Vísir


Vísir - 08.08.1944, Qupperneq 1

Vísir - 08.08.1944, Qupperneq 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofun Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 34. ár. Ritst)órar ] Blaðamenn Slmii Auglýsingar ' 1660 Gjaldkerl 5 ilnur Afgreiðsla Reykjavík, þriðjudaginn 8. ágúst 1944. 176. tbl. HAFIN Þjóðverjargera mikil gagri' áhlaup í átt til Avranch- es. Höfðu Mortain um tíma. Jpjóðverjar hófu í gær ör- væntingarþrungin áhlaup, til þess að kljúfa heri banda- manna í norðvesturhluta Frakklands. Áhlaup þessi eru gerð milli borganna Mortain og St. Poi á 11 km. breiðu svæði og stefna Þjóðverjar að því að brjótast til sjávar hjá Avranches, en á þess- um slóðum koma herir Banda- rikjamanna og Breta saman og á slíkum samskeytum er venju- lega helzt að finna veika bletti. Taka Mortain. Þjóðverjar drógu að sér skriðdrekasveitir úr fjórum bryndeildum, hátt á annað Bundrað skriðdreka og mörg hundruð flutningabíla fulla af herliði. 1 fyrstu unnu Þjóðverj- ar talsvert á, því að þeim tókst að ná Mortain úr höndum Bandaríkjamanna og sækja 6,5 km. vestur fyrir borgnia. 59 skriðdrekar eyðilagðir. Bandaríkjamenn sendu nú boð eftir flugvélaaðstoð og Thypoon-vélar, búnar rakettu- sprengjum, voru sendar á vett- vang. Þjóðverjar nutu engrar flugvélaverndar, svo að Ty- phoon-vélarnar voru einráðar. Þegar þrír tímar voru enn til sólarlags, höfðu flugvélarnar eyðilagt 59 skriðdreka, 15 höfðu laskast og reyk lagði úr 14 að auki. Auk þess var 101 her- flutningabíli eyðilagður. Síðari fregnir herma, að alls hafi 135 skriðdrekar verið eyði- lagðir eða laskaðir þama í gær. Missa Mortain. Loftárásirnar urðu til þess, að Þjóðverjar hopuðu og misstu Mortain aftur. En bardagar voru þó enn mjög grimmilegir þegar kvöldaði og var harðast barizt hjá bænum Juvigny, sem er um 25 km. uppi í landi frá Avranches. Veður var þarna með bezta móti allan daginn í gær og hitar svo mikilir, að hreinasta kvöld var fyrir skriðdrekaliða að berj- ast. J Mikið hættuspil. Þessi gagnsókn Þjóðverja er hið mesta hætluspil. Allt var undir því komið, aS hún bæri árangur og tafarlaust. Færi hún út um þúfur urSu ÞjóSverjar aS gera ráS fyrir því, aS sóknin til Parisar yrSi handamönnum mun léttari á eftir, er þeir hefSi fækkaS skriSdrekum ÞjóSverja aS mun og væru enn vígreifari en áSur eflir sigurinn. Tveir ungir þýzkir hermenn, sem héldu því fram, að þeir væru 18 ára, en virðast vera yngri, bíða á Frakklandsströnd, ásamt mörg hundruð þýzkum hermönnum, sem teknir hafa verið til fanga, eftir því, að verða fluttir til Englands. Sá, sem stendur til hægri, er særður á höfði. Lokaárásin hafin á Riga í Latviu. Bá§sar 50 km. frá Krakow. Fregnir frá Svíþjóð herma, að Rússar sé nú byrjaðir úrslita- áhlauþ sitt á Riga og standi yfir stórorusta fyrir utan borgina. Bardagar eru harðir á öllum vígstöðvunum frá Riga og norð- ur að finnska flóa, en Þjóðverj- um hefir tekizt að hrinda af höndum sér öllum árásum Rússa. Sókn Rússa inn í Lithauen hefir miðaS hægt áfram, en þar hafa ÞjóSverjar lagt allt í vörn- ina. í gærkveldi áttu Rússar um 105 km. ófarna til Tilsit og að- eins lengra til Memel. Alger hervæðing í Austur-Prússlandi. ÞjóSverjar skýra frá því, að síðan Rússar nálguðust svo ískyggilega A.-Prússland liafi alger hervæðing átt sér stað þaf í landi, svo að annað eins liafi ekki þekkzt í Þýzkalandi. Hver einasti maður, sem vettlingi gat valdið, bauð hernum þjónustu sina í hvaða mynd sem væri. Rússar eru þögulir um har- dagana við Varsjá, en ljóst er að Þjóðverjar haaf stöðvað þá þar. Tvær borgir við Karpatafjöll. í gær tóku Rússar tvær mikil- vægar borgir við rætur Karpata- fjalla. önnur var Borislav, mik- ilvæg olíuvinnsluborg, og hin Sambor, meðal stærri borga í Galisíu. Manncrkeim hvctiir Finna tii haráttn. Mannerheim hefir sent finnska hernum dagskipan, hina fyrstu síðan hann varð