Vísir - 01.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 01.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 16 60 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Færeyingar pæreyingar, sem hér dvelja um þessar mundir, héldu Ólafs- vöku síðastliðinn sunnudag að færeyskum hætti. Frá því er styrjöldin hófst hafa viðskipti Islendinga og Færeyinga aukizt til mikilla muna, og hefir það beinlínis leitt af erfiðleikum þeim, sem styrjöldin hefir vald- ið fyrir þessar eyþjóðir báðar. Færeyingum hefir veitt öllu erfiðar en okkur, að því er hezt verður séð, og hingað sendu þeir nefnd manna í fyrra til þess að semja við okkur um viðskipti og fyrirgreiðslu. Því miður munum við ekki hafa getað greitt úr málum þeirra svo sem við hefðum óskað, en þó gert það, sem við varð kom- ið. Er það mjög ánægjulegt, ef við gætum orðið þessari frænd- þjóð okkar að verulegu liði, enda er saga eylendanna beggja nátengd og að ýmsu leyti hin sama, þótt okkur hafi tekizt fyrir atburðanna rás að þoka málum okkar nokkuð lengra áleiðis. Færeyingar ala ríka sjálf- stæðisþrá í brjósti engu síður cn Islendingar, en eyjarnar eru nú taldar óaðskiljanlegur hluti Danayeldis, þótt heimastjórn hafi þær fengið að nokkru. Þióðin er fámenn, en við ýmsa crfiðleika að etja frá iláttúr- unnar hendi. Framfarir hafa þó orðið miklar í eyjunum það r-em af er jæssari öld og fram- farahugur er mikill með þjóð- inni. «öfðu Færeyingar komið sér upp myndarlegum togara- flo.ta. og fjölda annara fiski- skipa, en af styrjaldarorsökum hafa þeir goldið mjög mikið af- liroð bæði á mönnum og skip- um, en livorttveggja eru þung- ar raunir lítilli og fátækri þjóð, scm vifl fram. Enn fremur mun hafa dregið verulega úr at- vinnu í eyjunum og fyrir for- göngu mætra manna þar og hér hafa Færeyingar komið all- margir hingað til sumaratvinnu og nokkrir dvalið hér að stað- aldri síðustu fjögur árin. Færeyingar hafa ávallt sýnt okkur Islendingum mestu vin- semd. Stafar það sumpart af frændsemi, sameiginlegri sögu þjóðarinnar og loks sennilega öllu frekast af hinu að báðar þjóðirhar eru svo smáar að þær geta átt vinsamleg skipti sam- an án þess að önnur hvor eða báðar þurfi að óttast yfirráða- ráðatilhneigingar hinnar. Svo ætti það að vera í sambúð þjóða í milli, en margur misbrestur hefir á því orðið, svo sem dæm- in sýna. Islendingum er ekki að- eins rétt að hjálpa frændþjóð sinni, Færeyingum, eftir í'rek- ustu getu nú á erfiðleikatíma- bilinu, heldur er það beinlínis skylt og sjálfsagt að gera, sé okkur ekki meinað það eða vegna ómöguleika. Vinsamleg sambúð Færeyinga og Islend- inga má aldrei undir lok líða. enda mun engin þjóð eiga auð- vcldara en við að skilja sögu Færeyínga og viðhorf nú í dag, og það eitt er víst, að almenn- ingur hér í landi mun fylgjast af miklum áhuga með baráttu .... ' .4 ÁlyktaniF StóFstúkuþings: Lokun áfengisútsala, héraðabön löggæzla og bindindisfræðsla í n, aukin skólum. Þingid var kaldid á Akureyri" Jtórstúkuþingið var haldið á fundum, þar sem tillögur eru Akureyrí í lok júnímán- aðar. Vegna þess, að það var haldið utan Reykjavíkur, hafa höfuðstaðarbúar ekki eins átt þess kost, að kynna sér sam- þykktir þess. Meðal samþykktra tillagna þingsins