Vísir - 19.07.1944, Síða 2

Vísir - 19.07.1944, Síða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.FI Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 660 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Fé og íiamfarir. j^ýlega hefir merkur rithöfund- ur haldið þvi fram í ritgerð, að Islendingar væru auðug þjóð — einhver auðugasta þjóð ver- aldar að tiltölu við fólksfjölda. Sé miðað við landrými, ári þess að taka tillit til landkosta, kann þetta að vera rétt, enda er nóg olnbogarúmið. f>jóðin sveltur heldur ekki i bili, og gerir það vonandi aldrei, en það eitt er ekki nóg, að ráða yfir nauð- þurftum liðandi stundar, held- ur þarf og að hyggja að hinu að byggja upp og bæta lífsskil- yrðin. Þegar rætt er um að þjóðin sé fátæk, er ekki miðað við afkomu einstaklingsins, heldur framlag þjóðarinnar til framkvæmda á alþjóðamæli- kvarða fyrr og nú. Framleiðslu- tæki og framleiðslan er sá raun- verulegi mælikvarði, sem leggja verður á auð hverrar þjóðar, — miða þarf við framtíðina, en ekki líðandi stund einvörðungu. I því felst engin minnimáttar- kennd, þó, að raunverulegt á- stand sé látið njóta sannmælis, og ber hvorki að skoða sem lof eða last um þjóðina. Menn mega ckki blekkja sjálfa sig, Iivorki með gyllingum né bar- lómi. Framleiðslutæki þau, sem þjóðin hefir yfir að ráða, eru flest úr sér gengin og þá fyrst og fremst þau, sem mestan auð- inn hafa skapað til þessa. Skipakost þjóðarinnar þarf áð endurnýja og breyta á ýmsa lund, miðað við reynslu liðinna ára. Efnt Iiefir verið til sam- keppni í þessu efni, og sýnir það eitt og út af fyrir sig, að breytinga er þörf, og til þess finna þeir, sem mestan kunnug- leilc hafa á málefnum útgerðar- innar. Landbúnaðurinn hjakk- ar enn í sama fari og fyrr að verulegu leyti og víða um land, þótt unnið sé að því að ger- breyta rckstrinum með auknu vélaafli í stað mannshandarinn- ar og frumstæðra verkfæra. Innlendur iðnaður er að veru- legu leyti „gervi-iðnaður“, sem hefir ekkert raunverulegt gildi og er dauðadæmdur, enda baggi á þjóðinni, sem gott er að losna við. Slíkum iðngrein- um hefir verið komið upp á sjúkum tímum og þeim íviln- að á ýmsa lund, en aftur á móti hefirdítið verið gert til að efla innlendan iðnað, sem er í eðli sínu heilbrigður. -Þar skortir fjármagn, --- afl þcirra hluta, sem gera skal. Stofnkostnaðuri slíkra fyrirtækja er í upphafi mikill og vafasamt, að þau geti staðið undir cðlilegum vaxtagreiðslum, þannig að eðli- legt væri að afskrifa þegar í uppliafi nokkuð af stofnkostn- aðinum, en þjóðinni til öryggis þarf að koma upp slíkri fram- leiðslu, svo og til að spara er- lendan gjaldeyri eftir því sem frekast verður við komið. Hér í landi er engin fullkomin skipasmíðastöð, engin áburðar- verlcsmiðja, engin steinlíms- verksmiðja, engin verksmiðja, sem framleitt getur vörur úr margs konar leir, þótt einstak- lingur hafi sýnt, að þetta er hægt að gera og flytja þurfi árlcga inn vörur af slíku tagi Herferð hafin gegn rusli á göfum og torgum bæjarins Frásögn iögrcglnitjóra. IJagnger hreinsunarherferð er hafin á allt rusl á götunum, opn- W um svæðum og einstökum lóðum hér í bænum, sagði Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóri tíðindamanni Vísis í