Vísir - 01.08.1944, Blaðsíða 1
Hltstjórar:
Kristján Guðlaugssop '
Hersteinn Pátsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3.«hxð)
Ritstjórar
Blaðamenn
Auglýsingar
Gjaldkerl
Afgreiðsla
Slmli
1660
S llnur
34. ár.
Reykjavík, þríðjndaginn 1. ágúst 1944.
171. tbl.
Enn reynt
að fá Finna
úr stríðinu.
Andstæðingar finnsku stjórn-
arinnar eru aftur byrjaðir á til-
raunum til að koma henni frá.
Umræður fara fram á hverj-
um degi og oft á dag milli
stjórnmálamanna í Helsinki og
nefndir hafa einnig gengið á
fund stjórnarmeðlima, til að at-
huga, hvort stjórnin hafi ekki
breytt afstöðu sinni eftir lnnar
miklu hrakfarir þýzku herjaima
á öllum austurvígstöðvunum.
Sendiherra Finna í Berlin,
sem Kivimáki heitir, er farinn
þaðan á leið til Helsinki. Hann
fór í gærkveldi um Málmey til
Stokkhólms.
Finnska þingið kemur saman
til fundar í dag. Er búizt við
hörðum átökum milli friðar-
sinna og Þjóðverjavina.
Nýr yfirmaður
Asíufiota Breta
■
Sir Bruce Frazer hefir verið
gerður yfirmaður Asíu-flota
Breta.
Frazer stjórnaði heimaflota
Breta, er Scharnhorst var sökkt
um síðustu jól, en hann tekur
við af Sir John Summerville,
sem var um langt skeið næstur
Sir Andrew Cunningham á
Miðjarðarhafi, þegar floti Itala
fékk sem versta útreið.
Meðlasr með óskil-
sretnnoa köroana.
I síðasta Lögbirtingablaði
birtir Félagsmálaráðuneytið
auglýsingu um meðalmeðgjöf
með óskilgetnum börnum frá í
dag til 31. júlí 1945.
Meðgjöfin er hæst í Reykja-
vík, eins og venjulega. Til fjög-
urra ára aldurs og aftur á 7
—15 ára aldri er meðgjöfin
680 kr. fyrir árið. Fyrir hörn
4—7 ára er meðgjöfin 570 kr.
og á sextánda ári 340 kr.
1 öðrum kaupstöðum er með-
gjöfin lægri, allt niður í 440 kr.
í hæsta aldursflokki. Sýslurnar
allar — nema Gullbringu- og
Kjósarsýsla — eru í sérflokki,
þar sem hæsta greiðsla er 370
kr. á ári fyrir börn til fjög-
urra ára og 7—15 ára aldurs,
en lægri á öðrum aldri. í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu eru með-
lögin hærri.
Churchill talar.
Churchill mun halda ræðu
fyrir þingheimi á morgun og
ræða stríðshorfur.
Gert er ráð fyrir því, að hann
ræði um baráttu Breta gegn
rakettusprengjum Þjóðverja, en
auk þess má búast við því, að
hann minnist á Tyrki og af-
stöðu þeirra til styrjaldaraðila.
Loftsóknin á
Kyrrahafi.
Þótt lítið sé getið um hern-
aðaraðgerðir á Kyrrahafi um
þessar mundir, er þó ekkert Mt
á árásum á stöðvar Japana.
Flugvélar bandamanna hafa
gert margar árásir upp á síð-
kastið á ýmsar helztu eyjar,
sem Japanir hafa gert að mikl-
um bækistöðvum. Meðal þeirra
eru Nauru, Palau, Ponape og
Yap. Hafa árásir verið gerðar
á hverjum degi á sumar þess-
ara eyja.
Þelr ætla að nota
flota Þjóðverja
Bandamenn ætla að taka flota
Þjóðverja í notkun eftir að
stríðinu í Evrópu er lokið.
Glassford varaflotaforingi í
ameríska flotanum hefir látið
svo um mælt við blaðamenn,
að bandamenn muni ekki hika
við að nota allt, sem nýtilegt er
úr þýzka flotanum — bæði skip
og hugmyndir — þegar þeir
verða búnir að ná honum, og
snúa sér af alefli gegn Japön-
um.
