Vísir - 03.07.1944, Síða 1

Vísir - 03.07.1944, Síða 1
Ritstjórar: Kristján Guðiaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Rltstjórar BlaOamenn Stmii Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, mánudaginn 3. júlí 1944. 146. tbl. Þjóðverjar brenna 400 iranska bóndabæi. 1 fregnum frá Sviss er sagt, að Þjóðverjar hafi brennt um 400 bóndabæi í Frakklandi í baráttu sinni til að uppræta „Maqui“-herinn. Skæruflokkar þessir bera nafn sitt af héraði á Korsiku, þar sem þeir voru fyrst stofn- aðir. Þeir hafa náð mestu fylgi í fjallahéruðunum í sauðaust- urhluta Fralcklands og vinna þar xnargvísleg spellvirki. Njóta þeir stuðnings bændanna, sem hjálpa þeim um vistir og brenna Þjóðverjar bæina, til þess að gera skæruliðunum erfiðara fyrir. Yfirvöld frjálsra Fi’akka telja, að í Maqui-hernum sé nú allt ,að því 100,000 menn. Innrásin eykur kola- framleiðslu Breta. Innrásin hefir m. a. haft þau áhrif á Bretlandi, að kolafram- leiðslan hefir vaxið stórum. I fregnum þaðan í gær segir, að námamenn hafi lagt sig alla fram eftir að lagt var til atlögu og í a. m. k. einu námahéraði hefir framleisðlan orðið meiri en nokkru sinni. Síðan farið var að skylda unga menn til vinnu í kolanám- unum hafa 135 verið dregnir fyrir dómara fyrir að neita að hlýða slíkri skipun. Þrjátíu og tveir þeirra hafa verið sendir í fangelsi, en 19 látnir lausir eft- ir skamma stund, er þeir kváð- ust fiisir til að vinna. Kaupmannahöfn: Verkfillsiii kvattlr íil afl tikijPB viiii. Sporvagnar hefja ferðir á ný. 1 gær var lesið í danska út- varpið ávarp til veikfalls- manna urn að snúa aftur til vinnu sinnar í dag. Ávarp þetta var að sögn und- irritað af lciðtogum verkah'rðs- félaganna og borgarstjórn Kaupmannahafnar. Litlu síðar var lesin upp önnur tilkynning, þar sem skýrt var fró því, að sporvagnar og strætisvagnar mundu taka til starfa í dag og bæjarbúar mundu einnig fá gas og rafmagn til afnota sem fyrr. Þjóðverjar virðast hafa fall- izt á þá kröfu Dana, að verk- lýðsforingjar yrði látnir lausir. Þjóðverjar hafa ekki viljað aflétta umferðabanninu að næt- urlagi í borginni. Ííöliknm bæml- IIiii hótað hörða Bonomi-stjórnin ítalska ætlar að taka þjóðina föstum tökum, til að koma á reglu í landinu. 1 gær var haldinn annar fund- ur stjói’narinnar og var þar m. a. samþykkt, að bændur skyldu afhenda ríkinu uppslceru þessa árs, en ef þeir jxverskölluðust skyldi þeir eiga yfir höfði sér 6 ára fangelsi, eða sekt, sem væri 20 sinnurn hærri en and- virði uppskeru þeirrar, sem þeir ætluðu að koma undan. Rólegasti dagur- inn í Normandie. Þjöðwerjar hættm skfodilega áhlaupooi iínum. Bandamenn bjuggust við því, að Þjóðverjar mundu láta veru- lega til skarar skríða í gær, en þess í stað varð dagurinn sá ró- legasti í Normandie síðan inn- rásin var gerð. Á laugardag gerðu Þjóðverj- ar níu gagnáhlaup hingað og þangað á fleyginn, sem banda- menn hafa rekið yfir Odon-ána, eins og þeir væri að leita að snöggum bletti á vörnunum. — Það var rökrétl að álykta, að þeir mundu gera stórárás eða hefðu stórsókn, til að útmá fleyginn, eftir að þeir voru bún- ir að framkvæma þessar undir- búningsaðgerðir. En ekkert gerðist, ekkert i á- hlaup var gert — að minnsta kosti ekki af Þjóðverja hálfu, og lítur herstjórn bandamanna svo á, að Rommel hafi ekki treystst til að vinna á, eins og ó stóð og vilji undirbúa sig betur. Sífelld stórskotahríð. En þótt Þjóðverjar hafi ekki látið neitt á sér bæra, var þó ekki fullkomin kyrrð á víg- stöðvunum. Njósnasveitir Breta voru á ferli allan daginn, til að reyna að komast að fvrirætlun- um Þjóðverja og stórskotalið þeirra hélt uppi hvildarlausri skothríð allan daginn. Veður var óhagstætt til flugs í gærmorgun, en lagaðist síðan og urðu þá talsverðir loftbar- lagar. 