Vísir - 11.07.1944, Side 1

Vísir - 11.07.1944, Side 1
Rttstjórar: Kristján Guðlaugsson ' Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritstjórar | Blaðamenn Slmii Auglýsingar' 1 1660 Gjaldkerl S ISnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 11. júlí 1944. 153. tbl. Hestnr fer niður Goðafoss! Meiðist ekkert. Nýlega skeði sá fáheyrði atburður, að hestur einn, sem ætlaði yfir Skjálfandafljót um 180 m. fyrir ofan Goða- foss, barst með straumnum og fór niður fossinn og lenti í hylnum fyrir neðan. Komst hesturinn heilu og höldnu að landi, undir gljúfrunum við fossinn. Var hann ómeiddur, að öðru leyti en því, að nokk- urar hruflur voru á honum. Enginn maður var nærstadd- ur þegar þetta skeði, en af nýjum hcfaförum varð séð, að hann hafði farið út í ána svo sem fyrr segir. Enda er ekki um aðra leið að ræða, sem hesturinn gat farið, nema niður fossinn, til þess að komast á þann stað undir gljúfrunum, sem hann fannst á. Til þess að ná hestinum upp voru sett á hann bönd og hann dreginn upp úr hjá brúnni. Hestur þessi er ætt- aður úr Arnardal og hefir að undanförnu borið nokkuð á stroki í honum. — Má það kallast alveg einstakt, að hest- .urinn skyldi komast heill í gegnum þessa raun. Italía: Þjóðverjar íá nýtt lið. I Þjóðverjar virðast nú hafa j flutt nýtt lið suður á Ítalíu og er j megnið af því í grennd við Livorno. Hersveitir bandamanna liafa orðið varir við menn úr átta þýzkum herdeildum á vestur- vígstöðvunum á Ítalíu og hafa sumar þeirra ekki verið á Italíu fyrr i þessu stríði, svo að vitað sé. Ilalda bandamenn áfram að víkka flevginn í varnir Þjóð- verja austur af Livorno. Pólskar hersveitir eru komn- ar að Musone-ánni á austur- ströndinni. Fellur hún til sjávar skammt frá Ancona. Viðgerð á Ljósafoss- stöðinni að verða lokið. Viðgerð á aflvélinni í Ljósa- fossstöðinni, þeirri er bilaði í s. I. viku, mun verða lokið í kvöld eða fyrramálið að öllu forfalla- lausu. Þá verður byrjað í dag að prófa nýju vólasamstæðuna, en alls mun það talca allt að liálfs- mánaðartíma að prófa þær, áð- ur en þær verða teknar í notk- un. Einhvern næstu daga mun blaðamönnum verða boðið austur að Ljósafossi til að skoða nýju vélasamstæðuna, og stækkun þá, sem gerð liefir verið i sambandi við hana. Alexander, yfirhershöfðingi bandamanna á Ítalíu, hefir ver- ið á skyndiferð í Bretlandi. Mesti kafbátabani Breta hefir látizt í skozku sjúkrahúsi af hjartabilun. Hann sökkti 17 kaf- bátum einn og einu sinni þrem kafbátum á 6 kl.st. með öðrum. Kolaframleiðisla Breta minnkar Bretar geræsér ekki vonir um að kolaframleiðslan fari fram úr 200 millj. smálesta á þessu ári. Hún hefir farið jafnt og þétt minnkandi á undanförnum ár- um. Árið 1938 nam hún 259 milljónum smálesta, en síðan hefir námamönnum farið ört fækkandi, svo að þeir eru nú 70,000 færri en í stríðsbyrjun. Af þeirri ástæðu er talið, að ekki verði liafið kolanám í nýju kolasvæði, sem fundizt hefir í Skotlandi og talið er að geymi 70 milljónir smálesta. Þjóðverjar g:era g:ag:náhlanp í §ífelln milli Odon og: Orne. llvir 3 ti- rá Öngþveiti í flutningum Þjóðverja. Síðustu þrjár vikurnar hafa bandamenn eyðilagt 19 mikil- vægar samgöngumiðstöðvar Þjóðverja í Frakklandi. Eins og ljóst hefir verið af fréttum að undanförnu, hafa flugsveitir bandamanna einkum gert árásir á samgöngur Þjóð- verja, og i gær var skýrt frá því, að á einum sólarhring, frá liádegi á laugardag til jafn- lengdar á sunnudag, liafi verið var^iað sprengjum á 40 staði á járnbrautaneti Frakklands. Þessar miklu og tíðu árásir hafa valdið slíkum glundroða á flutningum Þjóðverja, að bryn- deild, sem var flutt á fimm dögum frá Bússlandi til landa- mæra Frakklands, 1600 km., var tíu daga frá landamærun- um til vígstöðvanna, 500 km. leið. Og það er einna verst fyr- ir Þjóðverja, að að kveldi geta þeir ekki