Vísir - 27.07.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 27.07.1944, Blaðsíða 2
/ VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sparnaður og farnaður. JJtærstu fyrirtæki veraldarinn- ar gæta þess vandlega, að spara allt, sem sparað verður við framleiðsluna, án þess þó að vörugæðum sé spillt á nokkurn hátt. Allur úrgangur er nytjað- ur út í yztu æsar og oft er það hann, sem gerir gæfumuninn og ræður úrslitum um, hvort fyrirtækin bera sig eða ekki. Trésmiðjur nota sagið og spæn- ina, sem til fellur í margskyns einangrunarefni, stálsmiðjur úrgangsefni sin á sama hátt, en að öðru leyti eftir því, sem við á, sláturhús vinna feitina úr af- rennsli húsanna, úrgangsolíur eru hreinsaðar og notaðar að nýju og þannig mætti lengi telja. Sum félögin í Vesturheimi spara hráefni svo tugum millj- óna dollara nemur á smásparn- aði eða nytjun úrgangsefna, og þar er ekkert of auðvirðilegt til þess að ekki megi gera sér mat úr með viðeigandi aðgerðum. Hér á landi hefir annað ver- ið uppi á teningnum. Ötaldar eru þær þúsundir, sem,varpað hefir verið i sjóinn vegna óvið- unandi viðhalds eða beinnar eyðingar margvíslegra verð- mæta, eða loks vegna sinnu- leysis við að nytja margskyns úrgang, sem að gagni má koma. Kannast allir t. d. við fiskhaus- ana, dálkana og slógið, sem ekki var nytjað til skamms tíma, en lá í haugum við hverja bryggju í útgerðarstöðvum, og þannig mætti lengi telja. Allt veldur þetta tjóni og þvi tilfinnanlegu, en verst' er þó þegar slik van- ræksla skapar algert öryggis- leysi neytenda og framleiðenda. Því til sönnunar skal eitt dæmi tekið. Rétt fyrir styrjöldina eða í byrjun hennar var mönnum heitið verðlaunum fyrir fram- leiðslu jarðepla, sem námu á- kveðinnt upphæð á hverja tunnu. Framleiðsla og framboð jókst svo stórlega, að verðlag lækkaði til mikilla muna, þótt allt væri gert sem unnt gat tal- izt til þess að halda verðlaginu uppi og jafna dreifinguna. Svo fór, að bændur voru varaðir við að framleiða um of af garð- ávöxtum og þá jarðeplum sér- staklega, og þeir fóru sannar- lega eftir þeim ráðum, sem gef- in voru í þvi efni, og næsta ár var framleitt allt of lítið, þann- ig að ekki var fullnægt þörf- um i nnanlandsmarkaðsins, en flytja varð inn jarðepli í stór- um stil, sem við teljum vart mannamat, og svo hefir það verið síðan. Hitt er víst, að er frá líður, verður það talinn mesti vanzi að þjóðin skuli ekki hafa leitazt við með öllum ráð- um að verða sjálfri sér nóg í þessu efni, enda virðist mis- jafnt árferði eitt nægja til mis bresta, þótt mannsandinn og hyggjuvitið komi þar ekki til hjálpar með allskonar skipu- 1 agningar fargani og opinherri afskiptasemi að óþörfu. Garðávextir og þá einkum jarðepli þrífast hér yfirleitt sæmilega, þótt á því sé nokk- ur áramunur. Að því ætti að vinna, að framleiðslan yrði sem mest, þannig að hún fullnægði ekki aðeins neyzluþörfum landsmanna, heldur yrði veru- lega þar umfram. Offram- leiðslu jarðepla getur þjóðin notfært sér á margan hátt, m. a. til framleiðslu vínanda, sem nú er fluttur inn í landið í stórum stíl. Slík framleiðsla á vínanda í landinu sjálfu þyrfti á engan hátt að auka á neyzluna, en ef til vill gætum við einnig í þessu efni orðið sjálfum okkur'nógir. Vínandi er notaður til margs- kyns iðnaðar, þótt ekki sé hann drykkjarhæfur, og ekki verður séð að framleiðsla slíkrar vöru í landinu geti á nokkurn hátt talizt höfuðsynd. Híns vegar mundi slik framleiðsla tryggja það, að í sæmilegu árferði hefðu neytendur nægar jarð- eplabirgðir til neyzlu, en fram- leiðendur gætu selt ríkinu um- frambirgðir á sanngjörnu verði til framleiðslu á varningi, sem hvort sem er þarf að flytja inn í landið. Þótt hér hafi fram- leiðsla vínanda verið nefnd, má vafalaust nytja jarðeplin á ann- an hátt, en aðalatriðið er að þau yrðu