Vísir - 14.08.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 14.08.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 1 6 6 0 (fimm Iínur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. e Félagsprentsmiðjan h.f. 9Iei§taramót í. S. I. Vansæmd. J^ýlega skrifaði merkur gáfu- maður og reyndur bóndi grein í Morgunblaðið og skýrði þar frá misfellum, sem höfðu orðið á vörzlu kjöts í kauptúni einu norðanlands. 10,000 skroltkar lágu þar geymdir, en er afhending átti að fara fram neituðu umboðsmenn kaupanda að viðurkenna vöruna góða og gilda og veittu henni ekki við- töku. Rottúr höfðu komizt í kjötið og tekið af því toll, og sennilega hefir það eitthvað skemmst að öðru leyti, vegna ófullnægjandi umbúnaðar, að því er virðist. Hógværri frá- sögn bóndans fyrrverandi var tekið með óþörfum þjósti af manni, sem taldi sér málið eitt- hvað skylt, þótt hann bæri á engan hátt persónulega ábyrgð á vörzlunni. Kjötskemmdir þær, sem þarna voru gerðar að umræðu- efni, eru ekki einsdæmi. Þrá- faldlega hefir komið fyrir, að kasta hefir orðið allmiklu magni af kjöti, sökum skemmda, enda óverjandi að selja það til neyzlu innanlands eða utan. Islenzka þjóðin verður að leggja meginkapp á vöru- vöndun og vörugæði, hvort sem er á innlnedum eða erlendum markaði, — allt annað hefnir sín. Hinsvegar er ljóst, að ef verulega ltveður að misfellum, verður að leita allra ráða til að ráða bót á þeim, þannig að þær endurtaki sig ekki. Það er í senn dýr leikur og óskemmti- legur, að kasta miklum birgð- um af matvöru, enda einstakur slcrælingjabragur, sem á engan hátt er unnt að mæla bót. Allra sízt mega þeir þó það gera, sem mnsjón eiga að hafa með fram- kvæmdum og ábyrgð bera á vöruvönduninni. Misfellur geta alltaf viljað til af ófyrirsjáan- legum atvikum og jafnvel vegna orsaka, sem unnt hefði verið að sjá fyrir, en úr því að skemmdir hafa komið fram á vöru, ber að athuga það tvennt, á hvem veg megi nota slíka vöru án þess að hennar verði neytt, en að hinu leytinu hvort unnt sé að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. I sambandi við þessar um- ræður hefir nokkuð verið minnst á mjólkurmálin. Vita það allir mexm, komnir til vits og ára, að þau eru í lakara horfi en æskilegt getur talizt, enda er nú unnið að umbótum, sem ráða eiga verulega bót á því öng- þveiti, sem mjólkurmálin eru nú í. Kunnugir fullyrða að hér á Reykjavikurmarkaðinum sé mjólkin um hásumarið allt að fjögra daga gömul, er hún berst til neytenda, en þótt varzla og meðhöndlun mjólkurinnar væri í bezta lagi, segir sig sjálft að þar getur ekki verið um fyrsta flokks vöru að ræða, sem hægt væri að setja á Börsonsstimpil- inn „prima-prima“. Menn geta vel skilið þá erfiðleika, sem bændur og Mjólkursamsalan á við að stríða, en hitt fær enginn skilið, að ekki megi víkja einu orði að þessum málum og ræða um úrbætur án þess að það sé illa séð, einmitt af þeim mönn- um, sem sjálfum ætti að vera 3 Islandsmet og 2' drengjamet sett hingað til. H^feistaramot Í.S.