Vísir - 29.06.1944, Síða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Slmíi
Auglýsingar 1660
Gjaídkeri Afgreiðsla S ilnur
34. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 29. júní 1944.
143. tbl.
Laval í fótspor-
um Henriót.
Henriot útbreiðslumálaráð-
lierra Vichystjórnarinnar, var
einliver ákafasti stuðningsmað-
ur Þjóðverja i Frakklandi. Tal-
aði hann iðulega í útvarp og
iivalti Frakka til að styðja Þjóð-
verja i öllu. Eftir morð Henriot
í fyrrinótt var mikið um það
rætt hver tala myndi í útvarp i
gær, því að gert hafði verið ráð
fyrir, að Henriot talaði. Þjóð-
verjum varð ekki skotaskuld úr
því, að finna mann í stað Hen-
xiot í Jætta hlutverk. Pierre La-
val tók það að sér.
Thomas Dewy
forsetaefni í
U.S.A'
Thomas Dewey, ríkisstjóri í
New York, var í gær kjörinn
forsetaefni republikana, í for-
setakosningunum, sem fram
fara í Bandaríkjunum á liausti
komanda. Hlaut Dewey 1056 at-
kvæði, en MacArthur, yfirhers-
höfðingi handamanna á Suð-
vestur-Eyrrahafssvæðinu. eitt
atkvæði. Hafði liann lýst yfir
áður, að hann mundi ekki taka
útnefningu. Ríkisstjórinn í
Ohio varð fyrir valinu sem
varaf or setaef ni.
Dewey ávarpaði fulltrúaþing
flokksins i gær, og vakti ræða
hans geysiathygli. Hann kvað
Bandaríkin mundu taka þátt i
alj)j óðasamvin nu lýðræðisjij óða,
lil þess að friður megi ríkja, og
á stefnu Bandaríkjanna, að því
er styrjöldina snerti, yrði engin
breyting, J>ótt forsetinn yrði
valinn úr flokki republikana. —
Ræða Dewey hefir vakið mikla
athygli.
Nýtt leynivopn.
Smuts hershöfðingi hefir ný-
lokið við þriggja daga ferð um
Italíu. Heimsótti hann hersveit-
ir frá S.-Afríku og helztu yfir-
menn þeirra.
*
Leese, yfirmaður 8. hersins,
hefir sent verkamönnum, sem
smíða Churchill-skriðdrekana,
þakkarskeyti fyrir gæði drek-
anna.
Var tekið í notkun í
orustunni við E1
Alamein.
Bretar liafa tilkynnt, að þeir
liafi um alllangt skeið notað
leynivopn með miklum árangri.
Var það fyrst notað í orustunni
við E1 Alamein. Er þetta skrið-
dreki, sem er þannig útbúinn, að
hann rótar upp jörðinni fyrir
framan sig, án J>ess honum
sjálfum sé hætt, og eyðileggjast
allar jarðsprengjur á allbreiðri
skák, J>ar sem skriðdrekinn fer
um. Ryður hann fótgönguliðinu
Jiannig braut gegnum jarð-
sprengj usvæði og gerir því
J>annig ldeift, að fylgja fjand-
mönnunum fast eftir á uridan-
haldi.
V
Fljúgandi sprengjurnar —
leynivopn Þjóðverja.
Ekkert lát.er á árásum fljúg-
andi sprengjuskeytanna þýzku
og hefir orðið talsvert tjón af
völdum þeirra í Suður-Eng-
landi, en sífellt fleiri sprengju-
skeytum er grandað, áður en
]>au komast inn yfir borgir og
bæi landsins. — Fraser forsæt-
isráðherra Nýja Sjálands, sem
er nýkominn til Bándaríkjanna
frá Bretlandi, sagði í gær, að
manntjón og eigna hefði orðið
af völdum þessa J>ýzka leyni-
vopns, en Þjóðverjum liefði al-
gerlega mistekizt að hafa til-
ætluð not af því, J>. e. að lama
baráttukjark brezku J>jóðarinn-
ar.
