Vísir - 03.07.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 03.07.1944, Blaðsíða 3
VlSIR Brasilinfararnir! « X Einhver hugðnæmasta og skemmtilegasta skáldsaga, sem út hefir komið hér á landi, Brasilíufararnir, eftir vestur-íslenzka rithöfundinn Jóhann M. Bjarnason, er nú komin út í nýrri og vandaðri útgáfu. Fyrri útgáfan kom út um aldamótin á forlagi Odds Björnssonar, Akureyri, og varð metsölubók síns tíma. Hún hefir verið ófáanleg í mörg ár og eftirspurnin jafn þrotlaus. Það mun óhætt að fullyrða, að fáar skáldsögur hafi náð jafn óskertri hylli lesandans, sem hún, enda fer þar saman afburða skemmtilegt lesefni og snilld i frásögn. Látið ekki undir höfuð leggjast að eignast þessa viðburðaríku og heillandi bók. Takið hana með í sumarfríið; betri bók fáið þér ekki. Hin vinsæla skáldsaga Jóhanns M. Bjarnasonar EIRÍKUR HANSSON kemur út bráðlega. Aðalumboð: Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar Lækjargötu 6 A. — Sími 3263. UNGLINCA vantar frá næstu mánaðamótum til að bera út blaðið um eftir- greind svæði: LAUGAVEGUR NEÐRI SÓLVELLI SOGAMÝRI Talið við afgreiðsluna. — Sími 1660. DAGBLAÐIÐ VlSIR. Baick-hjólkoppur 1941 tapaðist fxá Þiitgvöilum til Revkjavilkwy. — Shilist gegu fundarlaunum k sknfstofu forseta islands. Alþingishúsinu, Kaupamaður - matreiðslukona. Vanur heyskaparmað- ur, sem hefði verkstjórn á hendi að nokkru leyti, getur fengið atvinnu við búið að Belgsholti í Melasveit. Sömuleiðis óskast matreiðslukona. Uppl. á Laugavegi 43. HtMRBIiD ViSIS Ennþá fást nokkur eintök af þjóðhátíSarblaði Vísis. Þeir, sem ætla sér aS eignast blaSiS, ættu aS snúa sér strax til afgreiSslunnar. DAGBLAÐIÐ VlSIR. Saltkjötið þrýtur næstu daga. Síldveiðiskip og aðrir, sem eiga eftir að kaupa kjöt til sumarsins, þurfa að gera það nú þegar. Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ungui piltui getur komizt að sem trésmíðanemi nú þegar. Tilboð merkt „Smiðs- efni“ sendist Vísi fyrir föstudagskvöld. Chevrolet vörubifreið til sölu. Uppl. hjá verk- stjóranum hjá Jóh. Ól- afssyni & Co. í dag og næstu daga. Gæfa fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Nokkrar stúlkur óskast til að leysa af í sumarfríum. — Um lengri atvinnu gæti verið að ræða. Kexverksmiðjan ESJA h/f. Stúlku vantar strax á Elli- og hjúkrunarheimilið G R U N D. Upplýsingar gefur yfirhjúkr- unarkonan. Eldíast GLER. HOLT • Skólavörðustíg 22. Háseta vantar á síldveiðibát. Uppl. á Austurgötu 7, Hafnarfirði. Stónósótt gluggatjalda- eíni. VERZL.C sextugur í dag. Svona líður tíminn fljótt. Mér finnst þó stutt síðan eg liitti Felix Guðmundsson fyrst, en það var reyndar fyrir 31 ári. Við vorum samskipa til Isa- fjarðar á Stórstúkuþing. Þá þegar var hann orðinn dugandi starfsmaður innan vébanda Reglunnar. Áhuginn inn sami fyrr og síðaL Eg kynntist hon- um enn betur síðar, er við átt- um sæti saman í framkvæmda- nefnd Umdæmisstúkunnar nr. 1, en hann var þá formaður liennar. Þegar eg var lormað- ur Reglunnar hér á landi (1924 -—27), var Felix mín önnur hönd hér syðra, og mun eg aldrei gleyma þeirri ágætu sam- vinnu, er með okkur var þá. Síðan hefi eg hitt Felix á hverju ári, og alltaf er hann samur við sig. Einstakur áhuga-, dugnað- ar- og kjarkmaður, hugkvæm- ur og vel máli farinn. Bind- indis- og bannmálið hefir alltaf verið honnm hjartfólgið. Starf hans er orðið langt og farsælt í Reglunni. Samfleytt 12 ár átti hann sæti í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar. Rækti hann starf sitt þar afburða vel, en hann er svo mikill hardagamað- ur, að samherjum hans þótti mörgum nóg um, og fyrir því var starfið stundum þreytandi fyrir Felix. En honum var og er alltaf ljóst, að enginn sigur fæst án stríðs. Striðsmaðurinn Felix ; Guðmundsson naut sín ágætlega ; sem ritstjóri Sóknar, en hann 1 gegndi því starfi alltof stuttan tima. — Andstæðingar hans virða hann, af því að þeir vita, að barátta hans, oft hlífðarlaus, er