Göring, Keitel og Dönitz
fara til A.-Prússlands.
óduKii fyrir Bn§§a tíl
li,i§tra§ait§ ©gr A.Pni§§Ian«l§.
Sænskar fregnir herma í
morgun, að þrír af æðstu her-
mönnum Þýzkalands, Göring,
KeiteJ og Dönitz hafi verið á
ferð í A.-Prússlandi um síðustd
helgi.
Förin var farin til þess að at-
huga möguleika á því að stöðva
Rússa, áður en þeir komast inn
í Austur-Prússland, því að það
vilja Þjóðverjar forðast um-
fram allt og eru reiðubúnir til
að leggja mikið í sölurnar. Fóru
þremenningarnir um vígstöðv-
arnar næst A.-Prússlandi og
sátu ráðstefnur með helztu for-
ingjum liersins þar.
I
Þrjár
aðalsóknir.
Rússar sækja nú fram af
mestu lcappi á þrem stöðum.
Þeir eiga 30—40 km. leið til
sjávar við Riga og tóku í gær
hrautarstöðina Jelgava, sem
var ein mikilvægasta samgöngu-
miðstöðin, sem enn var á valdi
Þjóðverja í Eystrasaltslöndum.
En þarna her að athuga, að stór-
slcotalið Rússa skýtur á helm-
ing þess svæðis, sem enn er
milli þeirra og sjávar.
1 gærkveldi var talið, að Rúss-
ar ætti um 25 km. ófarna til A.-
Prússlands. Höfðu þeir þá farið
50 km. leið á tveim dögum, síð-
an þeir hófu sókn sína á nýjan
leik. Tóku þeir m. a. horgina
Marienpol, sem er skammt frá
landamærunum.
Loks munu Rússar hafa >verið
um 15 km. frá úthverfum Var-
sjár í gærkveldi. Eru þeir því
komnir í skotfæri við borgina.
2000 bæir.
Rússar sóttu fram nær alls
staðar milli þessara aðalsóknar-
svæða. Auk þess nálguðust
þeir enn eitt skarðið í Karpata-
, fjöllum. Þeir tóku alls 2000 hæi
í gær og hafa aldrei tekið fleiri
á einum degi.
Möguleikar bandamanna
til einangrunar Bretagne.
Ný landganga á
Nýju-Guineu.
15.000 Japaxair kóaðir
ixmi.
Hersveitir MacArthurs hafa
framkvæmt nýja landgöngu á
vestasta odda Nýju-Guineu.
Landgangan átti sér stað 100
km. fyrir norðaustan þorpið
Sorong á sunnudagsmorgun og
tóku bandamenn jafnframt
tvær eýjar, sem eru undan
ströndinni þar um slóðir. Með
þessu móti hafa bandhtnenn
króað inni 15,000 manna jap-
anskt lið, sem á sér ekki undan-
komu auðið.
Amerísk og áströlsk beitiskip
vernduðu landgönguna, sem var
framkvæmd án þess að Japanir
gætu að gert.
Barátta gegn kali
í háloftsfiugi
Lælcnar bandamanna hafa
unnið mjög á í haráttu sinni
fyrir að verja flugmenn kali í
árásarleiðöngrum.
Fyrir einu ári kól 60 menn af
liverjum 10.000, sem sendir
voru í leiðangra, þar sem nauð-
synlegt var að fljúga í mikilli
hæð. Siðan hefir svo mikið á
unnizt með bættum klæðnaði
og öðrum tækjum, að nú kelur
aðeins fjóra menn af hverjum
10.000.
Gjöf til björgunar-
skútu Vestfjarðar.
Formanni Stysavarnadeild-
arinnar á Þingeyri hefir verið
færð rausnarleg gjöf.
Er það fjárhæð, 3000 krónur,
sem verja á til smíði björgun-
arskútu fyrir Vestfirði. Er mik-
ill áhugi á Vestfjörðum fyrir
því, að skútan verði smiðuð
sem fyrst og liafa margar veg-
legar gjafir verið gefnar til
hennar.