forseti. Segir Mannerheim í dagsldp- aninni, að nú verði hvér finnsk- ur hermaður að sýna alla ])á lireysti og hugprýði, sem hann eigi i fórum sínum, því að bar- áttan haldið áfram. — Engin breyting er því sýnileg á stefnu Finna. Tyrklr lervslast Konur sem karlar læra vopnabarð. Þingið í Tyrklandi hefir sam- þykkt að bjóða borgurum lands- ins út til landvarnaæfinga. Allir karlar á aldrinum 16— 60 ára og konur á aldrinum 20—45 verða látin læra vopna- hurð og verður sú kennsla liafin umsvifalaust. Jafnframt hefir mjTkvun verið fyrirskipuð i þrem stærstu borgum landsins, Istambul, Ankara og Smyrnu og jafnvel er í ráði að flytja íbúa þeirra borga á brott að nokkuru leyti. Sögur ganga um það í An- kara, að sendiherra Vichy- stjórnarinnar sé á förum þaðan, því að Laval ætli sér að slíta stjórnmálasambandinu við Tyrki. Akurnesingar unnu 1. flokk Vals. KnattspjTnufélagið Valur bauð úrvalsflokki knattspvrnu- manna frá Akranesi að koma til Jiæjarins nú um helgina og þreyta keppni við 1. fl. Vals. Þágu Akurnesingar hoðið og komu til bæjarjns á sunnu- dagsmorgun. Kl. 3 fór kappleikurinn fram og lauk honum þannig, að flokkur Akurnesinga vann með 1 :ö. Um kvöldið fór svo flokk- urinn heim. Kn a ttspyrnuflokkur þessi hefir ákveðið að taka þátt í landsmóti 1. flokks, sem háð verður liér um miðjan þennan mánuð. Franskur her tek- ur brátt þátt í orustum í Frakklandi. Maqui-herinn vinnur ósleitilega að baki ' Þjóðverjum. Jranskur her mun mjög bráðlega hefja þátttöku í orustunum í Frakklandi. De Gaulle hershöfðingi hélt útvarpsræðu í Alsír í gærkveldi og tilkynnti frönsku þjóðinni, sem hann beindi orðum sínum til, að innan skamms myndi mjög öflugur franskur her fara að berjast í Frakklandi, til að hjálpa bandamönnum til að losa landið undan Þjóðverjum. De Gaulle skýrði og frá því, að her þessi mundi verða mjög vel vopnum búinn og hafa öll nýtízku tæki. Það hefir verið vitað lengi, að mikið franskt lið hefir verið við æfingar í N.-Afríku undan- farið hálft annað ár. Afrek frelsisvina. 1 ræðu sinni skýrði De Gaulle frá því, að franskir frelsisvinir — Maqui-herinn — ættu í bar- dögum við Þjóðverja í öllum hlutum landsins og framganga þeirra væri t. d. svo góð fyrir austan Rín-fljót, að þar hefði 6000 Þjóðverjar verið vegnir síðustu tvo mánuðina. 1 Bretagne hafa frelsisvinir einnig gengið mjög hart fram Búlgarar sagðir ieita fyrir sér um sættir. Tyíkir milligöngu- menn. Áreiðanlegar fregnir hafa borizt um það til Ankara, að Búlgaría leyti nú fyrir sér um sættir við bandamenn. Búlgarar óska eftir að landamærin frá 1939 verði ó- breytt og stjórn Bagrianovs er fús til að ræða um, að her- sveitir Búlgara verði fyittar á brott frá Grikklandi og Júgó- slavíu. Jafnframt kveðst búlg- arska stjórnin vera fús til að leyfa sprengjuflugvélum bandamanna að fljúga yfir búlgarska grún, án þess að á þær verði skotið. Búlgarski sendiherrann í Ankara hefir farið þess á flot við tyrknesku stjórnina, a?5 hún hleri hjá bandamönn- um, hvernig þessu verði tekð- ið. að baki Þjóðverjum og unnið margvísleg skeinmdarverk, sem hafa gert það að verkum, að varnir Þjóðverja hafa víða far- ið í handaskolum. 1 lok ræðu sinnar hvatti De Gaulle alla Frakka til að ganga í Maqui-herinn, til að flýta þeim tíma, er land þeirra yrði með öllu frjálst. Forseti heimsækir Siglufjörð, Hólmavik, Isafjörð og Patreksfjörð. Bandaríkjamenn hafa misst 27 kafbáta síðan í stríðsbyrjun. Siglufirði á sunnudag. Frá fréttaritara Vísis. Forseti lslands kom til Siglu- f jarðar í gær klukkan f jögur. Meðan skipið var að leggjast að bryggju, söng karlakórinn Visir, undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar, en er forseti hafði stigið á land, gekk Guðmundur Hannesson bæjarfógeti fram og heilsaði honum og hauð hann velkominn til Siglufjarðar með ræðu. Mikill mannfjöldi var saman- kominn á bryggjunni og flögg