11 herdeildir. Þjóðverjar virðast þó hafa nægilegt lið, því að bandamenn hafa orðið varir við menn úr 11 þýzkum herdeildum á hinu stutta svæði hjó Caen og Tilly. Meðal þeirra eru 5 vopnaðar SS-sveitir, sem taldar eru ein- valalið. Ein af þessum herdeildum var flutt frá austurvígstöðvun- um fyrir tæpri viku og gafst einn af foringjum hennár upp fyrir bandamönnum af frjálsum vilja, er hann hafði verið tvo daga á vígstöðvunum þarna. Hann bar það frarn, að á aust- urvígstöðvunum hefði her- mönnunum verið sagt, að þýzki flugherinn væri í V.-Evrópu, en þar væri þeim hinsvegar sagt, að hann væri á austurvígstöðv- unnm. Þýzki herforinginn kvaðst ekki hafa getað sætt sig við slíkar blekkingar og því hefði hann gefizt upp. Framsveitir Rússa aðeins 20 km. fyrir austan Minsk. Hindramx við Frakkiandsstrendur. Meðal hindrana þeiri'a, sem Þjóðverjar komu fyi'ir með strönd- um fram við Ermarsund, voru stálstólpar, sem voru klofnir að ofan, og áttu greinarnar, sem sjást greinilega á myndinni, að rifa göt á botna innrásarbáta bandamanna. Um fjöru stóðu þessir stólpar svo upp úr sjó, að hægðarleikur var að sjá þá og varast þá. Fóru bandamenn einmitt á land, þegar svo stóð ó sjó. Fjallamenn byggja skála við Tindfjallajökul. Hafa í hyggju aö gera göngubrú yfip Markarfljót. rjallamenn fóru 14 í hóp í fyrradag austur á Tindafjallajökul, til að koma upp skála við jökulræturnar. Er það annar skáli þeirra Fjallamanna, en hinn er á Fimmvörðuhálsi. Seinna hafa þeir hugsað sér að gei'a göngubrú yfir Markarfljót, svo hægt verði að komast fótgangandi á milli skálanna. Mikið manntjón á Saipan. Gríðarharðir bardagar halda áfram á Saipan-eyju, en Banda- ríkjamenn vinna jafnt og þétt á. Nimitz flotaforingi skýrði frá því á laugardag, að manntjón Bandaríkjamanna væri oi'ðið rúmlega 9000 manns, en af þeim hefði aðeins tæplega sjött- ungur fallið, hinir væri flestir særðir, en nokkrir væri týndir. Hinsvegar væri manntjón Jap- ana möi’gum sinnum meira, því að Bandaríkjamenn hefði þegar grafið rúmlega 6000 lík jap- anskra hermanna. 56.900 sil. sprenoia virpað í ðýzkar stöðvar Metmánuður brezka flugliersins. í síðasta mánuði vörpuðu brezkar flugvélar niður meira sprengjumagni á þýzkar stöðv- ar en nokkuru sinni fyrr. Alls var varpað niður 56.000 smálestum, mestmegnis til að styðja innrásai'herinn í N.- Frakklandi. Brezkar flugvélar fór í leiðangra allar nætur mánaðarins nema eina. Moski- to-vélar fóru í 23 nætur inn yfir Þýzkaland og vörpuðu þær niður samtals 5000 smálestum. Flugvélar strandvarnaliðsins fóru í samtals 8000 flugferðir og var flogið i kafbátaleit á degi hverjum. Flutningaflugvélar flugu 1.2 milljónir km. yfir Atlantshafi aðeins, en auk þess var fjöldi flugvéla afhentur til vígs'töðva utan Evi-ópu. Landsbókasafnið 1943: Bókaaukníng 1913 bindi. Handritaaukning 67 bindi. I árslok 1943 var bókaeign Landsbókasafnsins talin 155.355 bindi. En ritaukinn frá 1. júní 1943 1913 bindi, þar af auk skyldueintaka 551 gefins.Iland- ritasafnið var talið 9302 bindi í árslok 1943. Hafði það aukizt um 67 bindi, þar af 60 gcfin. Gefendur handfita voru þessir: Erfingjar Jóns biskups Helga- sonar 51 bindi, Benedikt Grön- dal framkvæmdastjóri Rvík 6 bindi, Sveinbjörii Jón Einars- sop bóndi Ileiðabæ 2 bindi og Vilmundur Jónsson landlæknir 1 bindi. Á undanförnum árum hefir British Council gefið safninu um 400 bindi enskra bóka og þar af 377 á sl. ári. Hins vegar hefir safnið lítið eignazt af hók- um á Norðui’landamáluin eða þýzku, vegna styrjaldarorsaka. Vísir átti tal við Guðmund Einarsson frá Miðdal, formann Fjallamanna, og skýrði hann m. a. svo frá: — Farangur og fólk er á 3 stóra bíla, farangur alls um 5 tonn, verður fluttur á hestum upp að jökli. Uml'. Fljótshlíðar sér um flutninginn og verður reitt á um 40 hestum í hverri ferð. Skálanum var valinn staður norð-austan við Bláfell, á milli skriðjökla, senx falla niður aust- urdalinn og niður með Tind- fjéllum að sunnan. Er þar und- urfagurt útsýni yfir suðurjökl- ana og um Langjökulssvæðið, og skammt í skíðasnjó, því snjór