nytjuð á hagkvæm- asta og auðveldasta háttinn, þannig að ríkinu yrði ekki verulegur baggi að, en fram- leiðslan kæmi að fullum notum. Vel kann að vera, að einsjaka menn telji stefnt í voða með slíkum tillögum, með því að þeir óttist eftirköstin, en þá er því til að svara, að þjóðin hefir ekki ráð á einstrengingshæfti, sgm staðið getur henni fyrir þrifum. Auðlindir eru ekki það margar í landinu, að ekki beri að ausa af þeim öllum, svo sem frekast verður við komið. Lög- gjafinn hefir ávallt í hendi sér að gera hvers konar öryggisráð- stafanir, sem nauðsynlegar má telja til að koma í veg fyrir háskasamlegar aðfarir eða mis- notkun og úr því að ríkið flyt- ur inn áfengi, sem talið er nauðsynlegt til margvíslegra rannsókna og iðnaðar, ætti það eins að geta framleitt slíkan varning til eigin þarfa. Finnist hins vegar heppilegri leiðir til að tryggja framleiðsluna og hag framleiðenda og neytenda, ber að velja þær, sem að mestu gagni koma. Allt þetta þyrfti að athuga án þess að neita fyr- irfram einhverri þeirri lausn, sem til greina getur komið. Þjóðin getur því aðeins tryggt framtíð sína, að hún læri að spara og fara vel með allt það, sem henni er trúað fyrir, en hún verður einnig að fram- leiða allt það í landinu, sem hún getur framleitt á heilbrigð- um samkeppnisgrundvelli, en sem nú þarf að flytja inn í landið. Jafnframt því þarf hún einnig að komá í veg fyrir að hér skapist óheilbrigð frann leiðsla í einni eða annari mynd, sem ávallt hlýtur að verða baggi á þjóðinni, þótt slíkri framleiðslu megi halda uppi með margskyns fríðindum og einkaréttaraðstöðu. Til þess að safna varanlegum verðmætum þarf þjóðin aanarsvegar að Iæra að spara, eruhinsvegar að nytja landsgæðin. Happdrætti Hringsins. Dregið verður í happdrætti Kven- félagsins Hringsins næstk. þriSju- dag i. ág. Til happdrættis þessa er efnt til ágóSa fyrir barnaspítalann og eru vinningarnir sumarhús, saumavél og karlmannsúr. Þeir happdrættismiSar, sem ennþá eru óseldir, verða seldir á götunum næstu daga, og eru börn og ung- lingar hvattir til að gefa sig fram til aS selja þá. VerSur síðar aug- lýst í blöðum og útvarpi, hvar og hvenær þeir eiga aS mæta til að fá miðana afhenta. Næturakstnr. Hreyfill, sími 1633. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki. Næturíæknir. Læknavarðstofan, sími 5030. VISIR Barátta dönsku þjóðarinnar. Eftir Lúövíg Guðmundsson skólastjóra. Hflar líkur benda til að senn dragi að lokum Evrópustyrjaldar- n innar, þannig að þeir munu reynast sannspáir, er telja að henni verði lokið fyrir næstu áramót. Hinsvegar eru eyðileggingar þær, sem verða kunna, skorturinn og neyðin í herteknu löndunum éngan veginn séð fyrir, en líklegt má telja, að þar verði ríkjandi hörmunarástand og verði að hef jast handa tafarlaust um að veita þjóðunum þá hjálp, sem unnt er við að koma, þeim mun frekar sem vetur fer í hönd og óhægara reynist þá um bjargræði. Hér í landi hefir verið hafizt handa um fjársöfnun til dönsku þjóðar- innar, sem mjög hefir verið hart leikin í styrjöldinni. Verður þeirri söfnun væntanlega haldið áfram enn um skeið og hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar til að hjálp verði veitt strax, er stríðinu lýkur. Jafnframt hefir fyrsta fjárgreiðsla verið send nýlega til landflótta Dana, sem Af hálfu fjársöfnunarnefnd- arinnar gerði LúSvíg Guð- . mundsson grein fyrir væntan- | legu starfi liennar, í erindi sem j I hann flutti í Rilcisútvarpið. Ber | fleirum að lcynna sér það, en þeim sem á ldýddu og verður ! þvi erindið birt hér í blaðinu í heild. ' I . . Þrált fyrir 9 missera grimm- 1 úðlega heimsstyi’jöld, þrátt fyr- j ir liernám lands vors og þrátt 1 fyrir það, að fjöldi íslenzkra j sjómanna hefir látið líf sitt af j völdum ófriðarins, höfum vér j Isleodingar litil skilyrði til að j skilja