morgun. Að hreinsun þessari er unnið að tilhlutan horgarstjóra, bæj- arverkfræðings, heilbrigðis- stjórnarinnar og lögreglunnar i bænum. Á næstunni verða birtar aug- lýsingar í blöðum og útvarpi, þar sem hlutaðeigandi fóllc verður aðvarað um að fjarlægja muni og dót innan ákveðins tíma. Verður því sjálfu gefinn kostur á að lrirða dótið og koma því undir þak, ella verður það fjarlægt á kostnað og ábyrgð eiganda. Gatna- og torghreinsuninni fyrir hundruð þúsunda eða milljónir, ekkert grjótnám til húsaskreytingar, þótt slíkar steintegundir séu nægar í land- inu, en séu hins vegar fluttar inn fyrir tugi þúsunda króna á ári hverju, engin saltvinnsla, sem vafalaust mætti koma upp með auðveldu móti, engin lýsis- vinnsluverksmiðja eða verk- smiðjur, sem vinna nokkuð verulega úr hráefnum sjávar- afurða og þannig mætti lengi telja. Sökum fjárskorts nytjum við ekki landgæðin á nokkurn hátt. Hét er unnt að vinna kol og olíur úr kolum, enn fremur járn og ef til vill fleiri málma, en einstaklingarnir mega ekki við miklu tapi í uppliafi og þvi eru engar eða óverulegar til- raunir gerðar til þess að hrinda málunúm í framkvæmd. Tak- markað fjármagn verzlunar, útgerðar og iðnaðar leitar þang- að, sem fé er fljótteknast sem hagnaður, en langt er frá því að slík fyrirtæki séu landinu nauðsynlegust. Þjóðin ræður ekki yfir nauðsynlegu fjár- magni, sem verja verður í til- raunaskyni, án þess að það verði aftur heimt fyrr en síðar, er full reynsla er fengin óg menn hafa þreifað sig áfram með tilraunum stig af stigi. Vellíðan fólks kann að vera hér almennt meiri en í öðrum löndum, en engin þjóð mun eiga jafnmikið ógert og við. I framkvæmdum liðinna ára eiga aðrar þjóðir sparifé sitt og framtíð sína, en sá sjóður er rýr hjá okkur Islendingum og þjóðarauðurinn því raunveru- lega ótryggður. Það þarf fórn- fýsi til að ryðja nýjungum brautina, og sem betur fer eig- um við nokkuð af mönnum, sem miða ekki allar aðgerðir fyrst og fremst við eigin hag í nútíð, heldur frámtíðarhag heildarinnar. Þeir ménn hafa verið nefndir skýjaglópap og „spekúlantar“, en það eru ein- mitt þeir, sem mest hafa unn- ið og munu vinna í þágu heild- arinnar, þótt þeir slceri sjálfir oft og einatt ekki upp ávexti af starfi sínu. Hins vegar er æskilegast að hið opinbera geti styrkt allar þær tilraunir, sem miða að raunverulegum fram- förum, þannig að öllum þung- anum sé ekki varpað á herðar einstaklinganna í því efní. Fjár- skortur hefir kollvarpað mörg- um efnilegum fyrirtækjum og komið algerlega í veg fyrir framkvæmdir þjóðnýtra hug- sjóna. Strangar hömlur hafa verið settar við innflutningi er- lends fjármagns til landsins, en af því ætti aftur að leiða aukn- ar skyldur opinberra sjóða um styrki til nýjunga og framfara- mála. • ■ - . . -v------. Á' verður væntanlega lokið undir liaustið og verður þá hafin samskonar herferð á lóðirnar kringum húsin og þeim gerð sömu skil. Slík hreinsunarlierferð hefir þegar verið gerð á eina götu bæjarins, en það er Tryggagata vestanverð. Yoru flutt þaðan mörg bíllilöss af allskonar drasli sem legið hefir í óhirðu um lengri eða skemmri tíma, jafn- vel heilir bátsgarmar, sem engir vissu deili á og engir fundust eigendur að. Munu víðar ekki óáþekkan feng að