liggur ávallt i brekkum bak við skálann. Gert er ráð fyrir að byggingunni verði lok- ið í þessum mánuði. Hópur fjallamanna, er nú fer austur, dvelur eysti’a í 8 daga og er ráðgert að fara um jökul- inn og taka kvikmyndir af f jall- göngum og skíðaferðum um jökulinn. Rnssneika sýningin opnnð. Rússneska ljósmyndasýning- in var opnuð I sýningarskálan- um í dag. Rússneski sendiherrann, Krassilnikov, bauð gesti vel- komna með nokkrum orðum. Þá hélt Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi stutta ræðu fyrir sýningunni. Minntist Bjarni meðal annars á það, að hann hefði fyrir nokkrum árum ver- ið í Rússlandi og kynnzt þar landi og þjóð að nokkru. Við ætlum síðar að gera göngubrú yfir Markarfljót, á gljúfrum, til þess að hægt verði að fara fótgangandi milli skál- arina við Tindfjallajökul og Fimmvörðuháls. Það er hæfileg dagleið rösku göngufólki. Bandamenn nálgast Livorno og Ancona. Kapphlaupi bandamanna- herjanna á vestur- og austur- ströndum Ítalíu til Ancona og Livorno verður nú bráðum lok- ið. Herirnir í báðurn fylkingar- örmuni hafa nú farið yfir síð- ustu árnar, senx varna þeim vegarins til þessara miklu hafn- arboi’ga. Á vesturströndinni hefir 5. herinn farið yfir Cec- ina-ána og tekið borgina Cecina, um 25 km. frá Livorno, og á austurströndinni hafa banda- menn farið yfir Potenza-árna og tekið borg, sem er rúma 20 km. fyrir sunann Ancona. 1 síðasta mánuði smíðuðu amei'ískar flugvélaverksmiðjur 8902 flugvélar. Bílslys við Svartsengi. Utiskemmtun var haldin á Svartsengi í grennd við Grinda- vík í gær. Þar vildi það slys til í nágrenninu, að vörubilreið ók útaf veginum, og virtist hafa verið á mikilli ferð, enda farið margar veltur og mölbrotnað, bæði stýi’ishús og pallur, en auk Aðrar komnar allt að 8o km. framhjá borginni. 270 km. sókn á 10 dögum. að er nú sýnilegt, að Þjóð- verjum mum ekki takast að stemma stigu við sókn Rússa til Mmsk, síðasta virkis þeirra á miðvígstöðvum Rúss- lands. Um 200.000 rnanna her er í og við borgina og hann liefir að- eins ófullkomna þjóðvegi til að nota á undanhaldinu, þvi að járnbrautirnar, sem liggja það- an í norð- og suðvestur eru rofnar. I gæi’kveldi var tilkynnt i Moskva, að framsveitir Rússa beint austur af borginni ættu aðeins um 20 km. ófarna til borgarinnar, en hersveitum Þjóðvei’ja umhvei’fis hana staf- aði þó enn meiri bætta af öðr- unx sveituhi, nefnilega þeirn, sem sækja fram fyrir sunnan og norðan boi’gina. Fyrir norðvestan borgina hafa Rússar tekið borgina Vi- lika, sem er í 80 km. fjai’lægð. Aðrar sveitir eru komnai' um það bil jafnlangt suðvestur fyr- ir hana og liafa háðir þessir fylkingararmar rofið járnbraut- irnar til Vilna og Brest-Litovsk. AlJs 900 bæir teknir. Rússai’ liéldu áfram sókn sinni á öllum Hvíta-Rússlands- vigstöðvunum í gær og auk þess gegn Finnum norður á milli La- doga og Onega. Tóku Rússar alls urn 900 staði í gær og voru með- al þeirra þrjár borgir fyrir suð- vestan Minsk. Eru tvær þerra á járnbrautarlínunni milli Minsk og Baranovichi, en liún liggur síðan áfram til Brest- Litovsk. 270 km. sókn. 1 gær voru liðnir tiu dagar síðan Rússar hófu sumarsókn sina á miðvigstöðvunum og bafa Jxeii’ þá sótt fram um 270 km. leið á j>eim tíma. Er það óvenjulega hröð sókn, enda | brustu vai’nir Þjóðverja ó- I venjulega skyndilega og ger- | samlega sti’ax á öðrum degi I sóknarinnar og síðan hefir ver- ið lítið uin viðnám af þeirra hendi. þess fóru framhjól hifreiðarinn- ar undan henni nxeð öllu og lá hún þannig á veginum og uppi á hraunbungu. Tveir menn voru j í bifreiðinni. Bifreiðastjórinn ! meiddist eitthvað lítillega og j var fluttur til Keflavíkur til læknis. Er hann talinn sama og ekkert meiddur. Hinn maðurinn slapix algerlega við meiðlsi, að öðru leyti en því, að hann hrufl- aðist á fingri. Má telja stór- furðulegt, að ekki skyldu meiðslin vera alvarlegri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.