allar þær ógnir, sem styrjöldin hefir búið ófriðar- j þjóðunum og flestum her- j numdu löndunum. Þrátt fyrir allar hörmungar ! ófriðarins hefir oss aldrei vegn- gð betur en einmitt þessi árin, þegar flestar aðrar þjóðir, m. a. allar þjóðir Norðurlanda, að Svíum einum undanskildum, hafa orðið að lieyja harða bar- állu upp á líf og dauða og þola sárustu þrautir, skort og þreng- ingar, kúgun og ánauð. Land vort hefir að vísu verið hernumið. En samt vitum vér vart hvað hernám er. Öll her- námsárin höfum vér ausið sí- vaxandi auði og allsnægtum á háðar hendur og aldrei í sögu vorri höfum vér borist meira á en nú. Vér höfum látið og leikið svo sem oss lysti. Óáreittir af öðrum höfum vér getað þjónað lund vorri, deilt og þráttað, dæmt og vegið. Vér þekkjum ekki ógnir hins algera stríðs, sem nú er háð. Vér vitum ekki hvað hafnbann er og liöfum ekki reynt þján- ingar þess skorts og allsleysis, er því fylgir. Vér höfum enga hugmynd um þá slítandi kvöl, er þvi fylg- ir, að mega aldrei leggjast ör- uggur til hvíldar, mega aldrei óliultur neyta matar síns, mega á Iiverri stundu búast við þvi að verða sviptur eignum, frelsi, eða jafnvel fjöri. Og vér höfum engin skilyrði til að skilja þær voða-ógnir, sem j loftárásir núverandi styrjáldar j búa friðsömum borgururn flestra annarra hernuminna landa og ofriðarþjóðunum, jafnt konum sem körlum, börnum, sjúklingum og gamalmennum. ; Vér vitum ekki hvað það er, að , verða nótt eftir nótt, viku eftir ; viku, mánuðum og jafnvel ár- um saman að vera á látlausum flótta undan eyðandi sprengju- regni frá þúsundum fljúgandi vigdreka, sem æða yfir löndin j og brjóta og brenna bæi og borgir. Vér íslendingar þekkjum að- dvelja í Svíþjóð. eins af sögn, en eldd reynd, raunir, fórnir og baráttu frænda vorra, Norðmanna. Enn þá minna höfum vér þó til þessa vitað um hina lietjulegu, þöglu baráttu, sem önnur frændþjóð vor, danska þjöðin, háði við óvin sinn, allt frá fyrsta degi hernámsins, vorið 1940, fram til ágústloka 1943, þegar upp úr sauð og teningunum var varp- að og opin barátta var upp tek- in. Það er i frásögur fært, að dag- inn sem þýzku hersveitirnar höfðu lokið hernámi Dan- merlcur, ræddi yfirforingi þýzka setuliðsins við Kaper, borgar- stjóra i Kaupmannahöfn, og rómaði þá stillingu og þann aga, sem danskur almenningur hefði sýnt. „Þetta er ekki agi,“ svaraði borgarstjórinn, „þetta er menning.“ Eg efa það mjög, að hinn prússneski hermaður liafi skil- ið þann stolta sannleika, sem fólginn var í svai’i borgarstjór- ans og eg efast um, að hann hafi þá gert sér Ijóst, að hann hafði hernumið eina gagn- menntuðustu þjóð heimsins.. íslenzkum almenningi hafa borizt undra fáar fi-egnir af lífi og baráttu dönsku þjóðarinnar þessi erfiðu ár hennar. Að vonum hefir þvi margurT haldið, að þar gerðist ekki neitt. En það er siður en svo. ÖIl hernámsárin hefir danska þjóðin háð lietjulega baráttu fvrir tilveru sinni, sjálfræði sínu og andlegu frelsi. En að- stæðurnar mótuðu þá baráttu og var hún liáð með þeirri seiglu, festu og háttvísi, sem dönsku þjóðinni einni er lagin, — og með þeim árangri, að hinn voldugi óvinur, grár fyrir járnum, gafst upp við þann loddaraleik að reyna að telja umheiminum trú um, að her- nám hans á Danmörku væri fyr- irmynd! Með óbilandi þrautseigju og manndómi og undir öruggri, hetjulegri forustu hins aldur- hnigna konungs síns, sem nú nýtur meiri virðingar og aðdá- unar gervalls hins frjálsa heims, en nokkur annar núlif- andi þjóðhöfðingi, að öllum öðrum ólöstuðum, — undir for- ustu hans tókst Dönum loks að svipta sauðargærunni af hinum nazistiska úlfi! Og siðan 29. ágúst s. 1. er opinber barátta háð í Danmörku, — af Dana hálfu með öllum þeim vopnum, sem hernumin smáþjóð á kost á, andlegum sem veraldlegum, og alstaðar, á æðri sem lægri stöðum, — i