dregin að hún um víðan bæ. Einnig á skipum, er voru í hþfn, var fáni við hún. Á mótum Hafnarbryggju og Siglufjarðareyrar hafði verið reist hlið vafið voðum í fánalit- um, en yfir lokað með feldi í fánalitum, cr á var letrað: „Vel- kominn l'orseti Islands", en ]>ar yfir var héraðsmerki SiglufjarS- ar vafið lynai, en merkið eru ! þrjár síldar á hvítum skildi. j Að ávarpi bæjarfógeta loknu ! ávarpaði forseti mannfjöldann nokkrum orðum og gal þcss in. a., að Siglufjörður væri hjarta landsins um sumarmánuðina, vegna hins mikla atvinnurekstr- ar og framleiðslu, er þar væri. Þá hélt forseti i fylgd bæjar- J fógeta upp bryggju og heilsaði bæjarstjórn og bæjarstjóra, en j að því búnu var haldið heim til 1 bæjarfógeta, og fylgdi mann- fjöldi forseta þangað heim. Er þar hafði verið dvalið um stund ók forseti í fylgd bæjar- ! fógeta og bæjarstjórnar upp í Siglufjarðarskarð. Var dvalizt þar um stund og notið útsýnar- innar, er var mjög fögur, þvi skyggni var gott. Sáust Strandafjöll og austur út til Grimseyjar. Frá Skarði var ekið að Síld- arverksmiðju ríkisins, en þar voru fyrir stjórn og fram- kvæmdastjóri verksmiðjanna og tóku á móti forseta, en formað- ur verksmiðjustjórnar, Sveinn Benediktsson, skýrði frá til- drögum að stofnun og rekstri verksmiðjanna til þessa dags. Að því búnu skoðaði forseti verksmiðj urnar. Kl. 7,15 var forseti í kvöld- verðarboði bæjarstjórnar Siglu- fjarðar, ásamt bæjarfulltrúum, embættismönnum ríkis og bæj- ar og forráðamönnum ríkis- stofnana hér í bæ. Var boð þetta í húsakynnum formanns Framh. á 3. síðu. Bandar íkjamenn geysast til Le Mans. Skriðdrekasveitir þeirra eru óstöðvandi. J|ókn bandamanna til Parísar er hafin af miklum krafti, áður en þeir hafa enn gefið sér tíma til að yfirbuga Þjóð- verja á Bretagne og uppræta herflokka þeirra þar. Jafnskjótt og Bandaríkja- menn höfðu tekið Rennes, tóku sumar skriðdrekasveitir þeirra nýja stefnu og héldu austur á bóginn til Parísar. Var farið eftir tveim leiðum, sem eru með um það hil 65 km. millibili og stefnt fyrst og fremst til Le Mans, sem er mikilvæg sam- göngumiðstöð, um það bil 180 km. frá París í loftlínu. I lierstjórnartilkynningu bandamanna í gær var frá þvi skýrt, að farið hefði verið yfir Mayenneána, sem rennur á löngum kafla beint suður í Loire. Var farið yfir ána á fimm stöðum samtímis og haldið við- stöðulaust áfram austur á bóg- inn, - js/ Síðan hefir ekkert verið látið uppi um stöðu hersveita þess- ara, aðeins sagt, að framsveitir þeirra nálgist Le Mans, en ef hraði þeirra er óbreyttur er ekld ósennilegt, að horgin verði tek- in í kveld eða á morgun. Flug- vélar sjá þessum hraðsveitum fyrir öllum nauðsynjum. Yfir Orne hjá Caen. Snemma í morgun gerðu um 1000 brezkar flugvélar árásir á stöðvar Þjóðverja skammt frá Caen, þar sem víglína þeirra liefir ekki enn gefið eftir fyrir bandamönnum. Varpað var nið- ur 6000 smálestum sprengja. — Um 20 kílómetra fyr- ir sunnan Caen hafa Bretar far- ið jTir Orne-ána á tveim stöð- um og komið sér örugglega fyrir á eystri bakka hennar. Vígvöllur — ekki víglína. I Það er ekki hægt að tala um að bandamenn berjist á viglínu í Frakklandi, nema rétt á næstu grosum við Caen. Allt norðvest- urhorn landsins er orðinn vig- völlur í gömlum stíl, þar sem óvinaherirnir blandast saman og reyna að gera út af hvor við annan í hópum, smærri eða stærri. Bandamenn eiga enn eftir að uppræta stóra þýzka herflokka víða á Bretagne, en þeir eru eklci þannig í sveit settir, að þeir geti sameinazt og myndað her. En búizl er við því, að þeir reyni að safnazt saman í stærstu horgun- um, eins og í Brest og Lorient og verjast þar. Sjötugur er í dag Sveinbjörn Kristjánsson kaupmaður frá Isafirði. Er hann staddur hér í bænum og dvelur á heimili tengdasonar síns, Hafliða Halldórssonar, forstjóra Gamla Bíó.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.