Í. 1 frjalsum íþrottum hófst á laugardaginn kl. 4 og var haldið áfram í gær kl. 2. Þrjú íslandsmet hafa hingað til verið sett. Tvö ný met voru sett á laug- ardag, í hástökki af Skúla Guð- mundssyni, K.R. Stökk 1.94 m. Gamla metið átti hann sjálfur (1.93 m.). í langstökki stökk Oliver Steinn 7.08 m. sem er nýtt met. Hann átti einnig gamla metið (6.86). f gær setti Gunnar Huseby, K.R., nýtt met í kringlukasti f*eggja handa, hann kastaði 73.34 m. Eldra metið átli hann sjálfur. Þá settu þeir Þorkell Jóhannesson, F.H. og Torfi Bryngeirsson, K. V., nýtt drengjamet í stangarstökki, stukku háðir 3.40 m. Gamla metið átli Torfi, 3.33 m. Veður var óliagstætt á laug ardag en gott á sunnudag. Að öðru leyti urðu úrslit þessi: 200 m. hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldsson, f.R. 23.5. 2. Guttormur Þormar, U.Í.A., 24.4. ,3. Árni Kjartanss., Á. 24.6. 4. Jóh. Bernhard, K.R. 24.8. , Ágætur tími hjá Finnbirni í svona slæmu veðri. Kúluvarp. 1. Gunnar Huseby, K.R. 15.40 m. 2. Jóel Sigurðss., Í.R. 13.55 m. 3. Þorvarður Árnason, U.f.A. 13.01 m. , ,4. Sig. Sigurðss., ÍR. 11.97 m. Þetta er bezti árangur móts- ins til þessa og gefur 966 stig. Langstökk: 1. Oliver Steinn, F.II. 7.08 m. 2. Skúli Guðmundss., K.R. 6.63 m. 3. Magnús Baldvinsson, Í.R. 6.54 m. 4. Brynj. Jónss., K.R. 6.21 m. Nýtt glæsilegt met hjá Oliver. 800 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R. 2:02,5 mín. 2. Brynjólfur Ingólfsson, K.R. 2:05.2 mín. 3. Hörður Hafliðason, Á. 2:07.3 mín. 4. Páll Halldórsson, K.R. 2:10.5 mín. Ágælur árangur í svona ó- hagslæðu veðri. Spjótkast: 1. Jón Hjarlar, K.R. 50.95 m. 2. Tómas Árnason, U.Í.A. 49.68. m. 3. Jóel Sigurðss., Í.R. 48.83 m. 4. Þorvarður Árnason, U.Í.A. 45.20. Þetta er í 5. sinn í röð, sem Jón verður íslandsmeisfari í spjótkasti. .5000 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, f.R. 17:03.4 mín. 2. Steinar Þorfinnsson, Á. 17:12.6 mín. 3. Indriði Jónsson, K.R. 17:35.0 mín. skylt að hafa þar forystuna. Slíkt ep ómenning og annað ekki. Þessir menn starfa ann— arsvegar í umboði neytenda, en hinsvegar í umboði framleið- enda. Nú er það vitað, að bænd- ur kysu ekkert frekar, en að Reykvíkingar sem aðrir gætu neytt góðrar og óskemmdrar mjólkur og er það í samræmi við óskir neytendanna, en þar sem hagsmunir framleiðénda og neytenda fara þannig algerlega saman, réttlætir ekkert tómlæti í þessum efnum, eða fullyrðing- ar um að allt sé í stakasta lagi, þegar hvert mannsbarn veit að allt er í stakasta ólagi. Almenningur á að gera kröf- ur til þeirra manna, sem valizt hafa til forystu á hvaða sviði sem er, svo sem tíðkast í öðr- um menningarlöndum. Þessir menn eiga ekki að komast upp með að vaða moðreykinn, held- ur á að setja þá á sinn stað, þannig að þeim haldist ekki uppi að ganga í berhögg við al- menna hagsmuni. Almennings- álitið á að vera þeim sá skóli, að þeir öðlist skilning á að þeir eru þjónar almennings en ekki herrar og að þeir verða nauð- ugir viljugir að gegna þeim skyldum, sem þeir hafa tekizt á herðar. Þessi regla á að vera ófrávíkjanleg og ná jafnt til ráðherranna og svokallaðra nefnda, sem annast sölu og dreyfingu vara á innanlands- markaði. markaði, jafnvel þótt engar sérstakar kröfur hafi verið gerðar við mannaval í nefnd- irnar. Hástökk: l.SkúIi Guðmundsson, K.R. 1.94 m. 2. Jón Ólafss, U.f.