voru þessar: 1. Þar sem séð er og sannan- legt að áfengisneyzla, og áfeng- iskaupj Iandsmanna fer stöðúgt vaxandi, þrátt fyrir alla hind- indisstarfsemi margra góðra krafta í landinu, á meðan sala 'og afgreiðsla á áfengi er eins og nú á sér stað, þá felur Stór- stúkuþingið framkvæmdanefnd sinni að vinna kappsamlega að því sem allra fyrst, að bæjar- stjórnir landsins fari að dæmi hæjarstjórná Reykjavíkur og Isafjarðar og samþykki áskor- anir til ríkisstjórnar og Alþing- is um algera lokun áfengisút- salanna. 2. Stórstúkuþingið felur framkvæmdanefnd sinni að halda áfram samstarfi við rík- isstjórnina um það, að lögin um héraðabönn komi til fram- kvæmda sem allra fyrst. Enn- fremur sjái framkv.nefndin um, að á öllum stjórnmála- þessarar ' frændþjóðar okkar fyrir framþróun og sjálfstæði. • 1 Bruxi rauða hersins. jþjóðviljanum verður tíðrætt um sókn rauða hersins rúss- neska þessa dagana, og er það að vonum. Skal ekki gerð hin minnsta tilraun til að rýra af- rek rússneska hersins, er hon- um hefir nú tekizt að reka þýzku innrásarherina af hönd- um sér, allt til hinna fyrri bækistöðva sinna. En taka verður tillit til ýmissa stað- reynda, sem meðal annars hafa áhrif á brun rauða hersins nú. Menn muna, að fyrir 3 árum átti sér stað annað þrun — brun Þjóðverja í austurátt inn í Rússland. En síðan hefir margt gerzt. M. a. það, að eitt fjölmennasta og mesta fram- leiðsluríki veraldarinnar bætt- ust í hóp bandamanna Rússa. Ógrynni matvæla og hergagna tók eftir það að streyma frá Bretlandi og Bandaríkjunum til Rússlands, og hefir kveðið svo mikið að þeim sendingum, að Stalin játaði það á ráðstefn- unni í Teheran, að án þessarar hjálpar hefðu Rússar beðið ó- sigur fyrir Þjóðverjum. Um þetta er Þjóðviljinn að sjálf- sögðu sagnafár. Og nú brunar rússneski herinn inn í lönd, sem sovjetstjórnin segist ekki ásæl- ast, og enn fremur að hún muni ekki skipta sér af þjóð- slcipulagi íbúanna, en setur samt á laggirnar bolsévikka- stjórn í trássi við útlagastjórn þessara sömu landa, sem aðset- ur hefir í landi bandamanna Rússa og minna með þessu her- námi á skyldleika Kommún- ismans og Nazismans, sbr. Kvislingastjórn Nazista í Nor- egi og fleiri löndum, er þeir liafa hernumið. En meðan rauði herinn sæk- ir fram með meira og minna af amerískum hergögnum, gerist það norður á Islandi, að full- trúar Kommúnisla á Alþingi sitja sem fastast, er allur j)ing- heimur, að jieim undanskildum, rís úr sætum að gefnu tilefni í virðingarskyni við Bánda- ríkjaþing. samþykktar til Alþingis, verði borin fram tillaga um að skora á ríkisstjórnina að láta lögin um héraðabönn koma þegar til framkvæmda. 3. Þar sem það er á allra vitorði, að allmikil hrögð séu að leynisölu áfengis og lög- gæzlan hvergi nærri nægilega vel framkvæmd, þá felur Stór- stúkuþingið framkv.nefnd sinni að vinna að því, að hert verði sem allra mest á löggæzl- unni, svo að tekið verði fyrir þetta vandræða ástand. 4. Stórstúkuþingið felur framkv.nefnd sinni, að vinna að því, að hert verði sem mest á þeirri kröfu bindindismanna í landinu, að stjórnarvöld þjóð- arinnar sjái til þess, að em- bættismenn liennar og aðrir menn í ábyrgðarmildum stöð- um, svo sem: skipstjórar, stýri- menn, loftskeytamenn og vél- stjórar séu bindindismenn. 