Vísir - 21.08.1944, Qupperneq 1
'r- ***
'**£*>.
Tlltstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur: *
Félagsprentsmiðjan (3. ,hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn Slmti
Auglýsingar 1660
Gjaldkert 5 llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, mánudaginn 21. ágúst 1944.
187. tbl.
Brotizt yfir Signu beggja vegna Parisar.
Rakettubyssur í notkun.
Rakettubyssna er getið í fréttum á hverjum degi. Þessi mynd
er tekin að næturlagi við London. Ráltirnar koma af því að
myndin er tekin „á tima“, þegar verið er að skjóta af nokkr-
um rakettubyssum, sem notaðar eru til loftvarna.__________
Hjá Argentan
stendur síðasta
blóðbaðið yfir.
Bremen útleikin
eins og Hamborg.
Bremen hefir nú fengið jafn-
slæma útreið og Hamborg í loft-
árásum bandamanna.
1 síðustu árás sinni á borgina
vörpuðu Bretar niður samtals
um 70.000 ílcveikjusprengjum
og hefir síðan komið í ljós að
iiver bygging er í rustum á
þriggja km. svæði frá höfninni
upp í miðhverfin og er þetta
eydda svæði um liálfur annar
kílómetri á breidd. \
Flugstöðvarskipi og tveim
beitiskipum var hleypt af
stokkunum í Fíladelfíu í gær.
★
Liberator-vél sökkti jap-
önsku beitiskipi í árás hjá
Hong Kong síðasta laugardag.
Japanir eru byrjaðir að
flytjá flugvélar sínar frá Hal-
mahera í Moluccaeyjum, til að
forða þeim frá loftárásum
bandamanna.
Italía:
Þjóðverjar láta
undan síga við
Adriahaf.
Brazilíumenn berjast
með 5. hernum.
Þjóðverjar hafa látið lítið eitt
undan síga við Adríahaf síðustu
dagana.
í tilkynninguni frá ítaliu í
gær er frá því sagt, að banda-
menn hafi náð borginni Pergola
og þorpum þar í grennd. Á
Arno-vígstöðvunum er aðeins
um aðgerðir njósnaflokka að
ræða.
Haldið er að Þjóðverjar búi
sig undir að flytja eitthvað af
liðinu norður á hóginn, til að
bægja frá hættunni af innrás-
inni í S.-Frakkland.
Hersveitir frá Brasilíu eru
farnar að berjast með fimmta
hernum á Ítalíu.
Austar hörfa Þjóð-
verjar til Signu.
Dandamenn munu fyrst hafa
getað lokað Falais-hlið-
inu í Normandie í gær, er
DÓlskar og amerískar her-
sveitir tóku höndum saman
hjá Argentan.
Þjóðverjar eiga sér nú engr-
ar undankómu auðið úr hringn-
um þarna, en þó mun mikill
hluti liðsins, sem var upphaf-
lega í hættu þar, hafa komizt
undan síðustu dagana.
Á laugardag gerðu Þjóðverj-
ar tilraun til þess að koma í
veg fyrir það, að þandamenn
lokuðu hringnum, er hersveit-
irnar áttu skamma leið eftir til
að ná Saman, en sú tilraun var
gerð að engu eftir ægilegt blóð-
bað. ^
f gær gerðu þeir svo tilraun
til að brjótast út, en þar fór
á sömu leið. Bandamenn hafa
hvað eftir annað varpað flvig-
miðum yfir hið innikróaða lið
og livatt það til uppgjafar, en
þar sem það hafnar því, er ekki
eftir nema „síðasta 'slátrun“ á
því, eins og segir í fregnum
blaðamanna.
f gær tóku bandamenn 7500
fanga á Falais-svæðinu og
felldu mikinn fjölda.
Undanhaldið
til Signu.
Þjóðverjar eru á undanhaldi
á öllu svæðinu frá Signuflóa
suður til Argentan. Eru brezk-
ar hersveitir konmar talsvert
austur fyrir mynni Orne og
hafa tekið bæina Cabourg og
Dives, sem eru þar á strönd-
inni. Fjær sjó hafa þeir farið
yfir ána 'Vie á að minnsta kosti
] þrem stöðum.
Mikill hluti þýzka liðsins er
Frh. á 3.'siðu.
t \
Bandamenn fara á snið
við Toulon og Marseilles.
Komnir að borg:
25 km. norðnr a€
Har§eilles.
Epu komnip
lengst 50 km.
upp í land.
jjandamenn ætla sér ber-
sýnilega að fara á smð
við Toulon og Marseilles í
Suður-Frakklandi, til þess að
spara sér tíma og erfiði, sem
mundi í því fólgið, að gera
beinar árásir á þessar borgir.
Framsveitir liandamanna eru
komnar að úthverfum borgar-
innar Aix, sem er höfuðborg
Provence-héraðs og um 20 km.
ir norðan hafá þeir brotizt að
ánni Durance, sem er mest af
hinum syðyi þverám Rón og
rennur í fljótið skammt fyrir
neðan Avignon. En ekki er það
látið uppskátt, livar farið hefir
verið yfir Durance.