Nýr skólastjóri
Málleysingaskólans.
Brandur Jónsson málleys-
ingjaltennari hefir verið settur
forstöðumaður Málleysingja-
skólans frá 1. næsta mánaðar.
Frá sama tíma hefir for-
stöðukonu skólans, frú Mar-
gréti Rasmus, verið veitt lausn
frá embætti. Hefir hún unnið
við skólann um langan aldur
og getið sér góðan orðstír í
því starfi.
Erkibiskupinn af Westminst-
er gekk í gær á fund páfa í
Rómaborg.
★
Áróðursnefnd húlgarska rík-
isins hefir verið sett af.
★
Japanir segjast hafa hrakið
])andamenn úr Myitkyina með
gagnálilaupi og fellt 1000 menn
í síðustu hríðinni.
k leið sv&ðux Cherbouxg-skaga,
Bandaríkjamenn sækja nú fast á hæla Þjóðverjum suður Cher-
bourg-skaga. Myndin hér að ofan s>Tnir amerískan skriðdreka-
bana fara um borgina Carentan á skaganum.
Hreingerningin
gengnr vel.
Hreinsun á allslíonar rusli
umhverfis hús hér í bænum
heldur áfram og ber mikinn ár-
angur.
Fólk tekur því að vonum vel,
að hreinsað er til í umhverfi
þeirra og má segja, að ýmsir
staðir hafi tekið algerum
stakkaskiptum við þessa „her-
ferð“ lögreglunnar. En nú verða
menn að gæta þess framvegis,
að láta ekki allt fara í sama
farið. Þá er verr farið en heima
setið.
Hnefaleikaíör
Ármenninga
norður í land
Flokkur hnefaleikamanna
úr Glímufélaginu Ármann fór
áleiðis norður í land í gær.
1 gærkveldi sýndi hann á Ákra-
nesi, en á morgun mun liann
sýna á Akureyri og siðan
á Húsavík. Sýningunni stjórn-
ar Peter Vigelund, en fararstjóri
Ármenriinganna er Guðmundur
Arason. Meðal annara eru í för-
inni 4 af núverandi Islands-
meisturum í hnefaleik og er
einn af þeim fararstjórinn,
Guðmundur Arason, sem er nú-
verandi meisari í þungavigt.
Milljón §mále§ta
nauð§^nja nm
Periin.
Á laugardag höfðu banda-
menn flutt milljón smálesta af
nauðsynjum til Rússlands um
Persíu.
1 tilefni af þessu rita blaða-
menn, sem hafa bækistöð í Te-
lieran, langar greinar um afrek
verkfræðinga bandamanna, sem
hafa lagt fullkomna vegi og
járnbrautir um einhver torfær-
ustu héruð, sem til eru í vestur-
liluta Asíu. Þykir það liið mesta
þrekvirki, sem áunnizt hefir
þar eystra, síðan liaustið 1941.
Drengjameistaramót L
S. I. — Tvö drengamet
sett.
Drengjameistaramót 1. S. 1.
var háð sl. laugardag og sunnu-
dag. Á mótinu voru sett tvö
drengjamet, bæði í þristökki.
Fyrra metið, 13,19 m., setti
Halldór Sigurgeirsson (Á.), en
síðar í sömu keppni bætti Þor-
kell Jóhannesson úr Fiml.fél.
Hafnarfjarðar það upp í 13,22
m. Gamla drengjametið, 13,17
m., setti Slcúli Guðmundsson, K.
R„ árið 1942.
Urslit í einstökum greinum
urðu sem hér segir:
100 m. hlaup:
1. Bragi Friðrikss. KR 12,6 sek.
2. Halld. Sigurgeirss. Á 12,6 —
3. Gunnar Melgas. Umf. R. 12,7
Hástölck:
1. Þorlc. Jóhanness. FH 1,60 m.