finna og þarf ekki annað en ganga um Skúlagötu til að sjá hver brýn nauðsyn er að þessari galnahreinsun. Er gott til þess að vita að yfir- völd bæjarins hafa látið þetta mál til sín taka og vonandi kemst óhirðan og kæruleysið i umgengni bæjarbúa aldrei í á- þekkt horf aftur. Þeir menn, sem liér eiga hlut að máli, og geyma eitthvað af dóti utanhúss ættu að sjá sóma sinn í því að hirða það sjálfir og bjálpa þannig lögreglunni í hreinsunarstarfi sínu. Norski sendiherrann leggur embættisskjöl sín fyrir forsetann. þriðji sendiherrann, sem leggur fram embættisskilríki sín, við forseta íslenzka lýðveldisins, hr. August Esmarch, sendiherra Norðmanna, gekk fyrir forseta kl. 12,30 í dag aS 'Bessastöðum. Fer hér á eftir tilkynning utanríkisráðu- neytisins um athöfnina. Forseti Islands tók í dag, ld. 12.30, á móti sendiherra Norð- manna, herra August Esmarch, í liátíðasal Bessaslaða. Afhenti sendherrann ný embættisskil- ríki frá Hákoni VII Noregskon- ungi, stiluð til forseta íslands. U tanríkisráðherra Vilh j álmur Þór var viðstaddur athöfnina. Sendiherra hélt við þetta tækifæri þessa ræðu: gömlu tengslum, er tengt hafa Noreg og ísland, heldur lýsir hún einnig þalcklæti þjóðar vorrar fyrir hina miklu samúð, sem komið liefir fram frá allri íslenzku þjóðinni í garð vor Norðmanna á þeim undanförnu árum, er vér liöfum barizt fyrir frelsi voru og sjálfstæði. Samúðin hefir meðal annars komið fram í liirini hughlýju* Herra forseti! Mér veitist sá i viðleitni lil að veita oss efnalega heiður að afhenda yður bréf Norgskonungs. í bréfi þessu bið- ur hann yður að veita mér mót- töku sem sérstökum sendiherra og ráðherra méð stjórnarum- boði lijá ríkisstjórn Islands. Eg vil gjarnan taka það fram, a'ð sú ósk Hans Hátignar Há- könar konu.ngs um að efla og styrkja hin góðu og vinsamlegu samskipti, sem verið hafa milli Noregs og íslands, byggjast ekki eingöngu á þeim alda- aðstoð að svo mildu levti sem unnt liefir verið. Persónulega er eg þeirra skoð- unar, að ef eg í áframhaldandi starfi mínu hér mæti sama vel- vilja og hjálpfýsi, sem mér bef- ir verið sýnt hingað til, muni það starf að Imýta æ fastar vin- áttubönd milli þjóða vorra og ríkja veitast mér mjög auðvelt.“ Svarrræða forseta var á þessa leið: „Sendiherra! Mér er ánægja að því að taka við brcfi Hans Hátignar Noregskonungs, sem staðfestir, að þér séuð sérstakur sendimaður og ráðherra með stjórnarumboði hér á landi. Það gladdi mig og marga landa mína, að verða var þeirr- ar samúðar, með hinni norsku bræðraþjóð vorri, sem látin var i ijós í tilefni af framkomu yðar að Lögbergi 17. júni. Eg hygg að| vart muni hugsast betri tján- ing á tilfinningum vorum en þá var í ljós látin af þeim fimmta hluta íslenzku þjóðarinnar, sem þar var saman kominn. Þar var í Ijós látið þakldæti til konungs Noregs og ríkisstjórnar fyrir af- stöðu þeirra til endurstofnunar liins íslenzka lýðveldis og jafn- framt þær hlýju tilfinningar í garð norsku þjóðarinnar, sem vér höfum ávallt í brjósti borið, ekki livað sízt á hinum langa þjáningatima henriar meðan liún liefir sýnt slíka hreysti og frelsisást. Þess verður vonandi ekki langt að bíða að norska þjóðin öðlist aftur frjáls umráð yfir landi sínu, gamla Noregi, og vonum við þá og treystum, að nánari samvinna en nokkru sinni áður megi takast til gagns fyrir báðar þjóðirnar. Persónulega er eg á sama máli og þér, að framtíðarstarf yðar hér muni verða heillarikt. Meir en 20 ára persónuleg kynni af yður styrkja þá sannfæringu mína. Eg bið yður að flytja Hans Hátign konungi, Hans Konung- legu Tign Ólafi ríkserfingja og stjórn yðar alúðar kveðjur mín- ar og íslenzku þjóðarinnar með beztu óskum um framtíð norslcu þjóðarinnar sem frjálsra manna.