Harðir bardagar.
Herstjórnartilkynning banda-
manna frá Róm í morgun segir,
að skæðir bardagar sé liáðir í
•úthverfum Toulon, en þar höfðu
bandamenn búizt'við að Þjóð-
verjar mundu leitast við að verj-
ast um skeið, þótt þeir liafi að-
eins lítið lið.
Austast á innrásarsVæðinu,
hjá Cannes, eru einnig talsvert
harðir bardagar og bandamenn
eiga skamma leið ófarna til
Grasse.
5000 ferkm. og
13.000 fangar.
f gær var talið, að banda-
menn liafi náð 5000 ferkm.
lands i Suður-Frakklandi, en
60.000 ferkm. eru taldir örugg-
lega á valdi þeirra í N.-Frakk-
landi.
En jafnframt er fangatalan
í S.-Fralcklandi komin upp i
13.000 manns og er það furðan-
lega hátt, er þess er gætt, að
bandamenn telja sig ekki liafa
orðið vara við nema 3 þýzkar
herdeildir til þessa og virðast
þeir þvi liafa tekið allt að þriðj-
ungi allra manna í þeim.
Ötrúlegur hraði.
Þótt sagt sé áð bandamenn sé
komnir lengst 50 km uþp i land
er þó látið í veðri vaka í aðal-
stöðvunum, að þeir sé raun-
verulega komnir miklu lengra,
en eklci sé vert að gera Þjóð-
verjum aðvart um ferðir þeirra.
Þýzku hersveitimar, sem tekn-
ar liafa verið, hafa stundum
haldið, að bandamenn væri óra-
leiðir í burtu. •
Parisarbnar gera
nppreiit gegn
Þjoðverjnm.
Þýzka herstjórnin hotar að hæfa
taana i bloði.
J^aust eftir klukkan tíu í gær var sendmg stöðvuð í Parísar-
útvarpinu til þess að tilkynna, að ýmsir hópar manna í
París hefði gripið til vopna gegn setuliði Þjóðverja í borginni.
Borgarbúar voru hvattir til að vera hinir rólegustu og
láta ekki uppreistarseggi fara með sig í gönur. Því næst var
sagt, að uppreistin mundi verða barin niður með harðri héndi'
og hefði þegar verið gerðar ráðstafanir til þess. Umferðar-
bann hefir verið sett á og gildir það frá kh 9 að kveldi tii
kl. 7 að morgni. öllum kvikmyndahúsum, kaffihúsum og
öðrum samkomustöðum hefir verið lokað og fleiri menn en
þrír mega hvergi sjást saman í einu.
Hver, sem óhlýðnast, verður tafarlaust skotinn, segir
tilkynningin að endingu. Hún er undirrituð af foringja setu-
liðs Þjóðverja í París.
Thor Thors gerður
heiðursdoktor
í lögum.
Herra Thor Thors sendiherra
Islands í Washington var á
laugardag útnefndur heiðurs-
doktor í lögum við Rider Col-
lege, Trenton, ásamt lierra
Walter Edge, ríkisstjóra New
Jersey.
Þýzkar herdeildir
upprættar hjá
Sandomierz.
Rússar hafa upprætt þrjár
þýzkar herdeildir, sem um-
kringdar voru hjá Sandomierz
fyrir vestan Vistulu.
Herdeildir þessar voru um-
kringdar siðari hluta vikunnar
sem leið og buðu Rússar þeim
góða meðferð, ef þær vildu gef-
ast upp, en þær neituðu. Var
næstum hver maður felldur.
Gagnáhlaup Þjóðverja héldu
áfram í gær fyrir austan Praga,
austurhverfi Varsjár, en þeim
var hrundið, og síðan sóttu
Rússar fram lítið eitt.
Norður í Lettlandi halda
þýzku hersveitirnar áfram
gagnáhlaupum sínum, og hafa
þeir unnið lítið eitt á, en enn-
þá norðar, í Eistlandi, hafa
Rússar þokazt nær Tartu fyr-
ir vestan Peipus-vatn og Valke
sunriar.
Ri§aflng:virki
ráða§t :í Japan.
Amerísk flugvirki hafa enn
gert árás á Japan.
1 fregnum Japana af þessu
segir, að árásin hafi verið hörð,
en nokkurar fluvélanna ' liafi
verið skotnar niður. Var ráðizt
á borgina Yawata, sem er á
evnni Kyushu, svðstu heima-
eynni japönsku. Þar eru stærstu
stálverksmiðjur Japana og
starfa í þeim tuttugu þúsundir
manna.
Bandarikjamenn hafa nú gert
fjórar árásir á þessa borg.
í
Flugvélar Flug-
félagsins fluttu
850 farþega
r • r m m
1 jUll.