Bretar
út kvíarnar
á eystri bakka Odon-ár,
Stúlka hverfur
í Hafnarfirði.
Stúlka, rúmlega Ivítug að
aldri, hvarf úr Hafnarfirði í
fyrradag og hefir síðan ekkert
til hennar spurzt.
Stúlka þessi heitir Sigríður
Jónsdóttir, og er 21 árs gömul.
Fór hún lieiman að frá sér kl.
6—7 á J>riðjudagsmorguninn,
en J>egar hún kom ekki heim til
sín um kvöldið var leitað að-
stoðar lögreglunnar og m. a.
hefir verið auglýst eftir henni í
útvarpinu. En öll leit að stúlk-
unni og eftirgrenslan hefir til
J>essa verið árangslaus.
Óvenjumikil aðsókn
að ferðum Ferðafél-
agsins í sumar.
Aðsókn að ferðum Ferðafé-
lags Islands í sumar er óvenju
mikil og miklu meiri en félagið
getur annazt og hamlar þar
einkum bílaskortur.
Fullskipað er nú alveg í
norðurferðirnar 1. og 9. júlí
n.k. og fara 44 ’ farþegar í
hverja ferð. Stendur hver ferð
yfir í 8 daga. Þá er og alveg
fullskipað í Barðastrandarför-
ina þann 13. J>. m. og eru um
20 þátttakendur í henni. 1 l>áð-
ar örælaferðirnar (18 .og 25.
júlí) er að heita má fullskip&ð,
en J>að verður ekki hægt að
taka nema 12 manns í hverja
ferð.
1 hélgarferðirnar er eftir-
spurnin ekki síðri og helir liver
ferð i vor og sumar verið full-
skipuð. Nú þegar er líka búið
að fullskipa nokkrar ferðir, ]).
á m. Þjórsárdalsförina um
næstu helgi, en í henni munu
taka þátt um 50 manns. Þá er
og Þórsmerkurförin um miðjan
júlí fullskipuð.
Um síðustu helgi fóru um 70
manns á vegum Ferðafélagsins
að Geysi og Gullfossi og fengu
hið prýðilegasta veður.
VO starfandi prestar
sitja Presítastefnnua.
Henni lýknr í dagr.
Störf prestastefnunnar
héldu áfram í gaT. Síra Árelius
Nielsson á Eyrarhakka hafði
morgunbænir í Háskólakapell-
unni.
Á fundinum á eftir voru fyrst
lagðar fram og ræddar messu-
skýrslur og aðrar starfsskýrslur
presta.
Þá hófust umræður um
kirkjuna og, lýðveldishugsjón-
ina. Fluttu J>eir dr. Magnús
Jónsson prófessor og sr. Björn
Mágnússon prófastur ágæt og
ýtarleg framsöguerindi, er bisk-
up J>akkaði í nafni prestastefn-
unnar. Umræðum er framliald-
ið i dag. Ekki er unnt að skýra
i stuttu máli frá efni þessara
framsöguerinda, en þess eins má
geta, að í þeim var bent á J>á
nauðsyn, að kirkjan mætti
verða ein öflugasta stoð hins
frjálsa, islenzka þjóðríkis, sam-
kvæmt, hugsjón sinni og lög-
máli síns eilífa konungs, Jesús
Krists.
Eftir hádegið hóf Sigurgeir
biskifp umræður um prestsetrin
Brautin greið til Minsk.
Þaðan vcrðnr §ótt til Königs-
berg ogf Varsjá.
Pregnir frá Moskvu herma, að eftir töku Vitebsk, Slobin,
Orsha og Mogilef, sé brautin greið til Minsk, höfuð-
borgar Hvíta-Rússlands, en þaðan verði sóknmni haldið á-
fram til Varsjár í Póllandi og Kömgsberg í Austur-Prúss-
landi. Þjóðverjum hafa algerlega brugðizt vomr sínar um
, ,Föðurlands-línuna‘ ‘.