2. Árni Gunnlaugss. FH 1,60—
3. Ásgeir Einarsson KR 1,55 —
1500 m. hlaup:
1. Óskar Jónsson IR 4:30,0 mín. 1
2. Gunnár Gíslason Á 4:37,6 —
3. Helgi Steinsson IR 5:17,0 —
Kringlukast:
1. Bragi Friðrikss. KR 41,95 m.
2. Sigurj. Á. Ingas. Hvöt 33,90
3. Halld. Sigurjónss. Á 31,05 m.
Langstökk:
1. Þorlc. Jóhanness. FH 6,23 m.
2. Halld. Sigurgeirss. Á 5,93 —
3. Björn Vilmundars. KR 5,92
Frh. á 3. síðu.
Bandaríkjamenn
búast um í
Avranches.
Vínarbúar ekki á
móti nazistunr
Vínarbúar eru frekar á móti
Prússum en nazistum, segir í
grein, sem birzt hefir í sænska
blaðinu Dagens Nyheter.
Blaðið hefir látið fréttaritara 1
ferðast um landið til að lcynn-
ast högum manna. Hann segir,
að matvælaástandið í Vín sé
hetra nú en á öðru ári stríðsins,
horgin sé óslcemmd eftir loft-
árásir, en í Wiener Neustadt
hafi 5000 manns farizt af völd-
um loftárása.
Bretar stækka sixm
fleyg um helming.
Me3 því að komast alveg að
rótum Cherbourg-skaga
hafa bandamenn skapað sér
margvíslega möguleika til
hættulegrar sóknar á hendur
Þjóðverjum.
Bandarílcjamenn virðast vera
að búa um sig í Avranches og
þeim borgum, sem þeir hafa
telcið undanfarna daga, styrlcja
þar aðstöðu sína og búa sig
undir næstu hríð. Virðast mest-
ar líkur til þess, að bandamenn
reyní þá að brjótast þvert yfir
Bretagne-skaga, sennilega til
Leiru-ósa, og vel er líklegt, að
um leið verði gerð tilraun til
landgöngu þar á suðurströnd
skagans, þegar sóknin verður
komin í algleyming.
Þetta virðist vera girnilegasti
möguleilcinn, sem bandamenn
hafa nú, en þeir geta líka beint
sókn í ýmsar aðrar áttir. Þó
virðist þessi einna líklegust til
sigurs, elcki sízt vegna þess að
þarn^ verða Þjóðverjar nú að
koma sér upp vörnum frá
grunni.
i
Bretar
halda áfram.
í morgun er þess eklci getið,
að Bandarílcjamenn liafi sótt
fram suður fyrir Avranches, en
hinsvegar segir tilkynning her-
stjórnarinnar frá þvi, að 2. her
Breta hafi vílclcað og lengt
fleyginn, sem hann var búinn
að relca í varnir Þjóðverja suð-
ur af Caumont, svo að hann er
nú tvisvar sinnum stærri en í
gærmorgun.
Hafa Bretar meðal annars
hrotizt yfir á eina um 13 km.
fyrir sunnan Caumont og l)æ-
irnir Torigny og Cahagnes eru
á þeirra valdi.
Ógerningur án
flugvélaverndar.
Flugvélahópar handamanna
halda uppi sífeldum árásum á
stöðvar Þjóðverja til að
„mýkja“ þær fyrir skriðdrelc-
ana og fótgönguliðið. Hefir
Bradley, yfirmaður Bandarikja-
manna, sent flugliernum þalclca-
skeyti og sagt, að sólcn banda-
manna liefði verið óframkvæm-
anleg, ef flughersins liefði elcld
notið við.
Eisenliower ánægður.
Síðastliðinn laugardag fór
Eisenhower til Frakklands og
fylgdist með hernaðaraðgerð-
um. Hann sagði við blaðamenn,
að hann væri mjög ánægður
með gang málanna og fram-
sólcn bandamanna hefði greini-
lega sýnt, að þeir hefði valið
réttu leiðina, þegar sókn Banda-
rílcjamanna var hafin.
„Við erum á byrjunarstiginu
ennþá,“ sagði hann ennfremur,
„en óðum líður að því, að Þjóð-
verjar fái að finna allan þunga
orlcu olclcar.“