5. Stórstúkuþingið beinir þeim tilmælum til áfengismala- ráðunauts ríkisins, að hann hvetji alla forstöðumenn skóla í landinu, til að láta bindindis- fræðslu fram fara í skólum sínum, svo sem Iög standa til, og sjái jafnframt um, að allir kennarar fái í liendur handbók um bindindis fræðslu, þeir sem ekki hafa þegar fengið hana. Tillögurnar voru samþykkt- ar í einu hljóði. Kosin voru í framkvæmda- nefnd Stórslúkunnar fyrir næsla kjörtímabil: Stór-templar: Kristinn Stefáns- son, cand. theol. Stór-kanslari: Árni Óla, blaða- maður. Stór-varatemplar: Þóranna Símonardóttir, frú. Stór-ritari: Jóhann Ögm. Odds- son, kaupm. Stór-gjaldkeri: Jón Magnússon, yfirfiskimatsmaður. Stór-gæzlum. unglingastarfs: Hannes J. Magnússon, kenn- ari. Stór-gæzlum. löggj.starfs: Pét- urSigurðsson, erindreki. Stór-fræðslustjóri: Eiríkur Sig- urðsson, kennari. Stór-kapelán: Sigfús Sigur- hjartarson, alþm. Stór-fregnritari: Gísli Sigur- geirsson, verkstjóri. Fyrrv. stórtemplar: Friðrik Á- Brekkan, rithöfundur. Umboðsm. hátemplars næsta ár, var mælt með Jóni Áma- syni prentara. Næsti þingstaður var ákveð- inn í Reykjavík. Reykjavíkurmótið: Víkingur vann K.R. með 3:0 3. kappleikur Reykjavíkur- mótsins fór fram í gærkveldi. Kepptu ])á K.R. og Víkingur. Leikurinn var að mörgu leyti skemmtilegur og lauk honum svo, að Víkingur vann K.R. með 3:0. Dómari í gærkveldi var Guð- mundur Sigurðsson. — I kvöld keppa Valur og Fram og hefst leikurinn kl. 8,30 að vanda. — Dómari verður Guðjón Einars- son í kvöld. Forsetinn var í Bnðardal í gær. Forseti Islands kom til Búð- ardals kl. 2 í gær. Sýslumaður Dalamanna, Þorsteinn Þor- steinsson, hafði ekið til móts við hann og fylgdi honum heim. Var síðan setzt að snæðingi hjá sýslumanni. Að máltíðinni lok- inni kom fólk saman hjá sýslu- mannshúsinu og bauð sýslu- maður þar forseta velkominn. . Börn stóðu heiðursvörð og lítil telpa afhenti forseta blómvönd. Forseti jrakkaði hinar hlýju móttökur. Sýslunefndin hélt í gær kvöldboð í hóteli Búðardals og fluttu jrar ræður þeir Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður, Sigtryggur Jónsson hreppstjóri, Hrappsstöðum og Jón Sumar- liðason, hreppstjóri á Breiða- bólsstað. Að lokum mælti forscti nokk- ur orð til samkomunnar. For- seti og fjdgdarlið hans gisti hjá sýslumanni sl. nótt, en í morg- un lagði hann af stað áleiðis til Blönduóss. Mat á nýjum fiski. Síðan 7. júní hefir farið fram mat á nýjum fiski, er hrað- frystihúsin hafa tekið til vinnslu. Reglugerð um þetta og opinbert eftirlit með vinnslu í húsunum hefir verð í gildi síðan. Hafa þeir Sveinn Árnason og Berg- steinn Bergsteinsson verið að skipuleggja þessi störf, en mats- menn liafa verið skipaðir við öll starfandi liraðfrystihús í landinu, eftir tillögum fiski- matsstjóra og yfirfiskimats- manns, en jieir hafa á hendi eft- irlit með matinu og stjórna því. I sambandi við þessa nýskip- un matsins var haldinn fundur og námsskeið hér í Reykjavík í síðast liðinni viku. Tilefni þessa fundar var upphaflega það, að nokkurir verkstjórar hraðfrystihúsanna boðuðu til hans á síðast liðinni Vetrarver- tíð og hugðust að bindast sam- tökum um betra samræmi um vöruvöndun og vinnslu í