“ Að athöfninni lokinni liöfðu forsetahjónin hádegisboð fyrir norska sendiherrann og frú Esmarch og utanríkisráðherra og frú Þór. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Óperu- söngvar. 20.30 Útvarpssagan (Hjelgi Hjörvar). 21.00 Hljómplötur: ís- lenzkir einsöngvarar og kórar. 21.10 Erindi: Frá Krýsuvík (Stefán Stef- ánsson túlkur. — Þulur flytur). 21.35 Hljómplötur: Svíta úr Pétri Gaut, nn. 2, eftir Grieg. ° r Scrutator: c* TIgucLcIJx aÉm&nwnfys Kirkjugarðarnir. Felix Guðmundsson sendir Vísi eftirfarandi athugasemd: í Vísi 11. þ. m. gerir Jón Arn- finnsson umhirðu og útlit á trjá- gróðri í kirkjugarðinum aS um- talsefni, undir „Raddir almetjnings". Er svo að sjá sem Jóni þessum finnist ástand garðsins í þessum efnum heldur bágborið. Og meira en það, því hann telur öllum trjá- gróðri í bænum stafa hætta af þessu háttalagi. Sakar kirkju- garðsstjórnina um trassaskap og tilfinningaleysi gagnvart fólki sem reiti á í garðinum. Hann heldur auðsjáanlega að hanq viti hvað hann megi bjóða sér maðurinn sá, þegar hann tal- ar um trjárækt og um hirðu trjáa. En ef til skyldi vera fólk sem hef- ir á Jóni sömu skoðun og sjálfur hann í þessu efni, vil eg taka fram eftirfarandi: Fyrir rúmlega þrem árum ré'öi' krkjugarðsstjórnin þekktan skóg- fræðing til starfa við kirkjugarð- ana; hefir hann starfaö við þá síð- an og starfar viÖ.þá ennþá. Þessi maður, sem er lærður skógfræ'S- ingur, og hefir starfaS vi® skóg- rækt árum saman, er þar aS auki þekktur aS samvizkusemi og skyldurækni; hefir áreiSanlega miklu betri skilyrði til aS vernda trjágróSur garSanna svo vel sem vera má, heldur en Jón Arnfinns- son. Enda er eg þess fullviss aS Jón veit, aS til þess hafa veriS gerSar þær rá'Sstafanir sem lík- legastar eru til úrbóta. RáSstafan- ir, sem hann hefir heyrt talaS um og svo'ráSlagt öSrum. Eg skal enn- fremur tjá bæjarbúum þaS, aS neytt mun verSa allra þekktra ráða til aS vernda og auka trjá- gróSur í görSunum undir forystu skógfræSingsins — 0g eftir fyrir- mælum og í góSri samvinnu viS kirkjugarSsstjórn.', ViS Jón Arn- finnsson vil eg Wo aS síSustu segja þetta: Ástand kirkjugarSs- ins er sem betur fer ekki svo bág- boriS, sem hann heldur fram, og firrur hans um þá hættu, sem trjá- gróSri annarsstaSar í bænum stafi af þessu tel eg ekki ástæSu til aS svara, því sjúkdómar í trjám nú í sumar og vor eru ekkert eins- dæmi um kirkjugarSinn eSa þar fremur en í öSrum görSum. Þá vil eg segja Jóni Arnfinnssyni þaS, aS þaS er viS fleiri örSugleika aS stríSa i umhirSu kirkjugarSanna, en sjúkdómana i trjánum þó slæm- ir séu. Eitt af þeim örSugleikum er umgengni einstakra manna, jafnvel manna, sem sjálfir hafa skýrt sig garSyrkjumenn. Ef til vill man Jón eftir því, aS hann tók sér fyrir hendur