átti að fara 17. júní að
Þingvöllum, en var frestað
vegna veðurs, fór fram í fyrra-
kvöld í húsi Jóns Þorsteinsson-
ar við Lindargötu.
Guðmundur Ágústsson úr Ár-
manni bar hæstan hlut og hlaut
hann 8 vinninga og felldi alla
keppinauta sína. Fékk Guð-
mundur bæði fegurðarverðlaun-
in og bikar þann, sem ríkis-
stjórnin gaf til þess að keppa
um, auk glímubeltis I.S.I., sem
fylgir glímukonungsnafnbót-
inni. Voru verðlaunin afhent
strax að glímunni lokinni. Næst-
flesta vinninga hlaut Finnbogi
Sigurðsson, eða 7. Þriðji varð
Einar Ingimundarson úr Ung-
mennafélaginu Vöku.
Bæjar
fréttír
Sögnlega sýningin
var opnuS í gær, aÖ viSstöddum
forseta Islands, ríkisstjóra, fulltrú-
um erlendra ríkja, alþingismönnum
og fleiri gestum. Próf. Ólafur Lár-
usson lýsti tilgangi þessarar sýning-
ar, en nenni er ætlaS aS bregSa upp
myndum af frelsis- og menningar-
baráttu íslenzku þjóSarinnar. — Er
þarna ýmislegt aS sjá og sumt af
því nokkuÖ snoturt.
Næturakstur:
B. S. í. Sími 1540.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 20.30 Útvarpssagan (Helgi
Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: Is-
lenzkir einsöngvarar og kó^ar. 21.15
Upplestur: „Úr byggSum Boi’gar-
fjaröar", bókarkafli eftir Kristleif
Þorsteinsson (Þorsteinn Jósepsson
blaSamaSur). 21.35 Hljómplötur:
Lagaflokkur eftir Coleridge-Taylor.
Lúðrasveit Reykjavíkur
(30 manns) leikur í Hljómskála-
garSinum í kvöld kl. 9, ef veSur
leyfir. Stjórnandi Albert Klahn. —
Aug/ýsingar
sem birtast eiga í laugardagsblöðunum í
sumar, verða að vera komnar til blaSsins
fyrir kl. 7 á föstudagskvöldum, vegna þess,
að vinna í prentsmiðjunni hættir kl. 12 á
laugardögum.
DAGBLAÐIÐ VISIR.
B í 1 s t j ó r i.
Bílstjóri með meira prófi, sem búinn er að keyra í sjö
ár, óskar eftir atvinnu við að keyra vörubíl eða stóran bíl.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 24, þ. m.,
merkt: „Framtíð“.
Nokkrar duglegar stúlkur
óskast nú þegar.
Kexverksmiðjan Frón hi.
Sími 3162.
AKRANES - ÖLVER.
Áætlunarferðir í ölver alla daga kl. 12,30,
nema laugardaga 13,30.
Þ. Þórðarson
Sími 17 — Akranesi.
AKRANES - HREÐAVATN.
Áætlunarferðir hef eg 22. þ. m. alla daga
eftir komu m/s Víðir kl. 12,30 frá Akranesi,
— kl. 15,30 frá Hreðavatni, nema laugar-
daga, þá 15,30 frá Akranesi og 18,30 frá
Hreðavatni.
Þ. Þórðarson
Sími 17 — Akranesi.
Frelsi og menning,
Sýning úr frelsis- og menningarbaráttu Is-
lendinga verður opin daglega kl. 1—10 e. h.
í Menntaskólanum. Aðgöngumiðar á kr.
5,00 seldir við innganginn.
Þjóðhátíðarnefnd.
Jarðarför mannsins míns og föður okkar,
Vilhjálms Ásmundssonar frá Vogsósum,
fer fram frá Fríkirkjunni og hefst með húskveðju frá
heimili hins látna, Seljavegi 5, föstudaginn 23. þ. m. kl. 1 yz.
Blóm eru afbeðin, en þeir, sem vilja heiðra minningu liins
Iátna með gjöfum, eru beðnir að láta þær renna til Slysa-
varnafélagsins.
Hólmfríður Snorradóttir og börn.
■
. c
Ekkjan
Sigríður Þorbjörg Daníelsdóttir
frá Fáskrúðarbakka andaðist á heimili mínu, Sólbergi
við Langholtsveg, aðfaranótt þriðjudags 20. þ. m.
Vandamenn.