húsun- um. Á móti þessu mættu á fjórða tug verkstjóra og matsmanna liraðfrystihúsanna. Heimildin er frá skrifstofu fisldmatsstjóra. Enskt mótorhjjól með ‘fótskiptingu, til sölu. Uppl. í síma 3910, eftir kl. 8 í kvöld og annað lcvöld. Stúlka óskast í Valhöll á Þingvöll- um. — Uppl. í Hressingar- skálanum. Héraðslæknir í „kríl"sínum. Brynjólfur Dagsson, héraðs- læknir í Búðardal, var nýlega á ferð hér í bænum og hitti tíð- indamaður blaðsins hann snöggvast að máli. Eins og kunnugt er var Brynj- ólfur annar þeirra lækna hér á landi sem fékk „jeep“-bíl frá amerísku herstjórninni til reynslu. Brynjólfur kvað þenn- an bíl hafa reynzt sér mjög vel til læknisvitjana um hérað sitt, og telur hann að þeir eigi mikla framtíð fyrir sér hér á landi, elcki sízt þar sem vegagerð er enn skammt á veg komin. Brynjólfur skýrði frá einu tilfelli þar sem hann var sóttur til lconu í barnsnauð. Um illan veg var að fara og telur hann vafasamt livort hann hefði náð í’tæka tíð, ef jeepsinS hefði eldd notið við. Myndin sýnir Brynjólf lækni vera að stíga út úr „krílnum“. Jón Þórarinsson vinnur verclaun við tónlistar- skóla í D.S.A. Utvarpsstjóra hefir nýlega borizt bréf frá Jóni Þórarins- syni, sem nú stundar nám við Yale School of Music í New, Haven í Bandaríkjunum. Jón fór vestur um haf í byrj- un þessa árs, eins og áður hefir verið getið, til þess að stunda tónlistarnám. Hann er fyrsti starfsmaðurinn, sem Ríkisút- varpið styrkir lítillega til sér- fræðináms, með því skilorði, að hann gerist starfsmaður stofn- unarinnar og starfi að tónlistar- vali og tónlistarfræðslu fyrir Ríkisútvarpið að námi loknu. Jón er gæddur miklum hæfileik- um i þessari grein. Stundar hann námið af kappi og sækist það ágætlega. Sem dæmi má nefna það, að að loknum vor- prófum, þar sem J. Þór. tók mjög háar einkunnir, eftir j þriggja mánaða nám, fór fram verðlaunakeppni meðal nem- enda í fúgu-námskeiði um svo- nefndan „Frances E. Osborn Kellogg Prize“. Fengu nemend- ur 3 Idukkustundir til þess að semja fúgu um ákveðið tónstef, án þess að nota hljóðfæri eða önnur hjálpartæki. Meðal dóm- endanna var eitt af þekktustu tónskáldum Ameríku um þessar mundir, Paul Hindsmuth, og felldu þeir einróma þanri dóm, að Jóni Þórarinssyni bæri verð- launin. Jón lætur allavega vel af dvöl sinni vestra og lýkur miklu lofs- orði á skólann, kennara hans og neméndur og kveður alla boðna og búna til þess að greiða götu sína. Strax og Jón Þórarinsson kom vestur um haf kvæntist hann og gekk að eiga Eddu Kvaran, dóttur þeirra Ágústs Kvaran og Soffíu Guðlaugsdótt- ur, leikkonu. Til söln veiðileyfi í Miðfjaiðaiá. Aðsetur Staðarbakka fyrir þrjár stengur frá hádegi á morgun til há- degis næstkomandi laugardag. Upplýsingar í síma 5980 og 3440. 5 manna bíll. gamalt mödél, til sýnis- og sölu við strætis- vágnahús, milli kl. 8—9. Húseigendur. Okkur vantar ca. 50 fer- metra iðnaðarpláss, 1— 2 herbergi, fyrir sauma- stofu. Allskonar húsnæði kem- ur til greina. Upplýsing- ar gefnar í síma 5818, eftir kl. 6. DÖMU SP0RTBUXUR 0G BLÚSSUR. VERZL.C! Reykjavíkurmótið I íullum gangi I kvöld kl. 8,30. Fram - Valur Spenningurinn eykst með hverjum leik! AUir út á völl!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.