Stalin tilkynnti i gærkveldi að
Rússar hefðu tekið Mogilev og
marga bæi aðra og J)orp. —1 1
gærkveldi var búist við falli
Bobroisk J)á og J>egar. Þar hefir
hersveitum Rokovovskis tekizt
Flntningrar yfir til Frakklands
Bardögunum er raunverulega lokið á Cherbourg-skaga, en þó er ekki búið að hreinsa alveg
til á skaganum. Víða eru þýzkir herflokkar, sem leita þarf uppi og gefast J>éir venjulega upp
strax, enda er öll vörn vonlaus.
að króa inni fimm þýzk herfylki
og eiga þau sér ekki undankomu
auðið. — Eru J)að þá tíu lier-
fylki, sem Rússum tekst að króa
inni síðan er hin nýja sókn
hófst. Hin fimm voru króuð
inni í og við Vitebsk og gáfust
leifar J>ess liðs upp og voru
10.000 J>ýzkir hermenn teknir
liöndum, en yfir 20.000 voru J>á
faHnir.
Rússar tóku í gær borgina
Lepel og eru nú komnir 100
kílómetra vestur fyrir Vitebsk.
Stalin birti sérstaka dagskipun
um töku bæjarins Oipisovicli, og
sýnir þetta, að Rússar eru
komnir 40 ldlómetra vestur fyr-
ir Bobruisk. — Hersveitirnar frá
Orsha munu nú komnar að
Borisov og vera að eins 70—80
kilpmetra frá Minsk. Milli
Onega-vatns og Ladogavatns
hafa Rússar sótt fraYn 45 kiló-
metra.
Leyritlardómar Snæféllsjökuls.
Ein af skemmtilegustu skáldsög-
um franska snillingsins Jules Verne
er nú kontin út í íslenzkri ]>ýðingu
Bjarna Guðmundssonar, blaðafull-
trúa. Efni bókarinnar er um leið-
angur neðanjarðar. Fara leiðang-
ursmenn niður um gíg Snæfellsjök-
uls, ganga óraleiðir neðanjarðar og
lenda i margvíslegum ævintýrum.
Útgefandi er Bókfellsútgáfan.
í landinu. Að ræðum loknum
var málinu visað til allsherjar-
nefndar til frekari athugunar.
Því næst fagnaði prestastefn-
an á ný prófessor Richard Beck,
er J)á var kominn á fundinn til
J>ess að ávarj)a prestastefnuna.
Biskup ávarpaði liinn góða gest
hlýjum og hjartanlegum orðum,
en fundarmenn tóku undir af
miklum innileik. Síðan tók próf.
Beck til máls og flutti þrótt-
mikla og áhrifaríka ræðu.
Tókst lionum hið bezta að túlka
hug íslendinga vestan hafs til
gamla landsins. Skilaði hann
kveðjum Þjóðræknisfélagsins,
l>eggja íslenzku kirkjufélag-
anna vestan hafs og forustu-
manna þeirra, dr. Haralds Sig-
mars, hr. Hannesar Péturssonar
og sr. Philips Péturssonar, og
sagði fréttir af kirkjulifinu í
kirkjufélögunum báðum, hinu
evangelisk-lútherska, og Sam-
einaða kirkjufélaginu. Sýndi
ræða hans, hversu trúræknin og
þjóðræknin liafa verið samofn-
ar í andlegu lífi landa vorra
vestan hafs, tryggðin við feðra-
trú og’ þjóðerni fylgt J>eim frá
fyrstu landnámsárunum. Síðan
vék próf. Beck að hinu eftir-
breytnisverðasta i kirkjulífi
Vestur-Islendinga, leikmanna-
starfseminni í kirkjufélögunum.
Lauk hann máli sínu með eld-
heitum, djarflegum og drengi-
legum hvatningarorðum til ís-
lenzku kirkjunnar.
Siðan settust fundarmenn að
kaffiborði og urðu J)ar glaðir
með gesti sínum góða stund við
samtal og borðræður.
Siðast var á dagskrá frum-
varp til fundarskapa fyrir
prestastefnuna. Reifði biskup
málið og var þvi eftir nokkrar
umræður vísað til allsherjar-
nefndar.