fyrir nokkurum árum aS grisja og kurla af trjám i þessum umrædda garSi. Og nú skal eg fræSa hann á því sem hon- um þykir ef til vill ekki trúlegt, eftjr þeirri kröfu, sem hann gerir til annara. AS þessi umræddu vinnubrögS hans í kirkjugarSin- um gengu svo nærri tilfinningum allmargra er tré áttu í garSinum, aS eg hefi ekki orSiS þess var aS þeim hafi nokkurntíma veriS meira misboSiS. Af þessum og fleiri ástæSum verSur Jón Arn- finnsson að afsaka það, þó að for- sjá hans um verndun og ræktun garSanna hafi ekki veriS frekar leitaS. Iin þaS skilst mér, aS honum hafi fundizt helzt áfátt í rekstri þeirra. Skipulagsstjóri. HörSur Bjarnason arkitekt hef- ir veriS skipaSur skipulagsstjóri kauptúna og sjávarþorpa. Hefir hann unniS undanfariS aS skipu- lagsmálum 'og sýnt aS hann hefir glöggan skilning á þeim, auk fræSilegrar kunnáttu, sem hann hefir aS sjálfsögSu aflaS sér meS námi. Er þar réttur maSur á rétt- um sta'S. Ótalin eru þau verSmæti, sem fariS hafa forgöSum vegna vitlauss skipulags í kauptúnum og sjávarþorpum víSa um land. Venjulega blasa fyrst viS augum, er á land er komiS, ljótar 0g óásjá- legar krár, komnar víSa aS hruni, byggingar, sem snúa hornum aS götu, skaga út í þær eSa standa þvert fyrir þeim, en öllu þessu hefir veriS tildra'S upp án þess aS nokkurt bæjarskipulag eSa gatna- gerS væri haft í huga. Öllu þessu þarf a'S rySja burtu til þess <aS skapa skilyrSi fyrir vaxandi bæj- um, framförum og e'SIilegri þróun. Skipulagsnefnd hefir þegar unniS mikiS starf til þess aS koma mál- um þessum í sæmilegt horf, en margt er ógert aS vonum. Gefast HerSi Bjarnasyni mikil verkefni, sem hann er manna færastur til aS leysa, og Vonandi mæta um- bótatillögur hans skilningi af hálfu bæjarstjórna og bæjaryfirvalda, en góS samvinna þesSara aSila er fyrsta skilyrSi til aS árangur verSi góSur af starfinu. Yfirleitt er nú lagt kapp á aS fegra kauptún og sjávarþorp víSa um land og þvi fyrr sem hafizt er handa því betra. Fagur bær ber vott um þroskaSa íbúa, en ljótur bær og sóSalegur um skort á fegurSartilfinningu og þrifnaSi. íbúana má dæma eftir bæjunum og byggingunum. Góður súgfirzkur riklingur tjil sölu í Verzlun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50. Símar 3414 og 4781. Sanngjarnt verð. Bíll Yfirbyggður sendiferðabíll í góðu standi til sölu. Til sýn- is í dag. Uppl. í síma 1440. 1 8 cylinders Ford mótor óskast til kaups strax. Uppl. í síma 4408. Tvær nýjar amerískar rafmagnselda- vélar eru til sölu. Sá, sem getur útvegað nýjan ísskáp, geng- ur fyrir. Tilboð sendist bláð- inu, merkt: „Eldavél — 2“, fyrir mánaðamót. STÚLKA óskast i matvörubúð. Tilboð með upplýsingum um fyrri atvinnu sendist blaðinu fyr- ir 24. júlí, merkt: „Ágúst — 2“. Vegna fozfalla vantar stúlku á sjúkrahús Hvítabandsins nú þegar. — Húsnæði getur fylgt. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkonunni. Verkíærasiitt hentug fyrir heimili, í sum- arbústaÖi og bifreiðar. Stoíuskápai. Nokkrir vandaðir, póleraðir skápar eru nú til sölu. Tvær stiilknr óskast til afgreiðslu i matar- og búsáhaldaverzlun. Helzt vanar. Umsóknir sendist af- greiðslu blaðsins fyrir laug- ardag, merkt: „Afgreiðsla".

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.