óeigingjörn. Honum er mál- efnið fyrir öllu. Eg er einn þeirra manna í Reglunni, sem harma það, að l>essi ágæti forystumaður skuli ekki hafa fengið að njóta krafta sinna við stjórnvöl Reglunnar í landinu, og eg lít svo á, að Reglan liafi beðið tjón við það. Felix Guðmundsson lærði múraraiðn á ungum aldri. Vann hann við húsagerð og verk- stjórn ú árunum 1907—1919, en ums j ónarmaður kirk j ugarðs Rvikur varð hann 1919, og gegnir hann þeirri sýslan enn í dag. Ráðunautur og leiðbein- andi um framkvæmd laga um kirkjugarða varð hann árið 1935. Er hér um brautryðjanda- stai'f að ræða, mjög nytsamlegt, og hcfir Felix gegnt því með góðum árangri. Einn af forystumönnum um sjúkrasamlög má telja hann, og hefir hann verið í stjórn Sjúkra- samlags Reykjavíkur 1920 og -síðan. I hindindismálaráði Islands liefir hann átt sæti frá 1938 og formaður áfengisvarnanefndar Höfum enn nægar birgðir af: Fiosnu kálía- og nautakjöti, Frosnu svínakjöti. Fáum öðru hvoru: Nýslátrað nauta- og kálfakjöt. FRYSTIHÚSID HERÐUBREIÐ Sími 2678. 5085. Efnagerð í fullum gangi, með góðum sykurskammti, er til sölu. Upplj'singar ekki gefnar í síma. Sölumiðstöðin Klapparstíg 16. Móðir okkar, Guðbjörg Jónsdóttir, Vitastíg 11, lézt sunnudaginn 2. júlí á Landsspítalanum. Ólafur og Sigurður Sigurðssynir. Reykjavíkur. Hann hefir rit- að margar greinar í blöð og flutt fjölda erinda í útvarp vurt bindindi og bann, skipulag og starfrækslu kirkjugarða og nm sjúkrasamlög. En Felix hefir komið enn víð'- ar við. Hann er einn af elztu og áhugasömustu forkólfum Alþýðuflokksins og var í mið- stjórn hans um hríð. I niðup- jöfnunarnefnd Reykjavíkur var hann 7 ár og í byggingarnefnd 8 ár. Formaður Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis hefir hann verið um hríð Kvæntur er Felix Sigurþóru Þorbjarnardóttur, hónda í Mjó- sundi Sigurðssonar, og eiga þau tvö efnileg börn. Er heimili þeirra ið prýðilegasta, og þakkar sá, er þessar línur ritar,, þeim hjónum margar ánægju- stundir á heimili þeirra. Felix er fæddur á Ægissíðu í Holtum 3. júlí 1884. Voru for- eldrar hans Guðmundur Felix- son, síðar verzlunarmaður, og kona hans Guðný Jónsdóttir bónda í Steinstóft Jónssonar. Afi Felixar og alnafni, merkis- hóndinn Felix Guðmundsson á Ægissíðu, var sonur Guðmund- ar bónda þar, Felixsonar í Vatnskoti í Þykkvabæ, Guð- mundssonar í Arahæ í Flóa, Ás- mundssonar í Svíðugörðum Ás- mundssonar. Kona Felixar á Ægissiðu og amma afmælis- barns vors var Helga Jónsdótt- ir bónda í Hfíðarendakoti Ól- afssonar prests í Ásum Pálsson- ar. Fn kona sr. Ölafs var Helga Jónsdóttir prófasts á Prests- bakka Stcingrímssonar, svo að Felix Guðmundsson kirkju- garðsvörður er 5. maður frá sr. Jóni Steingrímssyni. — Kona Jóns í Hlíðarendakoti var Ingi- björg Guðmundsdóitir frá Fljótsdal, Nikulássonar sýslu- manns Magnússonar, Benedikts- sonar, Pálssonar, Guðbrands- sonar biskups Þorlákssonar. Bróðir Jóns i Hlíðarendakoti var sr. Páll i Guttormshaga. er fórst á Mýrdalssandi með öe- fjord sýslumanni 1823, faðir sr. ólafs dómkirkjuprests og Guð- rúnar, konu sr. Jóns á Stóra- Núpi Eiríkssonar, en meðal barna þeirra hjóna voru þær Helga, móðir Páls á Ásólfsstöð- um, og Kristín, móðir dr. Jóns yfirkennara Ófeigssonar. Eru þeir því fjórmenningar Felix, Páll og dr. Jón. Eg árna afmælisbarninu allra heilla og þakka honum ið bezta vináttu um þrjá tugi ára. Brynleifur Tobíasson. Nýlega hafa eftirgreind fyrirtæki verið sektuð seni hér segir fyrir brot á. verðlagsákvæðum: Heildverzhm Jóns Ileið'berg. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. 8808,83, fyrir of hátt verð á glervörum. — Vélsmiðja Siglufjarðar. Sekt kr. 300,00 fyrir of hátt verð á vélavinnu. — VcrzL Guðmundar Agnarssonar, Rcykja- vvk. Sekt og ólöglegur hagnaður kr. x993-3°, fyrir keðjuverzlun með byggingárvörur. — Reykjavík, 29. júní X944. — Skrifstofa vcrðlags- stjóra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.