Var nú prestastefnan orðin
afar fjölmenn, yfir 70 skráðir
fundarmenn.
Kl. 8,30 flutti sr. Páll Þor-
leifsson á Skinnastað athyglis-
vert erindi í Dómkirkjunni:
Kirkjan og framtíðin. Var er-
indinu útvarpað.
Prestastefnunni lýkur í dag,
og munu J)á verða teknar á-
kvarðanir um J>au mál, sem
J>egar hafa verið fram borin.
Hámarksverð á
líkkistum.
Fyrir nokkru var á J>að
minnzt hér í blaðinu, að ríkar
ástæður lægu til ]>ess, að verð á
jarðarförum væri telcið til með-
férðar í Viðskiplaráði; enda
hefir það gengið svo úr hófi
fram, að furðu sætir.
Viðskiptaráð hefir nú ákveð-
ið, að líkkistur, aðrar en zink-
og eilcarkistur, megi liæst kosta
900 kr. og ódýrari gerðir, sem
framleiddar liafa verið, mega
ekki liælcka í verði, nérna með
Gagnáhlaupum
Þjóðverja
hrundið.
JJrezkar og kanadískar her-
sveitir bafa getað breikk-
að og dýpkað brúarsporð sinn
á eystri bakka Odon-árinnar.
Bardagar eru nú harðastir
austast á víglínunni í Norman-
die, en kyrrðin virðist svo mikil
vestast, að atburða J>ar er alls
ekki getið i tilkynningu lier-
stjórnarinnar eða fregmun
blaðamanna.
Bandamenn keppa J>arna að
þvi að komast á snið við Caen
til að neyða Þjóðverja til und-
anhalds úr borginni. Hefir J)eim
orðið vel ágengt i þessu undan-
farna daga og sótt fram jafnan
nokkra kílómetra á dag.
Þýzku hersveitirnar gera tíð
gagnáhlaup, en þau eru flest
máttlitil og háir J>að Þjóðverj-
um, segir í fregnum blaða-
manna, að þeir virðast ekki hafa
fótgöngulið nema af mjög
skornum skammti. Þótt skrið-
drekar Þjóðverja gætu náð aft-
ur einhverju af J>ví landi, sem
handamenn liafa tekið, J>á er
ekki unnt að halda J>ví nema
riægjanlegt fótgöngulið sé fyr-
ir hendi til að taka sér stöðu
á þvi.
Tanner baðst
lausnar,
J^Jorgontidnmgen í Stokk-
hólmi birti fregn um það
í gærkveldi, í auka-útgáfu,
að Tanner hefði beðizt lausn-
ar, vegna þess að stefna hans
nyti ekki lengur stuðnings
þingsins.
Leppstjórn í
Finnlandi?
Fregnir hafa borist um, að
Þjóðverjar liafi sent herskip til
Ilelsingfors. Áður voru þeir
húnir að senda J>angað lierlið.
Fregn hefir borizt um, að
lielztu flokkar þingsins muni
ekki veita stjórninni stuðning
lengur, og verður J)á aðstaða
finnsku stjórnarinnar svipuð og
leppstjórnanna í Rúmeníu og
Ungverjalandi.
Hjónaefni.
Þann 22. júní opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú Jóhanna Björnsdótt-
ir, Bergþórugötu 23, Rvík, og Sgt.
Bernhard M. McManus, frá New
Jersey, U.S.A.
Ræðismaður.
Hinn 14. apríl síðastl. var Magn-
úsi Kjaran, stórkaupmanni, veitt
ræðiSmannsnafnbót. En hann hefir,
sem kunnugt er, verið vararæðis-
maður Svía um nokkurra ára skeið.
saipþykki veriðlagsstjóra. Yerð
á zink- og eikárkistum, er einn-
ig háð samþykki hans.
Þó ekki sé hér nema um verð
á likkistum að ræða, horfir J>að
strax til bóta, J>ví J>að hefir í
för með sér mun minni jarðar-
fayarkostnað, en Jx> er margt
atliugavert við hann enn. Vænt-
anlega verður úr J>ví bætt bráð-
lega.
I
1