Á. 1.75 m. 3. Jón Hjartar, K.R. 1.65 m. 4. Brynj. Jónss., K.R. 1.65 m.- Nýtt met og glæsilegt afrek í svona óhagstæðu veðri. Gefur 960 stig og er næst bezta met oltkar íslendinga. Jón Ólafsson setti nýtt Austurlandsmet. Undanrásir í 400 m. fóru fram kl. 8 e. li. á laugardag. Mættu 6 til'leiks og því hlaupið í tveim riðlum. Fyrri riðillinn var mun sterkari; vannst liann af Kjartani Jóhannssyni, f.R. 53.7 sek. 2. Árni Kjartansson Á 54.8 sek. og 3. Jóh. Bernhard, K.R. 55.2 sek. — Hinn riðilinn vann Brynj. Ingólfsson, K.R. á 55.6 sek. 2. varð Magnús Þór- arinsson, Á. 56 sek. og 3. Páll Halldórsson, K.R. 56.3 sek. 100 m. hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldsson, f.R. 11.3 sek. 2 2. Oliver Steinn, F.H. 11,5 sek. Hinum tveim, sem komust í úrslitin, var vikið úr leik vegna rangs viðbragðs tvívegis. — Hlaupið var fyrst í þrem riðl- um með þessum úrslitum: 1. riðill: 1. Árni Kjartansson, Á 11.8 sek. 2. Gutt. Þormar U.I.Á. 11.9 sek. — 2. riðill: 1: Finn- björn Þorvaldsson, f.R. 11.2 sek. 2. Jóh. Bernliard, K.R. 11.7 sek. — 3. riðill: 1. Oliver Steinn, F.H. 11.5 sek. 2. Ilösk. Skag- fjörð, S.K. 12.1. — f miliriðli urðu þeir jafnir Jóh. Bernhard, K.R. og Gutt. Þormar, Ú.f.Á. á 11.7 sek., en Jóhann gaf eftir sætið í úrslitunum. Finnbjörn var greinilega sterkasti maðurinn og er tími hans sá bezti, sem náðst liefir liér í Reykjavík síðustu 5 árin. Stíingarstökk: 1. Guðj. Magnúss., K.V. 3.40 m. 2. Torfi Bryngeirss., K.V. 3.40 m. 3. Þorkell Jóhannesson, F.H. 3.40 m. 4. Ólafur Erlendss., K.V. 3.25 m. Óvenju skemmtileg og liörð keppni. Guðjón stökk 3.48 m. i um- stökki, en afrek Torfa og Þor- lcels er drengjamet. Allir .7 keppendur stukku jrfir 3.05 m. 1500 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, f.R. 4:20.2 mín. 2. Hörður Hafliðason, Á. 4:21.2 mín. 3. Indriði Jónsson, 4:29.2 mín. Hörð keppni síðustu 200 metrana milli tveggja fyrstu mannanna, en annars of hægt hlaupið í byrjun. Kringlukast: 1. G. Huseby, K.R. 43.02. m. 2. Ól. Guðmundss., f.R. 38.81 m. 3. Bragi Friðrikss., K.R. 37.89 m. 4. Ingólfur Arnarson, K.V. 34,03 m. Með vinstri kastaði Huseby 30.32 m. eða 73.34 m. saman- lagt, sem er nýtt ísl. met. % 110 m. grindahlaup: 1. Skúli Gumundsson, K.R. 17.4 selc. 2. Brynj. Jónss., K.R. 19.7 selc. Ef ekki hefði verið kominn talsverður mótvindur, þegar hlaupið fór fram liefði sennilega fokið, en það sek. Sleggjukast: 1. Gunnar Huseby, K.R. 36.83 m. 2. Símon Waagfjörð, K.V. 35,31 m. 3. Helgi Guðmundsson K. R. 35.10 m. 4. Áki Granz, K.V. 34,89 m. Knattspyrnan: Landsmót 1. fl. — Landsmót 3 fl. Eins og áður hefir verið skýrt frá, hefst landsmót 1. fl. í knattspyrnu annað kvöld. Hefst það kl. 8 með því að Víkingur og Akurnesingar keppa. í ráði var upphaflega að 2 leikir færu fram annað kvöld, en vegna þess, hve Akurnesingar koma seint í bæinn, getur ekki orðið af því. Félög þau, sem þá áttu að keppa í seinni leiknum, Knattspyrnufélag Hafnarfjarð- ar og fR, keppa á miðvikudags- kvöld. Dómari verður á morgun Hrólfur