látbragði, viðmóti, orði og athöfn. Hervirki óvin- arins springa í loft upp, hvert af öðru, verksmiðjur þær, er liann notar til fi’amleiðslu nauð- synja sinna, véla og vígtækja, eru eyðilagðar, hver af annari, hervegir lians og brýr rofnar og birgðaskemmur hans brenndar! — Síðan teningunum var varpað i lolc ágúst, eiga Danir i ófriði við Þjóðverja, enda þótt aldrei liafi verið lýst yfir stríði, — enda er slíkt ekki siðvenja þjóða nútímans! Herlög voru sett i landinu, og ríkisstjórnin svipt völdum og konungurinn fangi. En svo mikill hefir verið einhugur danskra stjórnmálamanna, að Þjóðverjum hefir ekki enn tek- izt að fá neinn mann né menn, til þess að leika þar hlutverk Kvislings og félaga hans. Fang- elsanir danskra 'manna og kvenna hafa farið sívaxandi. Frumstæðustu réttindi manna, svo sem tjáningarfrelsi, hefir verið afnumið, að heita má að fullu. Öryggisleysi einstakling- anna hefir farið sívaxandi og enginn, sem ann þjóð sinni er lengur óhultur, hvorki á nóttu né degi. Morð danskra þegna nálega daglegt brauð. Síðan ógnaröld þessi liófst, síðla sum- ars, liafa nálega 18—20 þús. danskir þegnar, — þar af tæp- ur þriðjungur Gyðingar, — flúið land sitt, yfirgefið eignir og óðul, yfirgefið vini og ætt- ingja og hætt lifi sínu á flótta. Flestir þessara karla og kvenna hafa leitað athvarfs hjá hinum gestrisna nágranna og frænd- þjóð, Svíum. En ótaldir eru þeir, sem fai’izt liafa, eða verið skotnir á flótta. Öllum er enn í fersku minni hið grimmilega ódæði, er einn stærsti andans maður og trúarhetja Norður- landa, presturinn og skáldið Kaj Munlc, var myrtur nálægt heimili sínu. Vér íslendingar, sem fjarri stöndum þessum grimmilegu ógnum, fáum lítið að gert. Hversu fúsir mundum vér þó ekki vilja veita liðsinni og hjálp öllum, sem líða og stríða? En þeir eru svo margir, að hjálp vor mundi að engu verða, ef henni væri dreift. En ef vér hinsvegar einskorð- um og einbeitum lijálp vorri að þeim •þjóðunum, sem næstar oss standa að menningu og frændsemi, er eigi að efa, að vér getum að „verulegu leyti bætt úr og linað böl fjölmargra. -—- Vér höfum nú þegar á um- liðnum styrjaldarárum sýnt tveimur Norðurlandaþjóðanna samúð vora í vei’ki og efnt til fjársöfnunar þeim til lianda. En Danir eru þá einir eftir nauð- staddra Norðurlandaþjóða, sem enginn slíkur vináttuvottur hefir enn verið sýndur. Eiga þeir þó eigi síður um sárt að binda en hinar þjóðirnar. Og barátta þeirra fj’rir þeim hug- sjónum, sem oss eru dýrstar alls, — frelsinu til að lifa lífinu sem menn, en ekki sem ánauð- ugir þrælar eða skynlausar skepnur. Þessi barátta þeirra hefir bæði verið löng og hörð og kost- VA Knattspyrnuiiiót Reykjavíkur jruð!! W/ Mörkin skoruð!! S/.emr* hefst í kvöld kl. 8.30 með spennandi leik milli Vals og Víkings Allir út á völl!! Takið eítir hvað skeður! Jafntefli síðast! Hvað nú? Gluggarammar með gleri í, hentugir fyrir gróðurhús o. fl. Nokkur stykki fyrirliggjandi. VerzL Málmey, Laugaveg 47. Sími 3245. Nýk o m i ð: VEL0UR Verzlunin Stella, Bankastræti 3. Nýkomið: Taft og Satín. Verzlun H. T0FT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Rúsínur Klapparstíg 30. - Sími: 1884. Miðsiöðvarketill óskast, ca. 2>/2 til 3VZ ferm. að stærð. Til viðtals Hótel Vík 12—1 næstu daga. Gísli Wium. í fjarveru minni úr bænum í nokkura daga gegnir læknisstörfxun minum læknarnir frk. María Hall- grímsdóttir og Hannes Guð- mundsson. Reykjavík, 27. júli ’44. Kristín Ólafsdóttir. Tveir nýir kvenfrakkar til sölu á Hellubraut 9, Hafn- arfirði. .— . Tækifærisverð. F0RD (2y2 tonns vörubíll), módel 1934, er til sölu. Fylgja hon- um 5 varadekk (3 á felgum). Til sýnis á Vitatorgi eftir kl. 6 í kvöld. Bílðloftnet ný — og músiksög — til sölu á Grettisgötu 28, uppi, í kvöld kl. 8—91/2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.