vitað, hvaða leið verði opin næsta morgun. Undanhaldsléiðum verja fækkar. Enn verið að hreinsa til umhverfisi Minsk. Með hverjum deginum sem líður verða horfur minni á þvi, að Þjóðverjar geti bjargað hcr sinum frá Latviu og Eistíandi. Eistlandi. Varla líður svo nokkur dag- ur, að Rússar rjúfi ekki ein- hvern veg eða járnbraut, sem liggja frá norðri til suðurs með- fram Eystrasalti og Þjoðverjar liefðu þurft að jiota. Nú er svo komið, að Rússar hafa sótt svo langt fram milli Polotsk og Vilna — sem er um- kringd — að þeir hafa orðið þjóðveginn milli Dvinsk og Kaunas i Lettlandi. Þjóðverjar könnuðust við þetta í gær og táknar það, að Bússar hafa tek- ið 50—60 km. slökk á einurn sólarhring. Þjóðverjar segjast hafa var- izt áhlaupum Rússa í Vilna og hafi hersveitir þeirra goldið mikið afhroð. Erx Rússar eru komnir svo langt vestur fyrir borgina, að þeir voru í morgun aðeins rúmlega 125 km. frá landamærum Austur-Prúss- lands. Tvær helztu borgirnar, senx Rússar tóku' annars í gær, voru syðst á sóknarsvæðinu. Önnur þeirra er Slonin, sem er 50 km vestur af Baranovichi, við ána Sjara, en hún er þverá Pripet- árinnar. Hin er Luninets, um 50 km. austur af Pinsk og er mikilvæg fyrir þeirra hluta sak- ir, að um hana liggur önnur járnbrautanna, sem liggur mn Pripetmýrarnar. Vinnan við nýju vélina i Sogsstöðinni. Myndirnar hér að ofan eru úr Sogsstöðinni og sýna vinnuna við niðursetningu nýju vélarinnar. Myndin til vinstri sýnir rafalinn á lofti, jxegar á að fara að setja liann niður. Kraninn, sem not- aður er til þess, getur lyft 50 sniálestum. Myndin til hægri sýnir rafalinn, þegar liann er kom- inn á sinn slað í vélarsátrið. Mennirnir á myndinni hafa unnið að undanförnu við að koma vélinni fyrir. Þýzku hershöf ðingjarnir að svíkja Hítier. Láta taka sig til ianga af ásettu ráði. Sú spurning hefir vaknað víða í hlutlausum löndum að undanförnu, hvort þýzku hershöfðingjarnir sé byrjaðir að svíkja Hitler. Ymis tyrknesk blöð telja það grunsamlegt í meira lagi, að hershöfðingjar Þjóðverja skuli láta handtaka sig í tugatali. Þjóðverjar hafi áð- ur orðið að flýja allhratt í Rússlandi, en þó hafi það ekki orðið til þess, að hers- höfðingjarnir gæti ekki forð- að sér, nema þeir hafi bók- staflega verið króaðir inni. Þykir hinurn tyrknesku blöð- um það ekki útilokað, > að hershöfðingjarnir sjái þessa leið eina færa, til bess að þurfa ekki að þjóna Hitler lengur. Stokkhólmsblaðið Afton. tidningen segir um þetta: Eru þýzku hershöfðingjarnir fegnir því, að láta Rússa taka sig til fanga? Ef þeir eru orðnir sannfærðir um að Hitler sé búinn að tapa stríð- inu, þá getur verið, að sú hugsun hafi gripið um sig, að bezt sé bara að leggja ár- ar í bát og gefast upp. Stockholmstidningen ritar í sama dúr og bendir jafn- framt á það, að hermenn líti allt öðrum augum á uppgjöf en stjórnmálamenn og fari þeir að gefast upp af frjáls- um vilja, þá sé sannarlega farið að líta illa út fyrir Þjóð- verjum. P. S.: Þrír hershöfðingjar voru teknir til fanga í Rúss- landi í gær, þar á meðal yfir- maður 4. þýzka hersins. Nærri kviksettur. Þessi þýzki hermaður var nærri grafinn lifandi, þegar banda- menn gengu á land í Nor- mandie. Hann var í skotgröf á sendinni sjávarströndinni, þcg- ar sprengikúla íell skammt frá honum og skotgrafarveggurinn féll ofan á hann. Þegar bann losnaði úr þessari prísund, settu bandamenn hann þegar í aðra. Þekktar byggingar eyðilagar í London. Bretar hafa nú leyft, að sagt sé lítillega frá tjóni því, sem rakettusprengjur Þjóðverja hafa valdið í London. Sprengja kom niður í líf- varðakapelluna í Wellington- herbúSuuum í London og eyði- lögðu liana, og eitt af stærstu gistihúsum borgarinnar liefir skemmzt mikið. Ymsar fleiri merkilegar byggingar hafa skemmzt eða eyðilagzt, en að svo stöddu leyfa Bretar ekki, að sagt sé frá meira tjóni. Víða