1 júlimánuði fluttu tvær flug-
vélar Flugfélagsins 850 farþega
samtals. Er það hæsta farþega-
tala eins mánaðar, sem þekkzt
liefir áður. Ferðir flugvélanna
skiptust þannig þennan mánuð:
Til Hornafjarðar 4 ferðir.
— Akureyrar 58 ferðir.
— Borgarfjarðar 10 ferðir.
Alls 'var flogið 190 klukku-
stundir. 225 kg. af pósti voru
flutt þennan mánuð og auk þess
nokkuð af ýmiskonar flutningi,
sem ekki er vitað um þyngd á.
Flugveður í júlímánuði var ó-
venju gott og var flesta daga
mánaðarins flogið frá morgni
til kvölds. Eins og kunnugt er,
hefir nú Flugfélaginu bætzt ein
flugvél í viðbót, svo að nú hefir
það yfir 3 flugvélum að ráða.
Fór flugvél þessi í reynsluflug
s.l. föstudag og reyndist ágæt-
lega. Flugvélin nefnist T.F.I.S.
O. og er snriðuð í De Havilland
verksmiðjunum í Englandi, en
verksmiðjur þessar smíða m. a.
hinar frægu Mosquito- flugvél-
ar.
Bæjop
fréttír
Hjónaband.
1 gær voru gefin saman í hjóna-
band af síra Bjarna Jónssyni Ólöf
SigurSardóttir, Bræðraborgarstíg
15, og Sigui'jón Ingibergsson,' tré-
smiÖur, Bjarkarg. 10.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötur: Nelson
Eddie syngur. 20.30 Þýtt og endur-
sagt (Bárður Jakobsson lögfræÖ-
\inguír). 20.50 Hljómplöjtur: Lög
leikin á saxófón. 21.00 Um daginn
og veginn (Gunnar Benediktsson
rith.). 21.20 Útvarpshljómsveitin:
Lög eftir Hartmann og Gade. Ein-
söngur (frú Nína Sveinsdóttir):
a) Lög eftir Foster (íslenzkir text-
ar). b) „Ljúfar, ljósar nætur“, eft-
ir Jón Laxdal. c) „Á gróðrarstöð",
eftir sama höfund. d) „Sólskins-
skúrin“- eftir Árna Thorsteinson.
Næturakstur.
Bifröst, sími 1508.
Milli Mantes og Ver-
non að norðan —
hjá Melun að sunnan
Barizt hjá Fontaine-
bleau og Versailles.
tajóðverjar tilkynntu í gær,
að Bandaríkjamenn væri
komnir austur yfir Signufljót
á svæði milli borganna Man-
tes og Vernon.
I morgun var svo sagt í sum-
um þýzkum útsendingum, að
hraðsveitir Baudarikjámanna
væri einnig komnar yfir Signu
fyrir suðaustan París, milli
þorganna Melun og Corbeil.
Bandaríkjamenn sendu öfl-
ugt fallhlifalið til jarðar á
hægri bakka Signu, áður en
þeir brutust yfir ána milli Man-
tes og Vernon, og i gærkyeldi
sögðu Þjóðverjar, að Banda-
ríkjamenn ynnu. af kappi að
því áð stækka brúarstæði sitt.
Við Versailies
og Fontainebleau.
Um leið og blaðamönnum við
lierstöðvar bandamanna var
leyft að síma, að framsveitir
Pattons væri komnar að fljót-
inu, þvi að það hefir ekki enn
verið opinberlega staðfest, að
þeir sé komnir yfir það, sím-
uðu þeir að barizt væri í grennd
við Versailles og Fontainebleau,
sem er skammt frá Signu, litlu
fyrir ofan Melun.
Loftárásirnar.
Það eru flugsveitir banda-
manna, sem skapa að miklu
leyti skilyrðin fyrir þessari öru
framsókn, því að þær tilkynna
óðmn, hvar Þjóðverjar eru
veikastir fyrir, eða hvar þeir
muni sízt búast við árásum af
hálfu bandamanna. Hinsvegar
I hafa flugvélar Þjóðverja varla
i látið sjá sig síðasta hálfan mán-
uð og hafa engar gætur á ferð-
um bandamanna.
Bandaríkjamenn
í vesturhverfum
Parísar.
Þýzka fréttastofán hefir
skýrt frá því í morgun, að
njósnasveitir Bandaríkja-
manna sé komnar inn í vest-
urhverfi Parísarborgár.
Churchill hefir verið í heim-
sókn hjá fimmta hernum á
Italíu.
★
Daily Express i London vill
að konur hermanna, sem vinna
í verksmiðjum, verði leystar
frá störfum áður en menn
þeirra koma heim frá vígvöll-
unum.
★
Manville, auðkýfingur í
Bandaríkjunum, sem grætt hef-
ir á asbest-framleiðslu, ætlar að
lcvænast í 8. — áttunda — sinn
á næstunni!