Benediktsson, en á mið- vikudaginn Óli B. Jónsson. Sú missögn slæddist inn í frétt af landsmóti 1. fl. sl. föstudag, að hver kappleikur stæði 1 3 stundarfjórðunga, en átti vitanlega að vera hver hálfleikur stæði í 3 stundar- fjórðunga. Landsmót 3. fl. átti að hefjast i kvöld, en ákveðið hefir nú verið að fresta því um óákveð- inn tíma, þar eð Akurnesingar og Hafnfirðingar hafa tillcynnt þátttöku sína í mótinu en af því leiðir að draga verður upp aft- ur. — metið 17 er 400 m. hlaup (úrslit) 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R. 52,3 sek. 2. Brynj. Ingólfsson, K. R. 53,5 sek. 3. Árni Kjartansson, Á 54,9 sek. 4. Magnús Þórarinsson, Á 56,6 s. Sami tími og metið hjá Kjart- ani. Hefði mátt búast við nýju meti ef ekki hefði verið farið að hvessa. Þrístökk. 1. Skuli Guðmundsson, K. R. 13.61 m. 2. Jón IJjartar, K. R. 13,39 m. 3. Halldór Sigurgeirsson, Á. 12.62 m. 4. Þorkell Jóhannesson, F.H. 12,55 m. Skúli tók aðeins 2 stökk og hætti síðan vegna smámeiðsla. Iv.R. liefir hlotið 10 meistarastig f.R. K.V. — F.H. — Ármann ekkert. 6 1 1 og Austfirðingar Mótið fór vel fram og voru á- horfendur margir. Mótinu lýkur með 10 km. hlaupi og tugþraut n. k. mánudag. Scrutator: <p XjOlcUvl GJbvUQUftftÍJAJfá Hitler og Mussolini fóru á silungsveiðar í á einni á landa- mærum Italíu og Sviss, að aflokn- um einum fundi þeirra í Brenner- skarði. Þeir stóðu þar lengi dags, dorguðu, beittu eða skiptu um flug- ur en allt kom fyrir ekki. Það var aldrei bitið á. Hinum megin á bakk- anum stóð Englendingur og dró silung í ákafa. „Hvernig stendur á því að þú ert svona veiðinn ?“ spurðu einræðishérrarnir. „Hérna megin árinnar er öllum heimilt að opna munninn" svaraði Bretinn. ekki eru frekari deili vituð á manni þeim. Um þetta farast Degi svo orð að erfitt sé að vita hvað sé frumlegt hjá Kiljan og hvað ekki, með því að allt er selt sem sama varan, en blaðið telur að fróðlegt væri að fá upplýsingar um hvor hvorttveggja sé ekki nokkuð gott, þar sem það er óskemmt. "H Tveir ungir menn sem búið hafa í tjaldi í sumar, óska eftir herbergi, —- sá sem getur út- vegað mér íbúð, fær síma til um- þeirra H. K. Laxness eða Matthias < t , ' lær Slma t11 um- Tochumsson muni höfnndnr i 1 raða’ .emkabll-..utva.rPstæki og allt H. K. Laxness er á sprettum gamansamur og hefir næmt auga og eyra fyrir ýmsum aflappahætti. Nú hefir staðið yfir deila í ýmsum blöðum, sem aðal- lega hefir snúist um Laxness og íslenzka sauðakjötið. Til sönriunar því að sauðakjötið sé gott, var hitt sannað að kveðskapur Kiljan væri afleitur. Meðal annars var þessi vísa tílgreind: Flatur nærri fram í gröf féll um svarðarraftinn, út í vítis yztu döf aftur á bak á kjaftinn. Blaðið Dagur upplýsir og hefir það raunar eftir Verkamanninum, sem einnig er gefið út á Akureyri og tekur málstað Kiljans, að vísan sé eftir Sigurjón nokkurn Jónsson, en Jochumsson muni höfundur þessa sálms, sem prentaður er á bls. 230 x fyrra bindi skáldsögunnar „Sjálf- stætt fólk“: Óða náða eiga jesú engra vina hverra þraut óða hella halla mega höfuð sitt á drottins skaut. Halldór Kiljan Laxness á sálm- inn, þó þannig