i London eru hin miklu járnbrautagöng, sem eru um borgina þvera og endilanga, notuð fyrir loftvarnaskýli, eins og veturinn 1940—’41. Sjómannadeilan í Vestmannaeyjum leyst, Sjómannadeilan sem hefir staðið yfir að itndanförnu i Vestmannaeyjum er nú leyst. Voru sanxningar undirr'taðir á sunnudag síðastl. Búið var að ná samkoniulagi um það, að sjómemi á síldveiði- skipum, sem ein eru um nót, 'fengju 2% uppbætur á kjör sín, þegar andvirði aflans hefði rxáð 125 þús. kr. Aftur á móti vildu útgerðarmenn ekki veita sömu kauþuppbætur á bátum, sem eru tveir um nót, fyrr en and- virði aflans hefði náð 175—225 þús. kr. Sjómenn vildu f x sömu kjör, án tillits til þess, hvort um einn bát eða tvílembinga væri að ræða. Sáttasemjari bar fram þá til-. lögu, að 2°/o uppbót skyldi koma til framkvæmda, þegar andvirði aflans hefir náö 135 þús. kr. Þessa miðlunartillögu samþykkti Sjómannafélagiö við atkvæðagreiðslu, sem fram fór í sambandi við liana. roii Hxesti vinningurinn í 5. flokki í Happdrætti Háskól- ans kom upp á hálfmiða og vorti bátSir hlutirnir Seldir í umboði Mar- enar Pétursdóttur Laugavegi 66. F.r jxetta í þriðja sinn í röð sem lxæsti vinningur fellur á miÖa í þessu sarna umboði. 35 skriðdrekar þeirra eyði- lagðir á 12 klst. Vestur-íslendingur, Eggert Stefánsson að nafni, hefir fall- ið í Frakklandi. Eggert var 21 árs að aldri. Hann á foreldra á lífi í Winni- peg og bróðir hans er í sjúkra- deild flughers Kanada. — Egg- ert féll þrem dögum eftir að innrás bandamanna liófst. Eftir þvi sem næst verður komist, er hér uni að ræða Eggert, son Guðmundar Stef- ánssonar glímukappa, en hann er bróðir þeirra Sigvalda Kalda- lóns tónskálds og Eggerts Stef- »Þjóðverjar eru ekki byrjaðiru segir »Lord Haw Hawcc að er greinilegt, að ÞjóS- verjum hefir komið það mjög illa, að bandamenn skyldu geta fært út kvíarnar milli ánna Odon og Orne. Gera þeir tíð gagnáhlaup á stöðvar Breta og Kanada- manna. Hersveitir Montgomerys tóku þarna þorp, sem lieitir Malteau og hæð, sem bandamenn auð- kenna tölunni ,,112“. Þessi liæð gefur þeim útsýni langt suður eftir tungunni milli Orne og Odon, þar sem brátt tekur við landslag, sem er tilvalið til skriðdrekahernaðar. Þjóðverjar vilja umfram allt koma í veg fyrir, að banda- menn brjótist þangað, en þeim er líka mikið í mun að lirinda þeim aftur af því landi, sem þeir liafa þegar tekið. Ilafa þeir gert livert gagnáhlaupið af öðru á þessu mslóðum. Annað áhlaupið, sem liófst að afliðnu hádegi í gær (ísl. tími), var einna hættulegast. Þá tókst Þjóðverjum að brjótast inn í varnir Breta, en þeir réttu blut sinn, þegar Churcliill-skriðdrek- ar voru sendir fram. Enn liafa Þjóðverjar eldd getað náð neinum árangri, sem tali tekur, en bandamenn hafa hinsvegar evðilagt 35 skriðdreka fyrir þeim þarna síðasta liálfan sólarhringinn. Bretar hafa orð- ið a ðhörfa á einum stað, en Kanadamenn bætt aðstöðu sína- „Þjóðverjar ekki byrjaðir“. frski útvarpsfyrirlesarinn William Joyce, sem i talar í þýzka útvarpið og gengur undir nafninu Lord Haw-Haw, tók innrásina til umræðu í gær- kveldi. Hann varaði bandameim mjög við þvi að halda, að mestu erfiðleikarnir væri að baki þótt þeir væri búnir að ná þessari ,,táfestu“ í Normandie. Þjóð- verjar væri nefnilega alls ekki farnir að beita vörnum sínum. „Monty“ þakkar. í gær sendi Montgomery þakkaskeyti til Sir Trafford Leigh-Mallory, yfirmanns þeirra flugsveita bandamanna, sem liafa bækistöðvar í Normandie. Orustuflugvélar og léttar sprengjuvélar þeirra liafa farið ! 12,000 flugferðir síðau 9. júní, þegar fyrstu flugbrautirnar ; voru teknar i notkun í Frakk- landi. i Á laugardag fór Montgomery I i beimsókn til bækistöðva ame- rísku hersveitanna vestan til á vígstöðvunuln og sæmdi marga ameríska hermenn heiðurs- merkjum. /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.