að Matthías hefir ort hann og einhver fábjáni lag- fært hann í meðförunum og svo á höfundurinn hann vitanlega. Hins- vegar er hér um þarfa áminn- ingu að ræða til manna í því efni að vera ekki algerlega hirðulausir um framsögn sína á Ijóðum, þótt þeir leggi höfuðáherzlu á tónana. Ekki alls fyrir löngu söng kona ein í útvarpið og bar ekki einn einasta hljóðstaf rétt fram, en söng þar fyrir utan Iaglega. Mönnum hættir til að láta orð renna óþarf- lega mikið saman í söng, þannig að „betóningin verður forkert", og efn- ið þannig tekið meiningarleysa. En nú er maður kominn frá efninu, sem var sauðakjötið og Laxness. Ætli sem nöfnum tjáir að nefna. Þann- ig hljóða auglýsingarnar í dagblöð- unum, en allt ber þetta vott■ um hið gifurlega húsnæðisleysi, sem óhjákvæmilega hlýtur enn að verða á komandi vetri. Fjöldi fólks dvel- ur nú sem fyrr utan bæjar og kem- ur ekki úr atvinnu sinni aftur fyrr en í september. Menn hafa.þó fyrra fallið á að auglýsa eftir íbúðum, en þær mega heita ófáanlegar. Þó er mikið byggt, meira en flest árin áður segir byggingarfulltrúi, en þrátt fyrir það svarar þetta ekki til þarfanna, sumpart þeirra sem fyr ir voru og sumpart aukningarinnar, með því að unga fólkið verður að giftast og viðhalda mannkyninu. Nýju íbúðirnar reynast svo dýrar að flestum mun ofviða að greiða þá húsaleigu sem sett er upp og eigendur þurfa að fá til að rísa undir vöxtum af lánum og eðlilegu við- haldi. Hinsvegar munu flestar ný- byggingar nú vera meira og minna gallaðar að því Ieyti, að allir smá- hlutír úr málmi, sem til húsanna þarf, eru mjög Iélegir, — stríðs- framleiðsla, meira og minna ónýt. Frjálslynda safn aðarins í Reykja- vík. Vinningur: Nýr sumarbú- staður við Ell- iðavatn 09 bif- reið, í einum drætti. Dregið á morgun. Verð hvers miða 5,00. Happdrættishúsið. | / Glæsilegasta happdrætti ársins! Miðarnir fást hjá safnaðarfólhi 09 á þessum stöðum: Austurbær: Verzl. Gimli, Laugavegi 1, Bókaverzlun Lárusar G., Blöndal, Skólavörðustíg. Verzl. Guðmundar Guðjóns- sonar, Skólavörðustíg 21, Verzl. Valhöll, Lokastíg 8, Verzl. Drífandi, Laufásv. .58, Verzl. Ingólfur, Grundarstíg 12, Vísir, útibú, Fjölnisvegi 2, Kiddabúð, Njálsgötu 64, Verzl. Ingólfur, Hringbraut 38, Sig. Þ. Skjaldberg, Laugavegi 49, Lúllabúð, Hverfisgötu 61, Verzl. Rangá, Hverfisgötu 71, Verzl. Ásbyrgi, Laugav. 139, Ræsir, Skúlagötu, Verzl. Drífandi, Samtún 12. M i ð b æ r: Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Bókaverzlun Isafoldar, Bókaverzlun KRON, Bókabúð Braga Brynjólfs- sonar, Hafnarstr. 22, Bifreiðaverzlun Friðriks Bertelsen, Hafnarhvoli. Vesturbær: Verzl. Höfn, Vesturgötu 12, Verzl. Guðlaugar Daðadótt- ur, Vesturgötu 59, Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1, Útibú Tómasar Jónssonar, Bræðraborgarstíg 12, Verzl. Drífandi, Kaplaskjóls- vegi 1, Pétur Kristjánsson, Ásvalla- götu 19. í Hafnarfirði hjá: Verzl. Einars Þorgilssonar, Verzlun Jóns Mathiesen og Verzl. Gísla Gunnarssonar. Nú eru síðustu forvöð að ná sér í miða. Aðalútsölustaður h já Stefáni A. Pálssyni, Varðarhúsinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.